Tíminn - 03.09.1927, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.09.1927, Blaðsíða 4
'148 TlMINN Hvernig- eigum við að búa oss undir þjóð- hátíðina á Þingvöllum 1930? Eftir Jón Guðmundsson, Brúsastöðum. Það hafa margir spurt mig þessa, og vil eg nú leitast við að svara þeim spumingum. Séra Guðm. Einarsson á Þing- völlum hefir skrifað um sama efni í dagblaðið „Vísi“, en þó tel eg rétt að skýra það ögn nánar, að minsta kosti ber mér skylda til þess, þar sem komið er með upplýsingar í opinberu blaði um Valhöll. En eg þykist vita að séra G. E. sé ekki nógu kunn- ur þessu máli, ef dæma skal eftir ummælum hans í „Vísi“. Hann segir sem sé að mest af því fje sem veitt hafi verið til Þingvalla hafi gengið til gisti- húss míns „Valhallar“ og kring um hana. Tel eg því rétt og sjálf- sagt að skýra frá sannleikanum í þessu máli. Eg tel víst að séra G. E. eigi við fé það, sem notað var við móttöku konungs vors 1920. Eg tók þá að mér að lána hús mín til veisluhalda og byggja framan við aðalhúsið, þar sem áður vai’ mjög ljótur skúr. Það voru tillögur mínar byggja það í því formi sem okkar þjóð- kunni merkismaður Tr. Gunnars- son vildi hafa það upphaflega gert, gegn því, að ríkissjóður legði fram fé, er svaraði til byggingarkostnaðar á skúr þeim er ráðgert var þá að reisa. Eða sem svaraði l/3 parti af kostnaði þeim sem fór til viðbótar-bygg- ingar Valhallar. Eins og menn muna voraði seint árið 1920. Þar af leiðandi var ekki hægt að byrja á neinum framkvæmdum til undirbúnings móttöku konungs, fyr en seint og þess vegna varð að hraða svo undirbúningi og aðdráttum, að eg varð að taka þeim tilboðum, sem buðust, án tillits til hvað þau kostuðu; því eins og allir geta séð varð þetta að vera tilbúið á ákveðnum degi. Fyrir mig var því ekki annað að gera en hraða viðgerðinni sem mest. Og þannig var þessi bygging framkvæmd. Megi aldrei slá engið nema annað- hvert ár, þá þarf nýbýlið meira áveituland. En þá mætti þó beita engið, svo að e. t. v. mætti komast af með minna beitiland utan þess og arður yrði vissari af kúnum, þegar þær fengju að ganga á áveitulandi að nokkru leyti. Annars er ekki auðvelt að fara nærri um beitilandsþörfina, þegar allar upplýsingar vantar um það hvað beitilandið gefur af sér, en benda má á að fóðurþörf kýr á beit samsvarar nál. 80 kg. af töðu á viku. Væri beitartíminn 15—17 vikur þá þarf hver kýr að hafa beitiland, sem gefur af sér til beitar ígildi 1200—1400 kg. af töðu. Veitir þó sennilega ekki af að ætla 1,5—-2 ha. beiti- lands fyrir kúna og tilsv. fyrir aðra gripi eftir fóðurþörf þeirra. Garðyrkju getur nýbýlingurinn að sjálfsögðu stundað á borð við það, sem nú gerist alment, eða svo að hann hafi sæmilegt af garðmat fyrir heimilið, og á vetr- um mundi hann hafa meiri tíma afgangs gegningum, ef hann hef- ir engar kindur, en bændur hafa nú. Virðist því aðstaða hans að flestu leyti betri en bændanna, enda mun framtíðin gera meiri kröfur en nútíðin um afkomu- möguleika, og hér er um fram- tíðarmál að ræða. En það má líka gera ráð fyrir að nýbýli, eins og hér er talað um hafi sína þró- unarmöguleika í framtíðinni, ef búskapurinn er stundaður með alúð, bæði í búfjárrækt og jarð- rækt, og ekki bregðast vonirnar, sem tengdar eru við áveituna. * .......- ....... ............. B. P. KALMAN hæstaréttarmálaflutningsmaður. JÓN ÓLAFSSON cand. juris. Málflutningur, skuldainnheimta. Hafnarstræti 15. Rvík. m. -11-1. i .am—— LjlðlisNliBi á \m. „Fana folkehögskule“) Vetrarnámsskeið fyrir pilta og stúlkur í 0 mán. frá 3. okt. Námsskeið fyrir stúlkur apríl —júní. Nánari greinargerð hjá M a r t i n B i r k e 1 a n d, Store-Milde, Noregi. Panta og sel legsteina frá norskum og dönskum „firmum“, þeim bestu í þeirri grein. Skaffa girðingar um reiti. Geri uppdrætti af kirkjugörðum. Felix Guðmundsson Reykjavík. Símar 639 og 1678. Box 351. Kvöldskóii Ríkarðs Jónssonar fyrir dráttlist, útskurð o. fl., byrjar snemma í október. Nauð- synlegur skóli fyrir hagleiksmenn og hannyrðakonur. — Sími 2020. En meðan mátti eg standa með margt starfsfólk atvinnulítið, því jeg hafði ekkert eldhús, af því að alt þurfti að lagfæra áður en konungurinn kæmi. Og loks þegar alt var tilbúið, bæði -hjá mér og landsstjórninni, þá kemur sú fregn, að konung- urinn komi ekki. Allir geta séð hver hnekkir þetta var fyrir fátækan mann, að vera búinn að undirbúa alt sam- an, en hafa svo ekki nema skaða og skapraun í staðinn fyrir þær tekjur sem konungskoman vænt- anlega hefði gefið. Niðurstaðan af öllu þessu varð loks sú, að þegar farið var að Prjónanámskeið H.f. Jón SiginundsBon & Co. Svuntuspennnr Skúfhólkar, Upphlutsmillur og og alt til upphluts. Trúlofunarhringarnir þjóðkunnu. Mikið af steinhringum. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gulIsmiHur. Sími S8S. — Laugaveg 8. Sjó- og bruna- vátryggíngar. Símar: hefir Prjónastofan Malin frá 15. október n. k. til áramóta og lengur, ef ástæður eru til. Kent verður á venjulegar prjónavélar og sokkavélar og öll nýjustu snið og gerðir á prjónafatnaði. Kenslutíminn er áætlaður 100 klst. fyrir hvern nemanda, sem þó má framlengja eða stytta, ef þátttakandi álítur sér það hagkvæmara. Nemandinn leggur sér til vélar og verkefni, nema um annað sé samið fyrirfram. Ósk- að er að umsækjendur gefi sig fram sem allra fyrst. Öllum fyrir- spurnum svarað um hæl. Vörur sendar gegn póstkröfu. Sjótrygging .... 542 Brunatrygging . . 254 Lrramkvæmdarstjóri . 308 Vátryggið hjá Virðingarfylst. Prjónastofan. Malin íslensku félagi. gera upp reikningana haustið 1920, að eg fæ þá greiddan x/3 part af því verði sem þessi bygg- ing kostar, og þar að auki fæ | eg 15000 kr. viðlagasjóðslán, til að geta borið þann mikla skaða sem eg varð fyrir út af þessu öllu saman. Eg kaus heldur láns- ! traust, en krefjast af þingi eða stjórn skaðabóta. Eg kaus að taka á mig þær áhyggjur, sem svona há lántaka hlýtur að hafa í för með sér fyrir fátækan mann, — heldur en gefast upp. Framh. ----o---- Símað er frá Berlin, að Japanir áformi að láta leggja nýjar járn- brautir í Mansjúríu. Hefir ótti gripið rússnesku blöðin út af áformum þessum og telja þau lík- legt, að Japanir ætli sér að ná yfirráðum yfir allri Mansjúríu. Símað er frá Genf, að ráðsfund- ur þjóðabandalagsins hafi verið settur í fyrrad. Aðeins smámál á dagskrá. Rússar ætla að kaupa 25,000 tunnur af síld af íslendingum, er nýbúið að gera samninga um söl- una. Verðið er 18 kr. danskar fyr- ir tunnuna fob. ísl. höfn. ----o----- III. Með því, sem hér að framan er sagt, vildi eg leitast við að vekja menn til umhugsunar um eitt af þeim verkefnum, sem fram- undan eru í Flóanum, til þess að ávaxtað verði það fé, sem lagt hefir verið í áveituna þar. Um hin önnur verkefni, sem eg nefndi áður ætla eg ekki að fjöl- yrða en vænti að aðrir verði til þess. Eg hefi reynt að sýna fram á að góðir afkomumöguleikar eru fyrir nýbýling, sem getur haft 10 kýr, samanborið við búnaðar- ástæður þær, sem nú eru í Fló- anum, eftir þeim heimildum, sem eg hefi farið eftir, og eg hefi tal- að um býlið fullgert að ræktun og með fullri áhöfn. En þannig fá menn það ekki upp í hend- urnar. Þeir, sem vilja stofna ný- býlið hvort sem það er í Flóan- um eða annarsstaðar á landinu, verða að leggja í það krafta sína, og trú á íslenskan sveitabúskap, að koma sér upp slíkum býlum og þeir verða þá líka hluthafar í gleðinni, sem fylgir því, að skapa sér og niðjunum afkomumögu- leika með því að taka í sína þjón- ustu ónotuð frjómögn íslenskrar náttúru. En þetta verður ekki erfiðislaust. Ræktunarskilyrðin yrðu vitan- lega misjöfn á býlunum og um leið ræktunarkostnaðinum, og getur því í einstökum tilfellum farið allfjarri því sem hér verð- ur gert ráð fyrir. Þar, sem þörf er á fullkominni framræslu túns- ins má ætla að framræslukostn- aðurinn verði um 3—400 kr. á ha. og annar ræktunarkostnaður 6—700 krónur, eða allur rækt- unarkostnaður á ha. 900—1100 kr. lækkandi ofan í 6—800 kr. með minkandi framræslu. Mörg- um mun vaxa í augum fram- ræslukostnaðurinn og margur mundi vilja hliðra sér við honum, enda er það æði rótgróinn hugsun- arháttur að fullkomin framræsla túna sé hálfgerður „luxus“ eða óþarfi og verður þess vegna oft hálfgert eða algert kák, sem að engu gagni kemur en sannleikur- inn er sá að túnræktin verður kák, ef ekki er séð fyrir hæfi- legri framræslu. Girðingarkostnað má áætla um 150—175 kr. á ha. eða alls um 750—875 kr. um 5 ha. og að meðaltali rösklega 800 kr. Túnið fullræktað og girt verður þá, auk frumverðsins ríflega 5000 krónur eða 1000 kr. hektarinn. Þar, sem fullkomin framræsla er gerð vegna ræktunarinnar, kemur hún að- einhverjum notum við girðinguna, og geri eg því, frem- ur en hitt, ráð fyrir, að ræktunar- kostnaðurinn verði minni en hér var sagt, þar sem ekki eru sér- stakir ræktunarörðugleikar. Meðan sauðfé er haft í Flóan- um til muna, býst eg við að fjár- helda girðingu þurfi um áveitu- landið. Sé það 20 ha. má gera ráð fyrir að ummál þess verði upp og ofan um 1900 m. Með hliðsjón af því að hér kæmu áveituskurðir og flóðgarðar að nokkru liði, einnig að samgirð- ingar gætu orðið og ennfremur að túngirðinga njóti að einhverju leyti, ætti að vera nóg að áætla að engjagirðingin kosti 1000 kr. Enn má gera ráð fyrir stór- gripagirðingu um beitilandið og hana áætla eg með sömu for- sendum í hæsta lagi 4—500 kr. Þá er enn ótalinn kostnaður við flóðgarðahleðslu. Mér er sagt að hann sé áætlaður 20 kr. á ha. en þar af greiðir ríkið 14 hluta. Ræktunarkostnaður fyrir það ný- býli, sem eg hefi miðað við, yrði þá nálega þessi: 1. Ræktun túnsins kr. 4000.00 2. Túngirðing — 800.00 3. Engjagirðing — 1000.00 4. Hagagirðing — 400.00 5. Flóðgarðar — 300.00 Alls kr. 6500.00 Við þetta bætist frumverð landsins og áveitukostnaður, sem eg áætla 2000 kr. hvortveggja, og svo að lokum byggingarkostnað- urinn, sem vitanlega . verður stærsti liðurinn og þar að auki bústofn og búslóð. En frá dregst styrkur samkvæmt Jarðræktar- lögunum. I tekjuáætluninni er aðeins gert ráð fyrir mjólk úr 10 kúm, en reynist áveitan vel, eða meira verði ræktað til túns en eg hefi gengið út frá, gæti ný- býlingurinn haft fleiri kýr selt hey, alið upp til slátrunar eða tekið á fóður. Ótaldar eru líka tekjur af garðrækt og hænsa- rækt, ef hún er stunduð. Og svínarækt gæti líka komið til greina. Þótt tekjuvonirnar séu þannig allálitlegar þá mun þó flestum ljóst, að ekki er álitlegt fyrir einstaklinginn, oftast efna- lítinn að ráðast í stofnun nýbýlis, nema hann eigi kost á hagkvæm- ari lánum eða öðnim hlunnindum meii-i en menn eiga nú kost á. Og því álitlegri sem tekju- vonirnar eru, þess meiri ástæða er fyrir ríkisheildina að hlynna að stofnun nýbýlanna með vildar- kjörum í lánum og styrktarfé. Þótt -hér séu miklir möguleik- ar og góðir til ræktunar, þá má ekki ætla að þeir séu þeim mun betri hér á landi en annarstaðar, að við megur láta ógert það, sem margar aðrar þjóðir gera, að hlynna að nýbýlastofnun með hagkvæmum lánum og beinum fjárstyrk úr ríkissjóði. Jafnvel á áveitusvæðunum má ekki láta þetta ógert, þótt skilyrðin séu þar að vissu leyti betri en annarstað- UU9 UU^lOAU .10 UpUO ‘JBJLU nema byrjunarspor og sú býla- fjölgun, sem eg hefi talað um ekkert fullnaðarspor. Eg lít svo á að erfitt verði að sýna með rökum, að aðrir atvinnuvegir en landbún- aðurinn, vel rekinn, tryggi betur framtíð þjóðarinnar, þegar á alt er litið. Þess vegna tel eg það skyldu þjóðfélagsins við sjálft sig, að hlynna að landbúnaðinum, með öllum færum ráðum, en gleyma þó ekki eða vanrækja nokkurn annan heilbrigðan at- vinnuveg. Metúsalem Stefánsson. o---- Ritstjóri Hallgr. Hallgrímsson. Prentamiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.