Tíminn - 03.09.1927, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.09.1927, Blaðsíða 1
% ©jalbfeti og afgrei&slumaöur limans er SannDeig þ o r s t e \ n s&ó tlir, Sambanösljúsinu, Keyfjaoíf. 2^fgteibsía Cimans er i Sambanösljúsinu. 0pin öaglega 9—\2 f. tj, Sínti 490. XI. ár. JJtanurheir i Deilan um Rínai’löndin. Samkvæmt Versalasamningnum áttu Frakkar og Englendingar að hafa setulið í Rínarlöndunum um alllangt árabil. Tilgangurinn með þessari ákvörðun var sá, að sjá um að Þjóðverjar gætu ekki víg- búist nálægt landamærum Frakk- lands, og svo að neyða Þjóðverja til að greiða sem fyrst skaðabætur, því fátt er meira særandi fyrir stórþjóð, en að hafa erlendan her innan landamæra sinna. Út af þeirri ráðstöfun hafa orðið sífeld- ar deilur milli stórþjóðanna und- anfarandi ár, og Frakkar og bandamenn þeirra hafa slakað til hvað eftir annað, og dregið úr hinum upphaflegu kröfum sínum. Nú var svo komið að í Rínar- löndunum voru eftir 70 þúsund franskra 0g enskra hermanna. Á alþjóða þingmannafundi, sem hald inn var í París, bar Loebe forseti þýska ríkisdagsins þ. 26. ágúst fram áskorun til Frakka, um að þeir kölluðu heim setulið sitt fyr- ir næstu áramót. Jouvener, sem talaði fyrir hönd Frakka, and- mælti þessu og kvað Frökkum nauðsynlegt að hafa setulið í Rín- arhéröðunum og mintist á landa- mæri Póllands í því sambandi og hvað Locarnosamningana ekki tryggja þau nægilega. Loksins komu Frakkar og Eng- lendingar sér saman um að fækka setuliðinu um 10 þús. manns, en einn af áhrifamestu mönnum Eng- lands Robert Cecil fellst á kröfur Þjóðverja og heimtaði að alt setu- liðið væri kallað heim. Þegar því fekst ekki framgengt bað hann um lausn frá embætti sínu. Það þykja sjaldan mikil tíð- indi þó einn ráðherra segi af sér, en hér er öðru máli að gegna. Cecil er einn af mest metnu mönn um meðal enskumælandi þjóða. Hann er sonur Salisbui'ys lávarð- ar, sem þrisvar var forsætisráð- herra. Ættin Cecil hefir í nær- felt 400 ár ráðið miklu á Englandi og nú eru fjórir synir Salisburys í Parlaméntinu. Persónuleg áhrif Robert Cecils eru því mikil, en það er einnig líklegt að hann hafi tekið þessa ákvörðun í samráði við hinn gætnari hluta breska íhaldsflokksins. Cecil lávarður hef ir gegnt ýmsum ráðherraembætt- um og hefir verið helsti fulltrúi Englands á ráðstefnum Þjóða- bandalagsins og aðalforvígismað- ur kenningarinnar um friðsam- lega samvinnu þjóðanna, þar sem öllum deilumálum væri ráðið til lykta á alþjóðaráðstefnum. Hann lýsti því yfir að hann teldi tak- markanir á herbúnaði nauðsynleg- ar, og kvaðst vera óánægður með stefnu ensku þjóðarinnar í afvopn unarmálinu og þess vegna gæti hann ekki lengur unnið með henni. I þessum mánuði halda fulltrú- ar Þjóðabandalagsins mikilvæga ráðstefnu í Genf, en þar mætir Robert Cecil ekki fyrir Englands hönd eins og vant hefir verið. En þá er spuniingin. Getur hann og félagar hans haft þau áhrif á pólitík Englendinga, að þeir séu fúsir til að verða við bænum Þjóð- verja og kalla herinn heim úr Rín- arlöndunum? Þetta er eitt merki- legasta atriðið í stjórnmálum Norðurálfunnar nú sem stendur. Meðan franskar og enskar her- sveitir halda vörð í þýskum borg- um, er ekki von til þess að frið- samleg og vingjarnleg sam vinna geti átt sér stað milli þessara stórþjóða. Það hefir því afarmikla þýðingu fyrir allan heiminn, að sem fyrst verði bundinn endi á deilurnar um Rínarhéröðin. ----o--- Stjórninni fagnað. Ummæli blaðanna. Sjaldan munu íbúar höfuð- staðarins hafa beðið með jafn- mikilli eftirvæntingu eftir stjórn- arskiftum og nú. Enda er það ekki að furða. Allir bjuggust við því, að við völdunum mundu taka nýir menn, sem ekki hafa áður átt sæti í ráðuneytinu, og hin nýja stjórn á alt aðalfylgi sitt utan Reykjavíkur. Lesendum Tímans út um land mun þykja fróðlegt að sjá, hvernig Reykja- víkurblöðin hafi tekið á móti stjórninni. Það er almennur sið- ur í þingræðislöndum er ný stjóm tekur við völdum, þá láta and- stæðingablöðin hana vera í friði um stund, þangað til hún hefir aðhafst eitthvað. Þetta kalla Eng- lendingar að gefa stjórninni „fair trial“. Nú skulum vér sjá hvemig Reykjavíkurblöðin hafa hagað sér. Visir segir svo: „Um alla þessa nýju ráðherra er það að segja, að þeir hafa staðið framarlega eða fremstir í fylkingu fram- sóknarliðsins á undanförnum ár- um og markað stefnu flokksins. Eins og kunnugt er, hafa þeir Tryggvi og Jónas skrifað manna mest um ávirðingar og yfirsjónir annara flokka og stjóma á síð- ustu tímum og er því vel til fall- ið að þeir fái nú að reyna sæt- leik valdanna um skeið. — Verð- ur að telja það maklega gert og rétt ráðið af framsóknarmönn- um, að setja þá við stýrið, er flokkurinn komst til valda. . . . Búast má við, að hin nýja stjóm taki nú til óspiltra málanna og leitist við að koma hugsjónum sínum í framkvæmd, eftir því sem til vinst. Hafa þeir félagar, Jónas og Tryggvi, verið all-um- svifamiklir hin síðari árin, svo sem kunnugt er, brotið upp á mörgu og ýmsu viljað breyta og umturna. En meðal helstu áhuga- mála þeirra má vafalaust telja stýfingu krónunnar eða verð- festing, endurstofnun tóbaks- einkasölu og ýmsar aðrar ráð-. stafanir til hnekkis athafna- frelsi þjóðarinnar og frjálsri verslun landsmanna“. Menn minnast þess, að Vísir hefir jafnan barist harðast fyrir samkepnisstefnunni og má skoð- ast sem málgagn verslunarstétt- arinnar. Morgunblaðið flutti áður en stjórnin fékk staðfestingu. óvenjulega svívirðilega grein um dóms- og kenslumálaráðherrann. Og til smekklætis prentar það svo upp kafla úr skammagrein, er Kr. Albertson skrifaði um J. J. fyrir þremur árum! Sýnir þetta í einu áhrif Kristjáns hjá þjóð- inni og smekkvísi og hugkvænmi Morgunblaðsritst j óranna. Þess skal getið Reykvíkingum til maklegs lofs, að þessi grein hefir alstaðar fengið þungan dóm. Reykjavík, 3. september 1927. M IHOl-ÉiiimnÉiiÉlir lyrii skíla. Sýnishorn (1 skrfggamyidavél og 1 kvimyndavél) fyrirliggjandi hjá undirrituðum aðalumboðsmanni verksmiðjanna. Þessar skólavélar eru liérlendis notaðar í mentaskóla Reykjavíkur og gagnfræðaskólan- um á Akureyri.-Sendið pantanir yðar og fyrirpurnir til verksmiðjanna í Dresden. A21, Schandauerstrasse 76, eða til v G. HE. Bjðrnsson, Skólavörðustíg 25. Reykjavík. Alþýðublaðið: „Það fer varla hjá því, að einhver breyting verði til batnaðar á ýmsum sviðum á landi hér næstu árin . . . Skoð- anir ,,Framsóknar“-flokksins í ýmsum málum eru nýtar mjög. Má þar til nefna verslunarmálin. En hitt dylst þó Jafnaðarmönn- um ekki, að hér er aðeins um millistig að ræða, sem þjóðin gengur í gegn um á tiltölulega skömmum tíma. Jafnaðarmenn vilja eins og kunnugt er, gerbreytingu á þjóð- félagsástandinu . . . en eins og' kunnugt er, þá er „Framsóknar“- flokkurinn andvígur þessari skoð- un og stendur þar við hlið íhalds- flokknum. Þó svo sé, að Jafnaðarmenn séu í öllum aðalatriðum ósammála ,Framsóknar‘-flokknum, vildu þeir ekki að óreyndu verða til þess að leggja stein í götu við stjórnar- myndunina . . . Það má að síðustu segja „Framsóknar“-flokknum til hróss, að hann gat ekki myndað sterk- ari og hæfari stjórn, en þessa innan flokksins, og að hann vai' fljótur að mynda hana“. ísland, málgagn Sjálfstæðis- manna (frjálslynda flokksins) vill engan dóm kveða upp yfir stjórn- inni, fyr en hún hefir sýnt hvem- ig hún leysir af hendi þau verk- efni er bíða hennar. Annars finst blaðinu Framsóknarílokkurinn helst til íhaldssamur. Vörður: Eftir að Kr. Alberts- on hefir sent Tr. Þ. og J. J. nokkrar hnútur upp á gamlan kunningsskap, kemst hann svo að orði: „En úr því sem komið er, úv því að Framsókn er orðin stærsti flokkur þingins og hlaut að taka við völdum, þá er það í alla staði eðlilegt að þeir J. J. og Tr. Þ. taki sæti í stjóminni. Flokkur- inn hefir sigrað á bardagaaðferð þeirra, — það er maklegt að þeir kjósendur, sem hafa verðlaunað hana með atkvæði sínu, fái nú að njóta þeirrar ánægju að vita báða þessa menn í ráðherrasæti. Vér munum spara oss allar hrakspár um framkvæmdir hinn- ar nýju stfórnar. V ö r ð u r hefir margsinnis viðurkent, að einn af ráðherrum hennar, J. J., væri þrátt fyrir mikla ókosti gæddur góðum hæfileikum og ríkum framsóknar - á h u g a. Það er ein- læg ósk vor, að hinum nýju ráð- herrum megi haldast svo á v i t i sínu, að áhugi þeirra beri ein- hverja ávexti, sem mildi dóm sögunnar um valdabaráttu þeirra á síðustu árum“. Þess skal getið, að Vörður segir íétt frá afstöðu Alþýðuflokksins til stjórnarinnar og hagar sér ekki eins og Morgunblaðið, sem í vonsku sinni og einfeldni heldur því fram, að Jafnaðarmenn á þingi ráði yfir gerðum Framsókn- armanna. Þetta er nú aðalinntakið í um- mælum Reykjavíkurblaðanna. Verðu'r ekki annað sagt, en að heldur andi kalt til hinnar nýju stjórnar úr herbúðum íhaldsins. En það var ekki á öðru von. Sumir forkólfar íhaldsflokksins gengu til kosninga í þeirri trú, að þeir myndu fá algerðan meiri hluta við kosningarnar. Það er því ekki að furða, þó þeim svíði snoppungurinn, sem þjóðin rétti þeim á kjöi'degi. En þó sálar- ástand margra íhaldsmanna nú sem stendur sé þannig, að þeir séu brjóstumkennanlegir — og slíkum mönnum má fyrirgefa mikið — þá eru þó áðurnefndar greinar Morgunblaðsins fyrir neð- an allar hellur. Þær eru líklega einsdtemi í þingræðissögu Norður- álfunnar. ----0---- Emjan Ihaldsins. Það er mark á hverjum nýtum dreng, að hann segir fátt og ær- ist ekki, ef honum gengur mikið á móti. Og þykir manni einhver óhæfa í frammi höfð, þá eru það heimskir menn einir, sem hafa um slíkt mörg hávaða orð og óhljóð ein. Ef manni, sem hefir hug og þor, rennur í skap út af slíku, þá er tilfinning hans djúp og sterk, og orðin falla sjálf- krafa að hugsunum þaris, bitur og þung og drengileg. íhaldsmenn hafa nú í mörg ár varið mestöllu blaðarúmi sínu og öllu viti sínu til þess að skamma og svívirða einn einasta mann. En þegar slíkir hlutir komast upp í vana, þá verður það loks hálf- kæringur og hvert orð kjarnlaust í munni þeirra manna, sem slíkt iðka, hljómlaus orð og merglaus. Þegar nú Jónas frá Hriflu á að taka við einu af æðstu embætt- um á landinu fyrir augunum á þessum mönnum, þá ætti þeim að vera næsta nóg boðið. Það er nú sök sér, þó að þeir hafi beðið lægra hlut. En þeir hafa lýst þessum manni svo, að hann væri eftir þeirra dómi miklu meiri stj órmálasvikari en vjer höfum áður nokkur dæmi til; ekki á þann hátt, að hann hafi svikið einhverja fyrri flokksbræður sína, heldur sé hann með fyrir- fram ráðnum hug að svíkja til fylgis við sig alla bændastéttina, til þess síðan að ofurselja hana með húð og hári í hendur bolsi- víka og ránsmanna, sem Morgun- bláðsmenn hafa jafnframt lýst svo sem kunnugt er. Það er hægt að setja sig í spor þeirra manna, sem árum saman og af hreldu hjarta hefðu varað þjóð sína við þvílíkum svikum og þvílíkum glötunarvegi, en árangurslaust. Þeir hafa drukkið hinn beiska kaleik spá- mannanna. Þjóðin, sem þeir elska og voru sendir til að bjarga, hún 39. blað. Best. — Odýrast. Innleut. trúir þeim ekki og hlustar ekki á varnaðarorð þeirra. Hún kýs • yfir sig þennan mann, sem þeir sjálfir vita að ætlar að svíkja hana. Hún felur honum æðstu umsjón laga og réttar; þeir horfa upp á þetta, og vita svo vissu- lega, að þegar hann hefir náð völdunum, þá ætlar hann að framselja þjóðina og taka af hverjum manni alt, sem hann á. En nú er þessum mönnum ekkert heilagra en eigurnai', eða það, sem guð hefir gefið manninum af gæðum þessa heims. Hver meðalmaður, sem ætti að horfa upþ á slíkt, honum mundi ganga þetta svo til hjarta, að hver hugarh'ræring hans yrði sterkari og hreinni og hvert orð hans þyngra og máttugra. En reyndar mundi hver dugandi drengur segja því færra, sem honum væri meira niðri fyrir. En Ihaldsmenn segja ekki fátt. Nú horfa þeir upp á þessa skelf- ingu, sem þeir hafa reynt að af- stýra. En þeir hafa ekki á sjer rósemi og göfgi þess manns, sem tapaði réttu máli og veit, að mik- ið er í húfi. Ihaldsmönnum ferst ekki eins og góðum drengjum, sem gæta sín þá best, þegar mest bjátar á, heldur ferst þeim nú svo, að þeir missa alla stjóm á sér og emja og skrækja í blöð- um sínum eins og óðir menn. Þegar mest liggur við, þá sleppa þeir sér og gerast dýrum líkir. Enginn hlutur er náttúrlegri en þetta. Þessir menn hafa vísvit- andi flutt falskan boðskap. Spá- mannsköllum þeirra er upplogin af sjálfum þeim, og alt verður hjáróma og svikið, hvert orð úr munni þeirra og hljóðin og vein- in líka. Því að þessir menn, sem skrifa Morgunblaðið og önnur því- lík skrif, þeir líða enga þjáning vegna þjóðar sinnar. Þeir hafa emjan og kveinan eins og leigðar grátkonur, en hjartað er kalt og hugurinn tómur af öllu því, sem gefur orðum mannsins hljóm og líf. ----- ----o---- Góður heyskapur. Af túninu á Hólum í Hjaltadal fengust 1400 hestar af töðu. Hefir töðufengur aldrei orðið meiri þar. „Mánudagur til mæðu“. Morg- unblaðið var að fárast um að nýja stjómin skyldi taka við á mánudegi. Þá var kveðið. Það mun batna þjóðarhagur þegar Framsókn tekur við, þá verður margur mánudagur til mæðu fyrir íhaldið. B. ----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.