Tíminn - 24.09.1927, Qupperneq 1

Tíminn - 24.09.1927, Qupperneq 1
(öjaíbferi 09 afgrei&slumatmr íimans er Sannpcig o r s t e 1 n s bó ttir, Sambanösfyúsinu, ReyfjaDtf. ^fgreibsía Cimans er i Sambanösíjúsinu. ©pin öaglega 9—\2 f. t}. Simi ^96. XI. ár. Reykjavík, 24. september 1927. 43. blað. Tltán lírheitni Ueimspólitík. I. Um eitt skeið var keppnin milli Englendinga og Þjóðverja mikil- vægasta atriðið í heimspólitík- inni. En þó var hún aðeins stundai-viðburður, til lengdar getur ekki verið hörð barátta milli þessara tveggja þjóða, því valda staðhættir og sameigin- legir hagsmunir. Þó enn sé kalt milli þeirra eftir heimsstyrjöld- ina, má þó vænta þess, að þeim fjandskap linni smátí og smátt, og í staðinn komi friðsamleg samvinna. Frakkar og Þjóðverjar eru erfðafjandmenn, og tæplega er hægt að búast við góðri sam- vinnu með þeim fyrst um sinn. Engu að síður er þó líklegt að ekki dragi til ófriðai' með þeim, og smámsaman gleymast deilu- efnin og að minsta kosti er það víst, að óhugsanlegt er að mikl- ar breytingar verði á landamerkj- um þessara ríkja. En það eru nóg deiluefni ann- arsstaðar. Hin núverandi kynslóð hefir frá æsku heyrt talað um Balkanlöndin sem þrætueph Norðurálfunnar, og þetta er líka rétt á margan hátt, en á friðar- fundinum í Versaihes 1919 varaði Lloyd George fundarmenn við því að skapa nýtt Balkan við Eystrasalt. Hann óttaðist að hin mörgu máttlausu ríki, sem frið- arfundurinn setti þar á stofn myndu verða hættuleg friðnum í Norðurálfunni, og hann virðist ætla að reynast sannspár þarna eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Af þessum nýju ríkjum er Pólland langstærst og fjölmenn- ast. Það hefir um 30 miljónir í- búa, og gæti því talist til stór- velda heimsins. Engu að síður er það máttlaust. Fjárhagur þess er í kalda koh, og vafamál hvort ríkið gæti staðist, ef franskir í- haldsmenn hefðu ekki lánað þvi of fjár, til þess að það skyldi verða einskonar varnargarður fyrir rússneskum áhrifum í Mið- evrópu. En í PóUandi búa bæði margir Rússar og Þjóðverjar, svo á ríkið er sótt bæði að vestan og austan. Hér er hættuefni fyrir frið Norðurálfunnar. Það hefir lengi verið sagt, að það væri mikill munur á stór- pólitík Frakka og Englendinga. Hinir síðarnefndu eru henti- stefnumenn, taka það sem býðst í bráðina, notfæra sér það og færa sig svo upp á skaftið eftir því sem tækifæri gefst. Frönsk pólitík hefir aftur á móti jafnan verið rekin með langmið fram- undan. Frakkar skapa sér rök- rétt kerfi til þess að vinna eftir, og fyrir það geta þeir starfað öldum saman. Það eru rúm 400 ár síðan þeir byrjuðu að skifta sér af málefnum Póllands, og nú sjá þeir fyrst árangurinn af því starfi. Frá því á krossferðatím- um hafa þeir reynt að ná undir sig Sýrlandi, og nú ráða þeir loks yfir því, og Damaskus er nú frönsk borg. Á Sýrlandi eiga Frakkar í höggi við tvær þjóðir. Rússa og Tyrki, en eins og staðhættir ei*u, má búast við því að þeir muni halda hlut sínum, þó ekki verði það ágreiningslaust. Rússland er að verða meir og meir þungamiðjan í heimspólitík- inni. Ekki vegna hervalds, held- ur sökum landslegu, og vegna þess að Rússar berjast fyrir á- kveðinni hugsjón í stjórnmálum, sem er fjarskyld stjórnmálaskoð- unum Vesturlanda. Hvar sem á er Utið eiga Rúss- ar í höggi við nágrannaþjóðimar, en það má þó segja, að það sé einkum á þremur stöðum sem baráttan er háð. I Eystrasalts- löndum og Póllandi, þar sem frönskum áhrifum er að mæta, í austur-Ásíu, en þar eru Japanar til andstöðu, eins og skýrt var frá í síðasta blaði, og í suður- Asíu, þar sem Englendingum er að mæta. Síðasta atriðið er sennilega mikilvægast. Það lítur svo út sem heimspólitíkin sé meir og meir að sameinast um baráttuna milli Rússa og Englendinga. Bar- áttuna milli sovjetstjórnar og þingræðis, og síðast en ekki síst, baráttuna um völdin yfir Ind- landi. A Indlandi hafa frá alda öðli búið undirokaðar þjóðir. Þær hafa ekki getað sameinast nema undir stjórn útlendra drotnara. En Indland er af náttúrunni vel varið fyrir árásum. Hafið lykur um landið á þrjá vegu, og í norðri gnæfa Himalajafjöllin, sem ósigrandi víggarður. En á þeim garði er eitthlið, þó þröngt sé. Khyber skarðið þar sem áin Kabúl rennur í þröngu gljúfri austur í Indus. Gegnum þetta skarð hafa drotnarar Indlands frá alda öðli komið. Þá leið komu hinir foi-nu Aríar, sem fyrst mynduðu menningarríki í landinu. Þá leið fór Alexander mikli og hinar grísku hersveitir hans, þá leið fóru síðar Arabar og Baber með Mongólaskarana, sem sköp- uðu ríki stórmógúlsins á Indlandi. I hundrað ár hafa Rússar og Englendingar háð kapphlaup um yfirráðin yfir Asíu. Rússneska keisarastjómin jók ríki sitt hægt og hægt, þángað til öll Síbería og Miðasía laut henni, en á meðan höfðu Englendingar lagt undir sig alt Indland og nálæg lönd,- nema Afganistan. Þar leit um hríð út fyrir að þessum tveimur stóðveld- um mundi lenda saman. En þegar á hólminn kom vildi þó hvorug þjóðin berjast. Á Berlínarfundinum 1878 komu þær sér saman um að Afganistan skyldi verða framvegis sjálfstætt ríki. Einskonar þröskuldur, sem hvorug þjóðin mátti stíga yfir. Hvorki Rússar né Englendingar máttu eftir samningnum blanda sér í innanríkismál Afgana, en það héldu þeir ekki lengi. Englendingar hafa sérstöðu meðal allra drotnara Indlands að fornu og nýju. Þeir komu þang- að sjóveg, en ekki landleiðina, og yfir höfunum drotna þeir enn. Þeir þurfa því ekki að óttast aðra óvini, en þá, er landveg koma. Vald þeirra yfir Indlandi er einnig bygt á siðferðislegum styrk og stjórnkænsku, en ekki á hervaldi. Hinn enski her á Ind- landi er svo fámennur, að hann gæti ekkert gert ef indversku þjóðirnar væru samtaka. Þær gætu kastað honum í hafið ef þær vildu. í hundrað ár, alt frá dögum Wellesleys, hafa Englendingar óttast hættuna frá norðri. Rúss- ar og Khyberskarðið hafa verið Radioverslun íslands. Pósthólf 233 Símar 1317 og 1957. Reykjavík. Radiotæki frá bestu verksmiðjum í Ameríku, Englandi, Belgiu, Þýskalandi og Czeckoslovakiu. Ódýrari en þekst hefir áður. — Leitið tilboða hjá okkur, áður en þér kaupið annarsstaðar. — Verðskrá gegn 20 aura frímerki. — Stórkostleg verðlækkun á bókum: ABDALLAH, áhrifamikil og spennandi austurlensk skáldsaga, í þýð- ingu eftir, Sig. Kristófer Pétursson. Verð áður ób. 7.75 nú 5.00. Verð áður ib. 11.75 nú 6.50. LJÓÐMÆLI eftir Guðm. Bjömsson, Verð áður ób. 7.50 nú 4.00. Verð áður ib. 9.00 nú 5.50. UPPSPRETTUR, kvæði eftir Halldór Helgason. Verð áður ób. 7.50 nú 4.00. Verð áður ib. 9.00 nú 5.50. Bækurnar fást hjá öllum bóksölum, einnig beint frá aðalútsölunni burðargjaldsfrítt, sé andvirði sent með pöntun. Aðalútsala hjá Prentsm. Acía hi., Keykjavík. þeirra áhyggjuefni. Sovjetstjórn- j in rússneska hefir tekið að erfð- j um heimsveldisdrauma keisara- í ! dæmisins, en bætt þar við boð- I skap kommúnismans. Þetta skilja Englendingar vel, í og sjá að hættan er tvöföld. Vér j skulum fyrst hta á ytri hliðina. ' Árið 1905 var gerður samningur, j sem heimilaði Englendingum að hafa hönd í bagga með utanrík- ismálum Afganistans, og leyfði þeim að reisa kastala í Kabuldaln- um. En undir heimsstyrjöldinni hófst hikil hreyfing í Afganist- an eins og fleiri löndum, er játa Múhameðstrú, gegn Englending- um. Það var þó ekki fyr en eftir stríðslokin, að Afganar gerðu innrás í Indland. Þeir voru auð- veldlega sigraðir og reknir til baka yfir landamærin. En á- rangurinn varð þó sá, að 2. nóv- ember 1921 viðurkendu Englend- ingar sjálfstæði ríkisins, og af- söluðu sér réttinum til þess að hafa eftirlit með utanríkispólitík Afgana. Rússar voru ekki aðgerðalaus- ir á meðan. Þeir reyndu að ná vinfengi við Afgana, og þeir dreifðu undirróðursmönnum um alt Indland. Bai'áttan hófst enn á ný milli Breta og Rússa um yfir- ráðin yfir Austurálfunni. Þann 31. ágúst í fyrra var gerður samningur milli Rússlands og Af- ganistans. Það var að vísu að nafninu til hlutleysissamningur, ! en í raun og veru var hann þess ; eðlis, að Afganistan gekk í banda- lag við Rússland gegn Englend- ingum, eins og sjá má af því, að rússneskar flugvélar og rúss- neskt fallbyssulið er komið þang- að í stórum stíl. Hafa Afganar keypt þennan herbúnað að nafn- inu til, þó það sé brot á gömlum samningum, og eins og staðhætt- ir eru, hlýtur hann að vera feng- inn vegna Englendinga einna. Englendingar standa ennþá sigri hrósandi, en þeim stendur stuggur af aðförum Rússa. Ný- lega hefir verið settur á stofn skóli í Samarkand til þess að ala unga menn upp í baráttunni gegn menningu vesturþjóðanna og þá einkum Englendinga. Milli aust- ur- og vesturlanda virðist engin samvinna geta átt sér stað. Að- eins hlífðarlaus barátta. Skáldið mikla, R. Kipling, segir á einum stað: „The East is East and West is West, and never the twain shall meet“. Þetta er orð og að sönnu. Milli Breta og Rússa er og verður háð- ur hiidarieikur í austurlöndum, um það hvort hin austræna, rússneska og mongólska menning eða hin latneska og germanska menning eigi að drotna. Og vér verðum að gæta þess, að Norður- álfan er orðin of þröngt sjónai- svið fyrir stórviðburði sögunnai-. 1 Austuriöndum verðui’ stríðið háö og siguriim unninn. Á síðasta þingi kom íhalds- stjórnin fram með frumvarp um að gera alla starfsmenn varð- skipanna — en þeir eru um 40 að tölu — að föstum embættis- mönnum æfilangt. Um þetta frumvarp var mikið deilt í þing- inu, Framsóknarmenn og einkum Jónas Jónsson, lögðust fast á móti því. J. J. hélt því fram, að það væri óráðlegt að festa alla þessa menn á launum æfilangt, ennfremur þóttu honum laun þeirra of há í samanburði við laun annara embættismanna. Til dæmis voru laun skipstjóra á- kveðin 12,000 krónur á ári eða um helmingi hærri, en laun há- skólakennara og ýmsra annara manna, er gegna æðstu embætt- um landsins. J. J. vildi að launin væru í samræmi við laun annara embættismanna. Eimfremur vakti hann máls á því, að gera varðskipin að skóla- skipum fyrir stýrimanna- og skipstjóraefni, skyldu þeir vera á þeim um tíma við framhalds- nám. Þar gætu þeir fengið góða kenslu og æfingu, og varðskipin góða og ódýra starfsmenn. Ef farið hefði verið að ráðum J. J. mundi ríkissjóði hafa sparast mikil fjárupphæð árlega. J. J. hélt því einnig fram, að óráðlegt væri að festa mennina æfilangt, því varðskipaforingjar eiga helst að vera ungir menn eða á besta aldri. Það væri því eðli- legt að þeir tækju heldur við stjórn á öðrum skipum, er þeir færu að eldast, en yngri menn kæmu í þeirra stað. Ihaldsflokkurinn kom frum- varpinu í gegnum þingið, og lög- in áttu að ganga í gildi 1. júlí, en Magnús Guðmundsson fram- kvæmdi þau ekki. Hann veitti ekki embættin. Morgunblaðið segir, að það hafi ekki verið hægt að koma lögunum í fram- kvæmd vegna þess að skipin hafi verið fyrir norðan. Þetta er rangt, bæði skipin voru á Reykja- víkurhöfn eftir 1. júlí, og annað þeirra lá þar vikum saman vegna aðgerðar. Auk þess mátti veita embættin jafnt hvort sem mexm- irnir væru viðstaddir eða ekki. Er undarlegt að sjá blaðið koma fram með slíka afsökun fyrir breytni M. G. Svona hðu tveir mánuðir og M. G. frestar framkvæmd lag- anna. En svo skeður það undar- lega fyrirbrigði, að þegar Ihalds- ráðherranhr voru að kveðja Stjómarráðið, er farið að útbúa skipunarbréf handa skipshöfnum, en M. G. undirskrifar þau ekki. Hann hefir auðsjáanlega aldrei ætlað sér að gera það, en hefir viljað koma eftirmanni sínum í vanda, af því hann vissi, að hann var andvígur lögunum. Þegar Jónas Jónsson varð var við hvemig málum var komið, á- kvað hann að fara að dæmi M. G. Hann undirskrifaði ekki skip- unarbréfin og skipaði svo fyrir, að hið núverandi ástand skyldi haldast óbreytt fyrst um sinn. Auðvitað fær svo næsta Alþingi málið til meðferðar, og mun stjórnin þá koma fram með breytingartillögur við lögin. Morgunblaðið er að glamra um að Jónas Jónsson skuli dreginn fyrir landsdóm. Gott og vel, sjálfsagt að gera það ef þinginu finst ástæða til. En fyrst verður að byrja á Magnúsi Guðmunds- syni, og er það vel farið, því þá fengi landsdómurinn tækifæri til að dæma um framkvæmd M. G. á siglingalögunum. Undanþág- urnar alræmdu og annað er því hneykslismáli við kemur. ——o------ Seint iðrast. „Það er seint að iðrast eftir dauðann" sagði Höfðabrekku- Jóka forðum, en svo htur út, sem íhaldsflokkurinn geti gert sér þessi orð hennar að einkunnar- orðum. Það þykir löngum reyna á drengskap hvers manns, hvemig hann kunni að taka óhamingju er honum ber að höndum. Sterk- asta þjóð heimsins, Englending- ar, stæra sig af því, að þeir séu „good loosers“, þeir kunni vel að bíða ósigur, og þoli vel þá harma er af því leiða. En það verður ekki með sanni sagt um íhaldsmennina okkar, að þeir séu „good Ioosers“. Eftir að þeir höfðu mist völdin ráku þeir upp ámátlegan skræk, en síðan breyttist tónninn, þeir fóru að heimta af nýju stjóminni að framkvæma það, sem þeir sjálf- ir höfðú vanrækt. Núna um daginn sagði Mbl. að hin nýja stjóm mundi koma á stofn lærðum skóla á Norður- landi, og var ekki annað sjáan- legt en blaðið væri harla ánægt yfir því. Vel sé blaðinu fyrir það, ef það leggur því góða máli lið- sinni. — en því miður verður ekki annað séð, en að Ihalds- flokkurinn hafi gert alt, sem hann hefir getað, til þess að Framh. & 4. aíðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.