Tíminn - 01.10.1927, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.10.1927, Blaðsíða 1
(S)albfcri og afgrei&slumafeur C i m a n s er Hannpeig J? o r s t e t n s öó t tir, Sombanösijúsinu, HeYfjaDÍf. ^fgreibsía (C i m a n s er i 5ambanbsl}úsinu. ©pin öaglega 9—(2 f. I}. =>imi 496. XI. ár. Reykjavík, 1. október 1927. 44. blað. IJtan úrhairai. Heimspólitík. II. Því hefir áður verið skýrt frá hér í blaðinu, að þungamiðjan í heimspólitíkinni er að færast aust- ur á bóginn. Eins og svo oft fyr í sögunni, deila þjóðirnar nú um yfirráðin yfii\hafinu. Öldum sam- | an var barist um völdin yfir Mið- jarðarhafi, Norðursjó og Atlants- liaíi, nú er röðin komin að Kyrra- hafinu. Þrjú mikil sjóveldi eiga lönd aö Kyrrahafinu, England, Japan og . Bandaríki Norður-Ameríku. Rúss- i land kemur ekki til greina í svip- inn sem sjóveldi, og um önnur ríki er ekki að tala enn sem komið er. Því hefir lengi verið spáð að Bandaríkjamönnum mundi lenda saman við Japana til úrslitabar- áttu, en hér er fjörður milli frænda. Stærð Kyrrahafsins hef- ir verið besti fríðarvörðurinn. Eftir því sem hin stóru vígskip nútímans hafa orðið fullkomnari til bardaga, þá hefir einnig sá tími orðið styttri, er þau geta ver- ið burt frá heimahöfnunum. Þau þurfa óhemju af eldsneyti og sí- felt eftirlit og aðgerðir á vélum og vopnum. Það er því talið óger- legt að fara með flota vígskipa (Battleships) yfir Kyrrahafið, nema hann eigi vísa höfn og skipakvíar hinumegin. Á síðari tímum hafa þessar tvær stórþjóðir nálgast í Kyrra- hafinu. Bandaríkjamenn slógu eign sinni á Sandwicheyj ar og með friðnum í Versailles fengu Japanir umráð með þeim nýlend- um Þjóðverja í Kyrrahafinu er liggja norðan við miðjarðarlínu, en það eru Marshall-, Caroline- og Ladroneeyjar. Að vísu er þeim bannað að gera þar herskipa- hafnir, en óvíst er hvort þeir hlýða því banni til lengdar. Það er dýrt spaug að smíða stór herskip nú á dögum. Nýasta vígskip Englendinga, Nelson, kost- aði um 154 miljónir króna. Það er því ekki að undra, þótt þjóð- irnar kynoki sér við að smíða mörg þesskonar skip, til þess að hindra kapphlaupið um stórskipa- smíðar var haldin ráðstefna í Washington 1923. Þar var ákveð- ið hve mörg stór herskip hvert stórveldanna mætti eiga, en beiti- skip, sem ekki voru stærri en 10 þúsund smálestir, tundurbáta og kafbáta máttu þau smíða eins og þeim þóknaðist. En þetta þótti samt mörgum fullkostnaðarsamt, og að tilhlut- Englendinga var haldin flotamála- ráðstefna í Genf í sumar. Þar kom brátt í ljós að ágreiningur varð mikill með hinum fyrnefndu Kyrrahafsstórveldum. önnur ríki komu varla til greina á ráðstefn- unni. Frakkar og ítalir hafa dreg- ið sig í hlé í flotasamkepninni. Þessi þrjú stórveldi komu fram með tillögur sínar. Englendingai' kváðust þurfa að hafa 70 beiti- skip (Cruisers) af ýmsum gerð- um. Sumpart af hinum svonefnda Berwickflokki, 10,000 smálestir að stærð með 8 þuml. fallbyssum, og sumpart smærri skip með 4--6 þml. fallbyssum. Japanar vildu smíða eins mörg stór vígskip og þeim var heimilað með Washington- samningnum, en annars aðeins smá beitiskip, til þess að hafa forustu fyrir tundurbátadeildum í heimahöfum og til þess að her- taka kaupskip út um höf. Banda- I ríkjamenn heimtuðu að fá að smíða eins mörg 10 þús smálesta beitiskip og Englendingar, og með eins stórum og einsmörgum fall- byssum. eir kváðust þurfa þess með, því þeir þyrftu að hafa her- i'lota bæði í Kyrrahafi og Atlants- hafi, þó reyndar engum manni detti í hug, að þeim muni lenda í ófriði við Englendinga í At- lantshafinu. Ennfremur komu Engiendingar fram með tillögur um smækkun vígskipa og tundur- báta, fækkun fallbyssna o. s. frv. Allar tilraunir til samkomulags reyndust árangurslausar. Alt strandaði á kröfum Bandaríkja- manna um 10 þús. smál.skipin með 8 þumiungafallbyssum. Þau skip eru beinlínis ætluð til þess að berjast, en ekki til að verja kaup- skip. Til þess eni þau of stór og | dýr, auk þess geta þau verið lengi íj arri heimahöfum, og eru því hentug til hemaðar í Kyrrahaf- inu. Enda héldu Japanar því fram að þau væri beinlínis stíluð gegn þeim. Aftur sögðu Bandaríkja- menn, að hin smáu beitiskip Jap- ana væru smíðuð til þess, að eyði- leggja verslunarflota Bandaríkj- anna, ef ófrið bæri að höndum. Englendingar reyndu á ýmsan hátt að miðla málum, og fengu til þess stuðninga Japana. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, er Japan í mikilli fjár- þröng nú sem stendur, og vill því komast hjá auknum kostnaði til herskipasmíða, en ef Banda- ríkin auka flota sinn, þykist Jap- an þurfa að gera það líka. Að síð- ustu eyðilögðu fulltrúar Banda- ríkjamanna allar samningatilraun- ir, með því að lýsa því yfir, að Bandaríkin myndu smíða eins mörg beitiskip og þeim sýndist. Svo gætu hin stórveldin hagað sér eins og þeim þóknaðist. Ráð- stefnunni var slitið án þess nokk- ur árangur næðist. Hvað tekur nú við? spyrja menn. Sennilega sama kapphlaup- ið um herskipasmíðar og fyrir heimsstyrjöldina. Bandaríkin hafa nóg fé, og þau eru gagntekin af stórveldishroka sem stendur. Það má því varla búast við að þau slaki til fyrst um sinn. Aftur er ekki víst að Japanar reyni að keppa við hin sjóveldin. Þeir hugsa mest núna um Kína og ástandið þar, og þeir þurfa ekki að smíða herskip, þó þeim lendi saman við Rússa eða Kín- verja. Englendingar munu halda áfram að auka flota sinn, og eins sum- ar enskar nýlendur. Og þá fyrst og fremst Ástralía, sem á 4 her- skip í smíðum nú sem stendur. Ástralíumönnum stendur stuggur af Japönum, og þessi flotaaukning er beinlínis miðuð gegn þeim, því aðra óvini er ekki að óttast á þeim slóðum. Bandaríkjamenn hafa líka mik- ið um sig á öðrum sviðum. Þeir hafa reynt eftir megni að fá fót- festu í Mexíkó. Munu þeir eink- um hafa gert það til þess að ná völdum yfir hinum miklu olíu- lindum, sem í landinu eru. Sum smáríkin í Miðameríku eru orðin gersamlega háð Bandaríkjunum, og svo lítur út sem stjómin í Washington vilji reyna að teygja vald sitt suður fyrir Panama- skurðinn. Sumum ríkjum Suður- ameríku er farið að þykja nóg um aðfarir Bandaríkjamanna. Þeir halda ekki eins fast við Monroekenninguna um að Evrópu- rikin emgi ekki blanda sér í amer- ísk mál, heldur virðast einnig margir foringjar stjórnarflokks- ins stefna að því, að allri Amer- íku, frá Kanada suður að Eld- landi, verði stjórnað frá „hvíta húsinu“ í Washington. Tóbakseinkasalan. j með viti hafa komið til hugar, að engin töp yrðu á einkasölunni, en það veit blaðið vel, að þessar töpuðu skuldir eru smáræði eitt, og væri fróðlegt að hafa skýrslur ; um skuldatöp kaupmanna til samanburðar. Maontis fiuðmundsson og föstu embættin á varðskip- unum. I Morgunblaðinu í gær var grein um einkasölu ríkisins á tó- baki, er það hinn venjulegi þvætt- ingum um að einkasalan hafi brugðist sem tekjulind, vörurnai hafi orðið verri og' dýrari o. s. frv. Alt þetta hefir verið marg- hrakið hér í blaðinu og er því ekki ástæða til þess að eyða um það mörgum orðum. Ailir vita að innflutningur á tóbaki tvö síðustu árin áður en einkasalan hófst var miklu meiri en venja var til. Kaupmenn kept- ust um að byrgja sig upp áður en einkasalan tæki til starfa. í árs- lok 1921 reyndust tóbaksbyrgðir kaupmanna tálsvert á aðra miljón króna að verðmæti, eða með öðr- um orðum, fullkomlega heils árs forði. Og allar þessar byrgðir fengu þeir að selja, svo það var ekki að undra þótt innflutningur og sala Landsverslunar af tóbaki yrði nokkru minni en venjulega -tvö fyrstu árin, sem hún starfaði. En innflutningurinn fór svo vaxandi eins og við var að búast, og tekjur ríkissjóðs að sama skapi. Árið 1925, síðasta árið sem einkasalan starfaði, gaf hún um 1.100,000 kr. í ríkissjóð. Það var meira en nokkur hafði vonast eft- ir — og þá var hún lögð niður! Þegar tóbaksverslunin var gef- in frjáls, jókst innflutningurinn í svipinn, enda hafði einkasalan þá nálega engar byrgðir fyrir- liggjandi. Nú ætluðu margir að græða á tóbaksverslun og flutt var inn allskonar rusl, einkum af vindlingum, og sjálfsagt hafa margir innflytjendur orðið fyrir stórkostlegum töpum, þó að ríkis- sjóður hafi fengið tollinn greidd- an. Þessar ,,spekúlatiónir“ stóðu ekki lengi, og nú er farið að dofna yfir innflutningnum og þá minka tekjur ríkissjóðs að sama skapi og munu þó sennilega verða meiri brögð að því næsta ár. Árið 1926 var innflutningurinn óeðli- lega mikill. Bæði það ár og 1921 geta ekki komið til greina, ef gera skal samanburð á einkasölunni og kaupmannaverslun, eins og hér hefir verið sýnt, giltu þar sér- stakar ástæður, sem voru þess valdandi að tóbaksinnflutningur og tekjur ríkisins af honum var óeðlilega mikill. Það eru fyrst 1927 og 1928, sem taka má til samanburðar. Um önnur atriði í greininni þarf ekki að fjölyrða. Dylgjur um að Landsverslunin hafi haft slæm- ar vörur, eru ekki svara verðar. Allir vita að þær eru ósannar. Einkasalan hafði nægilegt af góðum vörum og ekki hafa þær batnað síðan verslunin varð frjáls. Þá fárast Mbl. yfir því að Landsverslun eigi enn eftir skuld- ir óinnheimtar fyrir nokkur þús. kr. Það mun víst engum manni Magnús Guðmundsson á víst ekki sjö dagana sæla um þessar mundir hjá ísl. togaraeigendun- um. Þeir hafa nú svipaða skoðun á M. G. eins og harðlyndir bænd- ur fyr á tímum á smala, sem týndi öllum ánum í ,,hjásetunni“ í þoku einhverja nóttina. Greinar þær, sem Mbl. og fylgi- blöð þess hafa flutt um embætta- málið á ísl. varðskipunum, sum- ar beint eftir M. G. og sumar ritaðar eftir fyrirsögn hans, eru harmakvein smalans sem mist hefir allar ærnar og verður fyrir þungum búsifjum hjá húsbænd- unum. Brot M. G. gagnvart húsbænd- um sínum, togaraeigendum, er heldur ekki neitt smáræði. Hann hefir látið eyðileggjast í hönd- um sínum þau þrjú áhugamál, sem forráðamenn togaranna hafa lagt mesta stund á að fá leyst eftir sínum óskum í stjómartíð hans. Þeir vildu fá her til að berja á hjúum sínum. Það tókst ekki og hugmyndin varð svo óvinsæl, að íhaldsmenn minnast aldrei óneyddir á það mál. Þeir vildu fá að fela gróða ársins 1924 bak við 3 ára regluna. Það mistókst líka. Loks vildu togara- eigendur tryggja sér æfilangt sömu starfsmenn á varðskipun- um. M. G. kom með frv. á þingi í fyrra til að tryggja þetta. Bæði hann og J. Þ. beittu öllum kröft- um til að koma frv. í gegn. Mót- staðan gegn sumum fjarstæð- ustu atriðunum var ákaflega hörð. M. G. hlaut að vera ljóst, eftir kosningaósigur sinn í vor, að sennilegt væri, að Framsókn- arflokkurinn léti næsta þing taka málið til meðferðar. Samt fór það svo, að M. G. flaut sof- andi að feigðarósi. Hann lét líða marga mánuði án þess að veita embættin og hann fór úr em- bættinu án þess að gera það. Eftir á lætur hann eins og það sé höfuðglæpur af mér að veita ekki þessi embætti, sem hann sjálfur hafði bai'ist fyrir að stofna, en veitti ekki, þótt hann gæti. M. G. hlaut að vera mjög eft- irminnileg þau rök, sem eg hafði á þingi í fyrra flutt fram gegn frv. um varðskipin, svo að síst þurfti hann að búast við miskunn frá mér gagnvart embættaflani sínu. Eg benti á hve fjarstætt væri að lögbinda nú 40—50 fasta starfsmenn hjá ríkinu með æfilöngum samningi. Mikil fjár- þröng væri sýnilega í vændum. Enginn gæti sagt nú hver kaup- geta landsmanna yrði í framtíð- inni. Þá benti eg á hve hættu- legt væri að láta „embættasvefn- inn“ ná til yfirmanna varðskip- anna. Erlendis eru ungir menn hafðir í slíkum stöðum. Eftir gömlum vana hér á landi myndu skipstjórar og stýrimenn vera látnir sitja í stöðum sínum, þótt aldur, lasleiki og embættisöryggi færðist yfir þá. En um leið væri landhelgisgæslan gerð næsta lít- ils virði, en kostnaður samur. Að lokum lagði eg til, að komið væri við stórfeldum sparnaði með því að nota varðskipin sem skólaskip fyrir tilvonandi stýri- menn, og spara þannig meiri hlutann af hásetunum. Hver há- seti fær nú á 3. hundrað kr. í kaup á mánuði á varðskipunum, en námsmenn myndu aðeins hafa fæði og vasapeninga. Þessi eini liður gat sparað landinu yfir 20 þús. kr. árlega. Allir íhalds- menn á þingi beittu sér á móti öllum þessum tillögum til að spara landinu fé og bæta skilyrð- in um strandgæsluna. Því heimskulegri var svefn M. G. að skilja svo vont mál eftir til end- anlegrar lausnar í höndum manns sem hafði sannað á marga vegu hversu taka mátti efni þetta skynsamlegum tökum. M. G. hefir í þessu efni talið tvent athugavert við framkomu mína á meðferð embætta á varð- skipunum: 1. Að veita ekki embættin strax. 2. Að láta skrásetja undir- menn skipanna, þar sem tek- ið sé fram í lögum frá 31. maí 1927, að þeir skuli ekki vera skrásettir. Mjög undarlegt er að M. G. skuli ekki sjá, að hann stendur ákaflega illa að vígi um báðar þessar aðfinslur. Hann hefir nefnilega gert það hvorttveggja sjálfur, sem honum finst eg hafa vangert. Hann lét líða tvo mán- uði án þess að veita embættin, og hann lét líða á 3. mánuð, sem skipverjar á Þór og Óðni voru skrásettir, eftir að skrásetning, að dómi íhaldsblaðanna, var orð- in lögbrot. Ef í alvöru á að tala um lögbrot og landsdóm í þessu sambandi, þá verður M. G. á- reiðanlega fyrsti maður, sem þai’f að svara til saka í því efni, auk annara eldri og meiri lögbrota, sem á honum hvíla, eftir reglu þeirri, er Mbl. vill innleiða. Lögin um vai'ðskipin eru tvenn. önnur gengu í gildi 31. maí, hin 1. júlí s. 1. Að lögum var skrásetning bönnuð eftir 31. maí, en M. G. leyfði sér að virða ]?au fyrirmæli að vettugi, eins og' sést á þessari yfirlýsingu út- gerðarstjóra skipanna, hr. Ól. Sveinssonar, frá 20. sept. þ. á.: „Samkvæmt beiðni hins háa ráðuneytis skal upplýst, að skip- verjar á varðskipinu „Þór“ voru afskráðir á Siglufirði 5. ág. þ. á. og skipverjar á „Óðni“ voru af- skráðir í Reykjavík 24. ág. þ. á. — Hinn 13. þ. m. var aftur skráð á „Óðinn“ og á „Þór“ hinn 15. s. m.“. M. G. hefir haldið fram í MbL, að hann hefði ekki getað látið af- skrá skipverja af því skipin hefðu verið fyrir norðan. En af vitnis- burði hr. ó. S. sést, að afskrán- ing á öðru skipinu fór fram á Siglufirði. Auk þess komu bæði skipin margoft til Reykjavíkur frá 31. maí til loka ág., er M. G. lét af stjóm. í öðru lagi hefir M. G. látið sem hann vissi ekki, að hásetarnir voru að dómi hans sjálfs í Mbl. ólöglega skrásettii' allan júní, allan júlí og nokkuð af ágúst. M. G. hefir ennfremur haldið fram, í Mbl., að hann hafi ekki getað veitt embættin af því Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.