Tíminn - 01.10.1927, Blaðsíða 2
164
TlMINN
SMflRR
SniBRLÍKÍ
IKZsna.pféla.gsst j órar I
Munið eftir því að haidbest og smjöri líkast er
„Smára“ - smjörlíkí
Sendið því pantanir yðar til:
H.i. Smjörlíkisgerðín, Reykjavík.
Sambandshúsinu
Reykjavík
Símnefni:
Tóbaksverslun
Tobaccoco
Símar: 690, 1819 og 1850.
LANGSTÆRSTA
heildverslun landsins með
allskonar • tóbaksvörur,
tóbaksáhöld og sælgæti.
Einkaumboð hér á landi fyrir flestallar stærstu og bestu verksmiðj-
ur heimsins, sem framleiða tóbaksvönir.
Einkaumboð fyrir hinar heimsþektu súkkulaði og sælgætisverk-
smiðjur, James Keiller & Sons (Crosse & Blackwell) London, og C. J.
van Houten & Zon. Weesp, Holiandi.
KAUPMENN OG KAUPFÉLÖG!
Verslið þar sem viðskiftin eru hagkvæmust.
Fjórðungsþing
fiskifjelagsdeilda Sunnlendingafjórðungs, verður haldið í Kaupþings-
salnum í Eimskipafélagshúsinu hér í Reykjavík, föstudaginn 4. nóv.
næstkomandi, og hefst kl. 1 síðd.
Þar verða tekin fyrir til umræðu ýms sjávarútvegsmál, er síðar
koma fram á Fiskiþingi.
Fiskifélagsdeildir fjórðungsins eru ámintar um að senda fulltrúa
á þingið.
Reykjavík, 28. sept. 1927.
ar, er verksmiðjan hefir sett upp
í húsum sínum. Þær eru af ný-
i tísku gerð, og allur útbúnaður
hinn hentugasti, og umgengni
| þrifaleg, sem best verður á kosið.
i í verksmiðjunni vinna 13 menn,
og getur hún framleitt hjer um
bil eina smálest af smjörlíki á
hverjum degi.
Málverkasýningu opnaði Jón
Þorleifsson á sunnudaginn var.
Eru margar af myndum hans
þegar seldar.
Á sunnudaginn var kviknaði
í húsi í Reykjavík. Eldurinn var
brátt slöktur, en það komst upp
að þarna höfðu vínbruggarar ver-
ið að verki og hafði kviknað í
víninu. Tveir menn, Guðmundur
Þorkelsson heildsali og Guðmund-
ur Jónsson hafa verið teknir fast-
ir og hafa þeir játað á sig vín-
bruggunina. Búist er við að fleiri
menn muni komast í málið.
Á miðvikudagsnóttina brann
fjós og heyhlaða hjá Ólafi lækni
Isleifssyni í Þjórsártúni. Brunnu
þar inni tvær kýr, kálfur og
nokkur hænsni, og ennfremur á
þriðja hundrað hestar af heyi.
Um upptök eldsins er ókunnugt.
Flestir skólar höfuðstaðarins
taka til starfa í dag. Aðsókn er
mjög mikil að flestum þeirra.
1 ágústmánuði voru fluttar inn
vörur fyrir 5,678.510 krónur. Þar
af til Reykjavíkur 3.412.396 kr.
Nýkomin er út kenslubók í Mið-
aldasögu. Samið hefir Jóhannes
Sigfússon. Er það lagleg bók og
virðist vera vel fallin til kenslu.
Þeim fer smáfjölgandi íslensku
kenslubókunum og er það vel far-
ið, því það er bæði skaði og
skömm að því að nota útlendar
kenslubækur, einkum í lægri skól-
um.
Morgunbl. segir í dag að
nauðsynlegt sé, að Landsbankinn
verði utan við pólitískar erjur.
Það mun vera vegna þess, að
Ihaldsflokkurinn kaus þing-
mennina Jóh. Jóh. og Magnús
dós. í bankaráðið.
Fjórðungsstjóvnin.
-o—
„I rúst“.
Frá úílöndum.
— Símað er frá Moskwa, að
Litvinov fullyrði, að stjórnirnar í
Frakklandi og Rússlandi hafi gert
samning sín á milli um afborg-
anir af skuldum Rússland við
Frakkland frá dögum keisai’aveld-
isins. Býst Litvinov við því, að
Frakkar muni veita Rússum lán.
— Símað er frá Chicago, að
Gene Tunney og Jack Dempsey
hafi kept í gær um heimsmeist-
aratitil i hnefaleik. Tunney bar
sigur úr býtum.
— Símað er frá Berlín, að far-
þegaflugvél, sem var á leiðinii
frá Berlín til Munchen, hafi
steypst niður. Sex menn biðu
bana. Meðal þeirra var Maltzahn,
sendiherra Þýskalands í Banda-
ríkjunum.
— Símað er frá París, að inn-
flutningstollar hafi verið hækkað-
ir í Frakklandi. Kemur tollahækk-
nu þessi sérstaklega hart niður á
þeim ríkjum, sem hafa enga versl-
unarsamninga við Frakkland.
Meðal þeirra ríkja eru Bandarík-
in. Hafa þau nú krafist bestu
kjara hjá Frökkum, en hóta ella
að hækka tolla á vörum, sem
Frakkar selja til Bandaríkjanna.
— Frá París er símað 25. sept-
erber: Rússar buðust til þess í
gær, að greiða Frökkum 60 milj.
gullfranka í 61 ár, en krefjast í
staðinn, að Fi-akkar veiti þeim
verslunarlán að upphæð sex
hundruð miljónum gullfranka. Til-
gangurinn með tilboði Rússa er
er sennilega sá, að koma í veg
fyrir að Rakovski verði sendur
heim og til þess að treysta við-
skiftasamböndin. 1 tilboðinu er
ekkert minst á útgjöld þau, sem
Frakkar höfðu vegna Rússa, í
heimsstyrjöldinni, og er af þeirri
orsök og öðrum yfirleitt talið
ósennilegt, að Frakkar fallist á til-
boðið, þó hinsvegar sé mögulegt
að það leiði af sér frekari samn-
ingatilraunir til þess að ná sam-
komulagi um frakknesk-rússnesk
fjái*mál, sem hefir verið þessum
þjóðurn deiluefni nú um nokkur
ár.
— Símað er frá París, að frakk-
neska stjómin hafi lýst því yfir,
að fullyrðingar Litvinovs séu
ósannar. Frakknesku blöðin skýra
frá því, að Rússar séu að reyna
að fá einkaleyfi á steinolíusölu til
Frakklands og reyni þeir því á
Vestur á fjðrðum.
20. þ. m. brá eg mér vestur á
land með „Drotningunni" og var
erindið aðallega að kynnast garð-
yrkju á Vestfjörðum.
Eitt sinn áður, fyrir 12 árum,
hafði eg komið til ísafjarðar og
dvalið þar í tvær klukkustundir
seint um haust, og önnur kynni
hafði eg ekki haft af Vestfjörð-
um og harla lítil af Vestfirðing-
um.
1 alt sumar hafði mér leikið
hugur á að koma vestur á firði,
en ýmsra orsaka vegna hafði eg
ekki komið því við að fara fyr
en nú. Eg hefi oft fundið til
þess, hve þekking mín í garð-
yrkju er bundin við Suðurland,
en skilyrði fyrir garðyrkjunni
vitanlega að ýmsu leiti frábrugð-
in því sem hér er, í hinum lands-
fjórðungunum.
En jafnframt því var það og
aðalerindi mitt vestur að sjá
hinn víðfræga gróðurreit „Skrúð“
hins ágæta garðyrkjumanns,
sér Sigtr. Guðlaugssonar á Núpi
í Dýrafirði.
Það er víst óþarfi að taka það
fram að ferðin gekk ágætlega
með jafn góðu skipi og Drotn-
ingin er, enda var sjóveður í besta
lagi og aldan smá. — I önundar-
fjarðarmynni staðnæmdist skipið,
því vélbátur kom þar út, til að
sækja nokkra þarþega, er ætluðu
allan hátt að stuðla að því, að
stjórnmálasambandinu milli land-
anna verði ekki slitið.
— Símað er frá París, að. til-
raun hafi verið gerð til þess að
sprengja hraðlest, sem var á leið
til Nizza, í loft upp. Á hraðlest-
inni voru ameriskir sjálfboðaliðar,
sem þátt tóku í heimsstyrjöld-
inni. Tilræðið mishepnaðist. Ætla
menn, að tilgangur tilræðismann-
anna hafi verið sá, að klekkja
á Bandaríkjamönnum þessum,
vegna Sacco og Vanzetti aftök-
unnar.
— Símað er frá Genf, að þing
þjóðabandalagsins hafi samþykt
yfirlýsingu, sem bannar árásar-
styrjaldir.
— Símað er frá Berlín, að
geypilegar úrkomur og vatna-
vextir hafi komið í Sviss. I Tyrol
hafa járnbrautir stórskemst, brýr
hrunið o. s. frv. Margir menn
hafa farist. Lestimar sem fara
um Brennerskarðið eru stöðvaðar
og einnig lestir í Gotha-línunni
(Gotha er borg í Thúringen, 24
þús. íbúarí. Hjálparlest steyptist
í Eisenachfljótið og fórust tíu
menn.
— Símað er frá Genf, að þing
þjóðabandalagsins hafi fallist á
tillögur afvopnunamefndarinnar
viðvíkjandi afvopnun, gerðar-
dóma- og öryggismálum. Nefnd
verður skipuð til þess að athuga
öryggismál, og gerðardómsmál.
Þinginu slitið.
— Símað er frá París, að til-
raun hefi verið gerð til þess að
sprengja Lyon-hraðlestina í loft
upp. Voru amerískir sjálfboðalið-
ar úr heimsstyi-jöldinni á henni.
Tilræðið mishepnaðist. Tuttugu og
sjö ítalskir og spánverskir
anarkistar hafa verið handteknir
í nágrenni Nizza, granaðir um
hlutdeild í tilrauninni til þess að
sprengja Nizza-hraðlestina í loft
upp.
—Símað er frá París, að frakk-
nesk blöð skýri frá því, að stjórn-
in í Frakklandi hafi ákveðið að
hafna tilboði Rússa viðvíkjandi
skuldunum við Frakkland frá
dögum keisaraveldisins.
----o----
Fréííir.
Afli er sæmilegur á togarana,
og ísfiskmarkaður allgóður í Eng-
landi.
að Flateyri. Fékk eg þá að fljóta
með í land og gat með því unnið
heilan dag — og kom það sér vel,
því eg mátti ekki dvelja lengur en
svo að eg kæmist suður aftur með
„Drotningunni“, er hún kæmi að
norðan.
Frá fjarðarmynni og inn á Flat-
eyri er hérumbil 1 x/2 stundar ferð
með vélbát og voram við komin
þangað árla morguns. Seint hygg
ég fyrnist minningin um fjöllin
þar Núpinn, Sporhamarinn og
„Þorfinn“ með beinum og ákveðn-
um línum, og fagurt mun þar
vestra, þegar náttúran skartar
með skærastum litum.
Á Flateyri dvaldi ég skamma
stund, en hélt áleiðis til Dýra-
fjarðar. ‘Fór eg yfir að Valþjófs-
dal sem liggur beint á móti Flat-
eyri hinumegin við fjörðinn, milli
Þorfinns og Stekkjarins. Er dal-
urinn grösugur og inst í honum
gnæfir Tunguhom, einkennilegur
hnjúkur og tignarlegur. Eg gekk
rakleiðis upp að insta bænum í
dalnum, Tungu, sem „homið“
dregur nafn af. Var eg kunnugur
einni dóttur bóndans þar, Maríu,
sem var eitt sinn hjá mér á
garðyrkjunámskeiði í Gróðrastöð-
inni. Garðurinn í Tungu er ekki
stór, en liggur vel við sólu og
hagar þannig til að náttúran sjálf
hefur séð um framræsluna, —
en annars er framræslu garða
víða ábótavant. Garðurinn í
Tungu ber vott um til hve mikils
gagns og prýðis einn garður get-
Síðustu viku hefir verið köld
norðanátt um land alt. Snjókoma
og rigning víða fyrir norðan, en
bjartviðri á Suðurlandi.
Kaitöfiusýki. Orðið hefir vart
við kartöflusýki sumstaðar í
Rangárvallasýslu. Ekki munu þó
vera mikil brögð að því. Kartöfiu-
uppskera hefir allsstaðar verið
óvenjulega mikil.
Inniendur iðnaður. Smjörlíkis-
gerðin „Ásgarður“ bauð blaða-
mönnum heim á mánudaginn var,
til þess að skoða hinar nýju vél-
Kenslumálaráðherrann nýi hef-
ir tekið sér fyrir hendur að heim-
sækja mentastofnanir þær, er
hann hefir yfirstjóm á, til þess
að ganga úr skugga um ástand
þeirra af eigin sjón og raun.
Þetta er ágætlega til fundið og
bar margt á góma. Á Núpi var
starfað að mörgu daginn sem eg
kom, stúlkur tóku upp úr görð-
um, en karlar störfuðu að húsa-
bótum. Hjá Kristni var verið að
endurbæta fjárhús og steypa á-
burðargryfju, en hjá prestinum
var verið að ljúka við að smíða
kjallara mikinn og bjartan undir
skólahúsið, því á Núpi er
unglingaskóli sá er séra Sig-
tryggur hefir stofnað og hefir
starfrækt síðan með elju og
dugnaði. Verður mikil húsabót að
hinum nýsteypta kjallara, sem
er bjartur og rúmgóður og her-
bergjaskipun er þar í besta lagi.
Að þessum húsabótum störfuðu
m. a. presturinn og Bjöm Guð-
mundsson annar aðalkennari skól-
ans. En á túninu skamt frá
skólahúsinu stendur lítið græn-
málað hús, en í því er geymt
náttúrugripasafn skólans, bæði
hér- og erlendir munir, — því
tvenn eru aðaláhugamál séra
Sigtryggs, — skólinn og garð-
yrkjan.
Morguninn eftir að eg kom að
Núpi, gengu þau prestshjónin
með mér í „Skrúð“, reitinn sem
séra Sigtr. hefir ræktað og prýtt,
þar sem áður var grýtt og gróð-
urlítið. „Skrúður“ er spölkorn
fyrir utan túngarðinn á Núpi, í
laut sunnan í fjallshlíð.
„Skrúður“ sr. Sigtryggs Guð-
laugssonar er um 3000 fermetrar
að stærð og er í alla staði hinn
prýðilegasti garður og ber vott
ur verið, þó ekki sé stór. Gulróf-
ur, íslenskar og rússneskar stóðu
þar í beinum röðum, en kartöflur
vora upp teknar þá er jeg kom.
En María var ein af þeim fyrstu
sem fékk sér „Eyvindarkartöfl-
ur“. Og í garðinum fyrir framan
bæjargaflinn lága voru milli 70—
80 tegundir blóma. Islenskar og
erlendar skrautjurtir. Og af
trjám og runnum sá eg reyni,
björk, víði og rauðber (Ribs).
Á öllu er auðséð að María hefur
kunnað að hagnýta sér þá litlu
tilsögn sem hún hefur fengið í
garðyrkju, — aðeins 6 vikur á
einu vori. En hún er hneigð fyrir
þessa iðju og það ríður bagga-
muninn. 1 hinni nýprentuðu út-
gáfu af Flóru íslands er aðeins
getið um eina ísl. konu, sem gefið
hefir upplýsingar um ísl. villi-
jurtir. Það var María Vigfúsdótt-
ir frá Tungu 1 Valþjófsdal.
Mér fanst eg taka eftir því
vestra að tilhneigingin til þess að
prýða kringum bæina, væri meiri
en hér sunnan og víða sá eg þar
blómgarða á bæjum en ekki mun
eg nefna fleiri nöfn, enda þótt
margir ættu það skilið.
Frá Tungu hélt eg á heiði,
„Klúku“, sem venjulega er farin
ur Valþjófsdal yfir í Dýrafjörð
og var mér fylgt upp á heiðar-
brún frá Tungu. Þar sem ég var
„laus og liðugur“ benti fylgdar-
maðurinn mér á styttri leið en
„Klúkuna", hin svonefndu Skörð.
Era þau farin yfir í Núpsdal.
Brött og grýtt var leiðin og ekki
um neinn veg að ræða, en fag-
urt var þar útsýnið. Snjór var
nýfallinn en greiðfært þó. Brátt
fór að halla undan fæti, niður í
dalinn, sem er langur og þröngur.
Grösugt er þar í dalnum og margt
fjár var þar á beit. Krökt var
í heiðum af krækiberjum og blá-
berjum. Er slæmt að vita til þess
hve lítt tíðkast hér á Islandi, að
nota þessa innlendu ávexti. Mætti
þó sjóða úr þeim safa og mauk,
og; á þann hátt gera fæðuna fjöl-
breyttari og lystugri. En fólk er
fátt í sveitum og nóg annað að
gera en að fara á berjamó.
Röskur stundargangur er eftir
dalnum fram að Núpi í Dýrafirði,
kom eg þar um nónbil. og fékk
hinar bestu viðtökur hjá prests-
hjónunum þar, séra Sigtryggi og
Hjaltlínu Guðjónsdóttur. Séra
Sigtryggur er Eyfirðingur en frú
Hjaltlína er ættuð vestan frá
Ingjaldssandi. —
Presturinn hefir þjónað Núps-
prestakalli síðan 1904 — og
lengi búið hjá Kristni bróður
sínum bónda á Núpi. Báðir era
þeir bræður norrænir að útliti;
háir, grannir og ljóshærðir og
báðir hafa þejr látið til sín taka
í ýmsum greinum búskaparins,
en séra Sigtryggur þó einkum í
garðyrkjunni.
Eg hélt kyrru fyrir heima að
Núpi það sem eftir var dagsins,
hjá þeim bræðrum, og hvíldist
eftir gönguna yfir skörðin og