Tíminn - 22.10.1927, Side 2

Tíminn - 22.10.1927, Side 2
176 TlMINN Prá öílöndisin, Kosningar fóru nýlega fram í Noregi og unnu verkamenn stór- sigur, en íhaldsflokkurinn tapaði. Samkvæmt síðustu fregnum höfðu flokkai’nir fyrir og eftir kosningamar þingsæti eins og nú greinir. Áður. Nú. Hægrimenn 54 31 Vinstrimenn 34 30 Verkamenn 32 60 Bændur 22 26 Kommúnistar 6 3 Róttæki þjóðfl. 2 0 Samtals 150 150 Flokkur verkamanna nefnist Sameinaðir verkamenn. Hafa þeir gengið saman til kosninga, þó að þar sé nokkur iimbyrðisgreining flokksbrota. Með hægri mönnum hafa og gengið til kosninga frjáls- lyndir vinstrimenn og er hér sam- eiginieg tala þingsæta þeirra flokka. Er þó samvinna þeirra ílokka ekki tahn sem bezt og eru jaínvel dæmi til að þeir hafa kept sín í milli í smnmn kjördæmum. Sameinaðir verkamenn og Komm- únistar geta nú samkv. þingsköp- um Stórþingsins gert fundi ólög- mæta með fjarveru. Gert er ráð fyrir að stjórnarskifti dragist þangað tii þingið kemur saman í janúai’. Óvíst er hverjir taka við stjórnartaumunum. — i umræðum um sáttatilraun- ir milh ítalska ríkisins og páfa- stóisms hefir aðalmálgagn páfans látið í ljósi þá skoðun, að óhjá- kvæmilegt verði að páfastólhnn fái að nýju land til umráða, til þess að unt verði að endurreisa páíaríkið. — Nýlega barst sú fregn, að ensk stúlka Miss McLennan að nafni hefði synt yfir Ermarsund. Nú berst sú fregn að stúlkan hafi játað að hún hafi farið í mótor- bát mestan hluta leiðarinnar. Hafi hún gert þetta til þess að sýna fram á, hversu ófuhnægj- andi væri eftirlit með þeim, sem syntu yfir eða þættust synda yfir sundið. Telur hún að mikil frægð hafi stundum kunnað að kosta litla fyrirhöfn. — Enn er óróasamt í suðaust- urhorni álfunnai’. Albaniskur stú- dent nýkominn frá Rómaborg myrti nýlega Cena Bey sendiherra Albaníu í kaffihúsi í Prag. Kveðst hann hafa framið morðið, vegna þess að sendiherrann hafi verið vinveittur Jugoslavíu, en neitar því, að hafa gert það að undir- lagi Itala. Samt hafa blöðin í Jugoslavíu oð Tékkoslóvakíu haf- ið ákafa árás gegn Italíu út af morðinu og telja það framið að undirlagi Itala. Hefir stjómin í Ítalíu mótmælt. — Nýlega gerðu bulgarskir Makadoníumenn tilraun að til sprengja hergagnabúr Jugoslava í loft upp. Var tilrauninni af- stýrt. — Mikil hátíðahöld fóru fram í Leningrad á tíu ára afmæli rússnesku stj ómarbyltingarinnar. ---o--- Ritfregnir. Flateyjarbók. Félag manna á Akureyri heíir tekið sér fyrir hendur að gefa út alþýðlega útgáfu af Flat- eyjarbók. Er hún, eins og margir vita, tröllaukið safn fornsagna. Eru þar saman komnar sögrur Ólafs konungs Tryggvasonar, Ól- afs helga, Sverris konungs og Hákonar konungs gamla. En inn í þessar meginsögur eru feldar 80 minni sögur og flokkar af Noregskonungum og öðmm mönn- um norskum og íslenzkum. Eru þar á meðal fjölmargir íslend- ingaþættir. Sögusafn þetta er um 2000 bls. í stóru 8 blaða broti. Flateyjarbók er eitt af stór- frægustu ritverkum á Norður- löndum. Telst hún skráð að undir- lagi þeirra Víðidalstungufeðga, Hákonar Gissurarsonar (d. 1381) og Jóns Hákonarsonar, laust fyrir Svarta dauða. Bókfell það, sem hún er skráð á, þykir hin mesta gersemi og kjörgripur meðal heimsbókmentanna. Það er alli’a skinnhandrita stærst og hið mesta listaverk. Ferill handritsins hefir verið rakinn aftur til Jóns Finns- sonar, er bóndi var í Flatey á Breiðafirði um miðbik 17. aldar. Gaf liann Brynjólfi biskupi Sveinssyni handritið, en biskup gaf það aftur Friðriki III. Dana- konungi. Telst handritið eign Dana og er geymt í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Flateyjarbók er í fárra manna höndum. Hún hefir komið út að- eins einu sinni, 1860—1868. Var það textaútgáfa prentuð orðrétt og stafrétt. Er stafsetning óað- gengileg og lítt falllin til alþýðu- lesturs. Hafa væntanlegir útgef- endur ákveðið að láta færa staf- setninguna í alþýðlegra horf til þeirrar sem er á íslendingasögum. Þá hafa og útgefendumir ákveðið að hafa verð bókarinnar svo lágt að verða mun langt neðan við al- ment verð bóka. Það má varla teljast hneisu- laust að Flateyjarbók skuli ekki vera aðgengileg og fáanleg al- þýðu manna. Er vonandi að undir- tektir manna verði svo góðar, að útgefendumir sjái sér fært að ráðast í fyrirtækið. Ritstjóri Tímans tekur á móti áskríftum og gefur frekari upp- lýsingar um útgáfuna. ----o----- Á víð og dreif. Betrunarhús og letigarðar. Dómsmálaráðherrann fór nýlega austur að Eyrarbakka, til þess að at- huga aðstöðu til stofnunar betrunar- húss og letigarðs í sambandi við hið hálfbygða sjúkrahús þar á staðnum. Eins og kunnugt er reistu héraðsbú- ar sér hurðarás um öxl með bygg- ingu hússins. Veggir þess, gólf og skilrúm er alt úr steini og hið vand- aðasta að gerð. En húsið er ófull- gert og verður ekki tekið til þeirra nota er upphaflega var ráð fyrir gert. Dómsmálaráðherrann kvaddi með sér til farar austur bæjarfógetann í Reykjavik, fulltrúa hans Hermann Jónasson og húsameistara ríkisins. Einnig var með í förinni Magnús Sigurðsson, bankastóri, sem er um- ráðamaður hússins fyrir hönd bank- ans. Með því að auka við og breyta skilrúmagerð í húsinu myndu marg- ir menn, er þarfnast slík heimili, sem að ofan eru nefnd, fengið þar vist. í grend við húsið eru mikil verkefni við sandgræðslu, matjurta- ræktun, þangbrenslu og fleira. — Hugmyndin um stofnun letigarðs í landinu er ný, enda er veruleg þörf fyrir slíka stofnun ekki gömul. Stór- iðjuhættimir á atvinnu okkar og vaxandi bæir hafa fært okkur hana eins og fleira misjafnt. í Rvík eru að sögn um hundrað vandræðamenn. Sumir þeirra eru feður óskilgetinna barna og akast undan þeim skyld- um, sem faðemið leggur þeim á herðar. Aðrir lifa á svikum og fjárpre.ttum. Enn aðrir á óleyfilegri atvinnu eins og vinsölu. Væri mikil þörf á afskektu heimili handa slik- um óreiðumönnum, þar sem þeir gætu undir handleiðslu og með að- hlynningu góðra manna unnið fyrir sér, int af höndum borgaralegar skyldur og orðið, ef til vill, nýtari menn. Morgunblaðið og réttvisin. Nýlega hefir verið skipaður rann- sóknardómari, til þess að rannsaka til hlítar atkvæðafölsunarmálið í Hnifsdal. Dómarinn er áður kunnur að röggsamlegum og samvizkusam- legum vinnubrögðum í rannsókn einnar greinar sama máls á Strönd- um. pegar hann kemur á vettvang og vill framkvæma venjulegar var- úðarráðstafanir í rannsókn . saka- mála gerist það tvent, að hinir sak- bomu menn neita að fara í gæslu- varðhald og að viðstaddir borgarar neita að veita lögregluvaldinu nauð- synlega aðstoð við að setja mennina í gæsluvarðhald. Hér er um að ræða mótþróa gegn lögreglunni. Er það ótvírætt lagabrot. Fyrir nokkrum ár- um neitaði maður einn að hlýðnast fyrirskipunum lögreglunnar. Sá mað- ur var að vísu ekki grunaður um glæp. þá hrópaði Morgunbl.: „Lögin í gildi". — Nú kveður við annan tón. Mbl. og Vesturland gerast óbein- ir málsvarar lögbrjótanna og ráðast á rannsóknardómarann, sem kemur þarna fram eins og fulltrúi fram- kvæmdavaldsins í landinu, með hróp- yrðum og spotti. Er hór am a3 ræSa belna uppreist blaðanna gegn rótt- vísinni. A hinum sakbornu mönnurn hvíla grunsemdir um alvarlegan glæp. Eftir aðförum Mbl. og Vestur- lands að dæma má búast við að þau verji hverskonar mótþróa og að- farir, sem kæmu í veg fyrir full- nægjandi rannsókn málsins. Blöðin virðast vera í þann veginn að gerast málsvarar glæpa og agaleysis í landinu, þegar liðsmenn íhaldsins kunna að komast í ósamræmi við landslög. þessi uppreist íhaldsblað- anna gegn lögum og rétti mun vekja efturtekt i landinu. Mun verða vikið að því oftar og nánar hér í blaðinu. Slátrun í Skagafirði. Félagsskapur Skagfirðinga í versl- un hefir að þessu ve'rið í tveimur greinum. Annarsvegar heíir verið Kaupfélag Skagfirðinga og fleiri kaupfélög. Hinsvegar Sláturfélag Skagfirðinga. Haía margir Skagíirð- ingar litið svo á, að þetta fyrirkomu- lag liamlaði eðlilegum vexti kaupfé- lagsskapar í héraðinu, með þvi að kaupmenn íengju eigi lakari aðstöðu til gjaldeyrisvara bænda heldur en íélag bændanna sjálfra. Á síðastliðnu vori var uppi í Skagafirði mikið um- tal um að kaupfélagið léti byggja slátrunarhús við Reykhól, sem er nálega í miðju héraöi. þóttu á því vandkvæði eigi síst ef litið er á út- flutning á frystu kjöti í framtíðinni. Bráðabirgðamiðurstaða málsins varð sú, að Kaupfél. Skagfirðinga lét reisa skúrbyggingu heima á Sauðár- króki og hóf þar slátrun á síðast- liðnu hausti. Brá svo við, að miklu fleiri bændur úr héraðinu létu slátra fé sínu þar en hjá Sláturfélaginu. Má af þessu ráða, að ótrú héraðsbúa á tvískiftingu íélagsstarfsseminnar sé að vaxa og að skagfirskir kaupfé- lagsbændur muni hér eftir ráðstafa gjaldeyrisvöru sinni gegnum sitt eigið félag. Rjúpur. Allmikið hefir verið flutt út ai rjúpum undaníama vetur. Hefir það yfirleitt gefist mjög illa. Takist að koma rjúpunum nýjum á markaðinn getur svo tekist að þær seljist við góðu verði. En vegna stopulla sam- gangna um vetrarmánuðina verða rjúpnasendingarnar oftast stórar og varan mjög misjöfn að gœðum. þar við bætist, að íslenska rjúpan er mun smærri en rjúpur annarsstaðar á Norðurlöndum og í Síberíu. Af þejm sökum er hún ekki samkepn- isfær. það mun því orka mjög tví- mælis hvort rétt sé að leyfa rjúpna- dráp með útflutning á rjúpum fyrir augum. Gætu íslendingar hagnýtt sér rjúpur til meiri gagnsemi innan- lands. þyrfti að athuga þetta tvent: Hvort eigi væri rétt að banna út- flutning á rjúpum og hvort eigi mætti leyfa rjúpnaveiðar nokki-u fyr að haustinu en núgildandi lög á- kveða, með þvi að stórum minna yrði skotið af rjúpum, ef einungis væri um innanlandsmarkað og hag- nýtingu að ræða. ÚtgerS ríkissjóðs í hætta? Ritstj. Mbl. eru hræddir við að ókvarðanir ríkisstjórnarinnar gagn- vart ölvun manna á strandferða- skipi ríkissjóðs muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir útgerðina. Er þar sjálfsagt bent til þess að farþegum með skipinu muni íækka. Mbl. hefir góða aðstöðu til að kynna sér hugar- far húsbændanna og má gerst um það vita hverjir þeirra treystist til að íerðast eins og siðaðir menn. Hlýtur að bresta alvarlega á þann hæfileika í liðinu úr því að ritstj. Mbl. þykjast sjá útgerð ríkissjóðs hættu búna af þessum ráðstöfunum. Horft til baka. Mbl. gerir sér mjög tíðrætt um, að Jafnaðannenn leggi núverandi ríkis- stjórn lífsreglurnar. Ekki vita kunn- ugir nein líkindi þess, að blaðið byggi þetta á ástæðum. Hitt skilja menn að það standi í þessu eins og öðrum efnum fast i fortíðinni. Munu svifa fyrir sjónum ritstjóranna gaml- ir atburðir frá hundadögum „Thors- ara“-valdsins í landinu. Sú var tíðin, að jafnvel íhaldsmönnum þótti nóg um, er biíreið Ólafs með fægða glugga og drifhvíta skjannana í rúð- unum kom eins og gömul erfðasynd dag eftir dag upp að dyrum stjórnar- ráðsins og beið þar langtímum sam- on, með „höfðingjamir" voru að segju ráðherrunum fyrir verkum. Var þó alment úlitið, að í þeim kollum væri lítið um stjórnvizku og um- hyggjusemi fyrir alþjóð. — Mbl. hefir það eitt upp úr þessum krafstri, að minna jafnt og þétt á þessa gömlu hneisu húsbænda sinna. Að öðru leyti verða orð þess eins og töluð út í bláinn. Jafnvel andstæðingar nú- verandi stjórnar vita að ráðherrarnir eru um áhuga og stjórnmálaeinurð þannig gerðir, að þeir þurfa ekki að fara í smiðju til annara. -----o----- Upplýsingaskriístofa Stúdentaráðs Háskólans hefir skift um forstöðu- mann. þar hefir tekið við Lárus Sigurbjörnsson í stað Ludvigs Guð- mundssonar, sem tekið hefir við skólastjóm á Hvitárbakka. Mun upplýsingaskrifstofan starfa eins og að undanfömu, svara fyrirspurnum, meðal annars um námstilhögun við erlenda háskóla. Meðan ekki verð- ur öðruvísi ákveðið gegnir Lárus Sigurbjörnsson störfum Ludvigs Guðmundssonar í Stúdentaskifta- nefndinni. Skrifstofan verður fyrst um sinn að Ási við Sólvelli, opin kl. 1—3 e. h. Sími 236. Pósthólf 62. hreyfing'arinnar af stofnanda hennar, Madame Blavatsky, og hefir þar forsæti enn í dag. Jafn- framt hefir hún gerst boðberi nýrra aldahvarfa í sögu mann- kynsins og komu nýs heims- fræðara. Hún er ein þeirra guð- spekinema, er telur sig standa í beinu vitundarsambandi við æðri verur og flytja boðskap þeirra. Hún tók til uppfósturs indversk- an dreng Krishnamurti að nafni. Telur hún sig hafa gert það sam- kvæmt guðlegri tilvísun og sé honum ætlað að verða starfstæki meistarans á svipaðan hátt og trésmiðurinn frá Nazaret hafi verið starfstæki Krists fyrir næstum 2000 árum síðan. Jafn- framt var stofnað alheimsfélagið „Stjarnan í Austri“. Tilgangur þess er að safna saman þeim mönnum, sem trúa á komu nýs heimsfræðara og vilja greiða götu hans og vinna fyrir málefni hans. Félagið hefir þrjú höfuðsetur: I Indlandi, Hollandi og Kalifomíu. Hér skal þess getið að leiðtogar félagsins og ýmsir félagsmann- anna um heim allan telja spá- dóminn um komu meíatarans hafa ræzt og hafi meistarinn þeg- ar talað oftar en einu sinni til mannanna fyrir munn Krishna- murtis. Er það alment álit þessa nýja safnaðar, hverrar trúar sem félagsmennimir annars eru, að hér sé um endurkomu Krists að ræða. Loks flytur dr. Annie Be- sant þann furðulega boðskap, að mannkynið muni skjóta nýjum og æðri vaxtarbroddi í Ameríku nú um þessar mundii’. Þar séu þegar tekin að fæðast böm, sem að líkamlegu, andlegu og siðferði- legu atgerfi taki langt fram því, sem alment gerist. Sé þar að hefjast nýr kynþáttur, í upphafi aldahvarfa í menningarsögu heimsins. 1 Ojaidalnum í Kali- forníu er fyrirhuguð nýlendu- stofnun, þar sem þessum nýja kynþætti er ætlað að búa. I stuttri blaðagrein getur ekki orðið gefin nema mjög ófull- komin hugmynd um þau fjöl- þættu stórvirki, sem dr. Annie Besant hefir unnið. En af því sem hér hefir verið sagt má þó nokkuð marka hæfileika þessarai’ konu. En þeir hafa verið miklir og fjölbreyttir. Hún er snjall rit- höfundur, ræðuskörungur mikill og svo sling í orðdeilum, að fáum mun hafa tjóað að etja við hana kappi í rökræðum. Hún er hin mesta þrekkona um líkamlegt, andlegt og siðferðilegt atgerfi. Til dæmis um þrek hennar og vald er þess getið, að hún hefir ein síns liðs hlaupið milli æðis- genginna uppþotsmanna og lög- reglunnar og stilt til friðar. Hún hefir flutt boðskap sinn í stærstu málssölum, haft tugi þúsunda manna á valdi mælsku sinnar. Hún er kölluð móðir indverskrar endurreisnar. Hún er dulspeking- ur og boðberi og oddviti stór- feldrar hugárfarsbyltingar í mannheimi. Hér verður látið liggja milli hluta, hvað satt muni reynast í boðskap og kenningum dr. Annie Besant. Verður þar hver að velja og hafna eftir beztu vitund. Er hér einungis um að ræða lítils- háttar tilraun að gefa lesendum Tímans þeim, er þess þarfnast, nokkru fyllri hugmynd um þessa stórmerku konu og afrek hennar. ----o---- Dr. Annie Besant. Margir munu vera þeir Islend- ingar, sem ekki vita nein deili þeirrar konu, sem hér er nefnd. Má þó slíkt heita ófróðlega að verið, með því að Annie Besant mun mega teljast stórmerkasta kona, sem sögur fara af. Nýlega átti dr. Annie Besant áttræðisafmæli. Meðal annars, sem um hana hefir verið ritað á áttræðisafmælinu er bók eftir norska konu, Lilly Heber að nafni. Er hún yfirlit um æfi hennar og störf og greinist í þrjá meginþætti: Auk inngangs er þar í fyrsta lagi lýst starfi henn- ar í Vesturlöndum, í öðru lagi starfi hennar í Austurlöndum og í þriðja lagi starfi hennar í þágu alheimsmála. Annie Besant er fædd í Eng- landi. Hún gekk ung í hjónaband og giftist presti. Varð sambúð þeirra hjóna stutt. Hófst þá sál- arstríð Annie Besant og sú innri barátta, sem öll mikilmenni verða að heyja. Féllu svo atvik, að hún varð að velja annaðtveggja: sannfæringarfrelsi sitt og hlýðni við innri köllun eða bömin sín. Hún valdi hið fyrnefnda. Hófust þá viðburðarík ár og margþætt barátta. Hefir hún nú í meira en hálfa öld starfað að menning- armálum þjóðanna og fengið svo miklu afrekað að furðu gegnir. Dr. Annie Besant hóf starf sitt meðal verklýðsstéttanna í Bret- landi, þeirra sem voru bágstadd- astar og mestri rangsleitni beitt- ar. Varð barátta hennar tvíþátta: Að beitast fyrir löggjafarumbót- um og fylkja verkalýðnum til samheldni og 'dáða. Fékk hún geysilega miklu áorkað í þá átt að umbæta kjör almúgans. Færð- ist hún þó brátt í fang annað meira verkefni, en það var að reisa Indland af knjám undan kúgunaroki brezkra fjárplógs- manna. Er talið að hún hafi átt mestan þátt 1 viðreisnarbaráttu Indlands og unnið þar eitthvert hið tröllauknasta stórvirki, sem sögur fara af. Enn er þó ótalið hið merkasta \ í lífi og starfi Annie Besant. Hún tók við forustu guðspeki-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.