Tíminn - 22.10.1927, Qupperneq 3
TÍMINN
177
ÍBækur
p
Henrilc Lund: Heilræði.
Hreysti, fegurð, máttur. —
Hallgrímur Jónsson íslensk-
aði. — Rvík 1927.
Hver heilvita maður æskir sér
þess, alténd í orði kveðnu, að líf
hans auðgist að hreysti, feðurð
og mætti. Hitt er annað mál, hve
mikið hann kaim að vilja leggja
á sig til að fá þessu framgengt,
þegar til kastanna kemur. Oss
þykir þægilegast að taka hlut
vom á þurru landi og fyrir því
er það keppikefli vor flestra. En
reynslan kennir oss þó að lokum,
að alt auðfengið er endaslept.
Og ef vér viljum, í alvöru, afla
oss hreysti, fegurðar og máttar,
til líkama og sálar, megum vér
búast við bamingi og þunga-
róðri, svona öðru hvom. En til
mikils er og að vinna.
Heilræði Henrik Lunds, þau, er
hér er um getið, eru einskonar
leiðarvísir handa þeim, sem óska
þess eigi að eins á hátíðum og
tyllidögum, að þeir mætti verða
meiri og betri menn, heldur vilja
og leggja eitthvað á sig til þess
að fá því framgengt. Því fer þó
fjarri, að höf. krefjist af mönn-
um þess, er fæstir hafa getu og
afl til. Hann stillir öllu vel í hóf.
Og er það einn kostur bókarinn-
ar, að boginn er ekki of hátt
spentur. Höf. bendir mönnum að
vísu í hæstu hæð, þangað sem
stefna ber. En hann krefst þess
eigi með hávaða og látum, að
þeir verði að englum á auga-
bragði. Hann veit að sígandi
lukka er best, og að fyrst verð-
um vér að reyna oss á því, að
velta smávölum úr leið, áður en
von er um hitt, að vér berum
björg úr vegi.
Aðalheilræði höf. em tíu, og
ritar hann sérstakan kafla um
hvert þeirra. Er þar fjöldi ann-
ara heilræða og ágætra leiðbein-
inga handa þeim, er hyggja á
hreysti og fegmn lífsins.
Meginheilræðin em þessi:
Látið góðar hugsanir og heil-
brigðar skipa öndvegi í sálum
yðar.
Lif þú stöðugt í svo hreinu
lofti sem kostur er á.
Sjá þú líkama þínum fyrir
mátulegri fæðu og hagfeldri.
Líkaminn þarf tafarlaust að
losna við allan úrgang.
Reyndu að njóta svo mikils
ljóss, sem kostur er á.
Varðveittu líkamann fyrir
skjótum hitabreytingum og mikl-
um.
Hreyfðu líkamann eins og þörf
krefur.
Hvíldu líkamann vel og á rétt-
um tíma.
Njóttu lífs í hófi og neyttu
ekki æsandi lyfja.
Láttu svo mikið gott sem þú
getur hafa áhrif á þig.
Af þessu, sem hér er talið má
renna gmn í það, að höf. lætur
sig ekki einungis varða hreysti,
fegurð og mátt líkamans, heldur
og sálarinnar. En það er ekki al-
gengt. Oft verður höfundum það,
að einblína á annaðtveggja: lík-
amann eða sálina, ytri eða innri
þroskann einan. En hér eru báð-
um gerð skil. Og þó líkamanum
meiri og mun mörgum þykja bet-
ur að svo er.
Margar setningar í bókinni eru
stórvel sagðar, og þakka eg það
engu síður þýðandanum, Hall-
grími kennara Jónssyni, en höf.
hennar. Hún er ljóst og rösklega
rituð og málið á henni kjarngott
og þróttmikið. Ætti bókin að
vera kærkomin öllum þeim er
efla vilja hreysti, fegurð og mátt
mannanna.
Jakob Kristinsson.
----o-----
Landhelgisbrot. í gærkvöld kom
þór til Vestmannaeyja með þýskan
togara, sem hann hafði tekið austur
með söndum. Verður mál togarans
t.ekið fyrir í dag.
.
Hnífdalsmálið.
Fréttir.
Upphaf málsins var það, að ” —-----
þrír eða fjórir kjósendur í N.- ’j GesUr í bænum. Timinn hefir orð-
ísafjarðarsýslu kærðu yfir því að ið var þessara gesta: Magnús sýslu-
skift hefði verið um nöfn á kjör- maður Torfason Eyrarbakka, þórar-
seðlum þeirra, er geymdir höfðu inn Arnason hóndi, Miðhúsum i
verið hjá Hálfdáni hreppstjóra í -j Reykhólasveit, fyrrum bústjóri á
Hnífsdal. — Bæjarfógetinn á Isa- , Hóium í Hjaltadai. Ásgeir Guðna-
firði tekur málið til raxmsóknar -! son bóndi, Krossnesi á Trékyllisvik
og setur hinn grunaða hrepp-
stjóra í gæzluvarðhald. Eigi gerði
hann þó fullnaðarrannsókn í mál-
inu, en óskaði eftir að sérstakur
rannsóknardómari yrði skipaður í
málið. Steindór Gunnlaugsson var
þá skipaður rannsóknardómari og
sendur vestur. Hann setti kær-
enduma í gæzluvarðhald og hélt
áfram rannsókninni. En þrátt fyr-
ir aðgerðir hans var málið ekki
fullrannsakað.
Einn þáttur málsins gerðist á
Ströndum, Var þar kært yfir
utankjörstaðaratkvæði greiddu í
Hnífsdal hjá hinum sama hrepp-
stjóra. Halldór Júlíusson sýslu-
maður Strandamanna fram-
kvæmdi rannsóknina mjög ítar-
Íega og með mikilli samvizkusemi.
Hefir hann nú fyrir nokkru síð-
an verið skipaður til þess að rann-
saka málið alt.
Þegar hann kom vestur setti
hann þegar réttarhald yfir þeim
Hálfdáni hreppstjóra Hálfdánar-
syni og skrifara hans Eggert
Halldórssyni. Að loknu réttar-
haldi úrskurðaði hann að þeir
skyldu báðir fluttir til ísafjarðar
og settir í gæzluvarðhald. Neit-
uðu þeir að fara í varðhaldið.
Sömuleiðis neituðu nokkrir við-
staddir áhangendur þeirra að að-
stoða dómarann við að fram-
kvæma lögregluúrskurðinn. Vest-
urland og svo Morgunblaðið hafa
tekið sér fyrir hendur að verja
þá menn er þannig hafa sýnt lög-
reglunni mótþróa. Birta þau ýms-
ar frásagnir, er eiga að sýna
óviðurkvæmilega framkomu rann-
sóknardómarans, afsakanir fyrir
hönd hinna sakbomu manna og
hrópyrði gegn fulltrúum réttvís-
innar í málinu. — Þegar þetta er
skrifað hafa ekki borist að vestan
aðrar fregnir, sem óyggjandi geta
talist.
o
Ungur Vestur-íslendingur, Helgi
Bjami Jósefsson að nafni hefir
nýlega hlotið aðstoðarprófessors-
embætti við Pennsylvania State
College Argricultural Enginering
(búnaðarverkf ræðideild skólans).
Helgi er fæddur í bænum Baldur
í Manitoba. Hann stundaði nám
við samskonar skóla í Snakatse-
wan. Hann hlaut meistaragráðu
við Iowa State College fyrir upp-
íundingar og umbætur á landbún-
aðarverkfærum. Helgi er talinn
mjög efnilegur maður.
I hinum vaxandi þjóðlöndum
Vesturheims hafa menn yfirleitt
verið hlyntir innfluningi fólks. Þó
er nú svo komið eftir því sem
blaðið Lögberg 22. sept s. 1. skýr-
ir frá, að töluvert þyMr viðsjár-
vert að leyfa óheftan innflutn-
ing fólks í Kanada. Er sagt að í
hinum stærri borgum séu víðast
hvar nægilega margir fátækir
verkamenn, þó ekki bætist við
stórir hópar verkamanna frá öðr-
um löndum. Er nú talað um að
reisa nokkrar skorður við inn-
flutningi verkafólks frá öðrum
löndum en Bretlandi, Frakklandi
og Bandaríkjunum.
Gísli Jónsson prentsmiðjustjóri
í Winnipeg er nýlega kominn
heim úr íslandsför. Heimsótti
hann og kona hans, Guðrún H.
Finnsdóttir, fornar ættarstöðvar.
Áttu þau hjón silfurbrúðkaup 17.
sept. s. 1. Gerðu þeim heimsókn
þann dag um 70 Islendingar. Var
þar fagnaður mikill.
-----o----
Prestskosnlng á Akureyri íer íram
6. nóvember n. k.
á Ströndum. Sturla Jónsson bóndi,
Fljótsbóium, Dagur Brynjólisson
bóndi í Gaulverjabæ og Guðmundur
Arnason bóndi, Múla á Landi.
Miklavatnsmýraráveitan. Nýlega
sendu bændur á áveitusvæðinu þá
Dag Brynjólisson í Gaulverjabæ og
Sturiu Jónssou Fijótshólum á iund
líkisstjórnarinnar til þess að bera
upp vandkvæði sin út aí skemdum
á áveitusvæðinu. Flóðgátt áveitunn-
ar haíði verið ótraustlega bygð og
heíir áin brotið umbúnaðinn og ilætt
inn á áveitusvæðið tii stórskemda.
Leita bændur, sem von er til, úr-
ræða að halda ánni i skeíjum.
Skeiðaáveitan. Eigi er heldur ’tið-
indalaust á þvi áveitusvæði. Áætlun
verkiiæðinganna um kostnað við
verkið reyndist nálega jaínfjarri því
rétta, sem þá er mest hafa brugðist
áætlanir þeirra, en það er ekki
litið. Til dæmis um fjarstæðuna
má geta þess að kostnaðurinn við
að spr.engja skurð gegnum eina
klöpp varð 120 þús. kr., en allur kostn-
aður við áveituna var áætlaður 107
þús.! Af þessum sökum hefir þyngri
ijárhagsbyrði lagst á herðar bændum
á áveitusvæðinu en ætlað var í
fyrstu. Nýlega fór Jónas Jónsson ráð-
lierra austur á Skeið, til þess að
kynnast ástandinu og halda iund
með bændum um vandræði þetta.
Verður síðar nánar greint frá þessu
máli.
Helgi læknir Tómasson. Fregnir
herma að hann muni bráðlega verja
doktorsritgerð við háskólann í Kaup-
mannahöfn. Fjallar hún um rann-
sóknir og uppgötvanir á orsökum
vissrar tegundar geðveiki er Helgi
læknir telur sig hafa gert. Sú teg-
und veikinnar nefnist skapbrigða-
sjúkdómur, þar sem skiftast á æði
og þunglyndi („Manio-depressiv Psy-
kose“). Hygst hann hafa fundið or-
sakir þessa sjúkdóms T breytingu á
söltum í blóðinu. Hafa sérfræðingar
i sálarsjúkdómum, á þýskalandi,
Frakklandi, Englandi og Ameríku
gert tilraunir eftir bendingum Ilelga
læknis og styðja niðurstöður þeirra
tilgátur hans. — Helgi hefir nú um
5 ára skeið helgað starf sitt alt geð-
veikralækningum og rannsóknum á
þvi sviði. Hann hefir starfað sem
aðstoðarlæknir á geðveikrahælum
bæði á Norðurlöndum og víðar. Helgi
er mikill efnismaður og áhugasam-
ur í sinni grein. Má gera sér vonir
um að landið eignist góðan sérfræð-
ing þar sem hann er. Er og mál til
komið, að rofið verði að nokkru
myrkur það og óhugnaður, sem grúf-
ir yfir þessari tegund sjúkdóma hér
á landi. Væntanlega gerir ríkis-
stjómin það sem í hennar valdi
stendur til þess að tryggja landinu
þessa ungu og álitlegu krafta.
Gagnfræðaskólinn á Akureyxi. Blað-
inu hefir borist skýrsla skólans
1926—1927. í þremur bekkjum skól-
ans sátu og tóku próf rösklega 120
nemendur. Gagnfræðapróf tóku 44
skólanemendur og tveir utanskóla.
Allur heimavistarkostnaður nemenda
t'arð 500 kr. eða kr. 2,06 á dag.
Skuldbindingargjöld brottfarinna
nemenda greidd á árinu voru kr.
471.50. Skólalifið var á ýmsa lund
fjörugt og voru fluttir allmargir
fyrirlestrar af gestum og kennurum.
— Sú nýlunda gerðist í sögu skólans,
að 6 af framhaldsnemendum hans
tóku nú í fyrsta skifti stúdentspróf
í Mentaskólanum í Reykjavík. Stóð-
ust þeir prófið með heiðri. Er ljós-
lega greint frá framlialdsnáminu. í
skýrslunni eru. tveir ræðustúfar eftir
skólameistarann. Er annar fluttur í
ltveðjugildi er framhaldsnemendur
hófu suðurför. Hinn er fluttur yfir
borðum við skólaslit.
Nýr doktor. Stefán Einarsson mag.
art. varði nýlega doktorsritgerð um
íslenska hljóðfræði, við háskólann í
Osló. Meðal gagnrýnenda var dr.
Jón Helgason. Láta norsk blöð vel
af doktorsvöminni.
Kristján Kristjánsson læknis á
á Seyðisfirði hefir sungið hér nokkr-
um sinnum. Hefir hann hlotið mikið
loí fyrn söng sinn. pykir áheyrend-
um í-ödd hans fögur og hugnæm. Er
yfir henni óspiltui' æskublær. En
röddin er ekki þróttmikil ezm sem
komið er. Kristján mun ætla tii í-
talíu og halda þai' áfram söngnámi.
Lýðháskólinn í Voss. Timanum
ixefir borist bréf frá hen-a Lars
Eskeiand fyrverandi skólastjóra í
Voss ásamt umsögn um skólann.
Eins og kunnugt er iét Lars Eske-
land af skólastjórn sökum þess að
hann var katólskrar trúar. Við
skólastjórn tók sonur hans Eysteinn
Eskeland, 33 ára gamall. Lars Eske-
land vei-ður áfram kennari við skól-
ann. Fyrirkomulag skólans verðui-
ixið sama.
Tvö rit á norsku um íslensk efni
liafa Timanum borist. Eru það 3.
og 4. heíti ai „Islandske Smáskrifter.
Nr. 3 er yfirlit um bókmentasögu
landsins á 19. og 20. öld eftir Sigurð
prófessor Nordal. Nr. 4 er yfirlit um
lslandssögu eftir Pál Eggeit pró-
fessor Ólason. Hefir Fredrik Paasche
þýtt bæði smáritin en H. Aschehoug
& Co. Osló gefið út. Ritin eru bæði
vel gerð ágrip eins og nöfn höfund-
anna gefa til kynna.
Frá Krossanesi. Tjónið af brunan-
um þar liefir nú verið metið af þar
til skipuðum matsmönnum og er
virt á 950 þús. krónur. Ekkert verður
unnið að sildarbræðslu i Ki'ossanesi
á þessu hausti og er i ráði, að
flytja það sem eftir er af síldinhi til
Noregs. Mestur hluti sildarinnar
ónýttist í brunanum.
Kristneshæli Bygging hælisins er
nú lokið. Er gert ráð fyrir að vigsla
þess fari fram um mánaðamótin.
Dómsmálai'áðherrann, landlæknir og
liúsameistari rikisins verða við-
staddir.
Loítskeytastöðin á AkureyrL Eins
og kunnugt er fékk Arthur Gook trú-
boði á Akureyri leyfi Alþingis til
þess að setja upp loftskeytastöð á
Akureyri. Er það bæði móttöku- og
útvarpsstöð. Er hún nú í þann veg-
inn að verða fullgerð og mun taka
til starfa innan skamms. Stöðin get-
ur framleitt 4y2 kw., en notar fyrst
um sinn 1 y2 kw. Möstrin eru 114 fet
á hæðu — Reynt verður að endur-
varpa frá erlendum stöðvum. Enn
verður útvarpað daglegum fréttum,
guðsþjónustum frá samkomusal Hr.
Gooks. Ennfremur hygst Mr. Gook
að reyna tungumálakenslu með að-
stoð útvarpsins.
Hallgrímskirkja i Saurbæ. Eins og
kunnugt er, hefir sú hugmynd komið
íram, að reisa minningarkirkju i
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd á leg-
stað Hallgríms Pjeturssonar. i heið-
urs- og virðingarskyni við þetta
mikla trúarskáld okkar íslendinga.
Hugmynd þessari var vel tekið og
söfnuðust þegar i nokkrum sýslum
nokkur þúsund króna, sem með vax-
andi viðbót og vöxtum er nú um 13
þús. kr. — Einnig hefir Saurbæjar-
söfnuður skuldbundið sig til, er til
framkvæmda kemur, að leggja 5 þús.
kr. til þessarar kirkjubyggingar. —
Til þess að starfa að framkvæmd
þessa máls hafa ýmsir málsmetandi
menn og konur í Reykjavik gengið
saman í nefnd. Birtir hún hún ávarp
til landsmanna og heitir á þá að
duga vel og taka almennan þátt í
fégjöfum til kirkjubyggingarinnar.
Féhirðir nefndarinnar er Halldóra
Bjarnadóttir, Hátegi við Reykjavík.
Eiga fjárframlög að sendast henni
fyrir árslok 1928.
GleiSgosinn heitir gamanleikur,
sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir um
þessar mundir. Er leikurinn spreng-
hlægilegur og vel leikinn.
Húsnæðisskortur mikill er nú orð-
inn fyrir símastöðina og pósthúsið
í Reykjavík. Síðasta þing ályktaði
að fela stjórninni að láta athuga og
gera tillögur um hversu mætti úr þvi
bæta. Nú hefir stjórnarráðið, sem-
kvæmt þessum fyrirmælum, skipað
þá Gisla Ólafson settan landssíma-
stjóra, Guðmund Hliðdal verkfræð-
ing og Guðjón Samúelsson húsa-
meistara í nefnd, til þess að athuga
þetta mál.
t
VilllílRir HiílurssiR.
hreppstjóri, Brekku.
I 33. tbl. Tímans þ. á. var eftir
símfregn stuttlega getið láts
þessa góðkunna bændaöldungs og
þykir við eiga að minnast hans
hér nokkuru nánar.
Vilhjálmur sál. varð fullra 77
ára að aldri, fæddur 15. apríl
1850 að Reykjum í Mjóafirði,
sonur Hjálmars hreppstjóra Her-
mannssonar, hins gamla og
,,brokkgenga“, hreppstjóra í
Firði, Jónssonar pamfils á As-
geirsstöðum. Kann eg eigi lang-
feðgatal utan að framar, en ætt-
in er vel þekt á síðari árum og
hafa margir ættmenn Vilhjálms
verið atorku- og efnismenn, þrótt-
miklir og langlífir og ber þar
einkum frá um Hermann gamla,
afa Vilhjálms, er nær varð ní-
ræður, fæddur 1750, og einna
stórbrotnastur og frumlegastur
var gáfumaður samtíðar sinnar á
Austurlandi.
Vilhjálmur ólst upp með föður
sínum að Reykjum og síðar að
Brekku í Mjóafirði og dvaldi alla
æfi í fæðingarsveit sinni. Var því
hvorttveggja, að hann mótaðist
mjög af héraðsháttum, enda
mótaði sjálfur umhverfið á ýms-
an veg og eftirminnilega.
Eigi var Vilhjálmur til menta
settur í æsku, en meðfædd skarp-
skyggni, aðlaðandi skapgerð,
bjartsýni, viljaþrek og staðgóð
sjálfsmentun fleyttu honum yfir
allar torfærum. Hann ólst upp
og lifði á tímamótum hnignunar
og kyrstöðutímans forna og við-
reisnartímabilsins og varð fyrir
sterkum áhrifum beggja. En
hann skildi tákn tímanna flestum
leikmönnum betur, tók bylting-
um og nýbreytni með varkámi,
valdi og hafnaði með góðum rök-
um, enda var áhugi hans um öll
menningarmál eins og blikandi
blys og viljinn einbeittur í þjón-
ustu þeirra.
Stjómmálaferlinum íslenzka frá
1850 fylgdi Vilhjálmur með mik-
illi athygli og trú hans var óbil-
andi á máttuleika þjóðarinnar að
stjórna sér sjálf og skapa nýja
gullöld í landinu. Hann var því
ætíð í flokki þeirra, sem fylstar
gerðu kröfur fyrir þjóðarinnar
hönd, en gerði jafnframt til
hennar strangar kröfur um
drengskap og dug. Þessa mann-
kosti hugði hann eiga dýpstar
rætur og bezt þróunarskilyrði í
skauti þeirra stéttar, sem jörðina
erjar, hjá bændunum sístarfandi.
Þess vegna var hann líka ódeigur
bændaflokksmaður þegar er sjálf-
stæðisbaráttunni lauk 1918 og
þar var engin hálfvelgja eða átta-
villa, skoðunin studdist við trú.
Ekki lét Vilhjálmur við orðin
tóm lenda, þegar um menningar-
mál eða framkvæmdir var að
ræða. Hann tók við búi á Brekku
af föður sínum 1876 og stundaði
það þar full 50 ár með afburða-
góðum árangri. Var hann með
allrastórvirkustu jarðabótamönn-
um austanlands, einkum í tún-
rækt, túnasléttun og húsabygg-
ingum. Má fullyrða, að haxm í
þeim efnum gaf bæði sveitungum
sínum og öðrum mjög þarflegt
og hvetjandi fordæmi.
, Jafnan búnaðist Vilhjálmi vel,
enda fylgdi þar forsjá kappi, en
vel í hendur honum búið frá
föður hans og aðstaða hentug til
aðdrátta af sjó. Ætíð var fisM-
útvegur reMnn öðrum þræði og
var margháttuðu og vandamiMu
verki að sinna á hverjum tíma
árs.
Vilhjálmur kvæntist 1879 á-
gætri konu, Svanbjörgu Pálsdótt-
ur, sem látin er fyrir tveim ár-
um. Var heimili þeirra hjóna al-
þekt fyrir rausn og skörungs-