Tíminn - 12.11.1927, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.11.1927, Blaðsíða 2
186 TlMINN — -W' 'W'" Tófuskinn falleg og vel verkuð, vil ég kaupa allra hæsta verði. Þórður Pétursson Sími 1181 og 1258 — Reykjavík. ^ ^ Bolungavík gert uppreist gegn réttvísinni. „Vesturland“ gefur í skyn, að þeir hafi haft viðbúnað um að flytja rannsóknardómar- ann nauðugan til ísafjarðar og lýsir með sýnilegri ánægju skríls- legum ópum Bolungavíkurbúa að rannsóknardómaranum. Mbl. birt- ir mynd af íhaldshetjunni Pétri Oddssyni! Við slíkar og þvflíkar fréttir að vestan hefir einn af merkustu Ihaldsmönnum hér í bænum spurt: „Er engin menning til í þessu héraði?“ 1 ákveðnustu Ihaldshéruðum landsins, Rangárvallasýslu og N.- Isafjarðarsýslu, virðist vera örð- ugt að koma fram lögum og rétti eða jafnvel halda almenna fundi (Hvolfundurinn) fyrir uppreistar- hug og siðleysi sumra Ihalds- manna. — Stjórnmálaflokkurinn, sem þykist öðrum fremur vilja vernda núverandi þjóðskipulag, fóstrar þær meinsemdir í hugar- fari og lífsstefnu manna, sem horfa til stjórnleysis og nið- urbrots á þjóðskipulaginu. Og blöð flokksins ala á uppreistar- andanum. Tíminn vill spyrja: Mun þjóðin þola, að réttvísin sé smánuð og réttarörygginu í land- inu sé traðkað, þegar íhaldsmenn komast í ósamræmi við landslög? Nei og aftur nei! Hún mun krefj- ast þess, að uppreistarmönnun- um verði refsað, eins og lög mæla fyrir. Bessastaðasalan. í síðasta blaði var þess getið, að Bessastaðir væru seld- ir Björgúlfi lækni Ólaíssyni. Kaup- verðið er 120 þús. kr. og lætur selj- andinn, Jón H. þorbergsson, jörðinni fylgja 10 kýr. þegar Jón keypti jörð- ina fyrir 10 árum síðan þurfti hún við mikilla umbóta. Túnið var að mestu þýft og í megnustu órækt. Jón hefir sléttað um 30 dagsláttur, bygt fjós og heyhlöðu, lagt heim veg og síma, auk umbóta á girðingum, húsum o. fl. þegar Jón tók við var kirkjan í miklu ófremdarástandi. Fyrlr forgöngu fommenjavarðar og Jóns bónda sjálfs hefir kirkjan nú hlotiö mikla viðgerð. Lætur Jón íylgja henni 1000 kr. sjóð. Be3sa- staðir eru, eins og kunnugt er, eitt af merkustu höfuðbólum laiidsins. Nýi eigandinn, Björgúlfur læknir, er talinn fjáður maður og íramgjam. Mun hann hyggja á að gera vel til Bessastaða eigi síður en fráfarandi bóndi. Er það vel íariö. A ¥íð og dreif. Akureyrarskóli. Kristján Albertsson hefir í síð- asta tölublaði Varðar haldið því fram, að mentamálaráðherrann hafi brotið landslög með því að veita, að Alþingi forspurðu, Akureyrarskóla réttindi, til þess að útskrifa stúdenta. Telur hann og að með þessari ráðstöfun sé stjómin að stofna til stúdenta- fjölgnnar um skör fram. Hvort- tveggja ásökunin ber vott um einstaka fáfræði og hirðuleysi Kr. A. um, að kynna sér rétt rök í þessu máli. Mætti þó ætla, að slíkur sannleikspostuli, sem hann þykist vera, færi sér gæti- legar. — Er þess fyrst að geta, að hinn alm. mentaskóli í Reykja- \ik hvílir ekki á neinum lögum, heldur aðeins á reglugerðum. Hér hefir það eitt verið gert, að heita Akureyrarskóla réttindum til þess að halda uppi lærdómsdeild og út- skrifa stúdenta samkvæmt reglu- gerð er síðar verður gefin út. Hefir og skólinn undanfama vetur haldið uppi slíkri deild og notið til styrks af opinberu fé með samþykki Alþingis. — Stein- grímur Jónsson bæjarfógeti á Akureyri og Böðvar Bjarkan hæstaréttarlögmaður rituðu stjóminni á síðastliðnu ári rök- studda kröfu um þessi réttindi bygða á þessum forsendum. Em þeir báðir meðal snjöllustu lög- fræðinga landsins og mun Kr. A. ekki tjóa, að etja við þá kappi um lögvit. Er fáfræði Kr. A. því furðulegri, sem plagg þetta er hvergi að finna í stjómarráðinu og má ætla, að Ihaldsmennimir hafi lesið það upp til agna! Enn má geta þess, að Bjöm Líndal beitti þeim rökum á þingi gegn þingsályktunartillögu viðkomandi framhaldsnámi í Akureyrarskóla, að óþarft væri að koma með slíkt mál fyrir þingið, því að það heyrði beint undir stjómina og hefði Jón heitinn Magnússon þá- verandi kenslumálaráðherra lýst því yfir í Neðri deild Alþingis „að hann myndi leyfa þetta, án þess að til kasta þingsins kæmi um málið“ (sjá Alþt. 1927 D. 376). Hér er þá samhljóða vitn- isburður fjögurra lögfræðinga, sem allir mæla gegn óvitahjali Kr. A. Og er einn þeirra fyrver- andi kenslumálaráðherra lands- ins. Kr. A. og öðrum þeim, er gera vilja hávaða út af þessari stjómargerð, er því óhætt að fara heim og læra betur. — Að- dróttanir Kr. A. um óhæfilega fjölgun stúdenta minna á það, að fyrir nokkmm árum feldu Ihalds- menn þingsályktunartillögu nú- verandi kenslumálaráðherra um veralega takmörkun stúdenta- fjölgunar. Mega því Ihaldsmenn sjálfum sér um kenna það á- stand, er nú ríkir í stétt lærðra manna og ætti Kr. A. að snúa umkvörtunum sínum í þá átt. En Kr. A. og fleiri fáfræðingar munu brátt fá að reyna það, hvort óhæfileg stúdentafjölgun I vakir fyrir núverandi kenslu- málaráðherra. Mbl. og réttvísin. Út áf hvassri grein í síðasta blaði Tímans setur Mbl. upp hinn mesta sakleysissvip og þykist á- valt hafa viljað að sannleikurinn kæmi í ljós í Hnífsdalsmálinu. Staðreyndimar vitna gegn blað- inu. Það hefir flutt svívirðilega grein um rannsóknina, þar sem freklega var reynt að draga taum hinna granuðu Ihaldsmanna, en ráðist að rannsóknardómaranum með hrópi og spotti! Á fimtu- daginn var flutti blaðið mynd af óskammfeilnasta uppreistar- seggnum í Bolungavík. Mun hann hér eftir verða ein af þjóðhetjum Ihaldsmanna. Fréttarituh. Fréttastofa Blaðamannafélags- ins hefir sætt ákúrum fyrir S fréttaburðinn um rannsóknina í i Hnífsdalsmálinu. Fréttaritari hennar á Isafirði er Sigurður Kristjánsson ritstjóri Vestur- lands. Fréttasendingar hans þóttu svo bersýnilega hlutdræg- ar og vitleysislegar, að ekki væri við það unandi. — Til dæmis að taka varð frásögn hans um hand- töku tengdasonar hreppstjórans í Hnífsdal ekki skilin annan veg en þann, að maðurinn hefði ver- ið dreginn allsnakinn úr rúminu og fleygt á vörubifreið! Sann- leikurinn var sá, að maðurinn var fluttur í sjúkrarúmi, til þess að með öllu væri girt fyrir að hann yrði fyrir skaðlegu hnjaski. Ann- ar fréttaburður Sigurðar í mál- inu var af svipuðum toga spunn- inn, strákslegur, ósannur og hneykslanlegur. — Tíminn vill í fullri vinsemd benda F. B. á, að betur mætti takast um val frétta- ritara, en að velja alla ritstjóra Ihaldsblaðanna á Isafirði, Akur- eyri og Seyðisfirði. Sú ráðstöfun styðst við meiri en meðaltrú á Ihaldssannsöglina. Enda þótt að ritstjórar, sem standa fremst í eldi baráttunnar, hafi að jafnaði besta aðstöðu um fréttafróðleik, standa þeir manna ferst að vígi um hlutlausa frásögn. Þurfa þeir að vera gæddir meira en meðal- i smekkvísi og sannleiksást, ef ekki á að fatast. En hlutdrægar og villandi fréttir era verri en eng- ar fréttir. Þegnskapur. Nýlega hefir verið unnið á Norðurlandi mesta þegnskaparaf- rek í sögu landsins. Á tiltölulega litlu landsvæði hefir verið lagður fram V4 milj. kr., til þess að reisa heilsuhæli fyrir berklasjúka mexm. Um eða yfir 200 þús. kr. hafa safnast í Eyjafirði og á Akureyri. Hefir þama verið hrundið fram með snöggu átaki stórfeldu umbótamáli, sem að öðram kosti myndi hafa beðið óleyst um tugi ára. Atburður þessi bendir fram í tímann með meira svip og valdi en nokkur hliðstæður atburður. Hann er sönnun þess, að þegnskapurinn verður máttamiest lyftistöng lands og þjóðar. Hundrað þúsund- ir manna, dreifðar í stóra öræfa- landi, þurfa lengi að bíða og taka á sig miklar byrðar þegnskyldu- gjalda, áður ríkissjóðurinn fær leyst vandræði þeirra öll og brýn- ustu þarfir. Þegnskaparmaðurinn helgar fósturjörðinni margar aukastundir, sem að öðrum kosti týnast í lífi manna, og mörg átök, sem aldrei myndi gerð nema í þegnskaparvinnu. Hann tekur höndum saman við hvern mann, hvað sem annars ber á milli, til þess að vinna að sameiginlegum þrifnaðarmálum allra Islendinga. I landi þegnskaparins verða allir bræður. Fyrir því verða þar unn- in stórvirki. Sérhvert hérað lands- ins þarf að eiga stórt þegnskapar- mál til að leysa og þjóðin öll að lyfta á þann hátt hverju Grettis- taki af öðru. — Hákon Finnsson bóndi á Borgum í Homafirði hef- ir grein sinni „Alþing á Þingvöll- um“ hér í blaðinu stungið upp á því að þessari helgustu stofnun þjóðarinnar verði gefin vegleg höll á Þingvöllum í afmælisgjöf 1930, og að málinu verði hrundið fram með þegnskaparsamtökum. Tillagan er athyglisverð og verð- ur athuguð nánar hér í blaðinu 1 sambandi við umræður um há- tíðahöldin 1930. Þorbjörg og Ólafía. Frú Ragnhildur Pétursdóttir í Háteigi hefir beðið Tímann að birta útdrátt úr skýrslu hennar, um störf nefndarinnar, sem fyrir tveimur árum ákvað að koma upp minnisvarða yfir þær frændsyst- ur Þorbjörgu Sveinsdóttur og Ólafíu Jóhannsdóttur. Yar svo til ætlast að minnisvarðinn yrði kominn upp á aldarafmæli Þor- bjargar, en það var á síðastl. hausti — Fyrir framkvæmdunum gengust form. Hins íslenska kven- félags og Hvítabandsins. Vora þær frændsystur stofnendur þeirra félaga og era það elstu kvenfélög Rvíkur. — Samkv. áskorun streymdu þegar gjafir inn til nefndarinnar víðsvegar að. Ingibjörg Skaftadóttir frá Seyð- isfirði mintist þeirra frændsystra vel og hjartanlega á öðram lands- fundi kvenna á Akureyri 1926 og gekst um leið fyrir samskotum til minnisvarðans. — Gjafir hafa Morgunblaðíð og dönsku peningarnir L 1 einni af fjölmörgum greinum Morgunblaðsins, út af fjárstyrk danskra Jafnaðarmanna til flokks- bræðra þeirra hér á landi, farast blaðinu (3. nóv. s. 1.) orð meðal annars á þessa leið: „Hvemlg lýst íslensku þjóöinni á þessar „bræörahugsjónir" Alþýðu- flokksins? Vill hún að ísland veröi í framtíðinni sameign fslendinga og Dana, þrátt fyrir hinn geysimikla aö- stöðumun, er áður hefur lýst verið? Hvað segja íslenskir bændur um þessar kenningar? „Tíminn", sem telur sig málgagn bænda, segir aö vegna þess að „hugsjónin" sje fög- ur, þá sé ekki rétt við henni að amast. Eru bændur sammála þessu? — Vilja þeir, að alt landið, meö öll- um gögnum og gæðum, verði gert aö sameign íslendinga og Dana?“ „Og þiö íslenskir bænduri Æfin- lega lögðuð þið þyngsta lóðið á vog- arskálina i sjálfstæðisbaráttunni. Ætlið þið nú að fylgja þeim óþjóð- lega flokki, sem Tímastjómin þiggnr stuðning af og heldur hlífiskildi yflr? Hvað er þá orðið um gamla víkinga- blóðið, sem menn hafa álitið aö rynni í æðum íslenskra bænda, ef þeir nú gerast gólfþurkur þeirra manna, sem ganga á mála hjá erlendum stjóm- málaflokki? Á ísland framvegis aö vera fyrir íslendinga, eöa einskonar allragagn fyrir — hvem sem vera vill?“ Ekki myndi Tíminn hafa hirt um að blanda sér í þann hrá- skinnsleik, sem staðið hefir milli Mbl. og Alþbl. í þessu máli, ef Mbl. hefði látið bændur og stjóm- málaflokk þann, er þeir einkum fylla, óáreittan í umræðunum. Af fyrstu greinum blaðsins mátti reyndar ætla, að höfuðerindi þess ætti að verða 1 garð Framsóknar- flokksins og stjómar hans. Sú áætlun hefir að vísu raskast. Sýnilega er það aðeins með hálf- um huga að ritstjóramir sletta tungu sinni í átt til Tímans. Samt fara þeir með beina álygi um afstöðu hans í umræddu þrætu- máli. Verður hún ekki látin óhrakin, fremur en önnur tilsletni Mbl. Skírskotun blaðsins til hins foma víkingablóðs er óneitanlega talsvert kátlegt atvik og gefur ástæðu til hugleiðinga um ætt- emi Mbl., málstað þess og vinnu- brögð. II. Fífldirfska má það kallast, er Mbl. hefir nú sett upp þjóðrækis- andlit og talar hvem daginn öðr- um ver um danska peninga til stjómmálastarfsemi hér á landi. Fyrir þá, er taka sér nærri mann- legan vesaldóm, er dæmið grát- broslegt. Meira og minna hungr- aðir ritþjónar eru píndir til að affieita innræti sínu og blóta sín- um eigin mat. Samkvæmt gamalli þjóðtrú ættu þeir að verða hung- urmorða fyrir orðbragðið. — Gömul, söguleg atvik í sambandi við heimilisófrið Mbl. hafa sann- að, að blaðið er að hálfu leyti danskt þý, sem rekur hér hags- munaerindi danskra kaupmanna. Ef blaðið reynir að mótmæla þeim sögulegu staðreyndum, verða atvikin rakin nánar. Hér skulu athuguð lítið eitt hin stærri rök um afstöðu blaðsins og vinnu- brögð. | i Það var ekki pólitísk kúgun, sem lék Islendinga sárast á niður- lægingaröldunum, heldur fjár- hagsleg kúgun danskra einokun- ar og selstöðukaupmanna. Misk- unnarlaus féfletting þeirra, versl- unaránauð og siðleysi í viðskift- um átti meiri þátt í að koma þjóðinni á kné í öllum efnum heldur en drepsóttir allar, eldgos og hverskyns óáran af náttúra- völdum. Um fimm tugir ára eru nú liðnir, síðan Islendingar hófu sjálfsbjargarsamtök í verslunar- efnum og hrandu af sér oki og svívirðingu danskrar viðskifta- kúgunar. Sumir umsvifamestu kaupsýslumenn í Danmörku líta með sársauka yfir hrakfarasögu danskrar verslunar hér á landi. Þeir líta á landið eins og tapað- an orustuvöll, þar sem fallið hafi eitt vígi af öðru. Auknar og bætt- ar siglingar Dana hér við land, auk margvíslegrar viðleitni ann- arar, eru alt tilraunir þeirra að halda meginsamböndum í við- skiftum Islendinga við aðrar þjóðir. Innlent fordæmi í verslun og siglingum hefir reyndar knúð Dani til siðmennilegra hátta í skiftum við íslendinga. Eigi að síður eru danskir kaupmenn and- legir og fjármunalegir arftakar þeirrar stéttar, sem á sínum tíma kreisti blóð undan nöglum Islend- inga. Jafnvel eru sumir þeirra um afstöðu til íslenskrar sjálfs- bjargarviðleitni og þjóðréttinda ekkert annað en andlegar eftir- legukindur frá öndverðri nítjándu öld. Mbl. er málgagn kaupmanna- stéttarinnar, einkum danskra og íslenskra stórkaupmanna og danskra selstöðukaupmanna hér á landi. Það rekur hagsmunaerindi erlendrar ásælni gegn landsmönn- um sjálfum. Formaður útgáfufé- lagsins, sem kunni ekki nema graut í íslensku, gerði Þorsteini Gíslasyni ritstjóra vistina óþol- andi á skrifstofum blaðsins. Þá voru ritstjórar valdir eftir sömu reglum og valdir era púlshestar. Þröngsýnt sérhagsmunamálgagn, sem beita átti til niðurrifs í sam- vinnu og skipulagsmálum, gat ekki notað mann eins og Þorstein Gíslason eða yfirleitt menn með frjóa hugsun og skapandi sálar- krafta. Hæfileikamir þurftu að vera í samræmi við þau neikvæðu skemdaverk, sem vinna átti, eftir fyrirsögn hins danska yfimianns. Starfsaðferðin er sú hin eld- gamla: „Deildu og drotnaðu“. Blaðið hefir haldið uppi þrotlaus- um rógi um forystumenn í ís- lenskum samvinnumálum, tor- trygt verslunarstofnanir bænda, ofsótt steinolíuverslun íslenska ríkisins, en gert bandalag við sér- hverjar, erlendar fjáraflaklær, sem hafa seilst hingað eftir hags- muna aðstöðu. Alt era þetta glögg kennimörk ætternis, innrætis og ætlunarverks. Islendingar þurfa ekki að óttast stjómarfarslegt of- beldi af hendi Dana. En þegar er- lend fjármunaásælni hefir lagt innlendar sjálfsbjargarstofnanir í rústir, þá er skamt til fulls ófamaðar í öllum efnum. Fjár- munalegri áþján fylgir niður- brot þjóðfrelsis og þjóðréttinda Islendinga. Þegar Olafur konungur Har- aldsson sendi hingað erindreka, til þess að biðja íslendinga um Grímsey, lét hann fylgja blíðmæli og fögur heit. Þannig hefir er- lend ásælni jafnan varpað yfir sig sauðargæru sakleysisins. Nú þyk- ist málgagn erlendrar ásælni hér á landi bera sérstaklega fyrir brjósti þjóðarsjálfstæði Islend- inga! Þetta hálfdanska ræksni setur upp þjóðræknisandlit og talar bersýnileg falsmæli upp í opið geðið á landsmönnum. Það er að bíta höfuðið af allri skömm. Það er eins og þjófur fari að prédika ráðvendni. Slíkt ofur- magn heimsku og óskamfeilni er áður óþekt, jafnvel í sögu Morg- unblaðsins. m. Samkvæmt tilvitnun hér að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.