Tíminn - 12.11.1927, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.11.1927, Blaðsíða 4
188 TÍMINN STILLUR kvæði eftir Jakob Thorarensen. — Verð kr. 5.50 og 7.00 í bandi. Fæst hjá öllum bóksölum. Aðalútsala: Prentsmíðjan Aota h.f., Mjóstræti 6. í kvikmyndaleikhús haustkvöld eitt 1921. Myndin, sem sýna á er gerð á Þýskalandi. Sökum þess hefir skríll uppgjafahermanna safnast saman framan við leik- húsdymar, til þess að vama mönnum að sjá myndina, þenna „þýska undirróður“, eins og þeir nefna hana. Billy lendir í orða- kasti við þá og handalögmáli, er barinn niður og sleppur nauðu- lega úr höndum þeirra. Flýr hann inn í Sankti-Bartolomeus-kirkj- una og fellur þar í hálfgert ómeg- in eða svefn. Og nú hefst aðal- sagan. Hún er draumur hans, þama í kirkjunni, þótt hann viti raunar ekki í svefninum annað en alt sé raunveralegt. Gluggi einn úr lituðu gleri er yfir altarinu, og er máluð á hann virðuleg mynd af Kristi. Þessi Kristsmynd stígur nú alt í einu niður úr glugganum, fær á sig hold og mannlega háttu og tekur að hugga Billy og lækna hann af áverkanum. Er þar Kristur endurkominn. Fer hann með Billy út úr kirkjunni og gefur í skyn að meira gagn muni að sér úti í heiminum, en að hann dvelji þar lengur inni. Hann nefnist Smiður og kveðst kominn frá guði. Og nú fer hann að lækna, kenna og fræða, eins og forðum. Hann er mildur og þó strangur og segir mönnum hlífðarlaust til syndanna. Eftir tvo daga er öll borgin í uppnámi út af honum. Blöðin kalla hann blóðrauðan Bolsivíka. Auðvaldið gnístir tönn- um. Prestamir flæma hann út úr kirkju, sem hann kemur inn í, og lærisveinar hans era barðir þar til óbóta. Og verkamannaflokkur- inn, sem hann tekur einkum und- ir vemdarvæng sinn, úthýsir hon- um úr verkamannamusterinu, af ótta við það, að hann spilli fyrir flokki þeirra, Honum er nálega alstaðar útskúfað og engum er að treysta nema 10 eða 12 lærisvein- um. Og meðal þeirra er þó einn svikari. Dagblöðin hamast og skora á lögreglu og íbúa að hreinsa borgina. af þessari for- smán. Auðvaldið mútar her- mannaskríl til að taka hann. Og eftir að spámaðurinn hefir starf- að, eitthvað þrjá daga í borginni, nær hermannaskríllinn í bann, hellir rauðu máli yfir höfuð hon- um, dregur hann inn í eitt af leikhúsum borgarinnar og mis- þyrmir honum þar. Billy hefir reynt að forða hon- um frá þessu hlutskifti, en fær eigi að gert. Hann fylgist með honum, en þolir ekki að horfa á misþyrmingamar í leikhúsinu og gengur út. Rétt á eftir er Smiði fleygt út um gluggann. Billy ætl- ar að hjálpa honum. En spámað- urinn stekkur á fætur og andlitið er afmyndað af bræði. „Eg ætl- aði mér að deyja fyrir fólkiðl En nú — látum það deyja fyrir sig sjálft", segir hann. „Lofið mér að fara þangað, sem eg var — þar sem eg sé ekkert, heyri ekkert, hugsa ekkertl Lofið mér að fara aftur til kirkjunnarl“ Og hann tekur á rás með ofsa hraða, eftir strætunum og Billy á eftir. Loks koma þeir að Sankti-Bartólómeus-kirjunni. — Spámaðurinn hendist upp dyra- þrepin, hleypur inn kirkjuna og tekur undir sig þrjú heljarmikil stökk: Hið fyrsta yfir altaris- þrepin, annað upp á altarið og þriðja upp í málaðan gluggann. 0g þar er nú komin sama mynd- in og áðurl Billy hrekkur upp við þetta og sér nú, að hann hefir dreymt alla söguna á einni klukkustund. Ekki veit eg hversvegna höf.. hefir smelt sögunni inn í þessa draum-umgerð. En ef til vill hef- ir honum sýnst það eðlilegasta aðferðin til þess, að leiða meist- arann fram á jarðneska sjónar- sviðið. Eg hygg þó að finna hefði mátt aðra heppilegri leið. Þessi draum-umgerð spillir áhrifum sögunnar, frá mínu sjónarmiði. Sökum þess að sagan er draum- ur, bindur höf. sig of mjög við frásagnir guðspjallanna af Jesú, því að vökuvitund draummanns- ins er eðlilega bundin við þær. En þetta verður aftur til hins, að sagan hefir minni veruleika- blæ en ella mundi. Og sökum þess að sagan er draumur, verð- ur endir hennar eins og hann er: Spámaðurinn skilur ekki við les- arann með kórónu sjálfsfómar- innar, heldur með skuplu fífls- ins á höfðinu. Og þetta deyfir að nokkru áhrifin, sem á undan era komin. Síra Ragnar Kvaran segir í eftirmála við bókina, að endirinn sé í algerðu ósamræmi við alla aðra lýsingu af Smiði í bókinni og í ósamræmi við upplag og lund höfundarins sjálfs. Þetta er hverju orði sannara. En þessi úr- slit bókarinnar munu ekki stafa af stundartilfinningu höfundar- ins, frekar en nokkra öðra, eins og síra Ragnari þykir líklegt. Úrslitin munu gerð svona úr garði, að vel hugsuðu ráði, og þurfa ekki að bera vott um neina þreytu af hálfu höfundarins. Þessi úrslit stafa af því, að sag- an er látin vera draumur. Það er alkunna, að hátíðlegum og háalvarlegum draumum lýkur oft með skoplegum hætti. Það er draumglýjan, sem afskræmir svona sögulokin. Ef höf. hefði valið sögunni aðra umgerð, hefðu úrslitin eflaust orðið önnur og sagan gert enn meira gagn. Þrátt fyrir þetta er bókin mjög merkileg. Hún er snörp ádeila. Höfundurinn er stórhöggur og hlífir engum og engu, sem vott ber um óheilindi, heimsku, eigin- girni og grimd. Og fær kirkjan þar ósvikinn skerf. Því að aðal- viðfangsefni bókarinnar er að leiða mönnum fyrir sjónir, hversu mjög trú kristinna manna er af tómum orðum gerð og hversu líf þjóðfélagsins og fyrir- komulag fer, að mörgu leyti, í þveröfuga átt við meginkenning- ar Krists. Getur varla hjá því farið, að lestur bókarinnar veki mexm til athugunar um þetta og löngunar til þess að ráða bót á því. Og er þá vel. Eins og getið var um, er eftir- máli við bókina, eftir síra Ragn- ar Kvaran. Þessi eftirmáli er mikilvæg viðbót sögunnar, prýði- lega skrifaður og þrunginn af viti og sanngimi. Er hann einn út af fyrir sig vel virði þessara þriggja króna, sem bókin kostar. Jakob Kristinsson. ----o---- Ný bók. Heimilisguðrækni. Nokkrar bendingar til helmiianna, útg. af Prestafélagi íslands 1927. Verð kr. 1.50 ób., kr. 2.50 í bandi. Höfundar: Séra Ásmundur Guð- mundsson, skólastjóri, Sigurður P. Sivertsen prófessor og séra þorsteinn Briem. Bæklings þessa mun ekki hafa verið enn getið í blöðunum, og er hann þó áreiðanlega þess verð- ur, að athygli almennings sé á honum vakin. Nokkur nýjung er það, að bæklingur í þessu formi ---—*,w>—"w——W'— Munið hin skyru orð Vestur-íslendingsins Ásmundar Jóhannssonar á síðasta aðalfundi Eimskipafélagsins: „Sú króna, sem fer út úr landinu, er kvödd í sídasta sinn“. Kveðjið þér ekki yðar krónu í síðasta sinn, þar sem þess þarf ekki með. Vátryggið alt, á sjó og landí, hjá Sjóvátryggingarfélagi Islands. 4 I heildsölu hjá: Tóbaksverslun íslands h.f. Best. — Odýrast. limlent. H.f. Jóa Sigmmtdaaoa & Co. Áherala lögð á ábyggileg viðskifti. —JwMillur, svuntuspennur lS&s&iáái og belti ávalt fyrirliggjandi. Sent með póstkröfu um alt land. Jón Sigmundaaon gallsmiöur. Sínn SS8. — Laugaveg 8. * ................. \ B. P. KALMAN liæstaréttarmálaflutningsmaður. JÓN ÓLAFSSON cand. juris. Málflutningur, skuldainnheimta. Hafnaratræti 15. Rvík. Kafíibætirinn ,Sóleyé Efnarannsókn hefir sannað, að hann stendur 1 engu á baki þeim kaffibæti, sem bestur hefir þótt á landi hér. Atvik hafa sýnt, að vandlátustu kaffineytendur þekkja ekki tegundimar í sundur á öðru en umbúðunum. Vilh. BjeiTegaard: Jeg lofa . . . ? Saga frá upphafi skátahreyf- ingarinnar í Danmörku. Besta bókin sem fæst handa drengjum. Verð kr. 5.00 og 6.50 í bandi. Fæst hjá bóksölum. Aðalútsala: Prenfsmiðjan flcfa h.f. 2STý loó!k:I Minn ingar eftir Einar Þorkelsson fyrv. skrifstofustjóra. Eru það 8 sögur um fágætar konur alþýðu. — Verð kr. 5,00 og kr. 6,60 í bandi. :: :: :: Fást hjá öllum bóksölum. :: :: :: Aðalútsala: Prentsmiðjan Acta h.f. um heimilisguðrækni, er fram kominn; en engin nýjung er hitt, að enn eru uppi með þjóð vorri margir ágætismenn, að sjálf- sögðu innan prestastéttarinnar, en einnig utan hennar, sem leggja alvarlegt kapp á að glæða trúar- og bænarlífið, og fegra og fullkomna kristnihaldið í landinu. Einir slíkra manna eru hinir mik- ilsvirtu höfundar þessa bæklings. Athygli sinni snúa þeir sérstak- lega að heimilunum, eins og tit- ill bæklingsins bendir til. Þar, á heimilunum, telja þeir að nauð- synlegt sé að leggja undirstöð- una að heilbrigðu og staðgóðu trúar- og bænalífi. Mun enginn neita því, að þetta er hárrétt. Til frekari skýringar á því, hvað fyrir höfundunum vakir, skal hér hafður upp kafli úr for- málanum. Þar segir svo: „Reynsl- an sýnir, að heimilisguðrækni og heilagar venjur eru xnikilsvert meðal til þess að glæða og örfa trúarþrá og siðgæðisvitund heim- ilismanna. Það er reynsla krist- inna þjóða, að hvergi hafi andi kristindómsins ráðið meiru, en á kxistnum heimilum, þar sem guðrækni hafi ríkt og mótað heimilislífið. Slík heimili hafa öll- um öðrum fremur verið miðstöðv- ar góðra áhrifa, sem hafa sent frá sér ómetanlega blessunar- strauma til aixnara svæða mann- lífsins. Frá góðum og guðrækn- um heimilum hafa flestir þeir vexið, sem mestir og bestir menn hafa reynst í mannlífinu". . . . „Þetta er almenn reynsla. En hvergi hafa heimilin unnið meira gagn í þessa átt, en þar, sem strjálbygt er og samgöngur erf- iðar. . . .“ Ritinu er skift í VI. kafla. I. Bænin. II. Lestur í einrúmi. HI. Húslestrar. IV. Við sérstök tæki- færi á heimilinu. V. Tx*úarapp- eldi barnaima á heimilinu. VI. Tveir sálmar Hallgríms Péturs- sonar. I flestum köflunum er greitt úr efninu með undirskift- ingum. Má vænta þess, að ritlingur þessi verði talinn eiga mikið og gott erindi til kristins lýðs í landinu, og að hann verði alment keyptur. Engan þarf verðið að fæla. Hafi höfundarnir þökk fyr- ir starf sitt og áhuga, og Presta- félagið fyrir að hafa kostað út- gáfuna. Ritlinguriim er 98 bls. og bóka- skrá að auki. Pantanir sendist til præp. hon. Skúla Skúlasonar. Fyrsta vetrardag 1927. Sig. Gunnarsson. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson, Lokastíg 19. Sími 2219. Prentsxniöjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.