Tíminn - 12.11.1927, Blaðsíða 1
©faíbfert
og afgtei&slumaftur Cimans er
Hannueig () o r s t e i n s öó 111 r,
Sambanösþúsinu, Seyfjapíf.
i&fgreibsía
Cimans er i Samban&síjúsinu.
©pin öaglega 9—(2 f. 4*
Simi ^90.
XI. ár.
Verslun íslands
Verslun er jafnan talin einn af
atvinnuvegum þjóðanna. Mun
það vera alment álit manna hér
á landi, að verslunin sé ein af
atvinnugreinum Islendinga. Kenn-
ir oft allmikils misskilnings í
umræðum manna um þau efni,
ekki síst í málgögnum kaupsýslu-
stéttarinnar. Er mikil þörf um-
ræðna um verslun sem atvinnu-
grein og afstöðu verslunarstétt-
arinnar gagnvart þjóðinni.
Verslunin mun oftast talin til
framleiðslustarfsemi þjóðanna.
En hana má raunar fremur
telja til samgangna. Verslunar-
hagnaður einstakra manna og
þjóða er ekki aukið verðmæti,
af því að hann er ávalt greiddur
ór vasa neytendanna. En versl-
unarstéttin vinnur það mikils-
verða • hlutverk, að flytja fram-
leidd verðmæti út á meðal al-
mennings, sem neytir þeirra eða
notar á annan hátt til viðhalds
lífinu.
Verslun má teljast sjálfstæð
atvinnugrein þeirra þjóða, er
sitja á höfuðleiðum í samgöng-
um landanna og hafa aðstöðu til
þess að annast milliríkjaverslun.
Slíkar kaupsýsluþjóðir hafa
samskonar hlutverk og kaupmað-
urinn og samskonar aðstöðu, til
þess að hagnast á viðskiftum.
Dæmi: Englendingar kaupa hveiti
í Ameríku og selja til Islands.
Nokkur hluti þess verðs, er ís-
lenskir neytendur greiða fyrir
vöruna, hverfur til hinna ensku
milliliða fyrir að annast þessi við-
skifti.
Aðstöðu Islands á viðskifta- og
- siglingaleiðum er þannig háttað
enn sem komið er, að þjóðin get-
ur ekki haft atvinnu af milli-
landaviðskiftum. Verslunin er
eingöngu bundin við landsmenn
sjálfa, hvort heldur er um að
ræða framleiðendur eða neytend-
ur. Það kemur því algerlega nið-
ur á landsmönnum sjálfum,
hversu viðskiftin eru rekin. Er
það því bersýnileg skylda þjóðar-
innar við sjálfa sig, að hlutast til
um það, að verslunin sé rekin á
svo ódýran og hagfeldan hátt,
sem verða má.
Hvemig er þá umhorfs í ís-
lenskri verslunarstétt?Samkvæmt
upplýsingum Hagstofunnar höfðu
5100 manns atvinnu af verslun
árið 1920, er síðasta alment
manntal fór fram. Síðan mun
verslunarlýðnum hafa fjölgað til
mikilla muna og má gera ráð fyrir
fullum 5500 manns. Lætur þá
nærri að hverjir 18 menn af öll-
um landslýð þurfi að greiða sem
svarar lífsuppeldi eins manns
fyrir að láta annast fyrir sig
verslunarviðskiftin. Ber jafn-
framt á það að líta, að þó marg-
ir menn í kaupsýslustéttinni séu
gætnir menn, hófsamir og vand-
aðir, eru þar og misjafnir sauð-
ir í mörgu fé. Atvinnuveginum
fylgja mikil ferðalög, víðtæk
kynni og risnuþarfir. Verða þess
og dæmi, að mikið fer í súginn
hjá sumum þessara manna. Enda
munu sumir þeirra ekki vera
neinir sparsemdarmenn að eðlis-
fari eða sérstaklega umhyggju-
samir um hag almennings. Það
verða því ekki sem svarar al-
múgamann* launum eða lífsþörf-
um, sem hverjir 18 manns í Jand-
inu verða að snara út heldur
langt yfir það.
Troðningurinn inn í verslunar-
stétt landsins á síðustu árum
hefir verið öllum hugsandi mönn-
um stórmikið áhyggjuefni. I bæ
með 3000 íbúum, eins og Akur-
eyri, eru 70—80 verslanir, á Isa-
firði litlu færri og svipað er hátt-
að í öllum bæjum og stærri sjáv-
arþorpum umhverfis alt land. Má
telja að verslunarstéttin hafi orð-
ið einskonar ruslakista allskonar j
landshomamanna og ónytjunga. ;
Hafa margir þeirra verið hrein-
ustu sníkjudýr á stéttinni, sem ;
hafa valdið henni álitshnekki og
hamlað heilbrigðara gróðri. Um
þetta hafa kaupsýslumenn sjálfir
verið algerlega hirðulausir. Verð-
ur ekki ætlað, að þeir hafi haft
opin augu fyrir því, til hverskon-
ar niðurlægingar stefndi að
óbreyttum háttum í þessu efni.
Þeir hafa jafnan tekið þverlega
öllum opinberum afskiftum af
versluninni og verið, með litlum
undantekningum, mjög fjand-
samlegir öllu skipulagi í verslun.
Hefir jafnan komið fram sú skoð-
un þeirra, að öll slík afskifti séu
óréttmæt skerðing á atvinnu-
frelsi manna, alveg eins og kaup-
mennimir væm einskonar aðall,
':omir til sérstakra réttinda!
Af því sem hér hefir verið sagt
verður ljóst, að þjóðin geldur
óhæfilegan skatt til verslunar-
stéttarinnar. Eins og bent var á
hér að framan, ber að stefna að
því, að gera verslunina sem ódýr-
asta og hagfeldasta fyrir almenn-
ing. Ein af nauðsynlegum ráð-
stöfun verður, að sporna gegn
óheftum troðningi ónytjunga og
sníkjulýðs inn í verslunarstéttina.
Myndi slíkt horfa til aukins þrifn-
aðar stéttinni sjálfri eigi síður
en til heilla alþjóð. Er vonandi,
að landstjórnin og næsta þing
taki þetta mál til rækilegrar at-
hugunar.
---o----
TJtan úrheimi.
Gyðingaland.
Hið fimtánda allsherjarþing
Gyðinga (Zíónista) var nýlega
háð í Basel, og voru þar miklar
deilur milli fulltrúanna, svo nærri
lá að alt ætlaði að fara' í mola.
Gyðingamálið er eitthvert hið
erfiðasta úrlausnarefni nútímans,
og ósýnt um hvemig, eða hvort,
hægt er að greiða úr því. Undir
heimsstyrjöldinni dreymdi marga
um að gera Gyðingaland að heim-
ili fyrir Gyðinga, sem dreifðir
era um öll lönd, og við friðar-
samningana var reynt að koma
þessu í framkvæmd. En hvað
hefir áunnist? I dag er Gyðinga-
land ekki annað en eitt af héröð-
um hins breska heimsveldis, þó
það hafi víðtækt sjálfsforræði.
Stjórn Breta hefir vafalaust ver-
ið landinu til mikils góðs. Mild-
ar framfarir hafa orðið þar á
síðustu árum, en engu að síður
hafa algerlega brugðist vonir
friðarfundarins um mikinn inn-
flutning Gyðinga í landið helga.
Nú sem stendur eru aðeins 11%
af íbúum þess Gyðingar, kristn-
ir menn era nálega jafnmargir,
en um 78% eru Múhameðstrúar-
menn, einkum Arabar. Milli þess-
ara trúarflokka eru sífeldar deil-
ur, en Gyðingar gera tilkall til
Reykjavík, 12. nóvember 1927.
landsins af sögulegum ástæðum,
og kröfur þeirra eru studdar
kappsamlega af auðugum Gyðing-
um víðsvegar- um heim. Þessir
auðmenn vilja ekki flytjast heim
til landsins helga, en þeir vilja
styðja frændur sína þar. Yfir-
leitt má segja að engir Gyðingar,
sem eiga við nokkumveginn þol-
anleg kjör að búa, vilji hverfa
heim aftur til gamla föðurlands-
ins.
Gyðingaland er líka svo lítið og
fátæklegt, að það gæti ekki borið
nema lítinn hluta af hinum 16
miljónum Gyðinga, sem eru í
heiminum. I flestum stórborgum
Evrópu og Ameríku búa fleiri
Gyðingar, en í Jerúsalem, og
jafnvel fleiri, en á öllu Gyðinga-
landi, og það er ekkert útlit fyr-
ir að nein veruleg breyting verði
á þessu í framtíðinni. Landið
helga getur því aðeins orðið and-
legt föðurland Gyðinga, og Jerú-
salem höfuðborg þeirra í trúar-
legum og menningarlegum skiln-
ingi. Síðan hinn mikli háskóli Zí-
ónista var settur á stofn, hafa
ungir Gyðingar streymt til Jerú-
salem, frá öllum löndum, til þess
að stunda þar nám.
En hinn fámenni Gyðingaflokk-
ur getur auðvitað ekki haldið
Aröbum í kúgun, þar sem þeir
eru meiri en þrír fjórðu allra í-
búa landsins. Ef Bretar hættu
eftirliti sínu með landstjóminni,
mundi samstundis hefjast borg-
arastyrjöld í landinu helga, og
Gyðingum líklega verða útrýmt.
Það er því ekki friðvænlegt þar
í landi.
Milli leiðtoga Gyðinga út um
heim er mikil sundurþykkja,
eins og drepið var á hér að fram-
an. Draumar þeirra um að stofna
Gyðingaríki, hafa ekki ræst, en
þeir vilja finna leiðir til að halda
þjóðinni saman, svo hún hverfi
ekki innanum stórþjóðimar
kristnu, og tapi trú sinni. En þá
greinir á um leiðimar, og svo
eru risnar upp allmiklar deilur
um skýringar á trúaratriðum.
Þingið í Basel átti að miðla mál-
um og jafna misklíðina, en það
hepnaðist ekki. Fulltrúar Ame-
ríku höfðu sérstöðu í ýmsum
málum og sögðu sig í raun og
vera, úr lögum við frændur sína
í Norðurálfunni. Það er ekki séð
fyrir endann á þessum deilum,
en þær hljóta að veikja áhrif
Gyðinga í baráttunni gegn ara-
bisku flokkunum heima á Gyð-
ingalandi.
Gyðingar hafa nú í nærri tutt-
ugu aldir verið dreifðir víða um
heim, og ekkert föðurland átt.
Nú stóð þeim til boða, að eignast
aftur sitt foma föðurland, en þá
kom það í ljós, að þeir hvorki
vildu né gátu komið því stórræði
í framkvæmd. Tvístringin, sem
hefir verið hlutskifti þeirra í
sögunni, heldur áfram.
H. H.
----0----
Minnlng St. G. St. Heimskringlu-
blaðið, sem kom út 3. okt. síðast-
liðinn, er algerlega helgaö Stephani
G. Stephanssyni skáldi. þann dag
voru liðin 74 ár frá fæðingu hans.
í blaðinu eru ræður, ritgerðir og
kvæði eftir ýmsa helstu Vestur-ís-
lendinga. Áður höfðu bæði blöðin
vestan hafs flutt ítarlega og vel
gerða grein um skáldskap St. G.
St. eftir Halldór Kiljan Laxneis.
50. blað.
Alúðar þakkir fyrir samúð við dauða og jarðarför Bjöms Þor-
steinssonar frá Bæ.
Aðstandendur.
Búnaðarbálkur.
Framtíð Skagaf jarðar.
Skagafjörður hefir um langan
aldur verið eitt af kunnustu
hestahéruðum landsins. Þaðan
hafa verið seldir góðhestar víðs-
vegar í önnur hérað og útflutt
hross hafa verið verulegur hluti
af framleiðsluvöram Skagfirð-
inga.
Markaður fyrir útflutt, íslensk
hross virðist vera mjög að
þrengjast. Óvænkast við það hag-
ur þeirra héraða, sem framleiða
hross til útflutnings og þar á
meðal Skagafjarðar. Þegar djúp-
tækar orsakir valda markaðs-
breytingum er aðeins eitt úrræði
fyrir höndum og það er að breyta
framleiðslunni.
I Skagafirði eru rýrari afréttir
en víða annarsstaðar. Gróður
helst lítt við í hlíðum hinna
bröttu og brotnu fjalla. Skriðu-
hlaup og hamslausar þverár gera
þar agalegan óskunda. Aftur á
móti er héraðið hið neðra eitt-
hvert hið fegursta gróðurlendi,
sem verða má. Bendir margt til
þess, að grasrækt og mjólkur-
framleiðsla verði höfuðatvinnu-
grein Skagfirðinga, þegar fram
líða stundir.
Tvær stórbrýr hafa síðustu ár-
in verið bygðar yfir Héraðsvötn-
in, á vestari ósinn og yfir megin-
fljótið nálægt alfaraleið. Er þar
yfirstigin hin versta torfæra á
þjóðleiðinni. En um leið eru
bygðararmar héraðsins tengdir
á tveimur stöðum, svo að beita
má þar vögnum og bifreiðum.
Þessar ómetanlegu samgöngubæt-
ur verða hlekkir í veganeti, sem
smátt og smátt verður lagt um
alt héraðið. Era þessar sam-
göngubætur meginskilyrði fyrir
því, að héraðsbúar geti tekið upp
breytta búhætti, stofnað til stór-
aukinnar ræktunar, mjólkurfram-
leiðslu og samlagsvinslu mjólkur.
Síðasthðið ár var uppi í Skaga-
firði ráðagerð um að byggja
slátrunarhús við Reykjarhól.
Sennilega verður horfið frá því
ráði og má telja líklegt, eftir
reynslunni síðastliðið haust að
dæma, að Kaupfélag Skagfirð-
inga byggi fullkomið slátranar-
hús á Sauðárkróki. Aftur á móti
virðist einsætt að setja upp
mjólkurvinslubú fyrir héraðið við
Reykjarhól. Ber tvent til þess að
sá staður er sérlega æskilegur.
Hann er vestanmegin Héraðs-
vatna eins og aðalútflutnings-
höfnin. Hann er því sem næst í
miðju héraði, gegnt meginbrúnni
og liggur allra staða best við
samgöngum innan héraðs. — I
öðra lagi fossar fram úr hóln-
um gríðarlega mikið af sjóð-
heitu vatni. Er það stórkostleg
orkulind, til hagnýtingar við
margvíslega iðju, eigi síst mjólk-
urvinslu, þar sem færi fram nið-
ursuða mjólkur, ostagerð, skyr-
gerð 0. fl. Mætti og hugsa sér
niðursuðu á kjöti í sambandi við
mjólkurvinsluna.
Hagnýting jarðhitans mun fara
mjög mikið vaxandi á næstu ár-
um. Ibúar í kolalausu landi munu
smám saman fá opin augu fyrir
þeim dýrmæta auði, sem berst
til þeirra úr iðrum jarðar í hver-
um og laugum. Eigi síst er þetta
mikilsvei't í héraðum þar sem
slíkar orkulindir geta komið að
almennum notum í þarfir bættra
og aukinna framleiðsluhátta.
Skagafjörður er fagurt hérað
og frjósamt og á glæsilega fram-
tíð fyrir höndum. Með bættum
samgöngum mun félagsmenning
og samstarf héraðsbúa aukast.
Standa Skagfirðingar manna
best að vígi, til þess að grípa til
þeirra framleiðsluhátta, er vel
gætu bætt þeim tjón það, er þeim
stafar af þverrandi sölu hrossa.
---0----
Kosningafölsunin
Uppreist í Bolungavík.
Síðastliðinn þriðjudag gerðust
í Bolungavík atburðir þeir, er
nú skal greina: Rannsóknardóm-
arinn, Halldór Júlíusson hélt þar
réttarhald yfir hreppstjóranum,
Kristjáni .ólafssyni, út af tveim-
ur atkvæðaseðlum, er með hans
rithendi fundust í seðlum Norð-
ur-Isafjarðarsýslu. Bar hrepp-
stjórinn, að hann hefði skrifað á
seðlana fyrir hjón nokkur, er
hefðu beiðst aðstoðar. Hjónin
neituðu fyrir rétti, að hafa þegið
aðstoðina, enda reyndust bæði
skrifandi. Síðar tók maðurinn
framburð sinn aftur og játaði að
hafa þegið aðstoðina. Var mælt
að hann hefði í fyrra réttarhaldi
verið hræddur um að játningin
kæmi hreppstjóranum í vanda.
Konan tók ekki aftur sinn fram-
burð. Rannsóknardómarinn yfir-
heyrði þá hreppstjórann aftur en
hann breytti í engu framburði
sínum. Varð þá umtal um trygg-
ingu fyrir nærveru hreppstjórans
eða gæsluvarðhald að öðrum
kosti. Söfnuðu þá Bolvíkingar liði
0 g var Pétur nokkur Oddsson
oddviti uppreistarinnar. Afhenti
hann Rannsóknardómaranum
skjal, þar sem hann, fyrir sína
hönd og í umboði fleiri þorpsbúa,
neitaði að setja tryggingu fyrir
nærvera hreppstjórans. Sömuleið-
is „neita“ þeir því, að hrepp-
stjórinn verði settur í gæsluvarð-
hald, því álit þeirra sé, að hann
sé algerlega saklaus.
Atburðurinn er í stuttu máli
þessi: Pétur Oddsson kaupmaður
og nokkrir fleiri borgarar í Bol-
ungavík taka sér vald til að úr-
skurða, að hreppstjórinn skuli
ekki settur í gæsluvarðhald, af
því að þ e i r Kti svo á, að hann
sé saklaus. Á bak við yfirlýsingu
þeirra liggur hótun um líkamlegt
ofbeldi gegn réttvísinni.
Þegar Páll Briem tók að friða
Rangárvallasýslu fyrir þjófum og
illræðismönnum, gerðu þeir sam-
tök um að brenna yfirvaldið inni!
Einn sauðaþjófurinn ógnaði full-
trúum réttvísinnar með glóandi
járni. Og er hann var fluttur í
hegningarhúsið, spam hann eins
og tarfur við hverri þúfu. En
þegar dómarinn benti honum á,
að ferðin yrði honum dýr og hon-
um skildist, að hann yrði að af-
plána mótþróann, gerðist hann
auðsveipari. Nú hafa borgarar í