Tíminn - 19.11.1927, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.11.1927, Blaðsíða 1
©faíbferi 99 afgrei&slumatmr Ctmans er Sannueig o r s t e i n s 66 ttir, Samfaanösíjúsinu, HrffjaDÍf. 2Kfgveib&la Cimans er i Sambanbsíjúsinu. ©pin Öaglega 9—\2 f. Ij. Simi ^96. XL ár. Húsaleigan í Reykjavík. f síðasta blaði var drepið á það, að þjóðin geldur óhæfilegan skatt til verslunarstéttarinnar í lrndinu. Átjándi hver maður hefir lífsviðui*væri sitt af því að reka verslun. Var og sýnt fram á, að þjóð, sem stundar millilandavið- skifti og getur ekki gert verslun að tekjugrein fyrir þjóðina í heild, verður að líta á hana ein- göngu sem umboðsstarf, er beri að reka með hagmuni og heill al- mennings fyrir augum. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að mikill þorri verslun- arstéttarinnar afkastar harla litlu starfi. Margt af fullfrísku, þrótt- ugu fólki spillir heilsu sinni á því, að hanga bak við búðarborð- in yfir nálega engu verki. öeðli- legur kostnaðarauki, sem fylgir óskipulegum vinnubrögðum, iðju- leysinu og eyðsluseminni hjá verslunarstétt landsins hlýtur að leggjast á vörurnar, sem seldar eru og á um leið sinn þátt í, að auka og viðhalda dýrtíð í landinu. önnur meginorsök dýrtíðarinn- ar er húsaleiguokrið í Reykjavík. Húsaleiga er að vísu há hvarvetna á landinu. En um það, eins og fleira, hefir Reykjavík forgöngu vegna aðstöðu sinnar og stærðar. Eins og alt annað okur, verður óhæfilega há húsaleiga böl, sem að vísu auðgar nokkra húseigend- ur, en þjakar kosti almennings. Húsaleigan grípur á margvísleg- an hátt inn í viðskifti allra lands- manna. Hún er þessvegna ekki einungis mál Reykjavíkurbæjar. Hún er eitt af vandamálum þjóð- arixmar. Þegar öfgar stríðsáranna riðu í garð og vörur hækkuðu óðfluga úti í heimi, hækkuðu kaupmenn þegar verð á fyrirliggjandi birgð- um í blóra við stríðsverðið. Sömu- leiðis neyttu margir þeirrar að- stöðu er vöruskortur fékk þeim í hendur, til þess að okra hlífðar- laust. Svo fer og jafnan þar sem fégræðgi manna leikur skefja- laust. Eigi að síður var dýrtíðar- og vöruþurðarokur kaupmanna fordæmt harðlega af þeim, er fyrir urðu, og ekki höfðu aðstöðu til þess að okra sjálfir! Varla munu þeir sjálfir vilja kannast við að hafa notað sér neyð manna þeim til féflettingar. Og á ýmis- legt, er gerst hefir í þessu efni á undanfömum árum, mun litið eins og dökka bletti í verslunar- sögu landsins. En hvað hefir gerst í húsa- leigumálum Reykjavíkur? Ná- kvæmlega hið sama og í dýrtíð- arokrí stríðsáraruia. Húsaleigan var um skeið öll miðuð við hæsta byggingarverð húsa. Og hún hef- ir ekki lækkað til verulegra muna. Hið stjómlausa aðstreymi fólks til Reykjavíkur veldur stórkost- legri þröng 0g húsnæðisskorti. Er þar og opin leið, til þess að nota sér neyðina öðmm til féfletting- ar. — Árið 1923 var borið fram frv. til laga um húsaleigu í kaupstöð- um. Aðaltillagan var sú, að húsa- leigan skyldi ákveðast í beinu hlutfalli við fasteignamatsverð. Hér verður ekki, að þessu sinni, bent á úrlausnir, heldur aðeins á nauðsyn úrlausna. Verður því ekki rætt um form tillögunnar frá 1923. En í umræðum kom Reykjavík, 19. nóvember 1927. fram margt eftirtektarvert og sem bregður Ijósi yfir málið. Einn af starfsmönnum landsins bjó þá í húsi, sem bygt hafði verið fyrir 20 ámm siðan. Á dýrtíðarárunum mestu greiddu leig jendur hússins á r 1 e g a upp- haflegt verð hússins með húsa- leigunni! Slíkar staðreyndir veita glögga útsýn um það viðskifta- lega og siðferðislega böl, sem ríkir í húsaleigumálunum. Okur kaupmannanna í skjóli stríðsins verður ekki einskorðað dæmi, sem vert er að einblína á, meðan við fóstrum í höfuðstað landsins og undir veggjum Alþingishúss- ins eitthvert hið stórfeldasta og áhrifaríkasta okur, sem verða má. Skulu nú dregin fram nokkur helstu rök málsins. Húsaleigan er yfirleitt miðuð við verð dýr- ustu húsanna. Eigendur elstu húsa taka því af þeim leigu, er nema mun margföldu sann- virði, miðað við upphaflegt verð húsanna. Er þar okrað í blóra við dýrtíðina. Vegna hins mikla aðstreymis fólks og eftirspumar lækkar húsaleiga ekki að því skapi sem byggingakostnaður hefir þó lækk- að á síðustu árum. Er þar okr- að í skjóli neyðarinnar. Fjórði hver maður af öllum landsbúum býr í Reykjavík. Rúmur helmingur í kaupstöðun- um öllum. Húsaleigan er megin- þáttur í framfærslukostnaði manna. óeðlilega há húsaMga hefir því^ gegnum margháttuð sambönd starfs og viðskifta meg- ináhrif á dýrtíðina í landinu. Húsaleiguokrið hækkar hið al- menna kaupgjald. Búðaleigan og kaupgjaldið hefir á margvíslegan hátt áhrif til hækkunar á verði þeirra vara, sem framleiddar eru í iðnaðarstofnunum landsins og sem ganga gegnum hendur versl- unarstéttarinnar. Þannig veldur of há húsaleiga óeðlilega háu vöruverði í landinu. Allir starfsmenn landsins sem þurfa að gjalda hærri húsaleigu en góðu hófi gegnir, verða fyrir þá sök, að fá hærri laun. En launin greiðast að mestu með tollum á nauðsynjavörur lands- manna. Þannig orkar húsaleigu- okrið auknum þunga á byrðum opinberra gjalda. Námsmenn, sem hingað sækja í stórhópum, verða næstum und- antekningarlaust að sæta afar- kostum um húsaleigu. Koma öfg- amar hvergi jafnþungt niður sem á herðum þeirra manna, er af eigin ramleik og í mikilli fátækt leita sér í æsku fræðslu og ment- unar í skólum bæjanna. Fleira skal ekki til tínt að sinni. En þetta nægir til að sýna, að húsaleigumálið verður að taka til rannsóknar og opinberra að- gerða. Flest atvinnufyrirtæki landsmanna hafa orðið að fella eignir sínar í verði á undanförn- um árum. Hví skyldi þá miklum þorra húseigenda í Reykjavík líðast, að hækka sínar eignir margfaldlega í skjóli neyðarinnar og óhæfilegrar dýrtíðar. Jafnvel þeir, er bygt hafa í mestu dýr- tíð, verða að bera sinn hluta af sameiginlegri óhamingju þjóðar- innar. Eða hví skyldu þeir einir sigla fullum seglum gegnum þann skerjagarð verðlagsáfallanna, þar sem þjóðin hefir steytt á boðum nálega hverri fleytu? ----o----- Utaii úr heimi. Krishnamurti. Nýlega var hér í blaðinu getið um fyrirlestur, er frú Aðalbjörg Sigurðardóttir flutti í Nýja Bíó um Krishnamurti. Er fyrirlestur sá aðalheimild þess, sem hér I verður sagt um þá hreyfingu, sem bundin er við þennan mann, Er þess fyrst að geta, að nokkrir af forystumönnum guð- spekinema þeir, er mesta stund leggja á andlegar iðkanir 0g sið- fágað lífemi, telja sig hafa náð þeim þroska, að þeir standi í beinu vitundarsambandi við æðri verur, eða meistara, sem séu komnir lengra áleiðis á þroskun- arbrautinni en Jarðarbúar. Telja þeir Krist vera meistara meistar- anna, sem hafi það sérstaka hlut- verk, að vísa Jarðarbúum veg til þroskunar og sáluhjálpar. Telja þeir hann hafa síðast kom- ið til Jarðarinnar, er Jesús frá Nazaret hafi í skírninni orðið yfirskygður af anda hans og hafi hann síðan unnið leiðtogastarí sitt gegnum hann. — Árið 1909 kvað Annie Besant Krist sjálfan hafa tilkynt sér, að hann myndi að nýju koma til mannanna og hefði hann þegar valið sér starfs- tæki. Var mælt, að litlu síðar hefði komið vísbending um, að hún skyldi taka til uppfósturs indverskan dreng, Krishnamurti að nafni. Var snemma álitið, að hann myndi vera hið fyrirhugaða starfstæki meistarans. Árið 1911 var stofnað í Ben- ares á Indlandi félagið „Stjaman í austri“. Tilgangur félagsins var sá, að gera meðlimi sína viðbúna komu mannkynsleiðtoga; að þeir mættu fremur en ella þekkja hann, er hann kæmi og vera fær- ir um að greiða götu hans og vinna að hugsjónum hans. Félag- ið náði mikilli útbreiðslu. Mun það nú vera starfandi í 40—50 þjóðlöndum. Það hefir þrjár höf- uðstöðvar, í Adyar á Indlandi, Ommen í Hollandi og Oaji-daln- um í Kalifomíu. Krishnamurti var ekki í upp- vextinum talinn frábær að gáf- um. En lífemi hans þótti bera vott um tárhreint hugarfar. Snemma gerðist hann dulspakur og stóð, að því er ætlað var, í beinu vitundarsambandi við meistarann. — Tólf ára gam- all ritaði hann, í því ástandi og sem lærisveinn, bók sína „Við fótskör meistarans". Er nú skemst frá því að segja, að vonir þær, er félagið „Stjam- an í austri" hefir gert sér um komu mannkynsleiðtoga em nú taldar fram komnar á þann hátt, að meistarinn hafi nú þegar yfir- skygt Krishnamurti, að hann hafi oftar en einu sinni talað beint af vörum hans og persóna Krishna- murtis sé nú umbreytt og hafin til æðri fegurðar, máttar og valds. Telja þeir, er um það dæma af eigin raun og þar á meðal frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir og séra Jakob Kristinsson, að nærveru hans fylgi voldugur og heilagur máttur, sem sé öll- um skilningi æðri. Á hverju sumri hefir „Stjara- an í austri" mót mikið í Ommen á Hollandi. Koma þar saman full- trúar félagsdeildanna hvaðanæfa. 1 fyrirlestri sínum greindi frú Aðalbjörg einkum frá mótinu síð- 51. blað. astliðið sumar. Brestur hér rúm, til þess að rekja þá frásögn nema í stærstu dráttum. Félaginu hef- ir í Ommen verið gefinn fom kastali og landeign. Með fé- gjöfum og vinnuframlögum hefir eignin verið umbætt og færð til fornrar prýði. Á þessum stað er á hverju sumri bygður tjaldbær. Búa þar hátt á þriðja þúsund manns. Stendur mótið um hálfan mánuð. Þar koma saman menn af öllum þjóðflokkum. Ríkir þar hinn dýpsti friður, eindrægni og bræðralag. Skamt frá tjaldbæn- um er fyrirlestratjaldið. Það rúmar full 3000 manns. Þar fara fram samkomur fulltrúanna. En á kvöldin setjast allir í margföld- um hring umhverfis elda. Þar flytur Krishnamurti kenningu sína. Eru þær stundir taldar á- hrifamestar og helgastar. Hér verður ekki lýst til neinn- ar hlítar þeim áhrifum, er kunn- ugir telja að stafi frá persónu Krishnamurtis. Skortir þá og orð til að lýsa þeim. Telja þeir að menn verði, í návist hans, gagn- teknir og yfirkomnir þeim friði og þeim kærleika, sem ekki sé af þessum heimi. Er talið að í litla bænum hans falli aldrei ó- ástúðlegt orð og sérhver ill eða eigingjöm hugsun valdi þeim, er hugsar, óþolandi sársauka. Sjálf- ur gerir hann þá grein fyrir sér, að hann hafi sameinast ástvini sínum. Gesti sína kvaddi hann með þeim orðum, að hann yfir- gæfi þá aldrei. Telja þeir og á- hrif nærveru hans, augu hans, kærleikur hans og friður fái þeim aldrei úr minni liðið. Ekki verður hér gerð minsta tilraun til að leggja dóm á at- burði þá, sem lýst hefir verið að nokkru. Verður þar hver að hafna og velja eftir bestu föngum. En Tíminn telur, að atburðir og hreyfingar, er valda djúptækum áhrifum á miljónir manna, hugar- far þeirra, eilífðarvonir og trúar- brögð, sé eigi síður frásagnar- vert en til dæmis að taka stimp- ingar og illdeilur þjóðanna, glæpa- málasögur og annar þessháttar fróðleikur, sem blöðin fylla jafh- an dálka sína með. ----o--- Búnaðarbálkur. Innflutningur sauðfjár. Skömmu eftir aldamótin síð- ustu hvatti Páll Briem amtmaður ungan mann 1 Þingeyjarsýslu, Hallgrím Þorbergsson nú bónda á Halldórsstöðum í Laxárdal, til utanfarar, til þess að kynnast sauðfjárrækt í nágrannalöndun- um. Dvaldi Hallgrímur 2—3 ár erlendis, í Noregi, hálendi Skot- lands og Norðhymbralandi. Kynti hann sér ekki einungis hirðingu sauðfjár heldur og kynbætur og vísindalega greiningu fjárkynja. Lærði hann þannig vinnubrögð í sauðfjárræktarmálum, sem áður voru lítt eða alls eigi þekt á landi hér. Jafnframt hlaut hann þá þekkingu og þá útsýni í mál- inu, sem gerði honum fært að beita vísindalegum aðferðum í afskiftum sínum af sauðfjárrækt- armálum hér á landi. Eftir að hann kom heim, ferðaðist hann víða um land, skoðaði fé bænda og leiðbeindi þeim í fjárræktar- málum með fyrirlestrum og við- ræðum. Einnig ritaði hann þá all- ! mikið um þessi efni. Árangurinn af þessu starfi Hallgríms Þorbergssonar mun hafa orðið merkilegur. Tilraunir um kynbætur sauðfjár voru að vísu ekki óþektar í landinu. Ein- hverjar merkustu tilraunir í þá átt gerði ömmubróðir Hallgríms, Jón Illugason bóndi í Baldurs- heimi í Mývatnssveit. Varð af þeim tilraunum sýnn árangur og varanlegur. En Hallgrímur mun fyrstur manna hafa greint hið íslenska fjárkyn á vísindalegan hátt og kveðið upp rökstuddan dóm um það, hverjir kostir eða ókostir fylgdu hinum ýmsu auð- kennum fjárins um sköpulag, lit- arfar 0. fl. og hver afbrigði fjár- kynsins væru vænlegust til úr- vals, viðhalds og ræktunar. Munu aðferðir þær, er síðan hefir verið beitt í kynbótum sauðfjár, vera að mestu reistar á þeim grund- velli, er Hallgrímur Þorbergsson lagði á þessum árum. Eitt af því, er Hallgrímur kyntist erlendis og sem vakti mjög athygli hans, voru ein- blendingskynbætur Breta. Þraut- reyndar tilraunir hafa sýnt, að við fyrstu blöndun vissra fjár- kynja verða afkvæmin stórum bráðþroskaðri og vöxtulegri en afkvæmi hreinræktaðra kynja. Þetta fyrirbæri hagnýta Bretar til framleiðslu bráðþroska slátur- fjár. Á árunum 1908—1910 gerði Hallgrímur ítrekaðar tilraunir að fá leyfi til innflutnings á hrút- um af bresku fjárkyni til ofan- greindra tilrauna. Áleit hann að einblendingsdilkar af því kyni og hinu íslenska myndu verða alt að því þriðjungi vænni og bráð- þroskaðri en nú gerast dilkar hér á landi. Sjá allir hvers virði slíkt gæti orðið fyrir íslenskan land- búnað, ef rétt reyndist. Kæmi þar fyrst til greina framleiðsluaukn- ing. Og í öðru lagi gæti slátrun til útflutnings á breskan mark- að hafist fyr að haustinu.. I þriðja lagi myndi varan verða Englendingum betur að skapi því holdþykkri og vöxtulegri, sem dilkarnir væru. En leyfi til þessara tilrauna fekst ekki, vegna þess að ráðu- nautur stjómarinnar, Magnús Einarsson dýralæknir, setti sig þverlega á móti því, að slíkt leyfi yrði veitt vegna sjúkdómáhættu, • er hann taldi að fylgja myndi innflutningi lifandi fjár. Áttu þeir Hallgrímur Þorbergsson í langvinnum ritdeilum um þetta efni á þeim árum. Benti Hall- grímur á það, sem satt var, að innflutningur á bresku fé hefir tíðkast mjög til ýirísra landa, án þess að klandri hafi komið og taldi hann að slík sóttvama- og einangrunarráð, sem beitt væri, myndu geta orðið fulltrygg og ó- yggjandi hér sem annarsstaðar. Liggur það í augum uppi, að ali- dýrasjúkdómar munu fremur berast til okkar eftir öðrum far- vegum heldur en í sjálfum ali- dýrunum, þar sem engum myndi blandast hugur um, að beita skyldi fylstu vömum og fengin er reynsla annara þjóða um ein- hlítar öryggisráðstafanir. Ný leið hefir opnast yfir á breskan kjötmarkað. Auk þeirra bersýnilegu hagsmuna, er leiða myndi af bráðþroska og meiri vænleik dilka til frálags, rísa af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.