Tíminn - 19.11.1927, Síða 2

Tíminn - 19.11.1927, Síða 2
190 TlMINN markaðssambandi við Breta aukn- ar ástæður, til þess að taka þetta mál að nýju til athugunar. Frá hlið íslenskra stjórnarvalda hefir meira gætt þverúðar gegn mál- inu, en athugunar og rannsókna. Er þetta mál miklu merkilegra en svo að slík megi verða hin end- anlega afgreiðsla þess. Má vænta þess að upp verði tekin að nýju rannsókn um þessa hluti og til- raunir, ef fært þykir til fram- kvæmda. ----o--- Á víð og dreif. „Siðameistarinn“. Kristján Albertsson fer í síð- asta tbl. Varðar á hnén frammi fyrir dómsmálaráðherranum og sárbænir hann um, að skrifa nú eftir sinni „formúlu“ og sér að skapi! Enginn maður hefir gert sig að jafnháðulegum skotspæni meðal íslenskra blaðamanna eins og Kr. A. Hann hóf blaðamensk- una með því að látast vera fær um að knésetja aðra íslenska blaðamenn og gerast siðameistari þeirra. I upphafi „siðbótarstarfs- ins“ varð hann þegar hfandi við- vörun allra ritandi manna vegna hneykslanlegs orðbragðs. Þóttist hann og eiga rétt til stórra orða, með því að hann ræki erindi sannleikans. Kvaðst hann hafa hervæðst gegn óráðvandlegri með- ferð heimilda, blekkingum 1 frá- sögn og öðru þessháttar misferli í starfi blaðamanna. Ekki hafði hann þó margt að athuga við sannleiksmeðferð Mbl., Varðar (undir stjóm M. M.), Vestur- lands, Islendings og Hænis. Tím- inn varð einkum aðnjótandi leið- beininganna! Varð því ekki um vilst sannleiksást og einlægni Kr. A.! Tómahljóð fúkyrðanna var órækur vottur um innri fátækt og reynsluleysi þessa oflátungs. Enda hefir hann ekki verið of- hlaðinn landsmálaáhuga eða átt við að stríða skoðanir um þau efni. Þess mun ekki verða minst, að hann hafi nokkumtíma ritað nýtilega grein um landsmál. Hann hefir ekkert gert annað en að hanga í hælunum á Jónasi Jóns- syni. — Og um meðferð hans á sannleikanum skal þess getið, að innan um alt siðbótargasprið hefir hann verið nógu andlega latur og hirðulaus, til þess að fara í smiðju til Morgunblaðsins og fella blekkingarsmíðar þess og vísvitandi ósannindi í dálka blaðs síns. — Verður ekki dvalið hér mikið við það ófrjóa starf, að rekja sögu þeirrar háðungar. Skal þó bent á greinina „Gerræði dómsmálaráðherra. Hverjum blæð- ir?“ í Verði 15. okt. síðastl. Er hún ritstjómargrein. Innihald hennar eru ómengaðar blekkingar Mbl. En þráðurinn er á þessa leið: Dómsmálaráðherrann hefir unnið það til stuðnings Jafnaðar- manna, að fresta framkvæmd varð- skipalaganna. Það er gert „til að hjálpa jafnaðarmönnum, til þess að koma fram hækkuðum kaup- kröfum“, á þann hátt að forða hásetum á varðskipunum frá að komast undir lögin frá 1915, þar sem sýslunarmönnum landsins er bannað að gera verkfall. — Sam- kvæmt þessu er dómsmálaráð- herrann að stofna til þess með ráðnum huga, að verkfall geti orðið á skipunum, sem hann þarf að beita til löggæslunnar! Hann er með opnum augum að stofna til þess „að landhelgin verði ofur- seld erlendum ránsmönnum“, en bændum og smábáta-útvegsmönn- um verði íþyngt með hóflausum kaupkröfum. — Hér sjá menn fyrirmyndina í meðferð sannleik- ans! Ekki mun Kr. A. voga sér að berja í bresti þessa smíðis. Er þá fenginn raunalegur vitnisburð- ur um auðnuleysi hans sem blaða- manns, þar sem hann er nú olt- inn um hrygg í blekkingarsorpi Mbl. — Mun nú „siðbótar“-skrúð- inn verða torkennilegur hér eftir! — Kunningjum Kr. A. hefir mörgum runnið til rifja ham- ingjuleysi hans. Hann hefir átt eitt áhugamál en unnið það til matar sér, að ofsækja fremsta stuðningsmann þess! Sjálfur er hann maður pennafær. En hæfi- leikum sínum hefir hann drep- ið á dreif í ófrjórri og óglæsilegri baráttu gegn þeim öflum í þjóð- lífinu, sem þó einna helst munu eiga ítök í hans veiku sál. Mbl. og kosningasvikin. Megn andúð almennings gegn frumhlaupi og æsingum Ihalds- blaðanna í Hnífsdalsmálinu hefir þrýst Mbl. til hófsemi í umræð- um um fulltrúa réttvísinnar. Mun blaðið og hafa fengið þungar ákúrur hjá betri mönnum í liði Ihaldsins. Var uppi sterkur orð- rómur um það, að gætnustu mönnum og smekkvísustu íhalds- megin hefði stórlega blöskrað heimska og óskamfeilni Ihalds- blaðanna. Hafa margir vænst þess, að forystumenn Ihaldsins gerðu hreint fyrir dyrum flokks- ins og tækju afstöðu gegn ósóm- anum. Mun slíkt þykja óhæfileg niðurlæging og því er látið nægja að veita ritstjórunum ákúrur í kyrþey. Áburður og hagsmunir. Mbl. vonskast út af sendiför Bjarna Ásgeirssonar til útlanda í þeim erindum að undirbúa löggjöf ym innflutning á tilbúnum áburði og leitast við að koma til leiðar verulegri lækkun á verði þeirrar nauðsynjavöru landbúnaðarins. Fer það með þá vísvitandi blekk- ingu, að förin myndi hafa orðið kostnaðarminni, ef hún hefði ver- ið farin af öðrum hvorum bún- aðarmálastjóranna, heldur en manni úr stjómarnefnd Búnaðar- félags Islands. Sendimaðurinn fær aðeins greiddan ferðakostnað og myndi hann efalaust hafa orð- ið svipaður, hver sem farið hefði af þeim, er til greina gátu komið. — Reyndar kemur engum á ávart að ritstjórar Mbl. ýfast við þess- ari ráðstöfun. Þeir eiga atvinnu sína komna undir geðþótta þeirra manna, sem hafa haft stórkost- lega hagsmuni af því að selja bændum þessa vöru. Ráðstafanir, sem kynnu að orka stórlega lækk- uðu verði á tilbúnum áburði og aukinni ræktun mega þeir einskis meta hjá hinu, að húsbændurnir geti haldið áfram að skattleggja bændur og skara eld að sinni köku. Slíkur er hugurinn í garð landbúnaðarins — hinn sami og hann hefir ávalt verið. Tolleftirlitið. Mbl. hefir ekki skotið því á langan frest að taka upp hansk- ann fyrir húsbændur sína — toll- svikara landsins. Ýfist það í morgun mjög við þeirri ráðstöf- un stjómarinnar að skipa fjóra tollþjóna utan Reykjavíkur. — Vefst blaðið í villu um, hvort tollþjónar megi teljast eftirhts- menn laga eður eigi og kemst að þeirri niðurstöðu að einn toll- þjónn í hverjum fjórðungi lands sé ríkislögregla á borð við herinn, sem togaraeigendur báðu Jón Þorláksson um, til þess að berja á verkamönnum. Emjan Mbl. undan þeim ráðstöfunum, sem halda húsbændum þess til réttra laga, mun hggja Framsóknar- mönnum í léttu rúmi. Shkur sárs- Framsóknarfélag Reykjavfkur heldur fund mánudaginn 21. nóvember kl. 9 e. m. í S&mbandshúsinu. Jónas Jónsson ráðherra flytur erindi. Stjórnin. auki hlýtur að verða hlutskifti þess blaðs, sem hefir tekið að sér að verja hverja sví- virðingu, sem gerist bak við íhalds-tjöldin. — Af viðtali við bæjarfógetann í Vestmannaeyjum nú samstundis fást þær upplýs- ingar, að ritstjórar Mbl. hafa viljandi falsað viðtal við bæjar- fógetann á þann hátt að sleppa úr þeirri viðbótarskýringu hans, að hann sjálfur hefði óskað eftir aukinni aðstoð við tolleftirhtið. Dýrtíðareinokun í mentamálum. Fjandskapur Ihaldsmanna í Reykjavík gegn ráðstöfunum stjórnarinnar í mentaskólamálum mun að mestu leyti byggjast á viðsjárverðum höfuðstaðarhroka. Eins og kunnugt er hefir húsa- leiguokrið og dýrtíðin í Reykja- vík skapað einskonar einokun Reykjavíkurbúa um mentaskóla- nám. Námskostnaður manna úr öðrum landshlutum hefir orðið ó- kleifur öðrum en vel fjáreigandi mönnum. Nú verður sú skipun gerð, að leið opnast öðrum lands- mönnum, fátækum jafnt og rík- um, til mentaskólanáms norðan lands. Reykjavíkurbúar njóta eft- ir sem áður sinnar góðu aðstöðu til námsins. En óefað verða gerðar ráðstafanir til þess að stilla aðsókn manna til námsins í hóf á báðum stöðum. Er þá fengin viturleg og réttlát úrlausn málsins. Myndi áframhaldandi dýrtíðareinokun höfuðstaðarbúa í mentaskólamálum ekki horfa til þjóðheilla. Og þó að Reykjavík hafi efalaust góðu liði á að skipa um margt, mun það ekki vera nein sérstök vitsmunaleg eða sið- gæðisleg nauðsyn, að embættis- menn landsins verði allir Reykja- víkur-uppalningar. Starfsmenn Framsóknar. Mbl. finnur sér það til ólundar, að stjórnarráðið hefir falið tveim- ur jafnaðarmönnum, þeim Har- aldi Guðmundssyni og Stefáni Jóh. Stefánssyni, störf að vinna. Setur það staðreynd þessa í sam- band við stuðning þann, er það telur, að stjómin njóti hjá Jafn- aðarmönnum. En blaðið gleymir að minnast á tvo aðra starfs- menn stjómarinnar, sem hafa að þessu þótt eftirtektai*verðir menn íhaldsmegin. En það em fyrverandi ráðherrar, Jón og Magnús! Vitanlega er það á- stríða blaðsins til pólitískrar ó- hlutvendni, sem veldur því, að það gerir húsbændum sínum þessa minkun. Jafnframt falla á- sakanir blaðsins máttlausar niður. Getur ekki á réttlátari hátt til skipast um val starfsmanna, en að taka þá til beggja handa, eft- ir því sem störfin horfa við og menn eru til þeirra fallnir. ----o----- Bækur og listir. „Sérhver“. Sjónleikur í þrem þáttum. Fyrir nokkmm dögum kom hingað einn af fremri leikendum Dana., Adam Poulsen og leikur aðalhlutverk í leikriti er nefnist „Sérhver". Leikurinn er eftir þýskan mann, en samið eftir hollensku miðaldaleikriti. Efni og form leiksins er nýstárlegt, og kennir þar að nokkru guðfræði- legra hugmynda, er höfðu fyrmm tök á hugum manna en hafa það ekki lengur. Aðalpersónan „Sér- hver“ er persónugervingur hins veika og spilta í mannseðlinu. Þar er nokkuð úr „sérhverjum" manni. öfl ljóss og myrkurs heyja baráttu um sál mannsins og að lokum sigra hin góðu öfl og synd- arinn frelsast. Poulsen leikur að- alhlutverkið prýðilega svo sem vænta mátti, íslensku leikendum- ir hafa flestir lítil hlutverk en fara vel með þau. En yfirleitt verulegur fengur að leik þessum og ætti oftar að fá dugandi er- lenda leikara til að koma hingað. Áhorfandi. frnii opnum llii Eitt af einkennum þeirra manna, sem um langt skeið hafa farið með þingvald í umboði kjósenda og framkvæmt stjómar- störf hér á landi, hefir verið það að láta borgara landsins vita sem minst um hinar raunverulegu á- stæður landsins. Aðgerðir þeirra manna hafa verið bak við lokuð tjöld. Þegar sjóðþurðin mikla kom upp á Siglufirði, var hún í orði kveðnu goldin, en með því að taka eignir fyrir marga tugi þúsunda upp í skuldina fram yf- ir raunverulegt verð .þeirra. Þeg- ar þeir, sem áttu að meta eignim- ar í hendur landsins virtu ekki í fyrsta sinn nógu hátt, var sett „yfirmat", sem ekki lét staðar numið með virðingampphæðina fyr en sjóðþurðin virtist að formi til fullborguð og blekkingin gagn- vart gjaldendum í landinu full- komnuð. Annað dæmið var Vífilsstaða- máhð. Þegar Tíminn hafði um stund knúð á um að rannsaka kærur sjúkhnganna var sett til þess nefnd. Hún fann að flest var rökstutt af kærunum. Hún gerði ítarlegt áUt. En með það var farið laumulega. Þingmenn fengu með sérstöku leyfi að sjá skýrsluna, en hún var aldrei lögð fyrir þing- ið, og aldrei birt. Ástæðan var ljós. Þeir sem hindraðu birtingu hennar litu fremur á hagsmuni þéirra, sem stjómað höfðu á hæl- inu, heldur en á þörf hinna mörgu sjúklinga, vandamanna þeirra og landsmanna allra, sem borga rekstur þessarar stofnunar. Skoðanamunur flokkanna um það hvort ljúka ætti almennum málum fyrir opnum tjöldum, eða að tjaldabaki kom óvenjulega glögt fram í fyrra á þingi í með- ferð áfengismálsins. Tveir Fram- sóknarþingmenn báru fram kröfu um það, að landstjómin léti birta opinberlega nokkrum sinnum á ári hve mikið áfengi hver læknir í landinu notaði til lækninga eða sölu. Framsóknarmenn og full- trúar verkamanna studdu kröf- una. Ihaldið beitti sér alt 4 móti og tillagan féll. Menn sem annars misbrúka ekki vín eins og J. Kr. á Sauðárkróki stóðu þar við hlið- ina á mönnum, sem margsekir voru í málinu. Ihaldsflokkurinn vildi leyna því hvaða læknar og lyfsalar voru brotlegir í þessum efnum. Þeim þótti vænna, að því er virtist, um hina fremur fáu brotlegu lækna, sem gert höfðu stéttinni allri minkunn og þjóðinni allri skaða, heldur en hina tiltölu- lega mörgu lækna, sem fara vel með þetta trúnaðarvald. En þá fyrst veit almenningur um dygð þeirra, þegar í ljós kemur hverjir brjóta. Síðan vitanlegt var að Bjöm Þorláksson undirbjó skýrslu um áfengisverslun lækna hefir stór- lega dregið úr lyfseðlasölu af því tæi, bæði hér í Rvík og víðar á landinu. Vitneskjan um að nú ætti að vinna fyrir opnum tjöld- um hefir bætt læknana í þessu efni, þá sem höfðu þess mesta þörf. Þegar fréttin barst úr um land um það að spamaðamefnd væri sest að vinnu lét hátt í blöðum íhaldsmanna. Mönnum var frá byrjun kunnugt um starf nefnd- arinnar. Hún átti að opna fyrir kjósendum tjaldið, sem lokað hefir verið fram að þessu, hvernig hátt- að er eyðslu landssjóðs. Um mjög marga af liðum fjárlaganna á það við að tæpur helmingur gjaldanna, er eftir lögum en meira en helm- ingur er eftir valdboði stjórnar- valdanna. Mjög oft eru aukalaun og bitlingar meira en sjálf frum- launin. Spamaðamefndin ræður þessar rúnir, og birtir í prentaðri skýrslu, sem mun fylgja stjórnar- í tíðindunum í hvem hrepp, sundur- liðað yfirlit um það hvernig landssjóðnum er varið. Þegar borgarar landsins hafa þá skýrslu í höndum geta þeir fyrst, svo að verulegt gagn sé að, gert tillögur um endurskipan á störfum lands- ins. Þá fyrst er hægt að byrja á sparnaði, þegar gjaldendur sjá hvað gert er við peninga þeirra. Sjóðþurðin í Brunabótafélaginu segir ljóslega sorgarsögu aðgerð- anna fyrir lokuðum tjöldum. M. Kr. og Sv. Bjömsson eru feður hins íslenska brunabótafélags. Þeir unnu að þessari félagsstofn- un til að slíta af íslendingum einn fjármálalegan kúgunarþátt. Fyrstu árin stýrði Sv. B. félag- inu og á meðan gekk alt vel. Þegar hann varð sendiherra í fyrra sinn tók ungur íhaldslög- fræðingur við stjórninni. Síðar hafa tveir aðrir íhaldsmenn farið þár með forstöðuvöld. Og nú í maí í vor uppgötvaði skrifari í félaginu, að 70 þús. kr. vantaði í sjóð. Þessar 70 þús. af sparifé almennings hafa verið að eyðast án þess að borgurum landsins væri það kunnugt, undir stjóm eftirmanna Sv. B. síðustu 6—7 árin. Þegar fyrsti íhaldsforstjórinn lét af stjórn kemur í ljós að 5000 kr. vanta hjá gjaldkeranum. Hann tekur víxil í banka fyrir þeirri upphæð og borgar hana í sjóðinn. Og forstjóraskiftin gerast án þess að formlegir gallar séu á frá hálfu hins fráfarandi, nema það að hann hefir ef til vill ekki sagt eftirmanni sínum frá vönt- un gjaldkerans, sefn að vísu vai’ greidd 1 bili. Næsti forstöðumað- ur Brunabótafélagsins var löng- um í ferðalögum erlendis, í öðr- erindum er fyrir félagið. Gjald- kerinn var æðsti maður þess að jafnaði. Eitt af því fyrsta sem hann gerir er að borga víxilinn með fé félagsins. Sjóðþurðin held- ur áfram og vex. Forstjórinn hafði annað fjár- málafyrirtæki undir höndum og þar annan ungan mann til for- ráða. Þar kemur upp sjóðþurð meðan forstjórinn er í útlöndum. Málið er rannsakað og allmikil vöntun sannast. Vinir og vanda- menn borga nokkuð af þeirri sjóðþurð og hún er látin falla niður. En um leið kemur í ljós, að því er virðist af slysi, að sá sem í óláninu lenti hafði líka haft að- gang að fjármunum í Brunabóta- félaginu og tekið þar til sinna þarfa innihald svo sém 20—30 bréfa, að því er hann sjálfur giskaði á 2—3000 kr. Gjaldkeri Brunabótafjelagsins símar nú yfirmanni sínum til útlanda um hvar komið er, en hann svarar aftur að ekkert skuli aðhafst til rannsóknar fyr en hann komi heim. Gjaldkerinn leggur skeytið fram í réttinum og rannsókn er hætt. Einhver hluti af þessari játuðu upphæð var goldin Bruna- bótafélaginu, en það verður aldrei sannað hve mikið af núverandi tapi í félaginu var framkomið fyrir tilverknað annara en gjald- kerans. Nú liðu ár og enn verða for- stjóraskifti. íhaldið veitir einum af góðvinum sínum stöðuna sem bitling. Engin úttekt fer fram á eignum félagsins, en eftir því sem

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.