Tíminn - 26.11.1927, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.11.1927, Blaðsíða 2
194 TÍMINN ar hér á landi. Er hreyfingu þessari reyndar gefinn of lítill gaumur af landsmönnum. Hlut- verk hennar er að kenna bömum og unglingum að verja frístund- um sínum á nytsamlegan hátt sér til líkams- og sálarþroska. Upphafsmaður reglunnar var Sir Robert Baden-Powell, enskur her- foringi í Búastríðinu. Reglan starfar á þann hátt að halda uppi skipulegum félagsskap ungling- anna með reglubundnum æfing- um. Fara þá hóparnir einkennis- búnir með tjöld sín út í náttúr- una, hlíta þar strangri stjórn og skipulegum vinnubrögðum. Á- hersla er lögð á að- innræta böm- unum gegnum starf og reynslu margvíslegar dygðir eins og sann- sögli og orðheldni, trygð, hæ- versku í hugsunum, orðum og verkum, hlýðni, glaðværð, hjálp- semi, háttprýði og drengilega framgöngu, sparsemi, dýravin- áttu og góða lagsmensku. — Af engu stafar þvílík þjóðspillingar- hætta, eins og eftirlitslausu upp- eldi barna á götum bæja og sjáv- arþorpa. Hreyfing sú, er með nytsamlegum og viturlegum ráð- um dregur úr þeirri hættu, er því harla þörf og ætti að mæta góðvilja og stuðningi lands- manna. Áðumefnd skátasaga ætti að verða keypt og lesin um alt Island. Þeim brá við. Eins og sjá má í Mbl. 22. nóv. hefir þeim brugðið við gáttaþef- um Mbl., sem sendir eru í stjóm- arráðið og ráðherrabústaði, til þess að snuðra og standa á hleri, þegar loku var skotið fyrir iðju þeirra í stjómarráðinu. „Hirðin“. Ut af röggsemi dómsmálaráð- herra spyr eitt Ihaldsmálgagnið hér í bænum: „Hví er engin hirð um slíkan mann?“ Hefir annað Ihaldsblað s'\SBi'að og bent á, að ráðherranum fylgja að málum þorrinn af bændum, æskumönn- um og skólamönnum landsins. Telur blaðið, sem rétt er, að þetta sé sæmileg hirð. Dregur ritstj. að lokum dár að þjáningabróður sín- um, hinum Ihaldsritstjóranum, fyrir „starblindni“. Hefir blaðinu ratast þar satt á munn. En það er talið heldur sjaldgæft. Póstgangnabreyting. Sú breyting hefir verið gerð á póstgöngum, að pósturinn frá Akureyri til Seyðisfjarðar geng- ur nú ekki um Hólsfjöll og Möðrudalsheiði, heldur nyrðri leið um bygðir. Ganga aukapóstar frá Grenjaðarstað um Skútustaði og Reykjahlíð og frá Skinnastað um Grímsstaði og Möðrudal. — Er mælt að það hafi reynst hálfrar aldar starf að koma póststjóm- inni íslensku í skilning um, að meginpóstflutning bæri að flytja um bygðir fremur en yfir einn af illkleifustu fjallvegum landsins. „Álfagull“. Hér er önnur bamabókin eftir Bjama M. Jónsson kennara, æfin- týrí með myndum eftir Tryggva Magnússon. Frágangur bókarinn- ar er góður. Letrið stórt og hreint. Frásögn höfundar er ljós, myndauðug og víða hnittin. Mál- ið gott. Efnið af íslensku bergi brotið og bygging æfintýrísins góð. Hitt munu margir telja galla, að í æfintýrinu er sýnd ákaflega ruddaleg persóna. Telja margir að sálarlífi og þroskun bama sé holl- ast að nærast við fegurðarlindir einar og séu slík aðvarandi dæmi, sem sýnt er í ruddamensku Bjarnar, vafasamt uppeldismeðal. Afneitunin. Þorsteinn Gíslason gerði Morg- unblaðinu eftirminnilegan ógreiða, þegar hann, að skilnaði, ljóstraði upp ættemi blaðsins og vinnu- brögðum „skúmaskots“-mann- anna. Nú vilja ritstjóramir fyrír hvern mun dyljast hins sanna um ættemið og kalla að alt séu það íslenskir Danir, sem að blaðinu standa! Maður er nefndur Ber- léme. Hann er búsettur við Eyrar- sund, en á nokkrar selstöðuversl- anir hér á landi. Hann er vel kunnur að eindregnum fjandskap gegn sjálfstæðismálefni íslands. Árið 1916, er Islendingar urðu fyrir átakanlegu skiptjóni, varð blaðaumtal um, að hlakkað hefði í Berléme og hefði honum þótt að líkum fara um mikillæti Islend- inga, er þeir ætluðu nú líka að fara að sigla! Þótti honum þá kippa í kynið til Höepfners, sem gladdist við þá von, að skip Gránufélagsins myndi grotna niður í flæðarmálinu á Oddeyri. — Þessi maður rétti Morgunblað- inu 2000 kr., samkv. upplýsingum Þorsteins Gíslasonar, en lét það fylgja, að hann vænti að verslun- arstjóri hans fengi sæti í útgáfu- stjórninni! Ekki var nú íslenska þjóðarsálin metin á marga fiska! En eigendumir vora meiri kaup- sýslumenn en það, að þeir létu slíkar stöður fyrir svo litla borg- un. Samt voru krónumar þegnar.. Islendingur á Akureyri mun eiga góðan hauk í homi, þar sem Ber- léme er. Nú afneita ritstjóramir honum með öllu. En hvað stoðar það? Er það ekki landskunnugt að Valtýr hljóp úr liði bænda, til þess að ganga í þjónustu hans og ann- ara þessháttar íslandsvina ? Myndi honum reynást fært að breyta framkomnum staðreynd- um, þó hann gerist svo mikill hræsnari, að þykjast vera að vinna fyrir sjálfstæðismálefni landsins með því að greiða götu erlendra fépúka að auðsuppsprett- um þess? Eða mun það orka nokkra um að draga úr vesæl- mensku hans og pólitísku auðnu- leysi, þó hann minni bændur á víkingablóðið ? Nei. Aðstaða Val- týs og annara ritþjóna Mbl. verð- ur því hörmulegri, sem þeir segja fleira til varnar sjálfum sér og því dansklundaða sérhagsmuna- málgagni, sem þeir starfa fyrir. Berléme og hans líkar hætta ekki að vera andlegir feður og forráða- menn blaðsins, þótt þeim sé af- neitað. Bjargráð verkfallslaganna. I umræðum um varðskipalög- in bæði á þingi og í blöðum I- haldsmanna hefir því verið haldið fram sem aðalástæðu fyrir lög- unum, að með því að gera starfs- menn á varðskipunum að em- bættismönnum, væri þeim kom- ið undir verkfallslögin frá 1915, sem leggja bann við verkföllum starfsmanna ríkisins. Láta Ihalds- menn í veðri vaka, að með þess- ari ráðstöfun sé það trygt að aldrei verði verkfall á skipunum. Nú er annaðtveggja, að íhalds- menn halda þessu fram á móti betri vitund, ellegar að þeir koma ekki auga á staðreyndimar, sem á móti mæla. Það hefir sem sé komið í ljós að starfsmenn lands- ins virða umrædd lög að vettugi og fara sínu fram, þegar þeim býður svo við að horfa. Árið 1919 gerðu læknar landsins sam- blástur og kröfðust launahækkun- ar. Létu þeir fylgja hótun um verkfall. Hafði atferli þeirra til- ætluð áhrif en engar refsingar í för með sér. — Árið 1922 kúg- aði félag símamanna bæði land- símastjóra og sjálfa landstjóm- ina með verkfallshótunum. 1 stað þess að uppreistarforingjunum væri vísað úr þjónustu landsins, fengu þeir öllum sínum kröfum framgengt. Þannig hefir það sýnt sig að verkfföllin eru jafnhættu- legt vopn í höndum starfsmanna ríkisins eftir sem áður og ör- yggi verkfallslaganna er reykur einn. Og þar sem þetta hafa | verið einu rökin, sem íhaldsmenn ; hafa reynt að halda til streitu, sem ástæðu fyrir embættafjölg- uninni, fer málstaður þeirra að j verða nokkuð afsleppur. i ■ Málverk ríkisins. Árlega ver ríkið nokkru fé ti! kaupa á málverkum handa land- inu. Var Matthíasi Þórðarsyni fommenjaverði um skeið falið að velja málverkin. En er Ihalds- ráðuneytið fékk í hendur um- sjón þess máls, fól það Valtý Stefánssyni ritstjóra að sjá um val málverkanna. Virtist það ekki óhyggileg ráðstöfun, með því að frú hans, Kristín Jónsdóttir, er listmálari, eins og kunnugt er. Niðurstaða starfsins hefir samt orðið sú, að ekkert málverk hefir verið keypt af aðalmálara lands- ins, Ásgrími Jónssyni, og að mestu keypt málverk eins mál- ara annars. Skal hér látið ódæmt um hvað valdið hefir þeim vinnu- brögðum. — Nú hefir dómsmála- ráðherrann keypt nokkur mál- verk og þar á meðal þrjú eftir Ásgrím Jónsson. Hefir hann fengið Mentaskólanum, Akureyr- arskóla og Kennaraskólanum sitt málverkið hverjum til gejrmslu. Er það nýlunda. Ihaldsblöðin veltu vöngum yfir því, er hann færði Akureyrarskóla forkunnar- fagurt málverk af Baulu, hvort hann hefði gefið ríkisstofnuninni þessa ríkiseign! Málverkin sjálf eru ekki gjöf í venjulegum skiln- ingi, en þeim fylgir ný gjöf til skólanna og það er skilningur á fegurðarþörf æskulýðsins í land- inu. Hingað til hafa þessi lista- Sigurður heitinn ráðunautur sagði eitt sinn að hann héldi að í engri sýslu á landinu væru menn jafn afkastamiklir við líkamlega vinnu eins og í Ámessýslu. Gera má ráð fyrir að einhver átthaga- metnaður hafi blandast í dóminn. En svo mikið er víst að Ámes- ingar era yfirleitt miklir elju og atorkumenn. Því undarlegra er það, að yfirvofandi hallæri, af orsökum sem era einstakar í sinni röð, vofir yfir vissum hlutum sýslunnar. Það er ekki um að kenna atorkuleysi fólksins. Held- ur ekki neinni sérstakri grimd náttúrunnar. Mein Árnessýslu stafa nálega eingöngu af mis- hepnaðri forgöngu „sérfróðra“ manna bæði um verklegar at- hafnir og í fjármálum. Andi íhaldsráðsmenskunnar hefir birst í mynd sjóndapurrar „sérfræði“ og skapað hallæri í góðu héraði, þar sem atorkusamir menn hafa lagt fram krafta sína. Nú er svo komið að mistök hinna sérfróðu eru orðin það afleiðingarík, að þau eru hætt að snerta ein- göngu þær bygðir sem lent hafa í óláninu. Afleiðingamar era famar að snerta landið alt. Þess vegna þarf þjóðin. öll að fylgjast með í þessum hallærismálum „sér- fræðinganna“. Laust fyrir stríðið var byrjað á Skeiðaáveitunni. Mikill skurður var grafinn úr Þjórsá gegn um slétt land. Heill hreppur, Skeið- in, áttu að verða áveitunnar að- njótandi. Hver verkfræðingurinn af öðrum mældi fyrir verkinu. Endanleg áætlun var gerð og verkið átti að kosta liðugar 100 þús. kr. Bændumir á Skeiðunum álitu að þetta gæti borgað sig. Þeir bjuggust við að geta risið undir kostnaðinum. Þeir trúðu leiðsögn hinna „sérfróðu“. En þegar verkið var búið kostaði það um 450 þús. Um sama leyti gerði einn af starfsmönnum Búnaðarfé- lagsins efnahagsskýrslu í hreppn- um. Þá kom í ljós að ef alt var talið sem bændumir áttu, jarðir, búslóð og kvikfénaður, þá vant- aði samt um 300 þús. til að þeir ættu fyrir skurðinum, sem ætlað var að verða lyftistöng undir bú- skap þeirra. Rétt er að geta þess, að dýrtíð stríðsáranna olli tals- verðu um að verkið varð svo dýrt. En langdrýgsti þátturinn var þó „óbilgjama klöppin“, sem einn af þingmönnum Ámesinga nefndi svo í þingræðu. Hinum „sérfróðu“ hafði yfirsést svo greypilega, er þeir mældu fyrir verkinu, að þeir fundu ekki klöpp er varð að sprengja burtu á löngu svæði úr skurðbotninum. Sá viðauki einn var um 120 þús. kr. Ef trúnaðarmenn landsins sem mældu fyrir verkinu hefðu gert það sem til var ætlast af þeim myndu þeir að sjálfsögðu hafa fundið klöppina. Og ef þeir hefðu sagt satt frá þeim erfið- leikum myndu Skeiðabændur vit- anlega alls ekki hafa lagt út f verkið. Áveitan hefir að vísu borið þann ávöxt að gras er enn meira á Skeiðunum en áður var. En skuldabyrðin af verkinu liggur eins og farg á bændunum. Arið sem J. Þorl. hækkaði mest krón- una, hækkaði áveituskuld Skeiða- bænda um 30 þús. kr. Það var önnur „óbilgjöm klöpp“ Skeiða- bændunum til handa og hin síð- ari, raunveralega búin til af verkfræðingi. Þó að gengið sé að Skeiða- bændum og þeir flæmdir burtu frá heimilum sínum, er ekki hægt að fá nema nokkum hluta skuld- arinnar greiddan. Samt yrði eftir svo mikið að næsta kynslóð af bændum sem inn yrði flutt myndi ekki rísa undir bagganum. Eins og nú er komið mun varla hægt að bjarga málinu við með öðra en því að landið gefi eftir ca. 100 þús., taki að sér aðrar 100 þús. og lönd fyrir og verði þaj* síðan komið upp nýbýlum. Áður hefir landið lagt fram hluta af frumkostnaði. Sést af þessu að mistök hinna sérfróðu verða nokkuð dýr landinu í heild sinni. Neðar við Þjórsá var áður gerð- ur skurður úr ánni og veitt yfir svokallaða Miklavatnsmýri. Jón Þorl. stóð fyrir gerð skurðar þess sem nú er notaður og steinsteypt- ar flóðgáttar. I haust komu hrað- boðar frá bændum, er gagn áttu að hafa af þessari framkvæmd, til landsstjómarinnar, og báðu hjálpar móti draug þeim, er sér- fræðin hafði vakið upp þeim til ó- þurftar. Vora ýmsir af bændun- um helst á því að fá stuðning hins opinbera til að fylla skurðinn með mold og sandi. Jón Þorl. hafði látið reka hér um bil 1 meters langar fjalir niður í sandinn und- ir fremri brún hinnar stein- steyptu flóðgáttar, en að öðra leyti hvíldi steinsteypan á mold og sandi. Um jólin í fyrra voru miklir vatnavextir. Þjórsá flæddi þá mjög inn í skurðopið og foss- aði inn yfir flóðgáttina, og gróf sá foss undan steinsteypunni inn- anverðri, uns „þjóðgat“ verkfræð- innar steyptist ofan í hyliim og var úr sögunni. Þjórsá flæddi nú inn yfir bygðina og gerði spjöll allmikil, og endurtók sú saga sig aftur í haust. Bændumir á þessu áveitusvæði þóttust nú eiga sök á landssjóð, því að landið hefði lánað þeim verkfræðinginn og bæri þar af leiðandi ábyrgð á axarsköftum hans. Ef mokað var ofan í skurðinn til að firra meira tjóni, var vitaskuld úti um áveit- una, og auk þess engin von að bændur borguðu landinu alt að því 20 þús. kr. skuld frá þeim tíma er J. Þ. var að láta gera þetta mannvirki. Sá kostur var tekinn að bjarga áveitunni og var nú búið um traustlegar en áður, og kemur kostnaður sá bæði á bændur og landssjóð. Er landsins hluti einskonar sekt fyrir sein- heppilega „sérfræði“, áður látna í té. Niður á Eyrarbakka og Stokks- eyri eru rústiraar frá blómaöld Ihaldsins mjög áberandi. Hin svo- kölluðu kaupfélög, Hekla og Ing- ólfur, era bæði uppleyst frá miklum skuldum við lánardrotna, Þakkarávarp. Við undirrituð þöbkum innilega vinum og sveitungum þá hjálp er þeir með peningasamskotum og ann- ari góðvild sýndu okkur i veik- indum mínum síðastliðið sumar. Háreksstöðum, 10. nóv. 1927. Ingibjörg Skarphéðínsdóttir. Heigi pórðarson. verk verið eins og í læstri kistu, — í Alþingishúsinu og ráðherra- bústaðnum. Hefir ekki brytt á því fyr, að listaverk væra tekin í þjónustu uppeldismálanna hér á landi. — Eru dæmi til þess um listhneigða menn, er höfðu eng- in kynni af málverkum í uppvext- inum, að augu þeirra hafa verið lokuð fyrir öðra en yfirborði þeirra. Fögur málverk í heimil- um og uppeldisstofnunum verða annað og meira en augnagaman. Þau verða, fyrir augu æsku- mannsins, eins og opinn gluggi mn í heim listarinnar. ---o--- Baskur. Edourd Laboulaye: Abdallah eða fjögra laufa smárinn. — þýtt hefir Sig. Kristófer Pét- ursson. — Rvík 1923. Það hefir verið undarlega hljótt um þessa bók, síðan hún kom út, f.vrir tæpum fjórum árum. Man eg ekki eftir að nokkur maður hafi minst hennar í blöðum, og hefir þó margt verið lofað, sem minna hafði til brunns að bera en hún. Sagt er og að hún hafi lítið selst. Og það er nú einmitt þess vegna, sem eg vil minna á hana, þótt sumum kunni að Þykja það koma eftir dúk og disk. Sagan á skilið að seljast. Hún er bæði fræðandi og skemtileg, siðakenningin, sem hún flytur, fögur og bókin gefin út til þess að styðja ágætt mál. Höfundur sögunnar prófessor Laboulaye er frægur fyrir rit sín um líf og háttu Austurlandabúa, og er Abdallah einhver vinsæl- asta bók hans. Hefir hún verið þýdd á margar tungur og jafnan hlotið vinsældir manna. Yfir sögunni er heillandi æfin- einkum bankana í Reykjavík. For- stöðumenn beggja félaganna unnu með kaupmönnum héraðs síns móti eiginlegum samvinnufélags- skap, og þóttust kunna betur skil á þeim málum en kaupfélög þau er bygt hafa upp Sambandið. Sparisjóður mikill var á Eyrar- bakka undir stjórn fjármála- fróðra íhaldsmanna. Þar varð líka vart við „óbilgjömu klöpp- ina“. Sparisjóðurinn lánaði all- mikið fé til létt^tígustu gróða- brallsmanna landsins og tapaði á þann hátt tugum þúsunda af sparifé bænda á Suðurlandi. Þeg- ar „sérfræðin“ í fjármálum hjá íhaldsforkólfunum á Eyrarbakka var komin í algleyming, tók Al- þingi og Landsbankinn í taum- ana og björguðu sparisjóðnum frá algerðu hrani. Nálega sömu menn sem höfðu staðið fyrir þessum fjármála- framkvæmdum, bera ábyrgð á stofnun Eyrarbakkaspítalans. Hið beina tilefni til spítalastofnunar- innar er af kunnugum talið það, að ein verslun, sem hálfútlendur íhaldsmaður átti, þurfti seglfestu í skip til Eyrarbakka. Steinlím var hentug seglfesta, enda keypt til þess. En þegar steinlímið var komið á staðinn þurfti að byggja og upp úr því varð til spítalinn. Nú stendur sjúkrahús þetta við þjóðveginn til Eyrarbakka. Það er mikil steinbygging, komin und- ir þak, en óviðgerð að innan og gluggar nálega allir brotnir. Hús- ið hefir kostað um 120 þús. En í haust var það selt á nauðungar- uppboði á rúm! 20 þús. Lands-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.