Tíminn - 03.12.1927, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.12.1927, Blaðsíða 2
198 TlMINN Dylgjur Morgunbl. um það, að farið hafi verið á bak við héraðs- búa, við byggingu hússins, eru að engu hafandi, nema ef átt er við það, að ekki hafi verið hlaup- | ið með fundargerðir og bækur félagsins, til manna, sem stóðu utan við félagsskapinn og unnu það eitt að því að gera slátrun í Vík mögulega, að níða og spilla fyrir félaginu, eftir því sem í þeirra valdi stóð og baknaga þá i menn, sem stóðu að húsbygging- J unni og hrundu einu af velferð- | armálum héraðsins í framkvæmd. ; Morgunblaðinu verður tíðrætt ; um „Bás“-veginn svonefnda og 1 finst K. S. hafa hlunnfært hér- aðsbúa, með því að verja ekki sláturfjárgjaldinu fyrir árið 1924 til vegagerðarinnar, eða að öðr- um kosti endurgreiða almenningi gjaldið. Rétt er því að athuga hvað að- ; alfundur K. S. hefir samþykt þessu viðvíkjandi. Á aðalfundi félagsins 9. maí 1924 er samþykt „Samþykt að slátrun fari fram með sama fyrirkomulagi og síð- astliðið haust og með þvi skil- yrði, að fjáreigendur greiði 50 aura fyrir hverja kind, er gangi til Básvegarins, ef hann verður , gerður á þessu ári, annars til viðhalds Sláturhússins, skatta og gjalda og verðlækkunar á því“.*) ; Ekki var það kaupfélagsins sök, að ekkert gat orðið úr vega- gerðinni og öðrum hafnarbótum í Vík, og því bar stjóm félags- i ins að verja sláturfjárgjaldinu til | viðhalds og verðlækkunar á hús- ' inu, sem líka gert var. Þegar litið er á það, að skrif Morgunbl. og „Skaftfellings“ um þetta mál, eru ýmist ósannar full- yrðingar eða einungis hálfsögð saga, býst eg við, að fleirum en mér fari svo að þeir eigi bágt með að trúa því, að það sé um- hyggja fyrir almenningi og vel- vild til félaganna, og eins og Morgunbl. kemst að orði, til að ráða bót á ýmislegu í fari þeirra (félaganna) í seinni tíð, sem hef- ir þótt óheppilegt og jafnvel skaðlegt“, sem stjóraar pennum þessara tvímenninga. Svafar Guðmundsson. ----o----- *) Orðrétt samkv. aöalfundargerö K. S. vikið frá embætti Dómsmálaráðuneytið hefir með bréfi dags. 28. f. m. vikið Einari M. Jónassyni sýslumanni Barð- strendinga frá embætti um stundarsakir vegna vanrækslu í embættisfærslu. Jafnframt hefir ráðuneytið sett Berg Jónsson áð- ur fulltrúa hjá lögreglustjóran- um í Reykjavík, til þess að gegna embættinu. Fór hann þegar vestur til Patreksfjarðar, til þess að taka við embættinu. En er hinn setti sýslumaður kom vestur og lagði fram bréf stjómarráðsins gerðust þau ný- stárlegu tíðindi, að hinn afsetti sýslumaður setti rétt og feldi úr- skurð um þessar gerðir stjórnar- innar. -Var niðurstaða úrskurðar- ins sú, að sér bæri ekki að víkja úr embættinu. Af forsendunum mátti meðal annars ráða, að H. H. konungurinn hefði stórmóðg- að konungsvaldið og brotið stjórnarskrána með því að skipa Jónas Jónsson dóms- og kenslu- málaráðherra! Þá taldi hann og yfirlýsingu stjómarráðsins um embættisvanrækslu hans „einsk- isverða“, þar sem hann hefði ekki fengið neinar ávítur (hjá íhaldsstjóminni) fyrir embættis- færsluna. — Mátti segja að ekki hallaðist á um vitið og gætnina hjá þessum fyrverandi em- bættismanni og mun þessi fram- koma vera einsdæmi. Jafnskjótt og þessar fréttir bárust, brá stjórnarráðið við og sendi Hermann Jónasson bæjar- fógetafulltrúa vestur, til þess að framkvæma með fógetavaldi fyrirmæli ráðuneytisins. Mun stjómarráðið hafa talið rétt, að hinn setti sýslumaður yrði leyst- ur frá því að beita ofbeldi við væntanlegan aðila þeirra mála- ferla, er kynnu að ríst þar við embættið út af þessari óvenju- legu framkomu hins afsetta sýslumanns. óðinn kom til Patreksfjarðar laust fyrir hádegi í gær og fram- kvæmdi Hermann Jónasson fó- getagerðina, þar sem hinn afsetti sýslumaður vildi ekki laust láta embættið af fúsum vilja. Er þó ekki annars getið en að fram- koma hans hafi verið sæmileg. Er þar með lokið þessari Ihaldsupp- reist. jllOð ' Á víðavangí. ! Erlendu símfregnirnar | til F. B. hafa síðustu viku ver- : ið jafnvel enn lítilsverðari en oft- ] ast áður. Mun mega segja að l þeim manni, er starfar erlendis fyrir Fréttastofuna gæti betur ; tekist val fréttanna. I fljótu ! bragði sagt eru fréttimar um of ! einskorðaðar við stjómmáladeil- ; ur þjóðanna, „ófriðarblikur", við- sjár og þessháttar úrslitalaust og þýðingarlítið þjark. Tökum til I dæmis Carol Rúmeníuprins. Mjög miklu af dýrum skeytum hefir verið eytt til þess að greina frá öllum stimpingum, viðsjám og getgátum út af hugsanlegum til- ! raunum hans að brjótast til | valda. Hver flugufregnin og get- gátan um að við heimför hans j væri búist, að hann hefði í | hyggju, að fara heim og að jafn- vel væri búist við að hann væri á leiðinni, hefir rekið aðra. — En aldrei fer Carol heim og aldrei gerist neitt markvert. Mætti reyndar segja að nægilegt væri að skýra frá heimför Carols, þeg- ar hún kæmi á daginn og yrði það þó ef til vill lítt frásagnar- vert. Aftur á móti er sjaldan greint frá andlegum hreyfingum, andlegum stórmennum, vísinda- afrekum o. þ. h. Væri æskilegt ef F. B. tæki þessa hlið á starfsemi 1 sinni til nánari athugunar. ! | Ríkislögregla. Dæmalaus úrskurður fyrver- andi sýslumanns Barðstrendinga birtist í Mbl. í fyrradag athuga- semdalaus og gleiðletraður. En í ; gær sá blaðið sér ekki fært ann- i að en að taka málamyndaraf- ! stöðu gegn uppreistartilraunum j Ihaldsmanna. Þykir því réttarör- I yggið í landinu næsta ótrygt og ■ sé nú bert hversu þeir menn ; hafi verið framsýnir, sem báru ; fram frumv. um ríkislögreglu á i þingi 1925. Em rök þessi skop- j leg og Ihaldinu enginn greiði. j Eða hvað átti sú stjóm að gera , með ríkislögreglu, sem lét alt draslast eftirlitslaust ? Og hvers- vegna er framsýni Jóns Magnús- sonar nú fyrst að koma á daginn? Vegna þess, að skjól- veggur óreiðumanna og stjóm- : leysingjanna í landinu er fall- inn! Ihaldsstjómin þurfti ekki ríkislögreglu til þess að taka Einar M. Jónasson úr embætti eða knýja fram rannsókn í kosningasvikamálinu í Hnífsdal. Aðstandendur slíkra hluta sátu sólskinsmegin í ríki íhaldsins, enda vissu allir að svonefnd rík- islögregla átti að verða einskon- ar hirtingartæki handa togaraeig- endum á verkamenn. Spár Mbl. um nauðsyn ríkislögreglu til þess að halda Ihaldsmönnum til réttra laga, munu ekki reynast réttar. Því fer betur, að hvar- vetna mun vera kostur liðsauka, ef einarðlega er eftir leitað, til þess að halda uppi lögum í land- inu, einnig 1 hópi Ihaldsmanna. Réttlætismeðvitund þjóðarinnar snýst til vamar gegn yfirtroðsl- um og agaleysi. Er og sú réttar- vemd ein fullörugg og fyllilega samboðin siðaðri þjóð. Ritstjóri Vesturlands lætur dólgslega í blaði sínu 12. nóv. síðastl. Þykist hann búa yfir ■ hirtingarráðum til handa þeim, sem gerist svo djarfir að andmæla fréttaritunarháttum hans. 1 Hnífsdalsmálinu þykist hann hafa aðeins skýrt „blátt á- fram frá staðreyndum". Eftir að hann lætur svo um mælt, heldur hann áfram skýrslu sinni um gang málsins. Byrjar hann þá á því, að endurtaka fyrra spott um rannsóknardómarann. Síðan skýr- ir hann frá ferð hans í Jökul- fjörðu og segir: „Var sú ferð ætluð til þess að véfengja fram- burð vitna þar“. Með öðrum orð- um: Rannsóknardómarinn var ráðinn í, að komast að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu! Þá kemur þetta: „Náttúran lét sér ekki skiljast, hvert ofurmenni þama var á ferð“. Þá talar ritstj. um , ,yfirheyrsluæði" rannsóknardóm- arans, „fárskap“ hans og þar fram eftir götunum. Þannig er skýrslan öll stráksleg og villandi. Svo gerist þessi maður svo djarf- ur, að þykjast skýra „blátt áfram frá staðreyndum". Er bert af þessu, að hann veit ekki, hvem- ig hlutlaus frásögn á að vera. — Munu nú, því betur, vera horfur á, að blöðum landsins verði ekki framvegis misboðið með frétta- ritun ritstj. Vesturlands. Landhelgisgæslan. Mbl. þykist vilja víta það er varðskipin flytja fulltrúa lög- gæsluvaldsins í brýnum nauð- synjaerindum milli hafna og tel- ur stjómina misnota skipin. Vill Mbl. skýra frá áliti sínu á þeirri ráðstöfun Magnúsar Guðmunds- sonar fyrv. dómsmálaráðherra I- haldsins, er hann bauð manni ein- um far með sér á varðskipi norð- ur í land í kosningaerindum? Nafnbreyting thaldsins? Mælt er, að á bæ íhaldsins séu um þessar mundir miklar heim- ilisáhyggjur út af nafni flokks- ins. Uggir marga íhaldsmenn, að flokkurinn vinni aldrei fram- ar sigur undir réttu nafni. Líta þeir til hins sigursæla árs 1923, er flokkurinn gat brugðið sér í allra kvikinda líki og þykir hafa gefist lakar opinská og drengileg viðurkenning á innrætinu. Era nú uppi margar tillögur um fals- heiti á flokkinn. Verður þeim tillögum gefinn gaumur hér í blaðinu. ----o---- Fréttl.F. 1. desember. Að tilhlutun Stúd- eutaráðs Háskólans var fullveldisins hátiðlega minst að vanda. Kl. 12®/< gengu stúdentar fylktu liði til Hé- skólans. Kl. iy2 flutti Jakob Möller skörulega ræðu af svölum Alþingis- hússins en lúðrasveitin spilaði. Kl. 3y2 hófst skemtun í Gamla Bíó. Fóru þar fram ræðuhöld, upplestur, söng- ur og hljóðfærasláttur. Fór þessi fullveldisminning hið besta fram. Dr. Helgi Tómasson. Hann varði doktorsritgerð sína fyrir Háskólanum í Kaupmannahöfn þann 24. f. m. aö viðstöddum mörgum sérfræðingum og fulltrúum Háskólans. Höfðu þeir og svo blöð Dana lokið einróma og fágætu lofsorði á doktorsritgerð og vísindamensku H. T. Lætur eitt blað- ið þess getið, að ástæða só til að óska íslandi til hamingju með þenn- an ötula vísindamann, sem ætli að helga því lærdóm sinn og starís- krafta. Ferðafélag íslanda var stofnaö í Kaupþingssalnum á sunnudaginn var og urðu stofnendur 60. Félagið á að verða alment félag þeirra manna, sem hafa áhuga á skemtiferöum, hvort heldur er á sjó eða landi, hvort heldur innlendra eða erlendra manna. það á ekki að verða at- vinnufyrirtæki heldur áhugafélag sem greiði fyrir ferðalögum og þeim um- bótum, sem nauðsynlegar megi telj- ast til þess að gera mönnum ferða- lögin ánægjulegri. og íhaldsblöðin. Ihaldsblöðin hafa nú tekið til meðferðar afstöðu sína til sjóð- þurðarinnar miklu í Brunabóta- félaginu. Með þögn hafa þau orðið að játa sekt manna sinna. Þegar fyrsti íhaldsforstjórinn, Guðm. ólafsson lögmaður, skilur við, var sjóðþurðin orðin 5000 kr. Sami gjaldkerinn, Þorkell Blandon, heldur áfram. Málið ekki rannsakað. íhaldsblöðin verða ennfremur að játa með þögn, að í tíð næsta íhaldsfor- forstjóra, Gunnars Egilsonar, vex sjóðþurðin um 35 þús. Upp kemst á þeim tíma að annar af trúnaðarmönnum forstjórans hef- ir stungið á sig innihaldi 20—30 peningabréfa til Branabótafé- lagsins. Málið er heldur ekki rannsakað. Þriðji íhaldsforstjór- inn, Árni frá Múla, tekur við. Samkvæmt yfirstandandi rann- sókn virðist sannast, að í hans tíð tapast 30 þús. kr. í viðbót. Með þögn hafa íhaldsblöðin orð- ið að játa, að gjaldkerinn sem þessir þrír forstjórar hafa haft sem aðalmann félagsins öll þessi ár, gefur enga aðra skýringu á óláni sínu en að hann muni hafa tapað peningum þessum þegar hann var viti sínu fjær sökum ölæðis. thaldsblöðin reyna «kkl að véfengja þessa skýringu gjald- kerans. En hún sýnir hve lágar kröfur trúnaðarmenn íhaldsins gera til manna, sem geyma fé landssjóðs. Þrír forstjórar við landsstofnun hafa talið viðunandi að hafa gjaldkera við Brana- bótafélagið, sem var svo hneigð- ur til vínnautnar, að samherj- um hans finst ekki ólíkleg sú tilgáta, að hann hafi týnt þessu mikla fé, þegar hann var drukk- inn. Rannsóknin hefir leitt fleira í ljós. Núverandi forstjóri, Árni Jónsson, hefir gefið þá skýringu á eftirlitsleysi sínu með Bland- on, að hann, forstjórinn, hafi haft svo mörgu öðra aö sixma en Brunabótafélaginu. Þetta bregð- ljósi yfir hvað íhaldsflokkurinn hefir ætlað forstjóranum. Hann á að heita yfirmaður þessarar landsstofnunar. Honum era borg- uð fyrir það full embættislaun. En hann telur sig hafa haft annir annarstaðar, sem tefja hann frá að líta eftir í félaginu, og þess vegna tapar það tugum þúsunda. Landið missir á 2 ár- um 30 þúsund kr. En á meðan virðist aðalverk forstjórans hafa verið markaðsleitir hans erlend- is, stuðningur íhaldsstjómar á þingi, og skrif hans í blöð flokksins. Nú kvað íhaldsflokk- urinn ætla að leggja ritstjóm eins flokksblaðsins á herðar for- stjórans, ofan á hin vanræktu skyldustörf hans við Branabóta- félagið. öll afstaða íhaldsmanna til Brunabótafélagsins er þess eðlis, að þögninni myndi best hæfa. En ofan á alt sem trúnaðarmenn flokksins hafa misgert í sam- bandi við Brunabótafélagið, á nú að bæta árásum á núverandi stjóm fyrir að gera stefnubreyt- ingu í fálinu. Starfsmaður við Brunabótafé- lagið, Sigurjón Jóhannsson, upp- götvaði sjóðþurðina í vor. Magn- ús Guðm. var þá bæði dóms- og atvinnumálaráðherra. Brotið heyrði fjármálalega undir at- vinnumáladeildina en réttarfars- lega undir dómsmáladeildina. Ekkert var eðlilegra en að Ámi Jónsson hefði sent báðum deild- um skýrslu um málið, annari um peningatapið. Hinni um hvort líkur væru um fölsun og þá brot ó. hegningarlögunum. En hvorki Á. J. eða M. G. virðast hafa lit- ið á glæpahlið málsins, því að ekki var einn stafur um málið, hvað þá meira, í dómsmáladeild- inni, þegar M. G. fór þaðan. Rétt er að geta þess, að málfærslu- maður Blandons viðurkendi hins- vegar við mig hvað eftir annað, að dómsmálaskrifstofunni kæmi málið meir en lítið við. Magnús Guðmundsson og Árni Jónsson hafa þess vegna verið að velta vöngum yfir sjóðþurðinni kringum þrjá mánuði, án þess að aðhafast nokkuð. Þeir kæra ekki gjaldkerann fyrir sjóðþurðina. Þeir láta hann heldur ekki borga eða gera nokkur skil. Þeir virð- ast hafa verið gersamlega ráð- viltir. Framan af tímanum hafa þeir máske búist við að íhaldið gæti haldið Brunabótafélaginu í sömu skorðum næsta kjörtímabil. En eftir að kosningamar voru um garð gengnar mátti íhaldið búast við að vemd sú, er það áður hafði veitt félaginu, hlyti eitthvað að breytast. Samt gerist ekkert í máhnu fyr en um það bil, sem M. G. var að fara úr stjómarráðinu; þá mælir hann svo fyrir við Árna, að ef sjóð- þurðin verði ekki borguð innan þriggja daga, þá skuli gjaldker- inn kærður. Þrír dagamir líða. Sjóðþurðin er ekki borguð. Gjaldkerinn er ekki kærður. Ámi Jónsson heldur enn að sér hönd- um. Eftir stjórnarskiftin gerir Á. J. heldur enga grein fyrir fölsun- arhlið málsins til dómsmála- stjómarinnar. En í stað þess koma vinir og nauðleitarmenn gjaldkerans til atvinnumálaráðu- neytisins og telja sig vilja bæta fyrir brot hans. Nú var um tvær hliðar málsins að ræða. Annarsvegar hafði verið sóað burtu af landsfé 70 þús. kr, Það hlaut að vera nýrri stjóm athugunarmál, hvort hægt væri að bæta úr þessu fjársukki fyrir- rennaranna. Nýja stjómin var öldungis ókunnug málavöxtum. íhaldsmenn höfðu vendilega breitt huliðshjúp þagnarinnar yfir tildrög og eðli sjóðþurðar- innar. Hegningarlögin mæla svo fyrir að falla megi frá ákæru fyrir sjóð- þurð, ef fjártjónið er bætt innan þriggja daga, og ekki sé um föls- un að ræða. Magnús Guðmundsson og Árni frá Múla höfðu látið málið óút- kljáð í þrjá mánuði og þrjá daga. Sá langi umhugsunarfrestur var fullkomið lagabrot hjá báðum aðilum, sem vissu frá því í vor hvað um var að vera. En nú láta íhaldsblöðin eins og núverandi stjórn hefði rannsóknarlaust átt að ljúka málinu af fyrir sitt leyti á fáum dögum. Núverandi stjóm athugaði báð- ar hliðar málsins jöfnum hönd- um. I annan stað var aðstand- endum gjaldkerans leyft að bera fram tilboð sín um endurborgun og tók það talsverðan tíma. Samhliða þessu var rannsakað ' af mönnum, sem kunnugir vora j málavöxtum, og landsstjórnin gat treyst á, réttarfarshlið máls- ins. Niðurstaðan á þeirri rann- | sókn liggur skriflega fyrir í stjórnarráðinu og er á þá leið, að sjóðþurðin sé þannig til komin j og dulin frá ári til árs, að sú ! aðferð sé brot á anda og efni hegningarlaganna. Sakamálsrannsókn var þannig óhjákvæmileg. Eftir að þessi niðurstaða var fengin gat stjóm- ! arráðið ekki tekið við endurborg- un þótt boðin hefði verið 1 reiðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.