Tíminn - 10.12.1927, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.12.1927, Blaðsíða 2
202 TlMINN stefnu, þá hefir þó nefndin að sjálfsögðu viljað tryggja öðrum nærsveitum, að bændur þar fái að njóta viðskifta við búið eftir því sem við verður komið, sbr. bls. 69 í nefndarálitinu. í nefndarálitinu bls. 44 eru upp- lýsingar um neysluvatnið, sem fá- anlegt er í Flóanum, þar sem nefndin leggur til að búið verði reist, en þar er bæði kostur á brunnvatni og lindarvatni mjög nálægt og hefir brunnvatnið verið rannsakað og reynst ágætt, en lindarvatnið af þeim sem til þekkja, viðurkent fyrir gæði. Er því engin hætta á að þurfi að nota mýrarvatn né leiða lindarvatn utan yfir ölfusárbrú, enda hvergi á það minst í álitinu. Eru því síst nokkur „vandkvæði við vatnið“ á þessum stað. Reykjavík, 30. nóv. 1927. Geir G. Zoega. r A víðavangí. ! — Framsýni Flóanefndarinnar. Einn af forráðamönnum í skipu- lagsmálum Rvíkur sagði eitt sinn fyrir löngu síðan, að óþarft væri að hafa Laugaveginn svo breiðan að vagnar gætu mæst; þar yrði ekki svo mikil umferð! Laugaveg- urinn .ber þess og menjar, að eitt- hvað ánnað en framsýni hefir ver- ið þar að verki. — Nú hefir Flóa- nefndin svonefnda valið væntan- legu mjólkurvinslubúi stað með það, auk annars, fyrir augum, að framtíðarflutningatækin í Flóan- : um eigi að verða kerrur. Og í j nefndinni er vegamálastjóri landsins! — Auk þess myndu framsýnir menn láta sér hug- kvæmast, að setja mjólkurbú fyrir vesturhluta Ámessýslu nið- ur á vegamótum þriggja blóm- legra sveita: ölfuss, Grímsness og Flóans. Verða þá Reykir í ölfusi sjálfsagður staður. I ljósi heil- brigðrar framsýni um samstarf manna á þessu svæði verður kot- ungshugsun vegamálastjóra um kerruflutning í Flóanum og vænt- anlegur brunngröftur nefndarinn- ar álíka ráðsnilli eins og ef Lauga- vegurinn hefði verið gerður ein- gengur stígur. •— tJtreikningar nefndarinnar um mismun flutn- ingskostnaðar myndu snúast til gagnstæðrar niðurstöðu, ef nefnd- in næði út yfir hið samfelda verk- efni þessara þriggja sveita. Enn má benda á það, að nefndin gerir eklci ráð fyrir að hagnýta mys- una til ostagerðar í mjólkurbúinu, heldur láta bændur flytja hana, sem er meginmagn mjólkurinnar, aftur heim í kerrunum! En niður- suða osta myndi auka orkuþörf- ina til stórra muna og þá eru Reykir nærtækaii en kolanámur Bretlands. Loks má benda á það, að erlent eldsneyti getur orðið dýrkeypt og jafnvel ófáanlegt, en orkan í ölfusinu kostar það eitt, að hún sé þegin. Sölvi og Einar. Vesælmannlegur og illmaimleg- ur er viðskilnaður Ihaldsmanna við Einar fyrv. sýslumann Barð- strendinga. Er það vafalítið að Ihaldið hefir hvatt hann til mót- þróa gegn stjóminni. Birti Mbl. úrskurð Einars eins og eitt af merkilegustu viðburðum og skip- aði þann sess, að ótvíræðlega varð litið á sem samúðarmerki Þetta var nú meðan blaðið hélt að fávitaskapur Einars gæti orðið dómsmálastjórninni til hneisu eða óþæginda. En um leið og snöggur endir var bundinn á villu Einars, snýr Mbl. við blað- inu og sparkar eftirminnilega í þennan ógæfusama samherja. Þykist það nú hafa gleiðletrað úrskurðinn í sama skyni og birt- ur hafi verið „reisupassi" Sölva Helgasonar, þ. e. til þess að láta hlæja að ógæfu Einars! Slíkur er drengskapur íhaldsins! Málsvari öfganna. Mbl. segir: „Grundvallarstefn- urnar í stjómmálunum hér sem annarsstaðar eru aðeins tvær, stefna sósíalista og hinna, sem byggj a á einstaklingsframtakinu“. Samkvæmt þessu neitar blaðið tilverurétti milliflokka eins og Framsóknarflokksins. Það vill að þjóðfélagið verði framvegis sam- ansett af tveimur öfgaflokkum, sem hnykkjast á með fólsku og ofbeldi án nokkrar vonar um sam- komulag; þar sem annarsvegar eru uppi hótanir um allsherjar- verkföll, hinsvegar tilraunir að skapa flokksher til þess að berja á verkamönnum, og þar sem af- leiðingamar verða þær sömu og í Rússlandi, byltingar og gagnbylt- j ingar. Slíkt er sæluland framtíð- arinnar frá sjónarhól Mbl. En samvinnumenn eru ekki tiltakan- j lega hrifnir af þessari útsýn. Þeim stendur jafnmikill stuggur af heimskunni og ofurkappinu, hvort heldur það er til hægri eða ; vinstri. öfgamenn í flokkunum til beggja handa, hafa fyrri mót- j mælt því, að Framsókn og yfir- leitt hófsamir milliflokkar ættu j rétt á sér. En slík ærsl eru næsta j brosleg enda virt að verðleikum hjá þjóðinni. Réttarfarsumhyggja Ihaldsins. Mbl. klifar jafnt og þétt á því, j að núverandi stjóm sé átöluverð fyrir að veita ekki embættin á i varðskipunum og láta skipverja j vera skrásetta. Skyldi þetta vera af umhyggju fyrir lögum og rétti? Naumast verður litið svo á, þegar það er athugað, að blað- ( ið forðast að nefna að M. G. * 1 gerði líka þetta hvorttveggja. Hví ásakar Mbl. hann ekki ? Virðist blaðið reyndar vera að fara þessa krókaleið, til þess að koma M. G. í vanda. Hann má þó síst við því, þar sem telja má að hann j hafi hangandi yfir sér skilyrðis- j bundinn dóm. Hann þverbraut ' siglingalögin í fyrra og er, hve- nær sem vera vill, hægt að draga j hann til stórsektar fyrir það. Ef ! íhaldsmenn vilja láta ganga dóm j út af varðskipunum, er óhjá- 1 kvæmilegt að prófa sektarskraf j Mbl. fyrst á honum. Virðist ekk- ert því til fyrirstöðu að draga M. G. fyrir landsdóm í vetur og láta hann sæta ábyrgð fyrir brot á siglingalögunum. Myndi það verða honum þungt í skauti. Stefnismálið yrði væntanlega ekk- ert sælgæti heldur. Jón Þorl. og síldarvinslan. Mbl. forðast að minnast á það að Jón Þorl. bauð núverandi stjóm að rannsaka tillögu þá um þjóðnýtingu á síldarbræðslu, er samþykt hafði verið á síðasta þingi. Mbl. heldur að spamaðar- nefnd hafi verið stofnuð til þess að Haraldur Guðm. hefði þar at- vinnu. Nú er víst auðvelt að sanna, að engir af þeim sem era í sérstakri vinnu fyrir núverandi stjóm, hafa boðið fram krafta sína nema Jón Þorl. Ef brigsli Fyrir veitta aðstoð og hluttekningu við fráfall og jarðarför konu og móður okkar, Jensínu Kristínar Jónsdóttur, vottum við hjartans þakkir og biðjum guð að launa ykkur öllum. Eyjólfur Stefánsson, börn og tengdaböm. Mbl. um kaupgræðgi eiga við nokkum, þá er það vitanlega helst sá sem bar sig eftir björg- inni. Annars hefði mátt vænta að Mbl. sýndi J. Þ. meiri virð- ingu í þessu sambandi en það hefir gert. Blaðið hefir alls ekki minst á þessa forfrömun Jóns, enn síður rómað víðsýni og hleypidómaleysi núverandi stjóm- að, að verða við tilmælum for- ingja andstæðingaflokksins, um leið og þau komu fram. Er helst að sjá, sem Mbl. líti á störf Jóns Þ. í síldinni líkt og hispursfólk á lausaleikskróa sem slæðst hefir inn í ættina. Stjórnin hefir feng- ið nokkurt ámæli fyrir að trúa J. Þ. til að inna verkið af hendi. En bæði munu fleiri athuga mál- ið og í öðru lagi mun mörgum finnast að úr því J. Þ. sýndi verulegan áhuga fyrir þjóðnýt- ingu síldariðnaðarins, þá færi vel á að lofa innri þróun hans að halda áfram. Skrifstofuhald íhaldsins. Mikið var brosað að þeim J. Þorl. og M. G. meðan þeir voru ráðherrar. Höfðu þeir biðher- bergi á milli sín og gat hver sem þar sat heyrt samtöl og þó eink- um símtöl í báðum herbergjun- um. Vissu allir að þeim gekk til vöntun á verksviti að halda þessu fyrirkomulagi. Annað skrifstofu- afrekið var niðri. Dómsmálaskrif- stofan hefir þrengst húsrúm, tvö fremur lítil herbergi. Situr skrifstofustjórinn í hinu innra, en undirmenn hans fjórir í fremra herberginu, og er alt af þröngt um þá. Ekki þótti íhalds- ráðherrunum þetta nóg og vöndu fólk á, einkum broddborgara úr Rvík, að nota skrifstofu þessa sem biðherbergi. Vora stundum 5—7 gestir inni, og varð þá varla þverfótað þar. Gátu gestimir án þess að við yrði gert, lesið það sem verið var að vélrita og eink- um heyrt samlestur. Loftið varð óþolandi í herberginu, er svo margir vora þar og aðstaða starfsfólksins hin versta. Nú hef- ir þessu verið breytt og bíða allir í sömu • biðstofu og koma þaðan á hinar ýmsu skrifstofur í réttri röð. Hlýta flestir þessu vel nema einstaka gæðingar í- haldsins, sem ekki sjá hve mikil ókurteisi það er og vöntun á mannasiðum, að gera starfsstofu í stjórnarráðinu að biðherbergi. Fyrirspurn til Mbl. Mbl. getur þess að 10 lögfræð- ingar séu í stjómarráðinu og ámælir núverandi stjóm fyrir að spara ekki fé, með því að nota þá til sendiferða í rannsóknar- erindum. 1 fyrsta lagi eru menn- imir ráðnir til ákveðins starfs. 1 öðru lagi ætti Mbl. að gera ráð fyrir, að Ihaldsstjómin hafi fengið þeim nægilegt verkefni, þar sem þeir eru. I þriðja lagi mun það hafa verið venja, að gjalda slíkum mönnum kaup í sendiföram auk fastra launa þeirra og mun það kaup hafa stundum verið ósparsamlega úti látið. 1 sambandi við þessa að- finslu Mbl. leyfir Tíminn sér að skora á það að upplýsa með hvaða kjörum Steindór Gunn- laugsson fulltrúi í stjórnarráðinu hafi verið ráðinn rannsóknardóm- ari í Hnífsdalsmálinu og setu- dómari í öðrum málum í tíð I- haldsstjómarinnar og hversu mikið hafi sparast við þá ráð- stöfun. Faðmur íhaldsins. óspilunarmenn og broddborgar- ar Reykjavíkur, sem hafa nú komið fyrir kattamef mestum hluta af fé bankanna og steypt s j ávarútveginum í óbotnandi skuldafen, láta nú Mbl. hvað eftir annað breiða faðminn á móti bændum landsins og bjóða þeim að frelsa þá frá vélráðum Tryggva Þórhallssonar, Jónasar Jónssonar, forystumanna sam- vinnufélaganna og annara þeirra manna, sem hafa beitt sér fyrir málefni sveitanna! Telur blaðið að bændur þurfi að varast, að skipa sér í þann flokk, sem Tím- Uppruní samábyrgðar. Blöð Ihaldsmanna klifa jafnan á því, að samábyrgðin svonefnda sé uppátæki þeirra manna, er á síðari árum hafá beitt sér fyrir málefnum bænda og eigi sam- vinnublöðin höfuðþátt 1 að koma henni til leiðar. Væri þarfleysa að hnekkja þessu sögulega falsi vegna sam- vinnumanna sjálfra. En margir menn í landinu, sem einkum lesa blöð Ihaldsmanna, búa við ónóga og villandi fræðslu um þessi efni. Upprani samábyrgðarinnar, hér á landi var í Þingeyjarsýslu ár- ið 1882. Þá var stofnað þar fyrsta samvinnufélag landsins, Kaupfélag Þingeyinga. Um þær mundir var sterk selstöðuversl- un í Húsavík einráð um verslun héraðsins. Einkunnir verslunar- innar vora hinar sömu og ann- arsstaðar, þar sem líkt stóð á. Ekkert hirt um vöravöndun bænda eða hagsmuni þeirra yfir- leitt. Kaupmaðurinn einráður um verð innlendrar og erlendrar vöra. öllum verslunararðinum sópað úr landi í vasa erlendra eigenda. — Samfara verslunaránauðinni var hið grimmasta árferði. Vora því ástæður bænda hinar erfiðustu, þegar þeir hófu sjálfsbjargar- samtökin. Skorti og ekki við- leitni kaupmanns, að hnekkja þeim. Liggja í augum uppi ástæður bænda, þegar þeir færðust í fang sjálfstæðan verslunarrekstur. Yfirleitt voru þeir mjög fátækir og margir nálega örþrota. Engin lánsstofnun var þá tiltækileg þar sem unt væri að fá verslunarlán. ^Þeir urðu því að fá vörulán er- lendis og höfðu. eigi aðra trygg- ingu að bjóða, en eignir sínar og loforð um að standa í skilum eftir ítrasta megni. Og þetta hvorttveggja lögðu þeir fram í því formi, sem tekið var gilt af hinum erlenda lánardrotni, formi samábyrgðarinnar. Af þessu sést að samábyrgðin er í upphafi risin af knýjandi ástæðum. Enga aðra tryggingu var unt að setja og engin önnur trygging gat orð- ið tekin gild af hinum erlenda lánardrotni. Nú munu menn ef til vill segja, að þó svo hafi verið háttað í upphafi, eins og nú var greint, þá sje öðra máli að gegna um síðari tíma að breyttum ástæð- um. En svo er reyndar ekki og j skal hér bent á helstu ástæður. ; Þegar Hallgrímur Kristinsson I gerðist erindreki Sambandsins og | tók að byggja upp starfsemi í þess um sameiginleg innkaup vara jafnt og sameiginlega sölu , urðu hinir sömu örðugleikar um j tryggingamar á vegi hans eins ! og fyrrum á leið Kf. Þing. Eng- in önnur ábyrgð var af erlendum 1 lánardrotnum tekin gild. Heim- j ildir fyrir þessu era í bréfi H. Kr. til Sambandsstjómarinnar, er lesið var upp á aðalfundi Sam- bandsins vorið 1915. Eins og margsinnis hefir verið bent á hér í blaðinu era bændur nauðbeygðir til þess að taka að láni lífsnauðsynjar sínar, alt frá byrjun hvers árs og uns vara þeirra er seld og andvirði hennar greitt, sem jafnaðarlega verður ekki fyr en seint á árinu. Þessar ástæður eru risnar af landshátt- um og framleiðsluháttum okkar. Meginhlutinn af framleiðsluvör- unni kemur ekki á markaðinn fyr en á haustin. Hingað til hafa einstakir bænd- ur ekki átt greiðan aðgang að bankalánum til verslunarþarfa. Fé bankanna hefir verið veitt í aðra farvegi, eins og kunnugt er. Ástæðumar, sem í upphafi gerðu það óhjákvæmilegt, að bændur tækju upp sameiginlega ábyrgð hver með öðrum, era að mestu óbreyttar. Þess vegna er þörfin fyrir slíkt form ábyrgðar- innar enn hin sama. Af framanrituðu sést að sam- ábyrgðin er jafngömul samvinnu- félögunum hér á landi. Allir fremstu menn samvinnuhreyfing- arinnar eins og fyrstu forsprakk- ar Þingeyinga og síðar þeir menn, er bygðu upp Samband íslenskra samvinnufélaga hafa viðurkent nauðsyn hennar og yf- irburði. Og reynsla bænda, borin saman við fjármálaógæfu sam- kepnismanna, mun verða þeim drýgri til skilnings á þessum málum og til varúðar gegn rógi og afflutningi Ihaldsblaðanna, heldur en þau blöð myndu vilja vera láta. ----o----- Þann 6. nóv. 1926 skipaði þá- verandi atvinnumálaráðherra, samkvæmt fyrirmælum 2. gr. viðaukalaga frá 1926 við lög Flóaáveitunnar frá 1917, 3 manna nefnd til að gera tillögur um hver mannvirki skuli gera á Flóaáveitusvæðinu. Nefnd þessa skipuðu þeir herrar Geir G. Zo- ega vegamálastjóri, Þ. Magnús" Þorláksson bóndi á Blikastöðum og Valtýr Stefánsson ritstjóri, og var undirritaður skipaður að- stoðarmaður nefndarinnar. Stjórnin hafði samkvæmt heimild í fymefndum viðaukalög- um látið danskan sérfræðing gera rannsóknir um stofnun mjólkurbús í Flóanum til undir- búnings starfi hinnar væntanlegu nefndar, og var eg af stjórninni fenginn honum til aðstoðar. Nú hefir nefndin lokið störfum og birt álit sitt, sem meðal ann- ars ræðir mjólkurbúsmál Flóa- manna. Þar sem hlutaðeigendur á svæðinu og aðrir sem til þessa máls þekkja, ef til vill gera ráð fyrir að eg eigi þátt í þeim nið- urstöðum, sem nefndin kemst að um það mál, er rétt í upphafi að geta þess, að hún hefir eigi kvatt mig til starfa þess er eg var skipaður til, og á eg því engan þátt í tillögum þeim, sem hún gerir um fyrirkomulag og rekst- ur búsins. Með því að eg í ýmsum atrið- um er ósamþykkur áliti nefndar- innar leyfi eg mér að benda á nokkur atriði er virðast þurfa nánari ransóknar. 1 nefndarálitinu er gert ráð fyrir, að mysan sé aðeins notuð til fóðurs; á framleiðslu mysu- osta er ekki minst einu orði, þeir eru þó keyptir hér erlendis frá dýru verði í stó/um stíl. Það er full ástæða að taka þann mögu- leika til' athugunar, hvort eigi ekki að nota mysuna til osta- framleiðslu. Sérstaklega þegar að- ferðir við framleiðslu þeirra hafa verið endurbættar, svo reksturs- kostnaður við tilbúning ostsins er alt að því helmingi ódýrari en við eldri aðferðir. Hér verður þá gerð lausleg á- ætlun yfir kostnað við að sjóða mysuost úr 1400000 lítrum af mysu, en það er það mysumagn, sem áætlað er að búið hafi. Áhöld til suðunnar eru áætluð 12000 kr., Þar í er ekki reiknað húsrúm eða hreyfivél af því að áætlað er að þetta standi í sam- bandi við hið fyrirhugaða mjólk- urbú. Hinn árlegi reksturskostnaður við suðu mysunnar verður um 12740 kr. Ostaframleiðslan verður, sé reiknað með 13 kg. mysu til 1 kg. ost: 1400000:13 = 107692 kg. Sé mysuost kg. aðeins reiknað á 60 aura, gefur þetta 64615 kr. 64615 kr. minus hinn árlegi reksturskostnaður 12740 kr. gef- ur 51875 kr. netto. Reiknum við með að kaupa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.