Tíminn - 10.12.1927, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.12.1927, Blaðsíða 3
TÍMINN 30* inn starfi fyrir, Framsóknar- flokkinn, því hann sé flokkur grímuklæddra sósíalista. Bændur þurfi að forða sér í tíma inn í fangið á broddborgurum Reykja- víkur, sem hafa verið svo lítil- látir að þiggja upp undir tvo tugi miljóna króna af fé þjóðar- innar að gjöf! Þar eiga bændur að finna hið rétta hjartalag, ráð- snilli og umhyggju*). Vel er nú boðið! Mbl. flytur þessa dagana í 1001 sinn kenningamar um að foringjar bænda sitji á svikráð- um við þá, að þeir séu grímu- klæddir sósíalistar, að samvinnu- félögin séu gerð eftir rússneskri fyrirmynd, að þau hafi verið dregin inn í flokkapólitíkina, að skuldir bænda séu mesti þjóðar- háskinn, að samvinnublöðin, sem voru stofnuð 1917 og 1918, hafi komið til leiðar samábyrgðinni, sem er jafngömul samvinnufé- lögunum, eða síðan 1882 og fleiri jafnskynsamlegar staðhæfingar. Blaðið á enga hugsjón aðra en að fá sundrað samtökum bænda, svo kaupmannalýður landsins fái elt þá uppi eins og sauði til rúnings og rekið þá í Ihaldsréttina! Þess- vegna 'eru talfæri íhaldsritstjór- anna fyrir löngu hlaupin í baklás við að endurtaka sömu vísvitandi falskenningamar og hendumar kreptar í krampatökum við að pára ofan í sömu stafina ár eftir ár. — Verður torskilin sú ómildi örlaganna er menn, þótt vesælir séu, dæmast í slíkan andlegan þrældóm. Sameining síma og pósts. I nýútkomnu Símablaði er mik- ; ið ritað um sameiningu síma og pósts og lagst þunglega á móti. Er þar komist meðal annars svo að orði: „enda hafa þeir menn, sem færastir mega teljast, til þess að dæma um möguleika til þess, þeir fyrv. landsímastjóri 0. Forberg og yfirpóstmeistari báðir, eindregið talið að slík sam- eining geti ekki átt sér stað“. — Vitnar blaðið í ræðu Magnúsar Guðmundssonar á Alþingi síðasta *) „— þeir einir íslendingar eru þeim geðfeldir, sem vilja standa eins og spalcar kýr, meðan þœr eru mjólk- aðar —“, sagði Jón Sigurðsson um kaupmenn sinnar tiðar. (Sjá Ný fé- lagsrit 1872, bls. 89). þurfi allan hitann og raforkuna (5 au. kwt.) verður það auka- kostnaður sem er ca. 40 aurar pr. 100 kg. mysu eða 5600 kr. fyrir alla mysuna, og sé það dregið frá þessum 51875 kr. þá verður samt eftir 46275 kr., en það svarar til að 3,3 aurar fáist fyrir hvem líter af mysu, móti einum og hálfum eyri sem nefndin reiknar með að fáist fyrir mysuna. Annars má benda á í þessu sambandi að það lítur út fyrir, að meinleg prentvilla hafi slæðst inn í nefndarálitið á bls. 50, þar sem stendur, að mysan sé metin eftir fóðurgildi og fóðureiningin á 28 aura, en í rekstursáætlun- inni er reiknað hvert kg. á 1,5 aura. Þetta sjá allir að er ósam- ræmi, því að með verðlagi 1,5 aurar líter verður fóðureiningin 18 aura. En með verðlagi 28 aura fóðureiningin verður líter: 28 : 12 — 2.33 aurar. Hinni háttvirtu Flóaáveitunefnd finst ekki vert að taka þessa leið til athugunar, þó hún sýnilega geti gefið tekjur, er því nær greiða allan reksturskostnað bús- ins. Um áætlunina hér að framan má taka fram, að allur kostnað- ur er reiknaður með núgildandi verðlagi, en aftur á móti er osta- vei’ðið 60 aurar pr. kg. mjög var- lega áætlað og ekki meira en tæpur helmingur núgildandi verðs. Hve heppileg niðurstaða nefndarinnar er um staðarvalið getur verið álitamál. óneitanlega fylgja Reykjum í ölfusi kostir þessu til staðfestingar. En sá heimildarmaður reynist ekki ó- yggjandi fremur en stundum áð- ur. Er það af póstmeistara að segja, að hann mun hafa ritað stjórnarráðinu bréf um málið og verið þar sameiningunni mjög velviljaður: — talið engin sérteg vandkvæði á algerri sameiningu síma og pósts og talið líklegt að af því leiddi betri og ódýrari rekstur fyxir báðar stofnanii’nar. I Varhugaverðar auglýsingar. Dagblaðið Vísir hefir nýlega gert að umtalsefni auglýsingar þær, er við og við bii’tast í blöð- unum, þar sem lítt eða ekki kunn erlend félög bjóða vildarkjör gegn pöntun og fyrii-framgreiðslu. Bendir blaðið á, að slík viðskifti séu mjög varhugaverð, séu oft prettir í tafli og færir dæmi þessu til sönnunar. Tíminn vill taka eindregið í þennan streng og hvetja almenning til varúðar í þessu efni. Ritstj. Tímans hefir hér fyrir sér stóra auglýsingu af j þessu tæi, í einu íslensku blaði. : Þar eru auglýstir þessir hlutir: | Stofuklukka, útskorin, lindar- penni, firðsjá (kíkir) og bifreið (leikfang) — alt til samans fyrir ; kr. 7.95. Allir þessir hlutir eru j taldir vera fi’ábærir að gæðum. | Liggur reyndar í augum uppi að j hér er um hættulegt skrum að ræða og að þeir, er blekkjast láta, muni verða illa sviknir. Jafnfi’amt því, að vai’a almenn- ing alvarlega við brögðum er- lendra svikara, vill Tíminn benda á, að blöðin ættu ekki að láta sér sæma, að flytja jafnaugljóst skrum og blekkingai’, sem hér er um að ræða og gerast þannig fai-vegur fyrir iðju erlendra fjár- prettamanna. Frá íitlðudum. Prestsvigsla. Sunnudaginn 27. nóv. síðastl. vígði biskupinn dr. Jón Helgason Sigurð Z. Gíslason til prests að Staðarhólsprestakalli í Dalasýslu. Var séra Sigurður skip- aður þar prestur 23. f. m. frá 1. des. 1927 að telja. Fór hann ásamt frú sinni og barni með Brúarfossi í gær- kvöld til þess að taka við embætti sínu og mun sitja i Tjaldanesi til næsta vors. til að reisa þar búið, og fleiri en nefndin tekur til greina í áliti sínu. Fyrir utan jarðhitann er þar nægilegt vatnsafl til rekst- ursins og hægara vatnsból en við ölfusá, og það er fyrsta skil- yrðið fyrir framleiðslu fyrsta flokks mjólkurafurða. Auk þess rhyndi að búinu flytjast mjólk frá alt að 600 kúm (ölfus, Grímsnes og Grafningur) fleira en að Flóabúinu, og það má taka til greina að því stærra sem búið er, því ódýrari er framleiðslan. I áætluninni um vélar og á- höld til búsins má meðal annars reka augun í: 1. Að ostakerin eru ekki það stór, að þau taki dagsmjólkina til ystingar og getur slíkt ekki átt sér stað. 2. Sjálfsagt er að hafa geril- sneyðarann fyrir mjólk tímager- ilsneyðir (Langtidspasteur). 3. Undir vélar og áhöld má einnig gei’a ráð fyrir að töluverð- ur kostnaður fari til skrifstofu- áhalda og verkfæra, bæði við stofnun búsins og seinna sem ár- legur kostnaður. Við rekstursáætlunina gæti verið margt að athuga, en það verður þó ekki gert hér. Það er aðeins hægt að benda á að tölur nefndarinnar eru víða eigi sem varlegastar og getur hún ekki tekið ábyrgð á, að þær séu var- legi’i en tölur Diederiksens, sem hún er að dylgja um að séu óvar- legar. Þess má einnig geta, að í í’ekstursáætluninni er ekki bent á allar þær Leiðir, sem búið getur Afvopnunarfundurinn í Genf dregur að sér nokkra athygli manna um þessar mundir. Full- trúi Rússa, Litvinov, ber fram tillögu um fullkomna, almenna afvopnun innan fjögurra ára. Eru nndirtektirnar heldur daufar. j Frjálslyndu blöðin í Englandi j virðast líta svo á , að ástæðu- j laust sé að ræða þau mál að ' sinni, því að eigi muni þeim ráð- ; stöfunum geta orðið hrundið j fram á skömmum tíma. Sam- j kvæmt því ætti að vera óþarft, ! að ræða þá hluti, sem þurfa mik- ! inn undii’búning! Héfir verið j kosin svokölluð öryggisnefnd á ! afvopnunarfundinum til þess að i rannsaka þessi mál. Síðustu ! fregnir herma, að horfur séu slæmar í afvopnunannálunum og sé fundum nefndarinnar frestað fram í marsmánuð. — Nýlega þreyttu í Buenos Aires um heimsmeistaratignina í skáktafli þeir Capablanca heims- meistarinn frá Cuba og Rússinn Aljechin. Fóru svo leikar að Aljechin bar hærra hlut og hlaut því heimsmeistaranafnbótina. — Ágreiningurinn milli Pól- lands og Lithauen er enn hinn sami Virðist deilan einkum standa um yfirráðin yfir Vilnu. Vilja Lithauenmenn ekki viður- kenna yfii’ráðai’étt Pólverja. Eru uppi hótanir og kröfur frá hálfu hvori’atveggja en ekki skríður til skarar né horfir til samkomulags enn sem komið er. — Stórslysasamt hefir verið á sjó undanfarið. Fyrir nokkrum vikum síðan fórst stórskipið „Mafalda“ við Brasilíustrendur og druknuðu um hálft fjórða hundrað manns. Ketilsprenging orsakaði þetta hörmulega slys. Var stjórn ill á skipinu og börð- ust menn um að komast í bát- ana. — Nýlega hafa, í stórviðri á Kaspíahafinu, druknað um 620 fiskimenn. . — Frá Kína berast hinar mestu óaldarsögur og hryðju- verka. Hafa nýlega verið myrt- ir um hundrað manns í sjávar- héi’uðunum nálægt Canton. — Um leið og Parlamentið var sett 7. nóv. síðastl. lýsti Baldwin farið með framleiðsluvörumar. Búið getur og á að byrja fram- leiðslu á vörum sem hingað til ekki eru þektar hér, en hafa víða og geta án efa hér náð mikilli útbreiðslu og orðið með í tölu lífsnauðsynja. Og mætti benda á ýmislegt við- víkjandi reynslu Norðmanna í þeim efnum en það verður þó ekki gei’t að sinni. Eg hefi í framanrituðu bent á tvö mikilsverð atriði. Fyrst og fremst viðvíkjandi mysunni, ef hægt væri að gei’a úr henni verð- mæt er greiddi allan reksturs- kostnað búsins. Því þó bændur fengju hana senda heim til .sín, þá er það bæði kostnaður og verður þeim þó til lítilla búdrýginda. Þetta eru því auknar tekjur sem vert er að gefa gætur að. I öðru lagi er staðarspursmál- ið mikilsvert. Á Reykjum býðst afl og hiti ókeypis þegar búið er að beisla það, og ein af bestu kúaræktarsveitum sunnanlands liggur þar rétt í grendinni. Mér virðist að nefndin hafi of einblínt á Flóann, en fleiri sveitir en Flóinn þurfa að fá mjólkurbú og möguleika til að auka sína framleiðslu. Gunnar Árnason, búfræðiskandidat. stjómai’herra Breta yfir því, að nefnd myndi verða skipuð til þess að í’annsaka og gera tillög- ur um breytingar á stjómarfyrir- komulagi Indlands. Hafa kröfur Indvei’ja um stjómarbót orðið sí- felt háværri, og treystist enska stjórnin ekki til að daufheyrast lengur við þeim með öllu. — Friðarverðlaun Nobels ' hlutu að þessu sinni Ferdinand : Buisson frakkneskur maður og Ludvig Quedde þýskur maður. Þannig er nú komið málstað Ixeimsfriðarins að verðlaun þessi hljóta nú engir af þeim, er fremstir standa í stjómmálum heimsins. — Á fjárlögum Bandaríkjanna eru ætlaðar fjömtíu og átta milj- ; ónir til þess að auka herskipa- | flotann. Virðist það ekki benda á að Bandaríkjamenn séu í friðar- hug. Útvega k a’u pcndur að alls konar lýsistegundam og fiski- mjöli. Kaupi sauðapylsur og geitost. :::::: ERIK H0YE Skovveien 26, OSLO Upplýs. og mcð.mæli. á afgr. Fréttir Hnifsdalsmállð. í n»sta tbl. Timans birtist allítarleg yfirlitsskýrsla um Hnífsdalsmálið ésamt 40 myndum viðkomandi málinu. Gestir i bænum. Meðal gesta í bæn- um hafa verið þessir: Guðbrandur Magnússon kaupstjóri í Hallgeirsey, séra Jakob Lárusson í Holti, Benja- mín Sigvaldason bóndi á Gilsbakka í Öxarfirði. Hjúskapur. þann 7. des. síðastl. \oru gefin saman í hjónaband hér i borginni frú Lilla Möller og Fr. le Sage de Fontaney sendiherra. Páll ísólfsson hélt 14. Orgelkonsert sinn í Fríkirkjunni á fimtudags- kvöldið. þórarinn Guðmundsson fiðluleikari aðstoðaði. Mikið skorti á uð sæti væru fullskipuð. Er reynd- ar furðulegt, að í bæ með 22.000 í- búum skuli vera svo fáir, er njóta vilja unaðar jafn göfugrar tónsnilli, sem kostur er á hjá þeim báðum, Páli og þórarni. „Dropar" heitir einskonar jólaút- gáfa, sem frú Guðrún, ekkja þor- steins Erlingssonar gefur út þessa dagana. Erit það kvæði og sögur eft- ir konur einar, prýðilega falleg bók með litprentuðum myndum og kost- ar 5 kr. þúínabönunum sem stjómin keypti frá Svíþjóð nýlega, hefir verið ráð stafað á’ þennan hátt: Tvo þeirra keypti Thor Jensen, einn keypti Haraldur Guðmundsson frá Háeyri en einn keypti félag manna á Ak- ureyri. Síldamámskeið. Runólíur Steíán«- son hefir undanfarið staðið fyrir námskeiðum, þar sem mörgu fólki, einkum konum, hefir verið kend matreiðsla síldar. Alls hafa verið til- reiddir 16 réttir úr síld. Á þriðju- dagskvöldið hafði Runólfur boð inni, þar sem vom samankomnir tveir af ráðherrunum, forstöðumenn Búnað- arfélagsins og Fiskifélagsins, blaða- menn o. fl. Auk margs annars hnoss- gætis vom framreiddir þar 12 síld- arréttir. Verða þeir ekki taldir hér upp, enda skortir islensk heiti á réttina. En síðar mun koma út skýrsla um þessa þörfu starfsemi Runólfs og þeirra sem með honum vinna. Hafa námskeiðin verið styrkt breði af Búnaðarfél. og Fiskifélaginu. í gær og i dag hefir Runólfur fram- reiðslusýningu á hinum tilbúnu réttum í Veltusundi 1 uppi. Barnabókasafnið. þorst M. Jónsson bóksali á Akureyri hefir undanfarin ár gefið út smábækur handa böm- um. Eru það æfintýri með myndum Nýlega eru komnar út þrjér til við bótar. Eru það 5., 6. og 7. bók 1 flokks og heita „Sagan af borginni fyrir austan tungl og sunnan sól“, „Kisa kóngsdóttir" og „Stjörnuspek- ingurinn". Gullbrúðkaup áttu 15. okt siðastl. Einar Hjaltason bóndi í Kerlingar- dal í Mýrdal og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. þann dag höfðu þau mikið boð og voru þar 150 manns gestkomandi. Var gestum veitt af hinni mestu rausn og prýði. — Skutu ' veislugestir saman 900 kr. fjárhæð er skyldi verða stofnfé sjóðs og bæri nafn þeirra hjóna. Hlutverk sjóðsins: Að verðlauna þá er skara fram úr i jarörækt og sauðfjárrœkL Voru margar ræður fluttar. Prestur- inn, séra þorv. þorvarðsson, skírSi þar tvö böm, er voru barna- og barna-barna-bam brúðkaupshjónanna. — þau Einar og Ingibjörg hafa ver- ið hin mestu atorkuhjón í hvivetna. Hann sjógarpur mikill, fjármaður á- gætur og aflamaður til lands og sjávar; hún umsýslukona mikil og búkona, sem hefir haldið vel á efn- um þeirra hjóna þrátt fyrir frábæra gestrisni. Einar er nú kominn hétt á sjötugsaldur og er þó enn í fullu fjöri og eggjandi til stórræða. Ingi- björg er ári eldri og ber hún nokk- ur þreytumerki. þau hjón eiga þrjú i'örn á lífi: Sigurbjörgu og Svan- hildi húafreyjur í Vik og Harald bónda í Kerlingardal. — Hafa þau gullbrúðkaupshjónin getið sér mikl- ar ástsældir meðal Mýrdælinga og annara, sem hafa átt kost á að kynn- ast þeim. Sundhöll 1 Reykjavík. Áhuginn fyrir að koma upp fullkominni sund- höll í Beykjavík, er að verða mjög almennur. Beitast íþróttamenn mjög fyrir því máli við bæjarstjóm og landsstjórn. Eru horfur á, að undin tektir verði góðar á báðum stöðum og að verkið hefjist á næsta ári. Er ætlunin að sundhöllin verði komin upp fyrir 1930. KristnesJhæliS er nú tekið til starfa og mun vera orðið fullskipað sjúkl- íngum. Samkvæmt umsögn land- læknis reynist hitunin ágætlega og fram yfir vonir. Eru ofnamir að jafnaði 70—80° heitir, en það er langt fram yfir venjulegan hita mið •töðvarofna. Er vatnið 50° heitt þeg- ar það kemur út úr húsinu og er þar mikil afgangsorka. Em nú uppi tillögur um aö byggja sundþró fyrír sveitina, en landlæknir leggur tU ::ö vatniO sé hagnýtt tíl vennigrúO- urs og ræktunar á nýmeti sjúklingum hælisins. Er það vitur- leg tillaga. Landlæknir hefir enn- fremur í viðtali við Morgunblaðið bent á að hælið er enn í fjárþörf vegna ýmissa hluta og hvatt þá sem ciga ógreidd fjárloforð til hælisins að láta ekki greiðslu þeirra dragast lengur. Peningum veita viðtöku Kol- beinn Árnason kaupm. og Magnús Benjamínsson úrsmiður hér í bœn um. Umræöur um skólamál. Stúdenta- félag Beykjavíkur gekst nýlega fyrir umræðufundi um skólamál landsins. Var kenslumálaráðherrann Jónas Jónsson beðinn að vera málshefjandi og varð hann fúslega við því. Tal- aði hann um mentaskólamálin. Rakti hann ástæður fyrir stofnun Mentaskóla á Norðurlandí: Kröfur Norðlendinga í því máli væru einn liður í stöðugri viðleitni Norður lands að halda uppi sjélfstæðri - menningu alt frá því er Norðlending- ar báðu um sérstakan biskupsstól. Hefði barátta Amljóts Ólafssonar fyrir stofnun Möðruvallaskóla og barátta skólameistaranna Stefáns og Sigurðar verið spunnin af sama toga. Hinsvegar benti hann á þau öfl, er horfa til yfirráða Reykjavíkur i | mentaskólamálum og sýndi fram á, | að samfara þeim tilraunum hefði ! ekki verið nægilegur skilningur á þeim skilyrðum er fyrir hendi þyrftu að vera. Hefði mentaskólinn verið kreptur i þrengslum, leikvallarlaus og lítt umhirtur. Auk þess hefðu á- kvæðin um aldurstakmark inntek- inna nemenda orðið þröskuldur á vegi þeirra sveitapilta, sem ekki geta sótt til náms fyr en undir þroskaaldur. Hefði svo verið komið að árið 1621 hefðu af 160 nemend- um skólans 110 verið úr Reykjavík. — Umræður urðu talsverðar og varð þeim ekki lokið. Mun því verða boð- að til framhaldsfundar. -----«.----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.