Tíminn - 10.12.1927, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.12.1927, Blaðsíða 4
204 TIMINN Vidbót. í greininni „Ræktun sjávarþorpa" í Tímanum 8. þ. m. er getið um „merkilega samvinnu" milli sjávar- útvegs og landbúnaðar, er Húsavíkur- búar í þingeyjarsýslu hafi stofnað til með því að hafa nú um tveggja til þriggja ára skeið notað fiskiúrgang til rœktunar. — Eins og kunnugt er átti önnur samvinna upptök í þing- eyjarsýslu. Er því ekki undarlegt að einhverjum de.tti í hug, að einnig þessi framtakssemi eigi þar fœð- ingarhrepp. En svo mun ekki vera. Vildi eg með þessum línum benda á að slík samvinna milli atvinnuveg- anna á sér lengri aldur en þau tvö til þrjú ár, sem Húsavíkurbúar hafa notfært sér hana. Ætla eg að geta hér nokkurra manna, sem hafa virki- lega haft forgöngu á þessu sviði og eiga alt annað skilið, en að þeirra sé að engu getið, þegar loksins er farið að gefa þessari hlið ræktunar- innar gaum opinberlega. Austur í Mjóafirði hefir fiskiúr- gangur verið notaður til ræktunar síðan um 1890 eða jafnvel lengur. í Brekkuþorpi teygja sig slétt og vel ræktuð tún upp frá sjónum á nokk- uð stóru svæði. Ber þó mest á Brekkutúninu, sem er mest alt rækt- að á þennan hátt og er eitt af stærri túnum á landinu. Hefir Vilhjálmur heitinn é Brekku verið þama stór- virkastur, en einnig má ne,fna Gunn- ar heitinn í Holti, Benedikt á Borg- areyri, Sigurð heitinn á Höfðabrekku, Konráð Hjálmarsson, Kristján Lars Jónsson o. fl. — Var þó þessi ræktun miklum erfiðleikum bundin, því að túnstæðin voru snarbrattir, gróður- lausir melar og mjög örðugt að koma þangað áburðinum. Einn bóndinn, Sigurður á Höfðabrekku, tók það ráð, að strengja gildan vír frá uppiags- pallinum upp á brún höfðans og draga áburðinn í kassa eftir vírnum upp í höfðann. Notaði hann til þess vatnsafl í læk þar nálægt. Hver fyrst hefir byrjað & þessari hagnýtingu sjávaraflans er mér ekki kunnugt, en mér þykja miklar líkur til að Brekkuþorpsbúar séu hinar sönnu forgöngumenn á þessu sviði. Ræktun þessi stóð sem hæst, þegar útgerðin á Austurlandi var í mest- um blóma. Var þá margt aðkomu- manna á Mjóaíirði og er ekki ósennilegt að einhverjir þeirra hafi iært af þessari reynslu Mjófirðinga. Finst nógu líklegt að Húsavíkurbúar hafi á einhvem svipaðan hátt fengið að þekkingu og leiðbeiningu um sina ráðabreytni. Er vel farið að þeir hafa haft skilyrði, til þess að hag- nýta sér hana betur en margir aðrir. Um mörg undanfarin ár hefir það mátt heita undantekning, hafi mað- ur í Brekkuþorpi varpað fiskiúr- gangi í sjóinn. Hafa Mjófirðingar ekki þurft að lúta neinu banni, held- ur hafa séð hag sinn í þessu. Hvað bannið snertir, þá munu Húsvíking- ar eflaust vera þar forgöngumenn. Er það sennilega ráð, til þess að flýta fyrir umbótum á þessu sviði. Rvík, 10. okt. 1927. porvaldur Jónsson. Aths. það er rétt fram tekið hjá höfundi þessarar greinar, að skylt er að viðurkenna framtakssemi í þessa átt, hvar sem er á landinu. Tilgátur um að Húsavíkurbúar hafi lært þetta af Mjófirðingum hafa minni þýðingu. Fiskiúrgangur hefir verið hagnýttur til ræktunar í Húsavík miklu lengur en tvö til þrjú ár. En skipuleg vinnu- brögð þorpsbúa í þessa átt munu ekki vera eldri. Var hér í blaðinu vakin sérstök athygli á þeim, af því að þau ein virðast einhlít, til þess að ráða fulla bót á óþrifnaði þeim og sóun verðmæta sem frá önd- verðu hefir verið og er enn víðast hvar fylgifiskur útgerðarinnar i sjávarþorpum landsins. Ritstj. Landhelgisbrot. óðinn kom hingað á miðvikudaginn með þýskan togara. Var sá að ólögleg- um veiðum sunnan við Reykja- nes. B. P. KALMAN hæetaréttarmálaílutningsmaður. JÓN ÓLAFSSON cand. jurÍ8. Málflutningur, skuldainnheimta. Hafnarstræti 15. Rvík. Munið hin skýru orð Vestur-íslendingsins Ásmundar Jóhannssonar á síðasta aðalfundi Eimskipafélagsins: „Sú króna, sem fer út úr landinu, er kvödd í síðasta sinn“. Kveðjið þér ekki yðar krónu í síðasta sinn, þar sem þess þarf ekki með. Vátryggið alt, á sjó og landi, hjá Sjóvátryggingarfélagi Islands. 4 „SONORA" grammofónarnír heímsfrægu nýkomnír. Samband ísl. samvinnuféL Varðmaður Rökkrið sígur yfir hljóðlátt og hæg- fara. Veðrið er stilt og blítt, en óðum þyngir í lofti. „Goðafoss" liggur land- festum bundinn við Torfunesbryggju á Akureyri, og kappsamlega er unnið að uppskipun, því að vörur eru miklar og ýmsa grunar, að úrfelli sé í nánd. Farþegar hafa flestir gengið í bæinn, en snúa nú margir til skips, þegar kvölda tekur, þar sem aðgerðaleysið og leiðindin bíða. Menn úr landi koma fram á skip og hverfa aftur eftir stundarbið. Einn kemur, þegar annar fer. Eg geng niður í klefa minn og kveiki mér í pípu. Svo fer eg aftur upp á þiljur, stend um sinn á gang- inum landmegin, horfi á vinnubrögð- in á bryggjunni, totta pipu mína og veit ekki annað en eg sé saklaus eins og bam. HáSeti á skipinu stend- ur við öldustokkinn. Alt í einu snýr hann sér að mér og segir fast og einbeittlega: „Eklci má reykja á þil- farinu". þetta kemur svo flatt upp á mig, að mér rennur í skap af ein- hverri ímyndunar-stórmensku eða særðri hégómadýrð, og eg er kom- inn á fremsta hlunn með að svara skætingi. En eg legg höft á mig, þegi og sting pípunni í vasann. En gremjan er ekki horfin úr hug mér, þvi að eg get ekki skilið, að þetta sé annað en merkilæti og eg hugsa hásetanum þegjandi þörfina. Nú skal eg hafa gætur á þér, lagsmaður, hugsa eg með sjálfum mér, og gam- an er nú að vita, hvort þú gerir öll- um sömu skil. Eg bíð þama lengi. Margir koma re.ykjandi ýmist neðan úr skipi eða ofan úr bæ. Og allir fá þeir sömu útreiðina hjá hásetan- um. Hann er sýnilega á verði. Svo geng eg burtu. — Seint um kvöldið kem eg aftur upp á þiljur. Hásetinn stendur þar enn og höfuðsetur hvem þann, er sést með vindil eða pípu. Og mér fer að skiljast, að þessi maður sé ekki að gera að gamni sinu. Daginn eftir er hann aftur á verði. Eg geng til hans, tek hann tali og spyr, hví hann gæti svo stranglega reykingamanna. „Á framþiljum er fult af bensínfötum“, segir hann og bendir þangað. „Úr sumum þeirra vætlar, þetta rennur um þilfarið, og lítill neisti ge.tur kveikt í öllu“. — „þakka yður fyrir“, segi eg; „síðan í gær hefi eg veitt yður athygli og nú er skýringin fengin". Eg fer upp á háþilfar og geng þar um gólf stundarkorn. Mér líður einkennilega vel. Mér er orðið hlýtt til þessa manns. Eg hefi séð, að honum er al- vara að gæta skyldu sinnar. Heill þér varðmaður! það er ljóst, að þér er óhætt að treysta. Slíkra manna þörfnumst vér hvarvetna á láði og legi. Og þeirra ber að minnast eins og allra góðra drengja. þessi maður heitir Guðlaugur þor- steinsson frá Ólafsvík. Ben. Bj. IsÆaltöl Bajersktöl Pilsner Best. — Odýrast. Innlent. H.f. Jón Sigmandsson & Co. apoaxmxíp og alt til upphluts sérl. ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent nieð póstkröfu út dxxxmacBi: um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiöur. Sími 333. — Laugaveg 8. Islandssaga Jónasar Jónssonar, annað hefti, er nú komin út endurprentuð. Hún er seld í flestum kaupfélög- um úti um land og nokkrum bóka búðum. 1 Reykjavík fæst hún í Bókabúðinni á Laugavegi 46, Bókaverslun Þór. B. Þorláksson- ar, Bókaverslun Þorsteins Gísla- sonar, Bókaverslun Arinbjamar Sveinbjarnarsonar. I Hafnarfirði hjá Einari Þorgilssyni og Þor- valdi Bjamasyni. Verð kr. 2,50. Dánardægur. Látinn er 29, f. m. Magnús Blöndal kaupm. hér í bænum, fæddur 12. sept. 1852, sonur Gunnlaugs Blöndal og Sig- ríðar, systur Ben. Gröndal skálds. Hann fékst lengst af við verslun- arstörf,en lét einnig stjórnmál til sín taka um skeið og var rit- stjóri „Reykjavíkur“ 1908—09. Ilann var vinsæll maður og vel gefinn. — Þá er og fyrir nokkru látinn á Akureyri Brynjólfur Ámason cand. phil. frá Mikla- garði í Eyjafirði. Hann hafði um skeið þjáðst af nýmaveiki. Bryn- jólfur tók mikinn þátt í stjóm- málum og ritaði mikið í blað Ihaldsmanna á Akureyri. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson, Lokastíg 19. Sími 2219. ^linilllli(l!lllílllllllll!lllllll!!!l'ií;!llllllíllllllllljllllllllllllllHÍIIIIII!IIIjlÍII1llllllllllllll!llll!llll!lllllll;llllllllliilllllllHIII^ 1 Veðdeildarbrjef. | iimiiiiiiiiniiiiiiiiiiiíiiiiiiHiHiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiitiimiHiiiiiiiiniiiiiiHiiiiliinHiiniii | Bankavaxtabrjef (veðdeildarbrjef) 7. j flokks veðdeildar Landsbankans fást | | keypt í Landsbankanum og útbúum j 3 hans. | | Vextir af bankavaxtabrjefum þessa | | flokks eru 5°/o, er greiðast i tvennu | lagi, 2. janúar og 1. júlí ár hvert. | Söluverð brjefanna er 89 krónur | fyrir 100 króna brjef að nafnverði. Brjefin hljóða á 100 kr., 500 kr., | | 1000 kr. og 5000 kr. | | Landsbanki ÍSLANDS. | xxxxxx í heildsölu hjá: Tóbaksversl. Islands h.f. Piano, Rarmoninm, Fiðlur, Cello, Guitarar, Mandolin, Munnhörpur, Harmonikur, Flaut- ur, Trommur, Grammofónar, Grammofónplötur í miklu úrvali, m. a. allar íslenskar plötur og nýjustu danslög. Nótur fyrir píanó, harmoníum, söng, fiðlu, cello, guitar. — Vörur sendar gegn eftirkröfu út um alt land. KATRÍN VIÐAR Hljóðfæraverslun Lækjargötu 2. Sími 1815. PRJONAVÉLAR BTíir 25 éirsL inzAlexxci reynsla hefir sýnt og sannað, að „BRITANNIAU prjónavélarnar frá DreBdner Strickm iichinenfabrik eru öllum prjónavélum sterkari og endingarbetri Vólarnar eru með viðauka og öllum nýtísku útbúnaði „Britannia“ prjónavétar eru ódýrastar. Samband ísl. samvímmfél. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.