Tíminn - 21.12.1927, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.12.1927, Blaðsíða 3
TlMINN 211 Hákonar konungs gamla. Inn 1 þess- ar me.ginsögur eru feldar 80 minni sögur og flokkar af Noregskonung- um, öðrum frægum mönnum í' Nor- i egi og á íslandi og margvíslegur I fróðleikur annar. — Flateyjarbók hefir verið gefin ut eitt skifti aðeins, á árunum 1860—68. Var það textaút- gáfa, þ. e. handritið prentað orðrétt og stafrétt. Er stafsetníngin mjög ó- aðgengileg alþýðu enda er útgáfan nú í sárfárra manna höndum. Nú verður stafsetningu breytt til þess horfs, sem gert hefir vsrið um Is- lendingasögur og eru horfur á að þaulvanasti íslendingur í þeirri grein búi handritið undir prentun. Bókin á að koma í þremur bindum, hvert þeirra um 6—700 bls. á vönd- uðum pappír og ,eitt bindi á ári. ÁskriftarverS hvers bindis verður, í góðri kápuheftingu 10 kr., í snotru léreftsbandi 14 kr.; í vönduðu skinnbandi 17 kr. En tilsvarandi bók- hlöðuverð verður 15, 20 og 25. Á móti áskriftum taka meðal annara Jónas Sveinsson bóksali Akureyri, Oddur Bjömsson prentmeistari Akur- eyri og ritstjóri Tímans. Dánardægur. Nýlega eru látnir Sigurður Ólafsson fyrverandi sýslu- maður í Kaldaðarnesi, Sigurður Sig- urðsson járnsmiður á Akureyri og Hermann Sigurbjörnsson bóndi á Varðgjá í Eyjafirði, Jensen-Bjerg kaupmaður í Reykjavík. Sund Erlings Pálssonar. í blaðinu „Despatche" í Luseland Sask. í Kan- ada 20. okt. síðastl. er komist svo að orði, að sund yfir Ermarsund sé leikur einn hjá afreki Erlings Páls- sonar, er hann hafi synt tólf mílur (sjómílur) í íshafinu í aðeins 1—2 gráða heitu vatni. Enn er sagt að enginn hafi lagt trúnað á söguna um sund Grettis, fyr en Erlingur lék það eftir. Skolast oft á skemmri leið, enda er mikið afrek Erlings ýkt hér stórlega. Sundið var um 4 sjómílur og sjórinn var um 11 gráða heitur. Annars er í tveimur síðustu tbl. f- þróttablaðsins nákvæmlega skýrt frá sundafreki Erlings og fylgja myndir þeirri frásögn. Halldór Kr. Júlíusson sýslumaður, sem hefir um skeið dvalið hér í bænum, fór með Suðurlandi í gær- morgun til Borgamess áleiðis heim til sín. íslensk listasýning. Nýlega var efnt til sýningar á íslenskum mál- verkum í Kaupmannahöfn. Voru þar málverk eftir ýmsa helstu málara landsins. Var sýningunni yfirleitt vel tekið í dönskum blöðum og nokkur málverk seldust. Bjaml Ásgeirsson alþm., sem fór utan til þess að rannsaka og undir- búa löggjöf um innflutning tilbúins áburðar á svipuðum grundvelli og núverandi atvinnumálaráðherra hef- ir haft á prjónum á undanfömum þingum, er nýlega komixm heim úr þeirri för. Eru góðar vonir nm 4- rangur af för hans, og að takast muni á nastunni að lækka þessa nauðsynjavöru landbúnaðarins til verulegra muna. Öndvegistið hefir verið um land alt það sem af er vetrar.. Norðan- lands kom allmikill snjór í vetrar- byrjun en hvarf bráðlega. Hefir síð- an verið auð jörð um land alt og fénaður gengið sjálfala. Sunnan- lands var nokkuð úrfellasamt um skeið. Siðustu daga hafa verið hrein- viðri og væg frost -----o---- Mínningarorð Sigurrós Sigurðardóttir húsfreyja frá Bræðrá í Sléttuhlíð í Skagafirði andaðist í júlí síðastl. í Landakots spítala í Rvík, eftir stutta legu. Hún var fædd að Bræðrá á sum- ardaginn fyrsta 1883. Hún var einka- barn þeirra hjóna Jónínu Magnús- dóttur og Sigurðar Guðmundssonar, sem nú eru búsett i Reykjavík. — Hún giftist eftirlifandi manni sínum Eggert Kristjánssyni söðlasmið í Rvík. Bjuggu þau fyrst á Sauðár- króki, en fluttu til Reykjavíkur ár- ið 1916. þau hjón eignuðust 3 börn, eina dóttur og 2 syni. Fósturson tóku þau 1916. Sumarrós sáluga var fríð sýnum og mörgum kostum búin. Hún var góð eiginkona, móðir og húsmóðir og hélt uppi rausn og myndarskap á heimili þeirra hjóna. Hún var fastlynd og skapstilt bæði í blíðu og stríðu. Dauðamein sitt tók Sigurrós 1 Danmerkurför, er hún fór með lam- aðan son þeirra hjóna til lækninga. Er þungur harmur kveðinn að œtt- mennum hennar og auðn í heimili síðan hún var kölluð brott frá íjöl skyldu og starfi. Gamall vinur. -----O---- flokkurinn Guðaskifti. Er þar : víða neytt hins foma skáldamáls | af smekkvísi: Yla úti-þiljur, ólgar myrkra kólga, glymur storma-glaumur, glamar Þórs í hamri. Garðarseyju girðir glymsæll Ægir brimi. Rennur hratt of ranní rökkurskýja mökkur. Þýð. höf. af skyrtusöng Hood’s er all-ábótavant að formi. Kvæð- in eftir Emst van der Recke njóta sín betur í þýð. sem kvæði, t. d. Vorkvæðið, sem er skemti- legt, mest vegna hendinganna, sem höf. hefir skreytt það með: Blómasvæfill býður þýður björtu vori unað sinn. Skýin gefa skrúðann úða, skarlats rauða kyrtilinn. Sólarheitum svalar bala sumarskúr um hlíð og dal. Hávær hjala Hulduböm í klettasal. — Dómar um bækur Sigurjóns Jónssonar hafa verið misjafnir, enda bækuraar misjafnar að gæð- um. Honum er létt um að rita og yrkja, en smekkur hans er ekki að því skapi viss. Hann er gædd- ur skáldgáfu, en á bágt með að stilla í hóf og fága. Hann er aft- ur ekki gæddur því langlundar- geði, sem gert hefir lélegri höf. en hann betur þokkaða og aukið þeim skáldfrægð af minni efnum. Þorkell Jóhannesson. ----o---- Frá útlöndum. Fyrir milligöngu þjóðbanda- lagsins er loks endir bundinn á hið langstæða þjark Póllands og Litauen á þeim grundvelli að síðamefnt ríki hafi yfirráð yfir Vilnu. Hafa Litauenbúar aflýst hemaðarástandi og Pólverjar lof- að að skerða ekki sjálfstæði Lit- auen. — Samkvæmt símfregnum ætla Bandaríkin að verja um þús- und miljónum dollara til þess að byggja tuttugu og sex beitiskip og þrjátíu öxmur herskip á næstu fimm áram. — Hryllilegur atburður gerðist í Quebecfylki í Kanada, er þar bændaskólana sem einhliða bók- námsskóla. Vorum það því síður þegar skólunum var breytt. Bændaefnin geta ekki aflað sér nægilegrar verklegrar kunnáttu heima hjá sér, og forystubændur með nægilega kunnáttu og leikni era enn of fáir til þess að allur þorri bændaefna geti sótt verk- lega mentun til þeirra. Búnaðar- fræðsla vor ekur gönuskeið, og þvi lengur sem ekið er þá leið, þess seinna kemst bændastéttin á þá ræktunarbraut sem hún hefir bæði orku og vit til að rata, ef henni er ekki vilt sýn með villu- ljósum og yfirborðskunnáttu- káki. IH. Aldarfjórðung hefir óeðlilegt og meinvitlaust búnaðarfræðslu- fyrirkomulag víxlkeyrt og gang- lamað ræktunarframfarirnar. Það yrði langt mál að rekja alla þætti þeirrar óhamingju. Eg ætla að rekja ofurlítinn stubb af einum þættinum, þætti sem fáir virðast veita eftirtekt og sjaldan er tek- ið á. Unglingar sem ekkert hafa lært af nýungastörfum í jarð- rækt og kunna yfirleitt ekki jarðrækt, fara í bændaskóla. Þeir dvelja þar 2 vetur, stunda ekk- ert verklegt nám, og „útskrif- ast“ verklega vankunnandi og ó- sjálfbjarga. Sumir hinir efnileg- ustu þeirra halda áfram „nám- inu“. Þeir dvelja 3 ár í Búnað- arháskólanum í Kaupmannahöfn og útskrifast þaðan sem kandi- datar með prýðisgóðum vitnis- burði. Það er auðvelt að komast í gegnum háskólajin þó verklega brann bamahæli. Er ætlað að um 807 börn hafi farist. — Tíðindum þykir það sæta í heimi enskra stjómmála, að sam- an virðist draga með Northcliffe- blöðunum og Lloyd George. Northcliffe-blöðunum er stjómað af Rothermere lávarði, síðan bróðir hans Northcliffe lést. Blöð- in era talin eitthvert mesta blaða- stórveldi í heimi. Hafa þau undanfarið stutt Stanley Baldwin stjómarherra Breta. En nú ný- lega hefir dregið til sundur- þykkis. Hefir Baldwin beðist yf- irlýsingar blaðanna um hvort þau myndu framvegis styðja stjóm- arstefnu sína. Svar blaðanna var ekki beint en þykir þó ótvírætt. Þau hafa gefið Lundúnaborg minnismerki um sigurinn við Marne, og við það tækifæri völdu þau skæðasta andstæðing stjórn- arinnar Lloyd George til þess að halda ræðu. Er talið að samdrætt- inum valdi sameiginleg óánægja með eyðslusemi Baldwins-stjóm- arinnar og lítt friðsamlega stefnu hennar gagnvart Þjóðverjum. — Nýlega hefir orðið uppvíst um að Rússar halda uppi njósn- um á Norðurlöndum bæði í Sví- þjóð og Finnlandi. — Segir „Svenska Dagbladet“, að Stokk- hólmur sé miðstöð njósnanna og að embættismenn sendiherrans rússneska stjómi þeim. — Bændastjóm er mynduð í Finnlandi og er Gunila forstjóri formaður stjórnarinnar. — Siglingar yfir Atlantshaf hafa tekið stórkostlegum fram- föram á síðustu áram. Fyrir 20 áram síðan hófu hin tröllauknu skip Mauritania og Lusitania ferðir yfir hafið og setti fyr- nefnt skip met á þeirri leið. Síðan hefir kepni um siglingahraða yf- ir Atlantshafið alt af farið vax- andi. Er mælt að Titanic hafi verið knúð af því kappi er skipið sigldi á borgarís og fórst. Nú efna Bandaríkjamenn til smíðis skipa, sem eiga að fara langt fram úr því sem áður hefir lengst verið komist í hraða. Hefir hrað- asta ferð Mauritanía verið 5 sól- arhringar 1 klst. og 49 mín. Hin nýju skip eiga að fara þessa leið á fjórum dögum. Eiga þau að ganga 30—35 mílur á vöku eða með tvöföldum til þreföldum kunnáttan sé engin. Þeir eru bændasynir, aldir upp í sveit við sveitastörf og hafa gengið í bændaskóla. Hvað þarf frekar vitna við. Það er ekki von að danskurinn skilji það, eða sé að gera sér rellu út af því, að þessa nemendur vantar tilfinnanlega grundvöll undir nothæfa æðri búnaðarmentun. Að loknu háskólanámi hverfa kandidatarnir heim til síns ó- ræktaða ættarlands, oft án þess að hafa stundað verklegt nám erlendis. Þeir gerast leiðtogar lýðsins, bændaskólakennarar og ráðunautar o. s. frv. Þeir kunna ekki hin einföldustu starfsatriði sem bændum ríður ef til vill miklu meira á að vita, og fá leiðbein- ingar um, en margt af vísinda fræðum háskólans. Aumingja mennirnir, þeir eru ekki öfunds- verðir þegar þeir eiga að fara að leiðbeina bændum, t. d. röskum búfræðingum, sem að loknu skóla- námi hafa mannað sig upp og afl- að sér góðrar verklegrar þekking- ar og leikni, bæði heima og er- lendis, áður en þeir fóru að búa. — Þeir eru til sem betur fer. Bændastéttin er heldur ekki öfundsverð af þessu fyrirkomu- lagi. Þegar kandidatarnir — leiðtogarnir „gata“ í einföldum smáatriðum, sem þeir ekki hafa lært, missa bændur trúna á þeim og fylgja treglega leiðbeiningum þeirra á þeim sviðum sem þær eru góðar og gildar. Mennimir njóta sín ekki og notast illa jafnvel þó þeir séu að mörgu mjög nýtir og hæfir menn. Meðan þessi skrípaleikur er hraða þeirra skipa, er ganga hér við land. Vélar verða knúðar af 100—130 þús. hestöflum. Flug- vélar á að nota til þess að hraða förinni síðasta spölinn fyrir þá sem mest liggur á. Og er ekki gert ráð fyrir að þeim liggi lít- ið á. -----o---- Fréttir. Endurhoimt skjala. Nýlega eru undirskrifaðir samningar þeir er staðið hafa milli íslendinga og Dana um afhending íslenskra skjala úr Ríkisskjalasafni Dana. Er hinna endurheimtu skjala brátt von heim. púlnabanamir. Mishermt var hér i blaðinu nýlega um ráðstöfun þúfna- bananna nýju. Thor Jensen kaupir eina vélina, félag manna á Eyrar- bakka eina, tvœr kaupir félag manna á Akureyri og auk þess kaupir það félag að likindum einnig vél þá, sem verið hefir fyrir norðan. Gunnlaugur Gunnlaugsson sá, er um skeið hefir stjórnað gamla þúfnabananum hér sunnan lands hefir og keypt þá vél. Til þings. Stjórnarráðið mun hafa gert þá ráðstöfun um flutning þing- manna til þings næst, að Esja flytji þingmenn frá Akurevri og austur um, en Óðinn hina. þing Jcemur saman venju fyr eða 19. janúar, vegna þing- rofsins. Dr. Reinsch sá, er hér var um skeið við rannsókn veiðivatna og nú er látinn, hefir arfleitt ísland að ýms- um dýrmætum rannsóknaráhöldum. Hefir stjórnarráðið gert ráðstafanir til þess að láta flytja áhöldin heim. Útvarpsnefndin, sem í eru Gísli Ó- lafsson, Páll Eggert Ólason og Jón Eyþórsson hefir nú skilað áliti sínu. Leggur hún til, að stjórninni verði veitt heimild til að stofnsetja og reka framvegis útvarp hér á landi. Mun frumvarp þar að lútandi verða lagt fyrir næsta þing. Flateyjarbók. Vegna fyrirspuma um Flateyjarbók, sem félag manna á Akureyri hefir tekið sér fyrir hend- ur að gefa út á næstu árum í alþýö- legri útgáfu, skal þetta upplýst um útgáfuna: Bókin er 124 arkir að stærð eða nálega 2000 bls. í stóru 8 blaða broti. í henni eru þessar meg- insögur: Ólafs saga Tryggvasonar, Ólafs saga helga, Sverris saga og leikinn henda undur og fádæmi. Búnaðarkennari — búfræðis- kandidat — spyr æfðan plóg- mann að því hvort það hafi virki- lega nokkra þýðingu að hafa hníf á plógnum þegar plægt sé gras- lendi. Ráðunautur ritar leiðbeiningar um framræslu og telur hnaus- ræsi nokkuð endingargóð í leir- jarðvegi. Annar telur óþarft að herfa niður hafrana þegar sáð sé grænfóðri, það sé nóg að fleygja þeim ofan á moldina. Enn annar þekkir ekki sundur algengustu tegundir af tilbúnum áburði þegar hann fer að starfa við áburðartilraunir, og verður að fá „ólærðan“ mann til hjálpar. Og svona mætti lengi telja. Annar þáttur sem eg vil minna á: Árlega fara nokkrir „búfræð- ingar“ til nágrannalandanna til þess að stunda þar verklegt nám, — og vel er það. Erlendis rekur húsbændur þeirra og vinnufélaga í rogastans þegar þeir heyra og sjá að „búfræðingarnir" kunna ekki að plægja og herfa, ekki að grafa ræsi né sá grasfræi o. s. frv. Það getur enginn nema sá sem reynt hefir, gert sér grein fyrir því hve bitur gapastokkur skammar og kinnroða er hertur að hálsi þessara „búfræðinga” á sumum lærlingabúunum. Eg mæli af eigin reynslu og tel þetta at- riði smánarflekk á íslensku bændastéttinni. Smánarflekk sem setur óþolandi skrælingjamerki á okkur í augum annara þjóða. „Búfræðingar11 við framhaldsnám og á kynnisferðum erlendis, og kunna ekki einföldustu undir- stöðustörf búnaðarins. Berum þetta saman við sjómennina okk- ar. Það er sagt að íslenskar skipshafnir veki eftirtekt í hafn- arbæjum erlendis sökum þess hve öruggt og starfstraust einvalalið sé á bæði borð. Þeir kunna grundvallarstörf sinnar eigin at- vinnu. IV. Eg ætla ekki að gera þessa á- deilu mikið lengri. Sný mér enn að Hólaskóla. Hvanneýrarskólinn er ekki eins nauðuglega staddur. Hann stendur á betri merg og ber margt til þess, minni faraldur og umskifti og betri jörð. Þörf þess að breyta Hvanneyrarskóla er því ekki eins aðkallandi. Tillögur um breytingu Hólaskóla eru í stuttu máli þessar: Jörðin og búið rekið sem opin- bert skólabú. Skólastjóri sé líka bústjóri. Skólinn sé gerður að árs- skóla með vinnuskyldu og vinnu- námi. Námstíminn sé tveir vetur og sumarið milli þeirra. Um 20 búfræðinemendur ættu að komast að við þetta nám. Auk þess séu teknir vetrarnemendur sem full- sannað sé að hafi aflað sér verk- legrar kunnáttu, jafngóðrar og skólinn veitir, áður en þeir setj- ast í annan bekk skólans. Fyrri veturinn sé kenslan með meiru lýðskólasniði en nú er, kent meira af almennum fögum. Sumarið milli skólavetranna yrði verklegt jarðræktarnám stundað af kappi og um leið frætt munnlega og bóklega um það sem verið er að vinna. Ekki vantar verkefnið á Hól- um þó 20 nemendur séu að starfi ár eftir ár næstu áratugi. Og þó Hólar fyrir þær aðgerðir breytt- ust á nokkrum árum í fleiri býli jafngóð og jörðin öll er nú, þyrfti engan að iðra þess; en það má vel verða. Aukin almenn fræðsla drægi ef til vill nokkuð úr bóklega bú- fræðináminu, en ekki svo að sakaði fyrir þá nemendur sem ætluðu að verða bændur. Fyrir þá sem ætluðu að stunda frekara nám við erlenda háskóla eða af öðrum ástæðum æsktu frekari fagfræðslu, ætti að stofna auka- deild (þriðja veturinn) við Hvanneyrarskóla. Vegna aðstöðu sinnar stendur Hvanneyrarskóli betur að vígi um slíka fræðslu. Ef vill mætti auka húsmæðra- deild við Hólaskóla ef hann yrði rekinn með þessu fyrirkomulagi. Námið yrði sameiginlegt fyrri veturinn og að nokkru sumarið (garðyrkja). Seinni veturinn yrði það aðskilið að mestu leyti. Ástæður er knýja til þess að auka almennu fræðsluna við skólann eru margar og veigamikl- ar. Búfræðingamir kunna yfir- leitt of lítið í almennum fræðum til þess að geta tekið þátt í mál- efnum þjóðarinnar sem nýtir borgarar.*) Annaðhvort verða þeir að fá aukna fræðslu í ’) Búfræðingar sem ekki hafa notið nema lélegrar undirbúnings- fræðslu áður en þeir komu í bænda- skólann, eru að loknu búfræðinámi miklu ver að sér í almennum fræð- um en unglingar sem gengið hafa 2 vetrartíma í unglingaskóla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.