Tíminn - 23.12.1927, Qupperneq 2

Tíminn - 23.12.1927, Qupperneq 2
TlMINN S&4 Mannkynsfræðarinn Nýlega eru út komnar hér á landi tvær bækur, er snerta mannkynsfræðarann Krishna- murti. önnur er „Koma mann kynsfræðarans“, fjórir fyrirlestr- ar, er dr. Annie Besant flutti 1 Lundúnum sumarið 1926. Þeir eru boðskapurinn um komu mannkynsfræðarans, viðtökur hans og væntanlegt starf meðal mannanna. Erindin hefir þýtt frú Kristín Matthíasson á Akureyri. Hin er „Ræður og kvæði“, sem J. Krishnamurti flutti við eldana í Ommen á móti félagsins „Stjaman í austri“ síðastliðið sumar, þar sem saman voru kom- in menn og konur úr öllum álfum heims. Forseti íslensku deildar félagsins, frú Aðalbjörg Sigurðar- ! dóttir hefir þýtt og gefið út. j Mannkynsfræðari er kominn. Um það verður ekki deilt. Hann á höfuðstöðvar í þremur megin- álfum heims. Söfnuður hans skiftir þegar tugum þúsunda manna. Sókn hans er í yfir 40 þjóðlöndum. Og hvaðanæfa úr veröldinni streyma til hans hóp- ar manna, er þrá nýtt hjálpræði, til þess að sitja við fætur hans umhverfis eldana í Ommen og hlýða á kenningar hans. Um hitt verður ekki sagt, að svo stöddu, hvort fræðsla Kris- hnamurtis muni flytja mönnun- um nýtt hjálpræði og greiða þeim götu til sannrar hamingju. Er hyggilegt fyrir þá, sem álengdar vilja standa, að bíða um það úrskurðar reynslunnar. Um hitt verður ekki ágreiningur, að mannkyninu sé þörf stefnuhvarfa og annara hátta, en tíðkast hafa, í leit eftir friði og hamingju. 1 fljótu bragði skoðað virðist kenning hans eigi ljós. Er því lík- ást, sem orð skorti, þau er séu við hæfi manna, til þess að kynna það, sem honum býr í brjósti. Þó er eitt Ijóst þegar í byrjun: Hann boðar ekki ný sannindi, heldur nýja sannleiks- leit, ekki ný kenningakerfi og heimspekisflækjur, heldur nýtt líf. Hann boðar einskonar inn- hvarf að einfaldleik lífsins við frumlindir þess í meðvitund sér- Háskóla- og stúdentamál. Eftir að núverandi landstjórn tók við af Jóni Þorl. og M. Guðm. hafa margir af merkustu kenn- urum Háskólans lýst átakanlega þeim erfiðleikum, sem Háskólinn á við að búa, sökum þess, að hann vantar húsrúm og ýms skil- yrði til að taka við hinum sívax- andi stúdentafjölda er þangað leitar. í öðru lagi er a. m. k. sum- um af kennurum Háskólans á- hyggjuefni, ef margir af nemend- um þeirra hafa að námi loknu, ekki neitt að gera sem þeir sætta sig við. Framhaldsnámið á Akureyri breytir engu í þessu efni. Reykja- vík hefir um undanfarin ár fylt mentaskólann og Háskólann að mestu leyti. Akureyrarskólinn hefir þá þýðingu að gefa fátæk- um en efnilegum mönnum, er vinna fyrir sér sjálfir, tækifæri til að búa sig þar undir embætta- og vísindanám. Akureyrarskólinn er sjálfsbjargarúrræði bygðanna móti einokunarhneigð höfuðstað- arins í mentamálum. Ef stúd- entar verða of margir á vori komandi, þá voru þeir of margir áður, og kemur þá til greina að finna hve margra stúdenta þjóð- in þarfnast árlega. Þing og stjórn verður að sjá um kenslu jafn- margra og þjóðin þarf. Ef fleiri vilja verða stúdentar, er ekkert til fyrirstöðu að þeir geti það, en hvers manns. Hér skal gripið niðri á víð og dreif í þessum sex stuttu ræðum. Hann segir: „Af þvl að eg vil fela yður öll í hjarta mér og gefa yður þann skiln- ing sem eg hefi öðlast, þá bið eg yð- ur að útrýma öllum yðar hugsana- flækjum, öllum yðar kreddukerfum og allri dómgimi, því þá fyrst getið þér skilið sannleikann. — — þegar þér komið heim héðan þá munu menn spyrja yður frétta, og þeir munu sjá ljómann í augum yðar og fögnuðinn í hjörtum yðar, og þeir munu óska að njóta þess með yður. Hvernig ætlið þér að fara að því að miðla öðrum af þessum gæðum? Ætlið þér að segja: „þér verðiö að trúa á þennan og þennan mann, sem sagður er að vera þessi og þessi", eða ætlið þér að segja: „Hann hefir opnað hjarta mitt og gefið mér nýjan skilning á lífinu, þann skiln- ing vil eg gefa yður með mér“. Eft- ir þessu verðið þér dæmdir, því að eins með hinum brejdta skilningi getið þér hjálpað. Menn hirða yfir- leitt ekki um nöfn, merkimiða, fé- lagsskírteini eða reglur, þeir gera sig ekki ánægða með trúarjátningar, kreddur eða valdboð, en þeir þrá skilning, samúð og elsku. — — Öll vandamál heimsins eru vandamál einstaklinga; ef einstaklingamir yrðu friðsamir, ánægðir, umburðarlyndir og hefðu ríka löngun til þess að hjálpa öðrum,. þá væru vandamál veraldarinnar úr sögunni. þér brjótið heilann um vandamál heimsins áður en þér leysið yðar eigin vandamál. þér viljið koma á friði í hug’um annara, í löndum og ríkjum heims- ins, áður en þér hafið sjálfir öðlast frið og skilning í eigin hjörtum og hugum.-------Ef þér tilbiðjið persón- una Krishnamurti og elskið hann sem einstakling, þá mun það hafa sársauka í för með sér, vegna þess að líkami Krishnamurtis mun deyja og rotna, af því að hann tilheyrir efnisheiminum. Ef þér aftur á móti eruð lærisveinar sannleikans, þá munuð þér sameinast honum. þegar þér horfið á fegurð sólarlagsins, þá flytur sú fegurð yður ekki nein sið- ferðisboðorð, engin lög, reglur, trúar- setningar eða trúarjátningar, en ef þér rennið saman við fegurðina, þá þurfið þér ekki að hafa neinar á- hyggjur út af lögum, reglum, tísku, siðferðisboðorðum og þvílíku. Ef þér hafið öðlast þennan skilning, þá get- þá verða þeir að kosta kensluna sjálfir. Þar sem vitanlegt var að kenn- arar Háskólans vilja taka alvar- lega á þessu þjóðmáli og að ein- hverju leyti í samstarfi við stjóm og þing, sneri stjórnin sér til allra deilda Háskólans og lagði fyrir þær sjö spumingar, er fylgja hér á eftir. Sumar deild- imar svömðu sérstaklega og verður eitt þeirra svara birt hér á eftir. En aðalsvar Háskólans kom frá nefnd, er kosin var til að athuga málið, og er þar í fyrsta sinni tekið föstum tökum á máli þessu. Spuraingar stjómarinnar til allra deilda Háskólans: 1. Hve marga nemendur hefir deildin nú? 2. Hve margir áður útskrifaðir úr deildinni eru nú atvinnulausir? 3. Hve margir af nemendum úr deildinni ættu á venjulegum tím- um að geta fengið atvinnu utan lands og innan ár hvert? 4. Má gera ráð fyrir að nem- endur úr deildinni gangi inn í framleiðslustarfsemi, svo sem bú- skap eða útgerð, ef þeir fá ekki vinnu hjá landinu, og verður að álíta að námið við Háskólann hafi búið þá undir slík störf? 5. Álítið þér yfirvorandi hættu af lærðum öreigalýð? 6. Sé stúdentafjölgun of mikil, hver eru þá ráð til að takmarka hana? 7. Hvað álítið þér að deild yðar ætti að útskrifa marga sérfræð- inga árlega, þegar litið er á allar ástæður? ur ekki hinn hverfuli margbreyti- leiki jarðnesks lífs haldið yður í neti sínu.----Eg veit að þér elsk- ið Krishnamurti og viljið leggja mik- ið í sölurnar fyrir hann, ,en það er ekki nóg. Vinir minir! þessa fáu daga, sem þér dveljið hér, verðið þér að öðlast skilning á þeim sannleik, að þér þurfið ekki annað en að skygnast inn í yðar eigin hjörtu, til þess að í'inna Krislmamurti; þar munuð þór finna hann, eins og eg heíi fundið ástvin minn. Og þegar þér hafið íundið hann, þá hafið þér oðiast friðinn og opnað hliðið aö ríki hamingjunnar og veginum til lausn- ar. — — Sökum þess að margir hyggja að lausn sé sama og að snúa bakinu við öllu, sem teist þessum heimi, varpa frá sór ölluru verald- legum gæðum og bera fyrir borð listir, íegurð og visindi, þá vil eg leggja yður það á hjarta, að einmitt við það að göfga, fegra og full- komna alla þessa hluti öðlist þér iausn. En þó verðið þér jafnframt að vera öllu óháðir. Eins og blómið angar og sendir ilminn með andvar- anum út i geiminn, en er sjálft hið sama eítir sem áður, svo er og mað- ur, sem hefir öðlast lausn. Unaður og hreinleiki stafar af honum til allra, sem hann er með. þeir yðar, sem leita lausnar þessarar og ham- ihgju mega ekki una við drauma eina, þeim hlítir ekki að draga sig í einveru og una íhugunum. þeir verða að starfa í þessum hverfulleik- ans heimi, fegra hann og göfga. — — Viljið þér sigra efnisheiminn verðið þér fyrst að fullkomna hann, viljið þér öðlast lausn megið þér ekki vanrækja hann“. Þessir sundurlausu molar, gripnir á víð og dreif, gefa vitan- lega ófullkomna en þó nokkra hugmynd um innihald kenning- anna og kjama. Sjálfur fræðar- inn virðist hafinn yfir mannleg- ar takmarkanir. Þeir sem hafa fylkt sér um, hann munu flestir álíta að hann sé Kristur endur- kominn. Sjálfur varar hann við öllum þrætum um það efni; segir það litlu máli skifta. Hitt skifti máli, að við kenningu hans sé tekið og lagt inn á þá leið, er hann vísi í leitinni að sannleikan- um og hamingjunni. Varla þarf að efa, að þrætur muni rísa um persónu Krishna- murtis. og að sú gagnsemi er af Greinargerð nefndar þeirrar, er kjörin var af deildum Háskólans til þess að athuga orsakir stúd- entaviðkomunnar og finna ráð við aðstreyminu að embættadeildum Háskólans. Vér, sem kosnir vorum í nefnd þessa, höfum nú átt nokkra fundi með oss undir forustu rektors og komist að niðurstöðum þeim, sem nú skal greina: I. Orsakir stúdentaviðkomunnar telur nefndin þessar helstar: 1. Flótta frá líkamlegri vinnu. 2. Aðstreymið til bæjanna, einkum til Reykjavíkur. 3. Vaxandi velmegun. 4. Vaxandi kröfur til mentunar. 5. Vaxandi námslöngun. 6. Oftrú manna á velgengni embættisstéttanna. 7. Hinn greiða aðgang að lær- dómsdeild og stúdentsprófi, er varð með hinni nýju skólaskipun 1904 og 1907. Ilt er að greina orsakir þessar í sundur og enn örðugra að segja, hve mikinn þátt hver þeirra hef- ir átt í stúdentaviðkomunni, en þó ætlum vér, að hin síðast talda eigi einna mestan þátt í henni. Áður þurfti sérstakan undir- búning utanskóla til þess að kom- ast inn í lærða skólann, sem þá var, og latneskur stíll var gerður við inntökupróf, en á honum varð mörgum hált. En með þeim á- kvæðum hinnar nýju skólaskipun- ar, að sérhver sá, er gagnfræða- próf hefði staðist, þætti tækur í lærdómsdeild, var opnuð bein braut til stúdentsprófs, þannig að menn, sem lokið höfðu gagn- komu hans og kenningu kynni að mega fljóta, verði hindruð af deilum og fordómum. Ber að var- ast hvorttveggja gagnrýnislausa auðtrygni og blinda fordóma. Er hverjum manni holt að íhuga það í sambandi við þessi mál sem önnur, að tilveran á bak við hverful fyrirbæri efnisheimsins. er í engu háð trú okkar eða neit- unum, heldur stendur óhögguð, hvað sem vér álítum um hana. Eins mun því og háttað um komu þeirra, er sendir eru mönnunum til hjálpræðis, að ráðsályktanir forsjónarinnar munu eigi vera háðar fordómum manna. ---o-- Sumarkvedja Tll cjúkllnoa á Lauganeti haustið 1927. Kveður sumars-faðmlag frítt, fitlar hrönn við sandinn, heilsar öllum bróður-blítt, bjartur vetrarandinn. Kvíðir fimum fannakífs, fleygur loftsins vængur, blómin gráta gyðju lífs, ganga nú til sængur. Sólin fölan signir dag, svartar nætur gnauða. Vakir yfir hauðurshag, herra lífs og dauða. Hræsvelgur þó herði róm, hægt er vel að þreyja, því að fögur Braga-blóm, blikna ei né deyja. Bjartfleyg lund þó braut sé hál, breytir vetrar-hörkum, sé þar ætíð sumarmál, sól í hádagsmörkum. Sálarlífs við sjónarhól, sökkvi skugganætur, alkæi’Ieikans ylji sól inn við hjartarætur. Þó að fölni og fymist hey, Fróns á brautum hálum. Guðlegt trúar-„gleim-mér-ei“, grói í ykkar sálum. Misjafnt stendur mannlífstafl, margra flæða tárin, hreinsi, græði, heilagt afl holds- og andar-sárin. Hverjar dýrstar gjafir gaf, göfugt valdið hæða?: fræðaprófi, tældust til þess að halda áfram í lærdómsdeild alla leið til stúdentsprófs. Tölur þær, sem hér fara á eft- ir, sanna þetta best: Af 248 nemendum, sem luku gagnfræðaprófi við mentaskólann í Reykjavík árin 1907—16, hættu aðeins 16 (7 piltar og 9 stúlkur), en 232 héldu áfram eða 93,5% af öllum fjöldanum. Af 244 nemendum, sem luku prófi við Akureyrarskóla árin 1909—16, héldu 93 eða 38% á- fram. Árin 1917—26 tóku 415 nem- endur gagnfræðapróf við menta- skólann (af þeim fengu 95 lægri einkunnina frá 1923, er lágmarks- ákvæðið fyrir inntöku í lærdóms- deild var sett, 5,67 í aðalein- kunn), en 311 nemendur eða 75% af öllum fjöldanum héldu samt áfram til stúdentsprófs eða með öðrum orðum, allir sem gátu það, að einum 9 undanteknum. Árin 1917—26 tóku 341 nem- andi gagnfræðapróf frá Akureyr- arskóla, þar af settust 126 í lær- dómsdeild mentaskólans, en 1924 —26 stunduðu 15 nemendur framhaldsnám á Akureyri; hald- ið hafa því áfram 141 nemandi frá Akureyri eða 41%. Þessar tölur sýna, að gagn- fræðaprófsréttindin hafa tælt menn og togað inn í lærdóms- deildina og alla leið til stúdents- prófs. Þó hefir aðsóknin að mentaskólanum, eins og vænta mátti, verið mest héðan úr Reyk- javík, eins og sjá má af því, að 1921 voru 52 af 161 nemanda utan Reykjavíkur og voru því þá Þá sem hafa yndi af, að ylja mýkja’ og græða. Þeirra bíður upphefð á æðri og fegri vegi, sem að líkna, launin fá, lifa þótt þeir deyi. Þungbært stríð og neyðin næst nauðstaddan þó hrelli, guð í ykkar hugsun hæst haldi ætíð velli. Eilífð nærir allra þré, offrar hinsta svari: Heilbrigð verður hugsjén á hnetti fullkomnari. þeim, sem dygðin prýðir; Þá mun létt hið þyngsta spor þar sem kærleiks-vona-vor vetri aldrei kvíðir. Bak við hugans hæstu brún heimsins mótlætinga verður skýrð hin ramma rún reynslu og tilfinninga. Þungstíg létti þrautaspor þeim, sem reynslan kallar, minninganna vinhýrt vor vetrarstundir allar. Nú í líki kvæða-kyns kveðju sendi’ eg vottinn, vor í faðmi vetrarins veiti ykkur drottinn. J. S. Húnfjðrð. ----o---- Leiðrétting. I Lögréttu 21. þ. m. er skýrt frá því, að forsætis- ráðherrann hafi talað um sér- leyfismálin á Framsóknarfélags- fundi á þriðjudaginn var og hafi orðið nokkur ágreiningur. Þetta er algert mishermi. Forsætisráð- herrann talaði ekki um sérleyfis- málin og um þau varð heldur ekki neinn ágreiningur. Fyrirlestrar um Þi:ngvöll. Gísli Sigurðsson, kennari, sem verið hefir umsjónarmaður á Þingvöll- um um nokkur ár, leggur af stað í fyrirlestraferð eftir hátíðarnar. Ætlar hann víða að fara og lýsa í fyrirlestrum og með myndasýn- ingum þingstaðnum að fomu og nýju. Er það vel til fallið, því nú beinast hugir margra til hins helga staðar og líklegt að mörg- um verði kærkomið að kynnast staðnum af myndum og frásögu nákunnugs manns. rúmlega * I. 2 3 4 5 6 7/3 allra nemenda skól- ans úr Reykjavík. Árið 1923 voru þær hömlur settar, að enginn gagnfræðingur skyldi tækur í lærdómsdeild nema hann hefði náð aðaleinkuninni 5,67, og skyldi maður ætla, að það hefði dregið nokkuð úr stúd- entaviðkomunni og aðstreyminu að Háskólanum. En svo reyndist ekki, aðstreymið að Háskólanum varð aldrei meira en eftir það. 1918—19 voru 86 manns í Há- skólanum; 1920—21: 94; 1922— 23: 113; 1924—25: 119 og nú 1927—28: 150 nemendur. Með þessu er sýnt, að reisa verður einhverjar rammari skorð- ur neðan við lærdómsdeild en gert hefir verið til þessa, til þess ef auðið er að draga úr stúdenta- viðkomunni, svo hún verði ekki óhófleg. Annarsstaðar er það tal- ið hóflegt, að l°/0o stundi há- skólanám, en hér eru þeir þegar orðnir IV2V00 á Háskólanum ein- um saman. II. Ráð til þess að stemma stigu fyrir aðsókninni að lærdómsdeild. Nú mætti hugsa sér ýmisleg ráð til þess að stemma stigu fyr- ir aðsókninni að lærdómsdeild og meðal annara þessi: 1. Að stofna 2 samfelda 6 ára lærðaskóla í Reykjavík og á Ak- ureyri, því að annað myndu Norðlendingar ekki láta sér lynda úr þessu. 2. En þá þyrfti jafnframt að stofna tvo sjálfstæða gagnfræða- skóla í Reykjavík og á Akureyri. 3. Að hafa ekki nema 2 ára gagnfræðanám 9 mánaða neðan

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.