Tíminn - 21.01.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.01.1928, Blaðsíða 1
©faíbfeti 99 afgreiðslumaður <E i m a n s er XannDeig þ o r s t e 1 n s öó 11 ir, Sambanösíjúsinu, SeyfjoDÍf. ^fgtciböCa Cimans er i Sambanösljúsinu. ©pin öaglega 9—\2 f. t). Sími 496. XH. ár. Reykjavík, 21. janúar 1928. 3. blað. Stjórnarfar Yfirlit um gerðir Framsóknar- stjómarinnai’. ------- Frh. Áf engislögg jöf in. Með samþykt Spánarsamning- anna voni bannlögin raunveru- lega úr gildi numin hér á landi. Eftir urðu sundurleit ákvæði á- fengislöggjafai’, sem í höfuð- dráttum miðuðu til útrýmingar nautn sterkra drykkja, Fram- kvæmd bannlaganna hefir frá öndverðu verið mjög ábótavant. Lögin mættu upphaflega harð- vítugri andspymu en títt er um lög landsins. Þó mun hafa mestu oi'kað um sleifarlag framkvæmd- anna, að þeir menn er löggæzlu höfðu á hendi voru með litlum undantekningum andvígir lögun- um og skorti fyrir þá sök innri hvöt og áhuga borinn uppi af sannfæringu fyrir réttmæti lag- anna, til þess að fylgja fram lögboðnu eftirliti og refsiákvæð- um. — Hefir það verið altítt, að lögreglan í bæjum landsins hefir skamtað skipunum ríflegan skamt áfengis undan innsigli hafna á milli. — Mælt er að dæmi séu til þess að bryti hafi fengið úr á- fengisbúri skipsins alt að 300 flöskur á dag meðan það lá við bryggj u. Af þessum og fleiri missmíðum í löggjöfinni og eft- irlitslitlu sjálfræði maxma, lög- reglunnar og umráðamanna skip- anna, . hefir leitt gríðarleg mis- notkun og óhófleg meðferð víns á skipunum og óleyfilegur inn- flutningur víns í iandið. Nýlega varð uppvíst, að bryti á einu skipinu flutti upp á höfn austan lands 400 flöskur af áfengi. Er það að vísu aðeins eitt dæmi af mörgum, sem ástæðulaust er upp að telja. Framsóknarstjómin hefir nú tekið sér fyrir hendur að fram- kvæma áfengislöggjöfina, sem hefir legið lítt um hirt og þver- brotin í tíð fyrverandi stjómai’. Skulu hér taldai’ helstu athafnir stjórnarinnar í þessa átt: Stjórnin fól séra Bimi Þor- lákssyni frá Dvergasteini að taka saman yfirlit um áfengisútlát lækna og lyfjabúða og mun síð- an láta birta það yfirlit opinber- lega. Þegar umtal varð um það á þinginu í fyrra að láta fram- kvæma þessháttar eftiriit með þessum lið lagaframkvæmda 1- haldsins, beitti það sér á móti og afstýrði rannsókninni. Er það og alkunnugt að afbrotamenn í þessu efni hafa verið sérstakir skjólstæðingar fhaldsstjómarinn- ar eins og til dæmis að taka Kerúlf læknir á fsafirði. Enda hefir pólitískt fylgi, og ekkert annað, ráðið afstöðu stjómarinn- ar til þeirra afbrotamála sem hafa komið til hennar kasta. Enda má segja að siðgæði og trúmensku í opinberri starf- rækslu væri þar komið undir handleiðslu íhaldsstjómarinnar, að fjöldi manna í hennar eigin liði fagni þeim umskiftum, sem orðið hafa um opinbert eftirlit í landinu. Þá hefh’ stjórnin skipað svo fyrir, að víndruknum mönnum, sem alloft verða farþegum til á- troðnings og skapraunar, skuh ekki leyfð vist á strandferðaskipi ríkissjóðs, heldur verða vísað í land á næstu höfn, er skipið kemur á, eftir að þeir gerast ölvaðir. Stjórnin hefir falið tveimur mönnum, þeim Felix Guðmunds- syni og Pétri Zóphóníassyni að gera rannsókn að talningu á upp- tæku áfengi, sem komið hefir ver- ið fyrir til geymslu í Hegningar- húsinu. Er það kunnugt að þar hefir verið safnað áfengi því, sem | gert hefir verið upptækt sam- ■ kvæmt áfengislöggjöfinni. Nú | kom það í ljós við eftirgrenslan, að ekkert eftirlit. eða yfirlit hefii’ verið haft um þessar byrgðir né talning farir fram um mörg ár. Eins og áður getur, hafa nú birgðirnar verið taldar og skýrsla gefin um þær. Enn hefir sömu mönnum verið falið að rannsaka, hversu miklu áfengi hefir verið komið fyrir á þessum stað sam- kvæmt dómum í brotamálum áfengislöggjafarinnar og hversu því kann að hafa verið ráðstafað. Kemur þá væntanlega í ljós, hvort „Steinninn“ hefir lekið einhverju og þá hve miklu. j Veigamesta aðgerð stjóniarinn- | ar í áfengismálinu er lögskýring sú, er hún hefir sent öllum lög- reglustjórnum og skipherrum, er sigla stöðugt hér við land um hversu framkvæma beri þau ákvæði áfengislöggjafarinnar, er lúta að meðferð áfengis á skip- um er sigla hér við land. Eru fyrirmælin í stuttu máli á þá leið, að innsigla beri alt áfengi i skipunum þegar á fyrstu höfn, sem það kemur á hér á landi og hafa vínbirgðirnar innsiglaðar, alt til þess er skipið lætur úr landhelgi á leið til útlanda. Þó skal á tilteknum höfnum fara fram eftirlit með því, að innsigli séu óhreyfð og áfengið með kyrr- um kjörum. — Vegna ákvæða í lögunum varð að gera nokkra undantekningu að þvi er snerti er- lend skip í siglingum hér við land. Leyfist þeim að hafa á hverri ferð sem svarar líter áfengis á hvem skipverja, Að því er virðist hefir þjóðin alment fagnað þessum röggsam- | legu ráðstöfunum. Andstöðublöð stjórnarinnar hafa að kalla má látið þeim ómótmælt. Mun þjóð- inni falla vel í geð sú nýstárlega reynsla að gengið sé eftir því að opinberir starfsmeim og almenn- ingur í landinu sýni siðferðislegan manndóm í því að halda uppi lög- um og almennu velsæmi. Loks má benda á það, að skip- uð hefir verið 5 manna nefnd, þar sem eiga sæti templarar ásamt lögfræðingi úr stjórnarráðinu, til þess að semja frumvarp til heil- steyptrar áfengislöggjafar, sem miðar til þess að vinna bug á ofdrykkjunni í landinu. Toligæsla, Fáu hefir verið meira ábóta- vant í landinu en eftirliti með því að tolllögum væri hlýtt. Stjórnin hefir gert bráðabirgðaráðstafanir ! til þess að bæta nokkuð úr þessu j og skipað fjóra löggæslumenn, einn í hverjum landsfjórðungi, til þess að hafa eftirlit með því, að i að tollögum og áfengislöggjöfinni j sé hlýtt. Sem dæmi um þörf á þessum aðgerðum má benda á, að fyrir nokkru varð uppvíst um að bryti ú einu skipinu hafði flutt inn 5000 tollsvikna vindla. Skaði ríkissjóðs af því bragði einu myndi nema 5000 kr. Fyrir að- gerðir eins af honum settu lög- gæslumönnum áskotnaðist i-íkis- sjóði 2000 kr. fyrsta mánuðinn, sem maðurinn starfaði, umfram það sem ella hefði orðið. Þessi tvö dæmi benda á það, sem reynd- ar er alkunnugt, að ríkissjóður muni árlega bíða stórtjón af v’öldum tollsvika og vangeymslu þein’a laga, sem um þau efni fjalla. Þessar ráðstafanir stjómarinn- ar hafa þegar borið mikinn á- rangur. Eftir að fyrirskipuð var rannsókn á áfengisútlátum lækna minkuðu þau um helming hér í Reykjavík. Ennfremur hafa, að sögn farþega, orðið gagnger um- skifti á skipunum. Vín er þar ekki haft um hönd svo teljandi sé og reglusemi og siðmennileg umgengni ríkir, þar sem áður þótti mjög út af bera um hóf- semi og prúðmensku farþega. Utan úr heimi. Kirkjudeila Breta. Um þessar mundir hafa ver- ið uppi í Bretlandi mjög harð- ar og eftirtektarverðar deilur um kirkjuna. Hafa þær risið af breytingartillögum, sem fram komu við nýja handbók kirkjunn- ar. Hafa þar tekist á tvær megin- kirkjudeildir Breta: Annarsvegar hin ensk-kaþólska kirkja með erkibiskupinn af Kantaraborg í fylkingarbrjósti. Hinsvegar mót- mælendakirkjan. Deilan hefir snúist um hvorki meira né minna en það, hvort kirkja Breta eigi að hneigjast til fylgis við páfann og hina rómversku kirkju eða halda fast við þann kirkjulega sið, sem kendur er við Lúther. Breyt- ingartillögumar við handbókina voru allar fram komnar frá for- vígismönnum í ensk-kaþólsku 1 kirkjunni, sem hefir staðið í meira og minna sambandi við páfakirkjuna og aðhylst suma af helgisiðum þeirrar kirkju, eins og sálumessur, Maríudýrkun, notkun vígðs vatns o. fl. En á móti hafa staðið fremstu menn í mótmæl- endakirkju landsins. Deila þessi hefir verið háð í blöðum landsins og nýlega var á þingi Breta háð úrslitadeila í mál- inu. Breytingartillögumar áttu meirihlutafylgi í lávarðadeildinni, þar sem eiga sæti 26 biskupar landsins. Vom 22 af þeim fylgj- andi breytingunni en 4 á móti. Var andstaða mótmælendalávarð- anna talin veik og gengu breyt- ingarnar fram með miklum meiri- hluta atkvæða. Þann 15. desember síðastliðinn kom málið síðan til umræðu og úrslita í neðri deild þingsins. Umræðurnar voru þrungnar af alvöru margra trúaðra manna og markaðar hinni alkunnu fast- heldni og ræktarsemi Breta við þjóðsiði og venjur.Þjóðin beið úr- slitanna með ótta og eftirvænt- ingu, eftir því sem menn áttu 1 stöðu í kirkjufylkingum lands- ins. Málið hlaut í neðri mál- stofunni gagnstæðar móttökur þeim í lávarðadeildinni. Sókn breytinganna varð veik, en mót- staðan hörð og ákveðin. Eru tilnefndir ýmsir ræðuskörungar í liði mótmælenda, sem talið er að hafi orkað með ræðum sínum mjög miklu um úrslitin. Kvað þar einkum mikið að innanríkis- ráðherranum Sir William Joynson Hicks. Enda hafði hann talið, að ef breytingai’nar yrðu samþyktar myndu þær gera þjóðina kaþólska á einum mannsaldri. Úrslit málsins urðu þau að breytingartillögurnar féllu og þing Breta lýsti yfir því, að kirkja landsins væii og skyldi vera mótmælendakirkja. Fregnun- um var samstundis víðvarpað um gjörvalt England. Mælt er að erkibiskupinn af Kanataraborg, sem er áttræður öldungur tái’feldi er atkvæðagreiðslunni var lokið og málið tapað. Mun þessi úr- slitadagur á þingi Breta verða talinn meðal merkustu daga í sögu þjóðarinnar. SamYinnumál Samvinnu-útgerð. Síðan stóriðjusnið færðist á sjávarútveg íslendinga, hefir hann verið rekinn eins og gróða- fyrirtæki einstakra manna, en ekki eins og atvinnufyrirtæki al- mennings. I þessu liggur höfuð- meinsemd atvinnuvegarins. Er það og eitthvert alvarlegasta meinið í atvinnulífi þjóðarinnar og stefnir til ófarnaðar, bæði í fjárhagslegum og siðferðilegum efnum. Einstakir stórhuga og meira og minna áhættugj arnir menn hafa fengið næstum ótakmörkuð um- ráð yfir veltufé þjóðarinnar og sett það fast í veiðiflota. Umráð þeirra yfir rekstri atvinnutækj- anna hafa verið óskoruð og al- gerlega háð þeirra eigin geðþótta, eins og féð, sem þeir hafa fengið að láni hjá þjóðinni, væri einka- eign þeirra og engum öðrum en þeim kæmi það við, hversu með það væri farið og því ráðstafað. Samfara þessu hefir svo verið al- gert úrræðaleysi verkalýðsins. Hann hefir verið keyptur á torg- inu af hæstbjóðanda eins og vinnudýr eða þrælar. Aðilar þeir, sem hafa unnið að framleiðslunni: annarsvegar atvinnurekendur með fullar hendur sparifjár þjóðarinn- ar, hinsvegar verkalýður með tvær hendur tómar hafa skipast í tvær fjandsamlegar sveitir, sem halda uppi látlausum illdeilum í daglegum viðskiftum. Hagsmunir þeirra og viðhorf er ósamrýman- legt. Afleiðingar þessarar skipunar eru margvíslegar og háskalegar. Áhættugirni og gróðafýst ein- staklinga hefir leitt til ofurkapps. Miljónir á miljónir ofan hafa sokkið í mishepnuð gróðabrögð. í kaupstöðum landsins hefir risið upp eyðslulýður á aðra hönd, en öreigalýður á hina. Óskynsamleg atvinnustjórn, samkepni og at- vinnudeilur hefir meðal annars leitt til ófarnaðar þess, er víða ríkir í sjávarútvegsmálum lands- manna. Fáir hafa orðið jafnhart leiknir af öfugstreymi þessara mála eins og ísfirðingar. Samkvæmt um- sögn Alþbl. 10. þ. m. var útgerð- armálum þeirra svo komið á síð- astliðnu hausti að einir 6—6 vél- bátar gengu þaðan til veiða. Á þeim, nokkrum róðrarbátum og þeim hluta af afla tveggja tog- ara, sem lagður er á land á Isa- firði, eru reistar atvinnuvonir bæjarbúa. Framsýnir menn á Isafirði hafa séð, að hér stefnir til algers ófarnaðar, nema hafist sé handa pv-r um nýja skipun atvinnureksturs- ins. Hefir nýlega verið stofnað Samvinnufélag ísfirðinga. Af því að hér eru um nýmyndun að ræða í skipulags og félagsmálum og eitthvert hið merkasta framtíðar- málefni landsins skal hér skýrt frá fyrirhuguðu skipulagi félags- ins og starfsháttum. Upphaf félagsins eða tildrög ; voru þau, að nokkrir skipstjórai’ ; og sjómenn í félagi keyptu af bönkunum þau 5—6 vélskip, sem ; gengu frá ísafirði í haust. Eru bátarnir sameign mannanna og njóta þeir sameiginlega arðs eftir afla, enda bera tiltölulegan hlut af halla, sem verða kynni. Utan um þessi samtök er svo félagið stofnað. Verkefni félagsins er einkum í þrennu lagi: Að útvega félagsmönnum hent- ug skip til fiskiveiða, að verka og selja aflann og að sjá um sameiginleg innkaup á iðnaðarvörum. Svo er til ætlast, að bátar og skip verði sameign þeirra er á þeim vinna. Vinnur þá hver að sínu og hefir hina mannlegu hvöt sjálfshagnaðarvonarinnar til þess að vinna af alhug og ósérplægm að sameiginlegum velfamaði fé- lagsins. Þá er ætlast til að skip og vél- ar sem félagið kaupir verði ná- kvæmlega af sömu gerð svo að ódýrt og handhægt reynist að afla viðgerða og varahluta. Hefir það orðið ærið útdráttarsamt fyr- ir útgerðina, að vélar skipanna hafa verið af mjög mismunandi gerðum og þessvegna ókleift að liggja með birgðir af nauðsynleg- um varahlutum. Sameiginleg verkun aflans og sala á að tryggja þeim, sem að fyrirtækinu vinna allan arðinn af vinnu sinni. Loks er til þess ætlast, að ákveðinn hluti af tekjum félags- manna af atvinnunni verði lagð- ur í sjóð til þess að tryggja fram- tíð félagsskaparins. Verður að telja þetta mikilsvert spor með því að algert fyrirhyggjuleysi um myndun tryggingarsjóða bak við atvinnuvegina hefir orðið þeim að fótakefli. Tilraun ísfirðinga að færa skipulag atvinnureksturs síns á samvinnugrundvöll er merkileg og verðskuldar athygli og stuðn- ing góðra manna. Einsdænti. Það mun vera í fyrsta sinn í sögu þingsins að bóndi verður forseti í efri deild Alþingis. Með- an hinir konungkjörnu sátu þar, var þar jafnan forseti einhver embættismaður og þeim sið hefir íhaldið trúlega haldið, enda hef- ir það haft völdin í efri deild þangað til nú. Fer vel á því að Guðmundur í Ási leysir þá nú af hólmi og ætti efri deild eftirleið- is að geta verið borg framsókn- ar og frjálslyndis í stað íhalds og afturhalds. — Það er sennilega I líka í fyrsta sinn í sögu þingsins ; að enginn þjónandi prestur á þar j sæti. Tveir þm. eru að vísu i prestvígðir, M. J. og Tr. Þ. og j þriðji prestslærður, Á. Á. — Loks er það áreiðanlega í fyrsta sinn í sögu þingsins að kosning er undir sakamálsrannsókn, og henni ekki lokið er þingið kemur saman. St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.