Tíminn - 21.01.1928, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.01.1928, Blaðsíða 3
TIMINN 11 hetta þingmannsefni. Verða sak- lausir og- heiðarlegir kjósendur í kjördæminu að gjalda að nokkru Irinnar alvarlegu, siðferðislegu ! meinsemdar í fari þeirra, sem að ! kosningasvikunum hafa staðið. Er einsætt að þinginu ber að taka föstum tökum á þessháttar málum til varnaðar þeim, er í ; framtíðinni kynnu að vilja ! fremja glæpi gegn lýðræðisskip- j un þjóðarinnar. — Þar við bæt- ; ist að hlutaðeigandi þingmanns- j efni hefir skipað sér í flokk þeirra manna, sem hafa sýnt full- trúa réttvísinnar í Hnífsdalsmál- inu fullkomna ósvífni og virðist svo, sem hann ætti fremur að : sæta ábyrgð fyrir framkomu j sína en að vera leiddur rakleitt í | þingsæti. — Á réttarhaldi á ísa- firði 11. nóv. síðastl., þar sem J. A. J. mætti sem vitni, krafðist hann og fékk bókuð í réttarbók- ina eftirfarandi ummæli: „Eg vil þegar taka það fram, að það er til þess að hlýðnast fyrirmæl um laganna að eg mæti fyrir þess '• i;m*) rétti. Hinsvegar. dylst mér ekki, 1 að í rannsókn þessa máls eru farnar jnjög óvenjulegar leiðir og svo virð- ist sem rannsóknin beri fullkominn blæ hinna pólitísku skoðana ráðu- nauta rannsóknardómarans. Af þessu leiðir að eg hefi styrkst í því áliti mínu, að málið sé lmfið og því fram- haldið til þess að reyna að fá ein hverja átyllu til þess að kæra kpsn- inguna í Norðui’-ísafjarðarsýslu ...“ Hér er því blátt áfram dróttað að dómaranum, að hann sé verk- færi í höndum annara manna með ákveðinn pólitískan tilgang framundan. Slík ósvífni gagnvart fulltrúa réttvísinnar virðist fyili- lega átöluverð. „Jarðarför“. Á fimtudaginn, er gengið var í kirkju á undan þingsetningunni, heyrði Mbl. á tal tveggja „dreng- hnokka á Kirkjutorginu“, sem á- litu að jarðarför væri að fara fram. Birtir blaðið í gær viðtal drengjanna, felst á skoðun þeirra og fyllir dálka sína útfarardapur- leik. En það vefst í missögnum blaðsins, hvað grafið var á fimtu- daginn. Þaim dag- fór fram út- för íhaldsins íslenska og meiri- hlutavalds þess á þingi þjóðar • innar. Megi friður hvíla yfir moldum þess látna! *) Leturbreytingin blaðsins. . Rltst j. Valtýr móðursjúkur. Ávalt síðan Jónas Jónsson tók sæti í landsstjóminni hefir Val- ; týr ritstjóri verið ákaflega órór og kvíðandi um hvaðeina er hann kynni að taka sér fyrir hendur. Ef ráðherrann hefir brugðið' sér bæjarleið hefir ritstjórn Mbl. haft neíiö i hverri gátt, til þess aö snuðra um, hverjir væru í fylgd meö ráðherranum og hvei-t ferð- i inni væri heitið. Þegai' ráðherr- ann fór norður í land skýrði Mbl. 1 aagiega frá dvalarstað hans og athöínuin. Hefir hann varla geng- ið svo út og inn í hús, að ekki komi um það skýrsla í Morg- unblaðinu. Varla þarf að ætla aö þetta sé gert af áhuga fyrir störfum ráðherrans heldui' af einskonar taugaóstyrk í ætt við móðursýki. Blaðið Vísir gerði fyrir nokkru gys að þessu upp- námi ritstjóra Mbl. Skiljanlegur j er kvíði og vanstilling Valtýs, því lengur sem „morguntafiinar' ganga fram á daginn. Þó blaða- menska af þessu tæi sé vesæl- mannlegri en dæmi eru til, vinn- ur hún það óbeina gagn að halda athygli lesenda Mbl. sívakandi um athafnir og umbótastörf ráð- herrans. Litillæti. Það má segja um hinn ný- dubbaða ritstjóra Varðar, að hann er hógvær og af hjarta lít- illátur, er hann í ávarpi sínu óskar sér ekki meiri fremdar í blaðamenskunni en það að mega líkjast Kristjáni Albertssyni! Kristján þóttist í upphafi starfs síns vera fær um að knésetja aðra blaðamenn og vera þeim til fyrirmyndar, einkum um varúð og samvizkusemi í frásögnum og meðferð heimilda. En hversu tókst honum? Hann gerðist svo latur og hirðulaus um sannleik- aim, að hann tók upp í blað sitt óbreyttar blekkingar og rakalaus ósannindi Mbl. Neðar verður ekki komist í blaðamensku. Auk þess ritaði Kristján ruddalegasta og fúkyrtasta ritmál,sem sést hefir í íslenskum blöðum síðasta manns- aldurinn. Þar á ofan var hann hirðulaus og viljalaus um lands- mál og gerði það eitt, sem hon- um mun einkum hafa verið falið að vinna: að svívirða og rægja þann mann, sem ríkastur hefir verið af hugsjónum og alhliða umbótavilja allra þeirra manna, sem fengist hafa við opinber mál á síðustu árum. — Þetta er sann- ' leikurinn um blaðamensku Krist- jáns Albertssonai’, sem hann sjálfur treystist ekki til að mót- 1 mæla, er sakir þessar v'oru nýlega | bornar á hann hér í blaðinu. — ! Má því segja, að nýi ritstjórinn i hefði sem blaðamaður tæplega getað óskað sér vesælla hlut- skiftis. . Val starfsmanna. Fyrsta árás hins nýja ritstjóra Varðar á núverandi stjóm er reist á þeirri aðdróttun, að hún láti hlutdrægni ráða vali starfs- ! manna en ekki starfhæfni mann- anna. Dylst Á. J. þess, eins og ! aðrir Ihaldsritstjórar, að báðurn fyrv. ráðherrum og fleiri íhalds- mönnum hafa verið fengin störf að vinna. Að vísu hefir stjórnin hlotið ámæli nokkurt fyrir að ; láta að tilmælum J. Þorl. um að fela honum rannsókn þjóðnýting- ■ ar síldarvinslu, en enginn hefir af þeim sökum brugðið stjórninni um pólitíska hlutdrægni fyr en 1 ritstj. Varðar gerir það nú í und- ; antekningarlausi-i ádeilu. — Ekki verður stjórnin með sanngirni ; vítt fyrir þá sök, að hún felur ! sínum flokksmönnum, að öðru ' jöfnu, fremur störf heldur en ! andstæðingum og því síður, ef j persónuleg kynni ráða valinu. Að ! öðru jöfnu eru samvinnumenn, : vegna lífsskoðana, samkepnis- mönnum hæfaii, til þess að inna I af höndum störf í almennings- ! þarfir. Ýmislegt, sem komið hef- ! ir í ljós um opinbera starfrækslu i í tíð fyrverandi stjómar og starfsmannaval hennar bendir á, I að betur mætti takast í því efni, i en að feta í fótspor hennar. j Sendimanni fyrverandi stjómar j og forstjóra Brunabótafélags Is- ' lands eru slík mistök fyrverandi j stjómar nærtæk, með því að vit- anlegt er að ekkert annað en pólitískar ástæður hafa ráðið, er honum hafa verið falin störf að vinna. Má minna á að Bjöm Þórðarson hæstréttarritari sótti móti honum um Brunabótafor- stöðuna. Sjálfur hefir hann orðið ber að vítaverðri vangeymslu starfs síns og hefir það eitt ver- ið íært til afsökunar honum, að pólitísk aukastörf hafi hamlað ihonum að sinna aðalstarfinu! Mun það verða mælt, er gerr verður kunnugt um opinbera starfrækslu Ihaldsmanna, að þeir ættu síst að telja sig fallna til siðapredikana um þau efni og að Árni Jónsson ætti fremur að spreita sig á öðru en umræðum um val starfsmanna.. „Háskólastúdent“ ritar langt mál í eitt af Ihalds- blöðunum um stúdentafræðsluna. Greinin er rituð af mikilli óvild til Framsóknar og núverandi kenslumálaráðherra. Höfundurinn er mjög andvígur því, að troðn- ingur manna inn í embættastétt- ina verði hindraður á nokkurn j hátt. Jafnframt er hann andvíg- ! ur því að sveitapiltar fái sæmi- j lega aðstöðu til jafns við Reykja- j víkurunglinga, til þess að stunda j mentaskólanám. Hann er því j andstæður prófrétti Akureyrai- ! skóla. Unglingurinn hefir auðsæi- j lega hlotið of mikið af uppeldi j sínu á götunni. Hefir hann og í tileinkað sér þá þjóðfélagshugs- | un broddborgara Rvíkur, að land- ( ið og þjóðin eigi að vera til fyrir Reykjavík og Reykjavík fyrir þá. j Frelsisskraf þessara manna er dulbúin kúgunarhneigð, sem vill skapa landfræðislega og fjárhags- j lega einokun í mentaskólamálum, j til handa unglingum Reykjavík I ur, sem hafa fullan vilja á að framlengja götulíf sitt á kostnað landsins í opinberum stöðum. GuUskúrir íhaldsins. Um 20—30 miljónir af fé þjóð- arinnar munu hafa horfið í með- förum og atvinnustjórn Ihalds- rnanna. Atvinnufyrirtækin eru flest með annan fótinn í gröfinni en blaðakostur íhaldsins hefir blómgast að vöxtum til og aukið íslenskum pósthestum erfiði fram yfir það, sem þurft hefði að vera. Vörður talar um „gróðrarskúrir Tímans“ og að sveitirnar muni blása upp andlega, ef Tíminn hætti að koma til lesendanna. Ratast blaðinu þar satt á munn. En jafnframt gerir blaðið gys að áminningu Tímans til kaupend- enna um að standa í skilum við blaðið. Blöðin, sem hafa döggvast af gullskúrum íhaldsins undan- farið, geta veitt sér það létt, að gera gys að því þegar reynt er að vinna á móti óskilseminni, sem þau með lesendabetli sínu hafa skapað í blaðaviðskiftum Is- lendinga. -----o---- Minnisstæðust verður þessi mynd, sem skáldið bregður upp í lok kvæðisins, þrungin samúð og djúpri tilfinning: . . . skaut úr haíi skýjaklökkum. skarlatsrauðum á að líta, suður yfir Bröttubrekku bar þá sjúkan örpinn hvíta. „Þér konur“ er óður til kvenna, þrunginn hita og aðdáunar, en þó ortur með rósemi og íhugun hins þroskaða manns: þér konur á eldblysum kveikið, er kveldsól að viði hnígur . . . svo reykelsisilmur og andakt frá ölturum mannanna stigur, — uns lyfta sér vængjaðar verur í vorhvolfin töfrafríð. Og þetta er sannorð saga og söm frá ómunatíð. Þá eru nokkur fleiri kvæði, sem að vissu leyti eru efni þessarar ! nýjustu bókar, eða það nýja í i henni, af því að þau heyra til . nýju tímabili í ljóðagerð skálds- ins; þau eru greinilega ort með nýjum hætti. Það eru t. d.: ! „Bjartir morgnar“, „Það vorar“, | „Fram til heiða“ og „Haustið • nálgast". Það eru hrein og tær til- ; finningaljóð, lýrisk kvæði, sem ' eru með rólegu yfirbragði, kveðin | undir valdi hóflátrar athyggju, | þar sem djúp tilfinning er eins ! og eldur falinn undir sterkum j hjúpi vitsmunaþroska og valds | yfir efni og formi, Fyrsta kvæði | Stefáns af þessari gerð er „Bjart- ar nætur“ í „óði einyrkjans", eitt hans besta kvæði, einmitt vegna róseminnar á yfirborðinu og hitans undir niðri: Eg gleðst sem bóndi yfir ull, því ársæld höfg í bú mitt draup. Af söngvaefni er sál mín full, við sjóðsins menn eg ætti ei kaup. þá seður engin sólargnótt, og saga af þeim mun blaöafá. þeir síga og hverfa i svarta nótt, og söngvar mínir lifa þá. En í kvæðinu „Það vorar“ er i undiraldan gleði, blandin trega, i gleði yfir æskunni, sem fagnar j vorinu, hiygð yfir hverfleika | lífsins. En yfir öllu saman er | tigin rósemi: | Hve sælt reyndist forðum að vakna og vaða, er var eg svolítill drengur. í túninu pollar og tjarnir standa, slíkt tælir mig ekki lengur. þvi nú er eg vaxinn að visku manna og vordagar æfinnar famir. En dætur mínar, þær Erla og Anna, þæi' ösla nú polla og tjamir. Á hlaðinu úti þær hlustandi bíða og horfa inn í blárökkurveldin. þær búast við svönum á flugi til fjalla og fást ekki í sæng á kveldin. Sjá, blárökkurmóðan um fjallshliðar færist, — nú flýgur hugur minn víða. . . . En mér þýðir lltiö að híma út á hlaði, eg hef ekki neins að biða. „Haustið nálgast“: Haustið nálgast, hríð og vetrarrosinn, senn er ekki sólar von, senn er áin frosin. Ógnar myrkrið oss á norðurströndum, innra grætur óðfús þrá eítir suðurlöndum. Himinn yfir! Huggast þú, sem grætur! Stjörnur tindra, geislar guðs, gegnum vetramætur. Vetrarnóttin varla mun oss saka, fyrst að ljósin ofan að yfir mönnum vaka. Manni kemur á óvart, að þetta gamla rímnalag eigi í sér þvílík- an yndisleik í hljóðfallinu, og sýnir Stefán jafnan, hver brag- snilling-ur hann er. Þessi kvæðagerð Stefáns svar- ar til fullorðinsáranna í aldri hans, og þessi blær er auðsær á mörgum hinna seinni kvæða hans. Hann gefur ekki efninu eins lausan taum og fyr. Hann mótar og' vegur, og vitsmunirnir stilla tilfinningunni hóf. Þetta er framþróun og náttúrleg breyting, en það er ekki framför í þeirri merkingu, að hin seinni kvæði séu betri hinum fyrri, því að slíkt má varla verða. Stefán er fyrst og fremst æskunnar skáld, ástaskáldið, tilfinningaskáldið, er trauðla á sinn líka. Eg hefi þann skilning, að hversu vel sem hann nú yrkir, þá sé hann í skáldskap sínum staddur á einskonar gelgjuskeiði. Hann hefir sagt skil- ið við æskuna, og honum ferst í því viturlega, að hann reynir ekki að halda aftur af lífinu: hann reynir ekki að yrkja æskukvæði á fullorðinsaldri. Eg hefi þá trú, að hann eigi enn fyrir sér nýjan þroska, ef honum endist líf. Þeg- ar kyrð kemst á hans innra líf, eftir rót umskiftanna, þá koma æskuárin og' æskudi*aumai*nir á ný, í hreinleik minninganna, og verða að nýjum kvæðum. Líf Stefáns hefir blakt á skai’i árum saman. En hvort sem hann á enn fyrir sér langa æfi eður ekki, þá gaf hann okkur þegar í tveim sínum fyrstu bókum hin dýrustu kvæði. Hann er einn af þeim skáldum, sem með einhverju því, sem ekki verður fyllilega skýrt, tekur af öll tvímæli um snildina í kvæðum sínum, ein- hverju, sem grípur mann öðruvísi en alt annað. Hann hefir tjáð okkur mannlegar tilfinningar í allri einfeldni og hispursleysi, en með þeim hita og innileik, og þeirri orðsnild, að hvorki auðmýkt Hallgríms né lotning og tilbeiðsla Matthíasar tekur mann fastari tökum. Því að hin mesta snild er sjálfri sér jöfn, á hverju sviði sem er. Þar er ekki eitt öðru meira. Helgi Hjörvar. Jörð til sölu Eitt af höfuðbólum landsins er til sölu. Hlunnindi til lands og sjávar. Upplýsingar gefur R. P. LEVÍ, Reykjavík. Sérverslun Stórt sápu- og' ilmvatna-finna sem hefir fulltrúa í Reykjavík, óskar að komast í sambönd við fólk út um landið, sem gæti sett upp verslun fyrir eigin reikning með sápur og „toilet“ og „hus- holdnings“-vörur. Æskilegt væri að viðkomandi hefði 2500 kr. til að byrja með. Tilboð merkt „Sápa“, leggist á afgreiðslu þessa blaðs. íhaldsmenn gera sig ógurlega reiða yfir því að meiri hluti þings taldi rjett að láta athuga í nefnd hvemig það ætti að afgreiða kosningu Jóns Auðuns. Hin smæstu mál sem t þingið hefir til meðferðai: eru öll sett í nefnd, í báðum deildum. En þegar glæpir hafa verið framdir í sambandi við kosning-u sem aldrei hefir borið við fyr á íslandi svo að uppvíst hafi orðið, þá mótmæla íhalds- menn því og „attaníoss“ þeirra Sigurður Eggerz, að þingið gæti svo- sóma síns að finna með ró- legri athugun í nefnd heppilegt fordæmi fyrir afgreiðslu slíks stórmáls. St. ---Q... Fréttir. Tíminn kemur næst út á undan á- ætlun vegna þingfrétta. Cfestir í bænum. Meðal gesta í bæn- mn hefir Tíminn orðið var við þessa auk alþingismanna: Sigurður Bjark- lind kaupfélagsstjóri Húsavík, og dótt- ir lians Sigríður, Hallgr. porbergsson bóndi Halldórsstöðum í Laxárdal. Björn Haraldsson Austurgarði, Itrist- in systir lians, Indriði Hannesson Kelduneskoti, Jón Guðmundsson Keldunesi, ltafn Ingimundarson frá Brekku. Siðast talin fimm öll úr Noi'ður-þingeyjarsýslu. — Karl Finn- bogason skólastjóri á Seyðisfirði, Halldór Ásgrimsson kaupfélagsstj. Borgarfirði, þorsteinn Jónsson kaup- félagsstjói'i Reyðarfirði, Davíð Jó- hannesson simastjóri Eskifirði. Páll ísólfsson hélt konsert í Fri- kirkjunni á fimtudagskvöldið. Að- stoðannaður hans var að þessu sinni W i 11 y H ö r t i n g. Hefir Páll aug- lýst að hann ætli að halda konserta þessa íimtudaga: 9. febr., 1. mai's, 22. mars og 12. apríi kl. 9 síðdegis alla dagana. Ættu bæjarbúar að votta góðan smekk sinn og auðga sálu sína með því að njóta þeirrai' göfugu listar sem Páll ísólfsson hefii' að bjóða. Sambandið. Stjórn Sambands ís- lenskra samvinnufélaga heldur fund um þessar mundir. Leiðréttlng. í grein Guðmundai' Jónsson frá Torl'alæk í 4. tbl. Tím- ans, sem kom út i dag, hafa fallið úr 2 línur í miðjum fremsta dálki 14 síðu. þar stendur: „Áma er auð- sjóanlega meinilla við alla landbún- aðai'kandidata og á milli línanna o. s. frv., e.n á að vera „— — land- búnaðarkandidata. Hann segir ýmsar tröliasögur af vankunnáttu þeirra í búnaði og á milli línanna o. s. frv.“ Kocb ofursti, sem hér er kunnur af Giænlandsferðum sínum, er ný- dáinn. Helstu Grænlandsför sína fór hann 1912—13, um þvera jökla, og var með honum í þeirri ferð Vigfús Sigurðsson, síðar vitavörður á Reykjarnesi. Hafði hann með sér ísl. hesta og hafði áður farið reynslu- ferð um Vatnajökul. Hann varð síð- an yfirforingi danska flughersins. Hans póstur Hannesaon er nýlega dóinn, af afleiðingum uppskurðar. Hann var kominn á óttræðisaldur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.