Tíminn - 21.01.1928, Síða 2

Tíminn - 21.01.1928, Síða 2
10 TIMINN Forsetar Alþing is 19 2 8 Guðmundur Ólafsson, forseti Efri deildar. Nefndakosningar. Kosningar í fastanefndir þings- ins féllu sem hjer segir: Efrí deild: Fjárhagsnefnd: Tngvar Pálmason, Björn Kristjáns- son, Jón Baldvinsson. FJ árveiting anefnd: Einar Árnason, Jóhannes Jóhannes- son, Páll Hermannsson, Ingibjörg H. Bjarnason og Erlingur Friðjóns- son. | Samgöngumálanefnd: Pnll Hermannsson, Haildór Steins son og Einar Ámason. Landbúnaðamefnd: Einar Arnason, Jónas Kristjánsson <>g Jón Baldvinsson. Sj á vnrút vegsnefnd: Erlingur Friðjónsson, Halldór Steinsson og Ingvar Pálmason. Mentamálanefnd: Páll Hermannsson, "Jón þorláksson I Alþingi Þingsetning. Eins og lög stóðu til var Al- þingi sett fimtudaginn 19. þ. m. og hófst athöfnin kl. 1 e. h. með guðsþjónustu 1 dómkirkjunni eins og venja er til. Séra Friðrik Hall- grímsson dómkirkjuprestur sté í stólinn. I prédikun sinni kom presturinn inn á kjamann í stjórnmálum allra landa, en það er viðhorf þeirra, er starfa að opinberum málum, til alþjóðar, sem fyrir er unnið. Benti hann á og brýndi sterklega fyrir áheyr- endum að sérdrægnin og vöntun hins kristilega anda jafnt í opin- beru lífi sem hinu einstaklings- lega væri hin nagandi meinsemd í fari hverrar þjóðar. — Ein- mitt um þetta er tekist á í stjómmálum landanna. Annars- vegar eru samkepnismenn, með ríka einstaklingshyggju, sem vilja hlynna að hagsmunum þeirra einstaklinga, sem teljast- „hæfastir“. Hinsvegar eru um- bótamenn í skipulagsefnum, sem telja að hvert málefni beri að leysa með almenningsheill fyrir augum. — Á síðustu árum hafa þeir menn, er trúa á réttmæti hinnar dýrslegu samkepni og bar- áttu manna í svonefndum þjóð- félögum verið sviftir meirihluta valdi bæði hér á landi og víðar á Norðurlöndum. Þjóðimar gerast meir hneigðar til skipulagsum- bóta, félagshyggju og samvinnu. Að guðsþjónustu lokinni gengu þingmenn í Alþingishúsið og til sæta. Las þá Tryggvi Þórhalls- son forsætisráðherra upp boðskap konungs, þar sem hann kallar saman þingið. Lýsti forsætisráð- herrann því yfir að sett væri 40. löggjafarþing Islendinga. Var þá hrópað nífalt húrra fyrir konung- inum. Gekk þá til forsetastóls Bjöm Kristjánsson aldursforseti þings- ins. Skiftust þingmenn í kjör- deildir og var síðan fundarhlé meðan kjördeildimar athuguðu kjörbréf manna. Að því loknu var aftur settur fundur. 1. og 8. kjördeild lögðu eiijróma til að kjörbréf þau er þær höfðu til at- hugunar yrðu tekin gild. 2. kjör- deild varð ekki á eitt sátt um kjörbréf þm. Norður-ísfirðinga. Lagði meiri hluti til að frestað væri að taka ákvörðun um kosn- inguna, en minni hlutinn lagðist á móti því og vildi láta veita þm. N.-ísf. þingmannsréttindi þegar í stað eins og öðram þingm. Fram- sögum. meiri hlutans var Magn- ús Torfason en minni hlutans Jón Þorláksson. Var tillagan um frestun á ákvörðun samþ. með 25 atkv. á móti 17. Ástæðumar fyrir þessari afstöðu voru mis- fellur þær á kosningu í Norður- ísafjarðarsýslu síðastl. sumar og atkvæðafölsun, sem nú er undir rannsókn. Er einsætt að rannsaka beri afstöðu J. A. J. til þess máls. Forsetakosningar. Að þessu loknu var gengið til kosninga á forseta sameinaðs þings. Við fyrstu kosningu hlaut Magnús Torfason 19 atkv., Jóhannes Jóhannesson 15, Jón Baldvinsson 5, en tveir seðlar voru auðir. Hafði þá enginn hlot- ið meirihluta greiddra atkvæða og varð því að kjósa aftur. Hlaut þá Magnús Torfason 20 atkv. en Jóhannes 15, en sex seðlar voru auðir. Varaforseti Sameinaðs þings var kosinn Ásgeir Ásgeirsson, en skrifarar Ingólfur Bjamason og Jón ólafsson. Til þess að taka sæti í Efri deild auk hinna landkjörnu þing- manna voru kjörnir þessir menn: Einar Árnason, Guðmundur ó- lafsson, Ingvar Pálmason, Páll Hermannsson, Erlingur Frið- jónsson, Björn Kristjánsson, Halldór Steinsson og Jóhannes Jóhannesson. Síðan skipuðu þingmenn sér í deildir og voru kosnir forsetar deildanna. 1 Efri deild var kosinn Guðmundui- Ólafsson með 8 atkv. en Halldór Steinsson hlaut 6. 1. varaforseti var kosinn Jón Bald- vinsson, 2. varaforseti Ingvar Pálmason. Skrifarar Einar Áma- son og Jónas Kristjánsson. I Neðri deild var kosinn forseti Benedikt Sveinsson með 14 atkv., Magnús Guðmundsson hlaut 9, en 4 seðlar voru auðir. 1. varaforseti var kosinn Þorleifur Jónsson og 2. varaforseti Jörundur Bryn- jólfsson. Skrifarar vom kosnir Halldór Stefánsson og Magnús Jónsson. og Erlingur Friðjónsson. Allsherjamefnd: Jón Baldvinsson, Jón þorláksson og Ingvar Pálmason. Neðri deild: FJárhagsnefnd: Hannes Jónsson, Ólafur Thors, Halldór Stefánsson, Sigurður Eggerz og Héðinn Valdemarsson. FJ árveitinganefnd: Ingólfur Bjamason, Pétur Ottesen, þorleifur Jónsson, Jón Sigurðssori, Magnús Torfason, Haraldur Guð- mundsson og Bjarni Ásgeirsson. S amgöngumálanefnd: Hannes Jónsson, Hákon Kristófers- son, Gunnar Sigurðsson, Magnús Guðrmindsson, og Sigurjón Á. Ólafs son. Landbúnaðarnafnd: Jörundur Brynjólfsson, Jón Ólafs- son, Bernharð Stefánsson, Einar Jóns- son og Lárus Helgason. SJávarútvegsnefnd: Sveinn Ólafsson, Jóhann Jósefsson, Sigurjón Á. Ólafsson, Óiafur Thora og Jörundur Brynjólfsson. Mentamálanefnd: Árgeir Ásgeirsson, Magnús Jónsson, Bemharð Stefánsson, Jóhann Jósefs- son og Lárus Helgason. Allsheri amefnd: Sveinn Ólafsson, Magnús Guð- mundsson, Gunnar Sigurðsson, Há- kon Kristofersson og Héðinn Valde- marsson. Stjórnarfrumvörp. Eftirfarandi stjómarfrumvörp- um var útbýtt í þinginu þing- setningardaginn: 1. Frumv. til fjárlaga fyrir árið 1929. 2. Frv. t. fjáraukalaga fyrir áriö 1926. 3. um samþykt á Landsreikningn- um 1926. 4. um frnmlenging á gildi laga um verðtoll. 5. um breytingu á lögum 37, 27. júní 1925 um heimild fyrir ríkis- stjórnina til þess að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisvið- auka. 6. um breytingu á lögum nr. 16, 13. júní 1925 um breytingu á 33. gr. laga 7.1, 28. nóv. 1919 um laun em- bættistnanna. 7. um heimild handa ríkisstjórn- inni til ríkisrekstrar á víðvarpi. 8. um sundhöll í Reykjavík. 9. um heimild fyrir landsstjómina aö byggja hús fyrir opínberar skrif- stofur. 10. til hjúalaga. 11. um smíði og rekstur strand- ferðaskips. 12. um dýralækna. 13. um e.ftirlit með verksmiðjum og vélum. 14. um lífeyra fastra starfsmanna Búnaðarfél. íslands. 15. um nokkrar breytingar á hegn- ingarlöggjöfinni og viðauka við hana. ----o--- r A víðavangí. Þingrn. N.-ísfirðinga. Mbl. í gær ærist með öllu út af frestun þingsins á ákvörðun um kjörbréf þingm. N.-Isfirðinga. Telur það, að af því að atkvæða- fölsunin í N.-ísafjarðarsýslu hafi einnig snert kosningar í Stranda- sýslu og ísafjarðarkaupstað, þá beri að vísa þingmönnum þeirra kjördæma úr sætum sínum. En kosning þessara manna var ein- róma samþykt. Mun og ástæðan fyrir frestuninni ekki hafa verið sú, að gert sé ráð fyrir að endur- kosning um sömu frambjóðendur myndi breyta aðalniðurstöðu. Hitt er heldur að óviðkunnanlegt mun þykja að leyfa hiklaust þingsæti þeim manni, sem kosinn hefir verið í kjördæmi, þar sem sannað er að atkvæðafölsun hef- ir farið fram og að því er líkur benda til í kjörliði hans, meðan það mál er undir rannsókn. Með- an dómur er ekki genginn í mál- inu verður að telja óupplýst á hvem hátt það kann að snerta Stefán frá Hvltadal Helsingjar. — Rvík. 1927. „Ó guð, án þín er létt vor list og lífið eítirsókn í vind. í trúnni á þig og kærleik Krists er kynslóðanna svalalind". Þetta erindi er í einu kvæði Stefáns í „Óði einyrkjans“, sem út kom 1921. Það er sú eina af bókum Stefáns, sem valdið hefur hneykslum, og var mest rætt um eitt ástalífskvæði í þeirri bók, sem engra hluta vegna var þess vert. Ein setning í því er hálf- klúr, niðurlag þessa erindis: „Hún sagðist vera saklaus — því að í þeim ljóðlínu, er stráks- legur tónn, sem ekki hæfir slíku skáldi sem Stefán er. En annars er kvæðið hvergi svo, að ástæða væri til að rífa klæði sín. Annað mál er það, að slík kvæði má kalla þarfleysu. En hneykslum valda þau helst, ef einhver fer að smjatta á því, sem gera má klúrt í meðferðinni, og svo fór Stefáni, alveg eins og Fröding fór áður um „Morgundraum“ sixm. En hvorki Fröding né Stefáni var nein þörf að kveða um svo óskáldlega hluti, nje ganga svo nærri yrkisefni sínu, að virða mætti til klúryrða. Eg minnist á þetta hér, af því að Stefán hefir ófyrirsynju legið undir álasi fyr- ir þetta kvæði, vegna þess að það var fært til verri vegar með ómaklegu og glánalegu lofi. En um snildarkvæði hans í þeirri sömu bók hefir minna verið talað. Þessi nýjasta bók Stefáns, „Helsingjar“, hefst á trúarsálmi: Vexilla Regis (Merki konungsins, þ. e. krossinn); það er fagur sálmur og innilegur. En allur fyni hluti bókarinnar er trúar- sálmar eða helgikvæði og katólsk Ijóð. Einna fegurst em fyrsti sálmurinn og „Heilaga móðir“. Það hefst svo: Heimta lýðinn hæstu jól herrans fyrir veldisstól; gef að lífs míns giftusól gangi heið til viðar: Fagnað eilífs friðar! Skírlegt gjör fyrir Skaparans ráð skáld hins forna siðar! Lát þú Drottins liknarbál lýsa hverri vökusáll Áður liýsti íslenskt mál árdagsgeisla þína. Skáldin fornu skína. Líkna þú, Móðir, lýða kind! Leys þú tungu mína! Sum önnur þessara kvæða em íburðarmeiri og dýrar kveðin, svo sem hrynhenda til van Rossum kardínála og „Þorlákur biskup helgi“. Víða í þessum kvæðum er fyll- ing trúar og innileika, og sá hreinleiki sársaukans, sem er kjaminn sjálfur í mörgu því feg- ursta, sem Stefán hefir ort. En þar sem hann kveður dýrast, verður það stundum á kostnað innileikans, eins og er í „Heil- agri kirkju“. Sú drápa er frábær að bragfegurð og málkyngi; hún er glæsileg og tiginmannleg, en j líkust konungakvæði. Það vantar í þá drápu eitthvað það, sem maður finnur í þessum einföldu orðum séra Einars í Heydölum: „Með visnasöng eg vögguna þína hræri“. Einhvem kynni að undra það, að skáldið, sem gaf út „Söngva förumannsins“, brennandi, taum- laus ástaljóð, fyrir tæpum.10 ár- um, skuli nú yrkja sálma og ka- tólsk trúarkvæði. En þetta em engin fjarskaleg umskifti. Því að innileikinn, jafnvel í ástakvæðum Stefáns, er oft trúarlegs eðlis. „Hve Eysteins Lilja er innfjálg af ást hans til jarðneskrar konu“, segir hann sjálfur. Guðagáfa Stefáns er ríki og djúp tilfinning- anna. En viðkvæmni og heitar til- finningar geta snúist hvort held- ur í munaðarlíf eða í meinlæti hins helga manns, eftir því sem með er farið. Og hver mundi greina til fulls milli hins jarð- neska og andlega kærleika? „Erla“ Stefáns, sem er perlan meðal ljóða hans og ein dýrasta perla íslenskra bókmenta, hefði eins vel getað snúist í bænarsálm eða í dýrðaróð til guðsmóður. I einu kvæði segir Stefán: Hvert göfugt hjarta á sér helgidóm. þar anga skínandi eilífðarblóm, hver hugans göfgi því blóm sín bar, og Guð er daglega gestur þar. Ef hræðir þig lífsins tál og tóm, þn flýðu í hjarta þíns helgidóm og teyga frá rósunum trú og þrótt, svo ilmi blandist hver andvökunótt. Ef syndin þjer hjálpar til sigurs í þraut, er gróðurinn horfinn og Guð á braut. þér hlustandi sáuð, er himnamir skópust og hafdjúp leystust úr dróma. é Og hjörtu yðar vér heyrum —því harpan var jarðríki geymd— i hofskálum aldanna heyrast þau slá, en hinna þögnuð og nafnlaus gleymd. Ekki veit eg-, hvað mætti kalla trúarljóð, ef ekki þetta. En þetta er í „Söngvum förumannsins" og : þetta hefir Stefán ort í æsku, samtímis ástakvæðunum, þeg-ar : „sjö voru jafnan sólir á lofti" og hann kvað þetta: í gæfunnar stað kaus eg konunnar ást i og kvæði og dýrar veigar, þegar hann kvað um skarlat og ; flos skógarins, og þetta: , Nú kem eg, Gleði, í kvöld á þinn fund og kyssi í auðmýkt þinn fót. Skáldið unga tekur með auð- j mýkt á móti gjöfum sjálfrar ; gleðinnar. Það er trúareðlið í í lund hans og lotning hans fyrir tign lífsins, í hverri mynd sem hann leitar þess. Síðari hluti „Helsingja“ er ver- aldleg kvæði, og er þar fyrst „Þér skáld“. þér skáid frá útsævi alda við upprás töfrandi ljóma, Frá gulnuöum bókarblööum hin blessaða angan streymir — sem meyjunnar vangi er mýktin í hætti, er minningar yðar geymir. Og sjálfur eg lifi þá sælu, er sál yðar töfraði mest, og stjörnubjört hvolfþekja aldanna yfir þeim ársal, er hýsir mig þreyttan gest. Næst er erfidrápan um Bjarna frá Vogi. Það er langt kvæði, en veldur ekki sjálfu sér; ádeilan á andstæðinga Bjarxia er alt of lítil- mótleg og gerir það að dægur- kvæði, því að seinni tíminn lítur rólegum augum á þras fortíðar- innar. Eins er það, að stjómmála- þóf Bjama hin síðustu ár getur síst aukið á orðstír hans. Hitt er heldur, að hann hafði svo mikl- um manni að má pólitískt, að þau ár munu ekki skerða sæmd hans. Hann mun gnæfa yfir ald- irnar sem fullhuginn, sem ekki kunni að hræðast . . . málsnjall betur manni hverjum, miklu hæstur drengskap öllum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.