Tíminn - 26.01.1928, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.01.1928, Blaðsíða 2
16 TlMINN Um frumvarpið sjálft, eins ogr það liggur fyrir, þarf ekki að fjöl- yrða, umfram það, sem tekið er fram í athugasemdunum, sem því fylg-ja. Tilefni til frekari skýringa kann að gefast, þegar þingmenn hafa haft tækifæri til að kynna sér frumvarpið og málið kemur síðar til umræðu. Það virðist þegar orðið aug- ljóst, að jafnvel þótt frumvarpið sýni lítilsháttar tekjuafgang, eins og það nú liggur fyrir, muni verða nauðsynlegt að gera ráðstafanir til tekjuauka, því ef að vanda lætur, má búast við að sumir gjaldaliðir kunni að hækka eitt- hvað og einhverjir nýir að bætast við, áður en málið verður afgreitt til fullnustu. Eins og öllum mun kunnugt, er yfirgnæfandi hluti gj aldalið- anna fyrirfram lögboðinn og aðrir þannig, að erfitt er að draga úr þeim svo nokkru nemi. Það yrðu þá einungis framlögin til verk- legra framkvæmda, sem einhverju mætti um þoka. En slíkt verður að teljast neyðarúrræði, og það því fremur, sem þeir þegar hafa verið skertir nokkuð frá því sem áður var, og til muna frá því sem forstöðumenn hinna ýmsu ríkis- stofnana hafa lagt til. Það virðist ^igi á Jtæða til að fjölyiða frekar um fjárhagsá- standið að svo komnu, en hins veg- ar verður leitast við að gefa upp- lýsingar um sérstök atriði, sem kynnu að þurfa frekari skýringa. Að endingu skal þeim tilmælum beint til háttvirtrar fjárveitinga- nefndai- að hún taki til athugunar hvort ekki muni hægt að breyta starfstilhögun nefndarinnar þann- ig, að fjárlögin gætu orðið af- greidd á skemri tíma en átt hefir sér stað að undanfömu. ----o----- Kosningar í Færeyjum eru nýlega um garð gengnar. Sækjast þar á tveir stjórnmálaflokkar, Sjálfstæðis- menn og Sambandsmenn. Auk þeirra hafa og Jafnaðarmenn sfn flokks- samtök. Úrslit kosninganna urðu þau að kosnir voru 13 sjálfstæðismenn og einn jafnaðarmaður, sem fylgir þeim að málum en 8 sambandsmenn. Hafa sjálfstæðismenn, sem berjast fyrir auknu stjómfrelsi Færeyinga þannig i fyi-sta sinn komist í meiri hluta á þingi Færeyja. Er og meiri- hlutinn greinilegur. Var úrslitunurn mjög fagnað meðal sjálfstæðismanna um allar eyjar og efna Færeyingar til hátíðar og gleðisamkvæmis heima hjá foringja Sjálfstæðismanna Jo- hannesi Patursson. Þrír fslenskír málarar (íslenska málverkasýningin í Kaup- mannahöfn er nýafstaðin og virðist yfirleitt hafa fengið góðar viðtökur. I tilefni af sýningunni hafa birst margar greinar um íslenska málara- list; i dönskum blöðum, sem hafa verið skrifaðar af skilningi og vel- vild. Hefir hrafl úr sumum þeirra verið birt í dagblöðum Reykjavíkur. Grein þessa, sem hér fer á eftir, hef- ir Georg Gretor ritstjóri — sem að miklu leyti sá um undirbúning sýn- ingarinnar — skrifað. þar sem eg veit að marga út um sveitir þes^g. lands mun fýsa að heyra hvað sagt er um ísienska málaralist erlendis, hefi eg þýtt hana og beðið um rúm fyrir hana í dálkum Tímans. R. Ásg.). Þegar dæmt er um íslenska málaralist, má maður ekki gleyma að íslenska þjóðin telur ekki meira en 100.000 sálir og að mál- aralistin íslenska er eiginlega að- eins 25 ára að aldri. Þegar tekið er tillit til hins stutta tíma og smæðar þjóðarinnar, er undrun- arvert hve listin er á háu stigi í bestu verkunum. Þrír bestu mál- aramir eru Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes KjarvaL Á víðavangi. í andófi. Sú nýstárlega reynsla Ihalds- manna, að öðrum en þeim séu l falin úrslit mála á þingi, er þeim ærið þungbær, enda taka þeir ósigiánum eins og vanstilt gamal- menni. Gleiðletraðar fyrirsagnir og upphrópanir blaða þeirra bera vott um ástand sálarinnar í flokknum. — Þykir sýnt, hverja ' meðferð þeir ætla að hafa um i andstöðuna á þingi. Þeir ætla að | beita talfærum Magnúsar dósents i til hrellingar þingi og þjóð. Magn- ; ús er allra manna framhleypnast- ! ur í andstöðuliðinu, óstaður í máli en hugmyndasnauður. Hann er samskonar áhald í þingliðinu eins og Mbl. meðal málgagn, vel fall- inn til margmælgi og blekkinga. — Þessum manni hafa Ihalds- menn nú falið að stangast í hverju máli og valda þeim mál- töfum er hann megi við koma, | Um leið og íhaldsmenn eru svift- ir aðstöðunni til beinna skemda- verka í málefnum þjóðarinnar, leitast þeir við að gera það næst- versta, að vefjast fyrir umbóta- málum Framsóknarfl. Ógreindasti og málhvatasti liðsmaður íhalds- ins í Nd. situr í andófi. Enn meira Iítillæti hefir ritstjóri Varðar sýnt fyr- j ir hönd flokks síns en fyrir sína eigin hönd. Sjálfur hugsar hann ekki hærra en að gerast slíkur blaðamaður sem Kr. A. Hinsveg- ar hefir hann þegjandi játað að pólitískur skipreiki Ihaldsins lík- ist þeim óglæsilegu atburðum, sem gerðust, er „Mafalda“ fórst fyrir ströndum Brasilíu. Ósatt er það, að Tíminn hafi líkt Fram- sóknarflokknum við „Titanic“. Hins vegar mun Framsóknar- mönnum annan veg farið en Ihaldsmönnum um það að þeir myndu fremur kjósa að sýna drengilegt þreklyndi, eins og far- þegamir á „Titanic" heldur en að berja hver annan af kili eins og „samkepnismennimir“ á „Maf- alda“. Komið við kaun. Fyrir nokkru síðan leitaðist Jón Þorláksson við, að sýna fram á, að landsverslun stríðsáranna hefði valdið fjártöpum og ófamaði sumra kaupmanna. Hugsunar- gangurinn var þessi: Af því að landið tók í sínar hendur sumt af versluninni, losnaði handbært fé kaupmanna og var sett í áhættufyrirtæki og óspilun og tapaðist þannig. Hæpin mun þessi ásökun í garð landsverslunar, að hún eigi að bera einskonar sið- ferðislega ábyrgð á fyrirhyggju- bresti og áframsýni kaupmanna. Var það sök landsverslunar að Garðar Gíslason fór ekki að ráð- um félaga síns, Óskars Halldórs- sonar, um sölu síldarinnar árið 1919 og tapaði, að sögn, miklu fé af þeim sökum? Misfellur, sem kunna að vera í heilabúi sumra kaupmanna og sú staðreynd, að þá brestur verslunarhyggindi á móts við Óskar Halldórsson, er landsverslun algerlega óviðkom- andi. Hefir Jóni Þorl. tekist ófim- lega, er hann þannig í afsóknum sínum gegn landsverslun kom við kaun Garðars og fleiri manna í liði sínu. Alþingi Tíminn getur ekki, vegna skorts á rúmi, flutt ítarlegar fréttir af hverju einu, sem gerist á Alþingi. AðstöÖu lúaðsins er og þann veg háttað, að þess gerist lítil þörf. Bæjarblöðin flytja nærstöddum lesendum ítarleg- ar fréttir daglega. þingfréttir berast ekki til þeirra, er 1 fjarsveitum búa, fyr en löngu eftir að atburðirnir ger- ast. Síðar meir flytja Alþingistiðind- in heildarfréttir af þinginu og um- ræður í málum til allra þeirra, sem hirða um að vita full deili þess, er gerist á Alþingi. Hitt skiftir miklu fyrir allan þorra manna í landinu, að liann fái glögt yfirlit um höfuð- stefnur i landsmálum og meginátök á þingi þjóðarinnar. Tíminn mun þvi leitast við að segja sögu þingsins á þann hátt, að dvelja nokkuð við þau atriði er mestu máli skifta, en láta fremur hjá líða að greina frá því, er minna varðar. Tafir þingmanns N.-ísfirðinga. Sú varð niðurstaða í rannsókn kjörbréfa, að kosning allra þing- manna var athugasemdalaust tekin gild, að undanskilinni kosningu þm. N.-ísfirðinga. Tíminn hefir áður flutt skýrslu um hvar komið var rann- sóknum i atkvæðafölsunarmálinu i N.-ísafjarðarsýslu. Síðan skýrsla sú var birt, hefir málið enn verið nndir rannsókn. Meiri hluta þingsins, þ. e. Framsóknarflokknum og Jafnaðar- mönnum þótti einsætt að athuga bæri gaumgæfilega hversu með skyldi fara slikan hlut, sem kosningu og þingmannsréttindi manns, sem kos- inn er í kjördæmi, þar sem sannað er að glæpsamlegt athæfi hefir átt sér stað í sambandi við kosninguna. — í Englandi gildir sú regla, að ef það sannast að kosinn þingmaður eða nánir fylgismenn hans og samverka- menn í stjórnmálum eiga beinan eða ólæinan hlut að kosningasvikum, þá er kosning hlutaðeigandi manns ekki einungis gerð ógild, heldur er kjör- dæminu ekki gefinn kostur á að úr- skurða um kcsninguna að nýju, heldur andstæðingur mannsins tek- inn inn í þingið. — petta gerist í landi, þar sem lýðræðisréttindi eru meira virt en einstaklingar, jafnvel slíkir sem Jón Auðunn Jónsson og þar sem siðferðisvitund þjóðarinnar i opinberum málum myndi krefjast fylstu refsingar fyrir,slík afbrot, sem hér um ræðir. — Hiutverk þingsins og skylda er að rannsaka eftir föng- um afstöðu þingmannsefnisins gagn- vart kosningasvikunum. Úrskurður þess í slíku máli á að vera reistur, ekki einungis á grundvelli laganna heldur jafnvel fremur á þeiiTÍ sið- ferðislegu vitund og réttlætiskend, sem er undirstaða kviðdóma. — Ihaldsmenn á þingi voru allir sem einn maður mótfallnir því, að mál þetta væri nánar athugað og kröfð- ust þess, að J. A. J. yrði tafarlaust leiddur til þingsætis. — Er einsætl að afgreiða beri með gætni og athug- un svo óvenjulegt mál og mikilsvarð- andi og skapa varanlegt og réttlátt fordæmi, þó um stund vei’ði frestað þingsetu fulltrúa þess kjördæmis, sem hefir fóstrað í skauti sér þá mein- semd, er valdið hefir kosningasvik- unum. pingstytting. Höfuðástæðan fyrir stjórnarskrár- breytingu þeirri sem verið hefir á döfinni á fyrri þingum og samþykt var á síðasta þingi var tilraun að draga úr kostnaði við þinghaldið. En breytingin um þinghald annað hvort ár og breytingar stjórnarskrárinnar yfir höfuð, hafa fengið mjög daufar undirtektir hjá þjóðinni og munu sæta mikilli andstöðu á þingi. þykir mörg- uni einsætt að þjóðfél. verði að halda aðalfund árl. eigi síður en hin smæstu félög innan þess og að þverrandi fari þær ástæður í lífi að starfsemi þjóð- ariunar sem gera það fært, að taka ákvarðanir um fjármál hennar og önnur efni, svo löngu fyrir fram, sem verða myndi við þinghald ann- aðhvort ár. — Munu margir kjósa nð hverfa íremur að þvi ráði að leita spamaðar í hreyttum og bætt- um vinnubrögðum þingsiiis. Hafa nú verið gerðar ráðstafanir til þess nð fjárveitinganefndir geti lagt meiri vinnu daglega í afgreiðslu fjárlaga- frumvarpsins, en verið hefir á undan- förnum þingum. Gera menn sér von- ii um, að unt verði að stytta þingið á þennan hátt, ef það verður ekki dregið á langinn með máltöfum og orðaskvaldri andstöðuflokksins. Mun vera full þörf á að endurskoða ákvæði þingskapanna um umræður á þingi. { bættu skipulagi á því sviði mun vera að finna veigamestu ráð til þess að stytta þingið. Frá þingfundum. Fátt hefir enn gerst á þingfundum er sérstök ástæða sé til að greina frá. Ráðherramir hafa lagt frumvörp sín fyrir þingið og liafa þau gengið umræðulitið til nefnda. Skal þó laus- lega drepið á fátt eitt, sem gerst hefir í sambandi við framlagning frumvarpanna. þegar dómsmálaráðherra lagði lram i Nd. frv. um sundhöll í Reykja- vík, stóð upp Magnús Jónsson 1. þm. Itvikinga til þess að þakka stjórn- inni fyrir málið. En þakkarræðan var kynlega saman sett, því hún var nálega öll skammir og brigslyrði í garð stjómarinnar og einstakra þingmanna fyrir Reykjavíkurandúð. Teygði hann orðlopann um aukaat- riði og fjarskyld málinu eins og teikningu af sundhöllinni og heima- vistir við Mentaskólann. Magnús Guðmundsson tók og i strenginn með honum og þótti kynlegt er ráðherr- ann vildi veita Reykjavík meira að tiltölu en sveitum væri veitt til bygg- inga sundlauga. Benti ráðherrann á, að hann hefði á fyrri þingum barist fyrir hækkuðum styrk til sveitanna en ekki fengið því framgengt fyrir mótspyrnu íhaldsmanna. M-yndi kost- ur að lagfæra það á þessu þingi. Við íyrstu umræðu máls, sem M. J. Ivvaðst vera þakklátur fyrir, tókst hoíium að teygja svo orðlopann með hnútukasti og tilsletni i ýmsar áttir, að kalla varð til fjóra þingskrifara, sem áður voru öráðnir. Kátlegt mátti það heita, að velvilji dómsmálaráðherrans til sundhallar- málsins virtist koma þeim á óvart nöfnunum. þó var það fyrsta málið sem hann flutti er hann hlaut sæti a Aiþingi og mun eiga drýgstan þátl í-að málinu er komið i núverandi horf. Á þriðjudaginn iagði forsætisráð- ráðherrann stjórnarskrárfrumv. fram í Ed. Er það óbreytt eins og það var samþykt í fyrra. Urðu litlar umræð- ur. Forsætisráðherra kvaðst vera sama sinnis og í fyrra um aðalefm frumvarpsins. Hinsvegar gerðu önn- ur atriði frumvarpið líit fýsilegt. Jón þorláksson kvaðst vænta, að ekki brýsti fylgi Framsóknarflokksins, er slík yæri afstaða forsætisráðherrans. Dómsmálaráðherra bar þá frani íyrirspurn til Jóns þorlákssonar: , Hversvegna drápu íhaldsmenn í Ed. árið- 1924 stjórnarskrárfrumvarp það er þeirra eigin forsætisráðherra Jón Magnússon bar fram?“ — Jón þor- láksson kvað fyrirspurnina of seint fram komna með því að hann hefði þá talað sig dauðan. Dómsmálaráð- herra kvaðst bíða rólegur svarsins. Fjármálaráðherra lagði fram fjár- lagafrumvarpið i Nd. á þriðjudag- inn. Ágrip af ræðu hans birtist á öðrum stað í blaðinu. Að ræðu hans lokinni þurfti M. J. að taka til máls. Kvaðst ekki sjá í fjárlagafrumv. að gert væri ráð fyrir fjárlögum til tveggja ára vegna stjómarskrár- breytingar þeirrar er fyrir lægi. Út af ummælum ráðherrans um væntan- lega greiða afgreiðslu fjárlaganna í nefnd spurði M. J. hvort nú ætti að fara að kasta höndunum til fjár- lagagerðar. — Fjármálaráðherra svaraði því að frumvarpið væri bygt á þeim lögum er nú giltu í landinu, en ekki þeim, sem enn væru ekki til. Væri og allsendis óvíst um af- Ásgrímur Jónsson er þeirra elstur, nýlega orðinn fimtugur. Ásgrímur er sonur fátæks bónda á Suðurlandi og honum var í æsku komið fyrír hjá ókunnugum. Þrátt fyrir að drenghnokkinn hefur varla haft nokkurt tæki- færi til að sjá jafnvel hin ófull- komnustu myndablöð, þá hneigð- ist hugur hans frá blautu bams- beini að teikningu. Honum var komið í búð á Eyrarbakka, og menn yptu öxlum yfir unglingn- um sem hugsaði meir um að teikna heldur en um verslunar- störfin. Þó vann hann sér þar inn og sparaði saman svo marga skildinga, að hann gat farið fyrir þá til Kaupmannahafnar árið 1897. Þar varð hann fyrst að vinna fyrir sér við húsamálningu, en seinna fékk hann þó efni á að kynna sér hina svokölluðu „listmálningu“, hjá Otto Bache, Jerndorff og Grönvold. En aðal- áhrifin fjekk Ásgrímur óbeinlínis frá öðrum og sjálfur segir hann svo frá: „I Danmörku var eg hrifnast- gestur á Listasafni ríkisins og þar fékk eg náin kynni af hinum dýrðlegu frummyndum þessa mikla meistara. Og eg reyndi einnig að ná í sem flestar prent- myndir af Rembrandtsmálverk- um. En eg hafði aðeins lítinn skilning á verkum dönsku málar- anna sem mest var talað um þá í Kaupmannah. Ancher, Kröyer, Skovgárd og Zahrtmann. Seinna fékk eg ferðastyrk til Þýska- lands, Austurríkis og Italíu og í þeirri för sá eg sýningu hinna frönsku „Impressionista“ í Berlín. Svo hrifinn varð eg af þeim, að meðan eg lifi man eg eftir hverri einustu mynd, sem eg sá þar, enda var sýning þessi blátt á- fram opinberun fyrir mig. I fyrsta sinn sýndi eg málverk í\ Charlottenborg áríð 1903, og tveim árum seinna keypti lista- ' safnið í Randárósi(Randers)eina I mynd eftir mig. En ekki gat eg I hætt að vinna að húsamálningu fyr en eg fékk; 600 króna styrk árlega frá íslenska ríkinu. Og þar að auk fékk eg ferðastyrki nokkr- um sinnum. Síðan 1909 hef eg átt ; heima í Reykjavík. Á sumrin j ferðast eg um sveitir, en kem 1 heim þegar haustar, með frum- drætti að mörgum málverkum, sem eg svo mála landlagsmyndir j mínar eftir á vetuma. Og við | og við mála eg einnig andlits- myndir“. — Ásgrímur er mikilvirkur og leikni hans hefir vaxið við þann . fjölda mynda, sem hann hefir ! málað. Þó kemur fyrir að ein- j stöku mynd sé óþarflega nákvæm ! stæling á náttúrunni. Á íslandi ■ má oft sjá 10—12 myndir af j svipaðri eða næstum því sömu j fyrirmynd, sem eru aðeins endur- tekningar, en virðast ekki beint sprotnar af innilegri þrá eftir að sýna fyrirmyndina á listrænan hátt Við nánari athugun á málverk- um Ásgríms, er hægt að skipa þeim niður á viss tímabil. En stundum verður hann víst að fara nokkuð eftir óskum þeirra, sem panta myndir hjá honum og hvert tímabil í list hans hefir því til miður heppileg verk við hlið- ina á afbragðsgóðum myndum. En það er auðvelt að benda á sí- felda þróun í list Ásgríms Jóns- sonar. Hann hefur glögga tilfinn- ingu fyrir aðalatriðum landslags- j ins og getur lýst því með þrótti , og karlmensku. Og einkanlega í vatnslitamyndunum, hefir honum tekist undur vel að sýna hið ynd- islega tæra, gagnsæa loft íslands, I sem stundum virðist nærri því sjálflýsandi. Ásgrímur Jónssin er sá af öllum íslenskum málurum, , sem er léttast um að mála. • j Jón Stefánsson er nokkru yngri ; en Ásgrímur og hefir hingað til ; ekki málað eins mikið og hann. j Og það er eins og hann eigi erf- ! iðara með það, en þó er hann j ef t. v. meiri málari. Og hann er j ef t. v. sá af öllum íslenskum j málurum, sem hefir mesta þróun- . armöguleika. Myndir hans eru vel hugsaðar, ; efninu vel raðað á myndflötinn, ' litimir oft mjög djarfir, en þó j fult samræmi í öllum blæbrigð- j um. Og á þennan hátt hepnast * 1 Jóni Stefánssyni framúrskarandi vel að skýra frá því sem er geig- vænlegt og sálrænt í íslenskum fjallheimi og hinum dulsagna- kenda blæ sem yfir þeim er. Jón Stefánsson segir svo frá lær- dóms- og þroskaárum sínum: Eg byrjaði fyrst að mála eftir að eg hafði gengið í verkfræð- ingaskólann í Kaupmannahöfn í nokkur ár. Og eg fór ekki að mála vegna þess að eg væri sér- lega hrifinn af málaralistinni, eins- og maður skyldi búast við, heldur til að reyna að skýra frá ýmsu er mér lá á hjarta. En þegar eg var byrjaður að mála gat eg ekki hætt þvír en hætti aftur á móti við verkfræðinámið. Til þess að komast á listaháskól- ann teiknaði eg allmargar mynd- ir, en þegar til kastanna kom hætti eg við það, en gekk í þess stað 1 málaraskóla Zahrtmanns. Hið þýðingarmesta fyrir mig frá þeim skóla var hin ástríðufulla aðdáun á listinni sem við lær- lingarnir urðum aðnjótandi frá þeim góða kennara. Einmitt þett- að varð miklu þýðingarmeira fyr- ir mig heldur en aðferð sú sem við lærðum þar. Árið 1909 fór eg til Parísar og gekk þar í mál- araskóla hjá Henry Matisse í þau 3 ár sem hann var opinn. Þar fékk eg þá ákjósanlegustu kenslu sem hugsast gat. Eftir ströngum og ákveðnum reglum var reynt að kenna okkur að vinna sjálfstætt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.