Tíminn - 26.01.1928, Qupperneq 3
TIMINN
17
drif stjórnarskrármálsins. þó svo
kynni að fara að trnð nœði fram að
ííanga myndi ekki vera frágangssök,
að samþykkja fjárlög fyrir 1930,
enda þótt lítið myndi verða á þeim
lögnm að byggja, er samin kynnu
að verða svo löngu fyrirfram. — f
öðru lagi svaraði hann fyrirspum M.
J. um íjárlaganefndina og lýsti fyrir-
ætlunum um vinnubrögð nefndarinn-
ar, þeim sem getið er um hér að
framan.
Forsætisráðherra benti á, að l-
haldsmenn virtust ekki vera í þeim
hug að styðja viðleitni um fyrir-
greiðslu á störfum þingsins. Síðast
liðinn föstudag hefðu þeir harist fyr
ir því, að frestað væri kosningu í
ljárveitinganefndina og þá jafnframt
fyrir samsvarandi frestun á störfum
hennár. Og nú ýfðist M. J. við þeim
ráðagerðum er ætla mætti að orkaði
fljótari afgreiðslu fjárlaganna.
t
Sölvi Vigfússon
Hinn 8. sept. n. 1. lést að heim-
ili sínu, Amheiðarstöðum í
Fljótsdal, Sölvi bóndi Vigfússon,
hreppstjóri í Fljótsdalshreppi um
35 ára skeið. Ilann var jarðsett-
ur að sóknarkirkju sinni, Val-
þjófsstað, hinn 17. s. m. að við-
stöddu miklu fjölmenni.
Sölvi var fæddur að Amheiðar-
stöðum 3. mars 1854. Faðir hans
var Vigfús bóndi sama staðar,
Guttormsson stúdents og alþing-
ismanns, bónda s. st., Vigfússon-
ar prests að Valþjófsstað, Orms-
sonar prests að Keldum á Rang-
árvöllum, Snorrasonar.
Systkini Sölva eru: frú Guðlaug
ekkja sr. Jóns frá Stafafelli, frú
Halldóra ekkja sr. Gunnlaugs
Halldórssonar, Guttormur í Geita-
gerði fyrmm alþingismaður og
sr. Einar fyrmm prestur að Des-
jarmýri, nú í Ameríku.
Við lærlingarnir máluðum stund-
um í heila viku og án eftirlits
eftir sömu fyrirmynd. En svo
kom Matisse, greip sjálfur pens-
ilinn og gagnrýndi á listrænan
hátt verk hvers einstaks. Á með-
an stóðum við allir í kringum og
hlustuðum á. Hann lagði mjög
mikla áherslu á samviskusamlega
og nákvæma teikningu, og kendi
okkur að líta á mannlegan lík-
ama sem vél í hreyfingu og kom
okkur í skilning um fjaðurmagn
líkamans. Ennfremur leiðrétti
hann hjá okkur hinn gamla „aka-
demiska" misskilning um hinar
ytri línur líkamans. Þegar horft
er á hið litræna, eru iitaand-
stæðumar vitanlega þýðingar-
meiri en ytri línurnar. Um þett-
að meginatriði hefur Matisse
samið merka ritgerð, sem birtist
í „La Grande Revue“ 1908.
Enda þótt Matisse lýsti sínum
skilningi á málaralist mjög ná-
kvæmlega fyrir okkur, bæði í
orði og verki, þá reyndi hann þó
fyrst og fremst að gera okkur,
lærisveina sína, sjálfstæða í list
okkar og hrósaði ætíð þeim
verkum mest, sem honum þótti
það hafa hepnast best í. En ekki
að síður urðu þó flestir af lær-
lingum hans smá Matiss’ar og
það var einmitt það sem gerði
hann leiðan á kensiunni. Og þess
vegna hætti meistarinn við skóla
sinn, eftir að hafa starfrækt
hann í 8 ár.
Sölvi óx upp með foreldrum
sínum að Arnheiðarstöðum og
naut hins besta uppeldis og ment-
unar í uppvexti, því svo var hann
vel mentur sem best er um mið-
skólagengna menn, enda efldi
hann mentun sína jafnan síðan,
svo sem títt er um sjálfmentaða
menn. — Eftir lát föður síns
hafði Sölvi búsforráð með móður
sinni um hríð, uns hann kvænt-
ist 13. okt. 1887 eftirlifandi konu
sinni, Sigríði Sigfúsdóttur (Stef-
ánssonar prests að Valþjófsstað,
Árnasonar) hinni mestu ágætis-
konu. Bjuggu þau saman að
Arnheiðarstöðum í 40 ár með
þeim höfðingsbrag og prýði, sem
orðlagt er víða og frábært má
heita. Voru búskaparhættir með
hinni mestu rausn og forsjá,
heimilið mannmargt og gest-
kvæmt jafnan, en aldrei skortur
á forsjá og höfðingslund hús-
bænda. Voru viðtökur þeirra
hjóna í einu svo höfðinglegar, al-
úðlegar og skemtilegar, að aldrei
mun fyrnast þeim mörgu, er
þektu og nutu.
Þrjú voru börn þeirra hjóna,
er úr æsku komust: Margrét, er
lést n. 1. vetur, Þorvaldur Kjerulf,
stúdent og Droplaug. Auk barna
sinna hafa þau alið upp nokkur
fósturbörn.
Svo sem fyr er á minst var
Sölvi hreppstjóri um 36 ára skeið,
frá 1893 til vors 1927 er hann lét
af hreppstjóm sökum sjónbilunar.
Hreppstjórnarstörfum gegndi
hann með stakri órvekni og af
alúð. Ýmsum öðrum opinberurn
störfum gegndi hann og skulu þau
ekki hér talin. Hann var jafnan
mikið riðinn við félags- og fram-
faramál hrepps síns og héraðs;
eigi fyrir þá sök, að hann sæktist
eftir forráðum, heldur af því, að
sóst var eftir að velja hann til
þeirra trúaðarstarfa, sem mikils
þóttu verð; því að þeim málum
þótti vel komið, er hann rjeði eða
var meðráðamaður um, sökum
hygginda hans og mannkosta.
Þess utan var mjög leitað ráða
hjá honum 1 einkamálum, er
vanda bar að höndum, og leysti
hann hvers manns vandræði, er
til hans leitaði, með ráðum og dáð,
svo að þá var betra en áður. Mun
það einmælt, að engi maður í
sveit hans og héraði hafi notið
meira álits og trausts fyrir hygg-
indi, góðgirni, drengskap og ráð-
hollustu, er vanda bar að höndum,
hvort sem var í opinberum mál-
um, félagsmálum eða einkamálum.
Eftir Parísardvöl mína hefi eg
verið bæði í Kaupmannahöfn og
á íslandi. Flestar andlitsmyndir
mínar hefi eg málað í Danmörku.
Á Islandi er það aftur á móti
náttúran sjálf, landslagið, sem
freistar mín. En hin einkenni-
lega, eldbrunna íslenska náttúra,
sem hefur þó á sér heimskauta-
blæ, er málurum erfið viðureign-
ar. Og beri maður saman hið ís-
lenska skógarlausa landslag, og
landslag meginlandsins, finst mér
það vera sem alsnákinn líkami
borinn saman við klæddan. Ein-
mitt sökum þess að landið er svo
nakið er hin íslenska náttúra
svo undurfögur, en um leið að
sama skapi erfitt að lýsa henni á
listrænan hátt“.
Jafnaldri Jóns Stefánssonar er
Jóhannes Kjarval. Hann er eins
og Ásgrímur mikilvirkur málari.
En verk hans eru miklu ósam-
stæðari. Það er erfitt að benda á
nokkra tímabundna framþróun í
þeim. En hann er aftur á móti
mjög fjölhæfur listamaður og
hefir reynt flestar aðferðir sem
til eru, við að mála og teikna.
Kjarval hefur stundað nám við
Listaháskólann í Kaupmannahöfn
og síðan hann var þar hefir hann
þroskast einkennilega og algjör-
lega „óakademiskt“. En þrátt fyr-
ir ýmsa útúrdúra, er Kjarval, að
líkindum, sá af öllum íslenskum
málurum, sem er íslenskastur í
list sinni. Upp á síðkastið hefir
Þjóðmálum fylgdi Sölvi með
liinni mestu athygli og hafði ein-
dregnar skoðanir og skýr rök fyr-
ir sínu máli, er um var rætt. Mun
oftar en um sinn hafa verið far-
ið fram á það við hann, að hann
gæfi kost á sér til þingsetu, en
hann gerði þess aldrei kost. I
landsdómi átti hann sæti frá upp-
hafi.
Sölvi Vigfússon var meðalmað-
ur á vöxt og limaður vel, fríður
sínum, góðmannlegur og hygg-
indalegur á svip, prúðmannlegur í
fasi og á fæti. Honum var alt vel
gefið, atgjöifi andlegt og líkam-
legt og mannkostir. Og það hygg
eg, að enginn sem þekti hann
hafi getað sagt um hann nokkuð,
er til lýta mætti telja. Sæmdur
var hann riddarakrossi fálkaorð-
unnar.
Með fráfalli hans er stórt skai’ð
höggvið í bændalið landsins og
vandfylt, og sár harmur og sökn-
uður kveðinn að vandamönnum,
vinum og nánustu samvistar-
mönnum. ógleymanleg mun minn-
ing hans öllum þeim er hann
þektu.
4. nóv. 1927.
H. Stefánsson.
Fréttir.
til fvllri hlítar en áður liafa verið
rannsökuð sum atriði í brunamálinu
á Stokkseyri frá í fyrra. Hefir má!-
inu verið vísað lieim frá Hæstarétti
ti! fyllri rannsóknar.
Bæjarstjómarkosningar eru nýlega
um garð gengnar á ísafirði og Seyðis-
firði. Á Seyðisfirði hlaut listi íhalds-
manna 195 og kom að Eyjólfi Jóns-
syni. En listi verkamanna hlaut 171
atkv. Aðeins einn maður var kosinn.
— Á ísafirði voru kosnir: Til fimm
ára: Af lista Jafnaðarm. (407 atkv.)
Eiríkur Einarsson, af lista íhalds-
manna (316 atkv.) Jón Maríasson.
Til tveggja ára: Af lista Jafnaðarm.
.(427 atkv.) Vilmundur Jónsson. Listi
íhaldsm. hlaut 296 atkv. — Bæjar-
stjórnarkosningar eiga að iara fram
hér í Reykjavík næstkomandi laugar
dag. Verða þar kosnir 3 menn til
tveggja- ára og 2 til fjögurra ára.
Landhelgisbrot. Óðinn kom nýlega
til Vestmannaeyja með 4 þýska tog-
ara sem verið höfðu að ólöglegum
veiðuni i landhelgi.
Karlakór K. F. U. M. söng i Gamla
Bíó í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi.
Endurtekur hann samsöng sinn næst-
komandi sunnudag ki. 3 e. h. á sama
stað.
Fiskiþing er haldið hér í bænum
nm þessai' mundir.
Ganymedis. Johan Hansen general-
konsúll í Kaupmannahöfn, fyrv.
verslunarráðlierra Dana hefir nýlega
gefið íslandi hið alkunna líkneski
af Ganymedes eftir Tliorvaldsen.
Samkv. goðafræði Grikkja var Gany-
medes fegurstur meðal dauðlegra
manna og námu guðirnir hann
brott úr mannheimi og gerðu hann
að byrlara Zevs. Afhenti J. H. Matt-
lúasi þjóðminjaverði myndina en
Matthías flutti hana heim í síðust.u
för sinni. Jolian Hansen er mikill
listavinur; hefir safnað stóru safni
málverka. Hann keypti fyrir alllöngu
fjórar af myndiim Thorvaldsens.
Hefir hann gefið Kristjánsborgarhöll
eina og nú íslandi aðra. Ástæðuna
fyrir gjöfinni taldi hann þá, að sér
þætti við eiga, að ísland ætti mynd
cftir Thorvaldsen. þessi gjöf er á-
kaflega höfðingleg og verð stórrar
þakkar. Ekki er fullráðið hvar mynd
inni verður valinn staður en hún
verður fyrst um sinni til sýnis í
þjóðminjasafninu.
Lciðrétting. í greininni „Stjórnar-
far“ i síðasta blaði misprentaðist
5000 fyrir 50.000, þar sem talað var
um tollsvikna vindla.
Halldór Kr. Júliusson sýslumaður
er nýlega kominn til bæjarins. Jafn-
framt því sem hann mun starfa að
rannsókn og dómi í Hnifsdalsmálinu
hefir honum verið falið að rannsaka
hann vakið mjög mikla eftirtekt
með andlitsmyndum af íslensk-
um bændum; sem eru teiknaðar
í fullri stærð.
Hið fræga enska tímarit fyrir
fagrar listir „The Studio“ birti í
júni í sumar 3 af andlitsmyndum
hans og lofssamlega grein um list
hans.
Hver af þessum þremur áður-
nefndu málurum hefir heilan
söfnuð af aðdáendum í kringum
sig á Islandi og vitanlega heyrist
oft rætt um hver þeirra sé mest-
ur málarinn. Eins og sakir standa
nú, verður því ekki svarað. Og
þess vegna væri best að leysa úr
þeim vanda á sama hátt og
Goethe gerði; eitt sinn þá er hann
heyrði mjög deilt um hvor væri
meira skáld, hann eða Schiller.
Goethe brosti og svaraði: „Þið
ættuð heldur að gleðjast yfir að
eiga tvö slík skáld“.
Islendingar mega vera upp með
sér yfir því að hafa eignast þrjá
svo gáfaða málara eins og Ásgrím
Jónsson, Jón Stefánsson og Jó-
hannes Kjarval, í hinum fyrsta
ættlið íslenskra listamanna.
Georg Gretor.
Hans póstur. í dánarfregn hans
i síðasta blaði var talið að hann
hefði verið kominn á áttræðisaldur.
þetta er mishermi og var fregnin
tekin eftir öðru blaði. Hans póstur
varð sextugur í október síðastliðn-
um.
StjórnarfrumYörpin
Hér fer á eftir yfirlit um frum-
vörp þau sem ríkisstjórnin hefir lagt
fyrir þingið.
1. Frv. til fjárlaga fyrir árið 1929.
Ágrip af ræðu fjármálaráðherra, er
hann lagði fjárlagafrumv. fyrir þing-
ið, birtist á fremstu síðu hér í blað-
inu og er því ástœðulaust að fjölyrðn,
uin það liér.
2. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið
1926. 1. gr. Til viðbótar við gjöld þau
sem talin eru á fjárlögum 1926 eru
veittar kr. 1462072.94 til gjalda þeirra,
sem tilfærð eru í 10. til 17. og 19.
gr. þeirra laga. Af þessari upphæð
hefir verið varið til viðbótar við
gjöld til dómgæslu og lögreglustjórn-
ar rúml. 155 þús. kr., til samgöngu-
mála tæpum 838 þús. kr., til kirkju-
og kenslumála tæpum 110 þús., og
æru þá taldir stærstu póstarnir.
3. Frv. um samþ. á landsreikning-
um 1926., -
4. Frv. til stjórnsklpunarlaga er ó-
breytt stjórnarskrárfrumv. það sem
samþykt var á þinginu í fyrra.
5. Frv. um byggingar- og land-
uámssjóð. Af tekjum ríkissjóðs skal
árlega leggja 250 þús. kr. i sjóð er
nefnist Byggingar- og landnámssjóð-
ur. Tilgangur sjóðsins er að viðhalda
býlum í landinu og fjölga þeim með
þessum hætti: 1. Með því að veita
lán: a. til að endurbyggja ibúðarhús
á sveitabýlum, b. til að byggja upp
nýbýli á landi, sem er í einkaeign,
eða í eigu sveitar- eða bæjarfélaga,
c. bæjarfélögum og kauptúnum, sem
cru sérstakur hreppur, til að koma
upp nauðsynlegum byggingum fyrir
kúabú á ræktuðu eignarlandi bæjar-
eða hreppsfélagsins. — 2. Með því
að verja fé, samkvæmt ákvörðun
landsstjórnarinnar, til þess að byggja
upp nýbýli á landi, sem ríkið á eða
kaupir í því skyni. — Lán til þess
að endurreisa ibúðarhús á sveitabýl-
um endurgreiðist með jöfnum af-
1 orgunum er nemi 5% af allri láns-
upphæðinni árlega í 42 ár. Lán til
nýbýla á ræktuðu landi greiðist 3%%
af allri lánsupphæðinni i 50 ár. Lán
i lil nýbýla á óræktuðu landi standi
afborgunar- og vaxtalaus fyrstu 5
árin, endurgreiðist síðan á 50 árum
nn vaxta. — Söluverð og leigumáli
þcirra fasteigna er standa í skuld
við sjóðinn virðist við síðasta fast-
eignamat á hverjum tíma og virð-
ingarverð umbóta þeirra sem gerðar
hafa verið síðan fasteignamat fór
íram og skal leiga vera 4% af land-
vcrði að viðbættum 2% aí húsaverði.
- I.ánin mega nema: 1) alt að verði
aðfengins byggingarefnis, þar til telst
þó ekki sandur, möl, steinn, torf, mór
eða mosi, þótt afla verði utan land-
areignar, 2) að tveim þriðju hlutum
af kaupi steinsmiða og trésmiða, er
nauðsynlega þurfa að húsagerðinni
að vinna. — Lán úr sjóðnum má
veita: gegn hverju því fasteignarveði
sem stjórn sjóðsins tekur gilt, gegn
afgjaldskvöð af býlunum, enda séu
þau ekki veðsett með fyrsta veð-
rétti, gegn ábyrgð sýslu- bæjar- eða
hreppsfélaga að áskyldu lögmætu
samþykki æðri stjórnarvalda. —
Stjórn sjóðsins skal falin Ræktun
arsjóði íslands og hefir stjórn hans
sér til aðstoðar við lánveitingar
þriggja manna nefnd, er sé skipuð
búnaðarmálastjóra, leiðbeinanda urn
húsagerö í sveitum og þriðja manni
sem atvinnumálaráðherra velur. ;—
Landsstjórninni er heimilt að taka
alt nð 5 milj. kr. lán hérlendis eða
erlendis handa sjóðnum til stuðn-
ings starfsemi hans. — Lögin öðlist
gildi 1. jan. 1929.
þessi eru helstu atriði frumvai’ps-
ins. Við samningu frumvarpsins hef-
ir verið lagt til grundvallar frumv.
til laga um „Landnáms- og bygging-
arsjóð", er milliþinganefndin í land-
búnaðarmálum hefir samið og sent
stjórninni. En málið hefir verið bor-
ið fram á undanförnum þingum af
Jónasi Jónssyni núverandi dóms-
málaráðherra.
6. Frv. um tilbúinn áburS. Ríkis-
stjörnipni er heimilt í samráði við
stjórn Búnaðarfélags íslands að taka
í sínar hendur einkasölu á hvers-
konar tilbúnum áburði frá 1. okt.
1928. Er þá engum öðrum heimilt
að flytja hingað tilbúinn áburð, þeg-
ar þettu hefir verið ákveðið. — Rík
isstjórninni er heimilt að greiða úr
nkissjóði kostnað sem leiðir af flutn-
ingi áburðarins frá útlöndum og
milli og til allra hafna sem skip
Eimskipafélags íslands og strand-
terðaskip ríkisins koma á. — Áburð-
ur er ekki seldur öðrum en hreppa-
og bæjarfélögum, búnaðarfélögum og
samvinnufélögum bænda. Heimilt er
að leggja á áburðinn alt að 5%.
Greiðsla við móttöku skal vera und-
antekningarlaus regla. — Frum-
varpið er í aðalatriðum samhljóða
lrumvarpi, er Tryggvi þórhallsson
núverandi atvinnumálaráðherra hefir
borið fram á undanförnum þingum.
Frumv. fylgir skýrsla Bjarna Ás-
geirssonar alþm., sem fór utan að
tilhlutun rikisstjómarinnar til þess
að rannsaka ástæður í áburðarversl-
uninni.
7. Frv. um breytingu á jarðræktar-
lögunum. Frumv. er samið af milli-
þinganefndinni i landbúnaðarmálum
með hliðsjón af tillögum siðasta
búnaðarþings og gerir ráð fyrir ýms-
um breytingum, sem reynslan hefir
sýnt að eru nauðsynlegar. Ráðuneyt-
ið hefir aukið við frumv. nokkrum
atiiðum. Eitt aðalákvæðið er um
verkfærakaupasjóð: Fyrstu fimm ár-
in eftir að breytingin gengur ~ í
gildi skal aðeins greiða 4/s hluta
styrksins samkv. II. kafla jarðrækt-
arlaganna. VB skal lagður í verk-
færakaupasjóð er hafi það verkefní
að styrkja bændur til verkfæra-
kaupa 'eftir þar um settum reglum.
8. Frv. um kynbætur nautgripa.
Samkvæmt lögum frá 1905 er sýslu-
nefndum heimilt að gera samþyktir
um kynbætur nautgripa. En þau
heimildarlög hafa komið að litlum
íiotum. Fyrir því leggur ráðuneytið
til að sett verði lög um þetta efni
Idiðstæð lögunum frá 1926 um kyn-
bætur hrossa, með því að kynbætur
nautgripa verði að teljast eigi minna
i.auðsynjamál fyrir landbúnaðinn.
9. Frv. um búljártryggingar. Heim-
ilt er sveita- og bæjarfélögum að
stofna - vátrvggingarsjóði með skyldu-
ábyrgð fyrir kýr, kynbótanaut, kyn-
bótahesta og hrúta. — Vátrygging-
arsjóður bætir 4/b hluta alls þess
skaða ei- eigendur eða afnotahafar
Vátrygðra gripa verða fyrir af hvers-
konar vanhöldum gripanna, ef ekki
er um að kenna fóðurskorti, hirðu-
leysi eða handvömm hlutaðeigenda,
þjóna þeirra eða nánustu erfingja.
— Árið 1929 skal stofna sjóð, er
nefnist Búfjártryggingasjóður ís-
lands, með tillagi úr ríkissjóði, er
nemi 15 þús. kr. árlega í 20 ár sam-
íleytt. Hlutverk sjóðsins er að end-
urtryggja fyrnefnda vátryggingar-
sjóði sveita- og bæjarfélaga. — Bú-
fjártryggingar af þessu tæi hafa
verið til umræðu á tveimur síðustu
Búnaðarþingum og eru nú settar
hér í frumvarpsform. þær miða til
þess að tryggja menn gegn þungu
tjóni af missi verðmætra gripa og
til þess að gera vátrygt búfé veð-
liæft.
10. Frv. um vamir gegn því að
gin- og klaulaveiki og aðrir alldýra-
sjúkdómar berist til landsins. Frv.
þetta er breytingar og viðauki við
lög nr. 22, 15. júni 1926, sem ætlast
er til að falli úr gildi um leið og
frumv. þetta verður að lögum. Á-
kvæði laganna eru ströng og eink-
um miðuð við gin- og klaufaveikina.
11. Frv. um Mennlngarsjóð. „Stofna
skal sjóð er nefnist Menningarsjóður.
Tilgangur hans er að styðja almenna
menningu í landinu, rannsókn is-
lenskrar náttúru og þróun þjóð-
legrar listar. — Til sjóðsins fellur
árlega alt andvirði fyrir áfengi,
hverju nafni sem nefnist, sem ólög-
lega er flutt til landsins og upptækt
gert af réttvísinni, svo og allar sekt-
ir fyrir brot á áfengislöggjöfinni
bæði samkvæmt landslögum og lög-
reglusamþyktum. í fyrsta skifti
skulu falla til sjóðsins hluti ríkis-
sjóðs fyrir upptækt vin og áfengis-
sektir, árið 1927“. — Nánar er sund-
urliðað hversu verja skal tekjum
sjóðsins er koma til úthlutunar og
skal verja þeim að jöfnu til bók
menta, náttúrufræðirannsókna og
listaverkakaupa fyrir landið. —
Frumhugsunin er sú, að verja þvi
fé er ríkinu áskotnast þannig vegna
skorts á menningu þjóðinni til upp-
eldis og sálubótar. (Framh.)