Tíminn - 18.02.1928, Blaðsíða 1
©faíbferi
oo, afgrci&5luma6ur íímans er
XunnDeig }5 o r s t e t n s öó I li r,
Sambanöstjúsinu, Xeyfjapíf.
jS^fgrriböía
timans er í Sambanösfjúsinu.
®pin öaglega 9—\2 f. Ij.
Simi 496.
xn. ftr.
Reykjavík, 18. febrúar 1928.
8. blaö.
Tryggingar
atyÍRiiurekstrarlána.
1 frumvarpi Ihaldsmanna í Ed.
um atvinnurekstrarlárt er eitt at-
riði, sem hingað til hefir verið
of lítill gaumur gefinn. En það
eru tryggingar lána til atvinnu-
rekstrar. Er þar gert ráð fyrir,
að höfuðstóll og vextir atvinnu-
rekstrarlána, er bændum yrðu
veitt, samkvæmt frumvarpinu.
skuli verða endurgreitt að fullu
fyrir 15. des. ár hvert. Og í c-lið
3. gr. frumv. er komist að orði á
þessa leið: „Ef ekki er staðið að
fullu í skilum með greiðslu höfuð-
stóls og vaxta á réttum tíma,
verður félagið (rekstrarlánafélög)
svift rekstrarláni næsta ár, eða
lengur, ef miklar sakir eru“.
Mörgum mun þykja, að hér sé
gert ráð fyrir hörðum kostum.
Skal ekki fjölyrt hér um einstök
skipulagsatriði né um það, hvers-
konar vottur slík ákvæði eru um
glöggan skilning á verslunarhög-
um bænda. En meginhugsunin,
sem á bak við felst um trygging-
ar lána til atvinnurekstrar, er
fyllilega þess verð, að henni sé
gaumur gefinn.
Fjármálasaga landsins á síð-
ustu árum og ástæður íslenskra
peningabúða votta það, svo að
ekki verður á móti mælt, að
tryggingum lána til atvinnu-
rekstrar landsmanna hefir verið
stórlega áfátt. Er mál til komið,
að gera um það umbótaráðstaf-
anir þær, er færar þykja. Hér
eiga þó ekki allir landsmenn
óskilið mál. I skipulagi samvinnu-
félagi bænda er fólgin sú fylsta
trygging, sem atvinnurekendum
er unt að setja. Tiltölulega lítiU
hluti ag veltufé bankanna hefir
staðið í lánum hjá íslenskum sam-
vihnubændum, enda hafa bank-
arnir nær engu tapað af þeim lán-
um. Eigi að síður mun tap bank-
anna á lánum til atvinnurekstrar
nema 2 eða á 3. tug miljóna
króna á síðustu 8 eða 9 árum.
Hefir það fé nálega einvörðungu
tapast á sjávarútveg og mishepn-
uðum verslunarbrögðum. Væri
það ekki vonum seinna, þó nú
yrði tekið til athugunar á hvem
hátt unt væri að koma í veg fyr-
ir þessu gífurlegu fjártöp og van-
tryggingar atvinnureksturslána.
Er þá einsætt, að láta eitt yfir
ganga alla atvinnurekendur bæði
til sjávar og sveita. Hitt, að vilja
gera ráðstafanir til þess að setja
skilamönnum landsins hörðustu
kosti, sem verða má, en láta fjár-
málaóreiðu og vanskil útgerðar-
manna og kaupmanna afskifta-
laus, er sú tegund af fjármála-
réttlæti og víðsýni í þjóðfélags-
málum, sem sver sig ótvírætt 1
ætt feðra sinna, Jóns Þorláksson-
ar og Bjöms Kristjánssonar.
Óverjandi dirfska bankanna í
útlánum til fjárgróðabralls, óspil-
unarsemi, fjáreyðsla og prettvísi
atvinnurekenda við sjóinn hefir
alt til samans komið þjóðinni í
það fjármálaöngþveiti, sem hún á
nú við að stríða. Orsök þessa er
vitanlega sú, að eigi hafa verið
settai- fullnægjandi tryggingar
fyrir lánum til atvinnurekstrar.
Hafa og risið grunsemdir um, að
sum þau gjaldþrot, sem orðið
hafa, séu fjárprettir einir, til þess
gerðir, að stelast frá skuldbind-
ingum og réttmætum kröfum. Af-
leiðingar þessarar fjármálaóreiðu,
eru gífurleg fjártöp bankanna,
sem þeir verða að vinna upp með
okurvöxtum um óyfirsjáanlegan
tíma. En slíkir fjármálakostir
hafa í för með sér margvíslegt
okur og dýrtíð, sem vandséð er,
hvenær af muni létta. Þannig
verða þung syndagjöld þessarar
fjármálaléttúðar og prettvísi hluti
af þeim arfi, sem núlifandi kyn-
slóð skilar í hendur eftirkomenda
sinna. Sú gjaldabyrði, er nú ærið
þung orðin og því mál komið að
leita þeirra mótvama, sem fært
þykir að yfirsýn gætnustu manna
og réttsýnustu.
Nú mun því verða haldið fram,
af hálfu íhaldsmanna að torvelt
muni að grípa hvaivetna inn í
útlánastarfsemi og tryggingar-
ráðstafanir bankanna. Er því til
að svara, að bankamir hafa til
ráðstöfunar annaðtveggja fé
landsins beinlínis eða erlent láns-
fé á ábyrgð ríkissjóðs. Er því
einsætt að slíkar mótbárur yrðu
veigalausar. Fjártöp bankanna og
ófarnaður kemur að lokum niður
á allri þjóðinni. Er henni þess
vegna bæði rétt og skylt að sjá,
eftir föngum, ábyrgð sinni borg-
ið. Af undanfarinni reynslu er
þegar ljós orðin ótvíræð nauðsyn
að setja hinu hættulega valdi
bankastjóma þær lagaskorður,
sem unt er.
Dapurleg reynsla hefir nú loks
sannfært síldarútvegsmenn um
það, að þeim sé leiðin framundan
algerlega ófær án einhverskonar
skipulags. Eru því líkur til, að á
þessu þingi verði sett lög um það
efni. Isfirðingar efna til skipu-
legrar sjávarútgerðar. Þannig
hníga hugir manna til þeirrar
niðurstöðu, að samkepnin og
skipulagsleysi í lífi og atvinnu-
brögðum þjóðarinnar, sé háska-
leg þjóðfélagsmeinsemd. Eru því
miklar líkur til að leitað verði
skipulegrar atvinnustjómar og
afurðasölu í öllum atvinnuvegum
landsins. Verða 0g á þann hátt
og engan annan skorður reistar
gegn þeim fjárhagslega og sið-
ferðislega voða, sem þjóðinni er
búinn af völdum núverandi at-
vinnuhátta samkepnismanna
landsins. — En gegnum þesshátt-
ar skipulagslöggjöf er auðvelt að
koma við ákvæðum um trygging-
ar rekstursfjárlána.
Af framangreindum ástæðum
vill Tíminn gera þá kröfu til
þings og þjóðar, að svo fljótt
sem unt er verði tekin til rann-
sóknar eftirfarandi tvö atriði:
1. Á hvern hátt unt kynni að
vera að styðja atvinnuvegi lands-
ins með skipulagslöggjöf.
2. Á hvem hátt verði við kom-
ið gildum tryggingum rekstrar-
fjárlána.
Utan úr heimi.
Danir þekkja sína.
Tíminn hefir orðið þess á-
skynja frá Danmörku, að þeir
báðir Magnús Guðmundsson og
Jón Þorláksson hafa verið sæmd-
ir stórkrossi Dannebrogsorðunn-
ar; annar í fyrra, hinn árið þar
áður. Hvorugur virðist hafa þor-
að, að láta blöð sín skýra frá
þessm-----Aldrei varð Hannes
Hafstein í þvílíkum metum hjá
Dönum. — Vill ekki Morgunblað-
ið upplýsa hvort þessi fregn muni
vera á rökum bygð og ef svo er,
hversveg^te. þessir stór-dansk-
heiðruðu menn hafa haldið þessu
leyndu?
-----0----
Enn um norsk stjómmál.
Sú varð raunin á að stjóm
verkamanna í Noregi varð ekki
lengi í sessi. Skömmu eftir að
Hornsrud og félagar hans höfðu
tekið við völdum gaf verkamanna-
stjórnin út opinbera tilkynningu í
anda róttækra sameignarmanna.
Var þar lýst yfir, að stjómin
skoðaði það aðalviðfangsefni sitt
að undirbúa hið nýja sameignar-
i'íki sem vaxa skyldi upp af rúst-
um auðvaldsfyrirkomulags nú-
tímans.
Vinstrimannaflokkurinn mun
hafa heitið Homsmd einskonar
hlutleysi til bráðabirgða og gert
þá ráð fyrir að norskir verka-
menn myndu fylgja fordæmi
Brantings og Stauningsstjórn-
anna í Svíþjóð og Danmörku, sem
störfuðu í anda venjulegra um-
bótaflokka, en reyndu ekki að
framkvæma aðaláhugamál flokks-
ins, meðan verkamannastefnan
var í minnihluta í landinu.
Þegar vinstrimenn sáu hve rót-
tæk stjóm Homsrud vildi gerast,
fól flokkurinn Mowinckel foringja
sínum að bera fram vantraust á
stjómina, Fylgdu vinstrimönnum
þá að málum bæði bændaflokkur-
inn og hægidmenn. Mowinckel var
falið að mynda stjórn og er hann
bæði forsætis og utanríkisráð-
herra. Ekki hefir enn borist fregn
um það hverjir aðrir stjómmála-
menn skipa ráðuneyti hans. En
telja má víst að bændur 0g hægri-
menn láti stjórn hans hlutlausa
fyrst um sinn, og að verkamenn
séu einir í andófi.
Ef gera á sér grein fyrir til-
drögum þessara snöggu og
óvénjulegu veðrabrigða verður að
líta á séreðli norska verkamanna-
flokksins. Hann er og hefir verið
miklu lengra til vinstri en hlið-
stæðir flokkar annarsstaðar á
Norðurlöndum. I Svíþjóð er
verkamannaflokkui’inn nú lang-
öflugastur allra flokka 0g þykir
sennilegt að innan fárra ára muni
hann ná meirihluta í báðum deild-
um þingsins. En þó að svo færi,
myndi engin bylting verða í Sví-
þjóð. Verkamenn myndu halda
við her og flota, eins og venjuleg
borgaraleg stjóm, en vinna að
hægfara umbótum, en gera ráð
fyrir að þúsund ára ríkið þyrfti
langan aldur til að myndast.
Mjög svipað er ástandið í Dan-
mörku. Þar eru verkamenn sterk-
ur en hóflegur umbótaflokkur. I
engu landi í Evrópu er jafnvel
séð fyrir jarðneskum þörfum ör-
eiganna eins og þar. Þeir eru
trygðir móti hverskonar verald-
legum ófamaði, og líta ekki á
jarðlífið eins og sérstakan tára-
dal.
En í Noregi er alt öðru máli
að gegna með kjör verkamanna
og hag þeirra. Dýrtíðin er mikil,
kaupið lágt, og lífsbaráttan hörð.
Iðnaðurinn í Noregi hefir þotið
upp á svipstundu. Mikill hluti
verkamannanna er alinn upp í
hinum dreifðu bygðum, synir og
dætur fjalla- og fjarðabænda.
Unga fólkið hefir streymt til
hinna ungu iðnaðarbæja, fengið
þar vinnu að vísu, en í gífurlegri
samkepni við harðmúlaða gróða-
menn og spekúlanta, sem lifðu í
dýrlegum fagnaði, að því er vlrð-
ist á afrakstri erfiðis hinna að-
komnu manna. Undir slíkum
kringumstæðum verður stétta-
baráttan hörð og óvægin. Bænda-
bömin úr sveitinni, sem alin eru
upp við frjálsmannlegt jafnrétti
öreiganna sættu sig ekki við
stéttaskiftinguna og auðkúgun
: iðjuvaldsins. I þessu liggur ástæð-
1 an til að verkamenn Noregs taka
; meir með djörfung en framsýni
j á málum sínum. Og af fáu staf-
| ar þroska Noregs og framtíð
! meiri hætta, en af of hröðum
vexti fésýsluvaldsins í landinu.
J. J.
Um landhelgisgsslu.
í nýútkomnu hefti af Ægi er
farið allhörðum orðum um at-
hafnaleysi af hálfu dönsku varð-
skipanna hér við land og gefið í
skyn, að íslensku varðskipin muni
vera á góðri leið með að læra
hæglætið af gæsluskipum Dana
hér við land.
En sagan er sjaldan sögð öll,
þegar einn segir. Ef þess er getið
að Fylla og Fálkinn séu oft inni
á höfnum, þá er rétt að geta þess
um leið, sem þau hafa vel gert.
Árið 1925 komu í landhelgissj óð
rúmar 200 þús. kr. fyrir tilverkn-
að dönsku varðskipanna. Árið
eftir rúm 180 þús. og síðastliðið
ár 100 þús. kr. Alls hafa dönsku
i varðskipin síðustu þrjú árin afl-
| að í landhelgissjóð fyrir hálfa
miljón króna, en fyrir þá upphæð
getur landið keypt sér nýtt
strandgæsluskip jafngott öðni.
Til að gefa lesendum blaðsins sem
ljósasta hugmynd um mál þetta
yfirleitt, hefir Tíminn snúið sér
til eins af starfsmönnum lands-
ins, sem um mörg undanfarin ár
j hefir kynt sér vel framkvæmd
landhelgisvamanna og birtist álit
hans í næsta blaði.
Á víðavangi.
Fjáihagsarfurinn.
Eftir alt fjárstjómargrobbið
skildi Ihaldsflokkurinn við ríkis-
sjóðinn með um 800 þús. króna
tekjuhalla. Ástæðan var sú, að
þegar að kosningum dró, tók
íhaldsflokkurinn að vingast við
kjósendur sína einkum við sjóinn,
með því að fella niður skatta þá,
sem í fullri nauðsyn voru settir
1924 og suma jafnvel eldri, eins
og kolatollinn. Við fyrstu umræðu
fjárlaganna á þingi nú orðaði
Magnús Kristjánsson fjármála-
ráðherra þetta á þá leið, að Jón
Þorl. hefði skipað sjúklingnum (þ.
e. ríkissjóðnum) að fara á fæt-
ur fyr en heilsa hans hefði leyft.
Eina ráðið, sem fyrir hendi verð-
ur, er að grípa aftur til fyrri
tolla auk annara úrræða, til þess
að verjast áframhaldandi ófam-
aði ríkissjóðsins og algerðri kyr-
stöðu í framkvæmdum. — Árið
1924 vom þingmenn yfirleitt sam-
taka um fjárhagsviðreisnina. Má
vænta að íhaldsmenn telji sig nú
siðferðislega skuldbundna, til þess
að styðja þessháttar. ráðstafanir.
Elliglöp B. Kr.
Furðuleg endaskifti hafa nýlega
orðið á Birai gamla Kristjánssyni
gagnvart samábyrgð. Eins og
kunnugt er hefir hann varið
miklu af kröftum sínum 0 g
nokkm af öreigaeyri sínum, til
þess að hnekkja því skipulagi í
félagsmálum bænda. Nýlega sagði
hann að slíkur háski væri hvergi
í skipulagsmálum nema á Rúss-
landi og í íslenskum samvinnu-
félögum. Nú hefir hann, ásamt
félögum sínum í Ed. borið fram
frumv. til laga, þar sem stofnað
er til nýrra samábyrgðarfélaga,
sem að ábyrgðarskipulagi yrðu al-
gerlega hliðstæð samvinnufélög-
um bænda. Nú er þrent til: Að
! alt, sem B. Kr. hefir hingað til
sagt um samábyrgð bænda, hafi
verið sagt á móti betri vitund, að
hann hafi nú öðlast nýjan og rétt-
an skilning í því máli, eða að elli-
glöp valdi því, að hann hefir far-
ið svo hastarlega í gegnum sjálf-
an sig. Mun síðasta tilgátan sanni
næst. Enda hefir honum nú skil-
i ist hversu aðstaða hans er skop-
i leg og vill nú óvægur fá mönnum
bætt í fjárhagsnefndina til þess
I að þurfa ekki, í augsýn þing-
heims, að kara þann draug sem
hann hefir um tugi ára stimpast
i við að kveða niður, en vakið síð-
an sjálfur upp á gamals aldri.
i • ■ #•
i Þingfréttir Mbl.
j. munu að þessu sinni vekja meiri
1 furðu allra smekkvísra manna en
! nokkru sinni áður. Hefir það
1 tekið upp þann hátt að birta út-
drátt úr umræðum á þingi og er
Valtýr höfundurinn. I einu orði
i sagt beitir hann svipaðri sann-
| sögli og smekkvísi í frásögn eins
I og Vesturland gerði í Hnífsdals-
i málinu og verður þá ekki lengra
i jafnað! Er þar gefinn fegraður
; útdráttur úr ræðum íhaldsmanna,
1 en afskræmd sundurslitur og út-
j úrsnúningar úr ræðum andstæð-
i inga blaðsins og varla annað en
! það, sem það þykist geta hengt
i hatt sinn á. Þar á ofan fellir það
inn í þessar frásagnir lýsingar á
líkamsútliti þingmanna og per-
sónulegar skammir og dylgjur í
þeirra garð. Þessar svívirðingar
setur blaðið oftast innan sviga.
.— Mundi víða mega leita í sið-
uðum heimi, til þess að finna því-
líka fréttaritun, sem Ihaldsblöðin
íslensku temja sér. Enda þykir
slík sorpblaðamenska bera vott
| um lágt andlegt og siðferðilegt
þroskastig þeirra, er á bak við
standa.
Eftirhreytur.
Reyndar má telja að lagst sé
á náinn, með því að veita Kr. A.
I fyllri blaðamenskueftirmæli en
J orðið er. Grein hans í Verði 4.
; febr. síðastl. gegn ásökunum Tím-
! ahs er ekki annað en veikróma
J stuna sakbitins manns, sem leitar
afsakana fyrir það, hversu smán-
arlega honum tókst „siðbótar“-
starfið meðal íslenskra blaða-
manna. Er hún þannig af sama
toga spunnin eins og tímarits-
grein hans síðastl. sumar, þai’
sem hann reyndi að breiða marg-
mælgi óheilindanna yfir ávirðing-
ar sínar í blaðamenskunni. I fyr-
nefndri Varðargrein kemst hann
að þeirri niðurstöðu, að hann
geti verið mikilmenni(!) þrátt
fyrir sorpritun sína og lítilmann-
legasta orðbragð, sem óprýtt hef-
ir blaðamensku hér á landi. Dreg-
ur hann þá ályktun út af um-
mælum erlends rithöfundar, sem
hann hefir fundið í afsakanaleit-
inni. Að vísu er ályktunin óbein,
með því að umræddur rithöfund-
ur hefir ekki kynst störfum þessa
kynlega afbrigðis í hóp ritandi
manna. En hver myndi hafa orð-