Tíminn - 18.02.1928, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.02.1928, Blaðsíða 2
28 TÍMINN ið dómur Ellen Key um Kr. A., sem áleit sig gæddan rithöfundar- hæfileikum, en sem tókst á hend- ur níðritun í hagsmunaþágu þröngsýnna sérgæðinga, vann ár- um saman vísvitandi á móti ná- lega hverskonar umbótaviðleitni í landinu, og sem þóttist sétla að verða fyrirmynd blaðamanna, en setti varanlegan smánarblett á ís- lenska blaðamensku? — Til fróð- leiks um það hvemig blaða- menska Kr. A. hefir ltomið fyrir sjónir þeim mönnum, sem álengd- ar standa og hlutlausir um stjóm- málabaráttuna hér á landi, skal bent á ummæli Heimskringlu 5. okt. síðastl. Ritstjórinn, Halldór Sigfússon frá Höfnum, greindur maður og gætinn, ritar þar um stjómarskiftin á Islandi og rek- ur ummæli íslenskra blaða. Mixm- ist hann meðal annars á grein Kr. A. „Með lygum skal land vinna“, tekur upp nokkur ummæli úr henni og segir síðan: „Þessum rithætti myndu menn frekar búast við á Balk- anskaganum en frá greindum, ungum maxmi, er ætlaði sér að bæta blaðamensku á Islandi. FuUyrðingin um að íslenskir bændur velji sér foringja, er byggi alt líf sitt á hollustueið við lygina fer svo hátt yfir markið, að átakanlega miimir á blaðamenskuna í Tennesee, •eins og Mark sálugi Twain lýsti henni". — Þannig skipar þessi hlut- lausi áhorfandi blaðamensku „sið- bótarniannsins" á bekk með því lakasta, sem sögur fara af! Sann- ast átakanlega á Kr. A. að „hver sem upphefur sjálfan sig mun niðurlægjast". — Sjálfs sín vegna ætti Kr. A. að hverifa undir yfir- borð íslenskrar blaðamensku. Þögnin og gleymskan hæfir hon- um best. Sig. Eggerz og skuldir bænda. Kr. A. segir í Varðargrein sinni 4. febr. að ritstjóri Tímans hafi kallað Sig. Eggerz náníðing fyrir þær einar sakir, að hann hafi minst lítilsháttar á skuldir bænda. Fæst hér eim eitt dæmi um blaðamenskuráðvendni Kr. A. — Sig. Eggerz, sem hefir smjaðrað og hræsnað fyrir samvixmubænd- um í Dölum, lætur við og við dreifa um Reykjavíkurgötur rit- sneplum, þar sem haldið er á lofti svívirðilegu illmæli B. Kr. og annara ofsækjenda samvinnu- félaganna um forystumenn bænda í samvinnumálum. Illmæli þetta er á þá leið, að foringjam- ir, sem B. Kr. kallaði „félag í Reykjavík“ hafi vísvitandi sökt bændum í skuldir, til þess að leggja með skuldum og ábyrgðum pólitískan fjötur um fót þeirra. Nú vita það allir að Hallgrímur Kristinsson var mestur samvinnu- frömuður í landinu á uppgangs- árum félaganna, enda er Sam- band íslenskra samvinnufélaga, form þess og starfshættir merki- legasta lífsafrek H. Kr. og sam- verkamanns hans Péturs á Gaut- löndum. — Þegar S. E. segir að skuldir bænda eigi, samkvæmt láðstöfunum foringjanna, að verða hin „pólitíska kjölfesta“ í Framsóknarflokknum, þá hittir illmæli þetta fyrst og fremst H. Kr., sem mótaði núverandi fé- lagsskipun bænda. — Dómur Tím- ans um S. E. er því síst ofmæli. óskamfeilni MbL Jón Kjartansson fyrrum þm. V.-Skaftfellinga sneri sér nýlega til stjórnarinnar um að fá til af- nota skjöl í máli því er Gísli Sveinsson hefir haft til meðferð- ar í þrjú ár vegna uppsagnar á einu íhaldsblaði þar úr sýsl- unni. Var málaleitun Mbl. um að fá skjöl úr stjómarráðinu lánum, neitað með þeim rökstuðningi að Ihaldsstjómin hefði álitið málið rannsakað í botn, og að rannsókn hjá Mbl. gæti tæplega haldið áfram, bæði af alveg formlegum ástæðum, og þá ekki síður af hinu að Mbl. falsaði daglega nálega all- an sinn fréttaburð, úr dómsmálum, eins og kunnugt er frá Hnífsdals- málinu og úr þingmálum eins og sannast á hverjum degi í þing- fréttum blaðsins. Má það heita furðumikil dirfska, að sorpblað eins og Mbl. skuli leyfa sér að biðja um skjöl lánuð úr dóms- málaráðuneyti landsins. „Stýfingin“ og Mbl. Eins og kunnugt er hefir Tr. Þórhallsson forsætisráðherra bar- ist manna mest á móti krónu- hækkunaræði Jóns Þorlákssonar. Snögg og gífurleg hækkun hafði nær komið öllum atvinnurekstri landsmanna ofan fyrir bakkann. Árið 1926 borguðu öll togarafé- lög Reykjavíkur samanlagt um 3000 kr. í eigna og tekjuskatt. Framsóknarfélag Reykjavíkur klukkan 8l/2 e heldur fund í Sambandshúsinu þriðjudaginn 21. m. UMRÆÐUEENI: Landbúnadariög-gjöfin Málshefjandi: Bernharð Stefánsson, alþ.m febrúar Stjórnln Verðfestingin var samskonar nauðsyn eins og að fá fastan grunn undir byggingar lands- manna. — Nú hamast Mbl. að Tr. Þ. fyrir það, að bera ekki fram „stýfingar“-frumvarp. Þann- ig hefir blaðið, sem jafnan barð- ist á móti verðfestingunni, alger- Iega snúið við blaðinu og heimtar nú skjótar stýfingarráðstafanir. En þessi óþolinmæði Mbl. er óþörf. Stefna Framsóknar var aö stöðva gengið og koma í veg fyr- ir frekari sveiflur. Eru miklar vonir um að það muni takast, Enda munu nú fáir óska gengis- breytingar. Vitsmunaskortur og fáfræði Mbl. veldur því, er það álítur að ástæða sé til að setja ; ný myntlög, áður en alment verð- í lag í landinu hefir að fullu leitað I sér jafnvægis. — Hitt er vísvit- andi fals MbL að Framsóknarfl. hafi lofað að lækka skuldir bænda með gengisráðstöfunum. Árásir Mbl. á Framsókn og forsætisráð- | herrann sérstaklega út af gengis- málinu eru því á engu bygðar. „Takmörkuð samábyrgð“. Mikið er brosað að samábyrgð- arbaráttu íhaldsmanna í Ed. Nú láta þeir Mbl. flytja nýtt heiti á samábyrgðinni og kalla „takmark- aða samábyrgð“. Eins og sýnt verður fram á hér í blaðinu, áður langt um líður, er samábyrgð B. Kr. & Co. alveg samskonar og í samvinnufélögum bænda. Þetta samábyrgðarmál íhaldsmanna verður kýmnilegasti þáttur þing- sögunnar að þessu sinni. ----o---- Alþingi Ingvar Pálmason og Erlingur FriÖ- jónsson ílytja frv. til áfengislaga. Eru þar fœrð saman þau lagaákvæði, sem til eru um meðferð áfengis, en auk þess ýmsum nýmælum bætt við. M. a. er ákvæði um að innsigla skuli áfengisbirgðir allra skipa, annara en erlendra herskipa á fyrstu höfn og ekki leyft að leysa neitt af þeim und- an innsiglum, fyr en skipið fer al- farið frá landinu. Jóhann Jósefsson flytur írv. um að verja alt að 70 þús. kx. úr rikissjóði til viðgerðar og fullkomnunar á hafnargörðunum i Vestmannaeyjum, gegn tvöföldu framlagi úr hafnarsjóði Vestmannaeyja. Bernharð Stefánsson flytur svo- hljóðandi breytingartill. við þál.till. Magnúsar Jónssonar nm gagnfræða- skólann á Akureyri: „Neðri deild Alþingis ályktar að lýsa ánægju sinni yfir stefnu ríkis- stjórnarinnar gagnvart Akureyrar- skóla og fylgi við þá ráðstöfun, að stjórnin hefir gefið skólanum, rétt til að útskrifa stúdenta". Jón Sigurðsson, Bernharð Stefáns- son og Magnús Guðmundsson flytja þál.till. um rannsókn vegarstæðis milli Siglufjarðar og Haganesvikur. Magnús Torfason og Jörundur Brynjólfsson flytja frv. um Strandar- kirkju og sandgræðslu í Strandar- landi. Strandarkirkju hefir, eins og kunnugt er, safnast mikið fé í áheit- , um, og á nú rúml. 40 þús. kr. í sjóði \ Vilja fim. frv. verja nokkru af þessir j ié til þess að græða upp land í ! kringum kirkjuna og byggja garða, til þess að vernda það fyrir sjó- gangi. Sigurjón Ólafsson flytur frv. um að banna næturvinnu við affermingu skipa oa báta í Reykjavik og Hafnar- firði. Samskonar frv. hefir verið flutt tvisvar áður á Alþingi, en eigi náð fram að ganga. Sigurjón Ólafsson og Haraldur Guð- mundsson flytja frv. um átvinnu- lcysisskýrslur, að mestu samhljóða frv., sem borið var fram a síðasta þingi. ■ Haraldur Guðmundsson, Sigurjón Ólafsson og Héðinn Valdimarsson flytja frv. um einkasölu á saltfiskl, eins og það, sem Jón Baldvinsson hefir borið fram á undanfarandi þingum. Sigurjón Ólafsson og Haraldur Guð- mundsson flytja þál.till. um að skora á stjórnína að láta endurskoða sigl- lngalöggjöfina. Erlingur Friðjónsson og Ingvar Pálmason flytja frv. um að heimila ríkisstjórninni að stofna og starf- rækja síldarbræðslustöðvar. Skal henni heimilt að taka lán til þessa, alt að 1 milj. kr., sem greiðist af tekjum stofnananna á næstu 25 ár- um. Erlingur Friðjónsson flytur þáltill. um að skora á stjórnina að innheimta ekki útflutningsgjald af síld þeirri, sem seld var til Rússlands síðastl. hausi. Samkv. skýrslu frá söluneínd síldarseljenda, hefir hver tunna síld- ar, sem til Rússlands var send, selst kr. 4,71 undir raunverulegum fram- leiðslukostnaði. Hefir sölunefndin því sótt um eftirgjöf þá, sem farið er fram á í frv. Magnús Guðmundsson og Ólafur Thors flytja þál.till, um aukið lán til frystihúsa og byggingu nýs kælisklps. Hákon Kristófersson flytur frv. um sauðfjárbaðanir, samhljóða því, sem meirihi. landbúnaðamefndar .Nd. flutti á síðasta þingi Ingvar Pálmason flytur frv. um aö leggja niður aðstoðarlæknisembættln á ísafirði og Akureyri. Magnús Torfason og Jörundur Brynjólfsson flytja frv. um samþyktlr um sjúkraskýli og læknisbústaðl. 9 þingmenn flytja þáltill. um undir- búning ríkisforlags, svohljóðandi: „Sameinað Alþingi ályktar að fela mentamálanefnd fslands að íhuga, hvort tiltækilegt sé, að ríkið setji á stofn bókaforlag, i því skyni að bæta kjör íslenskra rithöfunda og sjá þjóð- intii fyrir nægum kosti góðra og ódýrrá bóka. Ætlast þingið til þess, að nefndin hafi skilað áliti sínu fyr- ir næsta þing“. Ingvar Pálmason og Jón Baldvins- son flytja, að tilhlutun dómsmála- ráðherra frv. um gjaldþrotaskifti. Eru þar ýms nýmæli, sem eiga að stemma stigu fyrir því, að þeir, sem selja fram bú sín til gjaldþrotaskifta, geti með brögðum hoft fé af lánar- drottnum sínum og skotið því undan til eigin afnota. Af nýmælum frv. má nefna: „27. gr. . . . Hafi gjaldþrotl gert kaupmála tveim árum eða skemri tíma fyrir gjaldþrot sin, er hann ógildur, þótt gjaldþroti hafi þá átt nægilegt fé fyrir skuldum. Hafi gjaldþroti afsalað sér arfi, er hann átti í vændum, á árinu næsta áðjjr en hann varð gjaldþrota, er það afsal ógilt gagnvart þrotabúinu, nema gjaldþroti sanni, að hann hafi þá átt nægilegt fé fyrir skldum. 7. gr. . . . þegar skiftaráðandi hefir úrskurðað gjaldþrotaskifti, skal gjald- þroti tafarlaust leiddur fyrir lögreglu- rétt og þar skýra frá ástæðunum til gjaldþrotanna, eyðslu sinni og lifn- aði á síðastliðnum missirum, og einn- ig gera grein fyrir tekjum sínum og gjöldum á sama tíma“. 8. gr. . . . Virðist dómara það koma í ljós við rannsóknina, að eigi sé ástæða til þess að ætla, að gjaldþroti eða aðrir hafi með sviksamlegum liætti átt sök á gjaldþrotinu, og eigi að neinu leyti brotið sett lög og regl- ur í sambandi við gjaldþrotið, skal dómara þó ávalt skylt að senda dóms- Gengismálíð Það hefir heyrst á íhaldsblöð- unum sumum, að þau telji Fram- sóknarflokkiim hafa brugðist stefnu sinni 1 gengismálinu og eru helst tilfærð þau rök, að nú sé ekki borið fram á þingi geng- isfrumvarp það, er núverandi for- sætisráðherra, Tryggvi Þórhalls- son flutti á undanförnum þing- um. Eru blöðin út af þessu kank- vís framan 1 kjósendur, og væri þó meiri ástæða til að hryggjast af fyrir hönd íhaldsmanna flestrá eigi síður en Framsóknarmanna, ef stjómin skyldi nú reynast svo ótrú einu höfuðmáli flokksins, — þvi þá ætti öll þjóðin, án tillits til flokka, um sárt að binda. Þó mun nú fátt ólíklegra en það, að Framsóknarflokkurinn reynist deigur í þessu máli, og mun hann 1 öllu gera það, sem í valdi stjómarflokks stendur til að leiða til lykta verðfestingu íslenskra peninga í því gildi, sem þeir nú hafa. Getsakimar um stefnuleysið í gengismálinu eiga rót sína í van- þekkingu á málinu sjálfu og á- huga á því að afflytja Fram- sóknarstjómina fyrir þjóðinni. Meðan Framsókn var í minni hluta í þinginu og átti engin ítök í stjóm landsins var ekki annað ráð fyrir flokkinn til að koma fram vilja sínum í gengismálinu en að reyna að binda landsstjóm- ina með lögum frá Alþingi við festingarstefnuna. Þess vegna bar Tryggvi Þórhallsson fram frumvarp sitt, sem að mestu leyti var sama efnis og lögin frá 1924 og 1925 um gengisskráning og gjaldeyrisverslun, en svolát- andi grein prjónuð framan við: „Leita skal stöðvunar á verð- gildi íslenskra peninga á þeim grundvelli, að gengi þeirra gagnvart erlendum peningum sé í samræmi við kaupmátt þeirra innanlands — með því markmiði að festa endanlega verðgildi peninganna á þeim grundvelli“. Fyrverandi stjóm bar hækkun- arstefnuna fyrir brjósti og var því ekki nema um tvent að gera, annaðhvort að koma fram bind- andi lagaboði um að genginu skyldi haldið föstu eða koma stjórninni frá völdum. Hið fyrra tókst ekki meðan íhaldsstjómin sat að völdum, þó vitanlegt væri að margir íhaldsþingmenn væru henni ósammála um gengismálið, en hið síðara varð upp úr kosn- ingunum á síðasta sumri, er Framsóknarstjómin tók við völd- um. Má óhætt fullyrða, að ekkert eitt mál muni hafa átt jafn mik- inn þátt í úrslitunum og gengis- málið. Við stjómarskiftin breyttist aðstaðan í gengismálinu. Festing- arstjóm var komin til valda. Hana rak enginn nauður til að bera fram áskorun til sjálfs sín og gengisnefndar una að „leita stöðvunar á verðgildi íslenskra peninga“. Slíkt lagaboð var á sín- um tíma nauðsynlegt til að hindra íhaldsstjómina frá hækk- unarviðleitni, en þarf ekki nú til að binda Framsóknarstjómina við stefnu flokksins og hennar sjálfrar í gengismálinu. Frum- varp Tryggva Þórhallssonar átti að vera fjötur á stjóm, sem hafði aðra stefnu, en er nú orðið óþarft eftir stjómarskiftin. Á síðasta þingi taldi Jón Þorláksson fmmvarpið óhæft, enda hefðu slík fmmvörp ekki verið borin fram á þingum þeirra þjóða, sem fest höfðu gjaldeyrinn svo sem Finna og Belga. Var honum þá bent á, að þar hefði verið öðm máli að gegna, því þar hefðu ríkisstjómir og seðlabanka- stjórnir haft forastuna um fest- ingarráðstafanir. „En þegar nú þetta bregst og forustan fæst ekki úr þeirri átt, sem hennar hefði helst átt að vera að vænta, frá landsstjóm og gengisnefnd, þá verða þingmenn að taka til sinna ráða“. (Alþt. 1927, C. bls. 1235). En nú er ekki yfir því að kvarta að fomstan fáist ekki frá hinni nýju ríkisstjóra og geng- isnefnd, sem formannsskifti hafa orðið í, og er því nú líkt ástatt hér og í þeim löndum, sem Jón Þorláksson benti á að engin lög hefðu sett í líkingu við frum- varp Tryggva Þórhallssonar. En það er fyrst nú eftir stjómar- skiftin, að ekki er þörf á aðhaldi slíkrar löggjafar. „En einhverrar löggjafar þarf þó til að stýfingin sé til lykta leidd“, segja menn, og er það mála sannast. En menn mega ekki blanda saman framvarpi um festingarviðleitni, eins og Tryggvi Þórhallsson reyndi að fá samþykt til að binda stjóra er hafði aðra stefnu í gengismálinu, og þeirri breytingu á peningalög- gjöfinni, myntlagabreytingunni, sem bindur endahnútinn á fest- ingarviðleitnina, Myntlagabreyt- ingunni er ekki vert að hraða um skör fram. Um það segir Jón Þorláksson á síðasta þingi: „Þeg- ar þessar þjóðir (Finnar og Belgar) höfðu ráðist í að verð- festa hinn fallna gjaldeyri sinn, þá hafa þær allar gert það á einn veg. Þær hafa fyrst reynt að halda peningunum um langan tíma*) í ákveðnu gildi, — en síðan gert þá breytingu á pen- ingalöggjöf sinni, sem lögfestir peningagildið sem næst því gildi. sem verið hefir þennan reynslu- tíma“. Höfuðskilyrðið fyrir því að gætilegt megi teljast að gera myntlagabreytinguna er, að sam- ræmi sé komið á milli hins er- lenda (gengis) og hins innlenda kaupmáttar peninganna, en því mun ekki að fagna hér á landi ennþá, þrátt fyrir hinn langa tímá sem liðinn er frá hinni síð- ustu, stórfeldu gengisbreytingu, haustið 1925. Sýnir það best hversu óverjandi sú breyting *) AuBkent hór. var og hversu örðug er brekkan upp á tind gamla gullgildisins. En auk þess sem komast verður á sæmilegt kaupmáttarjafngengi, þá þykir ekki varlegt að gera myntlagabreytingu nema ýms önnur skilyrði séu fyrir hendi svo sem góð afkoma þegnanna og ríkissjóðsins og hagstæð við- skifti við aðrar þjóðir, en því mun enginn halda fram að sé til að dreifa hjá oss nú sem stendur. Myntbreytingin verður að bíða enn um nokkurt skeið, en að henni stefnir núverandi stjóm og flokkur hennar — og er í þess- ari stefnu núverandi valdhafa fólgið alt efni frumvarps Tryggva Þórhallssonar um „að leita stöðvunar á verðgildi ís- lenskra peninga“. Það væri alt annað en gætilegt að fara að brjótast í að gera myntlaga- breytinguna nú þegar, en von- andi verður ekki langt að bíða skilyrðanna fyrir fullnaðarúr- lausn í þessu máli. En þar fyrir er nú mikið unnið. Þegnamir geta rólegir rekið atvinnu sína í því trausti að stjóm landsins geri alt sem í hennar valdi stend- ur til að varðveita það gengi, sem íslenskir peningar hafa haft nú á þriðja ár. Þetta em mikil gæði móts við þá óvissu, sem löngum hefir ríkt í gengismálinu, og er það þess vert, að þeir taki eftir, sem þessa njóta, — en það er allur landslýðurinn. Z. ----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.