Tíminn - 29.02.1928, Síða 2

Tíminn - 29.02.1928, Síða 2
88 TlMINN ógæfu, aðeins til að svala sér á and- stæðingum sínum í landinu, þá er komið aftur nákvæmlega það sama siðleysi, sem eyðilagði hið foma lýð- veldi. Fullvíst má telja að Jón þorl. beri ábyrgð á þessu dæmalausa hátta- lagi. Hann befir sjálfur gefið sams- konar yfirlýsingu 1922. Menn vita að yfirlýsing Ottesens og Jóns er sam- þykt á flokksfundi og það þykir frem- ur sennilegt að þessum tveim mönn- um hafi ve.rið fremur óljúft í fyrstu að láta senda sig á þessa refilstigu. Sekt .Tóns. þorl. í þessu efni hefir sannast við yfirlýsingu sama efnis í Mbl. síðastliðinn sunnudag, sem prentuð mun vera upp í fylgiblöð- um þess blaðs, þeim sem send eru gefins út um land. Játar hann þar á sig hin marguintöluðu og óvirðu- legu orð frá 1922 og að hann sé enn sömu skoðunar. Af því að hann er á móti núverandi stjórn, vill hann vinna að að því að eyðileggja fjár- hag landsins. Alstaðar þar sem til fréttist þykir þetta athæfi skemmileg*. Sést nú bráðlega livort flokkurinn allur stenduj’ þar að baki Jóns. íhalds- i menn hafa kastað burtu sköttum á ; undanförnum ái'um fyi'ir meir en \y% miljón króna. þegar Jón þorl. skyldi við var tekjuhallinn á árinu 1927 orðinn meir en hálf miljón króna. Nú eru sömu útgjaldaliðir og tekjur. Ef íhaldið stendur móti öll- um tekjuauka og heimtar meiri út- gjöld, þá er stefnt að því að á árinu 1929 verði miljóna tekjuhalli, eins og var fyrrum í tíð Jóns Magnús- sonar og M. Guðm. með góðu sam- þykki beggja. Ein af þeim framkvæmdum sem Borgfirðingar þrá með réttu mjög mikið, er brú á Hvítá. Hún mun kosta um 200 þús. kr. þar sem í- lialdið skyldi við með tekjuiialla, og mun vei-a andstætt nýjum tekju aukum, verðúr slík framkvæmd varla gerð nema með því að byrju að safna lausaskuldum. Hvað segja nú kjósendur Ottesens, hinir forsjálu bændur í Borgarfirði? Búast þeir við að menn úr öðrum héruðum, sem lirint hafa af landinu fargi íhaldsins, muni álita það skynsamlegt, að taka 200 þús. að láni tii að veita því í framkvæmd, góða og nauðsynlega að visu, í héraði, sem sendir inn á þing fulltrúa, sem lýsir því skrif- lega yfir, að hann sé með því að setja fjárhag landsins á höfuðið. Framsóltnarflokkurinn hefir marg- lýst því yfir, að hann feti ekki i fótspor J. M. og M. G. um að gera framkvæmdir upp á lausaskuldir. Ef þjóðin vill ekki eða getur ekki borg- að meiri skatta, en sem nema lög- boðnum útgjöldum, þá stansa aðrar framkvæmdir meðan svo háttar. Á þingi 1924 lögðu andstæðingar í- haldsins til tekjufrumvörpin og vöktu yfir fjárreiðum í-íkissjóðs, eins og þeir væru sjálfir í stjórn. Nú sýnir íhaldið hversu það vill lifa í minni hluta. *** -----O----- Öfugmælavisur. Helgi Árnason dyravörður Landsbókasaínsins . hefir gefið út safn islenskia öfugmæla- vísna, um 180 að tölu. Öfugmæla- vísur hafa verið mjög vinsælar, enda margai' \el ortar og fyndnar. Vísur þessar eru sumar mjög gaml- ar. Herma þjóðsagnir svo frá upp- runa þeirra, að sakamaður einn haii unnið sér það til lífs að yrkja á- kveðna tölu vísna, þar sem eigi væru nema aðeins þrjú atriði sönn. Eru ýmsar þeirra á hvers manns vörum, svo sem:: „Séð hef eg köttinn syngja ú bók“ o. s. frv., en aðrar litt kunn- ar. Munu menn vafalaust lesa kve.r- ið sér til mikillar ánægju og kunna safnandanum þakkir. .. RafstöSvar á sveitabæjum. Bræð- urnir Eiríkur og Jón Ormssynir, hafa síðastl. ár sett upp rafstöðvar á .0 sveitabæjum: Stóru Mástungu í Gnúp- verjahreppi (stærð: 7,5 kw., 5,5 m. fall., verð: 9500 kr.), Hamragörðum undir Eyjafjöllum (stærð: 5,5 kw., 20 m. fa.ll, verð: 5500 kr.), Meðaldal í Dýrafirði (stærð: 8 kw., 4,5 m. fall., vcrð: 11500 kr.), Múlakoti í Fljótshlið (stærð: 15,5 kw., 32 m. fall, verð: 10 þús. kr.), Skálavík við ísafjarðardjúp (stærð: 5,5 kw„ 90 m. fall, verð: 12 þús. kr.), Háamúla í Fljótshlíð (stærð: 5,5 kw., 90 m. fall, vcrð: 12 þús. kr.), Háamúla í Fljótshlíð ! (stærð: 24 kw., 20 m. fall, verð 7 þús. kr.). Árið 1926 settu þeir bræður upp stöðvar á Kaldá í Önundarfirði (stærð: 5,5 kw., 20 m. fallð, verð: 7 þús. kr.) og á Osi við Akranes (stærð: 3 kw., 7 m. fa.ll, verð: 4500 kr.). Af tölum þeim, sem hér eru tilgreindar, geta bændur lítið eitt áttað sig á kostnaði við byggingu rafstöðva í sveitum. -----o----- Landhelgisgæsla dönsku varðskipanna. 1 síðasta blaði Tímans var þess getið, að af gefnu tilefni myndi verða birt skýrsla eins af starfs- mönnum landsins um landhelgis- vörslu dönsku varðskipanna hér við land. Fer útdráttur úr skýrsl- unni hér á eftir: „Dönsku varðskipin hafa aflað nálega milj. kr. í sektarfé síðustu þrjú árin, auk fjár þess, sem fengist hefir fyrir upptækan afla og veiðarfæri flestra þeirra skipa, sem sektuð hafa verið. Enn má taka fram að fyrir hjálp dansks varðskips varð hinu þýska smyglaraskipi „Sigfried“ náð, um nótt á Vogavík. Sjálft skipið gert upþtækt, og mikill farmur þess af spíritus. Dönsk ivarðskip hafa altaf ver- ið fús til þess að veita aðstoð sína í hvívetna. Þau hafa oft flutt sjómenn milli verstöðva þeg- ar ekki hefir verið öðrum skip- um til að dreifa. Einu sinni flutti Fylla ca. 100 sjómenn frá Vest- mannaeyjum til Austur- og Norð- urlands, með ærinni fyrirhöfn. Þegar togararnir fórust á „Halan- um“ leitaði „Fylla“ marga daga alla leið vestur undir Grænland. — Þá hafa þau og á hendi ýmsar vísindalegar athuganir, mælingar o. fl. Það verður því varla með sanni sagt að ekki komi þau að góðu gagni. En af ýmsum ástæðum verða þau skip, sem mönnuð eru fólki, sem endurgjaldslaust er að vinna af sér herskyldukvöð, að avelja meira við land, en þau, sem hafa launuðum mönnum á að skipa. Þar við bætist að dönsku skipin eru stærri og mannfleiri en hin íslensku, og þurfa þess vegna meira í land að sækja af kolum, vatni, matvælum o. fl. Ketilhreinsanir og vélaeftirlit tek- ur oft langan tíma, og ýmsar á- stæður íleiri, sem eigi verða séð- ar fyrir, tefja skipin við land. Um ástæður allar geta þeir einir dæmt, sem gagnkunnugir eru málavöxtum, en ekki þeir sem aðeins sjá skipin á höfnum. Þess má og geta, að á síðastliðnu ári, voru ýmsar sérstakar ástæður, sem töfðu: vélabilanir, veikindi yfirmanna o. fl. Hæpið er að tala um 4 stór varðskip hér við land, þar sem vitanlegt er áð „Fylla“ og „Islands Falk“ eru hér ekki til gæslu samtímis. Það er og eigi unt að girða fyrir það að „Þór“ og „Óðinn“ liggi í höfn í einu, eðlilegar á- stæður geta legið til þess. T. d. þurfa þau ef til vill bæði að sækja kol samtímis, við því verð- ur ekki séð, svo misjöfn er kola- eyðslan, eftir því hve mikið verð- ur að sigla o. s. frv. En auðvitað er reynt eftir mætti að komast hjá slíku“. ----o----- Bréf úr Dalasýslu. . . . Bersýnilega er nú þröngt fyrir dyrum landbúnaðarins. Og lítið eða ekki er útkoman betri, þótt búin séu stærri, því alla jafna verður þá rekstrarkostnaðurinn þeim mun meiri, þar sem alt er unnið með mannsaflinu einu saman. það er þess vegna sist furða, þó að bændur eigi nú nokkuð alment við talsverða fjárhagsörðugleika að striða og horfi með ugg og kvíða fram á veginn. það er og vitanlegt, að eitthvað verður að gera, ef landbúnaðurinn á ekki alveg að blœða út, til mikill- ar ógæfu fyrir land og lýð. — Ma sjálfsagt treysta því, að þing og stjórn geri nú alt, sem unt er, til þess að betur mætti takast til með landbúnaðinn en því miður áhorf- ist, eins og stendur. Fremur er hér hljótt um pólitík. þó var nýlega haldin hér einskon- ar þingmálafundarnefna. Var hún frámunalega illa sótt, tæpir 20 menn, og sumir ekki atkvæðisbærir. Á fundi þessum mörðust þó í gegn fyrir sterkt atfylgi íhaldsmanna, m. a. tvær mjög furðulegar tillögur. Var önnur um það, að fulltrúar þjóðar- innar á Alþingi sæju til þess, að ráðherrarnir brytu ekki lög landsins eða létu vera, að framkvæma þau. Hin tillagan var um það, að fjölga dómurunum í hæstarétti úr 3 upp í 5. Brtðar eru þessar tillögur gersam lega tilefnislausar. Sú stjórn, sem nú fer með völdin í landinu hefir sýnt það þann stutta tíma, sem húii enn he.fir setið, hve óvenjulega ant hún lætur sér um alt velsæmandi réttarfar í landinu, svo að mikill styr stendur nú um dóms- málaráðherrann sérstaklega þess vegna. Að öðru leyti mun vel mega trevsta því, að landsstjómin vaki yf- ir því, að alóþörf embætti og fjár- útausandi löggjöf að nauðsynjalausu, sem árlega mundi kosta landið tugi þúsunda, nái ekki fram að ganga. Ilvað fjölgun dómara í hæstarétti snertir, þá sýnist einnig mega treysta þvi, að sá dómstóll sé nu svo vel skipaður, að vel sé borgið réttaröryggi þjóðarinnar, og að þess vegna sé það alger óþarfi að fjölga þar embættum, til mikils útgjalda- auka fyrir rikissjóðinn. -----o---- Ræktun sjávarþorpa. Hr. ritstjóri! í vetur hefi eg iesið tvær greinar í blaði yðar með þessari yfirskrift, og vegna þess að þær fjalla um eitt mesta menningarmál þjóðar vorrar og eigi síður vegna hins, að þar er HAVNEM0LLEN KAUPMANNAHÖFN mæalfr rafið aínu alviðurkenda RÚGMJÖLI og HVJSITL Meiri vörugæði ófáanleg S.I.S. slciftir eirrg-örLg-u. -vi<3 okrlcar Seljum og mörgum ððrum íslenskum verslunuxtx. P.W.Jacobsen&Sön Timburverslun. Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. Sís og umboðssalar annast pantanir. -=:=■ EIK OG EFNI í ÞILFAR TIL SKIPA. ................—: hefir hlotið einróma lof allra neytenda, fæst í öllum verslun- um og veitingahúsum cigi vikið itarlega að nema einu atriði þessa merka máls, þá vil eg leyfa mér að leggja orð í beilg. Bæktunarstarf hefir löngum verið viðurkent liið göfugasta starf og jafnframt hið þroskavænlegasta starf ei mennirnir iðka. En á voru landi er auðsætt að hverju stefnir, er fólkið þyrpist úr sveitum landsins til sjávarþorpanna. það gleymir ræktun- arstörfunum um leið og það hættir aö iðka þau, og börnin er fæðast 1 kaupstöðunuútí vita vart að þessi störf eru til og því síður að þau geri sér grein fyrir göígi og gildi þeirra. Grundvallaratriði þessa merka ínáls er því að t'ræða fólkið um þessi. störf, beinlínis að kenna börnum bæjanna ræktun. pað þýðir ekki að bollaleggja um að rækta svo og svo stór svæði af landi bæjanna, ef það eru ekki nema fáar hræður í bæj- unuin, sem kunna að rækta jörðina, eða gerir sér grein fyrir hvað jarð- argróði er. Hér e.r því fræðsluatriðið á þessu sviði, sem öðru, grundvallar- atriði, jafnframt þvi, sem það er aðal atriði. í bæjum landsins verður því að koma á fót skólagörðum. par eiga börnin að læra ræktunarstörf. þar, og hvergi annarsstaðar gefst kaup- staðarbörnunum kostur á að sjá og skilja hvað móðir jörð gefur oss mannanna bömum. Nú á síðari árum hefi eg reynt eftir megni að gera mönnum kunn- ugt skólagarða málið, og skýra hversu mikil lyftistöng skólagarð- arnir geta orðið fyrir aukna fræðslu og menningu í landinu. petta muri lesendum Timans þó ekki vera kunnugt, því þótt Tíminn og þeir menn, er að honum standa, skilji manna best þörf á aukinni ræktun í landinu, þá hefir þeirn sannarlega sést yfir þetta fræðsluatriði, og aldreí fundið hvöt lijá sér til að geta skóla- garðamálsins að nokkru. Fyrir mér vakir að þær lendur, er nú liggja óræktaðar umhverfis kaup- staðina og kauptúnin, verði ekki að bráð éinstökum fjárgróðamönnum eða félögum, heldur verði þar rekin læktun í smáum stíl, þar sem öllum bæjarbúum er gefinn kostur á að iðka ræktunarstörf sem aukastörf, og skal eg nú reyna að skýra mál mitt nokkru nánar. Ef hægt er, með hjálp skólagarð- anna að endurvekja virðingu og skilning almúgans i kaupstöðunum fyrir ræktun landsins, þá liggur beint við að spyrja: Er ekki það verk unnið fyrir gíg ef börnin eiga ekki kost á landi til ræktunar, er þau vaxa upp og verða fulltíða? — Jú vissulega að nokkru leyti, en nú er svo fyrir að þakka, að við stönd- um hér, eins og á mörgum öðrum sviðum, betur að vígi en flestallar aðrar þjóðir. Landið bíður eftir börn- um. Landið er flakandi í sárum. Landið er óræktað. Holtin, börðin, inóarnir, bíða og mæna eftir að ein- hver komi og leggi hönd á plóginn, vinni, græði sárin. þegar svo er komið, að áhugi aimúgans er vak- inn fyrir ræktun, þá kemur til kasta hins opinbera, ríkisins og bæjarfé- laganna, að létta undir með einstakl ingnum og gera honum kleyft að hefjast lianda. þá mun oss gefast á að líta í stað óræktarsvæðanna „bleika akra og gróin tún“. þá eiga.að rísa upp í útjaðri kaup- túnanna og kaupstaðanna svokallaðir félagsgarðar (,,koloni“-garðar). Um þessa garða reit eg allítarlega í dag- blaðið Vísi haustið 1925, og vil eg ennfremur vísa til ágætrar greinar er garðyrkjustjóri Einar Helgason reit um þessar stofnanir í Ársrit hins ísl. Garðyrkjufélags 1923. Féiagsgarðar eru í stuttu máli sagt opinberar stofnanir er bæimir eiga. Hið opinber girðir landið, ræsir það fram og leggur í það vegi. Síðan er því skift í smáreiti^ og þeir síðan leigðir með vægu verði til fátækra iðnaðarmanna, sjómanna eða dag- launamanna, er annars eiga engan . kost á að eignast land til ræktunar. í félagsgörðum, þar sem hver fjöl- skylda eignast lítinn, ræktaðan blett, finnur fólkið sjálft sig aftur. Hversu gott er ekki að hugsa til þess, að fá- tækur fjölskyldumaður, er kannske hefir ekki annað en 1—2 kjallaraher- bergi til íbúðar á athvarf á slíkum stað. Hann getur þar stigið fæti á sitt eigið land. — þar má hann um frjálst höfuð strjúka. þar mun mörg- um finnast hann hafa eignast í viss- um skilningi, jarðneska paradís. Ef þeir, sem nú sitja við -völd á ís- landi, taka þetta mál föstum tökum, og gjöra hér hugsjónir að veruleika, þó munu þeir ekki aðeins bera gæfu til þess að sjá fegurri kauptúnin en þau eru nú, heldur munu þeir og sjá þar betra og mannaðra fólk er timar liða. Björgvin, 1. jan. 1928. Arngr. Krlstjánsson. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson, Lokastíg 19. Sími 2219. Prentsmiðjan Acta. Notað um allan heim. Áriu 1904 var í fyrsta sinu ,þaklagt í Dan mörku úr :: ICOPAL. :: Besta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð á þökunui Þurfa ekkert viðhald þann tíma. Létt. ----- Þétt. ------ Hlýtt. Betra en bárujárn og málmar. Endist eing vel og ekífuþö Fæst alstaðar á lslandi. Jens Villadsens Fabriker Köbenhavn K. Biðjið um verðskrá vora og sýnishorn. Eg'ill Skallagrimssou

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.