Tíminn - 10.03.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.03.1928, Blaðsíða 1
(öfaíbfcri oft af§rct6sluma6ur © í m a n s er Hjnnoei g 0 r s t e i n s bó 11 i r, 5dfmban6sljúsinu, SeYfjaDÍf. 2^.fgrcx6öía C i m a n s er í Samban&sþúsínu. ©ptn öaglega 9—\2 f. I}. 5tmi 496. XIL ftr. Reykjavík, 10. mars 1928. Réttarvernd samvinnufélaga Meðal þeirra mála, er nú liggja fyrir Alþingi, er frumv. ríkis- stjórnarinnar um vernd atvinnu- fyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummælum. Er efní frumv. í tveim liðum. I fyrsta lagi, að hlutafélög, samlagsfélög. samvinnufélög og fyrirtæki rekin af því opinbera skuli njóta sömu réttarvemdar sem einstakir at- vinnurekendur, gegn óréttmætum, prentuðum ummælum. 1 öðru lagi að bætur dæmdar þeim, er telja sér unninn skaða með slíkum ummælum, skuli miðast við fyrir- fram sannað tjón. í greinargerð frumvarpsins segir, að með því sé ætlast til að skorið verði úr tveimur vafaatrið- um í hugsun manna og réttarfari í landinu. Eru vafaatriði þessi risin af gagnstríðandi dómum, sem fallið hafa fyrir dómstólum land'sins og sem nánar verður vik- ið að hér á eftir. — Ekki er farið fram á neina sérvemd, heldur aðeins sömu vemd til handa nefndum félögum, eins og nú njóta fyrirtæki einstakra manna. Samt sem áður hafa orðið hörð átök í Ed. um mál þetta milli dómsmálaráðherrans og J. Þorl. Undir forustu hins síðamefnda hafa Ihaldsmenn í deildinni fylkt sér einhuga gegn því, að með lögum yrði skorið úr alvarlegum vafa um þetta efni. II. Núverandi dómsmálaráðherra bar fram á þinginu í fyrra frv. sama efnis, en því var stungið undir stól af Ihaldsvaldi þingsins. Tildrög málsins mun mega rekja til þriggja gagnstríðandi dóma, er fallið hafa fyrir undirrétti Rvíkur og hæstarétti í málum, þar sem krafist var skaðabóta fyrir traustsspjöll af völdum prentaðra ummæla. Fyrsta málið, sem hér um ræð- ir, reis út af flugriti Björris Kristjánssonar, „Verslunarólag- ið“. Ritið var ákaflega svæsin á- rás á Sambandið og kaupfélögin. Til dæmis var því haldið fram í ritinu, sem ætla mætti að væri, eitt út af fyrir sig, nægilega sterkur grundvöllur undir skaða- Iwtadóm, að ábyrgðir Sambands- ins og deilda þess væru lítilsvirði fyrir láns'stofnanir. Þetta var vitanlega beint til þess fallið að hnekkja lánstrausti félaganna hjá lánardrotnum þeirra. I öðru lagi var þvi haldið fram, að það væri fjárhagslega stórháskalegt að vera í félögunum. Var það á sama hátt traustspillandi gagn- vart viðskiftamönnunum. I þriðja lagi voru starfsaðferðir Sam- bandsins tortrygðar, vörusala þess og innkaup ófrægð, viðskifti þess við Landsverslun bendluð við fals. — Loks voru forstöðu- mönnunum bornir á brýn hinir verstu stjómmálaklækir og und- irhyggja gagnvart landi og þjóð. Voru þeir taldir hafa lagt kapp á að fjötra bændur í skuldum og ábyrgðum, til þess að tryggja sjálfum sér völd og góðar stöð- ur. Pétri Jónssyni á Gautlöndum var brugðið um, að hann hefði borið fram korneinkasölufrumv. undir fölsku yfirskyni, til þess að skapa Sambandinu ótakmarkað lánstraust hjá Landsverslun o. s. fi*v. 0. s. frv. — 1 stuttu máli sagt, var í ritinu haldið fram öll- um hugsanlegum svívirðingum og traustspjöllum um þessar versl- unarstofnanir bænda, sem ætla mætti að gætu á freklegasta hátt svert þær og spilt trausti þeirr-i í augum lánardrotna þeirra og almennings í landinu. Enda var tilganginum lýst í ritinu, en hann var sá, að ganga af Sambandinu og kaupfélögunum dauðum. Fyrir þetta verk var Björn Iíristjánsson algerlega sýknaður fyrir undirrétti en dæmdur í lít- ilsháítar meiðyrðasekt fyrir hæsturétti! Fyrverandi ritstjóri Tímans, Tr. Þórhallsson núverandi for- sætisráðherra, lét eitt sinn orð falla á þá leið í blaði sínu um Sigurð Sigurðsson frá Kálfafelli, að hann myndi ekki vera vel til þess fallinn, að veita kaupfélagi forstöðu. Sig. Sig. taldi trausti sínu spilt og heimtaði skaðabæt- ur. Sami undirréttur, sem sýkn- aði B. Kr., komst að þeirri nið- urstöðu, að Sig. Sig. bæru 2000 kr. í skaðabætur fyrir þessa til- gátu ritstj. Tímans. En hæstirétt- ur komst að gagnstæðri niðm> stöðu og feldi skaðabæturnar niður. Fyrir nokkru kom það fyrir, að kaupmaður einn lét að vetri til reka markaðshross norðan úr j landi til útskipunar í Reykjavík. | Risu af því blaðaskrif bygð á ! dýravemdunarástæðum, en jukust orð af orði. Kaupmaður taldi at- vinnutrausti sínu spilt og höfðaði skaðabótamál á hendur ritstjóra Tímans, sem hafði birt skrif þau, er átalin voru. Undir rekstri málsins sannaðist, að hrossaversl- un nefnds kaupmanns hafði ekki rýmað að tiltölu meira en ann- ara aðila, þrátt fyrir hin um- stefndu skrif. I öðru lagi hafði hrossaverslun reynst óarðvænleg yfirleitt. Það sannaðist því fylli- lega, að kaupmaðurinn hafði ekki biðið neitt tjón á hrossaverslun vegna umræddra blaðaskrifa. En fyrnefndir dómstólar töldu ekki ósennilegt, að maðurinn hefði kunnað að bíða tjón í öðrum greinum verslunarreksturs síns, til dæmis að taka sölu mjölpoka 0. þ. h. — Undirréttur Rvíkur dæmdi því kaupmanninum 25 þús. kr. skaðabætur en hæsti- réttur færði skaðabæturnar niður í 5 þús. krónur. Yfirlitið verður í stuttu máli sem hér segir: í engu af málun- um munu dómstólarnir hafa tal- ið, að skaði væri sannaður. Und- irréttur dæmir þeim Sig. Sig. og kaupmanninum skaðabætur en Sambandinu ekki. Hæstiréttur dæmir kaupmanninum skaðabæt- ur, fellir niður skaðabætur Sig. Sig. og dæmir Sambandinu engar skaðabætui’. Hin opinbera skýring á þessum gagnstríðandi niðurstöðum dóm- stólanna hlýtur að vera annað- tveggja: 1. Að dómstólamir hafi árið 1924, þegar dómur féll í skaða- bótamáli Sambandsins, litið svo á, að ekki bæri að dæma skaðabæt- ur nema skaðinn væri fyrirfram sannaður 0g að sömu dómstólar hafi síðar, þegar dómar féllu í málum þeirra Sig. Sig. og kaup- mannsins, verið búnir að skifta um skoðun og talið að skaðabætur gætu orðið dæmd- ar þó skaðinn væri ekki fyrir- fram sannaður. 2. Að dómstólamir hafi ekki skift um skoðun,' heldur líti að- eins þannig á, að opinber, traust- spillandi „kritik“ eigi ekki að varða skaðabótum, þegar Sam- vinnufélög eiga hlut að máli; með öðrum orðum að slík félög njóti ekki, að lögum, sömu vemdar gagnvart prentuðum ummælum eins og atvinnufyrirtæki ein- stakra manna. III. Minni hluti allsherjam. Ed., J. Þorl., hefir um þetta mál feng- ið umsögn lagadeildar háskólans og lagt fyrir þingið. Undir um- ræðunum benti dómsmálaráðherr- ann á, að prófessorar háskólans yrðu ekki álitnir dómbærir um þennan ágreining, með því að þeir væm riðnir við hina gagn- stríðandi dórna, sem ágreiningur þessi er risinn af. Spurði hann bæjarfógetann í Reykjavík, Jóh. Jóh. þm. Seyðfirðinga, hvort það væri ekki rétt, sem orð léki á, að Einar Amórsson prófessor i.efði, í forföllum og embættis- önnum hans sjálfs, undirbúið dómana í máli Sambandsins og Sig. Sig. frá Kálfafelli, sem stríða beint hvor gegn öðram. Kvað Jóh. Jóh. örðugt að muna slíkt, en þó myndi það rétt vera. Sjálfur bæri hann vitanlega ábyrgð á dómun- um. — Þeir prófessorarair Magn. Jónsson og Ól. Lárasson áttu sæti í hæstarétti er umrædd mál voru þar til meðferðar. Röksemdaleiðsla lagadeildar- innar er ærið kynleg. Brestur héi rúm til þess að kryfja hana til hlítar. Þar segir meðal annars: „Að samkv. núgildandi lögum njóti félög sömu lögvemdar og einstaklingar“. Að sjaldan sé unt að færa „fulla sönnun“ á, að tjón hafi orðið af óréttmætum prentuðum ummælum og sé þá um þrjár leiðir að velja: 1. Dæma bætur ávalt, er um- mælunum er svo háttað, að þau gætu hafa valdið tjóni. 2. Dæma betur aðeins fyrir tjón, er sannað verði. 3. „Heimta ekki fulla sönnun á tjónið, en dæma bætur, ef líkur eru færðar á, að tjón hafi orðið“. „Síðast nefndu regluna telur deildin vera reglu gildandi ís- lenskra laga“. — „Að færa sönn- ur“, segir deildin, „mundi væntan- lega*) um þessi efni verða skilið svo af dómstólunum, að líkur nægðu 0. s. frv.“. Út frá þessari röksemdaleiðslu kemst lagadeildin að þeirri niður- stöðu að ekki orki tvímælis í þessu efni 0g sé því ekki þörf sér- stakra lagaákvæða! .Af framangreindum staðreynd- um annarsvegar og af þessum lögskýringum lagadeildarinnar hinsvegar rísa æpandi spurningar 1 réttarmeðvitund almennings í landinu. I fyrsta lagi er það bert, að hæstiréttur hefir ekki talið að „líkur nægðu“, þegar hann feldi dóm í máli Sambandsins gegn B. Kr. í öðrulagi er það jafnljóst, að sami réttur hefir talið að „líkur nægðu“, þegar hann feldi dóm í máli Garðars Gíslasonar gegn rit- stjóra Tímans. *) Leturbreytingin blaösins. Ritstj. Rísa þá þessar spumingar: Ilafði hæstiréttur skift um réttar- fars-„prinsíp“ ? Eða njóta sam- vinnufyrirtæki ekki sömu lög- verndar og einstakir atvinnurek- endur? Af svari lagadeildar verð- ur ráðin hin fyrri skýring. Er þá ljóst að réttarfarsgrundvöllurinn er á reiki í þessu efni. Hvor sem er hin rétta skýring á þessum gagnstríðandi niður- stöðum í réttarfari í landinu, krefst almenningur þess, að með lögum verði trygt, að réttarfarsgrundvöllurinn í þessu efni verði ávalt sá sami og að með lögum verði tekin af tvímæli um það, að samvinnufé- lög og landsfyrirtæki njóti sömu réttarverndar eins og atvinnu- fyrirtæki einstakra manna. Fyrir því mun lögum þeim, er þingið setur, nú um þessi efni, verða fagnað af alþjóð manna. Utan úr heimi. Flotamál Bandaríkjamia. Tvenskonar fregnir af málefn- um Bandaríkjamanna hafa eink- um vakið athygli heimsins að undanf örnu: Annarsvegar vax- andi atvinnuleysi þar í landi; hinsvegar ráðagerðir Bandaríkja- manna um stórkostlega aukningu herflota síns á næstu árum. Hafa þeir í ráðagerð, að koma upp á næstu sex árum fimtán 10.000 tonna bryndrekum með tilsvar- andi loftflota fyrir samtals 1.100 miljónir króna. Bandaríkln eru gagnauðugt land. Ibúamir eru á 2. hundrað miljónir að tölu. Framskriður störiðjunnar hefir verið bráðari þar en í nokkra öðra landi, upp- fundingar og vélasmíði tröllaukn- ara þar en annarsstaðar. Eigi að síður virðast verkefnin hafa vaxið í hlutfalli við iðjuframfarimar, Nú fyrst er það, að fregnir berast um atvinnukreppu og er um kent hinum stórstígu framförum í gerð vinnusparandi véla. Virðist af því mega ,ráða að tími óheftra upp- gripa þar í landi sé brátt að þrot- um kominn og að þjóðin eigi nú framundan samskonar örðugleika í atvinnumálum eins 0g feðra- þjóðir hennar austan Atlantshafs- ins. Á öðra leiti er vaxandi her- gagnasmíði þjóðarinnar. Hefir það verið óbrigðul háttur þeirra þjóða, sem hafa fundið að sér kreppa heima fyrir, að styrkja að- stöðu sína til útrásar, til þess að geta klófest auðsuppsprettur ann- ara landa. Með þeim hætti hafa Englendingar orðið drotnar á heimshöfunum og grandvallað ríki sitt í öilum álfum jarðar. Skæð- ustu og þróttmestu keppinautar þeirra eru Bandaríkjamenn. Enda hafa ráðagerðir þeirra vakið mik- ið umtal beggja megin hafsins um að til sundurþykkju og ófriðar muni draga milli þessara þjóða. Ýmsir fremstu stjómmálamenn og voldugustu blöð beggja þjóða leitast við að þagga niður þessar raddir. Má þar til telja utanríkis- ráðherra Breta Chamberlain. Mestur hvatamaður flotaaukn- ingarinnar og ófriðarumtalsins hefir vérið amerískur sjóliðsfor- ingi að nafni Plunkett. Sætir hann miklum ákúruum blaðanna þar í landi. Eitt af merkari blöðum Breta getur þess til um Plunkett 14. blað. aðmírál að umtal hans um stærri flota sé ekki sprottið af því að hann sé fýsandi ófriðar, heldur tali hann um hugsanlega styrjöld, af því að hann vilji fá stærri flota. Þannig leitast þjóðimar við að bera farg á eld þann er logar undir niðri í öllu skipulagi og samskiftum manna. Umræddav þjóðir hugga sig við, að flotaaukn- i ingin sé ekki gerð með ófrið við Breta fyrir augum, heldur aðeins til að auka flotann. En mundi ekki verkefni hans verða það, að styðja opna og vaxandi samkepni Banda- ríkjanna á höfum og siglingaleið- um. Og hverjum er þá fyrst að mæta öðrum en Bretum? Báðar þjóðir virðast óttast tilhugsun um styrjöld. Áðumefnt blað Breta lætur í Ijós þá skoðun, að ófriður við Bandaríkin mundi liða sundur gjövalt hið breska ríki. Að óbreyttu skipulagi þjóðríkj- anna og hugarfari manna vofir yfir þjóðunum sífelt hin skelfilega ófriðarhætta. Með Fjalh’æðuna á vörunum, hvarflandi milli vonar og ótta, auka þjóðarnir hervamir sínar og smíða hverja hamfara- og drápsvélina annari skæðari. ---o---- Á víðavangi. thaldsmenn og ríkissjóður. J. Þorl. lætur blöð sín hamast gegn tillögum stjómarinnar um auknar tekjur ríkissjóðs. Minnist hann lítt ársins 1924, þegar Framsóknarmenn fengu honum fjárlög, sem gáfu margra miljóna kr. tekjuafgang. Fjárhagur ríkis- sjóðs er J. Þorl. aðeins pólitískt vopn, eins og ljóslega hefir verið sýnt áður hér í blaðinu. Þegar hann er sjálfur fjármálaráðherra sér hann ekki annað en ríkisfjár- haginn. En þegar andstæðingar hans fara með fjárstjóm eru tekjuhallafjárlög að hans dómi hæfileg refsing á andstæðinga- stjórn! Þannig hefir J. Þorl. mark að stefnu flokks síns gagnvart fjármálum ríkisins. Og verður nú fróðlegt að sjá hversu liðsmönn- um hans tekst að fylgja stefnu hans um tekjuhallalaus fjárlög jafnframt því, sem þeir heimta fjárframlög til kjördæma sinna. Ef til vill skilst þeim, að Fram- sóknarstjómin og flokkur hennar munu ekki, fremur en aðrir, sjá sér fært að: taka af því,' sem ekki er til, jafnvel þó um sé að ræða nauðsynlegar framkvæmdir. Framrétta höndin. Ritstj. Varðar gerist í 9. tbl. ákaflega stórorður og illorður út af undirtektum Tímans við óburði þeim, er Ihaldsmenn í Ed. hafa ungan út og kalla „frv. til laga um atvinnur ek strarlán‘ ‘. Lætur hann svo um mælt að Tíminn „dirfist að slá á hendina“, sem þar sé framrétt til hjálpar og við- reisnar bændum! Telur hann að „eðli þrælablóðs og böðulslund- ar“ ritstjóra Tímans leiti sér svölunar í andmælum gegn þessu frumvai’pi íhaldsins! Um „framréttu hendina“ er það að segja, að hún er ekki með öllu ókunn bændum. Sama höndin var rétt fram árið 1922. Þá sendu þeir B. Ki’. og félagar hans út níðrit um samvinnufélög bænda og Sam- bandið. Ritið var gert og sent

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.