Tíminn - 10.03.1928, Blaðsíða 2
48
TÍMINN
út með mestu leynd og barst í
hendur Sambandinu ofan úr
Borgarnesi. Innihaldinu hefir oft-
lega verið lýst. Það var í stuttu
máli sagt lævíslegasti rógur, sví-
virðingar og traustsspjöll um
samvinnufélögin, sem nokkru
sinni hefir sést á prenti. Var þar,
innan um slepjað kærleikshjal.
alt svívii*t og róðborið, sem við-
kom þessari sjálfsbjargarviðleitni
bænda, bæði menn og málefni.
Réttlætismeðvitund íslenskra
bænda reis öndverð gegn þessu
athæfi B. Kr. og hinni furðulegu
niðurstöðu dómstólanna í máli
Sambandsins gegn honum. Síðan
hafa bændur landsins almenna
andstygð á B. Kr. og öllu hans
athæfi. Þeir vita, að í þeirri
hendi er hann réttir að málefn-
um bænda, er jafnan rýt-
i n g u r tilbúinn, að vega að höf-
uðmálefni þeirra, samvinnunni. —
Árni frá Múla mun þurfa að ger-
ast umsvifameiri en hann hefir
verið við eftirlit með Brunabóta-
sjóði Islands, ef honum á að tak-
ast að rétta við álit B. Kr. í aug-
um bænda og fá þá til að trúa
því, að frá honum komi ráð til
hjálpar og viðreisnar bændum
landsins.
Ritháttur Áraa frá Múla.
Vaxandi kveifarmenska og
ruddaskapur hinna gersigruðu f-
haldsmanna kemur sífelt fram í
blöðum þeirra. Verður það jafn-
framt torráðin gáta, hversu djúpt
þeir muni geta fallið í ósæmilegu
og vesælmannlegu orðbragði.
„Salernisstíll“ Kristjáns Alberts-
sonar drýpur nú úr penna núver-
andi ritstjóra Varðar með þeim
andlegu ummerkjum, sem hann
hlaut að fá í meðförum ógreindari
manns. Tíminn vill leyfa sér að
taka hér upp nokkur sýnishom af
rithætti hans. Virðist í hermirit-
un þeirri koma fram óvænt ástund
un í fari Áma frá Múla að ná á-
kveðnu marki. Verður að telja,
að hann sé nú kominn eins neð-
arlega og hægt er með sanngirni
að búast við að komist geti mað-
ur með öllu viti. — f grein hans
„Tíminn og atvinnurekstrarlán-
in“ í Verði 2. mars síðastl. lætur
hann svo um mælt:
„pcir (bændumir) eru sviknir með
kossi — Jónasarkossi, yfir- og undir-
Jónasanna. Jónasareðlið, eðli þræla-
blóðs og böðulslundar leitai- sér svöl-
unar, o. s. frv.“.
í greininni „Siðleysi kunnings-
skaparins“ í sama tbl. lætur hann
svo mælt um dómsmálaráðherra
landsins, Jónas Jónsson frá
Hriflu:
„Maðurinn, sem gerir sig daglega
sekan um siðleysi hlutdrægninnar,
hatursins og illgirninnar. Maðurinn,
sem lierst eins og flak fyrir straumi
ástríðna sinna. Maðurinn, sem þver-
brýtur lögin, sem hann er settur til
að gæta. Maðurinn, sem heldur að
réttlætinu verði fullnægt án mann-
úðar og drengskapar. pessi flöktandi,
stamandi valdagráðugi snápur. þetta
sígapamli, gortandi endemi, sem seil-
ist löngum fingrum í hnútasvipuna,
o. s. frv.“.
Þessi tilfærðu „málblóm“ úr
urtapotti fhaldsins eru nokkur á-
vöxtur þess, sem Helgi Péturss
myndi að líkindum kalla hina
„helvísku ástundun“, þ. e. sókn
niður í sorpið. Slíkt orðbragð er |
samboðið þeim einum mönnum,
sem liggja sjálfir flatir og mátt-
vana vegna skorts á siðferðisleg-
um manndómi og sæmilegum
málstað.
1
Ómakleg ásökun.
Jón Þorl. hefir nýlega haldið
því fram í blöðum sínum, að fjár-
málaráðuneytið væri „að fyllast
af nýjum launamönnum". Fjár-
málaráðherrann, M. Kristjánsson
spurði hann nýlega í Ed. hvort
það væri með hans íullri vitund
og vilja eða fyrir mistök blað-
anna, að þessi ásökun væri borin
fiam og hvort hann þættist við-
búinn að standa við hana. Varð
J. Þorl. ógreitt um svör. Enda er
hér fjarri marki skotið. Þvert á
móti hefir engum starfskröftum
verið bætt við í ráðuneytið, þrátt
fyrir það að tveir af starfsmönn-
um þess hafa verið veikir, annar
frá í haust og fram um áramót,
hinn við og við í vetur og nú
rúmfastur. Má þessi ásökun, frá
fyrv. húsbónda í ráðuneytinu,
teljast ómakleg í garð starfsfólks-
ins, sem hefir tekið á sig aukið
erfiði vegna forfalla áðumefndra
starfsmanna.
Hlutleysi íslands og olían við
Skerjaf jörð.
Nýstárleg kenning birtist í Mbl.
7. þ. m. 1 ræðu dómsmálaráð-
herrans, er birtist í 13. tbl. Tím-
ans, er lýst þeim tröllauknu
mannvirkjum, sem risið hafa upp
við Skerjafjörð og þátttöku ls-
lendinga, sérstaklega Magn. Guð-
mundssonar, fyrst sem ráðherra
og síðar sem hluthafa, í því fyr-
irtæki. Dómsmálaráðherrann benti
á, hver hætta væri búin sjálf-
stæði landsins, er svo tækist til,
sem hér er orðið og lagði nokkr-
ar óþægilegar spumingar fyrir M.
Guðm. Benti hann á, sem rétt er,
að hlutleysi landsins í ófriði væri
hætta búin, er slík mannvirki
væru reist í landinu, sem gætu
komið stríðsþjóðum að miklu liði
í hernaði, eins og t. d. olíu-
geymsla handa lofther og flota.
Hitt er tilhæfulaus uppspuni Mbl.
að í-áðherrann hafi gefið í skyn
að nokkurt stórveldi stæði á bak
við þessar framkvæmdir. En
hættan fyrir hlutleysi landsins af
svo geysistórum olíugeymslu-
stöðvum er eigi að síður hin
sama, með því að þær mundu
freista þjóða til þess að brjóta
hlutleysi okkar í styrjöldum. —
Mbl. telur það mikla óhæfu að
ráðherrann skuli hefja slíka eftir-
grenslan og telur að hann hafi
með spurningum vakið grun-
semdir erlendra þjóða um að við
héldum ekki hlutleysi okkar. Fer j
blaðið síðan fram á það við Fram- j
sóknarfl., að hann reki ráðherr-
ann frá völdum fyrir þessar sak-
ir! Kenningin og krafan er jafn- ;
gáfuleg og búast mátti við úr j
þeirri smiðju. Samkvæmt henni á
að þegja sem vandlegast um alt
það, er gæti orðið hættulegt
sjálfstæði okkar og hlutleysi í ó-
friði! Ólíklegt er að lesendur
glæpist á svo heimskulegri villu-
kenningu. En ritstjórum Mbl. til
leiðréttingar má benda þeim á, !
að málið horfir við nokkuð ann- j
an veg en þeir ætla. Dómsmála- ;
ráðherranum, jafnt og öðrum Is-
lendingum, ber að standa vel á
verði, er þau ólíkindi verða, að
jafnvel ráðherrar landsins gerast 1
fyrirgreiðslumenn erlendrar á- 1
sælni. Mun þetta dæmi vera með
þeim cheyrilegustu, er gerst hafa, i
og krefst hlífðarlausrar eftir-
grenslunar. ^
j
Mbl. og Þm. V.-Húnvetninga.
Þegar frá eru taldir ráðherrar
er Mbl. ekki eins mikið í nöp við
neinn þingmann eins og Hannes
Jónsson þm. V.-Húnvetninga. Á-
stæðan er sú, að Hannes hefir
veitt götudreng Ihaldsins á þingi
hæfilega ráðningu og er ekki
hlífisamur í orðaskiftum við I-
haldsmenn. Nýlega færði Mbl. j
það í tal, að svefn hefði sótt um-
ræddan þingmann síðari nóttina, |
sem eldhúsdagsumræðumar stóðu
yfir. Henti það að vísu fleiri þm.
og þótti ekki tiltökumál undir
Liens plógamir
eru bestu plógamir, sem til landsins flytjast. Engir aðrir plógar,
sem reyndir hafa verið, hafa reynst jafnvel í allskonar jörð.
Verksmiðjan hefir enn á ný breytt plógunum eftir vomm fyrir-
mælum, svo að þær vinni sem best seiga jörð.
Samband ísl. samvinnufélaga.
ræðum íhaldsmanna. Til dæmis
um það má segja eina kýmilega
sögu: Jóh. Jós. þm. Vestm. var
að halda langa ræðu og enn leið-
inlegTÍ en hann á vanda til. Sessu-
nautur hans, Einar Jónsson 1.
þm. Rang., tók með hægð í
frakkalaf hans og sagði: „Hættu
nú Jóhann! Það hlustar enginn á
þetta“.
Þögn og sjálfstæði.
Samkvæmt kenningu Mbl. ber
að þegja sem vandlegast um alt
það, er bak við tjöldin kann að
gerast og sjálfstæði landsins gæti
stafað af hætta, — jafnvel þó um
landráð væri að ræða. Af þessari
afstöðu blaðsins verður ekki ann-
að ráðið en að það, þrátt fyrir
yf irborðs-s j álf stæðisgaspur, sit ji,
þegar dýpra er skoðað, raun-
verulega á svikráðum við sjálf-
stæði landsins.
Samvisku-stunga.
I umræðunum um togaravöku-
lögin benti dómsmálaráðherrann
á, að er Reykjavíkurbúar og þjóð-
in öll væri í sárum að lokinni
jarðarför svo margra vaskra sjó-
manna, væri óviðkunnanlegt að
deila á þinginu um það hvort
þeir, sem eftir lifðu ættu að hafa
minsta svefn, sem heilbrigðisvís-
indin ætla mönnum eða þaðan af
minna. — Þetta stakk samvisku
Ólafs Thors og fleiri íhaldsmanna
svo að þeir gengu nálega frá réttu
ráði.
Einkennilegt þingskjal.
Með erindi til Alþingis frá
bændum á svæði Miklavatnsmýr-
aráveitunnar, sem kallaðir eru
þar „raunarmenn íslenskra á-
veituvísinda“ fylgir einkennilegt
skjal, ef skjal skyldi kalla. Er það
fjalarspækja nokkur 10 sm. á
breidd en 3 sm. á þykt og tekur
meðalmanni í mjaðmarstað. Er
þetta, eftir því sem talið er, einn
af máttarviðum úr mannvirki því,
er Jón Þorl. stóð fyrir þar eystra
og sem hefir gefið dapurlega og
kostnaðarsama raun. Mjög er
fjalarspelka þessi kvistótt og
brotin. Gengur hún milli þing-
; manna til álita, og þykir nýlunda
í sölum Alþingis.
Mbl. og manndrápin.
Út af mótþróa íhaldsmanna
gegn tekjuauka ríkissjóðs lét
dómsmálaráðherrann orð falla á
þá leið, að þeir myndu sjálfa sig
f.vrir hitta. Um það yrði aðstaða
þeirra svipuð og ójafnaðarmanns-
ins Hvamm-Sturlu, er Jón Lofts-
son benti honum á, að hann gæti
látið drepa fyrir honum þrjá menn
fyrir hvern einn, er hann léti
drepa fyrir sér. — I „þingtíðind-
um“ Mbl. er frá þessu skýrt á þá
leið að ráðherrann hafi tekið „sér
í munn orð harðstjóra eins“ og
sagst mundu stofna til mann-
drápa! Er um þessa frásögn beitt
venjulegri Mbl.-ráðvendni í frá-
sögnum af þinginu. Og í „þingtíð-
indum“ þessum mun Jón Loftsson
vera í fyrsta sinni kallaður harð-
stjóri! En hann var, eins og kunn-
ugt er vinsælasti friðarhöfðingi,
sem uppi hefir verið á landinu og
hélt niðri deilum um heilan
mannsaldur. — Má segja að á
heimili Mbl. sé flest unnið til
matar sér.
Skuldaverslun bænda
og
atvinnurekstrarlán
Skuldirnar og lánin.
I undanförnum köflum þessar-
ar greinar hefir verið litið nokk-
uð yfir viðskiftasögu B. Kr. og
fylgifiska hans við samvinnufé-
lög landsins. Verður ljóst af því
yfirliti, upp úr hverskonar jarð-
vegi er sprottið það svonefnda
hjálpræði; sem íhaldsblöðin guma
svo mikið af. Hin dökka forsaga
B. Kr. í þessum málum er vitan-
lega, ein út af fyrir sig, nægileg
ástæða til þess að bændur lands-
ins virtu ekki viðlits neitt af því,
sem kemur frá hans hendi við-
komandi versl.málefnum þeirra.
Eigi að síður skal hér litið á
þessar tillögur Ihaldsmanna í
sambandi við verslunarskuldir
bænda, svo séð verði hverskonar
lausn það er, sem í þeim felst í
raun réttri.
Á síðustu árum stríðsins og
fram að árinu 1920 bjuggu bænd-
ur landsins yfirleitt við sæmileg-
an hag og jafnvel tekjuafgang.
Skuldir þeirra gryntust og hurfu
og innieign kom í staðinn. Núver-
andi skuldir eiga sér tvær til-
tölulega nýlegar orsakir. Megin-
hluti þeirra á rætur að rekja til
ársins 1920 og 1921, er hið gífur-
lega verðfall framleiðsluvara
þeirra fór á eftir stórfeldum
harðindum og mestu dýrtíð. Þær
skuldir eru því stofnaðar á lág-
gengisárunum, þegar krónan stóð
í litlu meira en hálfu gullgildi.
Síðari orsökin var krónuhækkun
J. Þorl. Skuldir landsmanna hækk-
uðu þá í raun og veru að sama
skapi og krónan.
Þessar skuldir bænda eru þeim
að vísu þungbærar og eigi síður
fyrir þá sök, að þær eru að miklu
leyti ranglátar, sprotnar af mis-
viturlegum ráðstöfunum fyrver-
andi fjármálastjórnar. Samt sem
áður er fjas íhaldsblaðanna um,
að þessar skuldir séu alvarleg-
asta þjóðarmeinið, ekki annað en
pólitískt herbragð. Þegar litið er
yfir viðskiftasögu þjóðarinnar á
síðustu árum, athugaðar skuldir
hennar og skil, verða skuldir
bænda alveg hverfandi bornar
saman við þann skuldaófarnað,
fjártöp og vanskil annara at-
vinnurekenda landsins, sem nú
mun nema alt að 3 tugum milj.
kr. Bændur hafa, þrátt fyrir örð-
ugleikana staðið að mestu í skil-
um við alla lánardrotna sína.
Er nú þessu næst að athuga
hið margnefnda „hjálpræði" I-
haldsmanna til handa bændum.
Samkvæmt áður um getnu frum-
varpi leggja þeir til:
Að ríkisstjóminni heimilist að
veita Landsbankanum ábyrgð rík-
issjóðs fyrir 5 milj. kr. reiknings-
láni erlendis frá ári til árs. Lán-
ið skal nota til að veita bændum
til sjávar og sveita atvinnu-
rekstrarlán fyrir milligöngu spari-
sjóða og annara tryggra peninga-
stofnana.
Til tryggingar á greiðslu lán-
anna skulu bændur ganga saman
í lánsfélög og ábyrgjast greiðslu
þeirra einn fyrir alla og allir fyr-
ir einn. Með öðrum orðum, þeir
eiga að stofna samábyrgðarfélög
með sama sniði og verið hafa
elstu samvinnufélög bænda.
Lánin skulu bændur endur-
greiða fyrir 15. des. ár hvert. Og
ef ekki er staðið í fullum skilum
skal félag það er hlut á að máli
svift rekstrarláni næsta ár eða
lengur ef miklar sakir eru.
Hér eru talin meginatriði frum-
varpsins. Ekki er örðugt að sjá á
því fingraför B. Kr. Enda munu
Ihaldsmenn reisa á því, ef það
næði fram að ganga, nokkrar
vonir um, að takast mætti að
sundra samtökum bænda. Skulu
nú athuguð, eftir því sem rúm
leyfir, atriði þau er máli skifta.
Gjalddagi lánanna er ekki snið-
inn við hæfi samvinnubænda
landsins. Eins og kunnugt er selja
kaupfélögin eða samband þeirra
framleiðsluvörur bænda í umboði
þeirra sjálfra. Reikningsskil og
greiðsla á andvirði hinna seldu
vara geta þeir því ekki fengið,
fyr en salan er um garð gengin.
Verður þetta því undir atvikum
komið, enda ber oft við, að sala
dregst fram um áramót eins og
til dæmis að taka á nokkru af
keti landsins árið 1926.
Gjalddaginn er því settur frem-
ur við hæfi þeirra bænda, er fara
með framleiðsluvöru sína til
kaupmannsins og selja hana við
ákveðnu verði gegn greiðslu út í
hönd. Enda hefir sú skipun á
verslunarháttum bænda, er þeir
láta selja vörumar í umboði sínu
og á eigin ábyrgð jafnan verið
mikill þyrnir í augum kaup-
manna. Hafa þeir séð, sem er, að
ef þeim tækist að ná í sínaí'
hendur framleiðsluvörum bænda,
yrði þeim auðveldara en nú gerist
að ná verslunarviðskiftum þeirra
einnig að öðru leyti.
Reyndar munu vonir þeirra B.
Kr. og J. Þorl. um, að bændur
hlypu burt frá félögum sínum við
þá aðstöðubreytingu, sem lánin
myndu orka, vera á litlu bygðar.
Fjörutíu ára reynsla þeirra um
yfirburði samvinnuverslunar hef-
ir skapað ákveðinn skoðunarhátt
og skapfestu í fari samvinnu-
manna, sem ekki verður haggað
með skjótum hætti.
Broslegi þáttur málsins er gjör-
breyting á afstöðu B. Kr. gagn-
vart samábyrgðinni. Eins og áð-
ur hefir verið bent á er hún í
eðli sínu hin sama og í kaupfé-
lögum landsins. B. Kr. leitast við
að byggja sérstöðu á því skilyrði
að ábyrgðin sé aðeins innan
hreppa, svo að ábyrgðarmennirn-
ir séu gjörkunnugir hver annars
hag. En það er hið sama og
bændur landsins hafa jafnan kept
að og nákvæmlega hið sama
skipulag og tíðkast í stærstu
kaupfélögum landsins. B. Kr. er
sýnilega minna skelfdur við sam-
ábyrgðina, ef ætla mætti að henni
yrði beitt til þess að sundra nú-
verandi skipulagi á samvinnufé-
lögum bænda.
„Það á að hætta að hafa búð-
irnar fyrir banka“ hefir um skeið
verið heróp B. Kr. og annara I-
haldsrithöfunda. I því skipulagi
telja þeir fólgna höfuðmeinsemd-
ina í viðskiftafari þjóðarinnar.
Þetta heróp íhaldsmanna er vel
skiljanlegt. Þeir hafa haldið uppi
látlausum ósannindum um að
skuldirnar væru pólitískur fjötur
á bændum uns þeir eru sjálfir
farnir að trúa eigin skröki sinu.
Þeir vilja því fyrir hvern mun
koma til leiðar því skipulagi er
veiti bændum aðstöðu til þess að
fá peningalán sín annarsstaðar
en í samvinnufélögum.
En hver yrði nú munurinn á
skipulagi því, er íhaldsmenn vilja
koma til leiðar og núverandi
skipun á verslunarhögum bænda?
Harla lítill. Eins og nú er háttað
eru viðskifti samvinnubænda öll í
kaupfélögunum, bæði um vörur
og peninga. Samkvæmt tillögum
íhaldsmanna myndu við hliðina á
samvinnufélögum rísa önnur fé-
lög skipuð sömu mönnum, bygð
á sama hátt, er hefðu með hönd-
um aðra höfuðgrein viðskift-
anna. — Ef það væri sannmæli,
er íhaldsmenn halda fram, að
bændur séu bundnir á klafa