Tíminn - 10.03.1928, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.03.1928, Blaðsíða 3
TlMINN 4* OLIVEB diskaherfin eru komin Samband ísl. samvinnufélaga Fréttir. Halldór Kr. Júlíusson sýslumaður skrapp til ísafjarðar nýlega. Hafði hann fengið í hendur heimagreidd atkvœði frá 1923 og umboð til að rannsaka þau. Yfirheyrði hann nokkra menn vegna þeirrar kosning- ar. Ennfremur yfirheyrði hann enn að nýju nokkra menn vegna síðustu kosningar. Að yfirheyrslu lokinni krafðist hann 4000 kr. tryggingar fyrir nœrveru Hannesar Halldórs- sonar. Var hún samstundis i té látin. Jarðarför þeirra tíu líka, er fund- ist hafa af þeim mönnum, er fórust á Jóni forseta, fór fram í fyrradag. Mun hún hafa verið einhver sú fjöl- mennasta og viðhafnarmesta sorgar- athöfn, sem hér hefir farið fram. Ma?lt er að um eða yfir 10000 manns hafi verið í líkfylgdinni. Haraldur Björnsson leikari var meðal farþega á Islandi að norðan i fyrradag. Hann hefir haldið uppi sjónleikjum á Akureyri og ísafirði ' vetur við mikla aðsókn og orðstýr. Er talið að erindi hans hingað sé að undirbúa og setja á svið einnv af leikjum Ibsens, sem Leikfélagið hefir i hyggju að sýna hér í minningu um 100 ára afmæli Ibsens. Ibsensminning. Norðmenn efna til mikilla hátíðahalda og leiksýninga til minningar um hundrað ára af- mæli eins af höfuðskáldum sínum, Ibsen. Fara hátíðahöldin fram í Osló og Bergen. Ibsensnefnd Norðmanna hefir boðið Blaðamannafélagi ís- lands og Leikfélagi Reykjavíkur að senda fulltrúa til hátíðahaldanna. Hafa þeir verið valdir til þeirrar farar þorsteinn Gíslason ritstjóri og Indriði Einarsson rithöfundur. Druknanir. í fyrradag duttu tveir menn út af vélbátnum „Braga“ í Vestmannaeyjum og druknuðu báð- ir. þeir voru Sigurður Bárðarson frá Bólstað í Mýrdal og Guðjón .Tónsson frá Skeiðflöt í Mýrdal. Ríkisstjómin hefir lagt fram 5000 kr. til styrktar "sjómönnunum, er komust lífs af úr „Forseta“-strandinu. „Upp, upp mín sál“ heitir kvæði, sérprentað, kveðið af þorsteini úr Bæ út af mannskaðanum á „Jóni for- seta“. Verður kvæðið selt á götunum og gengur ágóðinn til styrktar ekkj- um og börnum þeirra er fórust. þingfréttir bíða næsta blaðs vegna þrengsla, enda er borið út í dag auka- blað af Tímanum, sem flytur nær ein- göngu fréttir frá þinginu. vegna skulda og ábyrgða, hvað er þá því til fyrirstöðu að sú dap- urlega reynsla endurtæki sig í þessum nýju samábyrgðarfélög- um? Yrðu ekki skuldimar og á- byrgðirnar hinar sömu, hvort heldur þær væru í samábyrgðar- lánsfélagi eða samábyrgðarversl- unarfélagi? Er hér reyndar glöggur vottur um þann skort á víðsýni og skilningi sem margra ára óvild og ofsóknarviðleitni hef- ir fóstrað í heilabúi B. Kr. íhaldsblöðin hafa haldið því fram, að bein peningaviðskifti og greiður aðgangur að lánum myndi bæta efnahag bænda. Um það gildir að „veldur hver á heldur“. Hefir orðið önnur reynsla sumra héraða, þar sem íbúamir hafa átt hæg heimatök um lán og gert sér tíðförult í peningabúðimar. Nægir að benda á sem dæmi við- skiftamenn Sparisjóðs Eyrar- bakka og bankaútibúsins á Sel- fossi. Hefir nú verið gripið á flest- um atriðum þessa máls nema sjálfum kjarna þess. Enda mun hann nú liggja ljós fyrir. Hann er sá að með þessu skipulagi, er íhaldsmenn gera ráð fyrir, yrði aðeins skuldaverslun þeirra, er við lánsfélögin kynnu að skifta, færð frá ári til árs úr einni sam- vinnustofnun í aðra samskonar. En með því yrði ekki ráðin bót á hinu eiginlega böli: Núverandi verslunarskuldum bænda. Eins og bent var á í upphafi Frá útlöndum. Lindliergh fluggarpur, sá er vakti mesta eftirtekt á sér fyrir það ein- stæða afreksverk, er hann flaug al- einn frá New York til Parísar, he.fir getið sér frægðarorð á nýjan leik, þó með öðrum hætti. Eins og kunnug't er, hafa verið miklar viðsjár með Bandaríkjunum og þjóðum í Mið- Ameriku og jafnvel skærur. Lind bergli liefir nýlega farið flugferð til ýmsra ríkja í Mið- og Suður-Ame- ríku. þykir liann hafa mjög beitt á- hrifum sínum til þess að bera frið- arorð á milli ríkja og þjóða og meö svo miklum árangri, að hann hefir hlotið fyrir friðarverðlaun úr sjóði þeim, er ber nafn Woodrow Wilson’s. — Póstflugsamband er nýlega liaf- ið milli Frakldands og Suður-Ame- ríku. — Mussolini gerist allúfinn út af Tyrol-málunum. Hefir hann haldið mikla ræðu í þinginu, þar sem hanri neitaði því harðlega, að ítalir beittu íbúana í Suður-Tyrol þjóðemiskúg- un, kvað afskifti útlendinga af mál- efnum Tyrölbúa skaðleg fyrir þá. Sagði liann að útgáfa þýskra blaða í Suður-Tyról myndi verða bönnuð og þýskumælandi embættismenn settir af. Hafði liann jafnvel í heitingum um að skjóta þessum málum undir vopnadóm. — Ágreiningur er að nýju risinn milli Breta og Egyftalandsmanna. Neita Egyftar að undirskrifa samn- inga milli landanna vegna ákvæða um að Bretum heimilist að hafa setulið í landinu. — Kosningar eru nýlega um garð gengnar í Póllandi. Pilsudski-menn hafa unnið mikinn sigur. Socialistar og Kommunistar unnið nokkuð á en hægrimenn stórtapað. — Arabiskir þjóðflokkar fylkja sér til trúarbragðastríðs gegn Transjór- daníu, þar sem Bretar eru til varnar. Stendur sumum blöðum Breta stugg- ur af þeim skærum og óttast víðtæk- ari óeirðir vegna trúarofsa Múham- eðstrúarmanna. — Tilraunir Breta að finna ráð til að minka kostnað við járnfram- leiðslu hafa borið mjög mikinn á- rangur. Ætla menn að nú verði unt að íramleiða járn fyrir 35 shillings smálestina. Prentvilla er í greininni „íhalds- menn og rikissjóður" á forsiðu blaðs- ins. Stendur þar „tekjuhallalaus fjár- lög“ í staðinn fyrir tekjuhallafjárlög. þessarar greinar, eru skuldirnar sjálf fátæktin. Til þess að vinna bug á henni, þarf djúptækari ráð, heilli og viturlegri en þau, sem hér er um að ræða. Munu þar að haldi koma þau ein ráð, er styðja bændur í drengilegri og slita- lausri baráttu þeirra til aukinnar velmegunar. Bættur efnahagur og sterkir sjóðir í samvinnufélögum bænda eru hin einu haldbæru ráð til þess að vinna bug á skuldum þeirra og skuldaverslun. Hitt er aukaatriði hvort hinar árlegu hlaupaskuldir þeirra standa í samábyrgðarlánsfélagi eða sam- ábyrgðarkaupfélagi. Þarf vits- muni strútsins til þess að álíta, að í því sé fólginn kj arni málsins. Bændur hafa lengi haft í hyggju að skilja að vöruverslun og lánsverslun meðal annars til þess að gera verslunarrekstur sinn og reikningsfærslu óbrotn- ari. Er síst ástæða til að amast við þeim ráðum er gætu á vitur- legan hátt stutt þá í þeirri við- leitni. Mætti ef til vill takast að víkja máli þeirra íhaldsmanna inn ’á þá braut er betur gegndi. Mun það verða einhuga álit sam- vinnubænda landsins að þau ráð, sem þeim megi að haldi koma þurfi að vera runnin undan holl- ari rifjum en höfundar „Verslun- arólagsins“. Með hinni gömlu, víöurkenda og ógætu gæðavöru. Herkules þakpappa sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dorthetsminde“ frá þvl 1896 — þ. e. í 80 ár — hafa nú verið þaktir í Danmörku og lslandi ca. 30 milj. fermetra þaka. Fæst alstaðar á Islandi. HlatafélagiB ]is WlMmt fabrikker Köbenhavn K. Skynvillur Morgunblaðsins. Tíminn hefir hvað eftir annað vítt Mbl. fyrir óvandaðar þing- fréttir. Nú viðurkennir Valtýr réttmæti áminninganna, en segist hafa lært ljótt orðbragð af því að hlusta á umræður á þinginu. Skal ekki rengt, að maðurinn hafi góða hæfileika til slíks náms. Sem dæmi um orðfæri Jónasar Jónssonar dómsmálaráðh. nefnir hann það, að ráðh. hafi nýlega í þingræðu kallað íhaldsmenn í Efri deild „flokkshyski“. Þetta hefir ráðh. aldrei gert. En í ræðu þeirri sem Mbl. gerir að umtalsefni, nefndi hann Ingibjörgu H. Bjarnason og Jóhannes bæjarfógeta „flokks- systkin“ Jóns Þorlákssonar. Eng- um getum skal að því leitt, hvers vegna Valtý hafi dottið í hug orðið „flokkshyski“ um þessar mikilsvirtu íhaldspersónur. En sé ' eftirtekt hans oft í jafn góðu lagi og í .þetta sinn, er engin furða, þó að málum sé blandað í þingtíð- indum Mbl. X. Mbl. og Englendingar Mbl. hefir oftar en einu sinni 1 fullyrt, að á þingi hafi verið tál- að um" að enska stjórnin ætti steinolíugeymana við Skerjafjörð, þar sem M. G. er málamyndar- þjónn útlendinga. Enginn Fram- sóknarþingmaður hefir nefnt ■ ensku stjómina eða Englendinga í þessu sambandi. Ef til vill hafa 1 íhaldsmenn gert það, og á þá 1 Mbl. að geta þess. En hitt þykir mikil furða, að olíusala M. G. og Co. skuli byggja geyma í Rvík fyrir 3 ára verslunarþarfir sínar. Eru mennimir svona vitlausir, að byggja þannig langt yfir Státþing íslendinga og aðalfundur Skáksambands íslands. hefst í Reykjavík þriðjudaginn 3. apríl n. k. — Á skákþinginu verður kept í fyrsta- og öðrum flokki. Auk fyrstu verðlaunanna í fyrsta flokki verður sigurvegaranum veitt nafnbótin „Skákmeist- ari íslands“, samkvæmt reglugei*ð þar að lútandi. Umsóknir um þátttöku í Skákþinginu skulu sendast stjóm Skáksambands íslands (pósthólf. 835 í Reykjavík) 3 'dögum fyrir þingið. Skáksamband íslands. Van Houtens Suðu súkkulaði er annálað um allan heim fyrir gæði. ~ Besta suðusúkkulaði tegundin sem til landsins flyst. Allar vandlátar húsmæður nota það eingöngu. I heildsölu hjá Tóbaksverslnu íslands h.f. Einkasalar á íslandi. Ungu konur, vi6 cig-um gott; Hvilikur þrseldómur voru ekki þvottadagarnir lijá mæðrum okkar i þeirra ungdæmi! Þá þekktist ekki Persil. Nú látum vi& Persil vinna hálft verkiö, og' falleg-ri þvott hefi ég' ekki sé&, og' svo er hann : : : sótthreinsaður : : : T. W. Buch (Iiitasmidja Bucks) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR: Demantssorti, hrafnsvart, kastorsorti, Parlursorti og allir litir, fallegir og sterkir. Mælum með Nuralin-lit, á ull, baðmull og silki. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skÓ8vertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko'-blaesódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolía o. fl. Brúnspónn. LITAR VÖRUR: Anilinlitir Catechu, blásteinn, brúnspónslitír. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. Þomar vel. Ágsst tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Besta tegund, hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstaðar á íslandi. þarfir? Eða em þeir að bjóða ein- I hverju útlendu ríki heim? Er j sennilegt, að þeir Islendingar j sem ganga á þann hátt í niður- lægjandi þjónustu hjá erlendum j auðhring séu mjög hömndssárir ! um sæmd og heill landsins í sam- bandi við erlent vald? A. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson, Lokastíg 19. Sími 2219. Pi entsmiðjan Aeta. Súkkulaði Ef þér kaupið súkkulaði, þá gætið þess, að það sé Lillu-súkkulaði eða Fjallkonu-súkkulaði H.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.