Tíminn - 07.04.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.04.1928, Blaðsíða 1
©jaíbfeti og afgrei6&íuma&ur Cimans er JíjsnnDeig J?orsteins6óttir, 5dlinban6sl;úsinu< Seyfjamf. ^fgteiböía íimans er i Sambanbs^úsinu. ©pin baglega 9—[2 f. t). Simi 490. XII. ár. Reykjavík, 7. aprfl 1928. 19. blað. i oo „[kknasjóðir IsMs" . I. Stórslysið á Stafnesrifi mun nú vera í þann veginn að líða úr minni þorra manna. Slíkt höfuð- slys og önnur þaðan af ægilegri valda jafnan umróti í hugum manna. Hluttekningin verður sár og almenn 0g menn hefjast handa og fara djúpt í vasann, til þess að afstýra nokkru af hinum ytri þjáningum af völdum svo hörmu- legra atburða. En hluttekningin líkist mest snöggu sársaukavið- bragði. Eftir nokkra daga eða fá- ar vikur, í mesta lagi, líður sárs- aukinn' úr minni, raddir harmsins þaggast og auðhrærð en ístöðu- lítil hluttekningarsemi manna bíður þögul, uns næsta stórslys ber að höndum. Eins og bent var á í g-rein J. J. ráðherra hér í blaðinu 17. f. m.: „Hver borgar manngjöldin?“, hefir Guðm. Björnson landlæknir sýnt fram á, að mannfall Islend- inga við annan höfuðatvinnuveg landsins er að tiltölu þvílíkt sem gerist afhroð stórþjóða í mann- skæðum styrjöldum. Þegar tveir togarar fórust í miðsvetrarofviðr- inu og um 70 manns létu lífið, var sá mannskaði þvílíkur fyrir okkur fslendinga eins og ef Bandaríkjamenn hefðu af slys- förum eða í höfuðorustu látið 84 þúsundir manna. Mætti því ætla að slíkir atburðir yrðu þjóðinni ekki einungis minnisstæðir, held- ur vektu almenning í landinu til umhugsunar og athafna til varn- ar gegn slysunum og til vamar gegn algerðu niðurbroti og ör- birgð þeirra heimila, sem missa höfuðstoð og ástvini í herpaði þeim, sem rekinn er á hafinu um- hverfis strendur landsins. Fyrir atbeina ýmsra dugandi manna hefir nýlega verið stofnað „Slysavarnafélag íslands". Má vænta góðra ráða og viturlegra frá hendi ýmsra þeirra er þar beitast fyrir. Varð og skamt að bíða þeirra atburða er gæfu þeirri hreyfingu byr í seglin. Nú hefir verið hafist handa um kaup á vönduðum björgunarbát er verði til taks í Sandgerði og hafi til yfirsóknar einn þann hluta af strandlengjunni, sem mannhættu- legastir eru taldir. v En hér er aðeins um að ræða aðra af tveimur hliðum þessara slysavarna. Hin er sú, að verjast höfuðósigrum í lífi þeirra, sem láta ástvini sína og því mannfalli á landi, sem sjóslysin orka. Sam- skot líknarfjár, þegar er slys- in verða, hefir að þessu verið eina úrræðið. En slíkt er vitan- lega engin úrlausn á þessum vanda. Samskotin geta orðið mik- il að tiltölu og bætt úr brýnustu þörf, en þau verða aldrei annað en bráðabirgðarúrræði, enda mjög háð atvikum um, hversu slysin ber að höndum. — Samskotafé, þó ríflegt megi virðast, gengur fljótt til þurðar, þegar höndin, sem stritaði fyrir meginþörfum heimilisins er stirðnuð. Og þá ber örbirgðin að dyrum með því, sem henni fylgir: Neyð og sálarstríði, algerðu niðurbroti og sundrun heimilanna • og höfuðósigri í lífi fjölda manna. n. Um þær mundir, er sem hæst oe- stóðu samskotin til ástvina þeirra sem létu lífið við skipreikann á Stafnesrifi, sat kona ein við dán- arbeð mannsins síns í Landakots- spítala í Reykjavík. Eftir lang- varandi veikindi, gífurlegan kostnað og ægilegar þjáningar var hann að heyja þungt og kvalafult dauðastríð. Heima biðu 4 börn eftir komu móður sinnar með föðurinn andaðan.*) Hér var reyndar ekki um eins- dæmi að ræða, heldur aðeins eina af mjög mörgum samskonar hannsögum, sem eru alt af að gerast í kyrþey um alt Island. Böl þessarar konu leiddi til sams- konar úrslita og þeiiTa kvenna, sem mistu menn sína á Stafnes- rifi. Aðstöðu hennar var um það ólíkt háttað, að hún var fremur viðbúin úrslitunum. Aftur á nióti höfðu veikindi og sjúkrakostnað- ur herjað heimili hennar og lífs- þrek um langan tíma. Af þessu verður séð, að sama daginn og 7 konur verða ekkjur og yfir 30 böm missa feður sína við stórslys á sjónum, getur svo til borið, enda mun svo oft við bera, að sjö önnur heimili í land- inu bíði við sjúkdómsáföll og dauða þau sár, er blæða til ólífis. Munurinn er aðeins sá, að hín stóru slys hrópa til þjóðarinnar gegnum storm og brimgný. En í afdölum landsins og afskektu bygðum er háð þögul barátta, sem leiðir til samskonar úrslita og veldur svipuðu böli. I þögn hinna dreifðu bygða grúfir sig harmur niðurbrotinna heimila, sem hafa fórnað öllu er þau máttu, til þess að verjast þeim hamingjuslitum, sem ekki varð hjá komist. Almennar tryggingar Islendinga eru skamt á veg komnar. Auk óbætanlegs ástvinamissis veldur dauði hvers heimilisföður þjóðfé- lagsáfalli. Heimilin eru eins og steinn við stein í grunni þjóðfé- lagsin§. Niðurbrot þeirra veldur háskalegum veilum í allri bygg- ingunni. Fyrir því verður það eitt af brýnustu þjóðfélagsmálum, að gera heimili þjóðarinnar fær um að standast um ytri kjör, þau þungu áföll, sem þeim eru búin af slysum og sjúkraböli bæði á sjó og landi. III. Hér hefir verið sýnt, að sam- fara slysavömum í landinu, þarf að vera annar þáttur almennrar tryggingar, sem geti vamað að einhverju leyti afleiðingum þeirra slysa, sem verða munu, því mið- ur, þrátt fyrir ítrustu slysavam- ir. Og ennfremur hefir verið sýnt, að sú trygging þarf að vera al- menn og ná til allra þeirra heim- ila, er verða fyrir þeim áföllum, sem fyr hefir verið lýst. Slík þörf er engu minna brýn á heim- ili þess manns, er tekur út af bát við Vestmannaeyjar, eða deyr á besta aldri á afskektu heimili í sveit, heldur en hinna, sem far- ast, er stórslys verða. Á meðan ekki komast í kring almennar, fullnægjandi trygging- ar, verður að grípa til annara ráða: Við verðum að stofna „Ekknasjóð Islands“! ! IV. | Undir lok 19. aldar var stofnað- , ur „Ekknasjóður Reykjavíkur“. Stofnandinn var „Framfarafélag Reykjavíkur“ en aðalforgöngu- maður var gamall sjómaður og góður borgari, Pétur Gíslason, faðir Gísla læknis á Eyrarbakka. Megintilgangurinn mun hafa ver- ið sá að stofna sjóð til hjálpar ekkjum sjódruknaðra manna. Sjóðurinn var stofnaður af árstil- lögum félagsmanna, fyrst 2 kr., nú 5 kr„ og úr honum veittur styrkur árlega bágstöddustu ekkjum. Sjóðurinn er nú 50 þús. krónur. | Að baki þessa sjóðs liggur sú meginhugsun, sem þarf að verða almenn í landinu. Urlausnir geta verið misjafnar að formi til og jafnvel ýmsar aðferðir samverk- ! andi. Getur þpð verið efni í sér- : staka grein, enda skal lítt fjölyrt ! um það efni hér. J. J. ráðherra hefir í fymefndri grein bent á að með útflutnings- gjaldi á sjávarafurðum verði að ; koma úr auðæfum hafsins fé til manngjalda fyrir þá, er láta lífið í atvinnubaráttu á hafinu. — Við útfærslu slíkrar tryggingar yrði hlutdeild í manngjöldunum að ná til allra landsmanna. Ef viturlega og með samtaka hugum manna : yrði á slíku máli haldið, myndu margar stoðir renna undir þess- háttar nauðsynjastofnun alþjóð- ar. Gæti þar orðið um að ræða frjáls framlög og dánargjafir, á- lieit og fleira, auk sjálfsagðra ráðstafana af hálfu löggjafar- valdsins. | Verkefni þessarar greinar er einkum það, að slá til hljóðs fyr- ir þeirri hugsun, sem þarf að verða almenn og alþjóðleg, að á bak við líf og heimili landsmanna þarf að standa trygging, er varni niðurbroti heimilanna í landinu, er slys og áföll ber að höndum, | hvort heldur sem er við sjó eða í ! sveit. Ástvinamissirinn verður ekki bættur með mannlegri hyggju eður ráðum. Hitt er hluti af almennri þjóðfélagsviðleitni, að sporna með fjárhagslegum úr- ræðum gegn þeim ósigrum í lífi manna og heilla heimila, sem lama þjóðina og hindra fram- ! sókn hennar og æskilega þróun. I Utan úr heimi. *) Konan er Briet þórólfsdóttir á Iðu í Biskupstungum. Mun vera sama konan og „Árnesingur" skrifar um í Mbl. 3. þ. m. Er þess getið þar að Mbl. og Vísir taki á móti sam- skotum til konu þessarar. ! „Minsti flokkurinn“ i á þingi, Sig. Eggerz hlaut skop- S lega útreið í orðasennu milli hans ! og Tryggva Þórhallssonar for- sætisráðherra, síðastliðinn þriðju- i dag. Með venjulegu yfirlæti, gat „minsti flokkurinn" þess, að 1 stjómin myndi að lokum þurfa að j taka meira tillit til „flokksins" en hún gerði nú. Forsætisráð- herrann benti á að „minsti flokk- i urinn“ væri alvarlegast íhugunar- ; efni fyrir Sig. Eggerz sjálfan, ef j hann fengi skilið hvers vegna ; þau sviplegu tíðindi hefðu gerst | í lífi flokksins, að hann, sem eitt sinn var stærsti flokkurinn, væri nú orðinn sá minsti og svo lítfll, sem raun bæri vitni um! Auður og f járkreppur. Styrjöldin mikla orkaði megin- breytingum í iðnaði og þjóðhags- málum stórveldanna. Sérstaklega urðu mikil umhvörf í iðnaðarmál- um Evrópustórveldanna og ekki síst Bretlands. Nytsömum iðju- verum var breyt í vopnasmiðjur, miljónum manna svift burt frá nytjastörfum og orku þjóðanna gervallri beitt til manndrápa og eyðingarstarfa. En með’an þjóðir Evrópu sóuðu lífi sínu og fjármunum í æði styrjaldarinnar, gildnuðu sjóðir Bandaríkjanna. Bandaríkin urðu matvælabúð Evrópu. Þangað streymdu auðæfin eða réttara sagt ávísanir á auðæfi þeirra landa, sem lögðu alt í sölumar til þess að geta fengið sigur í stríð- inu. Að styrjöldinni lokinni voru Bretar og þó einkum Frakkar, sokknir i skuldir við Bandaríkja- menn, ofan á þær gífurlegu ríkis- skuidir, er fyrir voru. Afleiðingar styrjaldarinnar verða ljósar af samanburði á ut- anríkisverslun Breta fyrir og eft- ir stríðið. Á stjómarárum Vict- oríu drotningar var mestur upp- gángur Bretaveldis og bresks iðn- aðar. Þá lögðu Bretar undirstöðu að iðnaðarframförum í nýlendum sínum og —náðu tangarhaldi á auðsuppsprettum og verslunar- samböndum víða um heim. Enda voru þeir sterkasta iðnaðarþjóðin um skeið og áttu ekki um slíkt að keppa við aðrar þjóðir í Evrópu en Þjóðverja. En með styrjöldinni hljóp sá afturkippur í utanríkisviðskifti Breta, að þau voru árið 1927 ekki helmingur til móts við það, sem þau voru 1913. Bandaríkin eru gullkista heims- ins bókstaflega talað. Ofan á geysilegan og hraðvaxandi þjóð- arauð bættist styrjaldargróðinn. Þátttaka Bandaríkjamanna í styrjöldinni var .skammvinn og þeim tiltölulega léttbær, miðað við Evrópuþjóðir. I fjármunaleg- um efnum varð stríðið þeim fé- þúfa. Árlegar þjóðtekjur þeirra eru nú taldar 18 miljarðar sterl- ingspunda. Þjóðtekjur Breta eru taldar 4 miljarðar. Munar þar stórmiklu þó litið sé á stærðar- mun þjóðanna. Ástandið er þá í stuttu máli sem hér segir: Bandaríkin eru gagnauðug. Allir bankar eru full- ir af peningum. Af þeim ástæð- um eru Bandaríkjamenn útfalir á lánsfé með sæmilegum kjörum. Iðnaður Evrópu er kreptur af völdum styrjaldarinnar. Hafa sambönd x*askast og þjóðir stefnt til einangrunar og sjálfsbjargar í iðnaðai*málum. Þrent þai*f, tii að leysa þjóðframfarir Evrópu úr viðjum. I fyrsta lagi að friður haldist, nytsamleg störf og bætt atvinnuskipulag. I öðru lagi að hin mikla fjárvelta Ameríku komist í umferð aukinna iðnaðar- starfa. I þriðja lagi, að lífsþarfir og kröfur þjóðanna í Asíu, Af- ríku og Austur-Evrópu taki þeim breytingum, að þar opnist mark- aðir fyrir iðnað heimsins. En á þessum svæðum er talið að búi um 1240 miljónir manna, sem eru enn aðeins að litlu leyti háð iðju- menningu Vestur-Evrópu og Ameríku. Gætilega síefnan Mbl. birti nýlega ræðuslitur eft- ir Jón Þorláksson. Segir J. Þ. þar frá atburði, sem gerðist á fundi einum í Borgamesi. En vegna þess, að frásögn Jóns er ósönn og blekkingar, eins og von er til, þá vil eg sem heymarvottur að orð- um hans á þessum fundi, skýra frá atburðinum eins og hann gerðist. Af ræðu J. Þ. er svo að sjá að dómsmálaráðherra hafi mint hann á, að æskulýðurinn væri honum mótsnúinn. Getur J. Þ. þess, að ráðherrann endurtaki þetta oft, bæði í ræðu og riti. Er auðséð að Jóni er þetta hin mesta hrelling. Kveðst hann nú ætla að segja á- stæðuna til þess að ráðherrann minni sig svo títt á þetta. Og saga Jóns er svona: „Við vorum eitt sinn á fundi í Borgarnesi. Á fundi þessum var meðal áheyrenda, hópur ungra manna, er sátu nálægt ræðustóJ. Þeir gáfu mjög til kynna velþókn- un sína á J. J. Eg gat þess eitt sinn í ræðu, að þessir ungu menn væru meðal andstæðinga minna. Þetta er tilefnið til þess, að hann hefir nú undanfarin ár útbásúnað að eg hafi viðurkent, að æskulýð- ur landsins sé mér yfirleitt and- vígur. En þetta er ekkert eins- dæmi. Því svona rangt segir ráð- herrann altaf frá. Það er nú al- viðurkent meðal þjóðarinnar, að engu orði hans er ti*úandi“.*) I fyrsta lagi era það ósannindi að hópur ungra manna sæti ná- lægt ræðustól. Nálægt ræðumönn- um sátu eldri menn og konur en yngri menn voru dreyfðir um all- an salinn. I öðru lagi eru það því ósann- indi, að J. Þ. talaði sérstaklega til ungi-a manna „nálægt ræðu- stól“. I þriðja lagi eru það busaleg skrök, að J. Þ. beindi orðum sín- um til nokkurs sérstaks hóps ungra manna á ákveðnum stað í fundarsalnum. Flestum, sem á fundinum voru, mun vera það vel minnisstætt, hversu allur þorri ungra manna, um allan fundarsalinn, lét greini- lega í ljósi „velþóknun“ sína á Jónasi Jónssyni og málefnum hans. Og svo mæðusamt varð J. Þ. þetta, að hann virtist ekki geta orða bundist. Hann talaði þeim orðum til ungra manna á fundin- um, að þeir myndu vera meðal andstæðinga sinna. En um leið „strammaði hann sig upp“ með þeirri von, að þeir myndu hníga til fylgis við íhaldið, þegar aldur- inn færðist yfir þá. Sjálfur snýr J. Þ. frásögninni í bein ósannindi og lýsir því síðan yfir, að „svona rangt segi ráð- herrann altaf frá“. Um langt skeið virðast íhalds- nienn hafa átt eitt áhugamál, það að níða Jónas Jónsson persónu- lega. Mikill hluti allra íhaldsblað- anna hefir ár eftir ár verið með frásagnir um þenna eina mann. Og árum saman hafa frásagnim- ar verið nálega hinar sömu, að J. J. fari með ósannindi í hverju máli og engu orði hans sé trúandi. Þessi iðja blaðanna hefir á ýms- um stöðum komið á stað óvönd- uðum heimilisiðnaði úr sama efni. En hvemig hefir svo þessum á- *) Leturbr. Mbl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.