Tíminn - 07.04.1928, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.04.1928, Blaðsíða 2
66 TlMINN i rásum verið svarað ? Nálega aldrei með blaðagreinum, því blöð Framsóknarmanna standa í þjón- ustu almennra mála. Rógberunum hefir verið svarað með því, að fela Jónasi Jónssyni hverja trún- aðarstöðuna annari ábyrgðar- meiri. Níðið hefir verkað eins og dúnkraftur. — Trúnaðartraust landsmanna á Jónasi hefir aukist stórum við hverja einustu níð- grein, og svo mun veröa enn. Það skiftir engu máli hvort J. Þ. viðurkennir að æskulýður landsins sé andvígur allri íhalds- mensku. Kosningarnar síðustu slöngvuðu þeim staðreyndum framan í Ihaldið, að það voru ekki aðeins yngri kjósendur, held- ur og fjöldi eldri manna og kvenna, sem vildu losa þjóðina við hið „gætilega" eftirlit fyrv. stjórnar, með sjóðum og sýslu- mönnum og hina „gætilegu" rannsókn á fölsuðum kosningum. Bak við hina „gætilegu fjármála- stefnu“ grilti þjóðin í opinbera starfsmenn, sem söfnuðu „lausa- skuldum“ við ríkissjóðinn og aðr- ar opinberar stofnanir. Þegar J. Þ. hefir tekið upp „gætilega“ stefnu um meðferð sannleikans, og þegar hann hefir áttað sig eftir skellinn, mun það skýrast fyrir honum, að hann varð að hypja sig úr valdastóli einmitt vegna þess, að við síð- ustu kosningar voru það fleiri en „hópur ungra manna nálægt ræðustól, sem gáfu mjög til kynna velþóknun sína“ á Jónasi Jónssyni. Fundarmaður. Föðurlandssvik mega það heita, sem Ihalds- menn hafa tekið sér fyrir hend- ur, er þeir hafa símað til þýskra blaða lognar frásagnir af umræð- um á Alþingi, til þess eins að búa sér til árásarefni á dóms- málaráðherrann. Birtist nýlega í þýsku blaði skeyti frá Rvík, þar sem skýrt er frá að dómsmála- ráðherrann hafi í ræðu bendlað breska ríkið við olíustöðvamar við Skerjafjörð. Ráðherranxi hefir aldrei nefnt neitt stórveldi í sam- bandi við málið, heldur aðeins bent á þá augljósu hættu, sem hlutleysi landsins geti stafað af svo stórum olíugeymslustöðvum, ef ófrið bæri að höndum. Um leið og þau óráðvöndu flón, sem stýra pennum íhaldsins, gera sér upp föðurlandsumhyggju, hika þau ekki við, að vinna fyrirlitlegustu verk, sem föðurlandssvikarar einir geta látið sér sæma. Á víðavangí. Kr. Linnet og tolleftirlitið. Hvalreki varð á fjöru Mbl. 4. þ. m. er Kr. Linnet sýslum. Vest- mannaeyinga segir þar frá fram- göngu sinni við tollheimtu þar í Eyjum. Ut af smágrein Tímans „Tolleftirlitið‘ ‘ gefur sýslumaður- inn til kynna, að kaupmaður sá er þar átti í hlut hafði verið Gísli J. Johnsen konsúll. Komst Kr. Linnet að þeirri niðurstöðu að grein Tímans hafi verið til þess gerð, að sýna „ágæti tolleftir- litsins, hrekkvísi kaupmanna og úrræðaleysi yfirvalda" og að dæmið hafi verið illa valið. En hversvegna var það illa valið ? Linnet staðfestir frásögn Tímans í öllum greinum: í fyrsta lagi, að tollþjónn lét vigta vindlinga- sendinguna. I öðru lagi að á- greiningur varð um innheimtu tollsins og að verslunin vildi skifta um umbúðir áður tollur væri reiknaður. I þriðja lagi, að yfirvaldið Kr. Linnet, var í vafa, úr því að hann „leitaði úrskurð- ar fjármálaráðuneytisins" um málið. Á kaupmanninum og versl- uninni verður ekki gerður grein- armunur meðan hún er rekin á ábyrgð kaupmannsins og ætti lög- fróðum manni ekki að missýnast um það. Hið eina, sem virðist vanhermt í grein Tímans, er það, að Kr. Linnet leitaði sjálfur úr- skurðarins. Um hitt mun honum ókunnugt að tollþjónninn gerði slíkt hið sama og hefði því ekki átt að fullyrða neitt um það. Tveir stjómendur. Eimskipafélags íslands, þeir herrar Hallgr. Benediktsson og Jón Þorláksson hafa að undan- förnu rekið siglingasamkepni við sitt eigið félag, þar sem þeir hafa haft skip í förum til Hambofgar til þess að flytja þaðan sement og fleiri vörur fyrir sig og aðra. Hefir slíkt þótt kynl^g félagsum- hyggja þessara stjómenda og ris- ið af því umtal. Er sú niðurstaða þess máls, að þeir félagar hafa látið niður falla þessa samkepni við Eimskipafélagið. Málum blandað. I Verði 17. mars síðastl. birtist ræða Jóns á Reynistað um fyrir- vara þeirra félaga í fjárveitinga- nefndinni. Er þar sagt, að „stjómarblaðið“ telji það siðspill- ingarkenningar að þeir vilji hækka framlög til samgöngubóta og verklegra framfara. Hér er lítilmannlega vikist undan sann- leikanum. Tíminn hefir ekki vítt þá stefnu hvorki hjá Jóni á Reynistað né öðmm. En hann hefir vítt hitt, sem ber- lega kom fram í fyrirvara þeirra, að þeir mundu freista að knýja fram umræddar útgjaldahækkan- j iri þó af því hlytust tekjuhalla- | fjárlög. Verklegar framkvæmdir | þær, er J. Sig. telur upp og kveð- ! ur ónauðsynlegri vegum eru | reyndar allar, að undantekinni i sundhöllinni, aðeins heimilaðar. | — Ur máli þessu hefir reyndar ! gieiðst svo að þeir J. Sig. og P. Ottesen hafa ekki þurft að standa við sína fávíslegu hótun með því að tekjuaukalög hafa heimilað rífleg fjárframlög til samgöngu- bóta með einhuga samþykki þingsins. ! „Þar á eg úlfs von,-------“. j Um það bil er sýnt þótti, til hvers myndi draga um úrslit síð- I ustu kosninga, kváðu við samtím- is tvær raddir í blöðum Ihalds- flokksins. Var önnur á þá leið, að pólitískt vald bænda væri of mik- j ið og bæri því nauðsyn til að fá I breytt kjördæmaskipun í landinu. — Hin var sú, að foringjar 1- haldsflokksins kynnu lítt til póli- tískra vinnubragða. Var um það l talið ólíkt háttað forystumönnum Framsóknarflokksins, eigi síst foringj a hans, Jónasi Jónssyni, núv. ráðherra. Væri sá maður sí- talandi við menn úr öllum lands- hlutum og mundi Framsóknar- flokkurinn eiga sigur sinn að miklu leyti að þakka þessari þrot- lausu árvekni hans og annara forystumanna Framsóknarflokks- ins. — Þessar tvær raddir, komn- j ar fram samtímis við atburðina i 9. júlí síðastl. gefa ljósa hug- mynd um innræti íhaldsflokksins gagnvart bændum landsins: Jafn- framt því sem blöðin telja nauð- synlegt að auka vald bæjanna á kostnað bænda, eru burgeisar Reykjavíkur, oddvitar í hags- 1 munasamtökum fésýslustéttanna, atyrtir fyrir tómlæti um að taka j bændur tali og lokka þá til fylg- ! is við sig, — ekki af umhyggju- ; semi fyrir málstað bændanna, j heldur til þess að svíkja þá í trygðum og svifta þá pólitísku valdi! — Menn og málavextir. Málefnum Islendinga hefir á 1 undanfömum árum verið skotið undir pólitískan vopnadóm, þar j sem stofnað hefir verið til ærins j liðsmunar. Annarsvegar hafa Ihaldsmenn varið gífurlega miklu 1 fé til útgáfu 6—8 blaða, auk ým- 1 issa flugrita, með þeim höfuðtil- gangi að fá stöðvað vöxt fram- sóknarflokksins og komið fyristu- mönnum hans, sérstaklega Jónasi G r a s f r æ Sökum slæmrar nýtingar í fyrrasumar, víðast hvar um Norðurlönd, er óvenjulega örðugt að ná í gott grasfræ af norræn- um uppruna. Oss hefir samt tekist að tryggja oss þær tegundir af gras- fræi, að vér í vor getum selt góða grasfræblöndu. I blöndunni verður fræ af þessum tegundum: Vallarfoxgrasi, ræktað í Noregi. Hávingli, ræktað í Svíþjóð. Língresi, ræktað í Noregi. Háliðagrasi, ræktað í Finnlandi, og Vallarsveifgrasi, ræktað í Canada. (Norrænt fræ af Vallarsveifgrasi hefir því miður reynst ófá- anlegt). Þeim sem vilja tryggja sér gott fræ er áreiðanlega fyrir beetu að koma tafarlaust með pantanir sínar. Seljum einnig norska grænfóðurhafra. Samband ísl. samvinnnfél. Jónssyni á kné. — Hinsvegar hafa Framsóknarflokksmenn haldið úti tveimur blöðum. Þrátt fyrir liðs- muninn hafa Ihaldsmenn biðið úr- slitaósigur á stórum svæðum í landinu. Gæfumunurinn er sá, að hin yngri sveit hefir háð baráttu sína móti dögun; hin í rökkri fornrar kyrstöðu og einstaklings- hyggjunnar. — Ýmislegt getur valdið breytilegri vindstöðu í stjórnmálum landanna, eins og tímabundnar ástæður, þroski og hugarfar fólksins. En samkvæmt máli eilífrar viðleitni sigra að lok- um þeir, sem af einlægum hug starfa að málefnum framtíðarinn- ar. öld umskiftanna virðist vera að renna yfir heiminn. Kyrstöðu- vald úrelts skipulags fellur nú víða í löndunum. Slíkt hið sama er að gerast hér á landi. — Mundi íhaldsritstjórinn, sem vítti þá, J. Þorl. og M. Guðm., fyrir skort á haldgóðum vinnu- brögðum fá skilið, hversvegna all- ur blaðakostur íhaldsins kom að svo litlu liði? Mundi hann skilja að þessum foringjum íhalds manna hlaut að vera annan veg háttað en Jónasi Jónssyni og Tryggva Þórhallssyni, af því að hinir fyrnefndu menn hafa aldrei átt hugsjónir eða gerst oddvitar í stórum_ framtíðarmálum? Ráðn- ingin er ofur einföld: Þjóðin vill geta fundið einlægan vilja og framtíðarhugsanir á bak við orð- in! Offjölgun stúdenta. Guðni Jónsson stud. mag. eys upp mikilli þynku í Mbl. 27. mars síðastl. „Um takmörkun stúdenta- fjöldans í Háskólanum". Grein hans er af sama toga og brugðin sömu illkvitni í garð kenslumála- ráðherrans eins og verið hafa fyrri skrif stúdenta um þessi efni í blöðum íhaldsmanna. — Öll rökleysa þeirra byggist á þeim höfuðmisskilningi, að þjóð, sem hefir stofnað skóla, hafi engan rétt til þess að kveða á um stærð skólans, heldur skuli aðsóknin ein ráða vexti hans. Á þessari firru er bygð sú krafa, að ef fleiri sækja að deildum Háskólans en húsrúm og aðrar ástæður leyfa, þá beri að stækka skólann og ef fleiri sækja að embættum lands- ins en þau geta á móti tekið, þá beri að fjölga deíldum við háskól- ann. Alt annað sé kúgun við námfúsa æsku o. s. frv.! Er og á sama misskilningi bygð sú stað- hæfing, að stofnun lærdóms- deildar á Akureyri og takmörkun stúdentafjölgunar geti ekki farið saman og þá jafnframt allar að- dróttanir til kenslumálaráðherr- ans um óheilindi og ósamkvæmni í sambandi við þá skipun. — Hér er verkefni skift milli skóla eftir staðháttum, þannig að Menta- skólinn sinni einkum þörfum Reykjavíkurbúa, en Akureyrar- skóli fjarlægum landshlutum og verði einkum við hæfi fátækari nemenda, sem geta ekki byrjað skólanám fyr en undir þroskaald- ur. — Þessi vitleysa, að þjóðin og löggjafarvaldið eigi ekki að ráða stærð skólanna á hverjum tíma og taka fleira til greina en örlyndi og kröfur æskumanna, er ósamboðin þeim, sem þykjast vera færir um að knésetja þing og stjórn í mentamálum. Hitt verður álitamál, með hverjum hætti vexti skólanna verði stilt í hóf. ----o—---- Lög um Byggingar- og landnámssjóð. 1. gr. Af tekjum ríkissjóðs skal ár- lega leggja 200 þús. kr. 1 sjóð, er nefnist Byggingar og land- námssjóður. 2. gr. Tilgangur sjóðsins er að við- halda býlum í landinu og fjölga þeim með þessum hætti: 1. með því að veita lán: a. til að endurbyggja íbúðar- hús á sveitabýlum. b. til að byggja upp nýbýli á landi, sem er í einkaeign eða í eign sveitar- og bæjarfélaga. c. bæjarfélögum og kauptún- um, sem eru sérstakur hreppur, til að koma upp nauðsynlegum byggingum fyrir kúabú á ræktuðu eignarlandi bæjar- eða hreppsfélagsins. 2. með því að verja fé sam- kvæmt ákvörðun landsstjóm- arinnar til að byggja upp ný- býli á landi, sem ríkið á eða kaupir í því skyni. Nýbýli í lögum þessum telst hvert það býli, sem reist er af nýju, annaðhvort á gamalli eyði- jörð eða landi, sem skift er úr jörð, sem er í ábúð, hvort sem því í upphafi fylgir nokkurt ræktað land eða ekki. 3. gr. Skilyrði fyrir láni úr sjóðnum eru: 1. til endurbygginga samkv. 2. gr. 1. a.: a. að lántakandi sé íslenskur ríkisborgari og fullráða. b. að hann sanni með vottorði j tveggja skilríkra manna, i sem nákunnugir eru hög- ' um hans, að hann sé dug- legur, reglusamur, spar- samur og fyrir uppeldis- og þroska sakir vel fallinn til landbúskapar. c. að hann sanni, að hann eigi svo mikil efni, sem nauðsynleg eru til bú- skaparrekstrar á jörðinni, en geti ekki af eigin ram- leik reist þær byggingar, er nauðsynlegar eru fyrir ábúð á henni. d. að ekki sé fyrirsjáanleg hætta á, að dómi trúnaðar- manna sjóðsins eða þeirra manna, er stjóm sjóðsins kveður til, að jörðin eyðist * 1 * * * * * 6 7 8 af ágangi vatna, sandfoki, sjávarflóðum eða þess- háttar. e. að húsin séu gerð úr var- anlegu efni og gerð þeirra innan og utan sé samþykt af stjóm sjóðsins. f. að húsin séu vátrygð fyrir upphæð, er nemi fullu kostnaðarverði þeirra. g. að hlutaðeigandi sveitar- i stjóm, eða hreppstjóri ef ! sveitarstjóm á í hlut, mæli með umsókninni og telji jörðina svo vel í sveit setta, að ráðlegt sé að end- urreisa íbúðarhús á henni. h. að sannað sé með vottorði hreppstjóra, að húsakynni séu óhæf til íbúðar vegna hrömunar, eða með vott- orði héraðslæknis, að heim- ilisfólki sé þar búið heilsu- tjón. 2. til nýbýla samkv. 2. gr. 1. b.: a. skilyrði þau, er greind eru undir 1. a.—g. og enn- fremur, b. að lántakandi eigi ekki annarsstaðar jörð eða býli, sem fjölskylda geti haft lífsframfæri af. c. að hann standi ekki í skuld fyrir lán, er hann hefir áð- ur fengið til húsagerðar á annari jörð eða nýbýli. d. að landið, þar sem húsa á, sé lagt býlinu til æfinlegra nota með þegar ákveðnum landamerkjum, e. að býlið geti, að dómi trún- aðarmanna sjóðsins, veitt fjölskyldu sæmileg skilyrði til framfærslu, þegar það er komið í fulla rækt. 3. Skilyrði fyrir láni samkv. 2. gr. 1. c. er, að kúabúið sé rekið af bænum eða hreppn- um, íbúunum til afnota, en ekki selt á leigu eða rekið sem gróðafyrirtæki. 4. gr. ^ J Lán til að endurreisa íbúðarhús ; á sveitabýlum, svo og til að reisa j ! bæjarhús á nýbýlum, sem hafa '[ i ræktað land að einhverju leyti, i i skulu, þar til annað verður á- ! kveðið með lögum, sitja fyrir lán- um til að reisa nýbýli á óræktuðu landi. Lán samkv. 2. gr. 1. a. skulu á- vaxtast og endurborgast með ! jöfnum greiðslum, þannig að ár- ; legt gjald sé 5% af allri lánsupp- ! hæðinni í 42 ár. ! 5. gr. i Lán til að reisa nýbýli á rækt- i uðu landi, eða til að reisa býli, I sem ræktað land fylgir, skulu á- vaxtast og endurborgast með jöfnum greiðslum, þannig að ár- legt gjald af allri lánsupphæðinni sé 3í/2% í 50 ár. Lán til nýbýla, sem reist eru á óræktuðu landi og ekkert ræktað land fylgir, eru bæði afborgunar- og vaxtalaus fyrstu 5 árin. Síðan skal endurborga höfuðstólinn með jöfnum afborgunum á 50 árum, en enga vexti greiða. 6. gr. Lán samkv. 4. og 5. gr. má nema: 1) alt að verði aðfengins byggingarefnis, þar til telst þó ekki sandur, möl, steinn, torf, mór, eða mosi, þótt afla verði ut- an landareignar, 2) og tveim þriðju hlutum af kaupi stein- smiða og trésmiða, er nauðsyn- lega þurfa að húsagerðinni að vinna. 7. gr. Lán samkv. 3. gr. 8. mega nema alt að »/6 hlutum byggingar- kostnaðar, þó ekki yfir 30 þús. kr., og skulu ávaxtast og endur- borgast með jöfnum greiðslum, þannig að árlegt gjald af allri lánsupphæðinni sé 5% í 42 ár. 8. gr. Sá, er byggir nýbýli eða við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.