Tíminn - 07.04.1928, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.04.1928, Blaðsíða 3
TÍMINN Fréttir. Séra Jón Guðnason á Kvenna- brekku liefir fengið veitingu fyrir Prestsbakkaprestakalli í Hrútafirði. Var hann kosinn þar með öllum greiddum atkvæðum sóknarmanna (130). Látinn er 3. þ. m. Ólafur Sigurðsson bóndi í Kaldaðarnesi, sonur Sigurðar lieitins Ólafssíinar sýslumanns. Ólafur var fæddur 1889 og stundaði í æsku nám í Mentaskólanum og siðar i Landbúnaðarháskólanum í Kaup mannahöfn. Hann andaðist af slagi. Niðurjöfnun útsvara á Akureyr nemur nú nál. 149 þús. kr., en það er 3 þús hærra en í fyrra. Hæst út- svar liefir Ragnar Ólafsson, 9000 kr. Góður afli er á Homafirði. Síldar hefir orðið vai-t á Austfjörðum. Skákþing stendur nú yfir í Reykja- vik. Skólahlaup var háð hér í bænum sunnud. -1. apríl síðastliðinn (pálma- sunnudag). Efndu nemendur ýmsra skóla til keppni þessarar ineð sér, og skyldi hver skóli senda sérstakan flokk til hennar. þátttakendur voru úr 5 skólum: Mentaskólanum, Kenn- araskólanum, Iðnskólanum, Barna- skólanum (kennarar) og Verslunar skóíanum. Veður var mjög óhagstætt, stormur og rigning. Svo fóru leikar, að flokkur Kennaraskólans bar sigur úr býtum. Fyrstur varð að marki Geir Gígja kennari i Barnaskólanum, en næstir Jón þórðarson (úr Kenn- araskólanum) og þorbrandur Sig- urðsson (úr Iðnskólanum). Meistaraprófi í íslenskum fræðum hefir Ólafur Marteinsson nýlega lokið við Hskólann. Hafði hann valið sér þjóðdansana gömlu að rannsóknar- efni, og um þá var aðalritgerð hans. Fyrirlesturinn var um málhreinsun Fjölnismanna. Var prófið vel af hendi leyst. Trúmálafundur var haldinn á Blönduósi 6.—8. f. m. Voru þar 3 prestar mættir, og fluttu fyrirlestra. Var fundurinn allfjölmennur, eftir því sem fréttir herma, enda urðu um- ræður talsverðar og ályktanir sam- þyktar. Vestur-íslendingar hafa í hyggju að fjölmenna hér við hátíðahöldin 1930. í sambandi við þá fyrirætlun hefir komið fram tillaga á sambandsþingi Kanada, um að skora á stjóm Kanada-ríkis að veita þeim ókeypis flutning til Islands. I ummælum til- lögumanns, sem birt eru í vestan- blöðunum, er farið mjög lofsamlegum orðum um íslenska innflytjendur í- Kanada og vakin athygli á því, að íslendingar hafi fyrstir manna fund- ið Ameríku. Bæjarstjórn Akureyrar hefir lofað 5000 kr. framlagi til Stúdentagarðsins. Er það andvirði eins herbergis f garðinum, og hafa nokkur sýslu- og bæjarfélög þegar lagt fram þá uphæð. Barnaskólinn nýi í Reykjavík á að verða kominn undir þak fyrir næsta vetur, eftir því sem bæjarstjórn gerir ráð fyrir. Kjallari hússins var steypt- ur síðastl. sumar. Ætlast er til að skólinn verði liitaður með laugavatni, og renni það úr honum i sundhöllina væntanlegu. -----o----- Alþingi Lög frá Alþingi. 19. Frv. um mentamálaráð íslands (stj.frv.). 20. Frv. um þinglýsing skjala og aflýsing (M. G.). 21. Frv. um viðauka við lög nr. 43, 30. júlí 1909 (Prentsmiðjur) — um að crentsmiðjur sendi amtsbóka- safni Færeyinga bækur (Á. Á., Ól. Th., Hj. V, S. E.). 22. Frv. um heimild handa ríkis- stjórninni til ríkisrekstrar á útvarpi (stjfrv.). 23. Frv. um sundhöll i Reykjavík (stjfrv.). 24. Frv. um Byggingar- og land- námssjóð (stjfrv.). 25. Frv. um breyting á lögum nr. 37, 27. júní 1925, um breyting á lög- um nr. 2 frá 27.mars 1924, um heim- ild fyrir ríkisstjórnina til þess að inuheimta ýmsa tolla og gjöld með gengisviðauka (stjfrv.). 26. Frv. um skattgreiðslu Eimskipn- félags Islands (undanþága gegn því að félagið veiti 00 mönnum óke.ypis far árlega inilli íslands og útlanda). 27. Frv. um heimild hreppstjóra til að framkvæma lögtak. 28. Frv. um veiting ríkisborgara- réttar (frú Björg þorláksdóttir o. fl.). 29. Frv. um breyting á lögum nr. 11, 4. júní 1924, um breyting á lögum nr. 38, 3. nóv. 1915, um afhendingu á landi til kirkjugarðs í Reykjavík. 30. Frv. um viðauka við hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar. 31. Frv. um breyting á jarðræktar- lögum (stjfrv.). 32. Frv. um breyting á lögum nr. 67, 14. nóv. 1917, um bæjarstjórn ísa- fjarðar. 33. Frv. um varasáttamefndarmenn í Réykjavík. 34. Frv. um laxveiði í Nikulásar- skeri í Norðurá. 35. Frv. um bre.yting á lögum nr. 44, 27. júní 1925, um slysatryggingar. 36. Frv. um breyting á lögum nr. 53, 27. júní 1921, um hvildartíma há- seta á islenskum botnvörpuskipum. 34. Krv. til fjáraukalaga fyrir árið 1926 (stjfrv.). 38. Frv. um samþykt á landsreikn- ingnum 1926 (stjfrv.). 39. Frv. um breyting á lögum nr. 46, 15. júní 1926, um verðtoll af nokkrum vömm. 40. Frv. um breyting á lögum nr. 54, 15. júní 1926, um vörutoll. 41. Frv. um bæjarstjóm í Neskaúp- stað í Norðfirði. 42. Frv. ufn stofnun síldarbræðslu- stöðva. þingsályktanir. 4. þál .um byggingu landspitalans (Sþ.). 5. þál. um aukið lán til frystihúsa og um bygging nýs kæliskips (Nd.). 6. þál. um rannsókn á hafnarbót- um að Sæbóli í Aðalvik og lendingar- bætur í Araardal við Skutulsfjörð (Nd.). 7. þál. um að íella niður útflutn- ingsgjald af sild, sem flutt var tlf Rússlands 1927 (Sþ.). 8. þál. um hagskýrslur (Sþ.). , 9. þáh um rannsókn á veginum frá Markarfljóti til Víkur í Mýrdal (Nd.). 70 ára reynsla og visingalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins WEjRO/ enda er hann helmsfrægur og hefir 9 siniism hlotið gull- og silfurmedaliur vegna frarnúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað að VERO er miklu betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eins VERO, það marg borgar sig. í heildsölu hjá: Halldóri Eiríkssyni Hafnarstræti 22 - Reykjavik Fjárliagsnefnd Ed. flytur frv. um að undanþiggja íslandsbanka inndráttar- skyldu seðla árið 1928. Frv. er flutt eftir tilmælum íorsætisráðherra, fyr- ir hönd bankaráðs íslandsbanka, og felur í sér eins árs framlengingu á samskonar ákvæði í lögum frá þing- inu í fyrra. Efri deild hefir afgreitt fjárlögin. Stóð 2. umr. á laugardag, en 3. umr. á miðvikudag. síðastl.. Aðalbreytingin er sú, að tekjubálkurinn hefir verið hækkaður samkv. tekjuaukafrv. þeim, sem þingið hefir samþykt. Tekju- og eignarskatturinn og vörutollurinn eru hækkaðir um 200 þús. kr. hvor, verð- tollurinn um 500 þús. Ennfremur var áætlunin um tekjur af víneinkasöl- unni hækkuð um 75 þús. kr. Aftur á móti er kaffi- og sykurtollurinn lækkaður um 200 þús. kr. Páll Her- mannssson var framsögumaður fjár- veitinganefndar. Gerði nefndin engar verul.egar brtt. við frv., aðrar en þær, sem taldar hafa verið. En breytingar þæi' sem deildin samþykti, voru þess- ar helstar: Til Stykkishólmsvegar 15 þús. kr. (Flm. Halldór Steinsson), 10 þús. kr. til að reisa unglingaskóla í kaup- stöðum (Frá dómsmrh.), 5 þús. kr. til útgáfu íslendingasagna, enda hafi verið safnað til útgáfunnar eigi minna fé en 25 þús. kr. áður -en styrkurinn er greiddur (Frá fjárveit- inganefnd), 3 þús. kr. styrkhækkun til undirbúnings flugferða (áður 5 þús. — Frá fjárveitinganefnd), 1500 kr. til útgáfufélags Flateyjarbókar á Akureyri (Frá Erl. F. og Ing. P.), 4000 kr. utanfararstyrkur til dr. Helga Péturs (Flm. B. Kr. og J. Baldv.). Eftirfarandi lán voru heimiluð úr Viðlagasjóði: Lán til þess að koma á stofn osta- og smjörbúum alt að helming stofn- kostnaðar, gegn þeim tryggingum, er stjórnin metur gildar. Búin séu rekin á samvinnugrundvelli og reist á þeim stað, sem Búnaðarfélagi íslands telst hentugastur fyrir hlutaðeiganda hér- uð. Vextir séu 6%, íánin afborgunar- laus fyrsta árið, en greiðist svo með jöfnum afborgunum á 25 árum. — því tekur, skal innan 2 ára frá því er það var bygt, hafa girt það land, er hann tekur til tún- ræktar, og innan 5 ára skal hann hafa fullræktað að minsta kosti er nemi 10 vallardagsláttum. 9. gr. Nú verða ábúenda- eða eigenda- skifti, með sölu eða erfðum, að fasteign, sem stendur í skuld við Byggingar- og landnámssjóð, og er þá enginn ábúðar- eða kaup- samningur gildur um eignina nema með árituðu samþykki stjórnar sjóðsins. Söluverð slíkrar fasteignar má ekki vera hærra en síðasta fasteignarmat sýnir, að viðbættu virðingarverði þeirra mannvirkja, er unnin hafa verið frá því er fasteignamat fór síðast fram. Sje um leiguábúð að ræða, má eftirgjald ekki vera hærra en sem svarar 4% landverðs að við- bættum 2% húsaverðs, miðað við síðasta fasteignamat og virðingar- verð umbóta, er síðar hafa verið gerðar. Ef fasteign er seld eða leigð með öðrum hætti en hjer segir, fellur lán það, er hvílir á geininni, í gjalddaga fyrirvaralaust. 10. gr. Lán til bygginga greiðir sjóður- inn út í þremur hlutum þannig: Fyrsta hluta þegar efni til bygginganna er alt keypt og kom- ið á staðinn. Annan hluta þegar byggingin er komin undir þak. Þriðja og síðasta hluta þegar byggingin er fullgerð. Skal hin útborgaða fjárhæð í hvert sinn miðuð við þann út- lagða hluta kostnaðar, sem láns- hæðin fer eftir samkv. 6. gr. Sé um lán til bygginga penings- húsa eða útihúsa að ræða, skal það útborgað í tveim hlutum, þannig að fyrri hlutinn skal greiddur þegar húsin eru komin undir- þak og síðari hlutinn þegar þau eru fullgerð, og um upphæð útborgunar fer í hvert sinn eftir sömu reglum sem segir í 2. máls- gr. þessarar greinar. 11. gr. Stjórn sjóðsins getur sett bygg- ingafróðan mann til eftirlits því, að bygging, sem lán er veitt til, sé vel af hendi leyst, og er lán- þega skylt að hlíta fyrirmælum hans. Kostnað þann, er af eftirlitinu leiðir. greiðir sjóðurinn, en gjalda skal lánþegi sjóðnum 1% af láns- upphæðinni, þá er síðasta útborg- un lánsins fer fram. 12. gr. Skylt er ábúanda að halda vel við mannvirkjum þeim, er lán hefir verið veitt til úr Byggingar- og landnámssjóði. Trúnaðarmenn sjóðsins, er stjóm hans skipar, 2 eða fleiri í hverjum hreppi, skulu hafa eftirlit með viðhaldi bygg- inganna og tilkynna stjóm sjóðs- ins, ef því er í einhverju ábóta- vant. 18. gr. Lán má veita gegn þessum tryggingum: a. Gegn hverju því fasteignar- veði, er stjórn sjóðsins tekur gilt. b. Gegn afgjaldkvöð af býlum þeim, er lán er veitt til, enda sé býlið ekki veðsett með fyrsta veðrétti. o. Gegn ábyrgð sýslu-, bæjar- eða hreppsfélaga, að áskildu lögmætu samþykki æðri stjórn- arvalda. 14. gr. Vextir og afborganir lána og afgjaldskvaðir, svo og leiga eftir nýbýli, sem eru ríkiseign, og and- virði þeirra, ef seld eru, renna í Byggingar- og landnámssjóð. 15. gr. Nýbýli, er reist verða á landi, Sænsk handverkfæri Samband ísl. samvinnufél. Nidursuduvörur Kjöt............í 1 kgr. og * l/z kgr. dósum Kæfa............ - 1 — —- Vi — — Fiskbollur.....- 1 — — Vz — — Lax............ - y2 — — Verðið lækkað frá því sem var síðastl. ár. Kaupmenn og kaupfélög! Stuðlið að því, að íslenskar vörur séu notaðar í landinu, fremur en erlendar, — með því eflið þér alþjóðar heilL Sláturfélag’ Suðnrlands Sími 249 (2 línur). Reykjavík. Ennfremur var stjórninni heimilað að veita í eitt skifti fyrir öll styrk til þess að koma á fót þesskonar bú- um. Má hann nema alt að *4 stofn- kostnaðar, en sé því aðeins greiddur að fyrirtækið sé fullbúið til starf- rækslu (Flm.: Atvinnumálaráðherra og Einar Ámason). Lán til Bjarna Runólfssonar í Hólmi, alt að 5 þús. kr., til þess að koma upp verkstæði vegna raflýsing- ar sveitabæja (Frá dómsmrh.). Samkv. till. fjárveitinganefndar var lánslieimildin til frystiliúsa hækkuð úr 100 kr. upp í 250 þús. kr. Stjórninni var heimilað að ábyrgj- ast, alt að 100 þús. kr. lán Akureyrar- kaupstaðar til barnaskólabyggingar, gegn þeim tryggingum, er hún metur gildar (Erl. Fr.), og alt að 300 þús. danskra kr. lán Jóhannesar Jósefs- sonar, til þess að reisa fyrsta flokks gistihús í Reykjavík fyrir sumarið 1930, ‘enda leggi hann að auki fram til fyrirtækisins 250 þús. kr., veðsetji gistihúsið með fyrsta veðrétti og fái ábyrgð bæjarsjóðs Rvíkur til trygg- ingarláninu (Fjárveitinganefnd). þá var enn heimilað, að taka lán til nýs þingvallavegar, er lagður verði fyrir 1930. þykir sýnt, að einn vegur sem er ríkiseign, skulu seld á leigu þannig, að afgjaldið sé aldrei hærra en 4 % af verði lands, að viðbættum 2% af verði húsa, eftir síðasta fasteignamati. 16. gr. Landsstjóminni er heimilt að taka lán, alt að 5 miljónum króna, I hvort heldur er hér á landi eða I erlendis, handa Byggingar- og i landnámssjóði til stuðnings þeirri ! starfsemi, er honum er ætlað að ! vinna samkvæmt fyrirmælum þessara laga. 17. gr. Handbært fé sjóðsins skal jafn- an standa á vöxtum í Landsbanka íslands eða í jarðræktarbréfum. 18. gr. Stjóm sjóðsins og reiknings- hald skal falið Ræktunarsjóði Is- lands, og hefir stjóm hans sér til aðstoðar við lánveitingar þriggja manna nefnd, sem skipuð sé búnaðarmálastjóra, leiðbein- anda um húsagerð til sveita og þriðja manni, er atvinnumálaráð- herra nefnir til. Skal ekkert lán veitt úr sjóðnum nema nefndin mæli með því. Stjóm sjóðsins má, ef þörf krefur, ráða sér til aðstoðar sér- muni eigi nægja þeirra miklu um- ferð, sem gert er ráð fyrir vegna hátíðahaldanna. Fjárlagafrv. var afgreitt út úr deild- inni með rúml. 30 þús. kr. tekjuaf- gangi. X. ----O----- Vesalings Norðmenn. Út af yfirlýsingunni um vænt- anlega uppsögn sambandssamn- inganna milli íslands og Dan- merkur sem gerð var á Alþingi á dögunum, kemst einhver norskur blaðamaður að þeirri niðurstöðu, að Norðmenn hafi vantað mann eins og Sigurð Eggerz til þess að gæta noskra hagsmuna gegn Dön- um. Og þessi ummæli eru höfð eftir í blaði Sigurðar Eggerz sjálfs! Er það hvorutveggja, að ! fjarlægðin gerir fjöllin blá og að I S. E. er sá blámi betri en ekkert. | Mundu málsmetandi Norðmenn : naumast þurfa að barma sér und- an slíkri vöntun, án þess að Is- lendingar sæu aumur á þeim, og sendu þeim Sigurð. ' stakan húsameistara, er þá kemur að öllu leyti í stað leiðbeinanda um húsagerð til sveita. 19. gr. I Yfirskoðunarmenn landsreikn- í inganna skulu árlega endurskoða alla reikninga sjóðsins, og skal þeim greidd þóknun fyrir starf sitt. Skýrsla um starfsemi sjóðs- ins með áritun yfirskoðunar- j manna skal árlega birt í Stjóm- ! artíðundunum. Atvixmumálaráðherra hefir um- sjón með sjóðnum^og setur hann nánari reglur um hann með reglu- gerð, þar á meðal hve háa upp- hæð samtals má árlega lána úr sjónum. í reglugerðinni má ákveða sekt- ir fyrir brot gegn lögum þessum og á kvæðum reglugerðarinnar. 21. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1929. Samþykt á Alþingi 22. mars 1928. ----o---

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.