Tíminn - 26.05.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.05.1928, Blaðsíða 1
(öfaibtetí og afijiei&élumaður Ciraans er JliinnpeÍQ Jporsleínsöótiir, Síffrtbanö&ljástnu, íkyfyaÁt. 2&faze&&ta C i m a n s er v Sambatíbfi^óSinu. ©^in öaglega 9—(2 f. 4» Simi '©6. XII. ár. Reykjavík, 26. mai 1928. 26. blað. Mentamál Nl. Ungmennafræðsla í Reykjavík. Það er alkunna að gagnfræða- deild Mentaskólans hér er nú lít- ! ið annað en unglingaskóli fyrir Reykjavík. Þó fullnægir hún hvergi nærri alþýðufræðsluþörf bæjarbúa. 1 höfuðstaðnum býr nú 14 þjóðarinnar. Er óhjá- kvæmilegt að sjá þeim fjölda fyr- ! ir viðunanlegri almennri mentun, ! bæði til að draga úr aðsókninni | að Mentaskólanum og hafa eitt- hvað að bjóða þeim, sem ekki komast þangað eða eru vel falln- : ir til náms þar. Fyrverandi stjórn j bar fram fruravarp um samskóla í Reykjavík. Einn meginágalli þess frv. var sá, að það skólahald, sem þar var farið fram á, hefði orðið altof dýrt fyrir ríkið, og skólanum hefði verið gert hærra undir höfði en svipuðum skólinn úti í sveitum landsins. Fyrir atbeina núverandi stjórn- ar samþykti þingið í vetur lög um ungmennaskóla í Rvík. Verð- ur það tveggja ára skóli, 7 mán. á ári, með bóklegu og verklegu námi og nokkuð frjálsu vali milh námsgreina. Mentastofnun þessi verður ríkinu ekki dýr, a. m. k. j fyrst um sinn. Skipaðir verða j einungis tveir fastir starfsmenn, j skólastjóri og 1 kennari auk hans, j sem njóta sömu launakjara og j forstöðumaður og kennarar j Kennaraskólans. Að öðru leyti ! verður tímakensla látin nægja. Nemendur greiða kenslugjöld, en ríkissjóður og Reykjavíkurbær leggja fram 1500 kr. hvor fyrir hverja 20 nemendur. Ekki er gert ráð fyrir að byggja sérstaklega yfir þennan skóla á næstu árum. Verður kensla að líkindum látin fara fram í skólahúsum ríkisins hér í bænum, t. d. mentaskólahúsinu, seinni hluta dags. Sundhöllin. Sundhallarmálið hefir áður verið til umræðu á Al- þingi og var orðið allvel undir- búið. Jónas Jónsson núv. dóms- málaráðherra fiutti það fyrsta sinn sem hann átti sæti á þingi, og síðan hefir því stöðugt vaxið fylgi. Laugarnar við Reykjavík eru ómetanlegar bæjarbúum og . raunar allri þjóðinni. Nú sem stendur er sundþró í sambandi við þær, en bæði er hún of lítil og ófullkomin og bænum of fjar- læg, til þess að almenningur geti notið þess heilnæmis, sem böð hafa í för með sér. Aðrar þjóðir, t. d. Norðmenn, sem ekki eru svo lánssamar að eiga heitar upp- sprettur, verja of fjár til að byggja sundhallir. Hér leggur náttúran sjálf fram heita vatnið. Það er nú ákveðið, að nokkur stórhýsi, sem annaðhvort er ver- ið að byggja eða verða bygð á næstunni, verði hituð með vatni úr laugunum. Verða það fyrst og fremst landspítalinn, bama- skólinn nýi og stúdentagarðurinn. Þó að laugavatnið sé notað til þessarar hitunar, verður það, að henni lokinni, nógu heitt í sund- laugina. Með því að leiða það þangað,, fæst vatn í sundhöllina með sama sem engum kostnaði og jarðhitinn er notaður til hins ítr- asta. Sennilega gæti sundhöllin orðið mikið gróðafyrirtæki. En eigi er ætlunin að reka hana á þann hátt. Aðgangseyrir verður hafður svo lágur, að allur almenningur eigi kost á að njóta hinna heilnæmu baða og iðka hina hollu og nauð- synlegu íþrótt, sundið. Enginn vafi er á því, að þessi ráðstöfun muni bæta að miklum mun heilsu- far höfuðstaðarbúa, og stuðla að auknu hreinlæti. Og þess er líka að gæta, að hundruð námsmanna utan úr sveitum landsins dvelja í bænum vetrarlangt, og mundu njóta sömu aðstöðu og bæjarbúar. Eiga margir þeirra við þröngan kost og léleg húsakynni að búa og því engin vanþörf á, að þeim gef- sit kostur á að iðka holla íþrótt og styrkja líkamskrafta sína. Samkvæmt lögunum frá síðasta þingi er stjóminni heimilt að verja úr ríkissjóði alt að 100 þús. kr. til sundhallarinnar gegn jafn- háu framlagi frá Reykjavíkurbæ, enda leggi bærinn til lóðina ókeypis, ásamt heita vatninu úr barnaskólanum. Jafnframt tókst að hækka styrkinn til sundlauga úti um land, svo að hann nemur nú helmingi stofnkostnaðar. Hefir þingið með afgreiðslu þessa máls hafist handa til að taka jarðhit- ann í þjónustu sundíþróttarinnar um land alt. íþróttamenn í Rvík hafa mik- inn áhuga á máhnu, og það hefir einnig fengið góðar undirtektir í bæjarstjóm. Ef alt gengur að ósk- um, verður sundhöllin fullbúin 1930. Er það og víst, að fátt gæti þjóðin sýnt þeim erlendu mönn- um, er hingað koma á því ári, er meir lofaði íslenska menningu. Friðun Þingvalla. Þó að friðun Þingvalla, geti eigi beinlínis tal- ist til mentamála, er hún eigi að síður mikið menningarmál og því Alþingi, sem gæfu bar til að sam- þykkja hana til ævarandi heiðurs. Má með fullum rétti segja, að þó að það þing hefði ekkert annað unnið, ætti það skilið, að þess yrði hlýlega minst, svo lengi sem ís- lenskt þjóðemi er uppi. Meðferð hins fornhelga þingstaðar hefir verið slík, að þjóðarvanvirða er að. Landinu hefir verið stórspilt með hestatraðki og umferð. Hús hafa verið bygð, sem illa hæfa fegurð og helgi staðarins. Vegur- ! inn eftir Almannagjá hefir breytt úthti hennar. Yfir öxará er smekklaus og klunnaleg brú, og I fallegur foss í ánni var eyðilagð- i ur með sprengingum, þegar hún var gei-ð. Skógurinn er nú svipur 1 hjá sjón, borinn saman við þann, sem áður var. Án sérstakrar lög- ' gjafar, hefði hætta vofað yfir, i að stofnað yrði á Þingvehi til i ýmsra mannvirkja, sem rænt ! hefðu staðinn ahri helgi. | Samkv. lögum síðasta þings ! verða þingvellir alfriðaðir frá árs- j byrjun 1930. Sauðfjáreign verður j eigi leyfð á hinu friðlýsta svæði I og alt jarðrask bannað héðan í ! frá. Með girðingu eða öðrum i hindrunum verður það varið fyrir ! hverskonar ágangi. — Þriggja manna nefnd, ólaunuð, valin með hlutfallskosningu af sameinuðu Alþingi hefir á hendi yfir- stjórn hins friðaða svæðis, og sér um verndun þess. embættisprófs, verið mörgum áhyggjuefni. En víst er það, að engin þjóð getur verið betri vopnum búin í baráttu sinni fyrir lífi og þroska en góðri og gagnlegri mentun. Smáþjóðum ríður á því öðrum fremur að hver borgari sé lið- tækur. Þeir menn, sem nú hafa völdin í landinu vilja gera sitt ítrasta til að vernda og efla menningu þjóðarinnar. Þeir vilja gera hverj- um manni í landinu mögulegt að njóta þess besta, sem forn menn- ing og ný hefir að bjóða. Þeir sjá ekkert réttlæti í því að íslensk böm gjaldi ættemis síns, heimil- is eða efnaskorts vandamanna sinna, ef þau á annað borð leita manndóms og andlegs þroska. Almenn mentun er skilyrði til þess, að íslendingar geti eignast valinn mann í hverju rúmi. Utan úrheimi. Nú standa fyrir dyrum margs- konar umbætur og breytingar á skólafyrirkomulagi þjóðarinnar. Sveitir og bæir þarfnast hollra og hentugra alþýðuskóla. Hins- vegar hefir nemendavalið í menta- skólanum hér og fjöldi þeirra manna, s em fram halda til Skjólstæðingar stórveldamuu Það mætti í fljótu bragði vekja undrun, hve fljót stórveldin í Evrópu hafa löngum verið á sér að hlaupa undir bagga með iha stæðum smáríkjum í álfunni og jafnvel ríkjum í öðrum heimsálf- um. Tugum og hundruðum milj. saman hafa peningarnir streymt frá Englandi, Frakklandi og Þýskalandi í fyrirtæki fjarlægra þjóða austur í Asíu og suður í Afríku. Og stórveldin hafa kept um það hvert við annað að fá að „vernda“ lítilsigldar smáþjóðir, einkum, ef þær bjuggu í stóru og lítt numdu landi. Hvað veldur slíku örlæti og um- hyggju hinna voldugu ríkja? Mundi það vera vinarhugurinn og fómfýsin ein? Slíkt mætti furðu- legt heita, enda fer því fjarri. Þjóðimar, sem nú ráða heimin- um, búa flestar í vel ræktuðum og þéttbýlum löndum. Þar er svo að segja hver auðsuppspretta full- notuð. Þjóðimar vaxa, og löndin verða þeim of lítil. Þegar ræktan- legt land er á þrotum eða ekki þykir svara kostnaði að brjóta það, fer meira og meira af vinnu- afli þjóðanna til þess að vinna úr hráefnum. En framleiðslan krefst aukins markaðar og nýrrar upp- sprettu hráefna. 1 öðrum heimsálfum búa fátæk- ar og lítt mentar þjóðir í óyrkt- um löndum. Löndin eru þeim ofurefli. Þær megna ekki að brjóta land til ræktunar, starfrækja námur, leggja jámbrautir eða síma, eða hagnýta sér að fullu sína eigin framleiðslu. Þá koma hin auðugu stórveldi til sögunnar. Erindrekar þeirra koma til smáþjóðanná með fullar liendur fjár. Þeir bjóðast til að leggja vegi um löndin og leggja fé í atvinnufyrirtækin. En endir- inn verður jafnan sá, að sú þjóð, sem féð leggur fram, fær yfirráð yfir auðsuppsprettum skjólstæð- ins síns, fær frá honum hráefni til iðnaðarins heima fyrir og vinn- ur jafnframt nýjan markað í hinu fjarlæga landi. En víðast reynist svo, að auð- urinn er ekki einungis vald þess, sem gera skal, þ. e. mátturinn til verklegra framkvæmda. Löngum fer svo, að fjármagnið ræður mestu um athafnir þjóðarinnar. Það drotnar yfir sannfæringu margra manna og afstöðu til opin- berra mála. Því hefir oftast farið svo, að þær þjóðir í öðmm heimsálfum, sem leyft hafa innrás erlends fjármagns og erlendra fyrirtækja, hafa að lokum orðið „vernd ur- um“ sínum að bráð. Dæmi Egypta er enn í fersku minni. Bretar eiga miklar eignii’ þar í landi. Þar er nú svo ástatt, að egypska þingið þorir ekki að samþykkja lög um málefni þjóð- arinnar af ótta við bresku stjóm- ina. Þegar slíkum atburðum er gaumur gefinn, er skiljarilegur áhugi stórveldanna að „vernda“ smáþjóðimar og veita auði sínum inn í lönd þeirra. Og þau hafa ekki hug á smáþjóðunum einum. Kínverjar eru fjölmennasta þjóð heimsins. Þar úir og grúir af fyrirtækjum Evrópumanna í hverri hafnarborg — og þar koma Japanar líka til skjalanna. og setj- ast að frændum sínum. Kína er að vísu fullnumið land, en þar er ótæmandi markaður, og mótstaða þjóðarinnar hefir hingað til verið lítil. Eftir síðustu fregnum, sækja Japanar nú fast, að fá rétt til að „vernda“ nokkurn hluta Kína- veldis. Má vel vera, að Kínverjum verði nauðugur einn kostur að þiggja þann greiða. Til beggja handa 1. Ásgeir Pétursson hefir nýlega gengið á tal við Mbl. og látið það hafa eftir sér meira af fljótfæm- ’ islegum og óviðurkvæmilegum ummælum um síldareinkasöluna, en ætla mætti að nýkjörinn ' stjórnarnefndarmaður einkasöl- ! unnar léti sér um munn fara. — ' Aðalefni ummælanna er á þá leið, | að opinberar ráðstafanir viðkom- . andi veiði, sölu og vinslu sfldar- : innar komi að engu haldi. Hið ' eina, sem máli skifti, sé það, að ; þeir sem vinna við síldveiðamar, geti unnið fyrir nógu lágt kaup | helst verið „matvinnungar eða vel það“, eins og hann telur, að norskir síldveiðamenn séu! — Nú er það hvorttveggja, að slíkar bjargráðakröfur til handa at- vinnuveginum eru óframbærileg- ar, enda óhugsandi meðan saman fara síldveiðitími og hábjarg- ræðistími þess fólks, er að veið- inni vinnur, en lítið er um vetrar- atvinnu. Annars virðist ekki, að um- mæli Á. P. séu bygð á skynsam- legri athugun þeirrar reynslu, sem fyrir liggur í síldarsölumál- inu. tJtgerðarmenn og sfldarkaup- menn hafa frá öndverðu rekið hið glæfralegasta teningskast með þessa vöru. Árið 1919 áttu út- gerðarmenn kost á að fá fast að 100 kr. fyrir hverja tunnu sfldar, en þeir spentu bogann uns hann brast, hrun kom í markaðinn og síldin grotnaði niður verðlaus hér heima og erlendis og var sumu af henni að lokum með æmum kostnaði, skilað aftur í hafið! Samskonar dæmi gætu varla hafa gerst annarstaðar, nema þar sem gullæðið hefir gert menn viti sínu fjær. Næstu ár keptu síldarkaup- menn sín á milli í ofboðshræðslu og unnu hver öðrum, og útvegin- um yfirleitt, hirni mesta skaða. Hvergi hefir hin frjélsa sam- kepni verið rekin jafnvitleysislega og í síldarútvegsmálum, enda hvergi með jafnömurlegum af- leiðingum. Er einsætt að atvinnu- vegurinn á ekki viðreisnarvon í höndum slíkra manna, jafnvel þó hann væri með öllu laus við álög- ur opinberra gjalda og þeir, sem að síldveiðum ynnu, gerðust „mat- vinnungar, eða vel það“. — Sjálf- ur hefir Á. P. verið eiim af stærstu síldarútvegsmönnum landsins og hefir því átt ærinn kost þess, að sýna í verkinu yfir- burði þess skipulags, er hann trú- ir á. En niðurstaðan er sú, að hann eins og flestir aðrir, hefir orðið að gefast upp og síldarút- vegurinn er að mestu leyti orðinn ofurseldur erlendum ásælnismönn- um, sem með aðstoð leppa hafa náð tangarhaldi á flotanum og flestum veiðistöðvum. — Að öllu þessu athuguðu verður vandséð, hvaðan A. P. kemur myndugleiki, til þess að tala svo digurbarka- lega um þessi efni. Þó er það lakasta ótalið. Mbl. hefir léð sig í þjónustu þeirra sænsku ásælnismanna, sem hafa náð steinbítstaki á íslenskum síldarútvegi. Enda gengur Valtýr nú fyrir hvem ferðalang, sem farið hefir til Svíþjóðar og spyr: „Hvað segja Svíar um einkasifl- un?“ Og síðan lepur hann upp í dálka Mbl. alt óvildarskraf Svla um þessa tilraun íslendinga að toga hönk úr höndum þeirra og gerast sjálfbjarga í síldarútvega- málum. Og hjá Á. P. stóð ekki á svarinu: Jú, Svíum segir ekki vel hugur um einkasöluna, undir „pólitískri“ yfirstjóm þeirra flokka, „sem blátt áfram hafa unnið að því, að gera framleiðslu vora dýra og erfiða“. — ötrúlegt er, að Svíar hafi felt slíkan sleggjudóm um íslenska stjóm- málaflokka og munu þessi um- mæli vera hugsmíð Á. P. eða uppspuni Mbl., risin af beiskri í- haldsóvild í garð þeirra flokka, sem vilja með opinberum ráðstöf- unum freista þess, að draga út- veginn úr því foræði ófamaðar og ófremdar, sem samkepnisæði og vanhyggja útgerðarmanna hefir steypt honum í. Síðan Valtýr Stefánsson hljópst á brott úr þjónustu bænda, hefir hann verið boðinn og búinn, til þess að gerast föðurlandssvikari hvenær sem færi gæfist og reka erindi hverskonar erlendrar á- sælni hér á landi. Aldrei hafa þó sníkjur hans og hlaupaþægð orðið ábærilegri en í þessu máli, er hann leitast við að æsa upp erlenda óvild gegn íslenskri sjálfs- bjargarviðleitni og gengur erindi þeirra manna, sem hafa reynst íslenskum sfldarútvegsmönnum fullkomnir ofureflismenn, J. Þ. Mbl. hleypur á aig. Mbl. ætlar að telja mönnum trú um, að ungmennaskólinn í Rvík eigi að verða pólitískur og vinna á móti íhaldsmönnum. Auð- vitað vinnur hann ekki fremur á móti íhaldinu en allir aðrir skól- ar. Það er alkunna, að fylgi þeirr- ar stefnu þverr með vaxandi fræðslu, bæði í Rvík 0g annars- staðar. Vilji Mbl. ámæla einhverj- um fyrir pólitíska hlutdrægni í skólamálum, ætti það að ráðast að sínum eigin flokksmönnum, sem hafa rekið hæfa menn frá kenslustörfum eingöngu vegna pólitiskra skoðana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.