Tíminn - 26.05.1928, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.05.1928, Blaðsíða 3
TÍMINN w Ullarverksmiðjan „Framtíðin“ FRAKKASTÍG 8 REYKJAYÍK hefir, sökum vaxandi viðskifta, aukið húsrúm sitt og fjölgað vél- um. Þar af leiðandi er full trygging fyrir því, að þér fáið ull yð- j ar hvergi eins vel unna og hjá ullarverksmiðjunni „Framtíðin“. Sökum þess, að það hefir valdið óþægindum og tímatöf fyr- ir ullareigendur, að fá þráð eða ívaf í hespum, hefir verksmiðj- an tekið upp þá nýbreytni, að spinna alt eingimi (einþsett) fyrir þá, sem þess óska, á þar til gerðar spólur, er svo fylgja m«C til viðskiftavinanna án nokkurs kostnaðar fyrir þá. Með því að verksmiðjan „Framtíðin“ er orðin þjóðkunn fyrir vandaða vinnu og fljóta afgreiðslu, þá hljótið þér að sjá hag yðar í því að láta hana sitja fyrir viðskiftum yðar. Þar eru líka l»gst vinnulaun. Umboðsmexui verksmiðjunnar eru í flestum kaapstöðam og kauptúnum á landinu. Yirðingarfylst Bogi A. J. Þórðarson Símar 1251 og 1719. sláttnvélarnar og rakstrarvélarnar eru komnar Samband ísl. samYinnnfélaga Jarpur hestur húnvetnskur_ að kyni, mark: sýlt bæði eyru, tapaðist frá Elliða- vatni' snemma í þessum mánuði. > Sá, er verða kynni hestsins var, er vinsamlega beðinn að gera mér aðvart. PáU Steingrímscon ritstjóri. Sími 1600. Reykjavík FréttiF. Sr. Sigurður Gunnarsson fyrverandi prófastur og alþingismaður varð átt- ræður í gær, 25. þ. mán. Fimleikaflokkurinn héðan hélt sýn- ingu i Aberdeen á Skotlandi á leið inni til Frakklands og var vel tekið. Kristinn Andrésson lauk í gær meistaraprófi í íslenskum fræðum við háskólann. Prófritgerð hans var um Stefán skáld Ólafsson, en fyrirlest- urinn um Gunnar Pálsson skólameist- ara og skáldskap hans. Gunnar var samtímamaður Eggerts Ólafssonar og bróðir Bjarna iandlæknis Pálssonar, hinn merkasti maður, — starfaði m. a. mikið að rannsókn fomrita og orkti svo vel í anda eddu- kvæðanna, að jafnvel fræðimönnum blandaðist hugur um, að kvæði Gunnr ars væru seinni tíma skáldskapur. Skólann á Hólum bætti hann mjög og hóf úr þeirri niðurlægingu er hann hafði verið í á dögum fyrir- rennara hans. — Var fyrirlesturinn laglega saminn og skilmerkilega fluttur. — Kristinn Andrésson hefir undanfarna vetur haft á hendi kenslu við ýmsa skóla hér í bænum og sið- astliðinn vetur var hann kennari á Hvítárbakka. Sigfús Einarsson söngkennari og organleikari hefir verið skipaður til að annast undirbúning söngs og liljómleika á Alþingishátiðinni 1930. Æfintýri á gönguför eftir Hostrup liefir verið leikið nokkrum sinnum hér í bænum undanfarið. Rannsókn sú, er stjómin fyrirskip- aði á Shellfélaginu er komin eitthvað á rekspöl. Mun vera lokið yfirheyrsl- um hjá lögreglustjóra og málið vera komið áleiðis til bæjarfógeta. Tíminn mun flytja nánari fregnir af því, þeg- ar rannsókninni er lokið. Karlakór K. F. U. M. hélt samsöng í dómkirkjunni þriðjud. 22. þ. m. þótti söngurinn vel takast og mátti heita góð guðþjónusta. — Söngstjóri er Jón Halldórsson ríkisféhirðir. Norðmaður, Thorkel Fuglestad að nafni, hefir verið sektaður fyrir það, að smygla refaskinnum héðan til Noregs.Ennfr. var skipstjóri á frönsk- um togara nýlega sektaður fyrir það, að skipverjar lians höfðu haft það að leik sínum að kvelja og mis- þyrma fugli, er þeir náðu lifandi. Er slíkt mikil fúlmenska, en mun því miður ekkert einsdæmi um þessa frönsku sjómenn. Er vert að minn- ast þess, að mörg börn og jafnvel fullorðnir menn hafa það sér til gamans að kasta grjóti í íugla og hrjá þá og limlesta á hinn svívirði- legasta hátt. Landssímastjórastaðan er auglýst til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. júlí næstk. Sóknarpresturinn í Vatnsfjarðar- prestakalli vestra, sr. Páll Ólafsson, hefir fengið lausn frá embætti. Um- sóknarfrestur er til 15. júlí n. k. Framkvæmdastjórar síldareinkasöl- unnar eru ráðnir: Ingvar Pálmason alþm., Einar Olgeirsson kennari og Pétur A. Ólafsson konsúll. Samkv. lögunum frá siðasta þingi ræður síldarútflutningsnefndin framkvæmda stjórana. Útgerðarmenn og síldar- saltendur áttu að tilkynna. einkasöl- unni fyrir 14. þ. m., hve mikið þeir ætluðu sér að salta og krydda af síld á komanda sumri. þegar sá frestur var útrunninn, voru komnar tilkynningar um ca. 360 þús. tunnur. Próíí í forspjallsvísindum luku 7 stúdentar við háskólann í gær. Bjarni Aðalbjarnarson (II. eink. betri), Ein- ar Bjarnason (II. eink. lakari), Jó- hann Briem (I. eink.), Jóhann Skaftason (1. ág. eink.), Jóhann þor- kelsson (I. ág. eink.), Lárus Blöndal (I. eink.) og þorsteinn Stefánsson (I. eink.). Samvinnuíéi. ísflrðinga hélt aðal- fund 9. þ. m. Samþykt var að láta öyggja 5 vélbáta 30—40 smál. hvern. í stjórn félagsins eru: Vilmundur Jónsson læknir, Ingólfur Jónsson lög- fræðingur, Haraldur Guðmundsson alþm., Phríkur Einarsson og Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Árni Guðuason cand. mag. tekur við kenslu í mentaskólanum á Ak- ureyri í stað Einars Olgeirssonar. Ríkisstjórnin hefir skipað Ólaf Thorlacius lækni frá Búlandsnesi til þes3 að hafa eftirlit með framkvæmd berlavarnalaganna. Er það gert til að hafa nokkurn hemil á hinum gríð- armiklu fjárgreiðslum ríkissjóðs vegna berklavarnanna og þá einkum því fé, sem greitt er læknum og sjúkrahúsum, en það hefir vaxið svo mjög hin síðari árin, að mörgum er áhyggjuefni. Úr kvennaskólanum í Rvík útskrif- uðust að þessu sinni 14 nemendur. Skýrsla rikisgjaldanafndarinnar, 1. hefti, um útgjöld ríkissjóðs, sr ný- komin út. Er hún um útgjöld ríkis- ins 1926 og er hagað svo, að hver grein fjárlaganna er nákvsemlega Kvennaskólinn í Reykjavlk starfar frá 1. október til 14. mai InntökuskilyTCi til 1. bekkjar eru þessi: 1. A8 umaækjandi sje fullra 14 ára og hafi góða knnnáttu í þeim greinum, sem heimtaðar em samkvæmt lögum 22. nóv. 1907 um fræðslu bema til fullnaðarprófs. 2. Að umsækjandi sje ekki haldinn neinum næmum kvilla. 8. Að siðferði umaækjanda sje óspilt. Umsækjandi sendi forstöðukonu skólans sem fyrst eigiix- handarumsókn í umboði foreldra eða forráðamanns. I umsóknum nýrra námsmeyja sje tekið fram fult nafn, aldur og heimilis- fang umaækjanda og fylgi umsókninni bóluvottorð ásamt kunn- áttuvottorði frá kennara eða fræðslunefnd. Inntökupróf í skólann fer fram 2.—8. október. Stúlkur þær, sem fá vilja heimavist 1 skólanum, tilkynni það ■m leið og þær sækja um skólann. Meðgjöf bekkjamemenda er kx. 85.00 á mánuði. Kenslan í húmæðradeild hefst einnig 1. okt. Námskeiðin eru tvö, hið fyrra frá 1. október til febrúarloka, hið síðara frá 1. marts til júniloka. Námsmeyjar í húsmæðradeild borga kr. 80.00 á mánuðL Stúlkur þsar, sem voru í skólanum síðastliðinn vetur, og ætla að halda áfram námi þar, gefi sig fram sem fyrst, vegna þess hr« margar nýjar umsóknir hafa þegar borist. Umsóknarfrestur er til júlíloka. Umsóknum verður srarmð með pósti í ágúst eða fjrr sje þess sjerstaklega óskað. Reykjavfk, íl. mai 1928. Ingibjörg H. Bjarnason Hafið hugfast að því aðeins gerið þið hagstæð kaup á kaffi- bæti fyrir ykkar neytendur, að þ ið kaupið „S ó L E Y“. KAFFIBRENSLA REYKJAVlKUR. sundurliðuð, og jafnframt birt skrá yfir starfsmenn þjóðfélagsins og laun þeirra hvers um sig. Síðast í heftinu ei' heildaryfirlit yfir útgjöldin 1926. Síðar á að koma út skýrsla um launakjör við þjóðfélagsstofnanir og einkafyrirtæki, sem styrks njóta úr ríkissjóði, skýrsla um þá starfsmenn í'íkisins, sem hafa aukatekjur aftk í'astra embættislauna, skýrsla um framkvæmd berklavarnalaganna o. fl. — Gefst almenningi hér færi á að sjá svart á hvítu, hvernig fé rílc- isins hefir varið varið á því herrans ári 1926. — í ríkisgjaldanefndinni eru Björn Bjamarson hreppstjóri í Graf- arholti, Hannes Jónsson dýralæknir og Haraldur Guðmundsson alþm. Húsbruni. Aðfaranótt 25. þ. m. brann hús á Siglufirði til kaldra kola, og varð fáu bjargað af innan- stokksmunum. Húsið var eign ekkju .Tóns heitins Guðmundssonar versl- unarstjóra, og vátrygt ásamt innan- stokksmunum. Bæjarstjóm Hafnarljaröar sam- þykti fyrir skömmu að leita sam- vinnu við Reykjavíkurbæ um virkj- un Sogsfossanna og leiðslu rafmagns þaðan til Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar. Var bæjarstjórn Rvíkur send áskorun um að hefja þegar undir- húning virkjunarinnar. Flugmaðurinn þýski, Walter, sem nú dvelur hér 1 bænum, hélt 25. þ. m. fyrirlestur í Nýja Bíó um flug- ferðir. Mælti hann á þýsku. Gerði ræðumaður grein fyrir þeim skjótu og merkilegu framförum, er hin nýju farartæki, loftförin, hafa tekið á síð- ustu árum. — Flugvélin er væntan- leg hingað innan fárra daga, og heJ- ir póststjómin gert samning við ihigfélagið um póstflutning til nokk- urra hafna viðsvegar á landinu. Sími verður lagður um Skaftafells- sýslu í sumar. Sextugsafmali áttu í gær, 25. þ. m. Páll Einarsson hæstaréttardómari og sr. Friðrik Friðriksson framkvæmd- arstjóri K. F. U. M. í Reykjavík og Hafnarfirði. Augnlækningaforðalag 1U28. í aug- lýsingu í síðasta blaði höfðu í prent- un fallið út viðkomustaðimir: Kópa- sker, Húsavík og Hvammwtangi. Birt- ist augl. rétt á öðrum stað i þessu blaði. -----O----- yrt, að það verði M. G. til ævar- andi minkunar, að Shell-félagið, sem hann að nafninu til stjórnar, er erlent, en þykist vera íslenskt og undir því yfirskyni klófestir það hér réttindi sem engu er- lendu félagi eru ætluð; þetta er það, sem eg tel vítavert. Þá reynir M. G. að telja lands- mönnum trú um, að meiri hluti hlutafjár félagsins sé eign íslend- inga og það sé hann og aðrir ís- lenskir menn sem stjómi félag- inu. Hann segir, að það sé aðal- atriðið, að engir geti ráðið yfir félagseignum nema Islendingar. Það sé einmitt þetta, sem hluta- félagalögin heimti, og í þessu liggi aðal tryggingin — að ís- lenskir ríkisborgarar séu einráð- ir. — Frámunalega er þetta barnalegt. Hver einasti maður veit, að þetta miljónafyrirtæki er eign útlendinga, því miljóna- fyrirtæki er það, hvað svo sem M. G. segir. Björgúlfur ólafsson læknir, sem á að vera aðaleigand- inn, ber hér 600 kr. í aukaútsvar, meðan aðrir sæmilega efnaðir borgarar bera helmingi og sumir margfalt hærra útsvar. Hvernig stendur á því ? Starfsmenn Shell- félagsins kváðu oft gleyma því, að Shell-félagið sé til og tala í ógáti um það, að þeir séu starfs- menn hins erlenda Shell-hrings. Annars er þetta of augljóst til þess að eyðandi sé tíma í að rök- ræða það. Það er viðurkent, að Björgúlfur ólafsson fær pening- ana að láni, og félagið er þvf eign útlendinga; það vita allir, að það er hinn erlendi Shell-hringur sem á alt saman. Menn vita það líka mætavel, að hinum erlendu auðmöngurum kemur ekki til hugar, að láta M. G. eða félaga hans stjórna fyrir sig þessum miljónum, heldur nota þeir þá á yfirborðinu til þess að koma laga- formi á félagið. Útlendir auð- mangarar kunna á þessu lagið. Allsstaðar er sömu aðferðunum beytt. Þeir veita hinum innlendu hjálparmönnum sínum allskonar þægindi. Hinir íslensku yfirborðs- stjórnendur Shell-félagsins fá ríf- lega þóknun, þeir leika sér hér um bæinn í bifreið sem félagið á o. s. frv. Þannig koma erlendu auðmangaramir hinum íslensku hjálparmönnum á spenann, og þeim þykir bragðið gott. Þeir vilja ógjarna missa af spenanum, þegar búið er að venja þá á hann, en þeir vita það mæta vel, að ef þeir ekki sitja og standa eins og hinir erlendu húsbændur bjóða þeim, þá er sparkað í þá, þeir missa spenann og honum er stungið upp í aðra, því að nógir eru braskaramunnamir. En það er víst engin hætta á því, að stjóm- i endur Shell-félagsins missi af í spenanum. Á þennan hátt stjóma ! hinir erlendu auðmangarar félag- j inu í raun og veru. Sú trygging, j að íslenskir menn einir stjómi í Shell-félaginu er því alls ekki fyr- 1 ir hendi, ekkert er fjær sanni. En það er einmitt þetta, sem M. G. sjálfur talar um, að sé aðalatrið- ið og það skilyrði, sem hlutafé- lagalögin heimti til þess, að fé- lagið megi heita íslenskt. — M. G. skrifar langt mál um það, að eg segi, að íslenskir menn eigi helst ekki að stjóma fyrirtæki. Mér er það sannarlega ánægju- efni, að íslenskir menn stjómi fyrii-tækjum — ef þeir gera þaö í raun og veru. En hitt tel eg hættulegt og ósamboðið hverjum góðum Islending, að láta nota sig sem lepp fyrir útlend auðfélög, til þess að þau geti náð hér í alls- konar réttindi. Leppamir stjóma ekki. Orðið gefur nægilega til kynna hvert er hlutverk leppsins. Það eru íslenskir „stjómendur“ af þessu tagi, sem eg tel viðsjár- verða og vil hafa »em fæsta, því bak við leppinn stjómar ófreskja erlendrar gróðafíknar. Ef hún kemur fram eins og hún er, þá er hægt að forðaat hana, ýms lög haía verið sett til þess að útiloka hana og, þess vegna laumast hún inn í landið undir grlmu lepp- menskunnar. III. Margir telja, þar á meðal J. J., að hernaðarhættan af Shell-félag- inu sé ískyggileg. En eg fyrir mitt leyti tel leppmenskuhlið fé- lagsins ennþá hættulegri hags- munum íslensku þjóðarinnar. I öllum löndum heimsins, sem em lítt bygð, eiga mikið af auðlindum en hafa lítið peningamagn, gsrist sama sagan. Þjóðimar, sem hafa j mikla peninga, en þröngt er um heimafyrir, sækja inn í ónumdu i löndin, sölsa undir sig auðlind- | imar, hrifsa til sín gróðann af I þeim og gera landsmennina áður ! en þeir vita af, að ánauðugum | þrælum. Á þennan hátt hafa I næstum allar þjóðir sem nú eru * undirokaðar mist sjálfstæði sitt. Þjóðimar hafa því gert sínar ■ varnarráðstafanir til að verjast i hinu erlenda auðvaldi, en þá taka , auðmangaramir upp þá aðferð að : fara í kringum lögin. Þeir kaupa 1 sér leppa, sem þeir breiða yfir sig meðan þeir eru að laumast ! inn í löndin og klófesta auðlind- irnar. Leppamir renna í snöruna, | þeir eru skammsýnir, auðmangar- | arnir eru framsýnir. Þetta er : sorgarsaga ótal þjóða, sem nú ! úthella blóði sona sinna til þess ; að losna undan okl erlendra auð- j mangara — en losna ekki samt. ! Þær hafa séð hættuna um seinan. ! ÞesBÍ sama. hætta vofir yfir okk- ' ar litlu þjóð. Lítt notaðar auð- lindir í landinu og í kringum það eru miklar. Peningamagnið í landinu er lítið. Ef útlendir auð- menn ná tökum á þessum auð- lindum, hafa þeir hina sterkari ! aðstöðu vegna peningamagnsins, | þeir mundu bola Islendingum frá ! á stuttum tíma og landið vera ^undir erlendum yfirráðum eftir i nokkur ár. Þetta hafa okkar ! bestu landsmenn skilið. Þess vegna hafa verið sett lög til þess að verja íslenskum hagsmunum og bola útlendingunum í burtu. I skjóli þess vamargarðs, sem þessi löggjöf hefir verið fyrir hið unga íslenska atvinnulíf, hefir það vaxið upp og dafnað. Efna- lega sjálfstæðir atvinnurekendur hafa vaxiS upp. Islenskir bankar hafa fengið peninga að láni hjá erlendum i>eningastofnunum gegn samningsbundnum vöxtum. Þessa peninga hafa svo bankamir lán- að hinum íslensku atvinnurekend- um, sem sjálfir hafa stjórnað sínum atvinnufyrirtækjum og aukið þjóðai'auðinn. Þetta er eins og menn sjá, alt annað en þegar leppamir ganga í lið auðmöngur- unum, fá þeim í hendur yfirráð- in yfir auðlindunum og atvinnu- vegunum og um leið möguleikann til að hii'ða af þeim gróðann, fara með hann burt úr landinu og gera landsmenn sjálfa að ósjélf- stæðum vinnuþýum. Það vantar ekki, að útlending- ar renni hornauga til auðlindanna okkar. Og það fer sífelt í vöxt. Hér um árið var sú ráðstöfun gerð út úr ýtrustu neyð, að leyfa örfáum erlendum togurum að stunda útgerð frá Hafnarfirði, þá virtust íslenskir útgerðarmenn sjá hættuna. Þeir töldu að ís- lenskum sjávarútvegi væri stofn- að í beina hættu vegna þessa. En hvað segja svo þessir sömu menn nú? Með stofnun Shell-félagsins hefir M. G. sýnt það og sannað, að útlendir auðmangarar þurfa I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.