Tíminn - 23.06.1928, Side 3

Tíminn - 23.06.1928, Side 3
TlMINN 111 hún er átakanlegt dæmi um neyðarvöm rökþrota málstaðar í baráttunni við sannleikann. Vörður og Landsbankalögin. I greininni „Þögnin rofin“ í 25. tbl. Varðar, er gerð tilraun til að verja rógsmál blaðsins um framkomu stjómarinnar og Fram- sóknarflokksins í Landsbanka- málinu. Tekst það fremur ó- höndulega, enda málstaðurinn lé- legur. Öll aðalatriði greinarinnar „Landsbankinn og íhaldsflokkur- inn“ í 27. tbl. Tímans standa enn óhrakin. Það er sannað að milli- þinganefndin í bankamálum lagði til, að ríkið bæri ábyrgð á Lands- bankanum, að heimild til stofn- fjárframlags hefir eigi verið rýrð frá því sem hún. vildi vera láta og að stjómarfyrirkomulag það, sem síðasta þing samþykti á bankanum, er hið sama og stung- ið var upp á í nefndaráliti því, sem lá fyrir þinginu 1927. — Það er jafnframt óhrekjandi stað- reynd, að Ihaldsmenn völdu ein- göngu flokksbræður sína í banka- ráðið, og fyrv. stjóm skipaði 4 pólitíska fylgismenn sína í út- tektarnefnd bankans. Situr því síst á Ihaldsmönnum að tala um að bankinn sé gerður „pólitískur“. Skrif Varðar um Landsbankalög- in bera það með sér, að þau em meir sprottin af löngun til árása á núverandi stjóm en umhyggju fyrir bankanum. ----o---- Fpá útlöfidmn. — Aðaliundi Eimskipafélags Fœr- eyinga er nýlega lokið. Félagið held- ur uppi ferðum til Englands og Dan- merkur. Ágóðinn á árinu varu um 140 þús. kr. — Enska parlamentið hefir nú samþykt að konur skuli hafa sama kosningarétt og karlar. — Hin fræga enska kvenréttinda- kona, frú Pankhurst er látin. Er hún kunn af baráttu sinni fyrir kosn- ingarrétti kvenna í Englandi Hún átti sér langan stjórnmálaferil. Árið 1892 gekk hún í óháða verkalýðs- flokkinn, en stofnaði í oktober 1903, ásamt dóttur sinni, félagið „Woman’s Social and Political Union“ og var tilgangurinn að sameina breskar kon- ur, sem vildu vinna að því marki, að konur fengi kosningarrétt og í öilu jafnrétti við karla. Unnu með- limir félagsins í fyrstu að framgangi áhugamála sinna á vanalegan og lög- legan hátt, en eftir 1905 fóru þær að grípa til óvægilegri bardagaaðferðar. Frú Pankhurst var oftsinnis dæmd til fangelsisvistar. Hún hefir skrifað æfi- sögu sína („My own story“, 1914). Tvær dætur hennar eru kunnar kven- réttindakonur, og starfsemi þeirra allra hefir átt mikinn þátt í því, að breskar konur fengu kröfum sínum framgengt. Frú Pankhurst mun hafa verið komin á áttræðisaldur, er hún lést. — Samkvæmt bannlögunum í Baiidaríkjunum er heimilt að loka ákveðin tímabil þeim gisti og mat- sölustöðum, þar sem bannlagabrot hafa verið framin. Hefir lagaákvæði þetta haft þau áhrif, að þeim gisti og matsölustaðaeigendum, sem hætt hafa á að veita áfenga drykki í trássi við lögin, fer sífelt fækkandi. Nokkur vafi þótti leika á um bannlagaákvæði þetta, hve langt mætti ganga í að framfylgja því. Kom mál í sam- bandi við það nýlega fyrir hæsta- rétt Bandaríkjanna. Kvað hann lögin sltýlaus um þetta efni og væri laga- vörðunum heimilt að loka þeim stöð- um, sem bannlagabrot hefði verið framin á. — Nankingsstjórnin sem nú ber sig- ur af hólmi í borgarastyrjöldinni kín- versku hefir látið birta yfirlýsingu þess efnis að hún krefjist þess að út- lendir hermenn í Kína verði kallaðir heim. Ennfremur hótar stjórnin að leggja bann við því að útlendingar fái aðgang að innri hluta landsins, ef fleiri útlendir hermenn verði send- ir til Kína. Kveður hún tíma vera til þess kominn að endurskoða samn- ingana á milli stórveldanna og Kína. — Herbert Hoover verslunarmála- ráðherra var kosinn forsetaefni Bepublikana flokksins með átta hundruð þrjátíu og fjórum atkvæð- um. Lowden, fyrverandi ríkisstjóri, fékk sjötíu og fjögur. Flokksþingið feldi tillögur bændanna um ríkishjálp til landbúnaðarins, og samþykti kosn- ingastefnuskrá flokksins, en aðalat- riði liennar eru þessi: Flokkurinn er andvígur uppgjöf ófriðarskuldanna, vill vinna að þeirri hámarksstærð herskipaflotans, sem heimilað er sam- kvæmt Washington-samningnum og loks er flokkurinn hlyntur verndar- tollum. — Bændur þeir í Vesturfylkj- unum, sem fylgja Republikönum að málum eru mjög óánægðir með það, að Iloover sé frambjóðandi flokksins. Enn er óráðið hver i kjöri verður af hálfu Demokrataflokksins, en líkleg- astur er talinn Alfred Smith borgar- stjóri í New-York, eins og áður er getið um hér i blaðinu. Sjálf forseta- kosningin fer fram í nóvember í haust. ■ -O ■ Fréttir, Kaupfélag pingeyinga hefir látið byggja vandað hús yfir sýslubóka- safnið á Húsavik. Var það í vor af- hent sýslufélaginu að gjöf, en helg- að er það minningu þeirra, Péturs heitins Jónssonar ráðherra frá Gaut- löndum og Benedikts Jónssonar á Auðnum. I-Iafa þingeyskir samvinnu- menn nú unnið tvent i einu, búið vel að sínu ágæta bókasafni og heiðr- að að verðleikum minningu tveggja af sínum mætustu mönnum. Er hvort- tveggja sæmdarverk. Guðfræðiprófi luku dagana 15. og 16. þ. m. stúdentarnir: Benjamín Kristjánsson, Jakob Jónsson, Jón Ól- afsson, Knútur Arngrímsson, Kristinn Stefánsson, Sigfús Sigurhjartarson, Sigurður Haukdal, þórarinn pórar- insson og þormóður Sigurðsson. Hæsta einkun hlaut Kristinn Stefáns- son (I. eink., 1261/a st.). Hinir nýju kandidatar munu yfirleitt vera áhuga samir um andleg mál. Sex þeirra eru meðal útgefenda mánaðarritsins „Straumar", sem nokkrir guðfræði- nemar Háskólans stofnuðu í fyrra. Er það frjálslynt trúmálarit f og hefir flutt ýmislegt prýðilega ritað. — Eins og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu, er Benjamín Kristjánsson á förum til Veeturheims og tekur við prestsstarfi þar. — Jakob Jónsson, Knútur Amgrímsson og þormóður Sigurðsson sækja um Húsavíkur- prestakall og eru þegar farnir norður þangað. Sigurður Jónsson bóndi á Amar- vatnl var meðal fulltrúa þeirra, er sátu siðasta sambandsfund. Kom hann landveg alla leiö norðan úr Mývatnssveit. Tók för hans lurðan- lega stuttan tíma. Lagði hann að heiman seinnaliluta dags 8. júní, en kom að Hvammi í Norðurárdal að kvöldi 11. júní. Fór hann á hestum þá leið alla, en í bíl frá Hvammi til Borgarness og þaðan með Suður- landi til Rvíkur og kom þangað kl. 7 að morgni 12. júní. — Sigurður hafði 3 hesta til fararinnar, og skilur það a. m. k. með honum og Árna Oddssyni, sem fór á 4 sólarhringum frá Vopnafirði á þingvöll einhesta! Skýrsla um framlög til heilsuhæl- isins i Kristnesi birtist nýlega í Degi. Til heilsuhælisins hefir alis verið greitt um y2 milj. kr., og er helming- urinn gjafafé. Fer hér á eftir sam- andregið yfirlit yfir framlögin: Akureyri.................kr. 68592.28 Siglufjörður..............— 5000.00 Eyjafjarðarsýsla..........— 60288.10 Suður-þingeyjarsýsla . .. — 13203.06 Norður-þingeyjarsýsla .. — 7163.00 Skagaíjarðarsýsla .. .. — 7106.00 Húnavatnssýsla .. .. .. — 297.00 Reykjavík.................— 5756.25 Berklavai'nasjóður .. .. — 68992.14 Berklavarnarfélag íslands — 5000.00 Eimskipafélag íslands .. — 10000.00 Christian konungur X. og drotning.................— 1180.00 Erlendar gjaíir...........— 622.64 Agóði af skemtun 17/o ’25 — 2593.86 Agóði af seldum minning- arspjöldum ár 1926—27 — 2000.00 Rikissjóður íslands .. .. — 256000.00 Vextir....................— 3161.21 Samtals kr. 516955.54 Auk þessa fjár er von á 10 þús. kr. viðbótartillagi úr ríkissjóði. — Gjald- keri Heilsuhælisfélagsins er Böðvar Bjarkan lögmaður. Sr. Ragnar Kvaran hefir látið af preststarfi sínu í Vesturheimi og flytst hingað til Rvikur. Benjamín Kristjánsson cand. theol. tekur við stöðu hans vestra. þjóðvinafélagiS gefur út 3 rit að þessu sinni auk Andvara og alman- aksins. Er það síðari hlutinn af bók Vilhjálms Stefánssonar: í Norðurveg, Svefn og draumar eftir Björgu þor- lálvsdóttu r(einnig síðari hluti) og ís- lensk þýðing á Germaníu eftir Taci- tus. Er sú þýðing gerð af Páli Sveins- syni kennara. Germanía er merkilegt rit og frægt og lýsir þeirri þekkingu, sem Rómverjar höfðu á þýskalandi og Norðurlöndum á 1. öld e. Kr., nærri 1000 árum áður en ritöld hófst um Norðurlönd. Germanía var fyrr- um lesin i skólum hér á landi, en þótti erfið viðfangs, enda á þungri latínu. En nú hafa þjóðvinafélagið og P. S. gefið hana íslenskri alþýðu. — Bók Bjargar þorláksdóttur fjallar um efni, sem áður er lítt um ritað hér á landi, og eru í henni ýmsar nýjungar. Bók Vilhj. SL: í Norður- veg, er írumsamin á ensku en þýdd ai Baidri Sveinssyni blaðamanni. Er hún um rannsóknir Vilhjálms í Norðurishafslöndunum og möguleiká tii iandnáms þar. rteKtor háskólans næsta ár hefir verið kjörinn Ágúst H. Bjarnason prófessor. a.ðaliundur Bókmentaíélagsins var haldinn 17. þ. m. — Stjórn iélagsins var endurkosin. 1 henni eru dr. Guð- mundur Finnbogason (iorseti), Matt- inas þórðarson (varalorseti), dr. riannes þorsteinsson og Sigurður Kristjánsson. Sigurður Kristjánsson bóksaii var kjörimi heiðursiélagi. Á þessu ári gefur íélagið út: Skimi, isl. iornbréiasaín, ísl. annála qg Sain til sögu lslands. Félagar eru ruml. li’00. Ai þeiin liaía 78 bæst við á siöastl. ári. Kannsókn hefir dómsmálaráðuneyt- iö skipað á lyijabúð Seyðisfjarðar \ egna misiellna á aigreiðslu áíengis. 17. júní var að venju hátíðlegur lialdinn. Tryggvi þórhallsson for- sætisráðherra flutti ræðu við gröf Jóns Sigurðssonar. Að þvi búnu hófst ailsherjarmót íþróttasambands ís- lands og heíir það staðið þessa viku. Kaupúeiia stendur nú yiir líér í bænmn út af ráðningarkjörum þeirra sjómanna, er norður íára til síidveiða. Sáttasemjari rikisins i viunudenum, dr. Björn þórðarson næstaréttarntari er nú staddur suð- ur i Sviss í penn ermdurn að kynna ser starisemi pjóOabaudalagsins. At- vinnuinaiaraóuneytið heiir þvi til- neini Georg Oialsson bankastjóra i iians stað. Georg heíir áður verið sattasemjari. nus brann á Týsgötu 4 hér í bæn- um 19. þ. m. Upptök eldsins voru þau, að drengir tveir, 4 og 5 ára, voru einir i lierbergi og kv.eikti ami- ai- dreugurinn i biéfalirúgu. Höíðu óvitarnir eigi orð á þessu tiltæki og varð eldsins eigi vart íyr en um seiuan. Húsið var úr steini, en þilj- að innan. Kom eldurinn upp á ann- ari liæö og brann efri hluti hússins, en neðstu hæð ná% eldurinn ekki að ráði, en miklar skemdir rnrðu þar ai völdum vatns, er slökkviliðið dældi í bálið. Innanstokksmunir voru óvátrygðir, en eyðilögðust að mestu. Eigendur hússins eru bræður tveir, Jón og Halldór Magnússynir. Stúdentsprófinu við mentaskólann norðienska lauk 15. þ. m. Útskrifuð- ust 5 nemendur: Baldur Steingríms- son, Bragi Steingrimsson, Guðmund- ur Benediktsson, Gunnar Jóhannes- son og Haukur þorleifsson. Haukur þorleifsson fékk I. eink., hinir II. eink. Gistihús er verið að reisa á Ásólfs- stöðum í Árnessýslu. Ásólfsstaðir standa í mynni þjórsárdals. Br þar náttúrufegurð mikil og gestkvæmt á sumrum. Páll Stefánsson bóndi á Ásólfsstöðum lætur reisa hús þetta, en fær til þess hagfelt lán úr Við- lagasjóði. Breski sendiherrann i Khöfn kom hingað 21. þ. m. Var hann á ensku herskipi. Alþingismennimir Ásgeir Ásgeirs- son, Haraldur Guðmundsson og Magnús Jónsson, fóru utan með Is- landi 19. þ. m. Ætla þeir að sitja fund er þingmenn Norðurlanda halda 70 ára reynsla og visingalegar rannsóknir tryggjft Uaffibætisins yVEIRO/ enda er hann heimsfrægur og hefir 0 s i n n u m hlotið gull- ög silfurjnedallur vegna framúrskarandi g»ða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað að VLKO er uiklu betri og drjrgri en nokkur anuar kaffib»tir. Notið að «iua V E ii O, það marg borgar sig. 1 heildsöiu hjá: Huiitlóri Eiríkssyui Hafnarstræti 22 - lieykjavik i Stokkhólmi í byrjun næsta mánað- ar. Eru siikir iundii’ haldnir árlega til þess að eíla samhug og viðkynn- mgu með stjórnmáiamönnum frænd- þjoöanna norrainu. jL)r. Alexander Jóhannesson birti 1 vetur nýtt rit um ísienska málfræði. hjaiiar það um viðskeyti í islenskri tungu. Eru viðskeytin taiin í staf- íóísröð og skýrður uppruni þeirra. Er það þarit mjög málíræðingum. — Rit dr. A. J. er sérprentun úr ár- bók háskóians 1927. En árhókin sjálí er ekki koinin út enn, og verður eigi séð, hvað veldur. Árið 1880 áttu íslendingar y3 milj. suuðfjár, 38 þús. hrossa og 21 þús. nautgripa. 1925 var búpeningseignin 566 þús. suuðijár, rúml. 51500 hrossa og 26 þús. nautgripa. — Árið 1882 var töðuiengur landsmanna 211 þús. iiesta, úthey 525 þús. hesta, jarðepli 3 þús. tunnur og rófur 2800 tunnur. Arið 1925 var töðufengurinn 852 þús. liesta, úthey 1501 þús. hesta, jarðepli 34 þús. tunnur og róíur 12 þús. tumiur. — Búnaðaríéiögin um land uit liaia unnið að jarðrækt 3,7 milj. dugsverka siðan 1893. — Tölur þess- ar sýna að vísu ailmiklar framfarir, ei miðað er við umbætur og íram- leiðslu eingöngu. En tölurnar tala líka skýrt um flótta íólksins úr sveit- unum. — Árið 1880 stunduðu 73% þjóðarinnar landbúnað, — árið 1920 einungis 42%. (Samkv. uppl. frá Sig. Sig. búnaðarmálastjóra). Dansk-íslenska róðgjafamefndin hefir lokið störfum að þessu sinni. Fófust fundir heennar 11. þ. m. og var lokið 20. þ. m. Hafði hún til með- lerðar eftirfarandi mól: 1. Rúðstafanir til þess að koma í veg fyrir að útlendingar geti stundað veiðar í íslenskri landhelgi með þvi að skrá skip sín íslensk eða dönsk. 2. Framhald landhelgisgæslu Dana við ísland. 3. Samningur um gerðardóm milli íslands og Danmerkur. 4. Forngripamálið. 5. Ýms atriði, er snerta framkvæmd síldareinkasölulaganna. Um síðastl. helgi tók nefndin sér ferð upp i Borgarfjörð. Fanst útlend- ingunum mikið til um fegurð héraðs- ins og framtíðarmöguleika. Fyrst er þá að geta um garðinn í Múlakoti í Fljótshlíð. Til garðs- ins þar var stofnað um aldamót- in. Sá garður hefir verið prýðilega hirtur, enda tré, runnar og blóm þróast þar ágætlega. Einkum er reynirinn þroskamikill. Á all- mörgum öðrum stöðum hefir og verið stofnað til trjágarða, t. d. í Hvammi, Múla og Fellsmúla á Landi í Rangárvallasýslu. Allir eru þeir garðar vel hirtir og í þeim vaxa ýmsar þroskamiklar trjátegundir. B'est þrífast reynir- inn og birkið, en í sumum görð- unum vex einnig lævirkjatré og fura og virðast dafna vel. I Reykjavík hefir verið gróður- sett mikið af trjám og runnum. Elst munu þau tré, er Þorvaldui Thoroddsen gróðursetti við hús sitt 1888. Það var álmur og hlyn- ur. Bæði hafa þessi tré þrifist vel, þó eigi þyki þessar trjáteg- undir erlendis þola óblíða veðr- áttu. I mörgum görðum í Reykja- vík eru álitleg tré. Mest áberandi eru reynir og björk, á nokknnn stöðum er lævirkjatré og fleiri trjátegundir. Mestum þroska mun reynitré hafa náð í garði Bjama Sæmundssonar, þau eru um 7 metra há og eru 58 ára gömul. Á allmörgum stöðum hefir trjárækt- in í Reykjavík mishepnast, en þar sem hirðing, jarðvegur og skjól hefir verið sæmilegt hefir árang- urinn verið góður. I Hafnarfirði var komið upp trjá- og blómagarði í svonefndu Hellisgerði fyrir 4 árum síðan. Staðurinn er í kvos í hrauninu. Þessi tilraun hefir hepnast ágæt- lega, enda notið góðrar aðhlynn- ingar. Nú vex. þama margt trjáa, runna og blóma. Á Austurlandi er oss minst kunnugt um hve mikið gert hefir verið að trjárækt. Á Fljótsdals- héraði eru trjágarðar við nokkra bæi, t. d. er garðurinn á Amheið- arstöðum fagur mjög og svo er víðar. Nú hefir að nokkru verið getið um hið helsta sem gert hefir ver- ið hér á landi til að gróðursetja tré og runna, og sagt hvem árangur það hefir borið. Hinsveg- ar höfum vér ekki lýst starfi því sem skógræktin hefir leyst af hendi, þar eð það er nokkuð ann- ars eðlis. Fyrir oss hefir vakað ! að athuga þá reynslu, sem feng- in er um gróðursetningu trjáa og mnna, svo af því yrðu leiddar ályktanir um von eða vonleysi í því máli. I aðaldráttunum virðist reynsl- an benda á, að hér sé um mikla möguleika að ræða. Nokkrar trjá- tegundir þrífast hér vel, sé að þeim hlúð, og þær gróðursettai- í frjóum jarðvegi eða þeim veitt næring með áburði. Þetta gildir sérstaklega um reyni og björk og nokkrar aðrar trjátegundir. Sér- staklega gerir reynirinn miklar kröfur til jarðvegsins. Enginn vafi er á því, að þessi nefndu tré geta vaxið víðast hvar um land alt, sé rétt farið að með ræktun þeirra. En auk þessa koma til greina ýms önnur lauftré og runn- ar, sem að sjálfsögðu geta þrifist á hinum skýlh stöðum. Hvað barrtrjánum viðvíkur, þá er þar eigi að byggja á eins föst- um grundvelli. Hinsvegar gefur það góðar vonir, að í einn aldar- fjórðung hefir fura, greni og læ- virkjatré þrifist vel á Akureyri, þar í ræktuðum jarðvegi. Hér syðra hafa hinar sömu trjáteg- undir dregið fram lífið á órækt- arholti og nú nýlega farið að spretta svo um munaði. Þetta virðist benda á, að vegna loftlags- ins muni tré geta þrifist, en með eðlisástandi eða efnasamsetning jarðvegsins sé einhver vöntun. Hvað hér sé til tálmunar þrifum trjánna mun koma í ljós við áframhaldandi ræktun og tilraun- ir. Að öliu athuguðu virðist ekki mikill munur á ræktunarskilyrð- um fyrir tré á Suður- og Norður- landi og ályktun sú, sem vér get- um dregið af reynslu þeirri sem fengin er, er þessi: Að ýms tré og runnar geti þrif- ist víðasthvar um land, ef rétt er að farið, að minsta kosti við hús og bæi í frjóum(ræktuðum)jarð- vegi. Þar eð þetta nú þykir fullsann- að, er þá eigi ástæða til að hef j- ast handa? Fara að klæða landið á ný. Byrja við bæina og húsin, þar sem ástæða er til. Tré í ná- munda við hús og bæi eru til mikillar ánægju og prýði fyrir heimilið. I bæjum og þorpum, þar sem þessu er eigi hægt að koma á alment, þurfa bæimir og þorpin að koma upp trjá- og blómgörð- um — lystigörðum — sem sumir kalla. Á Akureyri er þetta vel á veg komið og Hafnfirðingar hafa einn einkennilegan garð í hraun- inu. „Skrúður" er fyrirmynd þess- ara garða. Þetta starf er eigi erfitt, það kostar aðallega fyrirhyggju og umhirðu. En það er þýðingarmik- ið, einn mikilsverður liður í því að efla trú manna á landið og ræktunarmöguleikana. Baminu, sem gróðursetur lítið tré og sér það þrífast og hækka með ári hverju, því verður sá blettur kær. Hann er taug, er bindur það við heimilið og æskustöðvamar. Já, ef meira væri gert að ræktun- inni í sveitum lands vors, bæði að þessu og öðm, þá myndi fólkið eigi eins fúst að leita til bæjanna eins og nú er raun á. Vér látum nú máli voru lokið að sinni, með þeirra ósk, að sem flestir taki þetta til athugunar. Hér er verkefni fyrir unga og gamla, fátæka og ríka, konur sem karla. Þetta er þjóðarmál, sem allir geta sameinast um og unnið að. Hugsum oss hver breyting yrði á landinu ef tré væri við hvert býli og hús, en trjágarður við hvem kaupstað, þetta í sam- bandi við aukna sköggræðslu, sem hlæddi stærri og minni spildur víðsvegar um land. Látum oss vinna að þessu markmiði.-----

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.