Tíminn - 28.07.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.07.1928, Blaðsíða 1
©faíbfert o® afgreiðslumaður (Tfmans er Sannpeig þorsteins6óttir, Sambanösþústnu, SeyfjaDÍf. ^fgreibsía Ctmans er i Sambanðsíjúsinu. ©pm öaglega 9—(2 f. 4» Simi 496. m ftr. Reykjavík, 28. júlí 1928. 36. blað. w Ihaldsmenn og tekjuhallinn Síðan Ihaldsmenn töpuðu kosn- ingunum í fyrra hefir gremja þeirra verið takmarkalaus. 1 fyrsta sinni er flokkur þeirra nú í algerðum minnihluta. Löngunin eftir að ná í völdin aftur er orð- in að ástríðu, sem veldur flokkn- um sárra þjáninga. Hafa foringj- ar flokksins sér það eitt til afsök- unar, að menning þeirra og sið- ferðisþroski er ekki meiri en svo, að þeir telja sig sjálfkjöma for- ráðamenn í landinu. Minnir það nokkuð á einvaldana gömlu er sögðu: „Vér einir vitum“. Afleiðing þessa hugsunarháttar og siðferðisþroska er bardagaað- þeirra sem minnihluta. íhaldið ræðst nú ekki á einstök mál og gagnrýnir þau, eða ber sjálft fram nokkur mál svo teljandi sé. Það reynir ekki á þann hátt að marka stefnu og vinna fylgi. Helstu menn flokksins og blöð hans beita annari aðferð. Hún er sú að ráð- ast á alt sem núverandi stjóm og síðasta þing hefir gert. íhalds- menn reyndu að spilla málunum og tefja fyrir framgangi þeirra á þinginu. Og síðan þingi sleit dreifa þeir rógsmálum um landið í blöðum sínum og leynibréfum. Einn liðurinn í þessari almennu rógsaðferð íhaldsins er sá, að breiða það út, að stjómin og síð- asta þing hafi hækkað skattana að óþörfu. Fjárhag ríkissjóðs var að nokkru líkt komið í byrjun síðasta þings eins og í byrjun þingsins 1924. Ríkissjóðurinn var þá í sökkvandi skuldum, sem að mestu leyti höfðu myndast undir for- sjón Magnúsar Guðmundssonar og pólitískra samherja hans, sem síð- ar mynduðu íhaldsflokkinn. Á meðan Framsóknarflokkurinn fór með fjármálastjómina hið fyrra sinn, hófst viðnámið gegn skulda- söfnuninni. Tryggvi Þórhallsson var fyrsti maðurinn, sem skýrt og skorinort kvað upp úr með það, hvemig fjárhag landsins væri komið, í ritgerðum sínum í Tímanum um „Fjáraukalögin miklu“. Það var sem þjóðin vakn- aði þá af svefni og sæi, að við svo búið mátti ekki standa. Fjár- málaráðherra Framsóknar gerði þá það tvent í einu að stöðva tekjuhallann og skuldasöfnunina. Fjárlögin fyrir 1924, sem sam- þykt vom á þinginu 1923, reynd- ust þannig, að tekjuafgangur varð IJ/2 miljón kr. Hann tak- markaði útgjöldin samkv. fjárlög- unum og lagði fyrir þingið 1924 frv. um tekjuauka allverulegan, 25% gengisviðaukann. Á sama þingi var einnig samþykt frv. um verðtollixm og mun Jakob Möller hafa átt þá hugmynd. Frv. var flutt af fjárhagsnefnd Nd. og í henni vom þá 3 Framsóknarmenn og 1 stjómarandstæðingur að auki. Þannig vom fjárlögin lögð upp í hendur íhaldsins er það tók við stjóminni og tekjuaukafrv. þessi ásamt einmuna góðæri nægðu til þess að greiða með lausu skuldimar á árunum 1924— 25, en þær námu 43/4 miljónum króna. Á þinginu 1925 viðurkennir Jón Þorláksson þetta. Hann kemst svo að orði í framsögu sinni við 1. umr. fjárlaganna. „I fyrra, á fyrsta þinginu eftir kosningamar, var sú stefna tekin afdráttarlaust og ágreiningslaust milli þingflokk- anna að stöðva tekjuhallann og sjá um, að gjöld ríkissjóðs færu ekki fram úr tekjunum. Jeg þykist vita að engin hætta sé á að kvikað verði frá þessari braut“ (Alþ.tíð. B. bls. 42). En frá þessari braut kvikaði stjóm Ihaldsmanna. Á þinginu 1926 lækkaði hún allvemlega toll- t ana, einkum á útgerðarvörum og árleg útgjöld ríkissjóðs hafa stór- um aukist á meðan hún sat að völdum. Hún hefir minkað tekjur j ríkissjóðs en aukið, útgjöldin og j afleiðing þessarar stjómvisku , hefir orðið stórfeldur tekjuhalli á ríkisbúskapnum tvö síðustu árin, j sem hún sat að völdum 1926 og 1927. öll útgjöld ríkisssjóðs vora: Árið 1923 ......... 10.341.378.35 — 1924 .......... 9.503.352.37 Meðal-útgjöld fyrir þessi tvö ár hafa þá orðið nál. 9 miljónum 927 þús. krónum. Árið 1926 vom öll útgjöld ríkis- sjóðs 12.640.685,13 og 1927, sam- kv. greinargerð fjármálaráðherra á þinginu í vetur 11.782.169.00. Meðal útgjöld ríkissjóðs þessi ár hafa þá orðið nál. 12 milj. 211 þús. kr. Útgjaldahækkun rík- issjóðs nemur þá 2 milj. 284 þús. á ári fyrir þessi 2 síðustu ár, sem íhaldsstjómin sat að völdum. Af- leiðingin af þessari gífurlegu út- gjaldahækkun ríkissjóðs samfara því að tekjur hans minka sökum þess að tollarnir em lækkaðir, verður því tekjuhalli, sem samkv. landsreikningunum fyrir 1926 nemur 203 þús. kr. og samkvæmt greinargerð fjármálaráðherra á síðasta þingi nemur tekjuhallinn fyrir 1927 832 þús. kr. En sagan er því miður ekki öll sögð enn: Tekjuhalli ársins 1926 er í raun og veru miklu meiri heldur en jafnaðartala landsreikn- inganna sýnir. I fjárlögunum fyr- ir árið 1926 er áætlað til greiðslu af lánum ríkissjóðs og framlag til Landsbankans, sem nemur 100 þús. kr. á ári samtals krónum 2.638.488.00 en á árinu em ein- ungis greiddar í þessu skyni kr. 1.764.613.58. Mismunurinn á þess- um upphæðum sem er kr. 873. 874.42 verður að eyðslueyri hjá stjóminni, en skuldir ríkissjóðs eru þeim mun hærri. Hinn raun- verulegi tekjuhalli fyrir árin 1926 og 1927 er því kr. 203+832X 873 þús. Samtals kr. ein miljón níuhundmð og átta þús. krónur. Afleiðing þessa gífurlega tekju- halla verður sú, að á árinu 1926 aukast lausar skuldir ríkissjóðs um rúmlega hálfa miljón króna eða 507.210.26 kr. Er það kald- hæðni forlaganna að mestalla þessa upphæð verður Ihalds- stjórnin að lána hjá Landhelgis- sjóði. Hafa Ihaldsmenn hingað til ekki sparað gífuryrðin um fjár- málastjórnina hjá ráðh. Fram- sóknarmanna, er haxm varð að taka lán hjá þessum sjóð 1923. Nú geta þeir tekið öll þau ummæli til sín og sannast á þeim „að sá er eldurinn heitastur er á sjálfum brennur“. En auk skattalækkunar og auk- inna árlegra gjalda ríkissjóðs skal nefnd þriðja ástæðan — gengishækkunin — sem studdi að því að skapa tekjuhalla ríkis- sjóðs. Þótt árin 1926 og 1927 væm góðæri breytti fjármála- stefna Jóns Þorlákssonar þeim í illæri fyrir atvixmuvegina og af þeirri ástæðu rýrnuðu eiimig tekj ur ríkissjóðs að miklum mun. En jafnvel þótt síðasta Alþingi liafi tekist að spara nokkuð á ýmsum liðum fjárlaganna og komið fram frv. um sparaað við embættismaimahald í Reykjavík o. fl. og jafnvel þótt búast megi við að smátt og smátt minki upp- hæð sú, sem ríkissjóður verður að greiða árlega í vexti og af- borganir af lánum sínum, verður þó í nánustu framtíð að greiða tekjuhalla síðustu ára. Á síðasta þingi var og veitt um 400 þús. kr. meira til landbúnaðarfram- kvæmda en áður hefir verið. Auk þess hlýtur undirbúningur alþing- ishátíðarinnar 1930 að kosta ár- lega töiuvert fé. Og loks mun þjóðin ekki gera sig ánægða með annað en haldið sé í horfinu með verklegar framkvæmdir. En afstaða Framsóknar og I- haldsins til tekjuaukafrv. er ólík. Framsókn undirbjó og lagði upp í hendm- íhaldsstjórnarixmar tekjuaukafrumvörpin 1924. Hún áleit þá og hefir ávalt álitið að miklu nauðsynlegra væri að sjá fjárhagslegri afkomu ríkissjóðs ! borgið heldur en að skapa and- j stæðingum sínum erfiða fjárhags- ! lega afstöðu, jafnvel þótt það í auðsjáanlega gæti flýtt fyrir falli j þeirra. Um íhaldsflokkinn verður ekki sagt það sama. Hann barðist á móti tekjuaukafrv. á síðasta þingi. Sá leikur var ljótur. Senni- lega hefir flokkurinn búist við að fulltrúar verkamanna mundu snú- ast til fylgis við sig gegn auknum sköttum. Ef svo hefði farið var fyrirsjáanlegur tekjuhalli á fjár- lögunum eða framkvæmdir stöðv- aðar. Framsóknarmenn hefðu þá fengið erfiða fjárhagsaðstöðu. Skuldir ríkissjóðs hefðu aukist, og Ihaldið haft von um að kom- ast til valda aftur til þess „að rétta við fjárhaginn“. Vonandi kann þjóðin að meta þetta bragð íhaldsins að verðleikum. Fjármálaráðherra lýsti því yfir á þinginu í vetur, að skattalækk- un Ihaldsst j órnarinnar mundi skerða tekjur ríkissjóðs um nokk- uð á aðra miljón króna á ári. Áætlað var að tekjuaukafrv. þingmeirihlutans í vetur mundu gefa ríkissjóði um 750—800 þús. kr. tekjur á ári. Framsögumaður fjárlaga Ingólfur Bjamarson lýsti því yfir við framsögu fjárlaganna að ekld væri hægt að halda í horfinu með verklegar fram- kvæmdir nema tekjuaukafi'v. næðu fram að ganga. Vona eg að framanskráð grein- argerð nægi til þess að sannfæra menn um að sú yfirlýsing var rétt. En íhaldsmenn í fjárveit- inganefnd neðri deildar vildu halda áfram verklegum fram- kvæmdum, þótt tekjuhalli yrði á fjárlögunum. i Hvort sem Framsóknarflokkur- inn hefir verið meiri eða minni hluti þingsins hefir hann jafnan fylgt þeirri meginreglu um af- greiðslu fjárlaganna að láta tekj- ur og gjöld standast á. Þá reglu ber vitanlega hverjum stjóm- málaflokki að styðja, og það engu síður þó að aðrir beri ábyrgðina á fjármálastjóminni. H. J. Bændaskólinn á Hvanneyri getur enn tekið á móti nokkrum október. nemendum. Skólinn hefst 15. Utan lírheinii. Landið helga. Ein af ákvörðunum Versala- fundarins, sem friðarsamningana gerði eftir ófriðinn mikla, var að endurreisa hið foma ríki Gyðinga i landinu helga. Síðan Rómverjar eyddu Jerúsalem á 1. öld e. Kr. hafa Gyðingar verið dreifðir víðs- vegar um heim. Ættjarðarvana hafa þeir hröklast land úr landi, löngum hraktir og ofsóttir af j kristnum mönnum, sem átakan- lega hafa látið Gyðingaþjóðina 1 gjalda synda feðra sinna. En þrátt fyrir andúð þá, sem Gyðingar mættu í flestum lönd- ! um, tókst þeim snemma að koma ár sinni vel fyrir borð fjárhags- j lega og safna fé. Fjöldi mestu . stóreignamanna heimsins em Gyðingar. Og sumir þessara j manna a. m. k. vom fúsir til að j fóma fjármunum sínum til að j þjóðin fengi ennþá einu sinni að koma inn í hið „fyrirheitna land“. Það varð að ráði að Gyðinga- land skyldi gert að lýðveldi. En Englendingum var falin umsjá 1 með hinum unga ríki. Jafnframt hófst innflutningur Gyðinga hvaðanæfa að inn í landið. En það er nú komið í ljós, að veldi Davíðs og Salomons verður ekki endurreist fyrirhafnarlaust. Þegar ísraelsmenn komu frá Egyptalandi á dögum Móse og vitjuðu ríkis feðra sinna, höfðu erlendir þjóðflokkar og fjandsam- legir tekið sér bólfestu í landinu. En drottinn lét borgarmúra þeirra hrynja og leiddi svo Israelsmeim til óðala sinna. Nú stóð líkt á. Landið hafði lotið Tyrkjum og öðrum Múhamedstrúarmönnum öldum saman. Ibúar þess vora flestir arabískir. Og þeir litu Gyð- inga óhým auga og vom ófúsir að veita þeim viðtöku. En krafta- verk eru nú fátíðari en áður og enginn yfimáttúrlegur máttur hefir lostið Arabana í Kanaan- landi. Þeir sitja að sínu, og era enn í miklum meirahluta í land- inu. Mjög hefir reynst erfitt að sjá Þ.eim Gyðingum, sem inn flutt- ust, fyrir atvinnu. Atvinnuleysið er örðugasta viðfangsefni lands- ins um þessar mundir. 1 febrúar í vetur vom taldir í landinu um 30 þús. verkamenn af Gyðinga- ættum. 5 þús. af þeim höfðu ekk- ert að gera. Ef ekki kæmi til sög- unnar fjárframlög Englendinga og auðugra Gyðinga, mundi illa fara. Og þrátt fyrir þá hjálp er atvinnuleysið farið að hafa þau áhrif, sem illu spá um framtíð hins nýja ríkis. Síðastliðið ár fluttust 2700 Gyðingar inn í land- ið. Það ár hafa innflytjendur verið fæstir síðan 1921. En 5 þús. manna fóm alfamir burt úr land- inu. Flestir þeirra vom innflytj- endur undanfarinna ára, er nú j kusu að hverfa í útlegðina á ný ! fremur en búa við harðréttið heima. Helmingur þeirra settist að í Póllandi og margir fóm til Vesturheims. Nefnd einni hefir nú verið fal- ið ráða fram úr vandamálum Gyð- inga. Framtíð landsins er undir tvennu komin: Að takast megi gott samkomulag með Gyðingum og Aröbunum, sem fyrir vom í landinu, og að framleiðsla lands- ins verði aukin. Landið er veg- laust, og úr því þarf að bæta hið bráðasta. Og stór landflæmi með góðum ræktunarskilyrðum bíða framkvæmda. Akrar hinna fomu Gyðinga, em nú í órækt. Það þarf að ræsa fram votlendi og ryðja skóga til þess að þjóðin geti lifað á landbúnaði eins og í fyrri daga. Iðnaður er hafinn, þó að í smá- um stíl sé. Getur hann haft nokkra þýðingu í framtíðinni, þó að eigi sé landið auðugt að nám- um. Ennfremur búast sumir við að Dauðahafið verði mikil auðs- uppspretta, þegar tímar líða. Á fyrri öldum lögðu Vestur- landaþjóðirnar of fjár og miljónir mannslífa í sölumar til að vinna landið helga úr höndum Mú- hamedstrúarmanna; þær fómir bára eigi þann árangur, sem til var ætlast. Nú gefst afkomendum hinna djörfu miðaldariddara kost- ur á að taka þátt í nýrri kross- ferð, mun auðveldari en þeim, sem forfeður þeirra hættu sér i. Það væri vel, ef Vesturlanda- búum tækist að bæta fyrir brot sín og þröngsýni í fyrri daga og minnast þess, að allur hinn kristni heimur stendur í þakkar- skuld við Gyðingaþjóðina. Auíúsugestir Laugardagsmorguninn 21. þ. m. kom til Reykjavíkur farþegaskip- ið „Mira“ frá Noregi. Flutti það hingað rúmt hundrað Norðmanna sem tekist höfðu ferð á hendur til að kynnast landi vom og rifja upp forna frændsemi við oss Is- lendinga. I flokki þeirra „Austmannanna" var fjöldi hinna merkustu manna hvaðanæfa úr Noregi. Fararstjóri var Torleiv Hannaas prófessor frá Björgvin. Hann er einn af braut- ryðjendum landsmálsins norska og hefir helgað þvl æfistarf sitt. Þá má nefna Jóhannes Lavik frá Björgvin, fyrrum ritstjóra „Bændablaðsins" norska og nú- verandi ritstjóra tímaritsins Nor- röna. Lavik er nú háaldraður maður, og hefir sýnt lifandi á- huga á sjálfstæðisbaráttu Norð- manna og Islendinga um 50 ára skeið. Ennþá er hann einn hinn öruggasti talsmaður norrænnar samvinnu. Og síðast en ekki síst má nefna hinn þjóðkunna mentafrömuð Lars Eskeland, fyrverandi skóla- stjóra lýðháskólans á Voss. Lars Eskeland má óhætt telja meðal hinna tryggustu vina Islands í Noregi. Um 60 íslendingar hafa stundað nám í skóla hans á Voss og ljúka allir lofsorði á hæfileika hans og skólastjórn. „Mira“ kom hingað austan um haf sömu leið og landnámsmenn- irnir til foma — um Orkneyjar, Hjaltland og Færeyjar. Var flokknum hvervetna vel fagnað, eins og vera ber, þegar frændur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.