Tíminn - 04.08.1928, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.08.1928, Blaðsíða 2
186 TlHXNN hald annaðhvort ár, fyrir for- ingja flokksins Jóni Magnússyni. Sjö íhaldsmenn í Ed. greiddu þá atkvæði móti þeirri sömu þinga- fækkun, sem íhaldið, fyr og síðar, segist vilja koma fram. 3. Þingið afgreiddi tvö merki- leg frv. um síldarmálið. Annað er einkasala á síld, þar sem út- vegsmenn og verkamenn eru skyldaðir til að vinna saman í stað þess að berast á banaspjótum. Oddamaðurinn er frá bændum landsins, er stilla til friðar og stýra ofurkappi beggja nábúanna í hóf. Hitt var um síldarbræðslu. Böðvar Bjarkan hafði árið 1916 sýnt fram á nauðsyn síldareinka- sölu, en Magnús Kristjánsson hef- ir verið brautryðjandi síldarverk- smiðjunnar. Eru það því bein ósannindi, að verkamannaflokkur- inn hafi stýrt aðgerðum þings og þjóðar í því máli. Það eru Bjark- an og M. Kr. sem þar hafa rutt brautina. íhaldsmenn ætluðu að hnupla hugmynd Bjarkans og ár- ið 1926 komu Líndal og ól. Th. með frv. um einkasölu á saltsíld. Báðir höfðu áður barist með hnúum og hnefum móti allri einkasölu og einkum með síld. Nú snerust þeir inn á hina „nýju vegi“ Bjarkans. Framsóknarmenn studdu frv. Líndals og ólafs, því að aðalstefnan var rétt, þótt formið væri ófullkomið. Magnús Guðm. átti að koma málinu í framkvæmd með samherjum sín- um. En úr framkvæmdum varð aldrei neitt. Tvö ár liðu og sfldar- einkasala íhaldsins var ekki nema pappírslög, af því að flokkinn vantaði þekkingu og manndóm til að koma málinu í framkvæmd. Nú í vetur tóku Framsóknar- menn upp bjargráð Bjarkans, feldu úr gildi hin ófullkomnu sfld- arlög ólafs og Líndals, sköpuðu nýtt kerfi, sem aldrei hefir verið notað áður í íslenskum atvinnu- rekstri, en sem á eina þekta og glæsilega fyrirmynd í þingstjóm Svisslendinga. í Sviss leggja marg ir flokkar til menn í landsstjóm- ina. Minni flokkamir eru ekki af- skiftir. Frv. þetta var samþ. Nú sat ekki við orðin tóm. Eftir fáa daga var komin hin samsetta stjóm bænda, verkamanna og út- vegsmanna. Eftir fáar vikur var stjórn einkasölunnar farin að selja síld þessa árs fyrir hærra verð en nokkum síldarspekúlant gat dreymt um að fá undir ægis- hjálmi leppmenskunnar. Sá auð- virðilegi lýður, síldarleppamir hverfa nú hljóðalítið úr sögunni. Á fáum mánuðum verður síldar- salan íslensk atvinnugrein, undir sterkri innlendri stjóm. Eftir tillögum M. Kr. samþykti þingið 1927 að láta rannsaka skil- yrði fyrir síldarbræðslustöð á Siglufirði. Jón Þori. bauðst til að gera þetta, og fékk nálega 3000 kr. fyrir ómak sitt. 1 skýrslu þess- ari reyndist að vera meinleg villa og munaði um 60 þús. á niður- stöðu, af því að Jón Þorláksson margfaldaði vitlaust. Forsætisráð- herra vinnur nú að undirbúningn- um; hafa Siglfirðingar brugðist vel við og lagt mikinn hlut í verk- smiðjuna. Tryggvi Þórhallsson hefir gert ráð fyrir að bændum landsins standi til boða allveru- legur hluti fóðurmjölsframleiðsl- unnar í verksmiðju þessari, fyrir sannvirði. Er málið þannig í einu bjargráð lands- og sjávarbænda. Fóðurmjölið er hin hollasta upp- bót fyrir búpening, einkum er hey hrekjast. Hver er ástæðan til þess að svo vitrir menn sem þeir Bjarkan og M. Kr. hafa beint þjóðinni út á þá braut að hafa landseftirlit með síldarverslun og síldarbræðslu ? Og hver er ástæð- an til að allir flokkar hafa hnigið að úrræði þeirra? Svarið er ein- falt. Útvegsmenn fóm að eins og böm í síldarmálunum. Yfirráð síldarvinnunnar lentu í höndum útlendra hringa og leppa. Síldar- mennimir bruðluðu stórfé, sínu og einkum bankanna í heimsku- legan atvinnurekstur. Og þegar flestir síldarkóngamir voru orðn- ir gjaldþrota. og búnir að rýja bankana inn að skyrtunni, þá varð að taka af þeim valdið til að eyði- leggja sjálfa sig og landið. Á þessu byggjast afskifti síðasta þings af síldarmálunum. Þjóðar- hættu er afstýrt. Voðinn er tek- inn úr höndum óvitans. Þeir, sem hafa gert síldarmálin að vitleysu og landssvívirðingu eru eingöngu íhaldsmenn. Þeir sem hafa fundið bjargráðið og eru að beita því eru Framsóknarmenn. 4. Skifting Gullbringu- og Kjósarsýslu er andstæð hags- munum bænda, eftir því sem mið- stjóm Ihaldsflokksins segir. Hvað hafa bændur gott af þingsetu ÓI- afs Thors og B. Kr.? Aldrei neitt. Báðir hafa þeir sí og æ verið í fjandmannaflokki sveitanna. Hug- arþel B. Kr. er alkunnugt. Við Þjórsárbrú lofaði ólafur Thors að fengur „aflaklónna“, þ. e. útvegs- gróði manna eins og hans skyldi ganga í að rækta hið frjóa land austanfjalls. En úr því loforði ólafs hefir ekkert orðið nema svik. Sjálfur lýsti hann yfir í Borgamesi nýlega að hann gerir annað með peningana. Þá hrósaði hann sér af því í viðurvist mörg- hundruð manna, að hann væri sí- felt ölvaður, „fullur í gær, fullur í dag, fullur á morgun“. Það væru skrítnir „bændur“ sem teldu slík- an mann og B. Kr. sína fulltrúa. Það var fullkomið réttlætismál að gera Hafnarfjörð að sérstöku kjördæmi. Sá bær er næststærsti kaupstaður landsins. Því á Seyð- isfjörður með 1000 manns að hafa þingmann, en Hafnarfjörður með 3000 manns engan? Framsóknar- menn hafa fylgt skiftingu Gull- bringu- og Kjósarsýslu sem rétt- lætismáli á mörgum undanfömum þingum. Og ef svo skyldi fara að verkamannafulltrúi kæmi á þing í Hafnarfirði, sem greiddi á þingi atkvæði með öllum mestu umbóta- tillögum til viðreisnar sveitunum eins og Jón Baldvinsson og sam- herjar hans á þingi hafa gert á undanfömum þingum, þá borgar það sig beinlínis vel fyrir bænda- flokkinn að hafa fylgt þessu rétt- lætismáli, því að verri andófs- menn en Ólaf og B. Kr. hafa sveitimar ekki átt á þingi. 5. Þá þykir „miðstjóminni“ furðulegt að við Tr. Þ. höfum báð- ir farið utan í erindum landsins, og telur eftir ferðakostnað. Báðir munum við til samans hafa þurft minna en Jón Magnússon í einni af ferðum sínum. Þegar menn skilja þýðingu þess samnings sem Tr. Þ. gerði í Berlín, þar sem hann trygði landinu lægsta frum- verð og bein skifti við stærsta áburðarfirma heimsins, mun ekki verða talin eftir ferð hans. Og þar sem eg tók við hegningarmál- unum í því ástandi, að betnmar- hús landsins eru ein ófullkomn- asta stofnun sama eðlis í siðuðum löndum, og þar að auki svo lítil að bæjarfógetinn er nú í vor og sumar að senda þangað „árgang- inn 1926“, þá mun það varla þykja úr leið, er eg kynti mér, fyrstur af öllum íslenskum ráð- herrum fyrirkomulag fangelsa eins og það gerist nú hjá ment- uðum þjóðum. Auk þess undir- bjó eg smíði á nýju gæsluskipi. Magnús Guðmundsson sigldi í sinni tíð til að undirbúa óðinn. Reynslan sýnir hvort hið síðara skip muni komast nálægt því að farast að sumarlagi inni á Siglu- fjarðarhöfn, eins og hitt, sem var árangurinn af „siglingu“ M. G. til skipakaupa. íhaldsmenn telja eftir að for- ráðamenn landsins fari smáferðir milli landa, er þeir þurfa að ráða fram úr málum, þar sem aðgerð- imar hafa víðtækustu afleiðingar. En hvert farþegaskip milli Islands og útlandar er fult af verslunar- pröngurum. Kaupsýslulýður Is- lands er sífelt í siglingum. Hvað kostar það landið? Hvað margir í þeim hóp koma fram þannig að landinu væri betra að gefa þeim töluvert fé til að fara ekki út fyrir landsteinana? Meðan mang- aralýður sá, sem stendur að Mbl. og dilkum þess , eyðir miljónum í fávíst ferðaslark til útlanda mun erfitt að halda því fram, að þeir menn, sem á hverjum tíma eiga • að standa í fararbroddi í fram- farabaráttu og viðreisnþjóðarinn- ar, eigi ekki erindi til útlanda í sambandi við lausn stórmála. x 6. M. Guðm. áfellir Tr. Þórhalls- son fyrir að senda mann til Spán- ar. Lög eru í gildi um þetta efni, og samdi íhaldið þau lög. Sendi- maður þessi er ekki enn farinn. Ekki hefir enn verið samið við hann um kaup, og eru það því ósannindi er bréfritararnir segja um laun hans. Og aldrei mun Tr. Þ. fá Helga Guðmundssyni 14 þús. kr. í ferðakostnað til Spánar eins og M. Guðm. stakk í vasa Gunnars Egilssonar. Geta íhalds- menn vel fengið þá ánægju enn, að greiðslur þeirra til Spánar- fulltrúans verði birtar. En lítillæti er það er miðstjóm íhaldsins vill svívirða andstæð- inga sína með því að þeir geri hið sama og íhaldið áður. 7. Um berklakostnaðinn ætti íhaldið lítið að tala. Eyðslan þar fer sívaxandi og ekki rénar sýkin. Hafa sumir af fremstu mönnum íhaldsins gengið þar fremstir í eyðslu. Dæmi eru til að læknir fær frá landinu jafnmikið og venjuleg embættislaun í aukagetu fyrir svokallaðar berklalækningar. Berklalögin eru orðin ein mesta eyðsluhít landssjóðs og besta mjólkurkýr allmargra lækna. Stjómin hefir hafið nokkra mót- stöðu gegn óhófseyðslu til berkla- lækninga í höfuðstaðnum. En Mbl. og nokkur hluti læknastéttarinnar, sem hagsmuna hafði að gæta í þessu efni hefir risið upp með þjósti allmiklum út af spamaðar- tilraunum landsstjórnarinnar. Nú gengur það svo, að mörg hundmð þús. kr. renna árlega úr lands- sjóði til svokallaðra berklavama án þess að nokkur kunnáttumaður hafi skipulegt eftirlit með þess- ari eyðslu. Það hefir komið til crða að óvenjulega samviskusam- ur og þróttmikill læknir, ólafur Thorlacius, sem áformað hafði að flytja til bæjarins, hafi eftirlit með útgjöldum ríkisins vegna berklalaganna, auk annara skyldra starfa. Á kaup hefir ekki verið minst í því sambandi. Geta má þess að hann var einn af þeim fáu læknum 1919, sem ekki vildi beita verkfallshótun gegn Alþingi til að knýja fram launahækkun. Mun svo enn fara að drengskapur ólafs mun þjóðinni giftudrýgri en frekja og landssjóðsféfletting sumra stéttarbræðra hans. Mætti svo fara að eftirlit með berkla- lögunum hefði svipuð áhrif og eftirlit sr. Bjöm Þorlákssonar með áfengiseyðslu lækna. Þá aylgjar miðstjómin um son ólafs, er hafði í vetur smáþóknun fyrir eftirlit með áfengisútlátum í bæn- um. Upp úr því eftirliti hafðist alt að því 20 þús. kr. gróði, á einum lið vínverslunarixmar, þar sem íhaldsmenn leyfðu útlendum manni, einum af eigendum Mbl. að græða of fjár árlega vegna þess hve áfengi úr ríkisverslun- inni var afhent honum með lágu verði. Eina skemtilega lygi hefir Mbl. og sagt um þennan son ól- afs í Búlandsnesi að hann væri erlendis við hárvatnagerð fyrir áfengisverslun. En sannleikurinn er sá að þessi efnilegi kennari, hafði þegar fyrir löngu ákveðið að ganga í uppeldisháskóla í Svisslandi næsta vetur! 8. Mikinn rógburð hafa íhalds- menn haft í frammi út af vín- versluninni. Þar neyddist stjómin til að gera verulegar breytingar. Mikill meiri hluti útsölumanna stóð í skuld við verslunina. Sum- staðar verður tap á þessum mönn- um. Víða var þessi skuld forstöðu- mannanna við verslunina svo mik- il að þeir gátu ekki borgað hana nema með samningi á nokkrum árum. Á einum stað hafði íhaldið i mesta drykkjumanninn í þorpinu j fyrir útsölumann. Fyrir áramót I var búist við því, að gjaldþrot I hans kynni að verða nokkur j hundruð þúsund krónur. En auð- j vitað datt íhaldinu ekki í hug að ! ástæða væri til að skifta um þenn- j an mann. Sama var að segja um j kaupgreiðslumar. Mogensen hafði ! 18 þús. kr. í laun, eða jafnmikið j og fátækling-ur vinnur sér inn með j stöðugu striti á 9—10 árum. Mið- j stjóm íhaldsins dylgjar um að laun núverandi forstjóra séu of j há. Þau eru 500 kr. fram yfir j helming af árskaupi þess for- i stjóra sem íhaldið réði. Ráðnaut- ; ur verslunarinnar í lyfjamálum j vinnur starf sitt þar í hjáverkum sínum fyrir mjög litla þóknun, enda fer ekki mikil vinna í það. j Gott dæmi um eyðsluna í tíð fyrverandi stjómar er endurskoð- un vínverslunarinnar. Áður voru endurskoðendur þessir þrír að minsta kosti, hver með 2400 kr. um árið. Þó virðist endurskoðun- in ekki hafa verið betri en það að ár mun hafa fallið úr framan af, án endurskoðunar. Nú eru endurskoðendur ekki nema tveir, i hvor með 1000 kr. þóknun um ár- ið. Og þessir endurskoðendur eru færustu sérfræðingamir í þessari grein, sem til eru í landinu, þeir Jón Guðmundsson og Bjöm Steffensen. Annars mun rógi Jóns Þorláks- sonar og félaga hans við vín- verslunina verða hnekt bráðlega með sérstakri grein. Kemur þá í ljós að nú er starfsfólk við vín- verslunina til muna færra en áð- ur var, og öll ógengd í launum látin hverfa, þannig að spamað- urinn á starfrækslu verslunarinn- nemur nú þegar stórfé. 9. Jón Þorl. þykir það býsn að Tr. Þ. skuli telja sjálfsagt að vinna að verðfestingu krónunnar. Jóni ætti að vera minnisstæð hrakför sín í gengismálinu. Hann hækkaði krónuna, sumpart af baraalegum metnaði, sumpart af eigingirni innstæðumannsins. Með þessu athæfi hækkaði hann lág- gengisskuldirnar um nálega 30 gullaura hverja krónu. Atvinnu- vegimir eru að sligast undir þessu fargi og reikningar bank- anna sýna, hvað krónuhækkunin hefir þýtt fyrir þá. Kjósendur launuðu Jóni Þorl. með kosninga- ósigrinum 9. júlí í fyrra. Sigur Framsóknarmanna var sigur fest- i ngarstefnunnar. 1 skjóli þess sig- urs dafna atvinnuvegir landsins vel, vitandi að meðan íhaldið er í minnihluta hækkar krónan ekki. Fyrir hvert ár sem líður á hækk- unarstefnan erfiðara. Auk þess vita menn nú betur en fyr hvað krónuhækkun þýðir fyrir atvinnu- vegina. Alt skraf íhaldsmanna um festingu er skemmileg vitleysa. Finnland hefir fest og hefir blóm- legt atvinnulíf. Frakkland hefir fest frankann og er miklu lengra frá gjaldþroti en miðstjómar- menn íhaldsins hér. Finnland og Frakkland eru til muna sjálfstæð- ari en Island, þrátt fyrir hækkun íhaldsins 1924 og 1925 og fest- ingu áðumefndra landa. 10. Þá kastar tólfunum, þegar íhaldið vill telja bændum trú um að það sé höfuðsynd móti þeim, að taka ekki nema 25 ungmenni í fyrstu deild mentaskólans. Skóli þessi er nálega eingöngu fyrir Rvík. Aldurstakmarkið svo lágt, að sveitaungmenni eru útilokuð, nema þau eigi stórríka að. Bænd- ur í hverri sveit á landinu geta talið á fingrum sér þá, sem farið hafa í fyrsta bekk mentaskólans síðustu 24 árin. íhaldið hefir í aldarfjórðung með ofsa og ofbeldi, sem ekki á sinn líka í nokkru nálægu landi, útilokað sveitaböm frá neðri bekkjum skólans. íhalds- menn Reykjavíkur hafa ætlað að leggja undir sig skólann. Bænda- bömin vom útilokuð með aldurs- takmarkinu. Böm verkamanna, sem fylgdu skoðunum feðra sinna áttu heldur ekki erindi í skólann, því að íhaldið hefir reynt að flæma hvern einasta skólagenginn verkamannasinna úr embættum, eða hindra að hann nyti embættis- prófs síns. Mentaskólinn var orð- inn alt of stór. Útbúnaður hans var lélegur. Merkur kennari við skólann hefir haldið því fram, að milli 20—30 nemendur hafi kent þar brjóstveiki síðastliðinn vetur. Skólinn óx út fyrir sín takmörk, og ekkert var líklegra en að hann færi að hafa útibú hér og þar um bæinn. Til að bjarga kensl- unni, skólalífinu og heilsu nem- enda varð að grípa í taumana. Og það varð ekki gert með öðru en að draga úr aðstreymi. Veggir . mentaskólans stóðu kyrrir þó að nemendunum fjölgaði Miðstjórn íhaldsins hefir ekkert á móti því að skólar, sem búa börn bænd- anna undir lífið, eins og Hvann- eyri, Staðarfell og Laugar, neyð- ist til að vísa frá tugum nemenda ár hvert. Ihaldsmenn í Rvík vilja að Mentaskólinn geti stækkað ó- takmarkað fyrir þá. Aðrir mega lenda í vandræðum. 1 þessu sést ofsi og rangsleitni. En harma- kvein íhaldsins um bændabörnin, sem ekki komist í mentaskólann er sama eðlis og krókódílatár. Jón Þori. segir að stjómin hafi keypt tvo bíla, annan á 12000, hinn á 8000. Hvortveggja verð- upphæðin er ósönn. Fátt sýnir betur innræti íhaldsins en þessi fullyrðing. Minni bíllinn er af allra algengustu tegund, sem til er j í heiminum. Hver óviti, hvað þá ; flokksleiðtogar, veit að þessir bíl- í ar fást fyrir rúm 4000 kr. Mið- , stjóm íhaldsins lætur sér ekki nægja að skrökva um nálega helm ing, og m. a. um atriði, sem al- staðar má reka ofan í hana. Betri bílinn myndi Jón Þorláksson og Ólafur Thors líklega hafa orð- ið að borga 12000 kr. fyrir. En landsstjómin er hygnari í kaup- um en þeir, og fékk hann til muna ódýrari. Jón Þorl. er hræddur um að heimild hafi brostið til að kaupa þessa bíla. Veit hann ekki að landið á nú þegar fjölda bíla? Hvers vegna kaupir landið bíla til vega vinnu, en leigir þá ekki? Af því reynslan sýnir, að það er ódýrara fyrir landið að eiga bfl til malarflutninga heldur en leigja hann. Sama er að segja um mann- flutninga. Svo að segja hver mangari 1 íhaldsliðinu í Rvík á bíl. Helstu gjaldþrotsmenn íhalds- liðsins eiga bíl. Langstærstu skuldunautar bankanna eru íhalds- menn, sem éiga marga bíla. Og svo kemur miðstjórn íhaldsins og ætlar að telja landsmönnum trú um, að það sé óhæfa, að landið eigi eina eða tvær mannflutninga- bifreiðar. Jón Magnússon og Magnús Guðmundsson komu upp í algerðu heimildarleysi hestaeign ríkisins, vegna gesta landsins. Og þetta kostaði töluvert. Einn hest van- skapaðan svo að um munaði, keypti Jón Magnússon af Þórami á Hjaltabakka fyrir 700 kr. Er- lendir gestir landsins kölluðu þann klár „Skjaldbökuna", af því hann var nálega hálslaus. Hestar eign Stjómarráðsins byrjaði í heimildarleysi. Og þegar stjómar- skiftin urðu var alt í ólagi með hestana eins og annarsstaðar. Allir hestamir sem íhaldsráð- herramir höfðu keypt, voru út- taugaðar húðarbykkjur, keyptir af gæðingum íhaldsins, Þórarai, Einari í Brimnesi, Einari á Geld- ingalæk o. s. frv. Eitt fyrsta verk mitt var að selja húðar- bykkjur íhaldsins og fá sómasam- lega ferðahesta í staðinn. Og úr því íhaldið hafði álitið sér leyfi- legt að koma sér upp hestaeign, þótt léleg væri, til að nota handa gestum landsins, þá var næsta og eðlilega sporið að kaupa í viðbót hið nýja farartæki bílinn. Eg keypti góðan en einfaldan bíl, sem getur enst til muna lengur en eitt kjörtímabil. Ef íhaldið gerir sér von um að vinna við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.