Tíminn - 15.09.1928, Qupperneq 2

Tíminn - 15.09.1928, Qupperneq 2
162 TIMINN mikla stjórnmálataflborð fá vart orða bundist. Er nokkurt vit í orðum þeirra manna, sem nú lofa fríði? Er nokkur vottur af sam- ræmi í því að gera samninga um frið og skrifa undir hátíðlegar yfirlýsingar, þegar miljónum á miljónir ofan er varið til að undir- búa ófrið? Hamingjan má vita! í nýút- komnu ensku blaði er grein um Kelloggs samninginn. Höfundur- inn er reyndur stjómmálamaður. Hann er vantrúaður á friðará- huga þeirra, sem að samningunum standa. Það að hann er framkom- inn er tóm tilviljun. Stjómir stórveldanna hafa allar orðið að dansa með í leiknum — þó nauð- ugar séu — því að allir vilja heita friðarvinir. Svo svartsýxm er þessi Eng- lendingur á friðarmálaáhuga hinna leiðandi manna. En samt örvæntir hann ekki um, að samn- ingurinn geti haft einhver áhrif. Hann bendir á að málið hafi vak- ið mikla athygli meðal almenn- ings, í Evrópu að minsta kosti. Og alþýða manna er í rauninni alstaðar friðsöm og kærir sig ekki um að láta lífið frammi fyrir fallbyssukjöftunum. Greinarhöf. heldur, að þjóðimar sjálfar muni krefjast þess, að stjómmála- mennimir efni loforð sín án und- anbragða. ----o----- f.-r~ •'Mtiz*r. < Fékk ekki að fara. Magnús Guðmundsson situr nú heima meðan samherjar hans hervæðast. Ekki þykir líklegt að þetta sé fyrir neinn kinnroða sem Magnús telji sig þurfa að bera gagnvart almenningi, og kemur mönnum því í hug að Ihaldsmenn vilji láta telja sér til nokkurrar sómatilfinningar að Magnús skuli ekki fá að fara. En drengilegt er það ekki af flokksbræðrum Magn- úsar að senda hann fyrst í Krossa- nes, þvinga hann til þess að fram- kvæma útburð á sínu eigin af- kvæmi, tóbakseinkasölunni, horfa á hann hláupa í dyr hæstaréttar til þess að milda sök af pólitískri frændrækni og vilja síðan ekki við hann kannast fyrir mönnum. Er mönnum í þessu sambandi minnis- stætt að Morgunblaðið talaði fátt um fundaferðalag Magnúsar um Norðurland í vor, en því meir um aðra. Ber alt að sama brunni. Á víðavangi. Til stjórnmálafunda hefir miðstjórn Ihaldsflokksins boðað á tveim stöðum í Vestur- Skaftafellssýslu og tveim stöðum í Rangárvallasýslu. Lögðu I- haldsmennimir Jón Þorláksson, ólafur Thors og Jón Kjartansson upp í ferðalag til funda þessara á mánudag, en Framsóknarmenn- imir Jónas J ónsson, Ásgeir Ás- geirsson, Bjami Ásgeirsson og Jónas Þorbergsson á þríðjudag. Samferða þeim urðu Jafnaðar- mennirnir Jón Baldvinsson og Haraldur Guðmundsson. Á mið- vikudag tók Sigurður Eggerz sig upp og ætlar að tölta í hælinn á þessa sömu fundi. Mun það vera af nærgætni við Dalamenn að Sigurður reynir á þennan hátt að leyna sambandi sínu við íhalds- flokkinn,en þótt fyrirhyggja hans sé mikil í þessu efni, þá hrekkur hún samt ekki til. Varð honum það á, að láta Ihaldsmenn sjá sér fyrir fararskjóta og var hross Sigurðar rekið vestur í Fljótshlíð ásamt hrossum Ihaldsmanna og látið bíða hans þar á þriðja dag. Sannar þetta litla atvik mikið þeim mönnum sem gjörst þekkja nákvæmni Sigurðar á úthlagðan eyri. En Ihaldsmenn telja ekki eftir sér að setja hross undir Sig- urð, enda mættu þeir í einhverju sjá við hann alla þá fylgispekt sem hann hefir sýnt þeim í seinni tíð. * Ósamhljóða vitni. Fyrri daginn sem fararskjóti Sigurðai- Eggerz á stjómmála- fundi Ihaldsins hvíldi sín lúnu bein í Fljótshlíðinni og beið Sig- urðar, sagði Sigurður málkunn- ingjum sínum í Reykjavík úr ýmsum flokkum að hann mundi hvergi fara á fundi þessa. Er Sigurður Eggerz illa kominn þeg- 1 ar hann þarf orðið að fara huldu | höfði þangað sem talað er um 1 landsins gagn og nauðsynjar! * Hið nýja stjórnarfar. Starfsmenn þeir sem með hönd- um hafa afhendingu spánarvína hér í Reykjavík, munu um all- langt tímabil hafa veitt því eftir- ! tekt í hvert sinn sem eitt af millilandaskipunum kom hingað, fram að stjórnarskiftunum, að | mjög dró úr sölu hinna löglegu vína, og einkum til þeirra, sem grunur lék á að létu vöru þessa frá sér aftur. Vöruðu áhrif þessi venjulegast um hálfan mánuð eftir komu skipsins. Úr því komst vínsala ríkisins aftur í samsvar- andi horf. Bendir alt til þess að fjölgun tollvarða valdi því að engra slíkra áhrifa verður nú vart við komu þessa sama skips, né annara. Er ekki við því að bú- ast að okkar þjóðfélag, fremur en önnur, geti átt alt undir drengskaparorði hinna mörgu innflytjenda þegar um bann- og tollvörur er að ræða. Enda mun hin sífelda ádeila thaldsritstjór- anna á aukning tolleftirlitsins af öllum almenningi við sjávarsíð- una a. m. k. vera skilin eins og sár ílöngun í brennivín! * Liðsbónin. Sigurjón Pétursson verksmiðju- stjóri á Álafossi biður um að leiðrétt sé missögn, er hann telur verið hafa í smágreininni „Liðs- bónin á Álafossi“ í síðasta blaði Tímans. Kveður hann liðsbónina ekki hafa faríð fram á fánahátíð- inni heldur á frídegi verslunar- | manna. Hafi hann þá leigt stað- inn til hátíðarhalds en alls eigi hlutast til um ræðuhöld þann ; dag. — Ekki þóttist Tíminn hafa : ástæðu til að fara þess með öllu j dulinn, að áhugi Sigurjóns fyrir I því að hér væri ekki málum blandað, stafaði öðrum þræði af ! óbeit á því, að vera á einn eða annan hátt bendlaður við liðsbón I þein*a félaga Jóns og Sigurðar. Valtýr og ræktunin. Út af grein Tímans: „Máttur moldarinnar“ ræðst Valtýr á land- búnaðarstefnu Framsóknar. Höf- uð stefnumunur flokkanna í at- vinnumálum er þessi: Framsókn vill snúa huga þjóðarinnar að ræktun og viðreisn sveitanna; hvetja hana til að leggja fé sitt á tryggari staði, — í gróðrarsjóð jaröar. — íhaldsmenn vilja halda óskertri aðstöðu sinni til þess að hai'a alt veltufé þjóðarinnar handa á milb og beita því til eigin gróðabragða. Vitanlega er Valtý einkar geðfelt að verja þessa þjóðhættulegu stefnu, af því að hann er þar að verja sína eigin jötu. Þess vegna tekur hann nú undir óp Jóns Þorlákssonar og íleiri Íhaldsmanna um, að bændur séu gerðir að ómexmum og öl- musulýð með því að veita þeim hagfeld lán til nýyrkju og varan- legra húsabóta. — Hugarþel Val- týs vex*ður markað einkum af tvennu: I fyrsta lagi ámælir hann Tímanum fyrir að hvetja til lán- veitinga í trygga staði til búxxað- arumbóta, meðan hann sjálfur breiðir sníkjubros sitt yfir alt andlitið frammi fyrir hinum raun- verulega ölmusulýð landsins, hús- bændunum, sem hafa fengið að gjöf á annan tug miljóna af fé landsmanna. — 1 öðx*u lagi: Nú þykir honum bændum ger hneisa með landbúnaðarlána-stefnu Tím- ans, en meðan hann var í þjón- ustu ræktunarmálanna, þótti hon- um aldrei varið nógu fé, til sjálfs sín og ferðaflangurs síns um landið. Norður-Þingeyingum er enn í fersku minni, er hann reiddi þar um sveitir alt sitt hús og hafuxrtask á eigi færri en sautján hestum. En ekki þótti hann reiða „áveitu“-vitið í þverpokum. Ekki er ein báran stök. Vörður sagði á laugardaginn var, að Tíminn hefði ráðist á Jón heitinn Magnússon með „verstu bi’igslum“. Með þessum ummæl- um mun blaðið eiga við grein í Tímanum nýlega, þar sem laun Ihaldsráðherranna voru reiknuð á sama hátt og Mbl. reiknar laun núverandi ráðherra. I grein þess- ari var ekkert stygðaryrði mælt í garð Jóns heitins Magnússonar en aðeins nefndar nokkrar fjár- upphæðir, sem sá ráðherra lét gi-eiða sjálfum sér til ferða- kostnaðar o. fl. á stjómarárum sínum. En eitthvað meira en lítið hlýtur að hafa verið bogið við þessar ráðstafanir J. M., fyrst Vörður telur það „verstu brigsl“ í hans garð að nefna þær á nafn. Þingtíðindi Ihaldsflokksins. Eins og kuxmugt er, hefir Magnús Jónsson fyrverandi bankaráðsmaður samið ný þing- tíðindi frá síðasta Alþingi. Mun miðstjórn Ihaldsflokksins þar þykja hæfilega hallað réttu máli. Sýnilega kann hún ekki við hina ; hlutlausu frásögn þingskrifar- anna, þrátt fyrir þá rækilegu að- | gerð, sem M. G. framdi á eldhús- ^ dagsræðu sinni. öánægja Ihalds- ( manna með Alþingistíðindin er talandi vottur þess, hvemig | flokknum líður í sambúðinni við sannleikann. i j Thorkiliiisjóðurinn. Síðasta sporið á stjómaraf- glapa ferli Magnúsar Guðmunds- sonar var ráðstöfun hans á gjafa- sjóði Jóns Þorkelssonar. Framdi M. G. það reginhneyksli að varpa sjóði þessum í hendur leynifélagi, sem dylur starfsemi sína og fyr- irætlanir öllum almexmingi. Svo langt gekk M. G. þá í pólitískri ósvífni, að hann hlaut ámæli fyrir frá flokksmönnum sínum engu síður en andstæðingum. Núver- andi dómsmálaráðherra hefir nú ónýtt þessa dæmalausu ráðstöfun fyrirrennara síns og séð svo um, að hægt verði að nota sjóðinn samkvæmt tilgangi gefandans. En Morgunblaðið, sem ekki þykist ofgott til að klóra í bakkann fyrir Magnús Guðmundsson, hefir alt ilt á hornum sér út af því að skemdarverk hans er stöðvað. Gerir það sig digurt út af því, að manni úr Framsóknarflokkn- um hefir verið veitt dálítil fjár- upphæð að láni úr sjóðnum. En hingað til hefir verið siður að ávaxta sjóðinn hjá einstökum mönnum. Annast skrifstofustjóri einn í stjómarráðinu reiknings- hald hans og ráðsmensku. Væri innan handar, ef Mbl. óskar, að . birta ski’á yfir það fé, sem Þór- arinn á Hjaltabakka og fleiri Ihaldsmenn hafa fengið að láni úr honum og öðrum sjóðum, sem | varðveittir era í stjórnarráðinu. ; En fróðlegt væri að vita, hvaðan i Mbl. hefir vitneskju sína um þær | athafnir, sem fara fram innan | veggja stjómarráðsins og ekki ; tíðkast að birta opinberlega. Væri | ef til vill ástæða til að koma þar ' í kring ennþá rækilegri korkfóðr- i un en þeirri, sem gerð var í fyrrahaust og varð hneykslunar- hella Mbl.ritstjórunum og öðram þeim mönnum, sem samúð hafa með því að standa á hleri á opin- berum stöðum. Fátæki maðuriim og lambið. Rithöfundur nokkur skrifaði nýlega um Sig. Eggerz og „sjálf- ■ stæðismálið“.I því sambandi talaði ! hann um „fátæka mannsins ein- j asta lamb“. Bregða þau orð upp i skýrri en dapurlegri mynd af I pólitískri örbyrgð Sigurðar. Hann I er „fátæki maðurinn“ í íslenskum ! stjómmálum. Og „stóru flokk- amir“ hafa tekið lambið frá hon- um. Var um sig. Rétt um það leyti sem blaðið er að fara 1 pressuna, kemur fregn um það, að Sigurður Egg- erz hafi ekki farið austur á mið- vikudag eins og hann hafði gert ráð fyrir. Hefir hann sýnilega heyrt, að kominn væri upp kvis um flutning íhaldsmanna ó hrossi hans. Ekki verður annað sagt en að Sigurður sé var um sig! Kaflar ur íimræðu eftir Jónas Jónsson dómsmálaráðherra. [Magnús Jónsson alþm. átti mik- inn þátt í því, að umræðurnar um Hnifsdalsmálið á þingi í vetur sner- ust upp í almennan eldhúsdag. Réðst hann á stjórnina og einkum J. J. með ofsa og óklerklegu orðíæri. J. J. svaraði í ræðu og birtast kaflar úr henni hér á eftir. Eftir það dró mjög mátt úr Magnúsi og mun hann hafa unað illa hlut sínum. En nú hefir hann leitað uppreisnar í því að dreifa út um landið pésa nokkrum með ómerkilegu slúðri um andstæð- inga sína i þinginu]. I þriðja skifti, sem hv. þm.t) kemur fyrir almeimingssjónir, er það sem nýkosinn þm. Reykvík- inga. Þeir keptu um þá kosningu hv. 3. landsk., fyrv. fjármrh.,* 2) og hann. Þeir vora þá mjög sinn á hvoru máli. Var núv. hv. 3. landsk. stoð og stytta Jóns sál. Magnússonar, en hv. 1. þm. Reyk- víkinga3) var þá svarinn óvinur hans, og því ákaflega mikið á móti núv. formanni íhaldsflokks- ins. Hann hældi sér meira að segja opinberlega af því, að hann hefði fengið 1400 atkvæði hér í *) Skammstöfun fyrir: háttvirtur þingmaður. 2) þ. e. Jón þorláksson. a) Magnús Jónsson er nú 1. þing- maður Reykvíkinga. Reykjavík við kosninguna fyrir það eitt að vera á móti þeim manni séi’staklega. Þennan sama mann studdi hann svo reyndar til stjóraar, þegar íhaldsstjórnin var mynduð á þinginu 1924. Á þingi lét hv. þm. iðulega ljós sitt skína 1 þessum anda. Hann hafði verið studdur til kosninga af þeim flokki, sem nú kallar sig frjálslynda flokkinn, og það má* segja, að dagblaðið „Vísir“, sér- staklega þávei’andi ritstjóri þess, Jakob Möller, hafi gex*t það, sem dugði, til þess að koma honum á þing. En á þingi var háttv. þm. svamasti óvinur þess maxms. Eg ætla nú, með leyfi hæstv. forseta, að leyfa mér að lesa upp úr Alþingistíðindunum það, sem hv. þm. (MJ) segir þá á þingi um stjórn Jóns Magnússonar. Hann er þar að lýsa því, hve stjórnin sé veik og lítilfjörleg. Hann seg- ir þá meðal annars: „Eitt af því, sem kvartað er undan nú, og ekki ófyrirsynju, um land alt, er glundroðinn, sem nú hefir verið um tíma ríkjandi. ! — Hvar liggur nú orsök þessa? | Hvað veldur þessum glundroða og hvað getur kipt þessu í lag? Menn geta kanske svarað þessu dálítið mismunandi, en þó hygg eg, að bróðurparturinn hljóti að falla í skaut stjómarinnar og að þaðan sé að vænta einu verulegu bótarinnar við þessu stóra meini. Stjórnin hefir stuðlað að þessum glundroða með því að vera sjálf 1 eilííum glundi’oða, — forðast að lxafa skýra afstöðu eða stefnuskrá sem flokkum hafi getað skift með eða móti“. Síðar bætir hann við: „Hvenær hefir maður heyxd getið um stefnu þessarar hæstv. stjórnar, stefnu, sem marki af- stöðu hennar til meira en eins máls í senn? Hún heldur fram þessu og hinu, en festan er sú, að jafnskjótt og móti er andað, hvort heldur af bakarafélagi bæj- arins eða efri deild Alþingis, eða viðskiftanefnd, þá legst hún flöt og segir: Farið þið með þetta eins og ykkur lystir, við leggjum enga beina áherslu á þetta. Og meira að segja, hún lýsir yfir því, þegar eitt höfuð „princip“- spursmál hennar var svæft með rökstuddri dagski’á: Þetta var, sem við einmitt vildum helst“. Slíka takmarkalausa fyrirlitn- ingu hafði hv. 1. þm. Reykv. þá á þeim mönnum, sem einmitt sumir eru núverandi húsbændur hans. Ef hann hefir sagt satt þá, að þeir væra svona ráðalausir og ófullkomnir, þá er engin von til þess, að þeir séu orðnir englar dálitlu seinna. En það er nú svo sem síður en svo, að álitið á hv. þm. sé gagn- kvæmilega miklu meira eða glæsi- legra í íhaldsherbúðunum. Jón sál. Magnússon tók það oft og greinilega fram, hvað sér fynd- ist þetta dæmalaust lítilfjörlegur og leiðinlegur maður. Og það vill svo vel til, að til eru orð núv. foiTn. Ihaldsflokksins sjálfs, sem sýna vel, hvexd álit hann hefir þá haft á þessum hv. þm. Þau orð eru prentuð í D-deild Alþt. 1921, bls. 526, og hljóða þannig: „Hv. þm. (MJ) talaði um, að þeir, sem greiddu atkv. með dag- skrártill. minni, væru að lepja slepju. Röksemd er þetta ekki, fremur en annað, sem hv. þm. (MJ) ber fram. En þetta orðatil- tæki var honum sjálfum svo eink- ai’ samboðið, því að ekkert af því, sem menn verða varir við í þessum sal, líkist meir slepju en það, sem fram gengur af munni þessa hv. þm. (MJ). Það er þunt, — ekki alveg eins og vatn, held- ur ámóta og slepja. Það rexmur stanslaust eins og slepja, og það er uppfylt af allra ósmekklegustu orðatiltækjum, og þess vegna ó- geðslegt — eins og slepja“. Nú er jeg þá búinn að sýna, með hverjum hætti þessi hv. þm. komst inn í pólitískt líf. Næsta stig hans er að snúa við blaðinu og yfirgefa það blað, sem komið hafði honum á þing, og þá sérstaklega ritstjóra þess, Jakob Möller, og leggja sig flatmagandi fyrir fætur þeirra, sem svo greinilega höfðu spottað hann og farið svo háðulegum orðum um hann. Af því að hann sá, þegar hann athugaði málið betur, að það myndi verða rýmra um sig og vera meiri von til fanga hjá stærri flokkunum, og það sem líklega hefir ráðið mestu, hann hefir búist við að kunna betur við sig í flokki með ennþá verri og ógeðslegri möxmum en voru í hans eigin flokki. Að minsta kosti er engin önn- ur skynsamleg ástæða sjáanleg til þess, að snúningurinn skyldi verða svo snöggur og heiftarleg- ur sem raun er á orðin, þegar hann svo stuttu eftir það, að hann gaf þessar lýsingar sínar á Ihaldsforingjunum, var alt í einu orðinn vistráðið hjú á Ihalds- heimilinu og var hafður til þess að aðstoða þessa fornu höfuð- fjendur sína gegn fomum sam- herjum. Síðan haxm gafst upp og gekk á hönd féndum sínum, hefir hann flatmagað fyrir fótum þeirra og hefir virst kunna þar vel við sig. Hefir hann yfirleitt verið það áhald, sem húsbændur hans hafa gripið til til sóðalegri vei’ka í flokknum. Hv. 1. þm. Reykv. hefir flutt fyrirspumir, eina eða tvær a. m. k., til stjómarinnar nú á þessu þingi. Eg vona, að það þyki ekki of mikið yfirlæti, þó að eg geri ráð fyrir, að hann hafi lært af

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.