Tíminn - 22.09.1928, Qupperneq 2
166
TlMINN
Um mjólkurneyslu
Sigurður búnaðarmálastj. Sig-
urðsson hefir ritað grein í Tím-
ann (21. júní) og Frey (júlí—4-
gúst-blaðið) um stofnun mjólkur-
búa. Er efni hennar þess vert,
að um sé hugsað. Fyrri hlutinn
er um mjólkursölu úr sveitum og
mjólkurneyslu á heimilum, en
þar er eg ósammála honum og
að því er virðist fleirum þeim
mönnum, sem vilja leiðbeina
bændum um búhagi. Þess vegna
vil eg reyna að vekja bændur til
nánari íhugunar og umræða um
þetta mikilvæga mál.
S. S. segir m. a., að mjólkin sé
„eitt hið hollasta og besta fæðu-
efni, sem vér höfum, og með því
verði sem vér höfum reiknað
hana (= lítirinn á 20 au.) er
hún mjög ódýr, samanborið við
önnur íæðueíni. Því er ástæða til
að íramleiðendur noti hana sem
mest, í staö þess að selja hana
og kaupa önnur dýrari og lélegri
læóueíni”. Þetta tei eg rétt og
vei sagt. En jafnharðan kemst
iiann aö þeirri niðurstöðu, að 400
iitrar á ári sé hæíileg mjóikur-
neysia á mann. Svipaða skoðun
hefir „Jf ioaneíndin" (tíeir G. Zo-
ega, Magnús Þorláksson og
Vaitýr Stefánsson) sem telur, að
„i i. nýmjóikur á mann á dag
sé hæiiiegt tii heimilisnotkunar
(Kúnaöarrit 1928, bls. 46), en
tíunnar Arnason telur 411 i.
mjóikui- og mjóikurafurða' frem-
ur iitia neyslu, og sanngjamt aó
áætla neysiuna, þegar bæði er
reiknað með mjóik og mjólkur-
afurðum, 500 i. á hvern íbúa á
ári (Tíminn 11. ág. síðastl.). Ber
hér ait að sama brunni, nema
hvað Gunnar Ámason virðist
vera iítið eitt kröfuharðastur um
mjólkurneysluna.
Keynsla þjóðarinnar bendir þó
ótvírætt í þá átt, að þetta sé of
iítil mjólkurneysla. 400—500 1. á
mann um árið svarar til tveggja
kýrnytja handa 10 manna heim-
ili, en enginn góður búmaður mun
gera sig ánægðan með það að
hafa 2 kýr handa svo stóru heim-
ili, í þeim sveitum, þar sem ann-
ars er hægt að hafa kýr. Minna
en 4—5 kýr er ekki talið nægja,
jafnvel þó þær mjólki 2200 1.
eða meira um árið. Það liggur
líka í augum uppi, að ef mjólkin
er eitt hið hollasta, besta og ó-
dýrasta fæðuefni, sem vér eigum
völ á, þá á hún að vera megin-
þáttur í matargerð heimilanna.
Nú er skyrgerð vafalaust besta
aðferð um hagnýting mjólkur til
heimilisnota, enda hefir hér um
slóðir þótt mega marka búskap
bóndans á þvi, hve langan tíma
af árinu hann hefði nýtt skyr til
málamatar. En því fer fjarri, að
1 1. mjólkur — eða rúmlega
það — á mann á dag, nægi til
slíkrar skyrgerðar. Hitt mun vera
sönnu nær, að 3—4 1. á mann
þurfi til skyrgerðar og annara
heimilisnota (nýmjólk handa
börnum, sjúklingum og gamal-
mennum o. s. frv.). En að sjálf-
sögðu þarf þetta ekki alt að vera
nýmjólk, og geta heimilin þess
vegna stundað smjörgerð í sam-
lögum (í rjómabúum) því þá
hafa þau undanrennuna til skyr-
gerðar.
Meðan fráfærur voru almennar,
var víða safnað skyri á sumrum
og geymt til vetrarins (súrskyr),
og mátti þá komast af með
minni vetrarmjólk en nú, þegar
engar slíkar birgðir eru til. Með
því móti mátti hafa mjólkurmat
í bæði mál alt árið, og ætti það
að vera föst regla í sveitum þar
sem þess er nokkur kostur.
Mjólkursalan til kauptúnanna,
sem mjög hefir farið í vöxt, og
margir virðast telja svo eftir-
sóknarverða fyrir sveitamenn,
eyðir alveg þessari góðu reglu,
ef svo er að farið, sem gert hefir
verið í sumum sveitum hér suxm-
anlands síðustu árin. En að búa
í sveit og lifa mestmegnis á að-
keyptu þurrabúðarfæði (vatns-
graut, saltfiski, rúgbrauði og
smjörlíki — og kaffi), en selja
með lágu verði allar afurðir bú-
anna, kjöt og mjólk, — það finst
mér muni vera bágborið búskapar-
lag, hvort sem liti-ð er til hags-
muna eða heilsufars. Býst eg við
að þáð sannist, er stundir líða,
sem skýr kona sagði nýlega um
sveitunga sína, sem nú njóta
góðra samgangna við Reykjavík
og selja þangað mjólk sína, að
þeir mundu ekki lengi halda
heilsu sinni, þyngd og útliti með
slíku háttalagi.
Mér finst það vera einfalt mál,
að ef það er hagur fyrir Reyk-
víkinga, að kaupa mjólkina alt
að því helmingi hærra verði en
bændur fá fyrir hana heima í
sveitum, eins og nú mun tíðkast,
þá er bændum óhagur að því að
selja meira en það, sem er af-
gangs sönnum heimilisþörfum. En
þeim afgangi þurfa þeir að geta
komið í verð, og mun það best
takast með stofnun mjólkurbúa
eða rjómabúa, eftir því sem til
hagar í sveitum. Er líka ólíkt
meiri menningarbragur að því,
að búa til góða söluvöru úr
mjólk sinni, heldur en að selja
nýmjólkina út úr fjósinu, — og
verður sveitunum áreiðanlega til
meiri þrifa.
Útreikningar S. S. um það, hve
mikið bændur í Ámess- og Rang-
árvallasýslum geti selt af mjólk,
missa marks af tveim ástæðum.
Annarsvegar er mjólkurþörf
sveitanna sjálfra áætluð nál.
þrisvar sinnum of lág, og minkar
sölumjólkin heldur en ekki, þegar
það er leiðrétt. Hinsvegar eru
samgöngumar svo, að einungis
fáar sveitir í sýslum þessum geta
komið mjólk sinni til sölustaðar
(Reykjavíkur) og þó eigi nema
með ærnum kostnaði.
í þessu máli sem öðrum sann-
ast það, sem Eysteinn kvað:
„varðar mest til allra orða
undirstaðan sé réttlig fundin“.
Bændur þurfa að íhuga vand-
lega, hvort þeim muni ekki vera
hollara að búa meir að sínu en
að hlaupa eftir tísku og ímynd-
uðum stundarhagnaði. Sam-
göngubætur geta því að eins orð-
ið okkur til blessunar, að við
höfum menningu til að nota þær
rétt.
Brúnum, 2. sept. 1928.
Sigurður Vigfússon.
----o---
Frá úílönduni.
pingkosningar til neðri deildar eru
nýafstaðnar í Svíþjóð. Hafa hægri-
menn og bændaflokkurinn unnið A,
en frjálslyndir og Jafnaðarmenn tap-
að.
— í Danmörku var kosið til Lands-
þingsins i vikunni sem leið. Jafnað-
armenn unnu tvö þingsæti af vinstri-
mönnum. Annars engin breyting.
— Ógurlegur fellibylur hefur geys-
að á Porto Rico í Vesturindíum.
Fjöldi manna fórst og um ?00 þús-
und manns er heimilislaus. Nálega
allar tóbaks- og kaffiekrur hafa eyði-
lagst, svo fólkið er atvinnu- og
eignalaust. Bandarikin hafa sent
lierskip og matvælaskip til eyjarinn-
ar.
— F'ellibylur geysar víða um vest-
indisku eyjarnar og við Mexikófló-
ann.
— Við heræfingar, sem fram hafa
farið í Englandi og Frakklandi hef-
ir það komið i ljós, að loptvarnir
Parísar og Lundúna eru ófullnægj-
andi. Svo lítur út sem flugvélamar
séu að verða hættulegasta vopnið í
hernaði nútímans.
— Nýlega var hafið stórkostlegt
samsæri á SpAni til þess að steypa
Rivera úr völdum. Lögreglan komst
að þessu í tæka tíð og hefir fjöldi
manna verið handtekinn.
— Mörg gerast undur nú á dögum.
Menn eru farnir að útvarpa mynd-
um, og nýlega hafa Ameríkumenn
útvarpað heilli leiksýningu, svo
menn gátu séð leikinn í sex mílna
fjarlægð. pó kvað myndunum hafa
verið nokkuð ábótavant, enda er
þetta enn á tilraunastigi.
— Japanar eru nú í óða önn að
auka herflota sinn. peir smíða eink-
um smá, hraðskreið beitiskip og
tundurbáta. Stendur Evrópuþjóðum
stuggur af þessu. Ennfremur eru
Japanar að reyna að auka völd sín
i líína. Englendingar eru að auka
flota sinn í Kyrrahafinu.
— pýska siglingafélagið Nord-
deutscher Lloyd á nú í smíðum tvö
farþegaskip, Bremen og Europa, sem
mikið er talað um. pau eru 46 þús-
und smálestir að stærð og eiga að
liafa 25 mílna hraða á klukkustund,
og verða afarskrautleg. Síðan 1907
hefir Cunardlínan '"'enska átt hrað
skreiðustu skip heimsins, en búast
má við að þessi skip verði hættuleg-
ur keppinautur. Öllum þjóðum finst
mikið til um dugnað og framtaks-
semi pjóðverja.
— Eins og kunnugt er takmarka
Bandaríkjamenn fólksflutninga inn i
land sitt. Er leyfð ákveðin tala inn-
flytjenda frá hverju landi. Vegna
þess að atvinnuskilyrði í Ameríku
hafa farið versnandi sækjast menn
nú ekki eins eftir að komast vestur
og áður. Jafnvel Canadabúar og
Mexikóbúar sækja þangað ekki eins
og áður, en það eru engar hömlur á
innflutningi fólks frá þessum lönd-
um til Bandaríkjanna. Árið 1927
komu 500.631 innflytjendur til Banda-
ríkjanna, en sama ár fóru 274.356
heim til lands síns aftur, eða 20.848
fleiri en árinu áður. Komið hefir tii
tals að breyta lögunum og leyfa ó-
takmarkaða fólksflutninga inn í
landið. Er Hoover forsetaefni og
republikanir yfirleitt þeirrar skoðun-
ar. Márgir óttast hinsvegar mikið
aðstreymi innflytjenda, sem fúslega
myndu vinna fyrir langtum lægra
kaup en amerískir verkamenn sætti
sig við, og vinna þvi á móti því, að
lögunum verði breytt.
— í fascistablaðinu ítalska, Te-
vera, hefir birst grein, sem hefir
vakið mikla eftirtekt. Er því haldið
fram í greininni, að æskilegt væri
að breyta til um stefnu í utanríkis-
málum Ítalíu. Telur blaðið hina svo-
kölluðu bresk-ítölsku vináttu ein-
göngu tóm orð, sem enga raunveru-
lega þýðingu hafi, og álítur þess
vegna að Ítalía eigi að gera banda-
lag við önnur riki, sem vilja breyta
núverandi stjórnmálaástandi í Ev-
rópu. Nefnir blaðið til Rússland, ef
til vill pýskaland, Tyrkland og önn-
ur ríki, þar sem ráðandi menn hafa
hvatt til breytinga á ýmsum sviðum.
Svipuð skoðun og fram kemur hjá
blaðinu hefir komið fram og verið
rædd mikið á ýmsum fundum, sem
Fascistar hafa haldið undanfarið
viðsvegar um Ítalíu.
— Nánari fregnir hafa nú borist
af hinum mikla skaða, sem hvirfil-
byljirnir hafa valdið. Talið er, að .i
Floridaskaga hafi að minsta kosti
fjögur hundruð menn farist, en á
Porto Rico eitt þúsund menn. Á Jóm-
frúeyjum fórust sextíu og fimm
menn, en á Guadeloupeeyjum nokk-
ur hundruð menn, en 80% íbúanna
þar eru taldir vera heimilislausir af
völdum hvirfilbyljanna. Áætlað er
að eignatjón af völdum fellibylsins
á Floridaskaganum nemi tuttugu
miljónum dollara.
— Búist er við, að vináttusamn-
ingur á milli Grikkja og Itala verði
bráðlega undirskrifaður. Stjómin í
Grikklandi hefir lýst því yfir, að
samningnum sé ekki beint gegn
neinu þriðja ríki. Venezelos fer bráð-
lega í heimsókn til Rómaborgar og
Belgrad.
— Ske.yti frá Belgrad herma, að
þess sjáist vottur í ýmsu að um vin-
samlegri stefnu Grikklandsstjómar
gagnvart Jugoslafíu sé nú að ræða
en áður. Stjórnin í Grikklandi hefir
til dæmis aukið rétt Jugoslafa til
þess að nota höfnina í Saloniki.
— Samningatilraunir fara fram í
þeim tilgangi að jafna ágreiningsmál
á milli Tyrkja og Grikkja og er bú-
ist við árangri af þeim bráðlega.
----O----
Fréttir.
Stjórnmálafundimir eystra hafa
verið sóttir vonum framar. Á Múla-
kotsfundinn munu hafa komið hátt
á annað hundrað manns og stóð sá
íundur til miðnættis. Vikurfundur-
inn var allfjölsóttur og stóð yfir í
15 klukkustundir. Verður sagt frá
fundum þessum þegar Jónas por-
bergsson ritstjóri kemur heim, en
hann sótti fundina til þess að geta
gefið um þá itarlega skýrslu er heim
kæmi.
Einar Jónsson magister hefir verið
settur kennari við Akureyrarskól-
ann. Einar hefir i nokkur ár verið
tungumálakennari við vélstjóra- og
stýrimannaskólana i Reykjavik. Er
hann talinn ágætur kennari og
drengur hinn besti.
Björn Pálsson frá Guðlögsstöðum
er farinn til Nýja-Sjálands til þess
að kynna sér kjötverkun. Samband
isl. samvinnuféiaga kom því til
leiðar, að hann var sendur þangað.
Björn er óvenjumikill dugnaðar- og
áhugamaður og má vænta hins besta
af för hans.
Síldveiði er nú að mestu lokið.
Hefir aflinn verið mikill, en mjög
misjafn. Um 160 þúsund tunnur hafa
verið saltaðar og um 500 þús. hektó-
litrar settir í bræðslu.
Heyskap er nú að mestu lokið. Víð-
ast var heldur illa sprottið vegna
þurka og kulda, en nýting hefir yf-
Fóðurbætiskaup
Síðan eg ritaði grein mína í
„Tímann“ 4. ágúst, um „Hey-
skapinn og veturinn“ hafa marg-
ir skrifað mér og spurt um fóð-
urbætiskaup og m. fl. öllum þeim
spumingum vil eg svara með
grein þessari, og þar sem spyrj-
endur hafa lesið hina greinina sé
eg að þeir lesa „Tímann“, og
muni þá einnig lesa þessa.
Þó við höfum búið yfir hálfa
elleftu öld í landinu okkar, þá
erum við býsna ófróðir um gæði
töðunnar okkar og útheysins. Og
þetta er ekki svo ýkja undarlegt.
Búvísindi eru ung, og það kost-
ar mikið fé og mikinn tíma að
afla þeirra. Og heyin okkar eru
og verða misjöfn. Taðan, sem þó
er samstæðari en útheyið, er mis-
jöfn. Hún er sprottin af mis-
munandi jurtum á túnunum.
Túnin eru í misjafnri rækt, og
mis þur. Og veðráttan um vaxt-
artímann er misjöfn, og sjálfur
vaxtartíminn mislangur. En alt
hefir þetta áhrif á gæði grassins
á jörðinni. Slátturinn byrjar svo
missnemma, en því yngri sem
jurtin er, því næringarefnarík-
ari er hún. Sláttutíminn hefir því
mikil áhrif á heygæðin. Og al-
ment má fullyrða að menn byrja
of seint að slá. Þurkurinn geng-
ur misjafnlega, veðráttan er
dutlungasöm, og oft hrekst meira
eða minna, og við það tapast nær-
ingarefni. Og enn getur hitnað í
töðunni, hún orðnað eða myglað,
og við það mist meira eða minna.
Það er því margt, sem hér kem-
ur til greina, og langt er enn í
land, þar til við getum flokkað
töðuna réttilega, eftir nær-
ingargildi hennar. En að því
þurfum við að keppa, og með
tímanum verður það að nást.
Hin síðari ár hafa allmörg
töðusýnishorn verið efnagreind.
Gefur það nokkrar upplýsingar
um næringargildi töðunnar. t
sumar var ætlunin að efnagreina
allmörg sýnishom, en færri hafa
sent mér þau en ætluðu, svo alls
hafa einungis fjögur töðusýnis-
hom verið efnagreind. Eru þau
hér af Suðurlandi, úr Borgarfirði,
Húnavatnssýslu og Eyjafjarðar-
sýslu.
Meðaltal yfir 60 töðusýnis-
homa hefir reynst:
Holdgjafi.....11.76
Hráfita .......... 2.73
Tréni.........22.19
önnur efni .. .. 39.22
Meðaltal 4 töðusýnishoma frá
í ár hefir reynst:
Holdgjafi........ 9.8
Hráfita ............ 2.17
Tréni.........19.60
önnur efni . . .. 46.00
Hér er miðað við 15% vatns-
magn.
Þetta bendir á það, sem mig
síst grunaði, að taðan frá sumr-
inu í sumar sé ekki í meðallagi
að gæðum. Áður en eg fékk þess-
ar rannsóknir höfðu þó nokkrir
menn hér í nágrenni Reykjavík-
ur haft það á orði við mig, að
taðan hlyti að vera verri en með-
altaða, því kýr sem beitt væri á
túnin, mjólkuðu ekki eins og í
meðalári, heldur minna. Eg trúði
þessu varla þá, en rannsóknir á
töðunni virðast benda til, að þeir
hafi haft rétt fyrir sér.
Fyrsta spumingin, sem allir
spyrja mig um í bréfunum, er
hvaða fóðurbæti þeir eigi að
nota, hver ,sé ódýrastur eftir
gæðum.
Um þetta hefi eg verið að
reyna að afla mér upplýsinga,
og eftir því sem eg hefi getað
best gert mér grein fyrir þessu,
á þeim tíma, sem eg hefi haft yf-
ir að ráða, hefir niðurstaðan orð-
ið þessi:
1. Handa kúm. I staðinn fyrir
töðu, verður ódýrast að gefa
maís og hveitiklíð. Bæði þessi
efni eru þó fremur fátæk af
holdgjafa, og því eru þau ekki
gefandi kúm, þó í stað töðu sé,
ef þær mjólka yfir 14—16 merk-
ur í mál. Þá þurfa þær að fá
eggjahvíturíkara fóður með.
Eggjahvíta eða holdgjafasambönd
eru ódýrust í jarðhnetukökum,
en þar sem bændur alment hafa
ekki tæki til að mala þær, en
verðmunur á þeim og síldarmjöli
er lítill, gera þeir sjálfsagt rétt-
ara í að kaupa það. Kúm, sem
mjólkuðu um 14 merkur í mál
væri því réttara að gefa maís,
klíð og síldarmjöl, blandað saman
til þriðjunga, heldur en eina ein-
staka fóðurbætistegund. Kg. af
þessari blöndu ætti að jafngilda
alt að 2,5 kg. af töðunni okkar
eins og hún er nú.
Aðrir vilja gefa fóðurbæti í
viðbót við 14—15 kg. dagsgjöf
af töðu, til þess að fá kýmar til
að mjólka meira en þær geta af
eintómri töðu. Þá þurfa þeir að
gefa eggjahvíturíkt fóður með
töðunni. Gefi þeir kúnni þá ekki
nema V2—1 kg. á dag, er ekki
ástæða til að gefa nema eina
tegund fóðurbætis, og eru þá
jarðhnetukökur eða síldarmjöl
ódýrast. Gefi menn aftur meira,
er ekki ráðlegt að gefa einungis
eina tegund fóðurbætis, heldur
fóðurblöndu. Margar fóðurblönd-
ur, sem til þessa eru ætlaðar,
eru til boðs á markaðinum. Þær
eru oft nefndar eftir því hve
mikill holdgjafi og feiti er í
blöndunni, og þá kallaðar 50%,
sé holdgjafinn og feitin svo mikil
en 46 ef það samlagt er ekki
meira. Af 50 og 46% blöndum
má benda á:
Coldingblöndu. Hana selur Bogi
Þórðarson. Hún er gerð í sjálf-
virkum og sjálfmælandi blönd-
unarverksmiðjum undir opinberu
eftirliti, og því alt af trygging
fyrir að hún er það sem hún er
sögð. Seld er hún í 70 kg. sekkj-
um og kostar 50% blanda kr.
26.40. 46% kr. 25.90, hvort-
tveggja úr húsi hér í Reykjavík
nú.
Langelandsblöndu selur Mjólkur-
félag Reykjavíkur. Hún er líka
gerð í sjálfvirkum og sjálfmæl-
andi vélum. Seld í 70 kg. sekkj-
um og kostar kr. 27.00 50%
blanda, en kr. 25.70 45% blanda.
Allar þessar blöndur eru svip-
aðar að gæðum. Með því að fá
þær beint, en ekki gegn um
Reykjavík mun mega fá þær eitt-
hvað ódýrari.
Hér á landi er hvorki til sjálf-
virk né sjálfmælandi blöndun-
arverksmiðja, og ekki heldur
neitt opinbert eftirlit með fóður-
bætisblöndun. En 50% blöndu
mætti fá ódýrasta sem stendur,
og þó góða, með því að blanda
saman:
30% síldarmjöli,
40% jarðhnetukökum,
10 % pálmakökum,
10% klíð,
10% maís.
Mjólkurfélag Reykjavíkur selur
þessa blöndu nú í haust á 25.25
hér í Reykjavík.
Margar fóðurbætistegundir hafa
heldur áhrif í þá átt að lækka
feitimagn mjólkurinnar, en
pálmakökur og hörfrækökur gera
öfugt. Þær hafa greinileg áhrif í
l