Tíminn - 22.09.1928, Síða 3
TlMINN
167
irleitt verið góð nema allra síðast.
Heyfengur mun vera til muna minni
en í fyrra.
Afli á togara hefir verið fremur
tregur upp á síðkastið og verð á ís-
fiski lágt í Englandi.
Norskt skip, Varild, strandaði ný-
lega á Siglunesi, og er talið að það
muni ekki nást út aftur. það var á
leið til Siglufjarðar til að taka farm
lijá verksmiðju dr. Pauls. það hafði
meðferðis kol og tómar olíutunnur.
Innflutningur. í ágústmánuði voru
fluttar inn vörur fyrir kr. 4.769.276.00.
þar af til Reykjavíkur fyrir kr. 2.
199.811.00.
Ragnar Ólafsson kaupmaður frá
Akureyri andaðist í Kaupmannahöfn
14. þ. m. eftir langa og þunga legu.
Hann var alkunnur dugnaðar- og
atorkumaður og einn af auðugustu
mönnum þessa lands.
ísland og Kelloggs-samningurinn.
p. 27. ágúst skrifuðu fulltrúar 15
þjóða undir ófriðarbanns-sáttmála
Kelloggs, en þegar daginn eftir var
tilkynt, að 48 þjóðum öðrum yrði
boðið að skrifa undir samninginn.
Búist var við að allar þessar þjóðir
myndu láta skrifaundir samninginn,
og standa þá 64 þjóðir að samningi
þessum. (Frakkland bauð og Rúss-
landi að skrifa undir samninginn og
var það lx>ð þegið). í The New
York Times eru talin upp þau 48
ríki, sem boðið hefir verið að skrifa
undir samninginn. Er ísland eitt
þessara rikja. Talið er víst, að fleiri
þjóðir muni skrifa undir þennan
samning en nokkurn annan, sem til
þessa hefir verið gerður.
Úr bréfi að vestan. Hér hefir tíðar-
farið verið einmuna hagstætt síðari
hluta sumarsins og sumarið óvenju-
langt. Kuldar í júní og þurkar í
júli drógu þó mjög úr grassprettu
og heyfengur er sumstaðar með
minna móti en verkun afbragðsgóð.
Má það sín mikils, að hey munu
sérstaklega góð. Árferði til sjávarins
er þó öllu betra. Óvenjugóður afli,
ódýr íiskiþurkun vegna þurlcanna og
fiskverð mjög gott. Afkoman mun
því óefað verða í besta lagi. Að vísu
hefir síldin brugðist nokkuð vegna
hinnar miklu smokkfisksgöngu, er
tvístraöi henni á flótta, eins og hans
er vis venja. Hæstu reknetabátar
munu hafa fengið um 7—800 tunnur
og er það nær því helmingi minna
en þeir liæstu hafa stundum veitt
undanfarandi ár. — En mikið bætir
það úr skúk, að síldin mtin nú selj-
ast talsvert betur, — alt að þriðj-
ungi líklega, en t. d. í fyrra. Mun
það fyrst og fremst samtökunum að
þakka (einkasölunni), og svo því,
að framboðið er minna en stundum
áður. Telja fróðir menn að svo muni
nú fara í sumar sem líklega sjaldan
eða aldrei hefir áður komið fyrir: að
allir hafi nú sæmilegan hag af síld-
veiðum og sölu. Blaðið Vesturland
á ísafirði hefir tekið sér fyrir hend-
ur að reyna til að ófrægja samtök-
in, hið skipulagsbundna starf, sem
síldareinkasalan er. Enginn sem
þekkir blað þetta og ritmáta þess,
tekur það alvarlega, en söm er þess
iðja. það hefir allajafna verið svo
síðan það fæddist í þennan heim,
að það hefir aldrei mátt koma auga
á nokkra skipulagsbundna menning-
arviðleitni eða neina borgaralega
dygð, án þess að rísa upp á aftur-
fæturna og æpa hástöfum, með fúk-
yrðaflóði. þess vegna hatar blað
þe.tta t. d. ungmennafélögin, góð-
templarafélagsskapinn, ungmenna-
skólana og samvinnufélögin, og hefir
ritað níðgreinar um alt þetta og
hefir þó ritstjórinn gert uppeldis-
störf að æfiverki sínul! En það má
segja Vestfirðingum til hróss, að
því meiri sem hamfarir blaðsins
hafa orðið og fúkyrðin fleiri, þess
augljósar hefir hinn svonefndi mál-
staður þess tapað, og svo mun e.nn
verða. — Fróðlegt væri ef þjóðvinir
þessir vildu skýra almenningi frá
hve digran fésjóð þeir og kunningj-
ar þeirra hafi borið úr býtum á
sildarkaupatilraunum sínum undir
almættishendi hinnar frjálsu síldar-
sölu undanfarin ár, og hvernig við-
skiftadálkur þeirra i bönkunum lít-
ur út. En líklega á eilífðin og
myrkrið að geyma slíka leyndar-
dóma. Síldkaupatapið á að dylja, en
þegar bestu horfur eru á, að fyrir-
komulag sé að festast í sessi.— þótt
ýmislegt megi sjálfsagt að því finna,
— sem kemur í veg fyrir skakka-
föllin miklu, þá er réttur fram veik-
ur horlófi og ryðgaður kuti, til að
granda samtökunum.
----o----
Frá 5. suðurför
norrænna kennara, 1928.
Eftir Sigurð Skúlason.
II.
Laug-ardag'smorguninn 30. júní
s. 1. lögðu flestir suðurfararnir af
stað frá Málmey. Var farið með
j ámbrautarlest suður til Trelle-
borgar, en þaðan á ferju yfir
Eystrasalt til Sassnitz. Síðan var
haldið áfram viðstöðulaust til
Berlínar, og bar fátt markvert
fyrir augu á þeirri leið. Við
komum tii Berlínar klukkan hálf
átta um kveldið og gistum á
Hotel Nordischer Hof. Var þar
ærið mannkvæmt um kveldið.
Þangað ltomu hinir dönsku þátt-
takendur beina leið frá Kaup-
mannahöfn. — í Berlín var að-
eins sólarhrings viðdvöl; því var
um að gera að nota tímann eftir
föngum. Fóru flestir þegar í stað
að skoða bæinn, og komu fæstir
snemma heim til hótelsins. En
morguninn eftir skoðuðum við
dómkirkj una, vopnabúrið og
fornminjasaín. Síðan ókum við í
bifreiðum um mestan hluta Ber-
línar til að fá yfirlit um þessa
stórvöxnu borg. En kl. 7 um
kveldið kvöddum við bæinn og
héldum síðan viðstöðulaust áfram
með hraðlest suður til Konstanz.
Ókum við þá nótt alla, svo sem
leið liggur um Halle —Erfurt —
Wurzburg — Stuttgart, en til
Konstanz komum við um hádegi
daginn eftir (2. júlí). Hittum við
þar brátt hina tilvonandi hús-
feður okkar, því að okkur skyldi
jafnað milli góðbúanna, tveim eða
fjórum saman eftir ástæðum. Þar
hitti eg fyrst tilvonandi sambýl-
ismann minn, Harald Leósson
skólastjóra frá Isafirði. En hann
hafði komið einn síns liðs til
Konstanz dagiim áður. Vorum
við þama einir íslendingar.
í Konstanz undu menn sér
prýðilega þessar þrjár vikur, sem
þar var dvalizt á suðurleið, enda
er þar náttúrufegurð mikil. Bær-
inn stendur við Boðnarvatn, þar
sem Kín fellur úr vatninu, og er
meginbærinn súnnan Rínar. Kon-
stanz er ekki stæni en svo, að
maður verður þar eins og heima-
gangur á fyrsta degi. íbúatala
bæjarins mun vera nál. 30000.
En á sumrum streyma þangað
ferðamenn úr öllum áttum, og
kemst íbúatalan við það upp í
nál. 50000. Gefur það nokkura
hugmynd um vinsældir bæjarins.
Langflestir koma til að baða sig
í Boðnarvatni. í kring um Kon-
stanz er hver baðstaðurinn við
annan, og liggja menn þar í sól-
böðum svo að þúsundum skiftir
tímunum saman. Eru flestir eins
og blökkumenn, því að sólarhiti
er mikill í skógarrjóðrunum við
vatnið.
í Konstanz sóttum við nám-
skeið í þýzku, og var mönnum
skift í 4 deildir eftir kunnáttu.
í efstu deild var lesið leikritið
Wilhelm Tell eftir Schiiier, en
jafnframt fengu menn að
spreyta sig á að rita á þýzka
tungu og halda ræður undirbún-
ingslaust um ýmis efni. Nám-
skeið þetta stóð jafnan tvo tíma
fyrir hádegi alla virka daga
nema laugardaga, og var það
yfirieitt prýðilega sótt. Gerðu
kennarar og nemendur sitt ítr-
asta til að ná sem beztum á-
rangri, því að tími var naumur.
Þá var og Norðurlandabúum gef-
inn kostur á að hlusta á kennslu
í ýmsum skólum í bænum, og
notuðu flestir sér það óspart.
Þjóðverjar standa, svo sem kunn-
ugt er, framarlega í flestu því,
er að uppeldismálum lýtur.
Leggja þeir mjög mikið upp úr
langri skólagöngu barna og ung-
linga. I Baden er sumarfrí bama
einar 6 vikur, og fannst mér það
ærið stutt. Gat eg þess við
fræðslumálastjóra Konstanzborg-
ar, og kvaðst hann hafa gert sitt
til að fá. sumarleyfið lengt, en
kennslumálaráðuneyti Badens
hefði jafnan daufheyrzt við þeirri
kröfu.
Einna mest fannst mér koma
til samlestraæfinga, er eg heyrði
í unglingaskóla einum. Mun sú
kennsluaðferð vafalaust hagnýt
til að kenna bömum fagran lest-
ur. Þjóðverjar gera sér mikið far
um að vekja áhuga unglinga á
náminu, og hafa þeir komizt
lengst í því efni með hinum svo-
nefndu „Arbeit“-skólum. Til þess
að kenna unglingum sem bezt að
meta bókmenntir, eru þeir þar
sjálfir látnir leika ýmsa þætti
úr bókmenntum þjóðar sinnar
undir umsjón kennara. I einum
skóla sá eg t. d. leikinn kafla úr
„Wallensteins Lager“ eftir Schil-
ler. Voru nemendur í búningum
að 17. aldar sið, og þótti leikur-
inn takast furðu vel. I þýzkum
barnaskólum er og lögð mikil á-
herzla á það, að kenna nemönd-
um yfirleitt drengilega fram-
komu. Verða þeir jafnan að bera
höfuð hátt, taka nákvæmlega eft-
ir öllu, sem fram fer, og tala svo
hátt og skýrt, að glöggt heyrist
um alla kennslustofuna. Setur
slíkt uppeldi að vonum mikinn
svip á þjóðina í heild sinni. Verða
menn við það upplitsdjarfari og
betur máli farnir en ella. Má
vafalaust rekja til slíks uppeldis
ástæðurnar fyrir því, hve af-
burðasnjallir ræðumenn Þjóð-
verjar eru yfirleitt og þáð svo,
að hver sæmilega menntaður
maður virðist geta haldið langa
ræðu viðstöðulaust, hvenær sem
þörf gerist. Ekkert er tíðara, en
lestar- eða veitingaþjónar haldi
sindrandi ræðu, ef maður spyr þá
nokkurra spurninga og það af
snild. En Þjóðverjar eiga sér ótal
áhugamál og sjá allsstaðar fram-
tíðarmöguleika.
Flestum Norðurlandabúum kom
saman um, að dvölin í Konstanz
væri einhver sá unaðslegasti og
viðburðaríkasti tími, sem þeir
hefði lifað. Árdegis lásu menn
þýzku og húsvitjuðu í skólunum
til að hlýða kennslu. Síðdegis
syntu menn í 23° heitu Boðnar-
vatni og hertu sig síðan með
líkamsæfingum og sólböðum eða
tóku sér för á hendur til ein-
hvers sögustaðar í nágrenninu.
pað tilkynnist hérmeS, að maður-
inn minn Gisli Bjömsson frá Miðdal
andaðist að morgni hins 17. þ. m.
Jarðarförin er ákveðin miðvikud. 26.
þ. m. og hefst með húskveðju kl.
iy2 e. h. á Laugaveg 115.
pað var ósk hins látna. ef ein-
hverjir vildu gefa kransa, að þeir
létu Elliheimilið njóta andvirði
þeirra.
Fyrir hönd mina og aðstandenda.
JJóra Guðmundsdóttir.
Vorum við altaf með annan fót-
inn í Sviss, því að Konstanz
liggur við landamæri Sviss og
Þýzkalands. Þá voru og farnar
sameiginlegar ferðir víðs vegar
um nágrennið, ýmist á vélskipum
eftir Rín og Boðnarvatni eða með
bifreiðum og jámbrautarlestum.
Af þess háttar ferðum má nefna,
ferð til Mainau — Uhldingen og
Meersborgar. I Meersborg er elzti
kastali Þýzkalands, frá öndverðri
lVIiðöld (628 e. Krb.). Þar er og
nafnkunnur málleysingjaskóli í
geysimikilli byggingu við kastal-
ann. Þykir hann fyrirmynd í
sinni röð. Var þetta hið helzta,
sem við sáum í Meersborg. Þá
fórum við með vélbátum til eyj-
arinnar Reichenau og skoðuðum
hina fornfrægu klausturkirkju,
sem þar stendur. Einn laugar-
dagsmorgun, kl. 5 árd., fórum við
til Hohen Kasten, Appenzell og
St. Gallen í Sviss. Það varlengsta
förin frá Konstanz. Gengu marg-
ir upp á Hohen Kasten, sem er
allhár Alpatindur í grend við
Sántistind. Komum við ekki til
Konstanz fyrr en kl. um 11 síðd.
— Einnig var farið til Rínar-
fossins hjá Schaffhausen í Sviss
og til Stein am Rhein.
Auk þess, sem nú er talið,
fóru menn í smáhópum til Lin-
dau, handan við Boðnarvatn,
Friðrekshafnar (Friedrichshaf-
en), þar sem Zeppelínsloftförin
svífa af stokkunum, og Uberling-
en. Þótti mönnum mikið til þess
koma, að sjá hið nýja Zeppelín-
loftfar, sem nú er í smíðum í
Friðrekshöfn.
Þá fóru ýmsir flugferðir yfir
Boðnarvatn, og var það tiltölu-
lega afaródýrt. Frh.
Foreldrar. Varist í sífellu aö taka
; barniö upp úr rúminu og bera þaö
um í herberginu. Kaupið Mæðrabók-
ina eftir prófessor Monrad. Kostar
4.75.
þá átt að hækka feitimagn
mjólkurinnar. Fyrir því verður
rétt að hafa þær í fóðurblöndum
sem mikið á að gefa af, enda þó
að þær séu dýrar, miðað við
fóðurgildi, en ýmsar aðrar fóður-
bætistegundir.
í þessu sambandi er rétt að
geta þess, að mörgum virðist
mikil fóðurbætisgjöf hafa áhrif í
þá átt, að kýr haldi ver, en af
tómri heygjöf. Þetta er ekki
upplýst mál, en viðurkent er, að
einstaka fóðurtegundir hafa þessi
áhrif, og er síld þar efst á blaði,
og allskonar sjófangaúrgangur.
Fyrir því ætti altaf að gefa það
í hófi og sérstaklega frá þvi
kýrin ber og þar til henni er
haldið.
2. Handa sauðfé. Sauðfénu
hefir verið að fjölga síðustu ár-
in, og mun nú vera orðið eins
margt og það var 1918, eða þeg-
ar það var flest. Lambauppeldi
hefir verið mikið nú í tvö ár, og
gamlar ær eru með færra móti.
Fyrir því gætu fjölda margir
haldið í ærstofninn óskertan, þó
þeir í haust settu ekki á lömb. Og
eg held eftir því verðlagi og útliti
sem nú er, að það sé hyggilegt,
að lóga eins mörgu og hægt er.
án þess að skerða sjálfan ær-
stofninn. Hann þarf helst að
haldast, og þó þær verði einu ári
eldri, eða eitt ár falli úr, sem
lítið sem ekki er yngt upp, ætti
það ekki að koma að sök, vegna
uppeldisins undanfarandi ár.
Hvað heyspamaði líður, handa
því sem á er sett, má fyrst
benda á beitina. Með beit má
altaf spara hey, að minsta kosti
gerðu þeir það gömlu, góðu fjár-
mennirnir, sem lifðu sig inn í eðli
og tilfinningar fjárins. Margir
segja nú að féð sé ekki eins
þolið, kynbætur síðustu ára hafi
veiklað stofninn, og því geti ekki
góðu fjármennirnir beitt eins og
þeir gerðu. Aðrir segja að
hrossamergðin hafi eyðilagt beiti-
landið, og því borgi sig ekki að
beita nú, sumstaðar þar sem vel
borgaði sig að beitta fyrir aldar-
fjórðungi síðan. I þessu hvoru-
tveggju kann að vera nokkuð
hæft, en þó svo sé, má víða
spara fóður með beit meira en
gert er.
Fóðurbæti má gefa sauðfé, al-
veg eins og öðrum skepnum, en
það, sem maður getur sagt um
það eru mest bendingar, dregn-
ar af líkum. Það er í því efni
minna ábyggilegt að halda sér
til en með kýrnar.
Mestar líkur eru til þess hér,
að best borgi sig að gefa fóður-
bæti með lélegri beit. Beitilandi
er víða svo háttað, í lágsveitum
landsins, að kindin getur haldið
fullu kviðrými af hálmi, en það
sem hún hefir þanið sig út á, er
svo næringarefnasnautt, að hún
fær ekki nóg til viðhalds, heldur
leggur af. Ætti þá að geta borg-
að sig að gefa fóðurbæti. Síðu-
múla tilraunin, sem gerð var með
síld, benti á þetta. Allmargir
bændur gefa líka fóðurbæti svona
með lélegri beit og telja sig hafa
mjög mikinn hag af. I vetur
býst eg við að síldarmjöl og ma-
ís, blandað saman, verði best til
þessa.
Fyrir getur komið, að menn
vilji gefa fóðurbæti með heyi,
Sumstaðar hafa fjalla sinuflóar
verið slegnir, og er hætt við að
með því heyi geti þurft að gefa
klíð eða lýsi, samhliða eggja-
hvíturíkum fóðurbæti. Ættu þeir,
sem slík hey hafa, að gæta þess
í tíma, því ella getur vöntunin
komið fram þegar á veturinn líð-
ur.
Sé að ræða um það að spara
hey í innistöðu koma fóðurtil-
raunir Búnaðarfélags Islands, sem
birtai' eru í Búnaðarritinu síð-
asta, að notum, en hæpið er
hvort það borgar sig að ætla sér
að setja fé á, eins og verðútlit
fyrir sauðfjárafurðir er nú, ef
mikið þarf að spara hey með
fóðurbæti.
Alt öðru máli er að gegna, ef
fóðurbætirinn getur orðið til
þess að beitin notist betur, og
eg hefi þá trú, bygða bæði á
viðtölum við bændur og athug-
unum, að það geti mjög oft verið.
Eg held því að handa sauðfénu
eigi að spara hey í vetur.
1. Með því að nota beitina.
2. Með því að ala eins lltið
upp til yngingar stofninum og
hægt er.
3. Með því að gefa fóðurbæti
með léttri beit, í stað heyja að
einhverju eða öllu leyti.
4. Með því að hirða féð vel og
ganga vel um heyið, en um það
mætti skrifa langt mál.
Enginn veit hvemig veturinn
verður, frekar en annað af ó-
komna tímanum. En við vitum,
að margir munnar eru á landi
hér, sem ekki er ætlað annað
vetrarfóður en það sem guð og
náttúran leggur þeim til, og á
eg þar við öll útigangshrossin.
Eg hefi áður, í fyrri grein minni,
bent bændum á að fækka hross-
unum. Og nú hefir Jón Ámason
útflutningsstjóri Sambandsins
tekið í sama strenginn í Tíman-
um í gær.
Það er gefið, að margir setja
djarft á í haust. Það gera menn
æfinlega, eftir heyjalítil sumur,
og sérsaklega þegar til era firn-
ingar, sem þó oft reynast mis-
jafnlega þegar farið er að gefa
þær.
En því minni sem heyin eru,
því verra er að geta átt von á
gaddhestunum á þau, ef út af
ber. Þess vegna eiga menn að
fækka hrossunum, og það sem
fyrst og sem mest. Jón Ámason
minnist á að komið geti til mála,
að ala nautgripi til slátrunar.
Þetta er mál sem þarf að athuga
vel, og það eru allmargir bændur.
sem hugsa mikið um þetta. Á
fundum mínum um Austurland í
sumai' varð eg var við marga,
sem voru orðnir svo lamaðir,
hvað trú á sauðféð snerti, vegna
lungnaormaplágunnar, sem þar
hefir geysað, að þeir hugsuðu í
fullri alvöru um að fara að ala
nautgripi til slátrunar. Síðan hef
eg nokkuð hugsað um þetta með
þeim, en ekki svo mikið enn, að
eg vilji neitt um það segja.
Að endingu vil eg enn segja
þetta:
1. Fækkið slæmu kúnum. Fóðr-
ið þær ekki á ykkar litlu heyjum.
2. Fækkið óþarfa hrossum, alið
þau hvorki á heyjunum eða hafið
hættuna á að þau komi í hús og
éti fóður annara skepna, og
steypi öllu í óefni.
3. Ef þið viljið spara hey
handa kúnum, þá gefið þeim ma-
ís, klíð og síldaimjöl.
4. Ef þið viljið láta kýrnar
mjólka mikið og gefa þeim fóð-
urbæti með heyi, þá gefið þeim
46 eða 50% blöndu.
5. Gangið vel um öll hey, hirð-
ið allar skepnur vel, með því
hvorutveggja sparast hey.
6. Reynið að gefa fé fóðurbæti
með léttri beit, og eg er illa svik-
inn, ef þið ekki getið gert það
með góðum árangri.
10. sept. 1928.
Páll Zóphóníasson.