Tíminn - 29.09.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.09.1928, Blaðsíða 1
©Jaíbferi og aígtei6sluma&ur Cimans er XjinnDeig o r s t e t n s ö<5111 r, Sírmban&ðfyúsinu, Heyljapit. XIL ir. Reykjavík, 29. aeptember 1928. Í 46. blað. 1 . 0 Stjórnmálaflokkar á Islandi Biöð Íhaldsmanna og fremstu menn í flokki þeirra leggja jafnan megináherslu á að vilia mönnum sýn um eðii og undirstöðu fiokka- skipunar í iandinu. Tilgangur þeirra er jafnan sá að vekja póli- tíska andúð, — ýmist bæjabúa gegn bændum eða bænda gegn jaínaðarmönnum. Þessháttar stjórnmáiastarfsemi ber vott um siæman málstað, brest á vitsmun- um og lélegt innræti forráða- mannanna. Verður hér á eftir gerð tilraun, að skýra fyrir mönnum uppruna og stefnumið stjórnmálaflokkanna á Islandi, eftir því sem ráðið verð- ur af sögulegum drögum, dæmi annara þjóða og pólitískri fram- komu flokkanna á undanfömum árum. Ríkisréttardeilan við Dani greindi þjóðina í tvo meginflokka. Báðir flokkar höfðu reyndar sama markmið en greindi á um leiðir og aðferðir. Deilan skifti mönnum í flokka eftir lundarfari og lífs- skoðunum. Áður bráðabirgðarúrslit feng- ust í deilunni, hófust tvær nýjar stefnur og stjómmálaflokkar í landinu. Með stórútgerðinni og vexti bæjanna myndaðist öreiga- stéttin og flokkur Jafnaðarmarma. Jafnframt hófst flokkur í sveit- unum, sem þótti nauðsyn til bera, að snúa sér að innanlands verk- efnum, þar sem ótölulegar sakir fyrri alda hnignunar lágu óbætt- ar hjá garði. Það var Framsókn- arflokkurinn. Átti hann upptök sín einkum meðal yngri sam- vinnumanna í sveitum landsins. Auk þessara flokka voru síðan brot og hópar ýmiskonar stétta- samtaka, sem beitti sameiginlegri mótstöðu gegn áður greindum umbótaflokkum. Voru það kaup- menn og útgerðarmenn, sem höfðu umráð yfir fé og atvinnu- rekstri við sjóinn, embættismenn og fleiri tegundir þessháttar þjóðfélagsborgara, sem telja sig til svonefndra yfirstétta í hverju landi, þar sem auður, aðstaða eða metorð greina þá frá hinum stritandi stéttum í borgum og sveitum. Árið 1924 tóku þessi flokkabrot á sig sameiginlega lög- un og völdu sér nafnið fhalds- flokkur. Flokkaskifting nútímans er um heim allan reist á stéttabaráttu þeirri, sem efnishyggjan og kapp- samleg eftirsókn auðs og valda hefir orsakað. Það er barist og tekist á um aðstöðu í lífsbarátt- unni og lífsviðurværið sjálft (ný- lendupólitík, togstreita um verzl- un og siglingar, verkföll, verk- bönn o. fl.). En aðstaða manna og lífskjör eiga drjúgan þátt í að móta hugarfar þeirra og lífs- skoðanir. Greinast menn þá eink- um í tvær sveitir. Annarsvegar eru menn, sem trúa á yfirburði þess skipulags, sem ríkt hefir, þar sem fáir, sterkir einstakling- ar fara með óskoruð umráð fjár og atvinnureksturs í löndunum. Hinsvegar eru menn sem .telja þá hættu fólgna í ríkjandi skipu- !agi, að einstaklingarnir skari eld að sinni köku, en hirði ekkert um fólkið, sem þarf að hafa lífs- uppeldi sitt af atvinnurekstri þjóðanna. Annarsvegar eru þá kyrstöðu- menn, sem vilja í engu breyta ríkjandi skipulagi í atvinnu- rekstri. Hinsvegar eru umbótamenn, sem vilja láta reka atvinnuvegina með heill almennings fyrir aug- um. Ihaldsflokkurinn íslenski ei kyrstöðuflokkur í skipulagslegum efnum. Hann er einkum samsett- ur af þeim mönnum, sem hafa haft fé bankanna milli handa og atvinnureksturinn við sjóinn al- g'erlega á valdi sínu. Þeir menn vilja halda óskertri aðstöðu sinni og mikla valdi, til þess að drotna á atvinnusviðinu. Framsóknarflokkurinn íslenski og flokkur Jafnaðarmanna eru hvortveggja umbótaflokkar, sem vilja láta reka atvinnuvegi lands- ins með heill almennings fyrir augum. En er kemur til starfsaðferða og úrlausnarráða greinir Fram- sóknarflokksmenn og Jafnaðar- menn mjög á. Skal nú afstaða og stefnumið hvors flokks um sig skýrt nokkru nánar. Jafnaðarmannaflokkurinn ís- lenski er ein grein af alheims- hreyfingu. öreigalýðurinn í öllum þjóðlöndum verður einkum fyrir barðinu á auðkúgun þeirra manna, sem ná valdi yfir auðs- uppsprettum, fjármagni og at- vinnurekstri landanna. Talið er að auðæfi Bandaríkj anna, ríkasts lands í heimi, séu saman komin í höndum mjög lítils hluta af þjóð- inni, en allur þorrinn megi telj- ast öreigar. Þar er valdi auðsins beitt gegn um allar stofnanir, eins og blöðin, kirkjuna, skólana, félög, þingin og dómstólana, til þess að halda þjóðinni fastri í járngreipum auðherranna, blinda henni sýn, móta hugsunarhátt fólksins, halda frá því fræðslu um þjóðfélagsmálefni, dylja mein- semdir þjóðskipulagsins og klæki valdhafanna með mútum. Þar sem svo háttar til, telja Jafnað- armenn að ekkert dugi nema þjóðskipulagsbyltingar. Þessar byltingar telja þeir að geti farið fram á tvennan hátt: Með meira og minna bráðgerri skipulags- breytingu gegn um löggjöf og stjórn, ellegar með snöggri um- byltingu þar sem ríkjandi skipulagi sé kollvarpað með of- beldi, þegar mótstaðan gegn um- bótum sé undanlátslaus. En í iivorttveggja falli hyggja Jafnað- armenn á það skipulag, að ríkið komi í stað einstakra umráða- manna,að í stað einstaklingsfram- taksins komi hið almenna fram- tak þjóðanna gegnum yfirstjóm ríkjanna, að ríkið taki atvinnu- fyrirtækin í sínar hendur og reki þau með heill almennings -fyrir augum. Þessi er meginstefna Jafnaðannannaflokksins íslenska eins og allra Jafnaðarmanna- flokka um heim allan, enda þótt að fáir eða jafnvel engir menn á landi hér, láti sér í hug koma, að hér gæti orðið gripið til ofbeldis og blóðsiithellinga. Jafnaðarmennimir hafa einnig til glöggvunar á stefnu þeirra, verið nefndir sameignarmenn, með því að þeir telja hentast, að auðæfi landsmanna og ö!l framleiðsla verði sameign þjóðfé- lagsborgaranna. Um það eru þeir bein mótsetning íhaldsmanna, sem hafa verið nefndir séreigna- menn og samkepnismenn, með því að þeir telja að alls eigi megi skeröa eignarréttinn eða hefta framtak manna og að hverjum beri réttur tii þess, sem hann geti úr býtum borið í óheftri samkepni, þar sem neytt er yfir- burða, aðstöðumunar og fjár- magns. Þessu næst skal minst á Fram- sóknarílokkinn. Fyr var sagt að haim hefði átt upptök sín meðal yngri samvinnumanna í sveitum iandsins. Höfuðmál flokksins í skipuiagsefnum, er samvinnu- stefnan. Þar sem hinir tveir áður- nefndu íiokkar manna, samkepn- ismenn og sameignarmenn, eru hinar fjarstu andstæður í at- vinnumálum og þjóðskipulagsmál- um, þá eru samvinnumenn þar mitti á milli. Lífskjör bænda og atvinna skapar þeim stöðu mitt á milli hinna stríðandi flokka. Bændur eru flestir bjargálnamenn og einyrkjar. Þeir eru því hvort- tveggja: Sínir eigin húsbændur og eigin vei’kamexm. Því gleggri sýn, sem þeir fá urn ástandið í þjóðmálunum, því fremur gerast þeir umbótamenn, en hófsamir menn og hyggja eigi á snöggar gerbreytingar. Samvinnumenn fá, gegnum eigin reynslu í samvinnufélögum skiln- ing á nauðsyn þess, að haga at- vinnu- og viðskiftamálum svo, að horfi til almenningsheilla. Þeir verða því Jafnaðarmönnum sam- mála um nauðsyn þess að bi'jóta á bak aftur öfgar auðvaldsins og ráða bót á böli því og ófarnaði, sem misskifting auðsins veldur víða í heiminum. Hinsvegar eru þeir Jafnaðarmönnum ósammála um aðfei'ðimar. I-Iöfuðmunurinn á aðferðum samvinnumanna og jafnaðar- manna er þessi: Þar sem Jafnað- armenn vilja umbylta skipulaginu með löggjöf og stjórn ofan frá, vilja samvinnumenn ráða bót á misfellunum með skipulagsþi’óun neðan frá. Þeir vilja byggja frá grunni. Þeir segja: Ranglæti og meingallar skipu- lagsins eiga rætur sínar í eðli þeirra manna, sem hafa bygt það upp og mótað það með breytni sinni og viðskiftum hverjir við aði’a. Þótt skipulaginu yi’ði kollvarp- að með snöggum hætti, verður manneðlinu ekki breytt með lög- urn eða umbyltingum. Slíkt er sama og að láta „nýtt vín á gamla belgi“. Myndi því bráðlega sækja aftur í hið fyrra horf. Eina haldbæra ráðið er að byggja skipulagið upp neðan frá þannig, að jafnframt skipulags- umbótunum komi hæfileikinn til þess að búa við skipulagið og varðveita það. Það, sem mann- kynið vantar sárast, .er ekki skipulag heldur skipulagshæfir menn. Þess vegna verður þjóð- málauppeldi eina ráðið. Við megum ekki hefta einstakl- ingsframtakið. Sjálfbjargar- og sjálfshagnaðarhvötin er frum- þáttur í eðli manna. En við eig- um að reisa skorður gegn yfir- | troðslum og rangsleitni með því f að fella starfsemi borgaranna og , atvinnuhætti í farvegi samvinnu- skipulagsins, þar sem hver og einn ber úr býtum rétta hlutdeild eftir atorku sinni og manndáð en heldur ekki meira. Kjörorð sam- vinnumanna gæti verið á þessa leið: Ekki öreigar, heldur bjargálna- menn. Ekki auðsöfnun einstakl- inga, bygð á féflettingu og yfii’- troðslum, heldur samstarfandi menn, sem hlíta skipulagi sið- menningar og bróðei’nis. ---o--- Utan úr lieimi Friðarmálin. Þrír atburðir gnæfa hæst í friðarviðleitni þjóðanna síðan ófriðnum slotaði. Þeir eru stofn- un þjóðabandalagsins, Locarno- samþyktin og ófriðarbannssátt- málinn sem kendur er við Kel- logg utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Þjóðabandalagið hefir nú setið og starfað í 9 ár. Árangurinn er minni en margir vonuðu. Það hef- ir fengið mjög litlu áoi’kað um að jafna deilur og því síður að umskapa hugsunai’hátt þjóðanna. Fulltrúarnir eru hver um sig hold af holdi sinnar þjóðar, er vilja að vísu — eða telja sér að minsta kosti trú um að þeir vilji — marka umhvörf og stefnuskifti í hugarfari og viðskiftum þjóða, en eru meira og minna háðir á- standinu heima fyrir, þar sem þjóðii’nar tala um frið meðan þær hervæðast! Samt sem áður er þjóðabandalagið einskonar alþjóð- leg yíirlýsing um þöi'f sameigin- legrar friðarviðleitni og má því teljast engin smáræðisárangur af heimsraunum styrjaldaráranna. Aðalávinningui’inn af Locamo- samþyktinni mun mega teljast breytt afstaða bandamanna, einkum Frakka, gagnvart Þjóð- verjum og innganga Þjóðverja í bandalagið. Djúpsett hatur Frakka til erfðafjendanna hinum- megin við landamærin og ótti þeirra um yfirvofandi hefnd hef- ir staðið allri friðarviðleitni Ev- rópuþjóða í vegi. Heimsfriðurinn hefir fyrir sjónum þeirra verið bundinn því skilyrði að Þjóðverj- ar ættu sér aldrei viðreisnarvon. Hófsemi og víðsýni Breta í Ev- rópumálum ásamt megnu ámæli .mikils hluta heims hefir smám- saman þröngvað inn í vitund Frakka þeim skilningi, að eitt stórveldi álfunnar verði ekki kúg- að til bana né því haldið í ævar- andi kreppu án fullkomins menningarósigurs í Norðurálfu. Eigi að síður er þverlyndi Frakka og tortrygni enn til mik- illar tálmunar alþjóðaviðleitni í friðarmálunum. Enn halda þeir fast við kröfuna um setulið í Rínarlöndum Þjóðverjum til tjóns og skapraunar, enda þótt slíkar tiltektir veiti þeim enga vernd né séu að öðru leyti þarflegar að dómi annara þjóða. Kelloggs-sáttmálinn, svonefnd- ur „ófriðarbanns-samningur" hef- ir nú verið undirskrifaður af helstu stórveldum heimsins. Er gert ráð fyrir að hann verði und- irskrifaður af fulltrúum alt að fimmtíu þjóðlanda. I samningn- um eru sterkar yfirlýsingar um, að viðkomandi ríki telji vopna- dóm í ágreiningsmálum ósamboð- inn þjóðunum og skuldbindingar um að hefja ekki ófrið. Nú mætti ætla að af slíkum I athöfnum risu bjartar vonir um frið og eindrægni þjóðanna. En j sá „galli fylgir gjöf Njarðar“, að menn eiga erfitt með að líta á þessar gerðir sem alvörumál. Fyrstu viðtökurnar í Evrópu voru ágiskanir og aðdróttanii’ til Bandarikjamanna um að hér hefðu þeir fundið upp kosninga- breliu! Smámsaman hefir þó rödd Keiloggs, sem hefir í þess- um málum tekið við arfi friðar- forsetans Wilson’s, náð sér niðri og hiotið undirtektir, með þeim árangri sem fyr var lýst. Verður reyndar af ýmsum iitið á þessi fyrirbæri eins og ytri vott þeirr- ar skeifingar, sem heimsstyrjöld- in hefir slegið þjóðunum í brjóst, fremur en tímamót í sögu heims- ins. Veldur því einkum að undir- skrift stórveldanna fylgja marg- vísleg skilyrði um undanþágur viökomandi sérstöðu og sérmál- um þeirra. Er þó sú undanþágan alvarlegust sem veitir öllum þjóð- um aðstöðu, til þess að „verjast“ með vopnum. Er þess getið til, að þjóðir sem um þessar mundir hervæðast af kappi og sem sitja hver um aðra, verði fundvísar á ástæður, til þess að grípa til vopna í „varnarstríði“. --o- Matjurtarækt og matreiðsla Tvö síðustu undanfarin vor hefir Búnaðarsamband Suður- lands og Héraðssambandið Skarp- héðinn, kostað konu til að ferðast um Árnes- og Rangárvallasýslu til að leiðbeina við garðrækt og reyna að glæða áhuga fjöldans á því máli.*) En nú síðastl. vor og sumav hefir garðræktarnefnd, sem ann- ar landsfundur kvenna kaus, lagt til þriðjung kostnaðar af því fé, er hún hefir til umráða. Enn- fremur mun það vera hennar verk að nú um uppskerutímann ferðast garðyrkjukona um sama svæði og heldur stutt matamám- skeið. Eins og ræður af líkum hlýtur þetta að hafa verið mjög erfitt starf, að hafa svo víðáttumikið svæði til yfirferðar í senn, þar sem vorverk við garðyrkjustörf þyrftu helst á öllum stöðum að framkvæmast samtímis. En þó þessi hliðin hafi sýnilega verið erfið, mun hitt ekki síður vera þreytandi, að mæta almenn- um skilningsskorti og áhugaleysi á málinu. Ef til vill er vorkunn þó almenningur (til sveita) sé seinn til að bæta nýjum störfum á heimilin, samhliða vaxandi erfiðleikum með fólkshald, meðan hann kemur ekki auga á nyt- semina, eða sér og’ þreifar á á- rangrinum. Nú er komið í ljós að hér hefir ekki verið til einkis barist. I Ár- nessýslu virðast góð skilyrði til að rækta margskonar kálmeti. Þetta sumar hefir að vísu verið óvenjulega gott að nokkru leyti, én þó ekki allskostar, því þurk- arnir reyndust of miklir. Garðyrkjukennarinn síðastliðið vor var ungfrú Aðalbjörg Har- aldsdóttir. Þegar hún kom hing- að til Eyrarbakka var víðast búið að setja kartöflur og sá, því vor- og sumarveðrátta kom óvenjulega snemma, enda var það sem fyr, að allur fjöldinn sinti því ekki. Þó vóru undantekningar sem bet- *) þetta sumar er þaö eingöngu i Árnessýslu. Höf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.