Tíminn - 29.09.1928, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.09.1928, Blaðsíða 3
TÍMINN 171 Kaupverðið sem sé 35000 kr. fyr- ir hið milda og ágæta hús, hið sama og fyrir hrófið á Borðeyri. — Mikið er hvað Sameinuðu eru óhepnar að fá ekki að semja við hann Magnús, sem er svo góður við íhaldsmenn. —n. íhalds-heitið. Á landsmálafundinum, sem ný- lega var haldinn í Kjós, leitaðist Árni Pálsson bókavörður við að sýna fram á, að íhaldsflokkurinn hefði tekið sér óviðunandi rang- nefni. Heíir hann þar tekið í sama strenginn og Gísli Sveinsson sýslumaður, sem varaði flokkinn í upphafi við þessu nafni. Una þessir menn illa þeirri stjórn- málahreinskilni, sem komið hefir fram í vali nafnsins og eru um- kvartanir þeirra ekkert annað en dulbúnar tillögur um, að nú skuli flokkurinn taka að sigla undir fölsku flaggi. — Grundvöllur flokkaskipunar í hverju þjóðlandi er í raun réttri ágreiningurinn um skipulag í atvinnurekstri, við- skiftum og um eignarrétt. Vill Árni Pálsson neita því, að flokkur hans sé réttnefndur íhaldsflokkur í skipulagsmálum ? Ef svo er, ætti hann að láta blöðin flytja rök sín. Úlfshár úr sauðargæru. Á landsmálafundinum í Kjós mátti skilja á ræðum íhalds- manna, Magnúsar Guðmundssonar og Ólafs Thors, að þeir vilja láta breyta kjördæmaskipuninni í landinu á þá lund, sem Thor Thors leggur til í greinum sínum um það efni. Með þeirri skipun yrðu bændur nálega gersviftir því pólitíska valdi, sem þeir njóta enn í dag og sveitimar þar með lagðar algerlega undir hæl kaup- staðavaldsins. Kalla má að úlfs- hárin gægist nú úr sauðargæru Magnúsar Guðmundssonar. Um ólaf Thors undxast enginn. Allir vita að „sveitaumhyggja“ hans er fyrirlitlegur leikaraskapur. En Magnús Guðmundsson mála- færslumaður mun eiga erindi með úlfshárin í Skagafjörð. ----o---- Silfurbrúðkaup. Hjónin í Fagradal á Hólsijöllum, Jóhannes Eyjólfsson og Kristín kona hans, áttu silfurbrúð- kaup sunnud. 9. sept. Buðu þau til sin um 80 gestum, vinum og vanda- mönnum úr nágrenni og næstu sveit- um. Var þar veitt í-ausnarsamlega og dvöldu allir boðsgestir til mánudags. Hafa þau hjón húsað vel bæ sinn með miklum kostnaði. ust hafa unnið þrekvirki litlu minna en Grettir, er hann gekk undir Goðafoss, enda máttu þeir kveða eins og hann: „Gekk eg í gljúfrið dökkva“. — Við hinir þóttumst hafa ærinn lífsháska við að klífa upp bergstabbann og skygnast niður í gjána. — En á bergsnösum uppi yfir sat hópur barna frá Hamragörðum og ef til vill fleiri bæjum og veifuðu til okkar. Virtust þau ekki loft- hræddari en fuglar himins. Eyjaf jöll. Seljalandsfoss og Skógafoss eru báðir undir Eyjafjöllum. Þeir eru vel kunnir af myndum. Selja- landsfoss er allra fossa hæstur og Skógarfoss fríðastur. En ekki er Skógafoss að sama skapi svip- mikill. Eyjafjöllin öll eru samfelt listaverk; — fjölmótaðar draum- myndir skaparans. Móbergsfjöllin skera sig mjög úr allri íslenskri landssmíð um myndauðgi og mjúkar línur. Hvergi getur feg- urri bygðarsetur. Bæirnir sitja víða í hálfluktum fjallaörmum og umhverfið alt er skreytt fjöl- breytilegum bergmyndum og gróðrarprýði, en lækir kliða stall af stalli niður allar hlíðar. Og frá rótum fjallanna breiðir sig bygðin um skrúðgrænt sléttlendið alt í fjörur fram. Jón Baldvinsson og Haraldur tóku sér gistingu í Hvammi hjá Tveir fandir. Fyrir skömmu hafa að tilhlut- un minni, sem landkjörins þing- manns, verið haldnir tveir fundir um tvö stærstu mál Sunnlendinga, járnbraut yfir Hellisheiði og fyr- irhleðslu og brúargerð við Mark- arfljót. Tilgangurinn með þessum fundum var að vekja almennari áhuga heldur en verið hefir sýni- legur áður, um þessi tvö stórmál, og flýta fyrir endanlegri lausn þeirra. En svo undarlega hefir við brugðið, að sumum íhaldsmönn- um hefir sér fundist mein gert með því að koma hreyfingu á mál þessi. Sjálfir hafa þeir skilið við i málin bæði í ófermdarástandi, j og stjórn þeirra alls ekki séð sér : fært að bera fram um þau ákveð- j in frumvörp. Undirbúningi beggja ; málanna er svo áfátt, að ósenni- legt er að nokkur stjóm myndi, á þeim grundvelli, sem nú er til, byrja á bráðum framkvæmdum. Mér var ljóst að um bæði þessi mál gildir hið sama. Þau verða ekki leyst fyr en þeim er hrundið áfram, vegna samhuga áhuga og átaka þeirra, sem hafa þar mestra hagsmuna aðgæta. Fyrsti undir- búningurinn í þessum málum er sálarlegur; sá, að skapa samtökin og áhugann, trúna á góðann á- rangur af framkvæmd verksins. Andstæðingai' mínir sumir hverjir hafa haldið því fram, að dómsmálaráðherrann mætti ekki beita sér fyrir samtökum um lausn mála, sem ekki tilheyrðu hans skrifstofu. En á sama hátt og mér tókst á sinni tíð sem landskjörnum þingmanni að hrinda áfram byggingu Eiðaskói- ans, Heilsuhælis Norðurlands og húsmæðraskóla á Vesturlandi, án þess að vera í stjórn landsins, svo mun eg enn, hvað sem svefn- værir afturhaldsmenn kunna um það að segja, halda áfram að láta til mín taka nauðsynjamál kjós- enda mihna, hvar sem er á land- inu, þó að þau séu á of miklu frumstigi, til þess að stjórn lands- ins hafi ástæðu til að beita sér fyrir formlegri lausn þeirra á því stigi sem þau eru. Þegar rúm leyfir mun Tíminn flytja ítarlega frásögn um báða þessa fundi, eftir skýrslu tíðinda- rnarrna, er þar voru staddir. Mun almenningi þá gefast kostur á að sjá hversu háttar skoðunum manna um mál þessi. Sigurjóni bónda Magnússyni. Varð það að ráði, að skilja þar eftir fylgdarmanninn, til þess að varna því, að þeir Jón og Harald- ur sýndu neinn bolsevískan yfir- gang í fjárnámi og byltingatil- tektum! En Kristján gegndi skyldu sinnar miður en skyldi, því hann strauk heim til kon- unnar! Þó kom það ekki að sök. Við Framsóknarmennirnir héld- um að Hoiti og áttum alúðarvið- tökum að fagna hjá séra Jakobi Lárussyni og konu hans Sigríði Kjartansdóttur. Næsta morgun var veðurútlit ótryggilegt; þungir þokubakkar í hafi en alskýjað loft og austan- kaldi. Var regni spáð og rættist það von bráðar. Er skemst af því að segja að við fengum hið mesta foraðsveður beint í fangið aust- ur yfir sanda og alla leið í Vík í Mýrdal. Var ausandi regn og svo mikið stórviðri að hestarnir áttu fult í fangi með að komast áfram. Helstu árnar á þessari leið eru Bakkakotsá, Klifandi og Haf- ursá, að ógleymdum Fúlalæk eða Jökulsá á Sólheimasandi. Voru allar ár í foráttu vegna úrfellis- ins og virtist okkur Hafursá vera engu minni en Markarfljót. En á Vesturleið var mjög úr ánum runnið, enda er vatnsmagn þeirra og straumafar sískiftilegt og tek- ur stórfeldum breytingum. ógurlegasta vatnsfallið á þessari leið er Jökulsá á Sólheimasandi, En það eitt skal sagt að svo stöddu, að miklu betur og karl- mannlegar var tekið á fyrir- hleðslumálinu af bændum í Rang- árvallasýslu, heldur en af sumum hinum landkjörnu og þingmönn- um Reykvíkinga í jámbrautar- málið. Jón Þorláksson hafði alt ilt á hornum sér og þóttist ekki skyldur til að koma á umræðu- fund um jámbrautina, eftir fundarboði í blaði. En nokkuð á þriðja hundrað manna úr Rang- árþingi komu á fundinn að Grjótá eftir samskonar auglýsingu. Muu það mála sannast, að viðhorfið tií slíkrar fundarboðunar fer eftir á- huga manna fyrir málinu. Þeir sem hafa mikinn áhuga, grípa hvert tækifæri til að vinna gagn áhugamáli sínu. Þeir sem lítinn áhuga hafa, nota tyllisakir til að afsaka athafnaleysi sitt. Bændur í Rangárþingi kusu nefnd merkra áhugamanna til að hrindamáli þessu í framkvæmd. Það er spor í rétta átt. En fyrsti þingmaður Reykvíkinga, Magnús Jónsson, lýsti yfir þeim fullkomnu ósannindum, að meiri hluti kjós- enda í Rvík væri mótfallinn járn- braut. Og þingmaðurinn virtist harðánægður með þá niðurstöðu. Sú leið, sem eg benti á, er hin sama í báðum málunum. Það þarf að skapa þor og manndóm til að hrinda slíkum málum í fram- kvæmd. Þeir landsmeim sem mesta þörf hafa fyrir að leyst séu bæði þessi stórmál, þurfa að taka höndum saman eins og Ey- firðingar í heilsuhælismáli sínu, eins og landsmenn allir um stofn- un Eimskipafélagsins, og þá mun vinnast til viðbótar fylgi það og traust er með þarf. Rangæingar munu væntanlega taka vatnamál sitt fastari tökum en hingað til. Og kyrstöðumenn landsins verður að hryggja með því, að fundurinn um járnbraut- armálið, í Alþingishúsinu, var ekki haldinn ófyrirsynju. Þrátt fyrir svefnmók og áhugaleysi sumra þeirra manna, sem ætla mætti að vildu vaka. Þá mun einnig á þeim fundi hafa sést fyrstu merki dagsskímu, sem er að sigra næturmyrkrið. J. J. -----o---- Alþýðuflokkurinu boðar tii lands- málafundar á Akranesi 10. okt. MiÖ stjórnum Framsóknar- og ílialdsflokk- anna boðið á fundinn. enda fer af henni ilt orð um land alt. Mörg vötnin eru reyndar stór- um vatnsmeiri, en áin fellur bratt um stórgrýtisurð, því að eigi helst við sandur eða smámöl vegna flugstraums hennar. Talið er að í ánni hafi farist 41 maður svo sög- ur fari af. Úr Mýrdalsjökli fell- ur skriðjökull alla leið á sand nið- ur. Fellur sporður hans vestur yfir gilið, þar sem áin beljar fram á sandinn. I göngunum undir jökulsporðinum skorðast jakar, er brotna úr jöklinum og stíflast við það göngin en stöðuvatn myndast ofan við jökulsporðinn. Þegar vatnsmagnið ryður stíflunni úr göngunum verður hlaup í ánni og jakaferö. Er talið að jakarnir hafi orkað þeim mörgu slysum, sem fyr er getið. — Nú er öflug brú á ánni og mun mega teljast eitt hið mesta mannvirki á landinu. Þegar við komum af Sandinum hvörfluðum við forviðris heim að Sólheimum til Ólafs bónda Jóns- sonai'. Hann er bróðir þeirra Hjörleifs í Skarðhlíð og Gissurar í Drangshlíð. Leiddi Ólafur okkur til stofu og veitti okkur góðan beina. Áttum við nú yfir hæðir að sækja að Vík og orðið áliðið dags. Segir ekki af för okkar, það er markvert geti talist, fyr en við náðum áfangastað í Vík. Var þar völ góðra gististaða. Dómsmála- ráðherrann, sem var síumhyggju- f samur leiðtogi fararinnar, hlaut gistingu hjá Einarí Erlendssyni Fréttir. Embættn veitingar. Atvinnumála- ráðherra hefir skipað menn í stöður I sem hér se-gir: Forstjóri Trygginga- j stofnana ríkisins er skipaður Halldór j Stefánsson alþm., en meðstjórnendur | við Slysatrygginguna þeir Vigfús Ein- arsson skriistofustjóri og Héðinn Valdemai'sson alþm. Skólastjóri á Hólum er skipaður Steingr. Stein- þórsson kennari frá Hvanneyri, en i hans stað er settur kennari Guðrn. Jónsson frá Torfalæk. Bankahrun í Danmörku. í gær morgun flaug um bæinn sú fregn, að Privatbankinn í Kaupmannahöfn væri iiættur útborgunum. þótti það tíðindum sæta, með því að kunnugt er að hann hefir verið aðalviðskifta- banki íslandsbanka og ýmsir liorgar- ar íslenskir hafa liaft þar viðskifti. Um tap það er einstakir menn kunna að bíða, er vitanlega ekkert hægt að segja. En samkvæmt skýrslu beggja bankanna í viðtali við Alþbl. í gær, bíða þeir engan hnekki við lokun j bankans. Um orsakir þessa banka- hruns verður ekki sagt að sinni. Viðgerð Mentaskólans. í fyrradag komu nokkrir blaðamenn saman í Mentaskólanum, til þess að líta á við- gerð þá er framkvæmd hefir verið. Á neðstu hæð hafa gólf öll verið dúk- lögð, veggir á kenslustofum striga- lagðir og hæðin máluð í liólf og gólf. Ein stofan hefir verið tekin til fata- geymslu. Er gangur eftir miðju en þrjár stúkur til hvorrar handar. Eru þar um 220 snagar. Borð kennara og nemenda hafa fengið gagngerða við- gerð. Skolpfatan horfin úr stofu kennaranna og komin mundlaug með skolpræslu. Fjórum vatnssalern- um liefii' verið bætt við þau þrjú, di' fyrir voru. Á efstu liæð hefir verið rýmt til og gerð góð kenslustoía til náttúrufræðiskenslu. Áður var sú kensla dreifð um alian skólann og henni samfara látlaus flutningur .4 náttúrugripunum. Ennfremur verður i haust gert við leikfimisliúsið. Hefir skólinn tekið miklum stakkaskiftum við þá viðgerð sem þegar er fram- kvæmd. Sláturhús Kf. Eyf. Kf. Eyf. hefir i sumar látið reisa nýtisku sláturhús á lóð sinni á Oddeyrartanga. Er húsið reist í sainbandi við íshús félagsins. Húsið er 25X20 me.trar, tvílyft. Á efri liæð fer fram slátrun og venju- leg kæling á ketinu. Neðri hæð er skift í fjórar deildir. par fer fram hreinsun innýfla, gærusöltun og ketsöltun. Miklu þykir skifta að ket- ið sé sem minst handleikið. Enda gengur það á rám ait frá gálga og inn i söltunarrúm og íshús. Er það \egið á þeirri leið. Húsið fullnægir öllum lireiniætiskröfum. Er þar rúm- góð forstofa, snyrtistofa, vatnssalerni o. s. frv. Fram af .húsinu er hafskipa- bryggja, sem félagið á. Landsmálafundir. Ólafur Thors alþm. liélt leiðarþing á Reynivöllum í Kjós á miðvikudaginn. Sóttu fund- inn nokkrir menn úr Reykjavík af öllum flokkum og varð þar allhörð starfsmanni hjá K.f. Skaftfell- inga. Ásgeir og Bjarni gistu hjá Þórði Pálmasyni kaupfélags- stjóra þeirra Skaftfellinga. Eg hlaut gistingu hjá Sigiu-jóni Kjartanssyni starfsmanni kaup- félagsins. Hann er kvæntur Höliu Guðjónsdóttur. Hefi eg hvergi fengið alúðlegii né rausnarsam- legri viðtökur þar sem mig hefir borið ókunnugan að garði. — Jóri og Haraldur fengu gistingu hjá Stefáni lækni Jónssyni. Á Mýrdalssandi. I Vík kom til móts við okkur Lárus alþm. Helgason í Kirkju- bæjarklaustri og skyldi reiða okk- ur yfir Mýrdalssald. Við lögðum af stað laust eftir kl. 9 árdegis þann 14. Var nú skift um veður og komið sólskin og fagurt um að litast. Vík er lítið þorp í þröngum hæðafaðmi. Vestan megin þorps- ins rís hátt bj arg, þar sem Reynis- fjall gengur í sjó fram, en stakir drangar rísa úr sænum utan við fjöruborð og halda vörð um þorpið. Okkur, sem könnuðum þarna ókunna stigu, hafði verið sagt nokkuð um Múlakvísl. Hún spýt- ist fram úr þröngu gljúfri vestast á Mýrdalssandi og breiðir sig um feiknar svæði. Yfir hana mun vera hálftímareið og er hún hið agalegasta vatnsfall, þar sem hún veltur fram þykk af jöklaleir. Okkur hafði verið sagt við Bakka- V e r k f æ r i Plógar, Herfi, Forarkranar, Forardreifarar, Kernir, Ken-uhjól, Kerrukjálkar, Jánikarlar, Hakar, Skóflur, Gaflar, Sköft allskonar o. m. fl. Samband ísl. samvhmufélaga. senna. Annan sunnudag verður lands- málafundur haldinn á Skeggjastöðum í Flóa og hefst kl. 3 síðdegis. Boðar miðstjórn Framsóknarfl. til fundar ins og býður til viðtals miðstjómum Jafnaðarmanna og Ihaldsmanna. ----O--- Fra útlöndum. Krassin, ísbrjóturinn rússneski, sem hefir getið sér mikinn orðstýr við leitina i norðurhöfum, er nú i þann veginn að hætta og mun hverfa heim í byrjun október. — þann 23. þ. m. brann leikhús í Madrid á Spáni. Varð bruninn skjót- ur og liastarlegur. Slösuðust margir í troðningnum er fólk ruddist til dyra og fjöldi manna fórust. Hafa um eða yfir 80 lik fundist í rústunum. — A 6. norræna verslúharfundin- um í Osló talaði Rygg forstjóri Nor- egsbanka um nauðsyn þess að stjórn- ir Norðurlanda hefji tilraunir um nýjan myntsamning. Áleit hann þó að best væri, eins og sakir standa, að halda skiftimynt utan við samn- inginn. Sænski bankastjórinn Ryd- berg tók dauflega í þessar tillögur og kvað endurreisn myntsambands- ins vera uppgjöf á sjálfsákvörðunar- rétti þjóðanna í peningamálum. — á fundinum var samþ. tiliaga þess efn- is að skora á stjórnir Norðurlanda að láta undirbúa endurskoðun mynt- samningsins. — Stórráð Fascista hefir enn gert nýja ákvörðun um sitt eigið vald! Samkv. henni er ákveðið að æðsta stjórnarfarslegt vald á Ítalíu skuli vera í höndum ráðsins, enda konii öll stjórnarfarsmálefni til þess kasta, þar á meðal ákvarðanir um rikis- erfðir, vald konungsins, störf þings ins, framkvæmdavald stjórnarinnar, samningar við önnur ríki og afstaða ríkisins til páfakirkjunnar. — í sam- þyktinni eru ákvæði um, að ekki megi handtaka eða lögsækja meðlimi stórráðsins nema með leyfi þess sjálfs! Ilöfuðpaur stórráðsins er vit- anlega Mussolini. Bætist hér enn við nýstárlegur kapituli i stjórnarfars- sögu heimsins. kotsá, Hafursá og Klifanda, a8 þetta væru nú lítilsverðar spræn- ur, en Múlakvísl! Það væri vatns- fa.ll! Við Jón Baldvinsson vorum nógu hreinskilnir, til þess að trúa hvor öðrum fyrir því, reyndar meira í heiðarlegri varkárni en í beinum orðum, að okkur væri ekki vel við Múlakvísl og hlökkuðum ekkert til að kynnast henni. Dómsmálaráðherrann, sem er nokkuð vanur vötnunum, reið fram í Múlakvísl með vetlinga á höndum. Þótti okkur Jóni það há- mark fífldirfsku, þó það gerðu reyndar fleiri í förinni. Múlakvísl var í foráttu, en „lá vel“, eins og Lárus kallaði það. Urðum við því hugrakkari sem lengra dró í Kvíslina, því þó straumstrengirn- ir væru úfnir og hryggháir tókst Lárusi að finna vel fær vöð hvar- vetna. Mun það reynast holt fyr- ir sálarstyrk hvers manns í Múla- kvísl að hafa Lárus að fylgdar- manni. Enda er hann reyndur að öryggi í margri vatnaraun eins og fleiri Skaftfellingar. I Múla- kvísl reið fram á okkur Bjarni Runólfsson á Hólmi á Síðu. Kom hann frá því að setja upp eina af ‘sínum nafntoguðu rafmagnsstöðv- um. Slóst hann ásamt 3 samferða- monnum í förina yfir Mýrdals- sand. (Meira). ----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.