Tíminn - 20.10.1928, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.10.1928, Blaðsíða 2
184 TlMINN S nemendur geta enn koraist að í Laugavatnsskólann. Menn snúi sér til ekóla- atjórans eða Böðvars Magnússonar, Laugavatni. Á víðavangi. Póstur og sími. Atvinnumálaráðherra hefir 16. þ. m. skipað fimm manna nefnú til þess að leysa af höndum það verkefni sem hér segir: a ð athuga hversu póstgöngum um landið verði hagað á sem ódýrastan en þó fullnægjandi hátt og sé útfrá því gengið, að ríkið starfræki tvö strandferða- skip, a ð athuga hversu megi á sem víðtækastan hátt sameina starf- rækslu síma og pósts víðsvegar um landið, og a ð bera fram tillögur um breyttar póstgöngur og samein- ing síma- og póststöðva á grund- velli þessarar athugunar. I nefndinni eiga sæti einn full- trúi fyrir hvern landsfjórðung: Ólafur Kvaran póstafgreiðslu- maður og stöðvarstjóri á Borð- eyri fyrir Vestfirðingafjórðung, Jón bóndi Sigurðsson á Ystafelli fyrir Norðlendingafjórðung, Björn bóndi Hallsson á Rangá fyrir Austfirðingafjórðung, og Ingólfur bóndi Þorsteinsson í Langholti fyrir Sunnlendingafjórðung. Auk þess er formaður nefndarinnar Vigfús Einarsson skrifstofustjóri. — Ætlast er til að nefndin taki til starfa í lok nóvembermánaðar. Erindi Guðm. Kambans skálds í Nýja Bíó síðastliðinn sunnudag var fjölsótt, svo að hvert sæti var skipað, eftir því sem framast var unt. Erindið var vel flutt og prýðilega samið, enda bygt á mikilli rannsókn, eins og fyr var greint. Frú Torfhild- ur heitin Hólm hefir með sagna- moði sínu skapað almenningsálit um ástir þeirra Ragnheiðar bisk- upsdóttur og Daða. Munu þær sagnir vera bygðar einkum á frá- sögnum Jóns Halldórssonar í Hítardal. En þær vai-pa miklum skugga yfir ástir Daða og hafa vakið mikla óvild í hans garð alt fram á þennan dag. Verður af því bert, hverju fá orkað sögu- legar frásagnir og hversu mikils er um vert, að rétt sé hermt. I annan stað hefir vakað í vitund manna grunur um það, að Ragn- heiður hafi svarið rangan eið, er henni var þröngvað til eiðgjafar í Skálholti. Nú hefir Guðm. Kamban með rannsókn sinni og erindi varpað nýju ljósi yfir þessa hannsögu, ástir og örlög þeirra Ragnheiðar og Daða. Birtir mjög og fagurlega yfir þeirri sögu. Kamban endurtek- ur erindi sitt á morgun á sama stað og tíma. „19. júní“. Ritstjóri Tímans hefir meðtekið eftirfarandi bréf: „Herra ritstjóri! Eftirfarandi leiðréttingu eruö þér beðinn að taka upp í næsta tölublað Tímans. í Tímanum 13. okt. teljið þér upp blöð, sem þér álítið að vensluð séu íhaldsflokknum. Meðal þeirra blaða teljið þér „19. júní“. þetta er mis- skilningur. „19. júní“ er algerlega hlutlaust blað um stjómmál og ekki í venslum við neinn stjórnmálaflokk landsins. pessu til sönnunar skal bent á, að i þau 11 ár, sem blaðið hefir komið út, hefir það aldrei látið sig deilumál flokkanna neinu varða. Ilvgg eg að yður reynist erfitt að sanna, að „19. júní“ sé gefinn út fyrir fé íhaldsflokksins, eða styrkt af hon- um. En ef þér hafið í höndum gögn til þess, væri æskilegt, að þér, sann- leikans vegna, birtuð þær tölur í blaði yðar hið allra fyrsta. Með þökk fyrir birtinguna. 14. okt. 1928. Inoa L. Lórusdóttir ritstjóri „19. júní“. Alyktun Tímans sú, að „19. júní“ væri „venslaður“ Ihalds- flokknum, var bygð sérstaklega á afstöðu blaðsins til deilu þeirra frú Ragnhildar Pétursdóttur í Há- teigi og Ingibjargar H. Bjamason alþm. síðastl. sumai’. Eins og margir munu minnast, deildi frú Ragnhildur á 1. H. B. meðal ann- ars fyrir það, að hún hefði brugð- ist hlutverki sínu, „sem fulltrúi kvenna á þingi og gerst harðsnú- inn flokksmaður. Voru þessar ásakanir bygðar á ríkum ástæð- um, sem Tíminn hefir margsinnis bent á í umræðum um afstöðu I. H. B. alþm. til fræðslu kvenna og fleiri mála. — „19. júní“ tók upp hiklausa vörn fyrir I. H. B. og veik um leið mjög óvinsamlega að Tímanum út af því, að blaðið gat um deiluna og félst vitanlega á þá skoðun frú Ragnhildar, að þessi tilraun kvenna um sérstöðu í landsmálum hefði gefist illa. Tíminn leit svo á, að sá, er telur sér fært að verja þingmensku I. H. B., stæði ekki fjarri Ihalds- flokknum. Hinsvegar er blaðinu ljúft að taka leiðréttingu þessa og hefir gott eitt um það að segja, að ungfrú Inga L. Lárusdóttir tekur slíka afstöðu, sem hún gerir í framanbirtu bréfi. — Tíminn hefir hvergi sagt, að öll þau blöð, er hann taldi, að vensluð myndu • vera íhaldsflokknum, hafi þegið fjárstyrk frá flokknum og þarfn- ast það því ekki sérstakrar leið- réttingar, að því er snertir „19. júní“, og síst nú, að fenginni yfir- lýsingu ritstjórans. Framhalds-fyrirspum. 1 síðasta blaði birti Tíminn fyrirspum til Sigurbjargar Þor- láksdóttur. Var hún risin af til- lögu þeirra kvenna, svohljóðandi: „Landinu skal öllu skift í tví- menningskjördæmi og skal ann- ar þingmaðurinn ávalt vera kona“. Tíminn óskaði skýringar Sigur- bjargar á því með hverjum hætti það yrði trygt, að annar þing- maðurinn í hverju tvímennings- kjördæmi yrði ávalt kona, öðrum en þeim, að ríkið yrði klofið í tvent og aðeins konur kysu kon- ur og karlmenn karlmenn, eða öf- ugt. Vegna þessarar fyrirspum- ar velur blað Sigurbjargar rit- stjóra Tímans mörg hæðiyrði. Kallar það hann meðal annars „reginglóp"! En fyrirspurninni svarar blaðið á þessa leið: „Vér skiljum ekki að það þurii neiim rikisklofning þó Framsókn léti t. d. í tvímenningskjördæmi Fram- sóknar-karlmann og Framsóknar- konu vera i kjöri, alveg eins og hún getur haft 2 Framsóknarkarlmenn í kjöri. Og vér getum ekki séð annað en hver Framsóknarmaður kjördæm- isins gæti merkt krossinn framan við nafn kvenþingfulltrúaefnisins, sem karlfulltrúans. Vér sjáum eklci hvaða ríkisklofningur gæti af þessu hlotisí. Vér getum ekki séð að neinn ldofn- ingur geti yfirleitt af þessu hlotist, nema ef vera kynni að heilabú vesa- lings Tímaritstjórans sé svo veiklaö og úr sér gengið, að það þyldi ekld að melta slíkt fyrirbrigði, og klofn- aði í tvent af áreynslunni“. Tökum nú fyrst þetta afmark- aða dæmi um kosningu, þar sem Framsókn ætti ráð á báðum þing- sætum. Til þess að það væri trygt, að annar þingmaðurinn yrði ávalt. kona, þyrfti vitanlega að lögbjóða, að flokkurinn hefði ávalt konu í kjöri í hverju tvímenningskjör- dæmi, og ennfremur, að hver kjós- andi merki „krossinn framan við nafn kvenþingfulltrúans“! Má nú Tíminn leyfa sér að spyrja?: Virð- ist Sigurbjörgu Þorláksdóttur þetta vera frambærileg tillaga? Þó er nú þetta aðeins byrjunin á því hugsanaforæði, sem konurnar eru hér komnar út í, því vitan- lega verður að gera ráð fyrir því, að Ihaldsflokkurinn eða einhver annar flokkur gæti átt ráð á öðru þingsætinu í tvímenningskjör- dæmi. Og hvemig yrði þá trygt að annar þingmaðurinn yrði ávalt kona? 'Tíminn tekur ekki fúkyrði til greina, en óskar þess, að þess- ari framhalds-fyrirspurn verði svarað með skýrum rökum. Mun hann með ánægju birta fleiri sýn- ishorn af „stjórnvisku" Sigur- bjargar Þorláksdóttur & Co. ----o---- Fréítir. íslenska gliman. þegar íslands glíman fór fram hér á Iþróttavellin- um síðastl. sumar var sendiherra Breta i Khöfn og liðsforingjar af her skipinu Adventure, sem var þá statt hér, boðið að liorfa á glímuna. Var Jóhannes Jósefsson íþróttakappi feng- inn til þess að skýra glímuna fyrir gestunum. Leysti hann það snildar- lega af hendi. Glíman fór prýðilega fram og þótti sendiherranum, Sir Thomas Hohier, mikið til hennar koma. Nú hefir hann í viðurkenning- arskyni sent íþróttasambandi íslands fagran minjagrip. Er það silfurstytta af bretskum sjóliðsmanni á svörtum Móðir! Gakktu úr skugga um að þú fáir þér Pepsodent á tenne ur barns þíns og tannhold. R þér ant um að barn þitt fái fallegri tennur nú og betri vörn við tannkvillum síðar á æfinni? Reyndu þá Pepsodent. Gáðu að, hvað helztu tannlæknar hvetja mæður til að nota. Þú finnur húð á tönnum barns þíns. >á vofir hættan tíðast yfir. Sömu þrálátu húð, ina og þú verður vör við, ef þú rennir tungunni um tennurnar í þér sjálfri. Við hana áttu að berjast. Húðin er versti óvinur heiibrigðra tanna. Hún loðir við tennurnar, smýgur í sprungur og festist. Gömlum að- ferðum tókst ekki að vinna á henni. Nú hefur Pepsodent tvö ný efni að geyma, sem eyða henni. Helztu tannlæknar fallast á þetta. Það lieldur tönnunum hvít- ari. Það er vísindaráð nútímans til betri varðveizlu tannanna. Reyndu það. Sendu miðann og þú færð ókeypis sýnishorn til 10 daga. 2410A A. H. RIISE, Bredgade 25E Kaupmannahöfn K. Sendið Pepsodent-sýnishorn til 10 daga tll Nafn....................................... Heimili.................................... tréstalla. En á hliðum stallans ertt ágrafnir silfurskildir, er greina frá tilefni gjafariimar og tilgangi. En gripurinn á að ganga sem verðlaun fyrir íslenska glímu. Hnífsdalsmálið var þingfest fyrir rétti á ísafirði 1. okt. síðastl. og saka- mál höfðað gegn Hálfdani Hálfdánar syni, Eggerti Halldórssyni og Hannesi Halldórssyni. Verjendur í málunum eru, eftir óskum hinna ákærðu, skip- aðir þessir: Lárus Jóhannesson hæsta- réttarmálaflutningsoiaður fyrir Hálf- dán, en Páli Jónsson fyrir þá Eggert og Hannes. — Öll frumskjöl i málun um hafa, eftir skipun dómsmálaráðu neytisins, verið afhent bæjarfógetan um á ísafirði til varðveislu. Hafa sali- sækjendur og verjendur málanna að- gang að skjölunum þar. Bamaskólinn í Rvík. Reykjavíkur- bær er um þessar niundir aó látu reisa íiýtt barnaskóíahús austarlega á Skólavörðuholtinu. Sigurður húsa- meistari Guðmundsson hefir gert teikningu að húsinu. pað er 1500 fer metrar að flatarmáli. í húsinu eru meðal annars 20 kenslustofur, smíða- saiur, hannyrðasalur, teiluiisalur, söngsalur, myndasalur til kvikmynda um V.-Skaftafells- og Rangárvallasýslur. I síðasta kafla var vanhermt, þar sem greint var frá bjargráð- um Skaftfellinga, er Kötlugosið bai* i * 1 að höndum. Var þess látið ógetið að tunnur og salt var jafn- íramt flutt í Skafárós. Var eigi annars kostur en að láta brimið annast uppskipunina, á báðum stöðum! Nýttist með þeim hætti sláturfé það, er eigi varð komið vestur yfir Mýrdalssand vegna hlaupsins. Þetta verður leiðrétt í sérprentun. Raflýsing Skaftfellinga. Fyr var nokkuð drepið á raf- lýsing Skaftfellinga. Sú stórfelda hýbýlabót og búnaðarframför, sem raforkunni fylgir, mun vera lengst á veg komin í Skaftafells- sýslum, enda fyrst hagnýtt þar í sveitum hér á landi. I Vestur- Skaftafellssýslu eru nú rafstöðvar bygðar á eftirtöldum bæjum: I Fljótshverfi: 1. Blómstui*völlum 5 hestöfl. 2. Kálfafelli 21 hö. Þar er tvíbýli og liggur Kálfafellskot undir aðra hálf- lenduna. Er gert ráð fyrir að þar endurrísi bygð og fái það býli um V3 orkunnar. 3. Hvoli 7 hö. 4. Teygingarlæk á Brunasandi 6 hö. Á Síðu: 5. Breiðabólstað 6 hö. 6. Geirlandi og Neðri-Mörk hö. — Síðamefnt býli hefir Vs orkunnar. 7. Kirkjubæjarkl. 12 hö. í Landbroti: 8. Hólmi 12 hö. 9. F'agurhlíð 5 hö. 10. Þykkvabæ 2Vi hö. 11. Seglbúðum 16 hö. í Skaftártungu: 12. Svínadal 5 hö. 13. Hlíð 15 hö. I Mýrdal: 14. llöfðabrekku 7 hö. 15. Fagradal 7 hö. 16. Vík 12 hö. Eru þá risnar upp í V.-Skafta- fellssýslu alls 16 rafstöðvar með samtals 147hestafli. Um raf- stöðvar í A.-Skaftafellss. skortir blaðið fullar upplýsingar. En Helgi Arason á Fagurhólsmýri í öræfum mun koma einna fyrstur manna við þessar merkilegu um- bætur Skaftfellinga. Hefir hann sjálfur smíðað túrbínur og sett upp margar stöðvar. I V.-Skafta- fellss. eru á þessu sviði mestir at- hafnamenn Bjami Runólfsson á Hólmi, eins og fyr var greint, Sigfús H. Vigfússon á Geirlandi og Guðm. Einarsson í Vík, allir merkilegir menn og snillingar. Tveir hinir fyrst nefndu, einkum Bjarni hafa smíðað flestar turbín- ur héraðinu. Hjá þeim vinna og ýmsir menn, er af þeim nema, og síðar munu standa sjálfir fyrir samskonar framkvæmdum víðar um land. Þannig mun sú alda, ris- in af hugkvæmni, áræði og hag- leik þessara manna,berast víða og varpa birtu inn í sveitarheimilin íslensku. Hið merkasta við þess- ar heimaframkvæmdir Skaftfell- inga er ódýrleiki stöðvanna. Mun- ) ar þar um i/3—verðs til mótg við stöðvar hinna lærðu verkfræð- inga. Myndu íslenskar sveitir seint verða raflýstar, ef sæta skyldi forsjá þeirra. Hafa Skaft- íellingum reynst drjúgust til hamingju heimafengin ráð í þessu efni eins og í verslun og sam- göngum. Heimleiðis. Við ferðafélagar sátum um kyn í Kirkjubæjarklaustri þann 16. sept., daginn eftir Múlakots- fundinn. Um daginn vai’ stormur og dimmviðri, sem bannaði útsýn, en vatnsveður eigi mikið. Við Jón Baldvinsson vorum sólgnari í æf- intýri en svo, að við létum veður hamla. Fengum við hesta, fylgdar- mann og veiðistengur hjá Lárusi bónda og riðum suður í Landbrot, að svonefndum Grænlæk, sem kemur undan eldhrauninu. Var Júlíus fylgdannaður okkar. Við veiddum 18 silunga. J. B. er van- ur stangarmaður, enda þótti hon- um lækurinn mjór, stöngin stutt og silungurinn smávaxinn. Þess- háttar drýgindi geta þeir einir veitt sér, sem hafa séð margt og reynt um stangarveiði. Eigi að síður vorum við Jón harðánægðir með ferðina og töldum okkur eigi jafnsnjalla þá af félögum okkar, er heima sátu við makindi og tó- baksreyk. Að morgni næsta dags, var ferðin hafin vestur í Vík í Mýrdal. Var þá bjartviðri. Kvöddum við allshugar þakklátir allt fólk í Klaustri, þar sem við höfðum not- ið frábærrar gestrisni. — Síðan fórum við á ferju yfir Skaftá. Þar beið bifreið Bjama frá Hólmi. Flutti hann okkur vestur að Ása- kvíslum. Þar hafði Lárus hesta til taks. I Ásum og Hlíð slógust með i förina Sveinn bóndi Sveinsson, bróðir Gísla sýslumanns í Vík og böm hans tvö, en í Flögu prest- urinn í Skaftártungu, Bjöm O. Björnsson. Var og enn fleira fólk með í förinni, sem blaðið man ekki að nefna. — I Illíð áðum við snöggvast og drukkum kaffi hjá Valgerði húsfreyju. Héldum við síðan viðstöðulítið að Hafursey. Þar var áð, etið nesti og hitað kaffi. Segir ekki af ferðum okk- ar, það er markvert geti talist nema það, að fræðslumálastjórinn sundreið í Kerlingardalsá. Fór hópurinn nokkuð dreift er komið var yfir Múlakvísl og hirtu þá ekki allir um leiðsögu. En Ásgeir mun iiafa orðið gripinn sagnfræði- legum áhuga, er hann sá heim- kynni Höfðabrekku-Jóku og fyrir þá sök gætt sín miður en skyldi. — I Vík fengum við gistingu hjá sama fólki og á austurleið og átt- um sömu alúðarviðtökum að fagna. Fundui- í Vík. Að aflíðandi hádegi næsta dag var fundur settur í skólahúsinu í Vík. Var þá veður hið besta og sótti þangað mjög margt manna. Af aðkomumönnum hafði bæst í hópinn Sigurður Eggerz banka- stjóri. Úm fundarsköp varð sú niðurstaða hjá Jóni Þorlákssyni, að stjórnarandstæðingar skyldu hafa jafnan ræðutíma „stjórnar- flokkunum“. Taldist þá Sig. Egg- erz með Ihaldsmönnum. Fundar- stjóri var Einai- Finnbogason hreppstjóri á Þórustöðum í Mýr- dal, bróðir Magnúsar bónda í Reynisdal. Utdráttur úr ræðum manna á þessum fundi og þeim, er síðar voiu haldnir, yrði að mestu end- urtekning á frásögn um Múlakots- fundinn. Aðalræður manna urðu vitanlega allsstaðar svipaðar. Verður því aðeins drepið á nokk- ur atvik þau er markverð geta talist. I Vík var talið, að áhöld myndu vera um liðskostinn. En um slíkt verður vitanlega aldrei sagt með neinni vissu. Fylgdu fundarmenn ræðuhöldum með athygli og stóð fundurinn til kl. 3 um nóttina. Sigurður Eggerz kemur nokk- uð við þessa sögu. Hann mun hafa ætlað að veita íhaldsmönn- um vígsgengi á öllum fundunum, en verið teptur við Þverá, vegna foráttu í ánni. Þetta vitnaðist með þeim liætti, að Ólafur Thors fékk frá honum skeyti á latínu, svohljóðandi: „Ultra posse nemo obligatur“, en það þýðir á ís- lensku: „Enginn er skuldbundinn umfram getu“. Mun þetta hafa verið afsökun á því, að hann komst ekki á Múlakotsfundinn. Nú munu menn spyrja: „Hvers- vegna varð hljóðbært um þetta skeyti Sigurðar?“ Krefst það að vísu aukaskýringar. I umræðum um skólamál á fundunum tók Ólaf- ur Thors dæmi af sjálfum sér til stuðnings máli sínu. Kvað hann sig og Magnús Guðmunds- son eitt sinn hafa borið saman bækuv sínar um námsferil og ein- kunnir. Ilefði þá komið í ljós, að er þeir innrituðust í skóla, hefði M. Guðm. verið neðstur í sínum bekk en hann sjáifur efstur. En að loknu námi hefði verið um skift hagi þeirra. Þá hefði M. Guðm. verið orðinn efstur en hann sjálfur neðstur! Áheyrend-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.