Tíminn - 20.10.1928, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.10.1928, Blaðsíða 4
186 TlMINN til Ameríku að morgni þess 11. þ. m. Náði það tilLakehurst í New Jersey, en tafðist nokkuð vegna andvinda og hlaut nokkrar skemdir. — Verða fleiri skip bygð af sömu gerð til reglu- bundinna ferða yfir Atlantshaf. Er gert ráð fyrir að skipin flytji um 50 farþega. Flotastjórn Bandaríkjanna hefir pantað hjá þjóðverjum tvö skip af þessari gerð. — Forsetakosningar í Bandaríkjun- um fara fram í nœsta mánuði. Fer kosningahrynan mjög harnandi og er talin muni verða einhver hin harð- asta, sem háð hefir verið þar i landi Eru fimm menn í kjöri, en aðeins tveir munu koma til greina, þeir Hoover (rep.) og Smith (dem.) Sam- kvœmt prófkosningu, sem blaðið The Literay Digest hefir látið fara fram, er fylgi Smiths talið fara vaxandi. — Enskir spiritistar hafa í hyggju að fylkja sér sem sérstakur flokkur við nœstu kosningar. Eru þar í landi um 500 spiritistafélög, sem ráða sam tals yfir um y2 milljón atkv. Orsök þessa er sú, að gegn spiritistum er nú beitt gömlum og úreltum laga fyrirmœlum, sem leggja hömlur d frjálsa starfsemi þeirra. ----O--- Tervani. Tervani! kölluðu íhaldsþingmenri- irnir á Vikurfundinum fram í fyrir Jónasi ráðherra. Var svo að heyra, sem þeir liefðu hér eitthvert afburða- keyri á hann. þeir segja, íhaldsmenn- irnir, að með afstöðu sinni og úr- skurði í Tervanímálinu, hafi hanr. svívirt liœstarétt. En þó að þeir vilji ekki skilja (og sleppa þar með tni sinni á ,,keyrið“), þá má vœnta þess, að almenningur þjóðarinnar skilji máiið, þegar hann gætir þess: 1. Að varðbáturinn var ósæmilega útbúinn og átti ekki óflekkaða for- tíð. 2. Að sitt er hvað að leggja fyrir mentuð ríki svo fátæklegan vitnis burð eftir því, hvort um er að ræða opinber varðskip eða aðvífandi róðra- báta. 3. Að sitt er hvað, hvað maður læt- ur sér nægja, að frágangi til heima fyrir, þar sem hægt er að gera ráö fyrir, að alt sé lagt út á besta veg, auk annars — og hitt, hvað hægt er að leyfa sér út á við. þess má vænta, að almenningur skilji málið og sjái, að ráðuneytið hefði miklu fremur óvirt hæstarét! liefði það gert ráð fyrir, að hann, þrátt fyrir þær utanríkisástæður, sem til greina koma, myndi dæma Ter- vani með slikum málatilbúnaði. Ligg- ur einmitt beinast við uð lita svo á, að ráðuneytið hafi, með því að áfrýja málinu ekki, lýst því óbeinlínis yfir, að það léti sér ekki detta í hug, að hæstiréttur myndi dæma Tervani. ÖH hróp-um, að stjórn íslands hafi moð þessu svívirt hæstarétt í auguni annara ríkja og þar með grafið und- an sæmd íslensks réttarfars og sjálf- stæði hins islenska ríkis, eru stað- laus fáryrði. þess má fyllilega vænta. að islenskur almenningur skilji Ter- vanimálið, þó að íhaldsforkólfarnir skilji það ekki, af því að þeir þykj- ast sjá i því keyri og jafnvel banvæni, vopn á Jónas Jónsson sem ráðherra og þar með á Framsóknarflokkinn sem ráðandi flokk fyrst um sinn. Fundarmaður. Um mjólkurnotkun. Eftir S. Sigurðsson, búnaðar- málastjóra. Sigurður Vigfússon á Brúnum hefir ritað í 45. tölublað Tímans um mjólkumeyslu, og er tilefnið grein sú er eg ritaði: „Um stofn- un mjólkurbúa", í Tímann og Frey. Sigurður tekur eitt atriði þess- arar greinar til yfirvegunar, en það er mjólkumeyslan á heimil- unum. Rétt er, að þetta atriði sé rannsakað ítarlega og því fróð- legt að bændur, sem hafa reynsl- una, leggi orð í belg um það. Skoðanir og álit manna er mjög mismunandi um þetta atriði. Eg hefi talið að hæfilegt væri að ætla 400 1. á mann árlega til heimilisnotkunar. Mjólkurbús- nefndinni í Flóanum þótti þessi áætlun of há. Nafni minn segir, að hún sé þrem sinnum of lág. verði mjólkurþörf allra lands- | manna eftir sama mælikvarða. Sé nú þetta rétt, er þá eigi álit- legt með stofnun mjólkurbúa, með útlendan markað fyrir aug- um. Mín áætlun um 400 1. mjólkur- neyslu árlega á mann var bygð á upplýsingum víðsvegar að, þar sem mjólkurbú eða mjólkursala er. Það er að segja, sem ástæð- ur eru nú. Hinsvegar benti eg til, að æskilegt væri að meiri mjólk væri notuð á heimilunum og að menn ættu vel að athuga, að selja eigi þetta holla og góða fæðuefni, mjólkina, en kaupa ef til vill önnur óhollari og verð- minni matvæli í staðinn. En það eru takmörk fyrir því hve mikla mjólk er réttmætt að nota á heimilum. Hve mikla mjólk menn nota — um það eru engar skýrslur hér á landi — en það er næsta mismunandi. Þar sem menn hafa mjólkurbú, eða mjólkursölu, mun notkunin vart ná 400 1. á mann. Svo mun það vera í nágrenni Reykjavíkur, á nokkrum hluta Suðurlandsundir- lendisins, í Eyjafirði og víðar. Frá útlöndum eru til ábyggilegar skýrslur um mjólkurnotkun í ýmsum löndum, bæði í bæjum og sveitum. Þessai- skýrslur sýna mjög mismunandi mjólkurnotkun, frá 50—400 1. á mann árlega. Mest er mjólkurnotkunin tahn í Sviss, um einn 1. á mann daglega. í Noregi hefir verið reiknað út að sveitafólk mundi nota að með- altali á einstakling 470 1., bæði til drykkjar, smjörs- og ostagerðar, og er það mest er eg hefi séð skýrslur um. Menn tala alment um að 1 líter mjólkur sé hæfi- legur daglega handa einstakling, en nokkru má þar við bæta, því mjólkin er tilreidd á breytilegan hátt. Menn telja að í einum 1. ný- mjólkur, séu þau næríngarefni sem samsvari Vi hluta þeirra næringarefna, er þurfi að vera í fæði fullorðins manns. Hve mik- inn hluta fæðunnar menn telja réttmætt að hafa mjólkurmat, fer eftir verðlagi á mjólk og öðr- um íæðuefnum. Rétt er að búa sem mest að sínu, einkum þar sem afskekt er og erfitt með samgöngur. Vér getum framleitt ágætt kjöt, mjólk og jarðávexti á hverju heimili og góðan fisk er víða hægt að fá. Þessi ágætu fæðuefni eiga heimihn að nota sem mest til eigin þarfa, og selja þau eigi nema þau sjái sér hag í þvi. En heimilin þurfa að framleiða meira en til eigin þarfa. Þau þurfa að framleiða vörur, sem þau fá fyrir gjaldeyri, th marg- víslegi'a þarfa sinna. Nú- er lífs- nauðsyn að auka ræktunina og stækka túnin, þá vex mjólkur- framleiðslan. En um leið þarf að gera ráðstafanir, svo að meðferð mjólkurinnar sé þannig, að mjólkurafurðimar sé boðleg vara. Þetta verður gert með samvinnu og félagsskap, stofnun mjólkur- (smjör- og osta-) og rjómabúa. Vér álítum þetta tímabært spurs- mál hér á öllu Suðurlandsundir- lendinu, sem bændur þurfi að taka nákvæmlega til yfirvegunar og byrja með undirbúning og framkvæmdir. Eða hve lengi ætla menn að hokra hver í sínu homi með mjólkursöluna? Láta sér nægja að fá um 20 aura fyrir einn 1. nýmjólkur, vitandi það að hin sama mjólk er seld í Reykja- vík á 44 eða 54 aura. Nei, hér þarf samtök og samvinnu til þess að koma þessu í lag, svo að bænd- ur fái tiyggan markað fyrir sína mjólk og mjólkurafurðir og geti selt það — á hvaða tíma sem er — þegar þeir hafa eitthvað af- lögu. Eftir þeirrí kenningu vantar tölu- vert til að bændumir á Suður- landsundirlendinu hafi næga mjólk handa sjálfum sér, og kúnum þarf að fjölga að meiru en helming til þess að fullnægt Nú sem stendur er mikil mjólk seld til Reykjavíkur frá Suður- landsundirlendinu, og útreikning- , ærxhr — sem bygðir em á fram- tali til búnaðarskýrslnanna — sýna ljóslega, að bændur hafa 70 ára reynsla og- viaingttlegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins WElRO/ enda er. hann helmifrægur og hefir 0 s i n n u m hlotlð gull- og silfurmedaliur vegna framúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað aö TERO er miklu betrl og drj'gri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eins VERO, það marg borgar sig. í heildsölu hjá: Halldóri Eiríkssyni Hafnarstræti 22 - Reykjavik 1200 krónur í verðlaun. KaupiO Fjallkonuekóevert- una, sem er tvlmalalauat beata skósvertan aem fnet h4r á landi og reyniö jafnhllða afi hreppa hin háu verölaun. þaö er tvennskonar hagnaö- ur, aem þir verðlö aðnjótandl, — í fyreta la*i, filð þér bestu skóavertuna og i OOru lagi gefst yður takitori tll að vinna stóra paningaupphceö i veröl&un. Leelö verOlaunareglumar, •em eru til gýnie 1 sérhverri veralun. H1. EfnagörC Reyitjavffctir. f Kemisk verksmiöja. FÁLKA- KAFFIBÆTIRINN hefir á rúmu á r i áunnið sér svo almenna hyiii, að salan á honum er ortiin x/« hluti af allri kaffibætiasölu þessa lands. Kaupfélagsstjórar, sendlð pantanir yðar gegnum Sam- bandiöl Oviðkomandi mönnum er hér með stranglega bönnuð rjúpnaveiði alstað- ar í heimalandi Þingvalla- kirkjn. Þingvöllum 5. október 1928. Ghiðmundur Daviðsson mikla mjólk aflögu, sem þeir þurfa að fá verðmæti fyrir. Að sjálfsögðu er þetta framtal eigi sem ábyggilegast, en gera má ráð fyrir, að kýmar séu alt eins margar og skýrslumar telja, og nú fjölgar nautpeningi með árí hverju. Því mun óhætt að fullyrða, að ef bændur telja sig fá viðunandi verð fyrir mjólkina, þá myndi meiia verða aflögu en ráðgert hefir verið, og með tíð og tíma aukast og margfaldast. Þegar um nýjungar eða breyt- ingar á búnaðarháttum er að ræða, þurfa menn að gera sér ljóst hvemig ástæður eru og hverjir möguleikar eru fyrir höndum. Mjólkurframleiðslan er orðin svo mikil á Suðurlandsundirlend- inu, að þar verður að hefjast handa og er þegar byrjað á nokkrum stöðum. En jafnhliða verður að vinna að aukinni og ódýrarí mjólkurframleiðslu en nu er, því aðeins með því markmiði er stofnun og framtíðar starf- ræksla mjólkurbúanna réttmæt. ----o----- Varist M u n i ð eftirlíkingar! vðrumerlcið! Yér leyfum oss hér með að vekja athygli þeirra, er með sjóklæði versla og þeirra, er þau nota, á því, að nú höfum vér birgðir af hinum: Endurbætfu síðstðkkum, sem hlotið hafa meðal sjómanna, einkunnarorðið: „Bestu stakkarnir.11 Einnig höfum við fyrirliggjandi: Oliu-svuntur, pils og hálfbuxur, sem eru að sínu leyti jafn vönduð framleiðsla og síðstakkarnir. Ennfremur verða á næstunni fyrirliggjandi: olíuteyjur og buxur (með axlaböndum). Allir, sem með sjóklæði versla, ættu því fyrst og fremst að hafa á boðstólum hina vönduðu vöru frá Sjóklæðagerð IsSands hefír hlotiö elnróma nV\\Y ' lof allra neytenda Fæat í öllum veralun- um og veittngahðaum Van Houtens Suðusúkkulaði er annálbd um allan heim fyrir gæði. Besta suðusúkkulaði tegundin sem til landsins flyst. Allar vandlátar húsmæður nota það eingöngu. / I heildsölu hjá Tóbaksverslun Islands h.f. Einkasalar á Islandi. H.f. Jón Sigmundsson & Co. Áhersla lögö á ábyggileg viöskifti. Millur, svuntu- spennur og belti ávalt fyrirliggjandi. Sent með póstkröfu um alt land. Jón Sigmundsson, gulismiður Sími 388 — Laugaveg 8. rfpVpcV3<Wx\ Ný tegund, j a f n g i 1 d i r útlendn þ vo 11 a e f ni Ritstjóri: Jóna* Þorbergsson. Sími 2219. Laugaveg 44. Prentsmiðjan Aeta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.