Tíminn - 17.11.1928, Síða 1
©Jaíbferi
©ð afgtci6sluma6ur <T i m a n s er
Sannoeig þ o r s 1 e t n f. bó 11 i r,
Sambanðsíjúsmu, XeyfjaDÍf.
2^fgtEi5s(a
Címans er t Sambanösíjúsinu.
©pin Öaglega 9—f2 f. i).
Stmi ^90.
1
xn. ir.
Reykjavík, 17. nóvember 1928.
54. blað.
Laugarvatnsskólinn.
Frá því var skýrt í síðasta
blaði, að Laugarvatnsskólinn var
vígður og opnaður til starfs 1.
nóv. síðastl. Jafnframt var skýrt
lauslega frá því, sem fram fór
við þá athöfn. Vegna illviðris átti
blaðið eigi kost á, að senda þang-
að tíðindamann. Fyrir því getur ,
eigi orðið rakið hér efnið úr ræð-
um manna. En þær munu vænt-
anlega birtast síðar og á öðrum
stað.
Laugarvatnsför kenslumála-
ráðherrans og gesta hans, er far-
in skyldi vígsludaginn, dróst til
þess 6. þ. m. Var þá lagt af stað
kl. 6 síðdegis. I förinni voru þess-
ir menn:
Jónas Jónsson ráðherra,
Ásgeir Ásgeirsson fræðslum.stj.,
Guðm. Björnson landlæknir,
Guðjón Samúelss. húsameistari,
Vigfús Einarsson skrifst.stjóri,
Ben. Sveinsson alþm.,
Berniiarð Steíansson alþm.,
liaildór Stefánsson alþm.,
Héðinn Valdemársson alþm.,
Jón Baidvinsson alþm.,
Guðm. Finnbogason landsbókav.,
Páll Lggert Ólason prófessor,
Aðalst. Kristinsson framkv.stj.,
Guðbr. Magnússon forstjóri,
Guðm. Einarsson listamaður,
Magnús Kjaran framkv.stj.,
Ragnar Ásgeirsson ráðunautur,
Þorst. Gíslason ritstjóri,
Jónas Þorbergsson ritstjóri.
Fleiri mönnum hafði verið boð-
ið að taka þátt í förinni og þar á
meðal Jóni Kjartanssyni ritstj.
Mbl. En vegna ýmiskonar for-
í'alla varð eigi af för þeirra.
Gekk ferðin austur að óskum,
en var nokkuð seinfarið. Eigi var
sími íullgerður heim að Laugar-
vatni. Kom því þessi hópur gesta
þangað með mjög stuttum fyrir-
vai-a og eigi fyrr en um hátta-
tíma. Eigi að síður áttu gestirn-
ir hiiium ágætustu viðtökum að
fagna hjá húsráðendum skólans,
séra Jakobi Lárussyni skólastjóra
og ráðskonunni, ungfrú Aðal-
björgu Haraldsdóttur. Var von
bráðar matur á borð borinn og
gengu menn að lokinni máltíð til
náða, sumir í rekkjum en aðrir á
flatsængum í skólastofunum.
llverahitinn í skólanum er 1 besta
iagi og áttu allir því góða nótt,
enda þótt nokkuð brysti á sæng-
urklæði. — Að bifreiðastjórum
meðtöldum voru næturgestimir
tuttugu og fjórir.
Snemmendis næsta dag, eftir
að gestirnir höfðu skoðað skól-
ann og umhverfi hans, setti ráð-
herrann samkomu í skólanum og
kvaddi til að stjórna henni for-
mann skólanefndarinnar, Böðvar
Magnússon bónda á Laugarvatni.
Var þá fyrst sungið kvæði það,
er Þorst. Gíslason skáld og rit-
stjóri hafði orkt og gefið skólan-
um. Fer það hér á eftir:
Hér skal boðað, æskan unga,
ættjörð þinni frá:
Lögð er skyldan þarfa, þunga
þínar herðar á:
Reisa býlin, rækta löndin,
ryðja’ um urðir braut.
Sértu viljug, svo mun höndin
. igra hverja þraut.
Vermd af nýrra vona ljósi
. inn þú dýrust heit:
Sárin græða, hefja’ í hrósi
hérað þitt og sveit.
Sá skal hæstur sómi vera.
Sé því orði hlýtt,
þá mun hjálpa guð, að gera
gamla landið nýtt.
Fagri dalur! Fræðaskólinn
fæðir nýjan hug.
Út um héraðs breiðir bólin
bjartrar trúar dug.
Þá í dáðum draumur lifir
dísa arin-ranns,
sem með blessun svífa yfir
sveitir okkar lands.
Eftir að þetta vígslukvæði hafði
verið sungið, tók fyrstur til máls
Jónas Jónsson ráðherra. Ilann
talaði fyrst um f egurð Laugar-
dals og þau sérstöku náttúrugæði,
sem hefðu ráðið miklu um það,
að skólinn var reistur að Laugar-
vatni. Benti hann á, að er kristni
var lögtekin árið 1000, voru
márgir Sunnlendingar skírðir þar
í volgu vatni, er þeir hurfu heim
af þingi. Þannig hefði farið þar
fram nokkuð af hinum formslega
undirbúningi þeirrar stofnunar,
sem hefði síðan orðið leiðarljós
þjóðarinnar um margar aldir. Nú
væri, með stofnun skólanna við
hinar heitu lindir, þetta náttúru-
afl tekið að nýju í varanlega
þjónustu andlegrar menningar í
landinu. Kvað hann og Laugar-
dal vera einskonar andlegt at-
hvarf listamannanna. Frumherji
í nýrri, íslenskri málaralist, Þór-
arinn Þorláksson, hefði bygt sér
hús að Laugarvatni, lagt mikla
ást við dalinn, málað þar mörg af
sínum fegurstu listaverkum og
loks dáið þar. Þannig hefði farið
þar fram einskonar nýtt landnám
í málaralist. Taldi og margt
benda á, að skólinn myndi njóta
fegurðar dalsins gegnum þau
hollu ítök, sem hún ætti í hugum
listamanna. Þannig væru nú fjór-
ir af málurum landsins búnir að
gefa skólanum málverk eftir sig.
Hugur þeirra leitaði þangað og
þeim væri ljúft að láta þessa
stofnun, sem reist væri í hjarta
sveitarinnar, hljóta til eignar og
varðveislu eitthvað af því, sem
eftir þá lægi á sviði listarinnar.
Óskaði hann þess, að Laugar-
vatnsskóli mætti í þessu og fleiri
efnum verða einskonar Strandar-
kirkja. f Flórenz á Ítalíu, sem er
ein mesta listaborg í heimi, kvað
hann vera merkilega deild í mál-
verkasafni borgarinnar. Þar væru
saman komnai' andlitsmyndir af
öllum málurum 19. aldar, sem
þeir hefðu sjálfir málað og gefið
safninu. Kvað hann Laugarvatns-
skóla nú þegar hafa sérstöðu
meðal íslenksra skóla um það, að
hann einn ætti sjálfur málverk.
Aðrir skólar hefðu málverk til
geymslu. En ef hér gerðist eitt-
hvað svipað og í Flórenz og
áframhald yrði á vænlegri byrj-
un, mætti svo fara, að allir mál-
arar landsins sendu skólanum
listaverk eftir sig. Myndi óvíða
fara jafnvel um málverk eins og
í þessum björtu, samstæðu kenslu-
sölum.
Þá benti ráðhen-ann á, að húsa-
meistari ríkisins, Guðjón Samúels-
son, hefði gert og gefið skólanum
teikninguna. Myndi hún vera ein-
hver fullkomnasta tilraun, sem
gerð hefði verið, til þess að skapa
nýjan, íslenskan byggingastíl í
samræmi við náttúru landsins. —
/sshJI 1 1 |í| fínfl fffl ffl'Wi iWffl li ffil ^3 II 13 1II 19 11 h, m jpls\ I ffl '
m ea la Ji i El s œ
Framhlið.
Bakhlið.
Fyrsta gólf.
Þá hefði Þorsteinn Gíslason skáld
orkt og gefið skólanum kvæði.
Væri það stutt og látlaust, en
þannig mótuð af hugsunum
þeirra, sem fyrir hefðu beist við
stofnun skólans og þeim vonum,
sem við hann væru bundnar, að
það yrði varanleg eign skólans og
mundi verða sungið þar um lang-
an aldur.
Þá gaf ráðherrann yfirlit um
sögu skólanna á Suðurlandi. Benti
á þá miklu auðn, sem orðið hefði,
er hinir fornu skólar í Haukadal,
Odda og Skálholti lögðust niður.
Síðan hefði vöntun skóla í þessum
fjölbygðu sveitum löngum verið
áhyggjuefni ýmsra manna og
lengi verið uppi ráðagerðir um að
fá úr því^bætt, þó af framkvæmd-
um hefði ekki orðið fyrr en nú.
Væri nú risin hér stofnun, er ætla
mætti, að yrði til langrar fram-
búðar, þegar litið væri á skilyrðin
og verkefnið. Myndu væntanlega,
með þróun tímanna, rísa upp fleiri
samskonar stofnanir á Suðurlandi,
er ísinn væri nú brotinn og svo
mvndarlegt spor stigið í þessa átt.
Ráðherrann kvað sigur í þessu
máli mjög að þakka unga fólkinu
og íbúum næstu sveita. Þar hefði
fórnarviljinn orðið mestur, þegar
á reyndi. Fólkið myndi sjálfsagt
vera svipað hér og annarsstaðar
um þessi bygðalög. En ætla mætti
að skólastaðurinn hefði riðið'
baggamuninn. Hann væri vei til
þess fallinn að vekja hrifningu og
hvetja til átaka. 'Benti hann á það
sem dæmi, að neysluvatn skólans
væri leitt að um 11/2 km. Hefði
unga fólkið, bæði konur og kariar,
grafið vatnsleiðsluskurðinn að
mestu leyti með þegnskaparvinnu.
— Þá ættu bóndinn og húsfreyj-
an á Laugarvatni mei’kilegan þátt
í undirbúningi málsins og afdrif-
um þess. Ýmsir af fyrri skólum
landsins væri til orðnir fyrir meiri
og minni fórnfýsi einstakra
manna. Sú saga væri að endur-
takast á Laugarvatni. Ráðabreytni
Laugarvatnsfólksins myndi ekki
verða talin hyggileg að almennu
mati, er það slepti þessari jöi’ð úr
umráðum ættarinnar, til þess að
í stað hennar gæti með nokkur-
um hætti komið öll ætt landsins.
Kvað ráðherrann, að á engum
hefði þungi málsins og fram-
kvæmdanna hvílt jafnmikið og á
form. skólanefndarinnar, Böðvari
bónda á Laugarvatni. Kvaðst
hann, vegna stjórnmálastarfsemi
sinnar hafa kynst mörgum mönn-
um í félagslegu starfi, en engan
revnt að meiri traustleik og fóm-
fýsi en Böðvar Magnússon.
Eftir að ráðherrann hafði þann-
ig litið til baka um sögn skóla-
málsins, veik hann stuttlega að
vonum þeim og framtíðardraum-
um, sem við hann væru bundnir.
Kvað liann vonirnar einkum verða
miðaðar við verkefnið, sem fyrir
lægi og skilyrðin, sem skólanum
væru búin. Kvaðst hann þá ætla
að segja það hér, sem hann hefði
ekki sagt fyrri, að Laugarvatn
væri að sinni hyggju besti skóla-
staður í allri Evrópu, þegar á alt
væri litið. Tók hann til saman-
burðar Sórey, fegursta skólastað
Dana: Sórey stæði í miðju Jót-
landi. Skólinn væri reistur skamt
frá allstóru vatni. Miklir garðar
og trjálundir umkringdu skólann.
1 vatninu væru tvær eyjar og
hefði umhverfið að bjóða alla þá
fegurð, sem Danmörku væri gefin.
En í Sórey væri enginn silungur
í vatninu, engir silfurtærir lækir,
engin uppspretta með dýrlegu
vatni, engin á, sem gæfi raforku,
engar skíðabrekkur, engin heit
laug, sem nota mætti til hitunar,
suðu, þvotta, baða og sunds. —
Sórey hefði verið arineldur í
danskri menningu um 700 ár.
Þegar litið væri á skilyrðamun
væri örðugt að geta sér til um
það, hvað unt mundi verða að
framkvæma á Laugarvatni í upp-
eldi æskulýðsins. En ætla kvaðst
hann, að síðar mundi verða al-
ment viðurkent að hér hefðu á
skynsamlegan hátt verið notuð
þau skilyrði, sem náttúran sjálf
leggur best til í landi okkar til
uppeldis unga fólkinu. — Hér
mundu verða iðkaðar úti-íþróttir
eins og skíðagöngur, skautahlaup,
sund, kappróðrar og fleira. —
Skóginn í hlíðunum kvað ráðherr-
ann hafa staðist beit um 1000 ár
og með friðun og ræktun mundi
verða unt að græða hér þróttmik-
inn skóg. Alt benti því til, að
Laugarvatn yrði staður ekki ein-
ungis mikilsverður fyrir skóla-
nemendurna, heldur myndu Reyk-
víkingar sækja þangað til íþrótta-
iðkana námskeiða og hressingar-
dvala.
Loks kvað ráðhei'rann, að sá