Tíminn - 24.11.1928, Síða 3
TlMINN
manna. Aftur á móti sá kaupfé-
lag-sstjórnin eng-an mun á þessu,
þar sem hvorttvegig-ja er lagt
fram af frjálsum vilja til aukn-
ingar á stofnfé einstaklinganna í
félaginu. -— Um fé það sem aðrir
en meðlimir kaupfélagsins lögðu
fram, er alls ekki deilt, enda mun
það hafa verið endurgreitt þeim
er þess hafa óskað.
Jóni Kjartanssyni finst óvið-
feldið „að verið sé að þakka ein-
um sérstökum manni það, sem
gert var almenningi eystra til
hjálpar og styrktar þegar Katla
gaus 1918“. Það gerir Jónas Þor-
bergsson ekki, en J. Kj. gerir sig
samstundis sekan einmitt í þessu.
Hann gefur Gísla Sveinssyni
sýslumanni heiðurinn af mörgu
sem hann átti ekki hlut að, og
skulu færð rök að þessu, enda þó
jeg efist ekki um að G. !Sv. vildi
eftir megni hjálpa þeim er fyrir
mestum erfiðleikunum urðu, sem
hann og gerði á ýmsan hátt.
Það er rangt að G. Sv. hafi
gengist fyrir því, að björgunar-
skipið Geir var sent austur með
söndum með tunnur, salt og mjöl.
Það gerði landsstjórnin í samráði
við mig, og munu símskeyti þau
er um þetta gengu milli lands-
stjómarinnar og G. Sv. sanna, að
eg fer hér með rétt mál. Það var
heldur ekki fyrir tilmæli G. Sv. að
bændaöldungurinn Andrés heitinn
í Hemlu kom 40 hrossum í fóður,
eftir að eg hafði átt tal við hann,
og sem fóðruð voru prýðilega frá
miðjum vetri og fram á græn
grös, án nokkurs endurgjalds.
Ekki var það heldur G. Sv., sem
gekst fyrir því, að Kaupfélag
Skaftfellinga hjálpaði þá fjölda
manns um fóðurbæti strax um
haustið, né heldur því, að eg gerði
mér ferð til Víkur — næstu síma-
stöðvar — í góulok, til þess að
reyna að fá „Skaftfelling“ til að
koma frá Reykjavík til Skaftár-
óss þá þegar, með síld og rúgmjöl,
því þá var auðsær voði fyrir hönd-
um vegna fóðurskorts fyrir þær
skepnur milli sanda, sem ■ ekki
voru brytjaðar niður um haustið.
Vafasamt var að ferð þessi tæk-
ist um það leyti árs, en lánið var
með, og helmingur farmsins (100
heilsekkir rúgur og 100 tunnur
síldar) var skipað upp við Skaft-
árós fyrstu daga einmánaðar.
Hvorki fyr né síðar hefir vörum
verið skipað upp þar á þeim tíma
árs. Hinum helming farmsins var
síðar skipað á land í Vík, og hlut-
uðumst við kaupfélagsmenn um
að flytja meiri hluta þess á hest-
um austur á Síðu, því ýmsir sem
fræðaskóla þeirra íhaldsmanna,
er nýstárlegur í þeirri átt og væri
vonandi, að hann yrði langstæður.
Málastuldur og manna —.
Tvö ráð hafa Ihaldsmönnum
þótt vænlegust til þess að fá
unnið Framsóknarflokknum geig.
Annað er að stela málum flokks-
ins og leitast við að gera þau að
sínum. Hitt er að stela mönnum
flokksins og þá sérstaklega for-
ingja hans, Jónasi Jónssyni, ráð-
herra og gefa hann Jafnaðar-
mönnum!
Fyrnefnd tilraun varð einkum
ber í hinum nafntoguðu laumu-
bréfum frá Miðstjórn íhalds-
flokksins, þar sem ýmsar stjórn-
málafréttir, ef fréttir skyldi kalla,
og stefnuskrá flokksins var sent
sem „trúnaðarmál“ til kjósenda í
landinu. Var þar nálega hverju
máli í „landbúnaðarstefnuskrá“
flokksins hnuplað frá Framsókn-
arflokknum. — Á fundunum í
Skaftafells- og Rangárvallasýslu
gerði J. Þorl. landbúnaðarmálin
að einum þætti frumræðu sinnar.
Gerðist hann þar mjög djarftæk-
ur á blekkingar og falsrök í til-
raunum sínum að hnupla málum
frá Framsókn. Eigi er þörf, né
heldur rúm til þess að birta hér
yfii’lit um sögu ræktunannálanna.
Er það kunnara en frá þurfi að
segja að stórkaupmenn og togara-
eigendur Reykjavíkur hafa ekki
átt forgöngu í landbúnaðarmálun-
um síðustu árin heldur þeir nú-
verandi ráðherrar Tryggvi Þór-
hallsson, Jónas Jónsson og aðrir
Framsóknarflokksmenn.
2H9
Fréttir.
mesta höfðu þörfina voru ekki
megnugir að flytja að sér fóður-
bætirinn sjálfir.
Sumarið áður hafði „Skaftfell-
ingur“ í fyrsta sinn flutt mikið
af kornvöru og síld til Skaftár-
óss, sem alt kom nú í góðar þarf -
ir þar sem jörðin var öll undir-
lögð ösku og sandi frá 12. októ-
ber þar til seint í maí að gróa
fór upp úr þeim köflum, sem
stormurinn og leysingarnar höfðu
skolað af.
Þó J. Kj. hafi með ritsmíð. sinni
knúð mig til að geta þessa, til
þess að hnekkja hinum ófyrir-
leitna frásagnannáta hans, vona
eg að sanngjarnir lesendur taki
ekki orð mín svo, að eg sé að
hæla sjálfum mér af því, sem eg
reyndi að gera til að bæta úr
vandræðunum, sem leiddu af
Kötlugosinu, og geti J. Kj. ekki
fært rök að því, að eg hafi skýrt
rangt frá, er það ljóst, að hann
stendur uppi berskjaldaður með
ósannindavaðalinn, sem sitt ein-
asta vígi.
Það eina, sem J. Kj. getur eftir-
látið mér nokkurnveginn óskift,
er afkoma Kaupfélags Skaftfell-
inga og afleiðingar þess eins og
hann lýsir því — fyrir almenning
eystra, sem nú sjái ekki fram á
annað en eymd á eymd ofan. Heyr
á endemi. Ætli Kötlusjóður og
önnur þau fríðindi, er hann talar
um, hefðu ekki hrokkið skamt,
ef bændur hefðu hvergi haft láns-
traust rneðan þeir voru að koma
búum sínum upp að nýju? Kaup-
féiagið reyndi að vera banki
þeirra meðan á því stóð, í þeirri
von að þeir yrðu síðar færir um
að greiða skuldir sínar, sem nú er
að rætast. Jóni Kjartanssyni hefði
ef til vill þótt viðfeldnara að fé-
lagið hefði gefið þeim upp allar
eða mestallar skuldimar, eins og
bankarnir hér hafa gert við suma
af húsbændum hans. — Nei, Jón
Kjartansson, bændur í Skafta-
fellssýslu eru flestir svo óspiltir
enn, að þeir vilja greiða skuldir
sínar, eru þakklátir þeim, sem
hlaupa undir bagga þegar á. ligg-
ur, og æðrast ekki þó þeir eigi að
semja um skuld sína og setja
tryggingu fyrir henni.
Vona eg að það, sem hér er
sagt, nægi til þess að sýna hver
endemis örþrifaráð það eru, sem
J. Kj. grípur til, til að reyna að
hnekkja áliti mínu, af öfund yfir
því, að j eg varð honum hlutskarp-
ari við síðustu alþingiskosningar.
Reykjavík, 20. nóv. 1928.
Láius Helgason.
-----o----
Síðamefnd viðleitni, að draga
Jónas Jónsson í flokk með Jafn-
aðarmönnum, var aðalefnið í ræð-
um Ölafs Thors á fundunum. En
ekki var það frumlegt, því það
hefir verið höfuðviðfangsefni 6—
10 stjómmálablaða íhaldsmanna
síðustu kjörtímabilin eða ávalt
síðan Jónas Jónsson hófst til for-
ustu í landsmálum. Munu engin
dæmi vera til þess, að jafnmiklu
fé og fyrirhöfn hafi verið varið,
til þess að leitast við að sannfæra
þjóðina um atriði, sem ætti, sam-
kvæmt eðli sínu, að vera einfalt
og augljóst. Enda mun árangurinn
ekki svara fyrirhöfninni. Jónas
Jónsson nýtur hins besta trausts
samvinnumanna, enda hefir hann
um langt skeið verið einn af trún-
aðarmönnum samvinnubænda um
alt land sem skólastjóri Sam-
vinnuskólans, hann var kosinn á
þing með atkvæðum þorrans af
endum landsins og loks var hon-
um falinn ráðherradómur með
einróma atkvæðum allra þing-
manna Framsóknarfl. Hversvegna
er allri þessai'i gífurlegu fyrir-
höfn og kostnaði rógiðjunnar á
glæ kastað? Vegna þess að að-
dróttanir um falshátt Jónasai’
Jónssonar í landsmálum er augljós
þjóðlýgi margþvætt og gjörtugg-
inn og fyrir löngu bragðlaus.
„Vald sósialista“.
Það mun hafa verið hlöðukálf-
ur Ihaldsflokksins, Jóhannes
Lynge uppgjafaprestur frá
Kvennabrekku, sem í grein um
skólamál á síðastliðnu sumri réðst
mjög heiftúðlega að Framsóknar-
Á víðavangí.
„Mælikvarðinn“.
heitir ákaflega svívirðileg grein,
sem Mbl. flytur í dag um dóms-
málaráðherrann, Jónas Jónsson.
Greinin er „mælikvarði" á hug-
rekki Mbl.-ritstjóranna. Þeir vita
að ráðherrann steig á skipsfjöl í
gærkvöld, á leið til útlanda og
grípa þá til óbrigðullar venju
sinnar um að neyta fjarveru
hans jafnskjótt og hann er kom-
inn út úr landsteinunum. Slík
ragmenni og hrakmenni, sem hér
eru að verki, eru einskonar ill-
kynjaðir sýklar í þjóðfélaginu,
sem fara þegar á kreik, er þeir
halda að niður falli vamir. —
Allir þekkja Valtý og Jón, vita að
þeir eru algerlega hirðulausir um
velferðarmál Islendinga. Þeir eru
ekki annað en hungraðir augna-
þjónar Lárusar Jóhannessonar,
Garðars Gíslasonar, Guðm. Ás-
björnssonar og fleiri slíkra
manna. Ritstjóramir verða virt-
ir jafnt og rakkar. En hjá hinu
verður ekki komist, að snúa sér
til eigenda blaðsins og krefja þá
umsagnar um það, hvort það er
með þeirra vilja að íslensk blaða-
menska er svívirt í höndum Mbl.-
ritstjóranna á þann hátt, sem
gert er í ofannefndri grein. Eða
teljast þessir menn svo sterkir og
hreinir, að eigin áliti, að þeir eigi
ekkert erindi á skurðarborð Tím-
ans, ef þeir kjósa stríð slíkt, sem
nú er haldið uppi í herbúðum
þeirra?
Sannleiksflótti J. Kj.
I Mbl. í morgun reynir J. Kjart-
ansson að réttlæta gífuryrði sín
um strandferðaskipið væntanlega
og bera brigður á þá frásögn í
„Pólitískri ferðasögu“, að hann
hafi runnið frá orðum .BÍnum á
flokknum og taldi hann einan af
stjórnmálaflokkum í landinu bera
óvildarhug og róg milli stétta.
íhaldsflokkinn kvað hann hreinan
af slíkri synd. Varla getur
óprestslegra berhögg við sann-
leikann. Aðalhomsteinninn undir
allri stjómmálabaráttu Ihalds-
flokksins og blaðamensku hans er
einmitt þessháttar landsmálaróg-
ur. Meginefnið í langflestum
landsmálagreinum Ihaldsblaðanna,
einkum fyrir kosningar, hefir ver-
ið „útmálun“ hinnar hræðilegu
„bolsa“-hættu, sem þau hafa tal-
ið vofa yfir bændum landsins.
Margsinnis hefir það verið brýnt
fyrir bændum, að verkamenn í
kaupstöðum hlytu jafnan að
verða þeim mjög hættulegir and-
stæðingar í landsmálum, að jarð-
irnar yrðu teknai' af bæödum, ef
Ihaldflokkurinn misti völdin o. s.
frv. o. s. frv.
Síðan núverandi stjóm tók við
völdum hefir það jafnan kveðið
við í ræðum og í blöðum íhalds-
manna, að þeir fimm Jafnaðar-
menn, sem nú eiga sæti á þingi
hafi ráðið öUum gerðum meiri-
hlutans á síðasta þingi og að þeir
ráði jafnframt öllu hátterni
stjórnarinnar. I „laumubréfum“
miðstjórnar Ihaldsflokksins er
þannig til orða tekið, að Fram-
sóknarflokkurinn hafi gert þetta
eða hitt „eftir beinni skipun
sosialista"! ólafur Thors talaði á
fundunum mjög mikið um þetta
vald jafnaðarmanna á því „ægi-
lega sosilistaþingi“, þ. e. síðasta
þingi.
Rök Ihaldsmanna eru þessi:
Sauðhúsvelli. Hvorugt tekst hon-
um, Þar sem hann víkur að gífur-
yrðum sínum sleppir hann vísvit-
andi merg málsins, þ. e. orðunum
„á fyrsta ári“. Vegna þeirra orða
óskaði séra Jakob að fá gífuryrðin
skrifleg og vegna þeirra sömu
orða rann J. Kj. af hólmi og stóð
ekki við yfirlýst loforð sitt um
að skrifa undir sín eigin ummæli.
Nú fer Jóni jafn lítilmannlega og
óhlutvendnislega og ritstj. Mbl.
fer jafnan, er hann reynir að I
ljúga sig frá skömminni með vís-
vitandi og augljósu rit- og heim-
ildafalsi. Slík heimska er alveg
óskiljanleg í fari manns, sem þyk-
ist vera fær um að standa í
stjórnmáladeilum og hafa verð-
leika fram yfir Lárus bónda í
Klaustri. *— Til þess að geta
þannig keypt sér stundarfrið með
fölsun, birtir J. Kj. ekki yfirlýs-
inguna orðrétta en vísar til henn-
ar í „Pólitískri ferðasögu“. En
þetta verða aðeins stundai’grið.
Nú skorar ritstj. Tímans hér með
á J. Kj. að birta yfirlýsinguna
orðrétta. Ef hann verður ekki við
þeirri áskorun saimar hann sjálf-
ur, að hann vill og verður að beita
ritfölsunum til þess að geta flúið
frá sínum eigin stjórnmálablekk-
tingum.
Landsímaslit
urðu í norðanrokinu á mánu-
daginn var. Er síðan að kalla má
sambandslaust í aðra landsfjórð-
unga og þykir mjög bagalegt sem
vænta má. Telja menn of tafsam-
lega ganga að gera að slíkum bil-
unum. Kunna menn því illa, er
niður falla langtímum saman á
vetrum not af landsímanum, en
bilanimar ágerast sem vænta má.
Mun skjótt reka að því, að end-
urbyggja þurfi allar elstu megin-
linur símans.
-----o----
Vegna þess að Framsóknarstjóm-
in hefir ekki hreinan þingmeiri-
hluta, verður hún að styðjast við
Jafnaðarmenn. Þetta veitir Jafn-
aðarmönnum á þingi vald til þess
að kúga stjómina og flokk henn-
ai' til hvers, sem þeir vilja vera
láta, því ella myndu Jafnaðar-
menn svifta stjómina stuðningi,
ganga á móti henni og fella hana
frá völdum. — Rök þessi leysast
upp í frumefni sín: hjóm og sjón-
hverfingar, þegar á þau er litið
með fullri viðleitni að skilja af-
stöðu flokkanna í landinu.
Rök Framsóknarmanna eru
þessi: Hvarvetna í lýðfrjálsum
löndum á sér stað stjómmálasam-
vinna milli framsækinna umbóta-
flokka í skipulagslegum efnum,
meðan verið er að brjóta á bak
aftur hið hættulega vald auð-
hyggjustéttanna, s:em klófesta alt
veltufé þjóðanna, þykjast vera
einskonar tímanleg forsjón þeirra
og jafnvel einnig andleg*), en
beita valdi sínu til þess að reka
atvinnuvegi landanna eins og eig-
in gróðafyrirtæki og hirða þann-
ig, ýmist sem atvinnuarð eða sem
verslunararð, allan ávöxt af striti
*) Samanber fríkirkjan í Ameríku,
sem er að langmestu leyti auðvalds-
klíka og gefur fépúkum, gegnum
kenningaviðjarnar, geysilegt vald yf-
ir hugum fólksins. — þekkjast og
hvarvetna dæmi þess, að auðborgar-
ar, sem í viðskiftalegum efnum gætu
með köldu blóði troðið „meðbræð-
urná' undir fótum, iialdi uppi trú-
hrœsnisfélögum: — einskonar kristi-
legum uppeldisstofnunum fyrir „unga
íhaldsmenn".
Jónas Jónsson ráðlierra tók sér far
til Englands með Goðafossi í gær-
kvöld. Mun hann verða fjarverandi
um þriggja vikna skeið.
Embætti. Ásgeir Olafsson hefir feng-
ið veitingu fyrir dýralæknisembætt-
inu i Vestfirðingafjórðungi. Var eini
umsækjandinn. A að sitja í Borgar-
nesi og er gert að kvöð að kenna
á Bændaskólanum á Hvanneyri.
Jón Magnússon yfirfiskimatsmaður
liefir, að ósk og áskorun atvinnu-
málaráðherra, tekið aftur afsögn sina
á starfinu, og gegnir því áfram.
Samningur var endurnýjaður ný-
lega milli atvinnumálaráðuneytisins
og Eimskipafélags Suðurlands um
styrk af opinberu fé til Faxaflóa og
Breiðaflóaferðanna. Varð það að sam-
komulagi, meðal annars, að fargjöld
milli Reykjavikur og Borgamess
lækka úr 12 kr. í 10 kr. á fyrsta far-
rými og úr 8 kr. í 6 kr. á öðru far-
rými, frá 1. júní næstkomandi.
Verðlaun úr sjóði Kristjáns kon-
ungs níunda, fyrir framúrskarandi
dugnað í landbúnaði hafa fengið
Lárus alþm. Ilelgason á Kirkjubæjar-
klaustri og Jón bóndi Hannesson í
Deildartungu.
Stöðvarstjóri landsimastöðvarinnar
í Reykjavík liefir verið skipaður Ólaf-
ur Kvaran símstjóri á Borðeyri.
Hreinn Pólsson Bergsonar frá Hrís-
ey ætlar að syngja í Nýja bio á
morgun ki. 3þ£. Hreinn er lítt lærður
en hefir mikla rödd og fagra.
Hjónaband. Nýlega voru gefin sam-
an í hjónaband Guðrún Bergþórs-
dóttir frá Ölvaldsstöðum og Jóhann
Magnússon hreppstjóri á Hamri í
Borgarhreppi.
Blaðapóstur tapaðist norðanpóstin-
um Jóni á Galtárholti er hann fór
frá Fornahvammi snemma i þessum
mánuði á norðurleið. Hvarf honum
hestur og fanst eigi fyr en nokkru
síðar lijá Sveinatungu og hafði þá
losað sig við pósttöskuna.
Sláturlél. A.-Húnvetninga á Blöndu-
ósi hefir látið reisa frystihús, sem
rúmar 9000 kindakroppa.
fjöldans. — íhaldsmenn og Jafn-
aðarmenn eru hinar fjarstu and-
stæður í stjórnmálaskoðunum
Samvinna milli þeirra er óhugs-
anleg. — Þessi staðreynd sýnir,
að gaspur Ihaldsmanna um vald
þingflokks Jafnaðannanna yfir
Framsóknarfl og stjórninni er
blekking ein og fjarstæða, því
hvað tæki við fyrir Jafnaðarm.
ef þeir vildu fella Framsókn frá
völdum? Myndu þeir vilja hrapa
svo til óhappanna, að flýja í
fangið á sínum verstu andstæð-
ingum, Ihaldsflokknum ? Þeir
svari fyrir sig. En ekki er það
hugsanlegt. Og ekki væri í ann-
að hús að venda. — Þessi stað-
reynd annarsvegar svo og hófsemi
Jafnarflokksins íslenska, sem vill
hlíta málefnaþróun og samvinnu-
úrræðum (sbr. útgerð ísfirðinga)
gerir samvinnu milli flokkanna
heilbrigða. Jafnaðarmenn hafa
fyllilega sýnt, að þeir skilja vel
og vilja fúslega styðja hverja við-
leitni Framsóknar til varnar og
viðreisnar fallandi sveitum lands-
ins. Hinsvegar er Framsókn skylt
að styðja verkamenn kaupstað-
anna í baráttu þeirra til meiri vel-
megunar og atvinnusjálfstæðis,
eftir því sem samrýmist skipu-
lagsún-æðum samvinnumanna.
(Niður. næst).
-----o----
Marsvin, 73 að tölu, hlupu á land
á Akranesi á fimtudagsnóttina. Var
það mikill fengur og ákváðu þorps-
búar að ágóðinn af honum skyldi
renna til hreppssjóðs og verða varið
til hafnarbóta.