Tíminn - 24.11.1928, Side 4
210
TlMINN
ALFA'toVL
A/B. Separator, sem býr til ALPA-LAVAL mjalta-
vélar, skilvindur, strokka, smjörhnoðara og Astra vélar
fyrir mjólkurbú, er stærsta og merkasta fyrirtæki í heimi,
um alt sem lýtur að gerð og smíði véla til mjólkurmeð-
ferðar og mjólkurvinslu.
A/B. Separator á verksmiðjur í Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi,
Austurríki, Ungverjalandi, Kanada og Bandaríkjunum.
ALFA-LAVAL skilvindurnar eru vönduðustu skilvindurnar, sem
A/B. Separator lætur smíða, tær hafa glæsilega yflrburði yflr allar
aðrar skilvindur.
Kaupið AlfaIaval þær svíkja engan.
Samband ísl. samvinnufél.
Fahlströras skurðaskóflur
eru ómissandi yerkfæri við allan skurðagröft.
Samband ísl. samvínnufél.
Munið hin skýru orð Vestur-íslendingams Ásmondar Jóhannssonar á siðasta aðalfundi Eimskipafélagslns:
Sú króna, sem fer út úr landinu, er kvödd i síöasta sinn
Kreðjið þór ekki yðar krónu í síðasta sinn, þar sem þess þarf ekki með
Vátryggið alt, á sjó og landi, hjá Sjóvátryg/g'ingarfólagi Islands
FÁLKA-
KAFFIBÆTIRINN
hefir á rúmu árl áuonW
sór svo almenna hyíii, að
s&lan á honum er oiflin */*
hluti af allri kaffibœttseölu
þessa lands.
Kaupfélagastjórar, aendlð
pantanir yðar gegnum Sam-
bandiðl
H.f. Jón Sigmundason & Co.
Armbandsár
af
bestn tegund.
Afar ódýr.
Jón Sigmundsson, gullsmiður
Sími 888 — Laugaveg 8.
Frjónavélar
Það er ekki nóg að spyrja
um prjónavélar.
Spyrjið um:
Britannia prjónavélar
Þœr eru með viðauka og öll-
um nýjustu endurbótum, og- samt
eru þær ódýrastar.
Samband ísl. samvinnufél.
0 0 0 $ 0 A
1 heildsölu bjá:
TóbaksYersl. Islands h.f.
¥¥¥¥¥¥
Sundhöllin. Talsverður dráttur hef-
ir orðið á því, að hafist yrði handa
um byggingu sundhallarinnar og
mun hafa staðið á því, að Reykja-
víkurbær legði fram fé til hennar og
léti hefja framkvæmdir. Mælt var
að borgarstjóri hefði á síðastliðnu
sumri látið velta um tveimur stein
um eða grafa litla holu á fyrirhug-
uðum grunni, til þess að geta lýst
yfir því fyrir íþróttamönnum við há-
tíðlegt tækifæri, að nú væri verkiö
haíið! — Nýlega hefir runnið enn
ein stoð undir málið. Fyrir forgöngu
í. S. í. .hefir verið skorað á öll
íþróttafélög Reykjavikur að leggja
fram þegnskaparvinnu til þess að
hrinda byggingu sundhallarinnar í
framkvæmd með það sérstaklega fyr-
ir augum að grafa aðleiðsluskurð
sjávarins úr Skerjafirði og til sund-
liallarinnar. Safnast nú óðum dags-
verk. Verður þá unnin þegnskapar-
vinna við tvær af merkustu framtíð
arbyggingum þjóðarinnar, stúdenta-
garðinn og sundhöllina. Ber slík fórn-
arlund ungra manna vott um gróður
í þjóðlífinu.
Reikningar ísafjarðarkaupstaðar.
Bæjargjaldkerinn á ísafirði hefir
sent blaðinu „Reikninga ísafjarðar-
kaupstaðar árið 1927“. Eru þeir mjög
glöggir og ítarlega sundurliðaðir.
íhaldsblöðin hafa reynt að hugga sig
við það marga dapra stund, að .Tafn-
aðarmennimir á ísafirði væru að
setja hæjarfélagið á höfuðið. Virðist
annað af þessum reikningum. Sam-
kvœmt þeim eru skuldlausar eignir:
Bæjarsjóðs.............kr. 146.331.04
Sjúkrahússins...........— 246.793.93
Hafnarsjóðs.............— 402.323.42
Samtals kr. 795.448.39
Dr. Guðm. Finnbogason hefir sent
Tímanum eftirfarandi leiðréttingu
við útdrátt úr ræðu hans í Laugar-
vatnsskóla: „Fyrir set.ninguna: „Orð-
ið „lestur“ kvað hann skylt orðinu
„leistur", átti að standa: „Orðið
„list“ og „læra“ kvað hann skylt
orðinu „leistur“.“
„Föðursystir Charleys“ heitir gam-
anleikur eftir Brandon Tomas, sem
Mæður. Kynnið yður hvaða matar-
hæfi er hentugt þegar barnið er van-
ið ‘af pela. Kaupið Mæðrabókina eftir
Prófessor Monrad. Kostar 4.75.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir um
þessar mundir.
íhaldsblaðið „Siglfirðingur" er nú
endurvakið á Siglufirði og er rit-
stjórinn hinn sami og áður, Jón Jó-
hannesson.
Frá úílðndum.
þess var getið hér í blaðinu í sum-
ar, að þjóðverjar hefðu gert tilraun
til að stjóma mannlausu skipi með
radiotækjum og hefði heppnast vel.
Samskonar tilraun íór nýlega fram
með bifreið á götum Berlínarborgar.
Lét hún fullkomlega að stjórn, stað-
næmdist og vék úr vegi, þegar á
þui'fti að halda, engu síður en þótt
mannshönd hefði haft vald á stýrinu.
Er uppgötvun þessi hin merkilegasta.
— Kosningar eru nýafstaðnar i
Ásti'alíu. Verkamenn unnu á.
— þýski utanríkisráðh., Strese-
mann, hefir veri§ veikur lengi und-
anfarið, en er nú að koma til heilsu
aftur. Flutti hann 19. þ. m. langa
ræðu um skaðabótamálið og frakk-
neska setuliðið í Rínarlöndum. Kvað
hann þjóðverja skilyrðislaust krefj-
ast þess, að liðið yrði kallað heim.
Kvað hann upp úr mcð það, að
pjóðverjar mundu eigi kaupa her
þennan af höndum sér með frekari
skuldbindingum um skaðabóta-
gi'eiðslur. Er svo að sjá sem pjóð-
verjar séu nú einarðari en áður í
skaðabótamálinu, enda vex þjóðinni
naegin með ári hverju.
— Ofviðri geysaði um Vestui'-Ev-
rópu alla rétt eftir miðjan mánuð-
inn. Á Bretlandseyjum ui'ðu svo
miklar skemdir á símalínum, að 70
hæir urðu án símasambands. Nokkr-
ir menn fórust. Víða fukn þök af
húsum. Samgöngur yfir Ermarsund
Færeysk-dönsk
orðabók er til sölu bundin í sterkt
band með skinni á kili.
VerÖ kr, 12.50
íslendingar, sem kynnu að vilja
eignast bókina, geri svo vel að
saúa sér til
Árnasons bókasmiðju
Kongagate Thorshavn
teptust með öllu meðan á óveðrinu
stóð og fjöldi skipa var hætt kominn.
í hafnarhæjum Vcstur-Frakklands
vai'ð víða stórtjón, sömuleiðis við
Hollandsstrendur og pýskaland
vestan Jótlandsskaga. Á stað einum
í Hollandi sökk prammi eða flutn-
ingabátui' og fórat þar kona ásamt
10 börnum.
— í þýska í'íkisþinginu var nýlega
deilt um, livort halda skyldi áfram
smíði á herskipi, sem siðasta þing
samþykti að láta byggja. Vildu Jafn-
aðarmenn stöðva smíði skipsins, en’
tillaga þeirra var feld með 255 atkv.
gegn 203. Verður því skipið hygteins
og áður var ákveðið.
— pau tíðindi gerðust nýlega í
franska þinginu, að radikali flokk-
urinn, sem stutt hefir nýju stjóm-
ina þar siðan um kosningarnar í
vor, snerust gegn henni. Sagði hún
þegar af sér. En Poincai'é tókst að
mynda stjóm á ný og hefir nú hlot-
ið traustsyfirlýsingu meirahluta
þingsins. Mestur hluti í'adikalaflokks-
ins sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Ei' Poincaré nú tvímælalaust sling-
astur stjórnmálamaður Frakka.
— í Englandi dóu 3000 konur af
barnsförum síðastliðið ár. pykir sú
tala að vonum ískyggilega há og or-
sökin að verulegu leyti talin fátækt
og illur aðbúnaður. Heilbrigðis-
stjórnin hefir nú hafist handa í þá
átt að sjá fátækum sængurkonum
fyrir hjúkrun.
— Nýju ríkin, sem stofnuð voru á
rústum austurríska keisaradæmisins,
í lok heimsstyrjaldarinnar, eiga 10
ára afmæli á þessu ári. Voru í því
tilefni hátíðahöld víða þar syðra í
síðastl. mánuði. Af hinum nýju ríkj-
um hefir Tékkó-Slovakiu farnast
hest. Forseti er þar háskólakennan
aldraður, Masaryk að nafni, er nýt-
ui' hyers manns trausts. Ungverjai-
eru óánægðii' og þykjast hafa verið
rændir löndum, er þeim báru með
róttu. En vont er ástandið í Jugo-
Slavíu, og er gjör frá því skýrt á
öðrum stað í blaðinu. — í næstu
viku er líka 10 ára afmæli íslenska
fullveldisins.
— Rétt fyrir mánaðamótin síðustu
voru líka hátíðahöld mikil í ftalíu
og á Tyrklandi. Mussolini hélt upp
á. 6 ára afmæli Facismans en Must-
apha Kemal 5 ára afmæli tyrkneska
lýðveldisine. Aðfarir Tyrkjaforsetans
.í ríki sínu eru svipaðar og Péturs
mikla foi'ðum í Rússlandi. Pétur hauð
hirðmönnum sínum að stýfa skegg
sitt og gekk ríkt eftir að boði sínu
væri hlýtt. Mustapha Kemal baunar
karlmönnum að hera sinn forna höf-
uðbúning og konum að hylja andlit
sitt, svo sem siðui' er í Austurlönd-
um. Ætlar hann í skjótri svipan að
semja Tyrki að siðurn Vesturlanda-
búa.
-----O-----
Ihaldsflokkurinn
og samtök bænda.
VII.
Enginn neitar því, að landbúnaður-
inn á nú við ýmsa örðugleika að
striða. Honum hafa óneitanlega safn-
ast miklar skuldir að undanförnu,
eins og getið hefir verið um hér að
framan. Eru verslunarskuldirnar
þeirra erfiðastar og þyngstar í vöfum,
eins og ávalt er um lausar eða
ósamningsbundnar skuldir. Er síst
furða, þó að íslenski landbúnaðurinn
sé nú illa stæður að möi'gu leyti. Til
skamms tíma hefir hann að mestu
ieyti farið á mis við lánsféð í land-
inu. Ilann hefir þess vegna dregist
aftur úr í samkepninni við sjávarút-
veginn, sem verið hefir óskabarn láns-
stofnananna, og nú er orðinn risavax-
inn atvinnugrein í landinu með öllum
nýtisku tækjum meðan heita má, að
landbúnaðurinn sé enn rekinn með
aðferðum 17. aldarinnar. Af þessu
leiðir m. a. það, að einkum yngra
fólkið i sveitunum fyllist kvíða og
vonleysi um framtíð landbúnaðarins.
pað flýr því sveitina, æskustöðvar
sínar og bernskuheimili, og flytur í
kaupstaðina, þar sem lifsskilyrðin
virðast betri meðan góðu náir. En
hvílík þjóðarógæfa er hér ekki í upp-
siglingu? Og hvað verður um mann-
dóm og lireysti þjóðarinnar, ef land-
búnaðurinn legst í rústir en megin-
hluti landsmanna elst upp á kaup-
staðannölinni við óvissan sjávar-
gróða og úrkynjunarlíf bæjalífsi.ns?
pað er talið, að svona sé þettameö
öllum þjóðum. Fólkið þyrpist úr
sveitunum til bæjanna. En hvar sem
þetta skeður, vofir hættan yfir: úr-
kynjun þjóðanna bæði andlega og
líkamlega.
Já, í flestum löndum okkar álfu
eru fjárhagsörðugleikar landbúnaðar-
ins yfirvofandi. Danskir bændur t.
d., sem þó húa í miklu ríkara og
betur ræktuðu landi en við íslend-
ingar, og við langtum betri markaðs-
kjör, eiga nú við mjög erfið fjár
hagskjör að búa. Telja margir, að
hrekkun dönsku krónunnar úr 65
gullaurum upp í 98 gullaura, ámjög
skömmum tíma, sé helsta orsökin
að þessum fjárhagsörðugleikum
dönsku bændanna. Er þessi gengis-
hækkun þó síst meiri en þegar er
orðin á okkar krónu. í Danmörku er
þó um þessar mundir verið að ræða
stjórnarfrumvörp þess efnis, að
lijálpa dönskum bændum til að geta
yfirstigið helstu erfiðleika gengis-
hækkunarinnar. Helst er talað um,
að ríkið stofni einskonar sjóði, sem
sérstaklega eru ætlaðir fátækum
bændum með mjög aðgengilegum
kjörum, og leggur ríkið fram í þessu
skvni eitthvað nálægt 20 miljónir
króna.
Hvers mundi því ekki þörf hér á
landi, þar sem bœndur eiga við svo
mikla fjárhagsörðugleika að stríða
meðfram vegna mjög ógætilegrar
hækkunar á gengi okkar peninga,
og eru auk þess margfalt fátækari
og langtum skemra á veg komnir
með allar sínar umbætur í búnaði
heldur en stéttarbræður þeirra í
Danmörku? Frh.
Jóhannes Ólafsson frá Svínhóli.
—----O——
Ritstjóri: Jónas Þorbergsson.
Sími 2219. Laugavég 44.
Pr«otamlð]Ma Acta.