Tíminn - 22.12.1928, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.12.1928, Blaðsíða 2
226 TlMINN Andantino. P fsland ögrum skorið. (Eggerl Ólafsson). Sigv. S. Kaldalóns. 3E £ ? t r~T' r r j j / j -i_,i * - »—■—f~ f=f= eg vil nefn - a þig, J J* 1 i i J =5=^ £ ffí/ poco string. tr fyr - ir skikk - un skap - ar - ans. méáééáé' T Vert-u bless - að.bless-i þig -J-J-L J. J H? / ^ | rit. ff»/ Andante maestoso. s-mm=^j=j f? 11 mHp=f=T=i* V þ I I I I V V 3 E£ bless-að nafn - iö hans. J J v u i i r r í> fs-land ögr-um skor-ið, eg vil nefn - a þig, i' J* i £ i J' ! J J I i' J* J. i =-' •—-y—-r—^jz=rr=rtz=±rz=rzi*r-r ■ m t i t=*-~ J^J-J 13 r. T--f U K þ k i i sem á brjósl - um bor - ið og bless - að hef - ir mig. J J. =Þ= j ^ J / J' j ? .r *: I ; i.B JLJ^L j. 13 Sl/ mest umþráttaði íslenski lista- maðurinn, sem nú er uppi. Margir sem sjá myndir hans njóta þeirra eigi að neinu, sjá þar enga fegurð, enga list. Og er það fjarri mér að áfell- ast þessa menn. Eg fór í kirkju til Páls Isólfs- sonar þegar hann lék á hljóðfærið til minningar um hundrað ára dánardægur snillingsins Beet- hoven. Eg er ekki ósöngvinn með öllu, hefi söngrödd svo að eg get „sungið með“, er ekki ólagviss og ftð minsta kosti einu sinni hefi eg orðið gagntekinn af fögrum söng. En þegar eg kom út úr kirkjunni fann eg að eg hafði ekki notið snildar Páls. Og þessi vonbrigði ryfjuðu upp fyrir mér sögu, sem eg hafði heyrt um Sigurð nokkurn fjósa- mann: Ein af kúnum hjá Sigga var veik. „Hefirðu þá séð hana hafa hægðir?“ spurði presturinn, hús- bóndi hans. „Ha“! sagði Siggi. „Hefirðu þá séð kúna hafa hægðir?" endurtók prestur. „Eg geri svo vel og skil yður ekki“, sagði Siggi. „Hefirðu þá ekki séð hana drulla?“ spurði sonur prestsins, sem var viðstaddur. Siggi varð sneyptur og gekk út. Eg hygg að margur hafi stað- ist þetta próf ver en við Siggi fjósamaður. Mér kom ekki til hugar að fella þann dóm að Páll hefði ekki leik- ið af snild, þótt eg ætti þess ekki Minning Þegar maður fellur í valinn koma til greina tvö atriði, er meta skal gildi hans og afrek. Annarsvegar mannkostir og gáf- ur. Hinsvegar lífsverk hans, þ. e. skerfur hans í menningu þjóðar sinnar. Fyrir fáum dögum andaðist í fjarlægu landi aldurhniginn Is- lendingur, sem í minningu sam- landa sinna mun lengi talinn meðal fremstu manna þjóðarinn- ar, hvort heldur sem litið er á manninn sjálfan eða verk hans. Magnús Kristjánsson er þrosk- aður unglingur um 1874, þegar þjóðin hlaut fyrst verulegt sjálf- stæði, eftir langa baráttu, þar sem hlítt hafði verið uppeldis- legri forsjón mesta afburðamanns sem Islendingar hafa eignast fyr og síðar. Gleði íslensku þjóðar- innar var innileg og djúp 1874, þegar fólkið mintist undangeng- inna hörmunga margra alda, og hins nýfengna sigurs. Kynslóðin, sem byrjaði að reisa hið nýja heimili minstu sjálf- stæðu þjóðarinnar í heiminum, átti sannarlega við marga örðug- leika að stríða. Þjóðin var bláfá- tæk, mjög illa ment í verklegum efnum, kuxmi nálega ekki að fara með vinnusparandi vélar, bjó 1 lélegum hreysum. 1 landinu voru engir lagðir vegir, engar brýr, nálegft engar póstgöngur, engir kost að njóta hennar. Og Sigga þótti auðsjáanlega miður að hafa ekki skilið gott og gilt orð í móð- urmáli sínu. Það hefir jafnan viljað reynast svo, að samtíðin eigi örðugt með að meta gildi listamanna sinna. Enda njóta fjöllin sín best úr fjarlægð! Og því betur, því hærra sem þau eru. Mér þykir það spá góðu um Kjarval, hversu skiftar eru skoð- anirnar um hann. Víst er um það að frumlegast- ur er hann allra íslenskra málara. Enginn þeirra hefir málað jafn fjölbreytilegar myndir. Má heita að þar skifti um með hverri árs- tíð. Kjarval getur ekki endurgert (kopíerað) sjálfan sig, til þess er hugmyndaauður hans of míkill. Hann hefir notað olíuliti, vatns- liti, rauðkrít, svartkrít og blek jöfnum höndum. Hann hefir málað mikilleik fjallanna, fegurð blómanna, lit- brigði 'gi'assvarðarins, mosans, steinanna og moldarflagaima, skip og skóga, hafís og huldu- fólk, fugla og fiðrildi, haf og hauður. Mannamyndir hefir Kjarval gert allmargar, eru þar eflaust langfremstar myndir þær, sem Mentamálaráðið lét vera sitt fyrsta verk að kaupa handa land- inu. Var það heilt safn mynda, 50 teikningar af fólki á ýmsum aldri, birtast hér sýnishom af þrem slíkum myndum. Er í því fólgin mikill heiður fyrir Kjarval og ágæt viðurkenn- ing, að Mentamálaráðið var sam- huga um að festa þessi kaup. Kjarval er fæddur 7. nóv. 1885 að Efrí-Ey í Meðallandi og var eitt að 13 bömum Sveins Ingi- mundarsonar og Karítasar Þor- steinsdóttur er þar bjuggu. Á fimta árí var hann tekinn í fóst- ur af móðurbróður sínum Jó- hannesi frá Króki, sem þá var nýfluttur austur á land, og kom Kjarval til hans árið sem frændi hans reisti bú að Geitavík í Borgarfirði eystra. Þórunn dóttir Jóhanns flutti drenginn landveg austur, bundinn ofan á reiðing. Átta ára byrjaði Kjarval að gera myndir og notaðist þá við kálfsblóð, blek, sót og pakka- liti sem hafðir vom til heimalit- bankar, engin innlend verslun, hér um bil engir skólar. Skip er farið gætu með farþega fyrir ströndum landsins eða til útlanda voru engin til. Ræktuninni hafði stórhnignað síðustu 7—800 árin, sem þjóðin hafði bygt landið. Sennilega er ómögulegt fyrir þá kynslóð sem óx upp í landinu á þroskaárum Jóns Sigurðssonar að meta áhrif þau er hann hafði á hina ungu samtíðarmenn sína. Hér er nóg að minna á það eitt, að hann hafði undirbúið fram- farir Islendinga í svo að segja hverri einustu grein þjóðlífsins, og þó að líkindum allra mest mót- að æskuna með persónulegu for- dæmi og óvenjulegum yfirburð- um að andlegu þreki. Bestu mennirnir sem verið höfðu uppi um það leyti sem fyrsta stjómarbótin fékst, höfðu ljósa meðvitund um hið bágboma ástand lands og þjóðar, og á hinn bóginn hafði hinn fyrsti sigur og hin glæsilega forganga í umbóta- starfseminni vakið hjá þeim trú á mátt Islendinga og vonir um framtíð landsins. Magnús Kristjánsson var ein- hver öflugasti og þróttmesti maðurinn sem mótaðist á efri ár- um Jóns Sigurðssonar. Og hann stóð öruggur í fremstu röð hinna þjóðlegu umbótamanna, sem héldu áfram sókninni þegar for- setinn hné í valinn. Að vísu geta margir aðrir, og það menn sem enn lifa, sannað að þeir hafa tal- að mikið meira um sjálfstæði Is- lands og frelsi lslendinga heldur unar. Fimtán ára fluttist Kjarval til Reykjavíkur, varð þar vika- drengur, en lengst af á fiskiskút- um. Árið 1910 komst hann til Lundúna, dvaldi þar vetrarlangt, hitti þar Einar Jónsson mynd- höggvara, sem fór með hann með sér til Kaupmannahafnar og hvatti hann til náms á fjöllista- skólanum þar. Lauk Kjarval þar námi 1918. Lengst af síðan hefir Kjarval dvalið hér heima. 1920 var hann hálft ár á Ital- íu og á þessu ári álíka lengi í París. Hefir Kjarval því átt kost á að en Magnús Kristjánsson, en mjög fáir hafa unnið meira í verki að frelsi og sjálfstæði landsins en hann. Æfi Magnúsai’ Kristjánssonar skiftist í tvö glögglega aðgreind tímabil. Á hinu fyrra skeiðinu er hann landnámsmaður á Akur- eyri, og á allra manna mestan þátt í að gera fæðingarbæ sinn að sannarlegum höfuðstað Norð- urlands. En á síðara tímabilinu er hann í fararbroddi þar sem um var að ræða að tryggja þróun efnalega frjálsrar og sjálfstæðrar þjóðar. En bæði er hann vann fyrír bæ sinn og land, komu í ljós nákvæmlega sömu lyndisein- kunnir, og samskonar vinnulag og átök. Akureyri er nú efnalegá sjálf- stæðasti og blómlegasti kaupstað- ur á landinu. Að nokkru má þakka það heppilegri aðstöðu. En ef fjáiplógsmenn, eigingjamir sérgæðingar hefðu ráðið málum Akureyrar þegar Páll Briem og Magnús Kristjánsson lögðu grundvöllinn að velgengni bæjar- ins, myndi önnur raunin nú um hag Akureyrar. Akureyri var fyrsti kaupstað- ur á Islandi, sem eignaðist sjálf- ur góðar hafskipabryggjur, fyrsti bær, sem keypti mikil lönd í ná- býlinu og seldi þau ekki aftur, fyrsti bær, þar sem fjöldi bæjar- búa rak arðsaman landbúnað með annari atvinnu, fyrsti bær, sem fékk skipulegt götukerfi, fyrsti bær sem kom upp tiltölulega góðri verkamiðju til að vinna góð sjá allmikið af myndum höfuð- snillinga álfunnar frá öllum öld- um. Nokkrir eru þeir menn, einkum í Reykjavík, sem mjög dást að myndum Kjarvals, og til eru þeir sem eiga margar myndir eftir hann. En spá mín er sú, að þeir sem leggja leið sína um hálendi íslenskrar menningar þegar stundir líða, telji Kjarval þar með eihkennilegustu og eftir- minnilegustu fjöllunum. Gltðbrandur Magnáasson. klæði á landsins böm úr íslenskri ull. 1 öllum þessum málum var Magnús Kristjánsson annaðhvort aðalforgöngumaður eða öflugasti stuðningsmaður umbótanna, og má nærri geta, að þar sem slík framsýni er sýnd, muni í fleiri efnum hafa vel verið að verki unnið, þótt eigi verði hér fleira rakið. Ef til vill einkennir það best starf Magnúsar Kristjánssonar á Akureyri, að hinar þýðingarmiklu framfarir hafa því meiri þýðingu sem lengra líður frá því að starf umbótamannsins hófst. Um hvert af hinum áðumefndu umbótamál- um urðu framfaramennimir að eiga í þrálátri baráttu við kyr- stöðuöflin. Til að nefna aðeins tvö dæmi má geta þess, að Magn- ús Kristjánsson varð að beita allri orku til þess að afturhalds- menn bæjarins og héraðsins gætu ekki eyðilagt dúkaverksmiðjuna og hin sjálfstæðu hafnarmann- virki Akureyrarbæjar. Meim kynnu að vilja spyrja: Hversvegna tókst Magnúsi Krist- jánssyni að grunnmúra efnalegt og félagslegt frelsi Akureyrarbúa í samstarfi við tiltölulega fáa samhenta menn, meðan skamm- sýnir samtíðarmenn sumir, í öðr- um þorpum landsins, grundvöll- uðu dýrtíð, fjárglæfra og andlega vesalmensku ? Svarið er afar einfalt. Og um leið er gefin skýring á öllu starfi Magnúsar Kristjánssonar. Hann fann til jafnöflugrar löngunar til Bálför Magnúsar Kristjánssonar f j ármálaráðherra. (Tilkynning frá sendiherra Dana). Lík Magnúsar Kristjánssonar fjár- málaráðherra var borið á bál á fyrra föstudag á Bispebjerg. Var það mjög hátíðleg athöfn. í blómum skrayttri smáhvelfingu inst í kapellu bálstof- unnar, stóð kistan, sveipuð íslensk- um fána og skreytt ótal blómsveigum. þar voru m. a. blómsveigar frá kon- ungi, islensku stjórninni, Alþingi, sendiherra íslands, íslandsbanka og bankaráði, Eimskipafélagi íslands, forsœtisráðherra Dana, ráðgjafar- nefndinni og Dansk-islandsk Sam- fund. Viðstaddir voru: Jón Svein- björsson konungsritari, allir starfs- menn sendih.erraskrifstofunnar með sendiherra í braddi fylkingar, fjöld- inn allur af íslendingum í Kaup- mannahöfn, forsætisráðherra Dana og utanríkisráðherra, Petersen skrif- stofustjóri, allir íáðgjafarnefndar- mennirnir og margir sendiherrar er- lendra þjóða. íslenskir stúdentar sungu fyrst tvo ísl.enska sálma og síðan flutti sjera Haukur Gíslason ræðu á íslensku. þá söng frú Dóra Sigurðsson „Kallið er komið". Siðan var rekunum kastað á kistuna og því næst var hún látin síga niður í bálið, en á orgelið var leikinn þjóðsöngur íslendinga. Að lokum þakkaði Sveinn Björnsson sendiherra með nokkrum vel völdum orðum hluttekninguna, fyrir hönd ættingja hins framliðna og stjórnar íslands. Pianosjóður Kristneshælís. Enn hafa furðulega fáir orðið til þess að muna eftir jólagjöfinni til Kristneahælis og er þó vert að þakka af alhug þeim, sem það hafa gert. Eigi verður fé betur varið, heldur en til þess að varpa geislum gleðinnar inn í líf þeirra manna, sem bera kross langvar- andi sjúkdóma og eru sviftir að- stöðunni til þess að njóta návist- ar ástvina á eigin heimilum nú um jólin. — Látið ekki dragast að færa þessar jólafórnir og munið, að gjöfunum veita viðtöku rit- stjóri Tímans, Laugaveg 44 og Kristján Karlsson bankastjóri, Holtsgötu 7. að vinna að almennri hagsæld eins og hversdagsmenn finna til gagnvart sínum eigin stundar- hagsmunum. Þegar þess er gætt, að maðurinn var óvenjulega elju- samur og óbilandi festu- og kjarkmaður, svo að hann harðn- aði við hverja þraut og mótgang, þá er auðskilið hversvegna hon- um varð svo mikið ágengt. Magnús Kristjánsson var fyrst kosinn á þing á því tímabili, þeg- ar samfeldur þingmeirihluti byrjaði að sinna hinum innri umbótum í þjóðfélaginu undir forustu Hannesar Hafstein. Á þeim árum var reist bókhlað- an í Reykjavík, komið á skipu- legri bama- og kennarafræðslu, mentaskólinn leystur úr dauða- dróma fommálanna, og sæsíminn lagður til útlanda. I hinu síðast- talda máli mun enginn þingmaður hafa veitt Hafstein öruggara vígsgengi en Magnús Kristjáns- son, meðan hættan var mest, að málinu yrði eytt. Þegar Magnús Kristjánsson óx upp á Akureyri var öll verslun héraðsins í höndum harðlyndra og fédrægra selstöðukaupmanna. Takmark þeirra var að græða sem mest á íslandi á sem styst- um tíma og komast með fenginn af landi burt til Danmerkur og njóta hans þar. Magnús Kristjánsson og Frið- rik bróðir hans efndu til inn- lendrar verslunar á Akureyri og fóru vel og drengilega með vald sitt 1 verslunarmálum. Dæmi sem kom fyrir síðar, sumarið 1914,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.