Tíminn - 12.01.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.01.1929, Blaðsíða 2
6 TIMINN Þetta býst eg við að leigu- truntur Ihaldsins, sem skrifa Morgunblaðið, eig-i bágt með að skilja. Þeir hafa sjálfir selt sig fyrir auðvirðilega fémútu til að vinna verstu óþverraverkin fyrir Ihaldsflokkinn. Og þar sem þeir munu ekki svo dómgreindarlitlir um eigið manngildi, að þeir láti sér til hugar koma, að nokkrir vilji framar nýta þá til heiðar- legra verka, eru þeir fyrir löngu orðnir þess fullvissir, að þeir verða til æfiloka galeiðuþrælar I- haldsins. Hafi þeir einhvemtíma haft einhvem snefil af stálfstæðum vilja og mannslund, hafa þeir varpað hvorutveggja fyrir borð. Þess vegna er þeim alveg óskilj- anlegt, að enn skuli vera til menn í landinu, sem lifa og starfa eftir eigin sannfæringu, en ganga ekki kaupum og sölum eins og markaðshestar. Eaupfélagsmaður. ----o-— Sveiiin í Hálsi Eg er uppalinn við þá trú, að Ólafsdalsbúfræðingar færu allir á sveitina. Þeir voru þá nýir af nál- inni, en gömlu bændumir, sem lítið gáfu fyrir lærdóminn, hlökk- uðu hálfpartinn yfir því, að þess- um nýmóðins peyjum dygði bók- viskan harla lítið í búskaparbasl- inu. En fyrsti kennarinn minn var búfræðingur frá Ólafsdal, og þótti, það í aðra röndina ekki lítið í munni. Þessi kennari minn hjet Sveinn Sveinsson, frá Hálsi í Eyrarsveit. Eg var þá varla af óvitaaldri, og mér þótti hann harður og nokkuð aðfinningasam- ur; en seinna kyntist eg honum á ný og kunni þá betur að meta hann. En það skynjaði eg á viðræð- um föður míns og Sveins „bú- fræðings“, eins og hann var æfin- lega kallaður, að í Ólafsdal væri einskonar sælustaður á jarðríki og að Torfi í Ólafsdal væri meiri en allir menn aðrir. Löngu seinna var jeg staddur að Varmalæk í Borgarfirði, um haust. Þá reið Torfi í ólafsdal þar um hlaðið. Það vai* * eina skiftið sem eg sá hann. En Svein sá eg oft. Hann hætti kenslu og reisti bú í Hálsi í Eyr- arsveit, þar sem hann var borinn Alöft i. Fyrir rúmum 40 árum síðan sá eg stöku sinnum mann nokkurn, sem mér stóð stuggur af og er jafnan minnisstæður. Hann hét Stefán Helgason. Hann var um- renningur og hinn mesti auðnu- leysingi. Frú Ingunn Jónsdóttir segir frá honum þannig í „Bókin mín“: „Hann var stór og sterkur, en nenti ekkert verk að vinna, stórorður og hvassorður, át allan óþverra og sleikti gólfið. öllum var hann hvumleiður, en ekki þeim mun heimskari en aðrir menn, sem hann hagaði sér ver en flestir“. Þetta er rétt lýsing, eftir því sem eg heyrði sagt um Stef- án og mér leist á hann. Bæta má því við, að hann hafði til að fara út í haga og bíta gras eins og skepna. Stefán var af myndarlegu og góðu fólki kominn. En hvers- vegna var hann slíkur ógæfumað- ur, sem raun bar vitni. Hvað hafði hann til saka unnið? Það hlaut að hafa verið eitthvað meira en lítið, því að fram að 18 ára aldri var hann, að sögn, sem aðrir menn og mjög efni- legur unglingur, en þá höfðu orðið snögg umskifti í lífi hans. Frú Ingunn segir, að fólk hafi haldið Stefán vera í „álögum". Og það heyrði eg líka sagt, ennfrem- ur að bann hafði sjéifur skýrt frá Hálsvaðal um háflæði sjávar og alt var iðjagrænt og björgulegt. En líka hafði drottinn lagt á hann þungar raunir. En Sveinn hjalaði um heima og geima, og mér fanst hann meir en sáttur við tilveruna og þetta harðleikna jarðarlíf. Eg var á ferð um gamlar stöðv- ar, og lífið blasti við mjer í ljósi minninganna frá bamæsku. Sveinn í Hálsi, gamli kennarinn minn, varð mjer ímynd heillar kynslóðar, þeirrar kynslóðar sem byrjaði að trúa á landið, sem fórnaði lífi sínu til þess að losa böm sín og eftirkomendur und- an fargi sneplatorfsins, sem lúð hefir og kvalið forfeður okkar all- ar aldir til þessa. Nú fyrir skemstu fór eg enn um í Hálsi. Það hafði viðrað vel, verið sólríkt og blessað sumar. En Sveinn var þá nýfarinn burt frá Hálsi, alfluttur í kirkjugarðinn á Setbergi, 64 ára gamall. „Moldin er þeim mild og góð, sem miskunnsemi hennar þrá“. Hann hefir lagst til hvíldar þreyttur og með góðri samvisku. Hann hefir réttlæst fyrir verk sín, því að verkin eru trúarbrögð hins dygga manns. Hann byrjaði fyrstur að yrkja landið í sinni sveit. En nú gekk þar plógurinn og velti þýfinu, jöfnum höndum sem nýju flatimar voru slegnar og hirtar. Ný öld var runnin yfir héraðið. Plægingamaðurinn gekk og hvatti hestana sína fyrir plógin- um í túninu á Setbergi. Hann var ungur og upprennandi. Hann hafði tekið við af Sveini í Hálsi, sem lá þar í garðinum undir ný- orpnu leiði. Helgi Hjörvar. -----o---- Ingþór Björnsson óspaksstöðum — fimtugur. Snemma hófstu að húnum voð, hreystislyngi vinur; sigldir atalt æfi-gnoð Ægis gegnum hrinur. Þó að ennþá gjálpin göld gnauði á kili sleipum, heldurðu’ eftir hálfa öld hjálmunvöl í greipum. Kalt þó blási' og bólgni Dröfn, bylgjan skelli’ í reiða, skip með farmi heilt í höfn hepnist þér að leiða. Jósep Jónsson, Melum. ímiíi im i to. Andsvör og upplýsingar. Þann 23. f. m. birtir Mbl. grein eftir hr. Guðmund Jónsson bændakennara og trúnaðarmann Búnaðarfélags Islands. Greinin, sem fjallar um verkfæraverslun Sambands ísl. samvinnufélaga, er í aðalatriðum endurtekning á ó- sannindum og dylgjum.sem hr. G. J. birti í 9.—10. tölublaði Freys f. á., en þeim var hnekt með skýr- um rökum í 52. tölublaði Tímans, af hr. Aðalsteini Kristinssyni I framkvæmdarstjóra. I Morgunblaðsgrein sinni segist hr. G. J. hafi viljað benda á það í Frey, að hann teldi Sambandið „of einhliða í verkfærakaupum sínum eða a. m. k. í þeim leiðbein- ingum, sem það gefur bændum um verkfærakaup". (Auðkent af mér). Af því eg hefi þessar leiðbein- , ingar með höndum get eg ekki leitt hjá mér að svara ummælum ij hr. G. J., og því fremur að senni- ,j lega yrðu ýmsir til þess að mis- 1 skilja þögn mína. Eg tel þessi orð eiga að gilda um verkfærakaup S. I. S., og leiðbeiningar yfirleitt, en ef sá skilningur er réttur, leiðir óhjá- kvæmilega af því að hr. G. J. verður algerlega tvísaga í skrifum sínum, er hann telur sig eiga ein- göngu við Húnávatnssýslu og Húnvetninga. En sé svo, að það séu aðeins verkfærakaup S. I. S. handa Húnvetningum, og leið- beiningar, er þeir þiggja, sem sé of einhliða, þá fer málabúnaður hr. G. J. að verða full skoplegur til þess að svara honum. Það eru tvær ásakanir, sem hr. G. J. kemur með á hendur verk- færaverslun S. I. S. og eiga víst báðar að sanna hve hún sé ein- hliða. 1. Að hún leggi hömlur á sölu diskaherfa. 2. Að hún leggi hömlur á sölu Mc. Cormick sláttuvéla. Báðar ásakanimar eru með öllu tilhæfulausar. Er óþarfi að endur- taka sannanir fyrir því, þótt hr. G. J. endurtaki ásakanir sínar án allra sannana. En vel getur verið þörf á að skýra málið fyrir ókunnugum. Þau tvö ár, sem eg hefi starf- að við verkfæraverslun S. I. S. hefir verið unnið meira að út- breiðslu diskaherfa en Hankmó- herfa. Nægir að vísa til auglýs- og bamfæddur. Hann bjó þar yf- ir 30 ár. Eg kom þar til hans vor- ið 1903, 14 ára strákur. Þá átti eg heima á Mávahlíð og fylgdi Halldóri Steinssyni lækni yfir Bú- landshöfða og inn yfir Vaðla. Þá var kjörfundur í Stykkishólmi, og Halldór fór víst einn manna af öllu útnesinu á þann kjörfund. Þá var Lárus H. Bjamason kosinn þar á þing, með fáum atkv. og með litlum umsvifum. Það var í þá daga. Þá var foraðsveður á sunnan. Sveinn hafði verið að rista ofan af, en hætti vegna illviðris. Hann var þá upp á sitt besta, hraust- menni og þreklegur. Bæjarhúsin voru fallin og moldarrústir hér og um túnið. Það var ekki stórt, en kargaþýft, hvergi hafði mannshöndin snert við neinu, nema til að rista torf í engjun- um, flytja torf, hlaða torfusnepl- um, berjast við torf og rekjur, heyleysi, sult og seyru. Þama í Hálsi hafa búið yfir 100 bændur við þessi kjör, og allir skilað kot- inu jafn aumu til þess, sem næst- ur kom. Sveinn risti þar fyrstur manna ofan af þúfu. Nú liðu 22 ár. Þá kom eg aftur að Hálsi. Það vai* síðla dags haustið 1925. Þá vom komin prýðileg bæjarhús í Hálsi, túnið sljett og girt, nýreist peningshús og hlöður, skurðir gerðir og mann- virki. Sveinn átti jörðina, og alt bai* vott um elju og strit og natni hins góða bónda. En líka voru þau umskifti oi*ð- in, að Sveinn var sjálfm* hrörleg- ur og að hruni kominn. Hann var eyðilagður af brjóstveiki og þræl- dómi. Þessi sterki maður var beygður og visnaður. Hann mátti sig varla hræra fyrir mæði, og brjóstið var tómt að heyra, þeg- ar hann talaði. En ötull var hann og hug- hraustur eins fyrir því. Ekki hafði hann lagt árar í bát. Það var norðan sveljandi, kalt veður og kvöldsett orðið. Sveinn var niðri við vaðalinn með sonum sín- um að girða nýju sljettu. Hann gat ekki tekið á verki, en hann sagði þeim til og horfði á sonu sína vinna. Þar var og með hon- um einn sonur hans, sem var fæddur vanheill. Lífið hafði verið Sveini í Hálsi eins og fleirum, bæði súrt og sætt. Honum hafði gefin verið góð kona, hraustir synir og mannvænlegar dætur, mörg gleðistund og margur fagur dagur á býlinu sínu vestan í Kirkjufelli, þegai* sólin skein á af hvaða orsökum hann varð slík- ur auðnuleysingi. Var það sem hér segir: Eitt sinn er Stefán var á grasa- fjalli, með fleira fólki, faxm hann allstóran blett þakinn stórum og fögrum skæðagrösum'). Þegar hann fór að tina grösin syfjaði hann, svo að hann gat varla hald- ið sér vakandi. Hann fleygði sér því niður og sofnaði þegar. Dreymir hann þá, að til hans kemur kona mikilúðleg, og segir á þessa leið: Láttu fjallagrösin vera kyr á blettinum, sem hjá þér er. Ef þú gerír það muntu verða gæfumaður og flest snúast þér til hamingju. En ef þú tekur grösin muntu verða auðnuleysingi það, sem eftir er æfi þinnar. Þegar konan hafði lokið máli sínu vakn- aði Stefán. Hann þóttist sjá svip konunnar um leið og hann opnaði augun. Líklega hefir Stefán litið svo á, að ekki væri takandi mark á draumum, því hann kvaðst hafa rifið upp öll grösin af blettinum og látið þau í pokann, sem hann var með. Hann gat ekki fengið af sér að ganga framhjá svona arð- berandi bletti án þess að hirða gjafir náttúrunnar, sem þama lágu ónotaðar. Ránshvötin og ágirndin á náttúrugæðunum virðist hafa orðið yfirsterkara í sál hans en aðvörunarrödd náttúr- unnar um að ræna ekki því úr *) „Skæöagrös" nefnast norðan- lands þau fjallagrös, sem eru óvenju- *tór og þroskamikil. G. D. skauti hennar, sem engin mann- leg hönd hafði hjálpað til að framleiða, og því fór um æfi hans sem raun varð á: Ekkert verður vitað um, hvort Stefán hafi búið til sögu þessa, til að réttlæta með framferði sitt. Þó héldu sumir það. En vel má vera, að hann hafi trúað henni sjálfur, og að sam- viskan hafi kvalið hann, það sem eftir var æfinnar,og spilt lífi hans, fyrir að hafa breytt gagnstætt betri vitund og hafnað gæfunni, sem lögð var við fætur hans. En hvað sem um þetta verður sagt er til fjöldi af sögum, í þjóðsögn- um vorum, hliðstæðar þeirri, sem látin er gerast í grasaferð Stefáns og munu þó margar óskráðar enn. Nálega í hverri sveit á Islandi eru til grasblettir, sem ekki má slá, trjárunnar, sem ekki má skerða, árhyljir eða lækir, þar sem ekki má veiða fisk o. s. frv. Hver sem brýtur bann, sem hvílir á þessum blettum,fær vægðarlausa refsingu Sumir missa einhvem kjörgrip úr eigu sinni, aðrir verða fyrir andlegum eða líkamlegum meiðsl- um, og bíða þess aldrei bætur, eða þola kvalafullan dauðdaga. Náttúran lætur ekki að sér hæða. Þó að halda megi fram, að þetta og annað eins sé markleysa ein og ímyndun, hefir samt einhvem- veginn komist iim í vitund manna, að hegningarvert sé að ræna og mpla náttúrugæðum landsins, sem mannshöndin hefir ekkert gert til að rækta eða halda við. Og bö rányrkjan svawfodi ber vott um villimensku og er brot á náttúrulögmálinu, hvort sem hún kemur fram á jurta- eða dýraríkinu. Þó að menn vildu dylja þetta gerir náttúran það uppskátt. Sumir, sem mestan usla gera í náttúrugróðri og dýralífi eru þai* til vitnis. Lifnaðarhættir þjóðarinnar leyfa að vísu ekki einstaklingunum, enn sem komið er, að bjarga sér eingöngu á ræktuðum afurðum, en að því á að stefna að svo verði. Og þá kemur sá tími, að alhliða ræktun landsgæðanna ber allar þarfir þjóðarinnar. Þegai* svo er komið þagna raddir náttúrunnai*, sem hingað til hafa hótað mönnum hefndar fyrir brot á lögum henn- ar. II. Það finst hvergi í þjóðtrúnni, að náttúran hefni sín á þeim mönnum, sem gefa _sig við rækt- un eða varðveislu einhverra nátt- úrugæða landsins. Þetta er eðli- legt. Ræktun er í samræmi við lögmál náttúrunnar. Hún miðar að því að framleiða líf og halda því við, og einmitt það gerir náttúran þar sem hún er sjálf- ráð. Undarlegt er að til skuli vera einstaklingar, sem eru andstæðir ræktun og náttúruvemd, og fylla þann flokk manna, sem fyr- ir vankunnáttu- eða ágirndarsak- ir eyða gegndarlaust náttúru- gróðri landsins og dýralífi. Sumir foringjar Ihaídsflokksins hafa inga í Tímanum og til verðbreyt- inga er orðið hafa á herfunum. Fyrir ítarlega eftirleitan og hag- kvæm innkaup hefir tekist að stórlækka verð á diskaherfum, langt fram yfir almenna verð- lækkun og verðlækkun á Hankmó- herfum. — Stuðlar þetta mjög mikið að því að gera diskaherfin samkepnisfær við Hankmó um verð og sölu, þótt enn séu þau mikið dýrari. S. I. S. hefir bæði árin haft birgðir af diskaherfum engu síður en Hankmó og oft meiri birgðir af diskaherfum. Það breytir engu um, þótt einu sinni hafi orðið teppa á afgreiðslu disk- herfa sökum verkfalls, tók 14 daga að bæta úr því og ná í diskaherfi annarsstaðar að. En því nefni eg* þetta, að hér mun vera fluga sú, er hr. G. J. beitir góðgirni sinni til þess að gera að úlfalda. Að verkfæraverslun S. 1. S. leggi hömlur á sölu Mc. Cormick sláttuvéla, er bamalegt hjal, sem sennilega er sþrottið af vanþekk- ingu hraðmentaðs manns, sem ekki hefir ennþá hlotið reynslu til þess að melta svo mentun sína að hann skilji einföld fram- kvæmdaatriði. Svo er mál með vexti að S. I. S. hefir alls ekki söluumboð fyrir Mc. Cormick sláttuvélar og hvorki S. I. S. né aðrir geta fengið slíkt umboð svo viðunandi sé. En hitt er annað mál að það er mögulegt að ná í Cormick sláttuvélar og hefir ver- ið gert bæði af mér og öðrum. Verkfæraverslun S. I. S. hefir ekki skift sér neitt af sölu Cor- mick-véla 2 undanfarin ár, hefir ekki lagt hinar minstu hömlur á sölu þeirra, mun ekki gera það og getm* alls ekki gert það, frekar en t. d. að umboðsmaður Förd-bif- reiða getur lagt hömlur á sölu annara bifreiða hér á landi, svo eg nefni dæmi, sem allir dómbær- ir menn skilja. Verkfæraverslun S. I. S. hefir heldur ekki mælt með Herkúles á kostnað Cormick frekar en á kostnað annara véla, sem seldar eru í samkepni við Herkúles-vél- amar. Verslunin hefir auðvitað mælt með Herkúlesvélunum, enda myndi hún alls ekki selja þær, ef þær væru ekki verðar meðmæla. Eg verð ennþá sem komið er að meta meðmæli og reynslu bestu fagmanna á Norðurlöndum og margra góðra bænda víðsvegar um alt Island allmikils, þótt hr. G. J. telji slíkt lítilsvert og ekki nema skoðanir, svo vel hittir hann reynt, á pólitískum fundum upp til sveita, að gera lögin um frið- un Þingvalla tortryggileg í aug- um manna, og nota þau sem á- rásarefni á núverandi landsstjóm og báða pólitísku andstöðuflokka sína. Mér er kunnugt um, að margir íhaldsmenn eru þarna al- veg á gagnstæðri skoðun for- ingjanna. Flestir skilja, að frið- unarlögin eru ekki gerð fyrir neinn einstakan pólitískan flokk manna. Þau eru jafn gagnleg fyrir alla, hverja skoðun sem þeir kunna að hafa á pólitík eða trúmálum. Þeir sem mest fjand- skapast gegn friðun Þingvalla hljóta samt að viðurkenna rétt- mæti hennar undir niðri. Það er varla hægt að gera ráð fyrir, að nokkur maður með góðri sam- visku geti haldið því fram í al- vöru, að efnahag og menningu þjóðarinnar stafi hætta af því, að dýra- og jurtalíf sé verndað og friðlýst — sem svai*ar — á einum 4—5. þúsundasta hluta Is- lands. Ætlast er til, að á þessum litla bletti, sem sumum þykir of stór, verði gerð tilraun til að hefta gróðumíðslu manna og dýradráp, sem hingað til hefir gert Islandi ómetanlegt tjón og vanvirðu. Fram á 19. öld voru túnin kringum bæina nálega hið eina, sem bar vott um ræktun lands- ins og viðhald gróðursins. öll önnur ræktun hefir átt örðugt uppdráttar. Það er tiltölulega skamt síðan að farið var að við-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.